Lögberg - 25.04.1940, Blaðsíða 4

Lögberg - 25.04.1940, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. APRIL, 1940 Þjóðrækni og jDjóðrœkt ----------Högtoerg----------------------- Gefi8 út hvern fimtudag af THE COMJMUIA PHESS, IJMITKI) 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 uni árið — Rorgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Máttarvöld gróandans Blíðviðrið sem um þessar mundir um- lykur móður jörð, ber áformum gróandans fagran vitnisburð; nú gengur enginn þess lengur dulinn, að náttúran sé að þróast inn í ríki sumars, því nú gelur gróðurinn hvar- vetna undir skjaldarrendúr. Stórdreymi er óumræðilega fagurt hug- tak; stærstu og djörfustu draumarnir eru á- valt að einhverju leyti tengdir við frjómagn og þróun; þá má jafnan skoða sem forboða mikilvægra athafna. í hvert sinn og blómklappur springur út rætist einn af eilífðardraumum tilver- unnar. Við aðför sumars verður ekki um það deilt, að kominn sé fótaferðatími í mann- heimum; þá verða það máttarvöld gróand- ans, sem segja fyrir verkum, og kveðja til starfs morgunmenn þjóðanna; framarla í hópi hinna íslenzku morgunmanna var Matt- hías skáld; oft deildi hann á Islendinga fyrir það, að þeir ekki þekti sinn vitjunartíma; að þeir vegna kæruleysislegrar mókværðar léti tækifærin ganga úr greipum sér. 1 hinu meistaralega eggjunarljóði “Sumarkoma/’ er birst mun hafa í “Austra” 1893, sker Matthías upp herör, og er óvenju þungyrtur í garð þjóðar sinnar fyrir það hvernig hún láti reka á reiðanum; eftir að hafa djarf- mannlega vísað henni veginn, kemst hann þannig að orði: “En þið hafið setið við sögur og spil, og syndgað upp á náð þá, sem aldrei var til. ’ ’ Matthías skáld hataðist við aðgerðaleysið, og þær vanrækslusyndir, -sem jafnan sigla í kjölfar þess. Að ferðast morgunmegin í lífinu er hið sama og ganga á guðs vegum. Margir eru þeir vafalaust, er “beðið hafa heitt” og “grátið hátt,” eins og eitt góðskáld vort komst að orði, á löngum kveld- um liðins vetrar; margir, er mænt hafa þreyttum augum í austur eftir geislum sum- arsólar; nú hefir lífgjafi alls mannkyns bætt þeim upp biðina, því nú vefst sólbjarmans fang um alt og alla. A ættjörð vorri var sumri eigi aðeins fagnað með hinum ytri táknum, þó sumar- dagurinn fyrsti væri í rauninni einn af há- tíðisdögum þjóðarinnar; sumri var fagnað — í hjartanu; þannig skyldi það og ávalt vera hér með oss, afkvistuð'um sonum Is- lands og dætrum. Nú má heyra í öllum áttum hjartslátt nýrra gróðrarafla fagna sumri og hækkandi sól! “Piltur og Stúlka” Leikfélag Samba nds-s a f na ð a í nyrðri hluta Nýja Islands, sýndi í samkomusal Sam- bandskirkjunnar hér í borg þann 16. þ. m., “Pilt og stúlku,” er séra Eyjólfur J. Melan hefir búið til leiksvið's úr samnefndri sögu eftir Jón skáld Thoroddsen; saga þessi, sem fyrir margra hluta sakir mun réttilega mega teljast ein allra þjóðlegásta skáldsagan, er ritin hefir verið á íslenzka tungu, nýtur slíkra vinsælda með íslenzku þjóðinni, að fátt kemur þar til jafns; á hún að því leyti til hliðstæða afstöðu við vinsældir Sigrúnar á Sunnuhvoli og Arna í dölum Noregs.— Ekki verður því neitað, að einu og öð'ru væri ábótavant um meðferð leikenda á hin- um ýmsu hlutverkum, ]ió sumum tækist vel túlkun vifangsefna. Bárður á Búrfelli (Gísli Einarsson) var leikinn með ágætum, einkum þó í lokaþætti; hið sama má segja um Ingveldi í Tungu (frú Ólafía Melan), er yfir höfuð fór prýðilega með hlutverk sitt. Miklu miður tókst til um Gróu á Leiti; það hlutverk hefði átt að vera í höndum eldri konu. — Yfir höfuð var gaman að leiknum, og á leikflokkurinn þakkir skyldar fyrir komuna; verk hans er þakkarvert þjóðrækn- isverk; meðal leikenda var margt kornungt fólk, er lagt hafði á sig ærið erfiði íslenzk- unni til viðhalds; það var ósegjanlegt á- nægjuefni, að hlusta á hinn hreina og mjúka framburð ástkæra, ylhýra málsins af vörum þess. Eftir PRÓFESSOR RICHARD RECK # ■ I. í grein minni um Islenzkuskóla Þjóð- ræknisfélagsins hér í blaðinu lagði eg á- herzJu á það, hvert grundvallaratrið'i fræðsla barna og unglinga í íslenzkri tungu væri í þjóðfaknisstarfsemi vorri í landi hér. Sá sannleikur hefir vitanlega verið marg-endur- tekinn vor á meðal, en stendur engu að síð- ur í fullu gildi; enda má æt'la, að mönnum verð'i hann að sama skapi ferskari og fastari í minni sem oftar er á hann minst. Þessvegna las eg með sérstakri ánægju og eftirtekt hina snjöllu og tímabæru ræðu Mrs. E. P. Jónsson: “Markviss þjóðræknis- starfsemi,” er hún flutti. á Frónsfundi ný- lega og prentuð var í Lögbergi. Var það sannarlega kröftug lögeggjan til íslenzkra foreldra ’um að kenna börnum sínum íslenzku, og er vonandi að áminning þessi hafi eigi með öllu fallið í grýtta .jörð; einkum má ætla, að ýmsar íslenzkar mæður hérlendis láti hið fagra dæmi Melkorku — rækt hennar við mál og menningarerfðir feðra sinna — verða sér til fyrirmyndar. Ekki er þó sanngjarnt að skella allri ábyrgð í því efni á herðar mæðranna; hinsvegar er það laukrétt at- hugað, að' miklu meiri viðleitni og árángurs má vænta í þessu tilliti frá þeim heldur en oss karlmönnunum. Hitt vita allir, sem eru að leitast við að kenna börnum sínum ís- lenzku, að það verður ekki gert fyrirhafnar- laust, sér í lagi utan íslenzkra bygðarlaga; en þess eru enn eigi fá dæmi í vorum hópi, að það má takast, ef hugur fvlgir máli. Jafnframt því sem Mrs. Jónsson dregur réttilega. athygli að því, hve mjög það sé undir áhuga og viðleitni mæðranna komið, hvort, börnin læri íslenzkt mál, hvetur hún Þjóðræknisfélagið til að leita frekari sam- vinnu í þjóðræknismálum við kvenfélögin ís- lenzku. Efast eg ekki um, að stjórnarnefnd félagsins taki þá bendingu til athugunar. Alkunnugt er, að forstöðukonur kvenfélags- heilda beggja kirkjufélaga vorra, og aðrar þær konur, sem vnna mest að þeim málum, eru þjóðraknar vel í orðsins bezta skilningi; enda hafa þær á margan hátt sýnt í verki þá afstöðu sína til ættarerfða vorra. Er mér í fersku minni upplestrar-samkeppni sú í íslenzku, sem Bandalag Lúterskra Kvenna efndi til í fyrra sumar í Winnpieg, fyrir börn og unglinga, og mun framvegis á starfsskrá þess. Nefni eg þetta sem aðeins eitt dæmi þeirrar þjóðræknisstarfsemi, er íslenzkar konur í landi hér hafa með hönd- um. Aukin samvinna við' þær á því sviði ætti því að vera þeim málum vorum hinn mesti styrkur. Auk þess merkilega þjóðræknisstarfs, sem konurnar vinna með barnafræðslu á heimilunum og í kvenfélögunum, vinna ýms- ar þeirra, og líklega margar fleiri en oss grunar, að sama marki með öðrum hætti. Agætt dæmi þess er starfsemi hinnar ötulu og þjóð'ræknu bindindiskonu, Mrs. C. O. L. Chiswell á Gimli. Eins og kunnugt er heldur hún þar uppi Ungtemplarastúku; auðvitað er bindindisstarfsemin höfuð-viðfangsefni hennar, en ekki er starfsemin þó eingöngu bundin við það. Þannig hélt stúkan hátíð- legan Fullveldisdag Islands, 1. desember s.l., með sýningu skuggamynda frá Islandi, ís- lenzkum söngvum og upplestri. Fór þar alt fram á íslenzku. Er þessi viðleitni í alla staði hin frásagnarverðasta, og er hennar getið hér hlutaðeigendum til verðugrar við- urkenningar og öð'rum til eftirbreytni. II. Dr. S. E. Björnsson komst svo að orði í grein í Heimskringlu fyrir stuttu síðan, “að áslenzkar leiksýningar hafa í sér fólgið stór- va*gilegt gildi til viðhalds tungu vorri og þjóðræknisstarfsemi yfirleitt í þessu laridi. ” Þetta er hverju orði sannara. Ber því að fagna yfir því, að þessi viðleitni í þjóð- ra'knisáttina stendur nú með miklum blóma. A eg þar auðvitað við sýninguna á leikritinu Piltur og stúlka, á ýmsum stöðum, sem séra Eyjólfur J. Melan hefir samið upp úr sam- nefndri skáldsögu Jóns Thoroddsen, er allir eldri íslendingar kannast við; og sýninguna á leikritinu Ofurefli, er Arni Sigurðsson hefir sniðið upp úr hinni merku skáldsögu Einars H. Kvaran með sama nafni. Hafi leikstjórarnir báðir, leikaramir og aðrir þeir, er hér hafa lagt hönd að menningar- og þjóðræknisverki, beztu þakkir fyrir áhug- ann og erfiðið, sem slík starfsemi útheimtir. Eg gríp einng þetta tækifæri til þess að þakka Leiikfélagi Sambandssafnaðar hið merka þjóðræknisstarf, sem það hefir unnið með leiksýningum sínum á íslenzku nú í nærfelt 20 ár. Náskyld hinni íslenzku leikstarfsemi í landi hér, og jafn merkileg frá þjóðræknis- legu sjónarmiði, er íslenzk söngstarfsemi vor á meðal; hún stendur nú einnig með blóma Þér getið ávalt fengið peninga yðar til baka! Þegar þér geymið peninga yðar á banka eru þeir ávalt á tryggum stað — og þér getið ávalt tekið þá lít, er þér æskið. Byrjið sparisjóðs innlegg nú þegar við næsta útibú og haldið því uppi með fastri reglu. THE ROYAL BANK O F CANADA ________ Eignir yfir $800,000,000 _________ riðsvegar þar sem íslendingar eiga dvalarstað. Vestur á Kyrra- hafsströndinni starfar söngfélag- ið “Harpa” af miklu kappi, undir ágætri leiðsögn Helga S. Helga- sonar, tónskálds. En í blaða- grein nýlega lýsti Mrs. Guðbjörg Freeman maklega og fagurlega ágætum söngsamkomum flokks- ins í Bellingham, Blaine og Seattle. Hitti hún vel í mark með þessum ummælum sínum: “fslenzk þjóðrækni deyr ekki meðan ljóðin og lögin lifa.” Söngflokkur íslenzkra kvenna í Minneapolis, undir stjórn próf. H. Lárussonar, starfar einnig ötullega og hefir þegar getið sér svo gott orð, að honum hefir verið boðið að syngja á þjóðhá- tíð Norðmanna þar í borg 17. maí n. k. Alkunnúgt er hið á- gæta starf Karlakórs fslendinga í Winnipeg og Karlakórsins ís- lenzka í Norður Dakota, sem Ragnar H. Ragnar stjórnar. Megi riki íslenzks söngs sem víðlend- ast verða í landi hér og hljómar hans bergmála frá sem flestum íslenzkum brjóstum; meðan svo er, lifir eldurinn á arni þjóð- rækninnar. Hinsvegar stendur skrifað: “Þar sem sönglist dvín er dauðans ríki.” Það er einnig sannmæli innan landamæra ís- lenzkrar þjóðræknisviðleitni. Vafalaust hefir þyngt í huga íslendinga hér vestra, þegar þeim barst harmafregnin örlaga- ríka um árás Þjóðverja á Dan- mörku og Noreg; og eigi þykir mér ólíklegt, að ýmsum í vorum hópi hafi hitnað í hamsi yfir þeim voðatíðindum og hefðu helzt kosið að hefja upp sverð sitt gegn því ofurefli, sem frændþjóðirnar á Norðurlöndum hafa orðið að beygja sig fyrir. Danmörku höfum vér íslending- ar um langt skeið verið tengdir stjórnarfarslegum og margvís- legum menningar tengslum. Hörmum vér því einlæglega ör- lög hinnar dönsku þjóðar og óskum þess af heilum huga, að hún megi sem allra fyrst losna úr járnklóm hins erlenda valds óg endurheimta frelsi sitt. Noregi erum vér tengdir bönd- um blóðs og erfða. Á hin norska þjóð því alla samúð vora í harðri baráttu hennar fyrir frelsi sínu og sjálfstilveru. Sannast nú kröftuglega orð Stepháns G. Stephánssonar í hinu svipmikla kvæði hans: “Ávarp til Norð- manna”: “Við hörpu íslands hnýttur sér- hver strengur fær hljómtitring, ef skrugga um Noreg gengur. Það snertir innar ættartali í sögum, sem ómar væri af sjálfra okkar högum og ættum bæ og börn í Þrænda- lögum.” Hver áhrif styrjöldin á Norð- urlöndum, og þá sérstaklega á- rásin á Danmörku, hefir haft á stjórnarfarslega afstöðu íslands, er kunnugt öllum íslendingum í þessu landi. Alþingi sá þann kostinn vænstan, eftir að Þjóð- verjar höfðu tekið Danmörku herskildi, að fá landsstjórninni í hendur það vald, sem konung- ur hafði áður farið með, og alla umsjá íslenzkra utanríkismála. Hér er um hið söguríkasta og merkilegasta spor að ræða af hálfu íslandsstjórnar, enda þótt bráðabirgðaráðstöfun kunni að vera, eftir því, sem sumar fregn- ir herma. Fanst mér svo mikið til um þessa atburði í sögu þjóðar vorrar, að eg sendi Hermanni Jónassyni forsætisráðherra svo- hljóðandi skeyti: “Kveðjur. Blessunaróskir.” Þó að skeyti þetta væri sent i eigin nafni, veit eg, að það hefir túlkað til- finningar fslendinga í heild sinni hér vestra gagnvart heima- þjóðinni á þessum tímamótum í sögu hennar. Kunnugt er mér einnig um, að Guðmundur dóm- ari Grímson sendi heim kveðju- skeyti í sama anda. Laust fyrir helgina fékk eg svarskeyti frá Hermanni ráðherra á þessa leið: “Þökkum heillaóskir. Kveðjur.” Þó að það væri mér sent, geng eg þess ekki dulinn, að það er kveðja frá heimaþjóðinni til allra íslendinga í landi hér; þessvegna hefi eg einnig sagt frá skeytsendingum þessum á opin- berum vettvangi. Hitt þori eg að fullyrða, að eigi hefir hlýlegar verið hugað til ís- lands vestan um haf eða heitar beðið fyrir íslenzkri þjóð utan landamæra hennar, heldur en nú er gert af vestrænum börnum hennar. Þau minnast orða Klettafjallaskáldsnis: “Lítil þjóð á þeirri eyju þolað hefir margt, reynt um aldir afl og seigju eðli lands við hart, öllum þjóðum öðrum smærri, ýmsum meiri þjóðum stærri, ef menn virtu vits og anda verkin, allra þjóða og landa.” Þegar eg las— Sem betur fer eru menn venju- lega fúsir til að gera vinum sín- um og vandamönnum greiða, og til eru jafnvel menn svo góð- hjartaðir og greiðviknir að greiða á líkan hátt fyrir vandalausum mönnum. Þetta er vitaskuld frekar til að lofa en lasta, ef þessi greiðvikni gerir engum skaða, en geri hún það, tekur málið að horfa öðruvísi við. íslendingar eru, svo sem kunn- ugt er, margir skáld, eða halda þeir séu það, og þeir klífa þrí- tugan hamarinn til að gefa út bækur, ekki sízt Ijóðabækur, og ef þú hefir eitthvað til að selja, verður þér fljótlega ljóst, að það sé ávinningur að fá auglýsingu, í þessu tilfelli ritdóm, og ef rit- stjórnarnir annað hvort sjá ekki listina í þessum bókum, eða þá blátt áfram vilja ekki unna höf- undunum verðskuldaðs heiðurs, þá er um að gera að leita uppi einhvern af þessum góðhjörtuðu mönnum, og fá þá til að gera það, sem ritstjórarnir höfðu vanrækt: að skrifa vingjarnlega umsögn, svo eg ekki kalli það ritdóm. Svo er farið með kver- in eða bækurnar sveit úr sveit, á kostnað almennings, sem borgar brúsann. Fjárframlögin eru þó tiltölulega smátt atriði, hitt er verra að þessar bækur gera hvorutveggja, að vanvirða tungu vora og bókmentir meðal ungl- inga þeirra af islenzkum stofni, er kunna að fletta þeim upp, f hinum ýmsu byjgðarlögum, þar sem kostur góðra íslenzkra bóka er að líkindum víða af fremur skornum skamti, eigi sízt er hætta á þessu þegar mætir menn ljá þeim liðsyrði i svokölluðum ritdómum, og hjálpa þannig til að koma þessu andlega kálfa- sulli inn á heimilin. Mér hefir fundist og finst enn, að það væri alls ekki fjarri því að geta talist til þjóðrækni, að letja frekar en hvetja slíka útgáfustarfsemi, því álít eg að ritstjórar vorir ættu frekar að fá lof en hnjóð fyrir að geta slíkra bóka hvergi. Það eru sjálfsagt torfundin ráð til þess að koma í veg fyrir útgáfu þeirra, einstaklingarnir, sem að þeim standa, eru svo sannfærðir um, að þeir hafi listræn verð- mæti á boðstólum, að þeir mundu leggja framt á, að koma þeim út, en þær eiga að þegjast í hel, og málsmetandi menn að stilla sín góðu hjörtu, svo al- menningur fái að vera í friði fyrir þessum varningi, sem í raun og veru er þjóðflokki vor- um til hneisu. Fyrir mig persónulega verð eg að segja, að mér er megnasta raun að því að sjá þessar bækur og ímynduðu listir, þar sem hugsunarleysið og framsetningin vega salt, og hvergi er hægt að koma auga á aðra list en matar- lytina eina. Páll Guðmundsson. ..iiill!!llllllllllll>llll!lllll!lllllllljlí!lllllll!!lllll!lli;ill!lllllll!ll!lllllllllllllll!llllllllllllllll!l|]llllllm>. Frá íslandi .... Miðvikudag síðastliðinn kom leki að togaranum Belgaum, er hann var á heimleið frá Eng- landi. Var hann staddur hátt á annað hundrað sjómílur und- an Vestmannaeyjum, er þetta gerðist. Náðu skipverjar tal- sambandi við togaranp Arin- björn hersi, sem einnig var að koma frá Englandi, og kom hann á vettvang og urðu skipin sam- flota til öryggis, ef lekinn á- gerðist. Til enn frekari öryggis var Ægir sendur héðan úr Reykjavík með viðbótardælu til móts við togarann. Beið hann Ægis undan Landeyjasandi, en varðskipið kom þangað seint í fyrrakvöld. f nótt komu Bel- gaum og Arinbjörn hersir til hafnar í Reykjavík. • Á fimtudagsmorgun bar að það óhapp í línuveiðaskipinu Sigrún frá Akranesi, er þá var statt 12 sjómílur undan Akra- nesi, að eldur kom upp i há- setaklefa, er olía úr brúsa heltist á heitan kolaofn. Fjórir menn sváfu í klefanum. Vöknuðu þeir skjótlega og tókst að slökkva eldinn, áður en verulegar skemd- ir urðu á skipinu. En allir mennirnir hlutu nokkur bruna- sár. Benedikt Tómasson, sá er fyrstur vaknaði þeirra félaga, brendist á andliti, Gísli Jónsson skipstjóri brendist á hendi, Gúnnar Árnason matsveinn á handlgegjum báðum og Svein- björn Davíðsson vélamaður lítils- háttar á handleggjum. • Ríkissjóður hefir fest kaup á síldarverksmiðjunni á Húsavík. Er það gert samkvæmt heimild í fjárlögum yfirstandandi árs. Sildarverksmiðjan var síðastlið- ið ár rekin af ríkinu undir stjórn síldarverksmiðja ríkisins og var verksmiðjan seld með á- hvílandi skuldum, eins og þær voru í byrjun árs 1939. Var kaupverðið talið 209 þúsund krónur, eða sú skuldarupphæð, er á verksmiðjunni hvíldi um- rædd áramót. En raunverulega er kaupverðið nokkru hærra, þar eð við þessa upphæð bætast á- fallnir vextir af skuldunum og nokkur hækkun á þeim vegna gengisbreytinga, þar eð nokkuð skuldarinnar er í erlendri mynt. Hins vegar dregst þar frá ágóði, er varð af restri verksmiðjunnar síðastliðið ár.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.