Lögberg - 25.04.1940, Blaðsíða 1

Lögberg - 25.04.1940, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines *<> S«* d 5-SSið* 4 v^* Oot- cr* ^ ServÍGe and Satisfaction PHONE 86 311 Seven Lines Co^ d - “nd For Better Dry Cleaning and Laundry 53. ARGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. APRIL, 1940 ♦ NUMER 17 Lögb( srg óskar Islendingum góðs og gl< sðilegs sumars Frá vettvangi stríðsmálanna Þegar þeir menn, sem komust lífs af frá þátttöku brezka beitiskipsins “Hardy” í sjóorustunni miklu við Narvik, stigu fæti á brezka grund, lót flotamálaráðherra Breta þannig ummælt, að þeir væru fyrirmynd þeirra kappa, er frelsa myndu Noreg úr ránsklóm Hitlers, er fram á sumarið kæmi; ekkert minna gæti samherjar undir nokkrum kringumstæðum sætt sig við. Samgöngur um Noreg hafa verið örðugar undanfarna daga, og snjór víða í bygðum sem um hávetur væri; hefir þetta þar af leiðandi gert stríðssókn alla erf- iðari en ella myndi verið hafa; fregnsambönd hafa rofnað hér ,og þar, og því ekki auðvelt frá tíðindum að segja, er telja megi með öllu ábyggileg; þó er það víst, að Bretar og Frakkar hafi komið herliði alhniklu á land hér og þar í Noregi, sem þegar sá farið að sækja hart að hinum þýzka árásarher; eitthvað af Canadamönnum er komið til Noregs þó óvíst sé um tölu þeirra; er nú mælt, að sveitir samherja sæki að Þrándheimi á þrjá vegu. Frá hernaðarlegu sjónarmiði hefir Þrándheimur mikilvæga þýðingu, þvi þaðan liggja járnbrautir austur um Noreg til Svíþjóðar; og ef til þess kæmi, sem engan veginn er ó- hugsanlegt á þessum-. verstu og síðustu tímúm, að Þjóðverjar réðist á Svíþjóð, gæti þeir styrkt sig til muna með því að nota þá flutningaleið ef þeir á annað borð næði haldi á henni. Sem stendur hefir þýzki herinn náð allstyrkri fótfestu í suðurhluta Noregs; hann hefir enn á valdi sínu strandlengjuna frá Bergen til Osló, auk þess sem hann fram að þessu ræður yfir Stavanger, Kristiansand, Arendal, og hinum 0|g þessum þorpum fram með Oslófirðinum; nýjar fregnir herma, að samherjar hafi náð á vald sitt Hamri og Elverum norður af Osló. Loftflotinn brezki hefir gert eina árásina á fætur annari á Stavanger til þess að veikja aðstöðu Þjóðverja í þessum Þýðingarmiklu flug- stöðvum; er víst talið, að árásir þessar hafi borið allverulegan árangur. Hákon konungur er enn i Noregi; en Þjóðverjar höfðu lagt mikið á sig til þess að breiða það út, að hann væri flúinn úr landi.— Júgóslavía og HoIIand hafa átt annríkt við það upp á sið- kastið, að reka spæjara, mest- megnis þýzka spæjara úr landi, er þar höfðu bækistöð svo þús- undum skifti. Ungverjaland hefir heldur engan veginn farið varhluta af hinni svörtu hönd Nazismans; hefir stjórnin falið rannsóknarlögreglunni að hafa strangar gætur á fyrrum stjórn- arformanúi, Bela Imredy, sem orð leikur á að vera muni leyni- tól í höndum Hitlers. Fregnir frá Berlín herma, að þýzka stjórnin hafi komist að samningum við Rúmeníu um það að fá keypt þar í landi svip- að olíumagn á næstu mánuðum og viðgekst á hliðstæðu tímabili í fyrra. ftölsk blöð láta mikið yfir sigurvinningum Þjóðverja í skandinavisku löndunum og spá þeim þangað söguríkri frægðar- för. Sjálfur er Mussolini sagna- fár, en veltir ekki ósennilega fyrir sér hinu fornkveðna: Hvorumegin má eg detta? Hinn nýi forsætisráðherra Frakka, Paul Revnaud, varð fyrir því einkennilega æfintýri á föstudag- inn, að fá í þinginu traustsyfir- lýsingu með 514 atkvæðum, og engu atkvæði á móti; sannar þetta öllu öðru betur samstiltan vilja frönsku þjóðarinnar við- víkjandi sókn stríðsins. Fregnir á miðvikudagsmorg- uninn skýra frá nýrri Stikla- staða orustu, er canadiskir skíðagarpar og franskar fjall- gönguhetjur taki djarfan þátt í; er orusta þessi háð, að því sem frá er greint, með það fyrir aug- um, að opna veg að norðan inn til Þrándheims. Þá er og símað frá Stockholm um sömu mund- ir, að bitur sjóorusta standi yfir í Skagerrak; eru úrslit óljós að svo komnu máli. Fjálmálaráðhei’ra Breta, Sir John Simon, lagði fram í brezka þinginu fjárlagafrumvarp sitt fyrir nýbyrjað fjárhagsár, og nema áætluð útgjöld 12 biljón- um dala. Frá Islandi 'i<,'l|l|UIIIIIIIII!llllllllllll!llllllll!lllllllllllll[l!llllllllllllllllll<linilllllll!lllllllllllllllllllllll!lllllllll|'"' Fcll í sknrð og knfnaði Það sviplega slys varð síðast- liðinn sunnudag. að Laugabóli i Reykjadal, að 17 ára piltur, Haukur, sonur hjónanna þar, Trygg^'a Sigtryggssonar og Unn- ar Sigurjónsdóttur, féll ofan í tveggja inetra djúpan skurð og beið bana. Haukur og bræður hans tveir, Eysteinn 15 ára og Ásgrímur 13 ára, voru í leik úti við, og ætluðu að hlaupa yfir skurðinn, en yfir honum var snjóhulda. Héldu þeir snjóinn traustari en hann reyndist. Haukur og Eysteinn féllu ofan i en Ásgrímur stóð eftir á b^kkanum. Eysteinn kom niður standandi, en Haukur hér um bil á höfuðið. Snjófylla var mikil í skurðinum, og var Ey- steinn nokkra stund að losa um Hauk, og er honum hafði tekist það, var Haukur meðvitundar- laus. Ásgrímur hljóp þegar eftir hjálp, en Eysteinn hélt undir höfuð bróður síns unz hjálp barst og hægt var að ná þeim upp úr skurðinum. Haulcur var fluttur heim i Laugaból og lífg- unartilraunir gerðar nokkrar klukkustundir. Læknir ifrá Húsavík komst ekki fyr en eftir 21 stundu, þvi færi var vont. Fann hann ekk- ert lifsmark með piltinum og taldi að hann mundi hafa dáið fljótlega -— sennilega kafnað í snjónum, því að skurðurinn var v.atnslaus að heita mátti. —Mbl. 27. marz. Biblían kom aftur! Nýlega komu hingað í pósti frá Englandi nokkrir bóka- pakkar, er sendir voru með “Bergenhus” héðan í janúar- Endurkosinn Stórtemplar A. S. BARDAL Á nýafstöðnu ársþingi Stórstúku Manitobafylkis og Norðvestur- landsins, var Mr. Bardal endur- kosinn Stórtemplar; hefir hann oft gegnt því embætti, þó eigi gegndi hann því síðastliðið kjör- tímabil. Mr. Bardal er einn af harðsnúnustu bindindisfrömuð- um þessa lands, og telur engin aukaspor eftir sér í þágu áhuga- rnála sinna. Mr. Bardal varð 74 ára á mánudaginn var, og er þrunginn af áhuga og lífsgleði sem ungur væri. byrjun áleiðis til Danmerkur. ^ Pakkar þessir voru illa til reika, höfðu sýnilega lent í vatni, enda fylgdi sú orðsending með þeim, að þeir hefðu fundist í sjó. Ekki var tilgreint hvort þeir hefðu rekið, ellegar þeir hefðu verið á rúmsjó. En lík- legra er að þeir hafi fundist á reka. Áður hafði blaðið frétt, að eitthvað af pósti þeim, sem tek- inn var úr “Bergenhus“ til skoð- unar í Englandi, hafi verið sent þaðan með skipi, er sökk í Norðursjó. En hvaða skip það var, og hvenær það var, er blað- inu ekki kunnugt. Það vakti sérstaka eftirtekt, er pakkarnir komu til baka, að meðal bókanna, sem sendar höfðu verið var gömul biblía (Guðbrandarbiblia?). Var hún tiltölulega litið skemd, hafði þol- að sjóinn vel. Eðlilegt væri, að ekki yrði gerð önnur tilraun til þess að koma þessari gömlu bók út úr landinu, úr því hún komst hjá því í þetta sinn, að lenda ytra, og náði landi eftir volkið.—Mbl. 17. marz. Vinnur námsverðlaun Trgggvi J. Oleson, M.A. Þessi skarpgáfaði mentamað- ur, sem stundað hefir framhalds- nám undanfarandi við háskól- ann í Toronto, hefir nýverið hlotið hin svokölluðu Leonard námsverðlaun. Tryggvi er son- ur þeirrú Mr. og Mrs. G. J. Ole- son i Glenboro; hann er efni í mikilhæfan fræðimann, og svo vel að sér i íslenzkri tungu og bókmentum, að þvi nær einstætt mun vera meðal hinna yngri fs- lendinga hér í landi. Fyrsti amerískur rœðismaður á Islandi SÉRA N. S. THORLÁ KSSON Bertel E. Kuniholm, ræðismað- ur Bandaríkjastjórnar í Zurich á Svisslandi, hefir verið skipaður fyrsti ameriskur ræðismaður á íslandi. Utanrikisráðherra Banda rikjanna, Cordell Hull, gerði heyrinkunna ráðstöfun þessa á laugardaginn var, en Guðmund- ur dómari Grímsson í Rugby N. Dak., sendi Lögbergi fregn- ina til birtingar. Frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir Fædd 27. sept. 1856 Dáin 16. marz 1940 f dag er frú Bríet Bjarnhéðins- dóttir til moldar borin, og á ís- lenzka kvenþjóðin þar ótrauðum brautryðjanda á bak að sjá, með því að frú Bríet kvaddi sér hljóðs kvenna fyrst í hinni svo kölluðu kvenfrelsisbaráttu. Starfseini hennar hefir borið mikinn og góðan árangur, þann- ig að nú í dag njóta konur kosn- ingarréttar og kjörgengis, hafa frjálsan aðgang að mentastofn- unum öllum, rétt til embætta á við karlmenn og standa þeim að öllu jafnfætis að þvi er al- menn borgaraleg réttindi snertir. Þetta alt ber fyrst og fremst að þakka starfi frú Bríetar, en nokkru fyrir aldamótin hófst hún handa um að ryðja þessum kröfum braut og bera þær fram til sigurs. Barðist hún fyrir þessum áhugamálum sínum í ræðu og riti, stofnaði sjálf blað, “Kvennablaðið” og hafði rit- stjórn þess með höndum, og fórst henni það svo vel og giftu- samlega, að blaðið náði tiltölu- lega fljótt mikilli útbreiðslu og vinsældum, og mun óhætt að fullvrða, að það hafi um skeið verið eitt hið útbreiddasta blað hér á landi, og átt beztan hljóm- grunn hjá kvenþjóðinni allri, þótt ef til vill hafi eitthvað greint á um leiðir eins og gengur.— í baráttu sinni fyrir réttinda- málum kvenna mun frú Bríet hafa orðið að ögra öllu þvi, sem góðum málefnum stendur önd- vert, og bjóða birgin háði og hleypidómum, og sigrast á doða og deyfingjahætti, sem rikust átti tökin hér á landi um það leyti er kvenréttindabaráttan hófst, að minsta kosti að því leyti, sem þá baráttu snerti. En frú Bríet var góðum gáfum gædd, ritfær í bezta lagi, bjart- sýn og kjarkmikil, og henni Nú eru liðin 58 ár síðan séra Steingrímur hóf skólakenslu í örsmáum bjálkakofa að Moun- tain, N. Dak.; var hann fyrsti kennarinn í þessu undur fagra ameríska-islenzka skólahéraði. Séra Steingrímur er enn sem ungur væri, og leikur við hvern sinn fingur. Nú hefir ákveðið verið, að hann verði þeirrar mak- tókst að yfirvinna alla erfiðleik- ana, sem byrjuninni voru sam- fara. Frú Bríet fór utan nokkru eftir aldamótin og fór þá víða um Norðurlönd, til þess að kynna sér kvenréttiryjabaráttuna þar. Stofnaði hún úpp úr því, er heim kom, Kvenréttindafélag fslands, er gerðist meðlimur í alþjóða-kvenréttindasambandinu og var hún þrásinnis fulltrúi fé- lagsins á funduin sambandsins erlendis. Er fram á efri árin kom dró frú Bríet sig mjög í hlé, þótt hún fylgdist af áhuga með öllu því, er varðaði málefni ' kven- þjóðarinnar. Naut hún í elli sinni vináttu og virðingar hinna yngri starfssystra sinna, og má fullyrða, að virðingin hafi verið óskift hver sem í hlut átti og hver sem viðhorfin að öðru leyti voru. Frú Bríet giftist Valdemar Ásmundssyni ritstjóra, og eru börn þeirra bæði þjóðkunn, ung- frú Laufey og Héðinn Valde- marsson alþm. * Naut hún um- hyggju og ástúðar þeirra í ell- inni, og þá ekki sízl dótturinn- ar, sem hjá henni hefir dvalið öll síðustu árin, að heita má frá því hún lauk námi. Frú Bríet varð háöldruð kona ög voru líkamskraftarnir mjög á þrotum. Mun hún því hafa orðið hvíldinni fegin, eftir langt og umhleypingasamt æfistarf. G. G. —Vísir 30. marz. legu sæmdar aðnjótandi, að ár- bók skólans 1940, sem nú er jafnframt stór miðskóli, verði helguð honum, og hinni fyrstu fræðslustarfsemi hans í Moun- tainbygð. Útgáfa árbókarinnar, sem verður að öllu hin vand- aðasta, og skrýdd fjölda fagur- prentaðra mynda, er nú vel á veg komin. Nýr stjórnmálaflokkur Stjórnarandstæðingar í Al- berta, 19 að tölu, er kosnir voru á fylkisþing þann 21. marz síð- astliðinn, héldu fund í Edmon- ton á laugardaginn var, og á- kváðu, að mýnda nýjan, óháðan stjórnmálaflokk. Fundarstjóri var Mr. Andrew Davidson borg- arstjóri í Calgary, og einn hinna óháðu þingmannaefna, er kosn- ingu náðu; þykir líklegt, að hann verði framsögumaður og þing- leiðtogi hins óháða flokks á næsta fylkis]»ingi. HAROLD SIGMAR, B.A. Þessi ungi og efnilegi menta- maðnr, er sonur þeirra séra Har- aldar og frú Margrétar Sigmar að Mountain, N. Dak. Hann er útskrifaður af ríkisháskólanum í Grank Forks með ágætum vitn- isburði, en skipar um þessar mundir stöðu sem “Senior Class Advisor” við miðskólann á Mountain; það er hann, sem vfiruinsjón hefir með útgáfu Árbókar, sem miðskólinn á Mountain gefur út i vor, og helg- uð er fræðslustarfsemi afa hans, séra N. S. Thorlákssonar. DANSHÖLL BRENNUR — 203 NEGRAR TA’NA LÍFI Á þriðjudagskveldið brann til kaldra kola danshöll í bænum Natchey í Missouriríki, og létu 203 Negrar þar lif sitt, en 40 björguðust af næsta sárt leiknir. YOU AND I What means our love to such as you and I? Rich life intensified in joy and grief. Your tears are mine and yours my every sigh. All joy is ours in this our fond belief. We’ve soared to heaven wrapped in tender bliss And trod infernal flames when hearts were sore, Since long ago, in that first welding kiss, Our lives were merged in one forevermore. Love wove of all the sweetest things in life A mystic web and subtly o’er us shed, Entangling hearts that naught, in calm or strife, Could stir to sever one bejewelled thread. CAROLINE GUNNARSSON, 158 Ruby Street, Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.