Lögberg - 25.04.1940, Blaðsíða 7

Lögberg - 25.04.1940, Blaðsíða 7
LÖGBERG. FIMTITDAGINN 25. APRÍL, 1940 7 Mútur, landráð, kœnskubrögð opna Þjóðverjum innrásarleið í Noregi Þegar fréttin um það, með hve miklum skyndihraða og mót- stöðulaust Þjóðverjar náðu fót- festu á ýmsum stöðum í Noregi, barst út um heim allan, varð vist mörgum á að undrast yfir þvi, hvernig slíkt hefði getað gengið þannig, fyrir sig. Söguna þá sendir fréttaritar- inn Leland Stowe á öldum ljós- vakans, út frá Stokkhólmi í Sviþjóð um síðustu helgi, og birtist hún í morgunblöðunum á mánudaginn þ. 15. apríl 1940. Um sanngildi hennar verður ekki efast, þar sem Stowe var heyrnar- og sjónarvottur að því er fram fór í Osló, höfuðborg Noregs hinn örlagaþrungna dag, og næstu dagana fyrir og eítir innrásina. Honum segist svo frá: “Á tímanum frá miðnætti til hádegis hinn eftirminnilega dag, 9. apríl 1940, féll höfuðborg Noregs, Osló, ásamt öðrum stærstu hafnarborgum landsins, Þjóðverjum í hendur eins og 'fullþroska ávöxtur, norsku þjóð- inni sjálfri til undrunar og sem óvænt rothögg. Eg varð að halda kyrru fyrir í Osló í fjóra daga eftir að hún var komin Þjóðverjum á vald, til þess að komast að því á hvern hátt sá yfirnáttúrlegi atburður gat hent sig. Þá var járnbraut- arsambandinu við Svíþjóð þegar slitið, er við Mr. Irwin afréðum að komast á einhvern hátt yfir landamærin til að geta sent út nákvæmá frásögn um þetta undraverða frumhlaup. Höfuðborg Noregs og aðrar stærstu hafnarborgir landsins voru ekki með vopnuin yfirbug- aðar. Þær voru gripnar með ó- viðjafnanlegum skyndi-hraða vegna stórkostlegs samsæris, sem vafalaust má teljast meðal’hinna ósvífnustu pólitískra undirbragða þessarar aldar. Með mútugjöfum og fyrir önnur áhrif fjölmargra leyni- sendla, er Nazistunum heppnað- ist að smeygja inn í landið, tókst þeim, í samráði við nokkra hátt- standandi Norðmenn og yfir- menn í her og flota, er í land- ráðasamsærið höfðu gengið, að smeygja, ef svo mætti að orði kveða, sínum “Troju-hesti” inn í Noreg. Svo þegar aflokastund- in rann upp, hafði samsæris- mönnunum tekist að reka stál- tappa upp í flestar stórbyssur í flota Norðmanna og gera hin öflugu varnarvigi þeirra gagns- laus. í Narvik sá svikull yfirmaður þar um það, að Þjóðverjar gæti tekið staðinn mótstöðulaust. Með hverjum hætti varnarvirkin við Bergen voru tekin, er mér ekki enn kunnugt um. Það sem Nazistunum þótti þó mestu varða var að ná þegar í stað umráðum ■við Oslófjörðipn og geta komist í gegnum hina mjóu og þvínær ófæru vestri leið við Drobak, til þess unt væri að ná yfirráðum á flotastöðinni i Horten. Til þess að skilja fyllilega verksvið samsærisins, skulum við líta ögn til baka. I Osló fékk eg sönnur fyrir því, að þýzku herskipin, ásamt öðrum fleytum alskipuðum hermönnum, lögðu á stað úr höfnum Þýzkalands upp i leiðangurinn til Noregs aðfaranótt 4. apríl, þremur dög- um áður en Bretar lögðu sprengjunetin úti fyrir strönd- um Noregs. Hitlers eigin hugmynd. Þá komst eg einnig að því, að yfirmenn þýzka hersins voru mjög ákveðnir gegn því áformi Fuehrei] Adolf Hitlers, að ráðast til innrásar í Noregi, því þeir teldi samgönguleiðirnar þangað mjög þröngar og opnar til að- sóknar. En róttækari Nazista- fyrirliðarnir fylgdu Der Fuehrer sinum að málum. Kvöldið 5. apríl, þegar þýzki flotinn var allareiðu á leið til Noregs með Vlutningaskipum herdeildanna, hélt þýzka sendiherrasveitin í Osló kvöldskemtun og bauð þangað um 200 af helztu mönn- um Noregs. Öllum meðlimum stjórnarráðsins var þangað boð- ið og mörgum öðrum embættis- mönnum. Ein aðalskemtunin þarna var að sýna hefðarfólki þessu kvikmynd, er bar nafnið Eldskírnin, og fjallaði um eyði- legging Póllands af loftárásum Þjóðverja. Norsku áhorfendurnir sátu í dauðaþögn og með hrolli undir þessari hræðilegu “skemt- un.” Sendiherrann þýzki til- kynti, að filma þe^si væri sýnd friðarmálunum til stuðnings. En Norðmennirnir fóru heim til sín með þeirri hugsun, að hér væri um eitthvað óheillavænlegt að ræða. í Osló fékk eg einnig að vita það, að Vidkun Quistling, majór, fyrirliði norskra Nazista, og nú formaður hinnar svonefndu þjóðstjórnar, er sett var upp undir þýzkri umsjón, hefði verið suður í Berlín, þegar verið var að sýna myndina í Oslóyog með- an verið var að ráðstafa innrás- arleiðangrinum. Hann kom aftur 6. apríl til Osló. Á sunnudags- nóttina lögðu Bretar sprengju- netið við strendur Noregs utan við Narvik. Og á mánud^ginn voru Berlínarblöðin óð og upp- væg út af því. Árla dags 9. apríl var norski varnarflotinn ineð sviksamlegum ráðum af- hentur Þjóðverjum og fyrstu þýzkir hermenn gengu á land í Forned, loftfarastöð Oslóar. Áriðandi skyndiboð til flotans. Þjóðverjar gátu ekki komist inn í| Oslóarfjörðinn og til borg- arinnar nema þeir hefði umráð vfir Horten flotastöðinni. Klukk- an 5.30 að morgni 9. apríl, og þremur og hálfri klukkustund áður en síðasta krafan frá Berlin kom utanríkisráðherranum Dr. Halvdan Koht i hendur, fékk fyrirliði norsku herskipanna, er lágu við í Horten, áríðandi skyndiboð, undirrltað að haldið var af Dr. Koht og á það litið sem komandi beint frá stjórnar- ráðinu. Það skipaði norsku skipunum að leggja ekki út í orustu við þýzku herskipin, sem væru á leið inn eftir firðinum, en senda alla sina menn tafar- laust vopnlausa i land. Sjóliðs- Iforinginn hlýddi skipaninni. En norska varnarsnekkjan ólafur Tryggvason hafði kveldið fyrir og óvænt komið inn til við- gerðar. Um, nálægð þess var fyrirliðunum í Osló ókunnugt. Skyndiskipunin hafði því ekki náð til þess og það þess vegna albúið til bardaga. f millitiðinni voru, um klukk- an 5.30 að morgni þess 9., sprengjurnar í Oslófjarðar- mjóddinni gerðar óskaðnæmar með því að slíta raforkusam band þeirra við Drobak-miðstöð- ina. Hver skipunina gaf um að það skyldi gert, var enn ókunn- ugt, er eg fór frá Osló. En það gerði þýzka herskipinu mögulegt að komast fyrir dagrenning inn um hið mjóa sund. Hálfri klukkustund áður en þýzki sendiherrann skilaði í hendur Dr. Koht kröfuskjalinu áðurnefnda, náði eitt af herskip- um Þjóðverja, Emden, að haldið var, ásaint tveimur kafbátum þeirra, að komast inn á höfnina við Horten. Litla herskipið ólafur Trygg- vason skaut þegar að læðufleyt- um þessum nokkrum sprengi- kúlum, og sökti bæði herskipinu þýzka og kafbátunum báðum. Frétt kom einnig um það, að herskipinu Bluecher hefði og verið sökt i sundunum með fall- byssuskotum frá virkinu, er kallast Oskarsborg. Farið að mínum ráðum vegna VERÐLAUNA BRAUÐSINS” Notið beztu etnin í bökun yðar Notið Lallemand’s Yeast, og verið viss um íirangur! Pað er úrvals-ger í úrvals-brauð, og veitir hagnað vegna AUKA-kök- unnar í hverjum pakka, sem ekki er í algengum pökkum. Petta, drýgir bökunina . . . tylft af rólum eða fimm aukabrauð! ÓKEYPIS:—Skrifið Lallemand’s Yeast, 1620 Prefontaine St., Mon- treal, rftir ókcypis verðlauna- bœklingi. sýnishorna köku og forskriftabók — Verðlaunabækur aðeins d ensku og frönsku. Veitið atliygli hinum galaiuli hana á nafnmiðanum. LALLEMAND5 Um leið og dagur rann, sendu Þjóðverjar í land sjóliðaflokk og hrifsuðu Horten á sitt vald. Þá varð Osló varnarlaus á sjáv- arhlið. “Seinna komu Þjóðverjar hundraði manna á land,” sagði einn sjóliðinn norski við mig. “Einhverjar skærur urðu þarna, en við gátum ekkert unnið á. Yfirmenn herskipa okkar rendu þegar upp hvítum flöggum. En hvers vegna veit eg ekki. Við héldum þeir hefði gert það sam- kvæmt skipun frá stjórninni. Svikræðið í eigin herbúðum. Höfuðborg Noregs var svikin i hendur óvinanna af eigin son- um landsins, og Þjóðverjarnir áttu visa opna leið þangað áður en stjórnin hafði hugmynd um hvað væri að gerast. Áður en Þjóðverjarnir tóku Horten hafði “stjórnin í Osló” allareiðu, eins og til varúðar, skipað hernum að vera til reiðu hvað sem fyrir kynni að koma. Með dagsbrún 9. apríl söfnuðust tugir norskra hermanna saman við Horten járnbrautarstöðina. Þjóðverjar slógu óðara hring um þá og fluttu þá sem fanga út á þýzku herskipin. Þegar þau herskip síðar nálg- uðust hið öfluga Oskarsborg- vígi sendu þau yfirmanni vígis- ins loftskeyti um að skjóta ekki. “Við höfum yðar eigin menn hér um borð,” sögðu Þjóðverjarnir. Vigisbvssurnar þögðu og þýzku herskipin sluppu inn á Oslóar- höfnina innri. Við höfðum átt ónæðissama næturstund í Oslós Grand hótel- inu vegna siendurtekinna loft- árásar aðvarana og kom hin fyrsta þeirrá klukkan 12.35 eftir iniðnættið. Klukkan 7.45 þrumuðu fimm sprengjuloftför Nazistanna yfir húsmænira borgarinnar. Áttu þær með þeirri för sinni að hræða bæjarfólkið til uppgjafar, meðan verið var að lenda her- deildunum í Fornebo, rétt utan við borgina. Letilegir Nazista-hcrmenn. Sköminu fyrir klukkan þrjú komu tveir flutningsvagnar með tylft þýzkra hermanna upp eftir einni bæjargötunni. Hermenn- irnir hensluðust letilega i vögn- unum ineð byssur sinar dingl- andi kæruleysislega við hlið sér. Við komum fyrst auga á tvo ríðandi hermenn beygja inn á götuna framan við höllina, og svo sex í viðbót. Þá kom i ljós gráklæddur hermannaflokkur gangandi inn á strætið. Þessir Þjóðverjar héldu leið sína áfram um götuna milli þéttskipaðra raða tuttugu til þrjátíu þúsund Oslóbúa á hliðarstéttunum beggja megin. Þetta var þunnskipuð og ótrú- lega, stutt hermannafylking, sem fram hjá gekk á svo sem sex mínútum. Hún samanstóð af óheillegum fylkingahlutum, er í alt töldu vissulega færri en fimtán hundruð manna. Höfuðborg Noregs, með því- nær þrjú hundruð þúsund íbú- um, féll þannig i hendur svo sem fimtán hundruð Þjóðverja, án þess einni sprengjú væri kastað ,eða eitt skot heyrðist innan vé- banda borgarinnar. — (Þýtt úr Winnipeg Free Press frá 15. apríl). s. Fréttarpiálill Campbell River, B.C. 15. apríl, 1940. Herra ritstjóri Lögbergs:— Þó ekki sé neitt sérstaklega markvert héðan að frétta, þá ætla eg samt að senda lesendum Lögbergs nokkrar línur, bara um daginn og veginn, eins og stund- um er sagt. Hér er nú komið sólskin og suinar fyrir nokkrum tima síð- an. Skóggyðjan alklædd fagur- grænum sumarskrúða, með sín- um litbrigðum og blómaskrauti. Okkur hér finst mikið til um þau gæði, er við eruin að lesa í dagblöðunum um kuldann, frostið og snjóinn fyrir austan fjöllin. Heilsufar á meðal fslendinga hér í bezta lagi, enginn þeirra vekiur það eg veit um. Flestir af þeim yngri sem geta sinnt því hafa atvinnu, mest við skógar- högg og er það hér svo nærri að flestir af þeim geta keyrt til vinnunnar, og eru heima hjá sér á hverri nóttu. Miklar umbætur hafa verið gjörðar hér á strönd- inni í seinni tíð, og ber mest á því hjá okkur löndunum. Allir hafa nú garða og eru margir búnir að sá i þá, líka hefir tals- vert verið plantað af aldintrjám af ýmsum teguradum og berja- runnum. Allir keppast þeir um að sá og planta blómum hjá sér af öllum mögulegum tegundum, svo það verður bjart hér fyrir augum, þegar það fer að vaxa. Bg hefi lengi haft þá skoðun að það væru helzt skáldin, sem elsk- uðu blómin og hefðu helzt auga fyrir fegurð þeirra, því svo hafa þau mörg kveðið lofkvæði um blómin i brekkunum. Má vera að einhverjir af okkur séu skáld, þó við yrkjum ekki. Nokkrir landar hafa verið hér á ferðinni til að sjá sig um og skemta sér, Mr. og Mrs. Gunnar Guðmunds- son frá Vancouver voru hér á eyjunni að sjá sig um, fóru þau einnig til Port Alberni á vestur- stönd eyjarinnar. Áttu þau áður bú við Wynyard, Sask., en hafa verið um nokkurn tíma í Van- couver. Mrs. Johanna Melsted frá Vancouver var hér i heim- sókn til kunningjafólks síns hér, Mr. og Mrs. Albert S. Arnason. Líka var hér um sama leyti Miss Thelma Sigurðsson frá Van- couver að heimsækja bróður sinn, Mr. óskar K. Sigurðsson. Eru þær báðar farnar til baka. Mr. og Mrs. Bjarni Sigurðsson frá Bay End, Man. fluttu sig hingað fyrir mánaðamótin með uppkominn son sinn og dóttur. Fluttu þau sig strax í hús, sem Árni sonur þeirra hafði bvgt fyrir þau. Líka er kominn hing- að ungur maður, Guðjón Sig- urðsson, og er hann strax búinn að fá atvinnu við skógarhögg. Mr. Eyjólfur Gunnarsson hefir nú nýlega keypt hér ekru af landi með húsum á og nokkrum umbótum, sem liggur rétt við hliðina á hans landareign. Gömul hjón bjuggu þar áður, en konan dó í vor, svo gamli maðurinn vildi ekki vera þar einn, og bauð eignina til sölu; urðu strax þrír til, sem vildu kaupa jietta pláss, en Mr. Gunnarsson varð hlut- skarpastur, dg er nú önnum kaf- inn við að gjöra frekari umbætur á eigninni. Ekki virðist Mr. Gunnarsson vera neitt hræddur við það að búa um sig hér á ströndinni. Nokkrir hafa stundað fiski- veiðar, en aðallega aðeins í hjá- verkum sínum, hér rétt fyrir framan landssteinana. Það er ekki góður afli á þessum tima ársins, samt veiðist talsvert af þorski og laxi, svo við höfum oftast nær.nóg í soðið. Mr. óskar K. Sigurðsson fór til Vaucouver um tíma, honum hauðst þar atvinna um nokkra mánuði við húsamálningu, en hann er “expert” í þeirri iðn. Stórt “logging Co.” er að setja niður hækistöð sína á ströndinni, tvær mílur hér fvrir sunnan, er verið að hyggja akbraut þaðan vestur í skógana, og verða logg- arnir fluttir á stórum flutninga- bilum ofan að sjónum, þar eru þeir svo tengslaðir saman í stóra fleka sem dregnir eru af dráttar- bátum til sögunarmyllanna á vesturströnd meginlandsins. Á að byrja á þessu skógarhöggi um næstu mánaðamót. Er búist við að það gefi fjölda manns at- vinnu i fleiri ár. Eg er ekki að segja frá þessu i þeim tilgangi að eggja neinn að koma hingað í atvinnuleit, því hér, eins og al- staðar annarsstaðar eru ótal sem vilja komast þar að. Skógar- högg er erfiðisvinna og ekki heiglum hent að gefa sig við henni. S. Guðmundsson. ♦ BORGIÐ A LÖGBERG Y Dánarfregn Þann 7. marz s.l. andaðist á heimili Noah sonar síns í Hunts- ville, Ontario, gamalmennið Guð- mundur Ásgeirsson, ættaður úr Strandasýslu á íslandi, fæddur 1. ágúst 1843, í Hafnardal, en fluttist þaðan ungur til Geir- mundarstaða í Staðarsveit. 15. ágúst giftist Guðmundur Ingi- björgu ólafsdóttur; til Canada komu þau 1883 úr Steingríms- firði og fáum árum síðar keypti Guðmundur land i íslenzku bygðinni við Hekla, P.O., Ontario og búnaðist þar vel. Árið 1927 seldi Guðmundur land sitt og flutti til Huntsville og var þá búinn að vera sjónlaus í mörg ár, en að öðru leyti hraustur til heilsu þar til siðustu tvö árin að hann lá rúmfastur og ósjálf- bjarga. Ingibjörg dó fyrir ná- lægt tveim árum og birtist þá stutt æfiminning hennar i Lög- bergi. Árið 1935 var þeim Guð- mundi og Ingibjörgu haldið fagnaðarmót í Huntsvile, er þau höfðu verið gift i fifi ár, og þá birtist i Lögbergi myndir af þeim og æfiágrip. — Guðmundur átti þau hvggindi, sem í hag koma, glaður í lund, orðheldinn og á- reiðanlegur. Eftirlifandi börn eru Noah lögreglumaður í Huntville og ólafur bíla og flutningstækja eigandi í Hunts- ville og Mrs. H. Larrett í Hamil- ton, Ontario. Gamall nábúi. Baruch Spinoza (Framh. frá bls. 3) lærði af skólaspekingunum, sem var orðalag þeirra og skýringar aðferðir, því þar var af miklu að taka. Meðal annara sann- leiksleitandi fræðimanna, rann- sakaði hann verk Brunos (1548 —1600), þessa undra spekings og uppreisnar eldhuga, sem leit- aði land úr landi, og skifti hvað eftir annað um trúarbrögð, i von um að finna sannleikann, en kom alt af út um sömu dyrnar og hann fór inn um, þ. e., fann hvergi ábyggilega skýringu á spursmálinu um Guð og alheim- inn; og út úr þessari leit lenti hann að siðustu í klóm kal- vinsku kirkjunnar, og var dæmd- ur til dauða, sem villutrúarmað- ur, “á hinn miskunnsamasta hátt, án blóðsúthellinga,” eins og kirkjan orðaði það í þá daga, þ. e., að vera brendur lifandi á báli. Það er með öllu vafalaust, að þeir fræðimenn og brautryðj- endur mannsandáns, sem Spin- oza kynti sér, hafa haft mjög róttæk og yaranleg áhrif á hans sannleikselskandi sál og er ekki ólíklegt að hinar mörgu og oft ósamstæðu kenningar, svo ólík- ar á yfirborðinu, en í eðli sínu sama leitin, sem snýst utan um sama brennipunktinn — Guð og alheiminn — hafi orðið undir- staðan að hinni háfleygu eining- arkenningu hans. (Framh.) Confid. ence MANY, WHOM WE SERVE, EXPRESS CONFIDENCE IN OUR ABILITY TO MAKE THEIR ADVERTISING DISTINCTIVE IN CHARACTER AND SUPERIOR IN WORK- MANSHIP. WE PLACE AT YOUR SERVICE, FORTY YEARS EXPERIENCE IN PUBLISH- ING, PRINTING AND ENGRAVING. Columbia Press Limited 695 SARGENT AVE., WINNIPEG Phones 86 327 - 8

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.