Lögberg - 25.04.1940, Blaðsíða 3

Lögberg - 25.04.1940, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. APRIL, 1940 3 sitt undan ánauðaroki rómverska hervaldsins. Þessi flótti eða útflutningur fylgdi tveimur meginleiðum. Önnur leiðin var yfir Austur- Evrópu, meðfram Dóná og það- an vestur að Rín, og svo síðar austur til Póllands og Rússlands. Hin leiðin var vestur með suður- strönd Miðjarðarhafsins, og svo suðurströnd Miðjarðarhafsins, og svo síðar í skjóli Máranna vest- ur á Spán. Þeir Gyðingar sem settust að i Mið-Evrópu, sem var löngu áður en kristni þektist á þeim slóðum, dreifðust um Þýzka- land og höfðu sig lítið í frammi og tóku ekki þátt í hernaði, sem var mjög tíður meðal Germana. Þeir nutu lítils frelsis og rétt- inda, því Germanir litu á þá sem nokkurs konar Skrælingja- lýð, sér ósamboðinn til umgengni og samneytis. Hélst svo um langt skeið, þar til Karl mikli kúgaði Germani til að taka kristni, versnaði þá hagur Gyð- inga á Þýzkalandi að stórum mun; og hélzt svo i gegnum mið- aldirnar og fram á 18. öld. f kristnuin löndum í Evrópu, var Gyðingum alls ekki leyft að eiga land til ábúðar og ræktun- ar, þeim var ekki leyft að búa innan um annað fólk í borgun- um. Þeim var hrúgað saman á afskektum svæðum (Ghests) eins og svinum í stíu. Þessi Gyðinga- hverfi voru eitt það ömurlegasta umhverfi sem hugsanlegt er. þeim var bönnuð öll umgengni við kristna menn, og öll þátttaka í félagslífi þeirra. Sér til lífsbjargar lögðu þeir stund á verzlun, bæði með vörur og peninga, og leiðst þeim það, sökunr þess að kaupmenska og sérstaklega peningaverzlun, þótti á þeirri tíð lítt sæmandi kristnu fólki. Þeir, sem fóru til Spánar nutu meira frelsis undir stjórn Már- anna, enda leið þeim miklu bet- ur þar og komust þar til mikill- ar menningar, sem bar langt af því, sem þektist meðal ger- manskra þjóða á þeirri tíð. Á Spáni stofnuðu Gyðingar hina nafnfrægu skóla í Cordova, Barcilona og Seville, þar sem sér- staklega var lögð stund á og kend stærðfræði, stjörnufræði, náttúrufræði, ásamt læknisfræði, arabisk heimspeki, ásamt sögu þjóðar sinnar, tungu og trúar- brögð; urðu Gyðingar þannig fyrstir til að útbreiða Austur- landa menningu og mentir i Vestur-Evrópu. f Coidova var uppi á 12. öld (1135—1204) hinn frægasti eðlisfræðingur og lækn- ir sinnar aldar, spekingurinn Moses Maimonídas, og margir aðrir afburða fræðimenn i ýms- um greinum. Á Spáni leið Gyðingum vel, þar til Ferdinand vann Granada (1492) og Márar voru hraktir burt úr landinu. Við það töp- uðu Gyðingar því frelsi er þeir höfðu um svo langan tíma notið hjá Márunum. Með valdatöku Ferdinands fylgdu ofsóknir rannsóknarrétt- arins, sem gerðu Gyðingum tvo kosti, annað hvort að láta skírast til kristinnar trúar, eða fara undir eins úr landi, slippir og snauðir; en koungurinn og kirkj- an hirtu allar eignir þeirra. Þessi þrælmenska þótti, og það á þeirri tið, svo svívirðileg að jafnvel páfinn mótmælti slíku ranglæti og grimd rannsóknarréttarins, en það hafði. litla þýðingu, því Ferdinand og kirkjuvaldið á Spáni sá sér hentugan leik á borði til að fylla fjárhirzlur sín- ar, með því að ræna öllum þeim auð, sem þessi útlendi þjóð- flokkur hafði um nær sex hundr- um ára skeið sainandregið. Þetta skeði einmitt um sama leyti og Columbus fann Ameríku. Mikill meirihluti Gyðinga á Spáni tók þann kostinn, sem harðari virðist, að yfirgefa alt sitt, stofnanir og óður, en láta þröngva sér tl að skírast. Margir þessara Gyðinga, sem flúðu frá Spáni, flæktust á skip- um austur eftir Miðjarðarhafinu til ftalíu, en var þar bönnuð landsvist; urðu þeir þvi að halda áfram ferðinni, þó nauðlega væru staddir, sjúkir og hunjgr- aðir. Að síðustu flæktust þeir suður til Afrikustranda. Margir höfðu farist úr sjúkdómum og hungri á leiðinni, en er þangað kom tók ekki betra við; margir þeirra voru jafnskjótt og þeir stigu á land, myrtir. Þær sögur gengu meðal Afrikumanna og víðar, að Gyðingarnir hefðu gleypt gimsteina og aðra dýr- mæta muni áður þeir fóru frá Spáni, þar eð þeir gátu ekki komist með slíkar gersemar úr landi öðruvísi og hugðust Afríku- menn og ítalir að mata krókinn með því að ná þessum auðæfum úr iðrum þeirra. F'áeinum af flóttafólkinu var leyfð landvist í Venice, og nutu þeir þess að Veniciumenn vissu hversu mikið borgin átti verzlun- aruppgang sinn og siglingar að þakka Gyðingum frá fyrri tíð. Sumir Gyðinganna lögðu fram fé af þvi litla, er þeir höfðu, til þess að kosta landleitarferð Columbusar, manns, sem ef til vill var af þeirra þjóðflokki, í von um að hinn mikli sægarpur mundi finna þeim framtíðar griðland og aðsetursstað. Sumt af þessu flóttafólki frá Spáni flæktist út á Atlantshaf á lélegum skipum og án nægilegs fæðis og aðbúnaðar, en þar tók ekki betra við; þeim var bönnuð landvist bæði á Frakklandi og Englandi. Margt af því fólki er þessa leiðina fór týndi tölunni, dó úr hungri og allslags sjúk- dómum, ogl sumir urðu skipreka við strendur landanna og fórust í sjónum; en dálítill hópur, sem af komst bjargaðist með þeim hætti, að Hollendingar reyndust þeim svo veglyndir, að veita þeim landvist og aðsetur í borginni Amsterdam. Eftir þessa viðburði fór veldi Spánar stöðugt hnignandi, þar til það var næstum að engu orð- ið, en Holland blómgaðist að sama skapi. Bráðlega réttu þessir hröktu Gyðingar við er þeir voru seztir að í Amsterdam, enda leið þeim þar vel. Þeir voru Hollending- um mjög þakklátir fyrir þá góð- vild, er þeir höfðu sýnt þeim, og vildu umfram alt auðsýna þakklæti sitt með því, að gjöra ekkert, er bryti í bága við lands- venjur Hollendinga, siði né trú- arbrögð. Meðal þeirra Gyðinga er grið- land fundu í Hollandi, var portúgisk fjölskylda, Spinoza að nafni. Gjörðist Spinoza brátt velmegandi kaupmaður. Hann átti son, er hét Baruch Spinoza. Hugðist faðir hans að láta hann læra verzlunarstörf og kaup- í sýslu, en sonurinn var því með öllu fráhverfur. Hann var þegar á unga aldri mjög hneigður til bóknáms, og hvers kyns fræði- iðkana, og þótti brátt afbragð Innköllunar-menn LÖGBERGS Amaranth, Man............B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota ........B. S. Thorvardson Árborg, Man................Elías Elíasson Árnes, Man...........j Sumarliði Kárdal Baldur, Man..................O. Anderson Bantry, N. Dakotaí.....Einar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash. .......Arni Símonarson Blaine, Wash.............Arni Símonarson Bredenbury, Sask.............. S. Loptson Brown, Man..................... J. S. Gillis CavaKer, N. Dakota.....B. S. Thorvaldson Churohbridge, Sask.............S. Loptson Cypress Riiver, Man...........O. Anderson Dafoe, Sask..............J. G. Stephanson Edinburg, N. Dakota..........Páll B. Olafson Edmonton ............................... Elfros, Sask.....Mrs. J. H. Goodmundson Foam Lake, Sask.......................... Garðar, N. Dakota..........Páll Jl. Olafson Gerald, Sask................ C. Paulson Geysir, Man...........................EKas Elíasson Giinli, Man. ............... O. N. Kárdal Glenboro, Man..........................O. Anderson Hallson, N. Daköta.........Páll B. Olafson Hayland, P.O., Man.....Magnús Jóhannesson Hecla, Man. ...........Gunnar Tómasson Hensel, N. Dakota ...........John Norman Hnausa, Man..........................Elías Elíasson Husavick, Man................ 0. N. Kárdal Ivanhoe, Minn. .................. B. Jones Kandahar, Sask...........J. G. Steplianson Langruth, Man...........Jolin Valaimarson Leslie, Sask.................Jón Óílafsson Lundar, Man...................Dan. Lindal Markerville, Alta............ 0. Sigurdson Minneota, Minn...................B. Jones Mountain, N. Dakota....4...Páll B. Olafson Mozart, Sask.............................. Oakview, Man.............. Otto, Man. ...................Dan. Lindal Point Roberts, Wash...........S. J. Mýrdal Red Deer, Alta.........^.....O. Sigurdson Reykjavík, Man...............Árni Paulson Riverton, Man..........................Björn Hjörleifsson Seattle, Wash................J. J. Middal Selkirk, Man....j......................Th. Thorsteinsson Siglunes P. O., Man...Magnús Jóhannesson Silver Bay, Man.......... Svold, N. Dakota........B. S. Thorvardson Tantallon, Sask........J. Kr. Johnson Upham, N. Dakota.......Einar J. Breiðfjörð Víðir, Man. ................Elías Elíasson Vogar, Man.............Magnús Jóhannesson Westbourne, Man........................Jón Valdimarsson Winnipegosis, Man....Finnbogi Hjálmarsson Winnipeg Beach, Man.............0. N. Kárdal Wynyard, Sask.............J. G. Stephanson L sinna jafnaldra. Hann stund- aði nám af miklu kappi við sam- kundu skólann, þar sem hann lærði: tungu, sögu og trúarbrögð þjóðar sinnar, ásamt stærðfræði og stjörnufræði og aðrar þær námsgreinar, er tíðkaðist að kenna í skólum Gyðinga á þeirri tíð. Þar eð honum gekk námið vel og var hvers manns hugljúfi, gerðu meðlimir samkundunnar sér miklar vonir um hann sem ljósbera og leiðtoga samkund- unnar, en atvikin sneru því á annan veg. Á h r i f vakningarstefnunnar (Renaissancen) höfðu borist norður og vestur yfir Evrópu og haft all róttæk áhrif • á lærða Gyðinga, sein aðra skólamenn þeirra tíma. Hin forn-grísku fræði og ekki hvað sízt kenningar grísku heimspekinnar gerðu feikna um- rót í hugum manna um alla Evrópu, svo sem segja má, að með endurvakningar stefnunni væri ný öld hafin, og ekki hvað sízt á sviði heimspekinnar og trúarbragðanna. Þegar íspinoza var 15 ára, vildi til atvik, sem hafði óafmáanleg áhrif á hans ungu og viðkvæmu sál. Ungur mentaður Gyðingur, Uriel a Costa að nafni, hafði í ritgjörð nokkurri ráðist á kenn- inguna um upprisu holdsins og annað líf, sem fáránlega villu- kenningu, sem væri algjörlega ósamrýmanleg heilbrigðri hugs- un og þekkingu. Þessi neikvæða afstaða hans gegn hinum viðurkendu trúar- brögðum og kennisetningum, þurfti samt ekki nauðsynlega að skoðast sem uppreisn gegn göml- um gyðinglegum kennisetning- um, en það var það sama. Gyð- inarnir í Amsterdam vissu vel, að meðal hinna kristnu ná- granna sinna var slíkt álitið hið mesta guðlast, og skoðað sem bein árás á hjartapunkt kristin- dómsins, að mótmæla kenning- unni um upprisu holdsins og annað líf. Gyðinga samkundan í Amster- dam var því í hinum mesta vanda stödd, og tók það til bragðs að neyða Uriel a Costa til að afturkalla þessa trúarvillu opinberlega, svo atferli hans yrði ekki til að vekja óvild fólksins gegn Gj'ðingunum, eða særa hina viðkvæmu trúarvitund þeirra, sem hafði skotið skjólshúsi yfir þá, er þeir voru, nauðlega stadd- ir og ráðviltir flóttamenn. Til þess öllum yrði ljóst hvaða forsmán Gyðingarnir í Amster- dam hefðu á þessu tiltæki Uriel a Costa, var hann neyddur til að liggja á dyraþröskuldi sam- kunduhússins, meðan söfnuður- inn gekk yfir hann, inn og út úr samkunduhúsinu. Þessi auð- mýking og lítilsvirðing gekk svo nærri honum, að athöfninni lok- inni gekk hann heim til sín; skrifaði harðorða kæru gegn of- sóknurum sínum og skaut sig að svo búnu. Þessi atburður hafði óafmáan- leg áhrif á hugarfar hins unga og viðkvæma Spinoza, og opnaði fyrir honum ný og áður óþekt viðhorf innan hins félagslega umhverfis, sem hann átti heima t Þessi atburður opnaði augu hans fyrir því böli og mannúð- arleysi, sem kreddubundin trú- arbrögð geta valdið, og hann á- setti sér að helga líf sitt frá þeirri stundu, óháð öllum trúar- bragðalegum kennisetningum, í þjónustu sannleikans og réttlæt- isins, — leitinni eftir skýringum og svörum á hinum háleitustu viðfangsefnum mannsandans, um Guð og alheiminn. Hann gjörkynti sér kenningar og skýringar hinna miklu höf- unda og spámanna þjóðar sinn- ar, ásamt hinum dularfullu og skáldlegu ímyndunum þeirra um Guð og alheiminn, en það vav eigi til annars en vekja ný og ósvöruð spursmál í huga hans, og var með öllu ónóg til að svala hans instu þrá, sem var að leita sannleikans og fá ráðið, ef hægt Uuðineðs anb DR. B. H. OLSON Phones: 35 076 . 906 047 Consultation by Appointment Only • Heimili: 5 ^T. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba í# M "" "" "* "" "* "" Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medical Arts Bldg. Cor. Grahara og Kennedy Sts. Phone 22 866 1 DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Oífice tlmar 3-4.30 • Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Heimiii: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar • ' 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG DR. ROBERT BLACK Sérfræöingur I eyrna, augna, nef og hálssjúkdömum 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy ViCtalstlmi — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofuslmi 22 251 Heimilisslmi 401 991 DR. A. V. JOHNSON Dr. S. J. Johannesson Dentist 806 BROADWAY • Talsimi 30 877 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 « Home Telephone 27 702 • ViCtalstlmi 3—6 e. h. DR. K. J. AUSTMANN 410 MEDICAL ARTS. BLDG. Stundar eingöngu, Augna- Eyrna-, Nef og HfLls- sjúkdöma. Viötalstlml 10—12 fyrir hádegi 3—5 eftir hádegi Slcrifstofusimi 80 887 Heimilissimi 48 651 H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur lögfrœOingur • Skrifstofa: Room 811 McArthur Buildlng, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phones 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. islenzkur lögfræSingur • 800 GREAT WEST PERM. Bldg. Phone 94 668 A. S. BARDAL 848 SHERBROOOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaOur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarOa og legsteina. Skrifstofu talslmi 86 607 Helmilis talstml 501 662 - J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPEG. • Fasteignasalar. Leigja hfls. Ot- vega peningalán og eldsábyrgö af öllu tægi. PHONE 26 821 ST. REGIS HOTEL 286 SMITH ST„ WINNIPEG • pœgilegur og rólegur bústaOur i miObiki borgarinnar Herbergi $2.00 og þar yfir; meC baGklefa $3.00 og þar yflr. Agætar máltlCir 40c—60c Free Parking for Guests væri, hina leyndardómsfullu og torskildu gátu um Guð og al- heiminn. Hann varð þess brátt var, að engin ábygileg svör við þeim spurningum var að finna í ritum kennifeðra þjóðar sinnar. Þau svör og þær skýringar, sem þar voru, nægðu honum ekki, og voru að mestu leyti til hans sem hverjar aðrar órökstuddar til- gátur og helgisagnir, sem geymst höfðu í minnum þjóðar hans frá mjög frumstæðu menningartíma- bili, og sem höfðu verið ofnar saman eftir mismunandi höf- unda, og komu því margar i beina mótsögn hver við aðra. Slíkt gat ekki nægt hans rann- sakandi hug, né svalað hans sannleiksleitandi sál; svo hann fór að grenslast eftir hvað hinir kristnu rithöfundar hefðu um þessi mál skrifað, og hvaða skýringar og svör þeir hefðu gefið á þessu stóra spursmáli um Guð og alheiminn. Til þess að geta kynt sér rit þeirra og heimspeki miðalda skólaspeking- anna, þurfti hann fyrst að læra latínu. Hann byrjaði því latinunám hjá hollenzkum tungumálakenn- ara Van den Ende að nafni. Honum gekk námið vel, svo hann gat bráðlega farið að lesa sér til gagns, rit hinna kristnu höf- unda, er mest orð höfðu á sér sem heimspekingar og fræði- menn. En alt fór á sömu leið, því hann fann þar heldur ekki ábyggilegar skýringar eða svör við spurningunni um Guð og al- heiminn. Þessi nýi kennari hans var frí- þenkjari í trúmálum og þektur sem gagnrýnandi á sviði trúar- bragða og mannfélagsmála. Hann tók nokkru síðar þátt i frelsishreyfingu ú Frakklandi, var handtekinn og dæmdur til dauða árið 1674. Hann átti forkunnar fríða dóttur, sem varð brátt keppinautur latínunnar um hng Spinoza. Þau lögðu hugi saman og í sæludraumi tilhuga- lífsins varð Spinoza latínunám- ið auðsótt. Hugur hennar hneigð- ist ekki að háspekilegum fræð- um; hún vildi njóta líðandi stundar, og láta öll spursmál um Guð og alheiminn eiga sig. Skömmu síðar kyntist hún öðr- um manni er átti betur við hugsunarhátt hennar og siðvenj- ur, og sem hafði einnig meiri ráð á að gefa henni kostuglegri gjafir. Þetta hafði vafalaust þau á- hrif á Spinoza, að hugur hans hvarf með öllu frá eftirsókn hinna ytri gæða lífsins, en hneigðist þeim mun meira að háspekilegum viðfangsefnum og mannúðar og mannfélagsmálum. Spinoza fann margar háleitar hugsanir í ritum hinna forn- grisku heimspekinga, sem honum fanst varpa meira ljósi á og geyma dýpri skilning á rökum tilverunnar, en það sem hann fann í ritum síðari alda rithöf- unda og fræðimanna. I aðal niðurstöðum sínum virðist hann hafa hvað mest hallast að kenningum þeirra Democritus, Epicurus og Lucra- tíus, ásamt sumum kenningum Stóistanna. Frá hinum kristnu skóla- spekingum fékk hanil ög ýmsa fræði, ásamt botnlausu afgrunni hinna fáránlegustu hugmynda- smiða, sem geymst hefir í gegn- um aldirnar í hugum fólks, og skjóta upp höfðinu enn i ýmsum kreddubundnum og hjátrúarfull- um venjum og kennisetningum. En það var eitt, sem Spinoza (Framh. á bls. 7)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.