Lögberg - 25.04.1940, Blaðsíða 6

Lögberg - 25.04.1940, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. APRIL, 1940 Fannatöfrar (Þýtt úr ensku) Þessu til svars skaut Karl út öðrum Imefanum. HöggiS kom á nef stóra manns- ins með svo miklu afli, að hann hraut um koll. Þegar hann valt um flæktust löngu kálfarnir hans í stólsfótunum. Hann féll aftur á bak með braki og brestum og lá svo hreyfingarlaus. A sama augnablikinu stökk hinn lögreglumaðurinn á fætur og kippti marghleypu sinni upp úr hulstrinu. Með hrokakæti sparkaði Karl samstundis fætinum óþyrmilega í kvið hans, og sá lögreglumað- urinn féll einnig um koll æpandi af kvölum. “Sjáið nú til,” hrópaði Karl. “Svona sýni eg lögreglunni í tvo heimana.” Prófessorinn var allareiðú kominn út úr dyrunum, og Karl lagði þegar á stað á eftir honum. En rétt í því reis lögreglumað- urinn með skammbyssuna aftur upp á oln- boga, með andlitið afmyndað af kvölum, og hleypti úr henni einu skotinu. Karl var kominn á harða-hlaup, þegar kúlan hitti hann. Hann þrýsti hendinni ósjálfrátt að síðunni, en hélt áfram að hlaupa. “Hamingjan góða,” sagði hann. “Mann- hundurinn hitti mig með skoti sínu.’* Prófessorinn leit óttasleginn til Karls og sagði: “Meiddust þér illa.” “Nei,” stundi Karl. “Bg vildi að eg hefði sparkað görnunum út úr honum.” Þrátt fyrir neitun Karls var auðséð að honum var að verða þungt um hlaupin, svo þegar þeir komu upp á gjárbarminn, varð hann að nema staðar til að ná andanum. Og þegar hann hóstaði spýttist blóðgusan út úr munni hans. “Þetta er undarlegt,” sagði hann. Prófessorinn neri saman höndunum mjög vandræðalegnr á svipinn. “E'f þér hefðúð bara sneitt hjá þorp- inu!” sagði hann kveinandi. “Eg varð að fá mér drykk,” sagði Karl dauflega. “Og það veit heilagur Anthony, að eg þyrfti einnig nú á slíku að halda.” Prófessorinn leit um öxl sér og æðis- legar hugsanir brutust um í brjósti hans. Enn sem komið var sást enginn vera að elta þá. Lögreglumennirnir voru að minsta kosti í bráðina úr sögunni. En ef til vildi hafði öllum þorpum meðfram veginum verið gert aðvart um ferð þeirra. Að því er honum virtist gátu þeir ekkert annað gert, en að leggja leið sína aftur upp í fjöllin, þessi fjöll, sem svo lengi höfðu skýlt hoíium. Hann tók nú um handlegg Karli og fór að hjálpa honum áleiðis eftir þessum efri leiðum. Og hann gerði sér óljósa hugmynd um, að geta komið særða manninum til Gast- hof aftur. En ekki höfðu þeir komist einn kílómetra áfram þegar honum varð ljóst, að sér myndi aldrei takast það. Karl var eins og' þung byrði á öxl hans. Og nú var það Karl, sem orðinn var að farangri. Að lok- um hrasaði Karl og hentist niður í mjúka fönnina á götunni. “Ó, en fæturnir á mér,” stundi hann, “þeir eru eins og snjóplógar iivor úm sig.” Prófessorinn sá að Karl var að verða bleikur í framan af blóðmissi.” “Lofið mér að binda um sárið,” sagði hann. Svar Karls var naumast hljóðbært, er hann sagði lágt: ‘ ‘ Það blæðir inn, en kem- ur stöðugt upp úr mér.” Hann hóstaði upp rauðum froðustraum, en hvíta skinið í augunum drógst saman og upp á við á undarlega. óskiljanlegan hátt. Þá þóttist prófessorinn vita, að Karl væri að deyja. Þrátt fyrir allar svaðilfarir pró- fesáorsins hafði hann aldrei komist í neitt líkt þessu. Andlit hans hrukkaðist alt af ein-skonar barnslegum vandræðum, og hend- ur hans hreyfðust ósjálfrátt. Svo beygði hann sig niður og stamaði út úr sér: “Get eg nokkra hjálp veitt yður?” “Eg hefi nú fengið nóg. ” Þetta var seinasta orð Karls, og nú varð löng og þungbær kyrð. Þetta virtist alt svo undarlega ótrúlegt. Fyrir aðeins fáum mín- útum hafði Karl verið með miklum hávaða og rosta að brjótast um í bjórstofunni. En nú var hann svona. Alt í einu hóstaði Karl aftur; munnurinn opnaðist og höfuðið hneig máttvana ofan á aðra öxlina; svo valt hann á hliðina niður á götubarminn. Prófessorinn stóð á fætur, með veiklu- legum undrunarsvip í augunum. Ósjálfrátt þvoði hann hendurnar í mjúkum snjónum og starði óafvitandi niður fyrir sig. Alt í einu virtist honum verða ljós afstaða sín. Hann leit í síðasta sinn skjótlega á Karl og stökk svo á stað fram eftir götunni. Eftir að fara svo sem þrjá kílómetra upp eftir veginum, sem þeir Karl og hann höfðu farið um og sporin eftir hina stóru skíðaskó Karls sáust glögt í, setti að honum hræðsluskjálfta. Hann sá nú greinilega vandræðin, sem hann væri staddur í. Það væri þýðingarlaust að snúa aftur til Gasthof, og hann gæti ómögulega náð til Breintzen. Eina undankomuvonin væri háfjalla-auðnin. Ef hann héldi upp á við og styztu leið yfir fjalls-öxlina, kæmist hann kannske beint til kofans, sem hann hafði áður dvalið í. Strax og honum datt þetta í hug, sneri hann þvert úr leið og byrjaði þegar að klifrast upp í áttina til efri hlíðar-hjallanna. Færðin var ógreið og þungt undir fæti í meirri fönn- inni. En hapn þrammaði áfram og brauzt í gegnum skaflana, hærra og hærra, og jók með hverju sporinu, sem hann tók, fjarlægð- ina milli sín og útúrdúrs-viðburðanna í Taube þorpinu. Þegar hann náði upp á fyrsta hjallann rétti hann úr sér, þurkaði svitann framan úr sér með þeirri tilfinning að liann hefði þó framkvæmt nokkuð, og leit svo niður yfir farna leið. Sér hann þá í fjarlægð niðri í dalnum nokkrar dökkar verur á ferð, er færðust smátt og smátt í áttina upp í fjallið. Þá heyrði hann og' jafnframt að kirkjuklukk- unum var hringt með eins og viðvörunar- höggum. Þegar hann kom auga á eftirförina, skildi hann, að þar sem hann stæði á hæðar- brún og bæri við himin neðan frá láglendinu, væri hann ekki eins óhultur og hann ímynd- aði sér, flýtti hann sér því að skjótast úr augsýn, og hálfboginn fór hann aftur að fika sig áfram með auknum hraða upp f jallsbunguna. Ekki þorði hann að líta aftur fyrir sig, fyr en hann ðafði brotist áfram meira en hálfa klukkustund. Og þá varð hann alveg með hjartað í .skónum, þegar hann varð þess vísari að leitarmennirnir nálguðust verustað hans ótrúlega fljótt. Fimm menn, er dreifðu sér í hálfsveig, fóru nú hratt yfir. Hann sá greinilega forustu- manninn. Það var Hubner, sjálfur undir- foringi lögregluliðsins. Prófessqrinn stóð nú algerlega ráðalaus. Hann var að vísu töluverður heimsmaður; en þessi vandræði voru utan við alla hans fyrri reynslu. Með þann eina ásetning efst í huga að komast úr augsýn, fór hann eins og hræddur héri að klifra sig með höndum og fótum beint upp fjallshlíðina. B1erðin var ótrúlega auðsótt. Hann rakst á hruf- ótta geil í þurrum lækjarfarvegi, alsetta frosnum fannarþúfum, sem gerðu honum hægara fyrir um að ná þar fótfesti. Af og' til feyktust fram hjá andliti hans eins og sjávarmistur smámekkir af þurramjöll. E'n hann skeytti því engu. Né heldur hirti hann um köllin, sem til hns bárust æ meiri og glöggari að neðan frá leitarmönnunum. Vegna þess að undankomu-hugsunin fylti huga hans, tók hann ekki eftir aðvörunar- orðunum, er þeim fylgdu. Alt í einu bárust honum þó til eyrrta orðin: “Snjóðflóð! Snjóflóð!’’ Mökkurinn í kringum hann varð nú æ þéttari, og í honum stöðug skúr jökulagna. Óljóst skruðningshljóð, er líktist fjarlægum þrumugný, færðist nær og varð æ skýrari. Svo þyrlaðist fönnin í fossaföllum að honum og hreif hann með sér eins og taflpeð væri. Nú hljóðaði hann til mannanna, en köll hans voru jafn-árangurslaus, eins og þeirra höfðu verið. Þar sem lei'tarmennirnir höfðu forðað sér til hægri og vinstri undan flóðinu, þá veltist hann nú, hulinn vægðarlaust í ' hvítum fannafaðmi þess, niður fjallshlíðina með því. Þegar svo virtist sem allur hinn ægilegi þungi hins æðanda flóðs myndi hlað- ast ofan á hann og búa honum bráðan bana, kastaðist hann fyrir einhverja óskiljanlega tilviljun til hliðar, út úr aðal-straumi flóðs- ins og staðnæmdist máttvana og þvínær með- vitundarlaus, grafinn og alls ósýnilegur, í mjiikum mjallarbyng. Hann lokaði augun- um meðan flóðið þrumaði fram hjá honum. Svo misti hann dálitla stund alla meðvitund. Á hlíðar-hjalla, þar fyrir neðan horfði undirforinginn, ásamt mönnum sínum, þegj- andi og undrandi á flóðsofsann fara fram hjá sér. Leitarmennirnir voru búandmenn frá Taube, sem Hubner hafði í snatri náð' í sér til hjálpar. “Jæja,” sagði einn þeirra. “Þetta er hans síðasta för. ” ‘ ‘ Eg sá flóðið gleypa hann! ’ ’ sagði ann- ar og krossaði sig óttasleginn. “Á einni sekúndu var hann horfinn!” “Hamingjan góða!” sagði sá þriðji. “Að hugsa sér það, undirforingi, að hann og Edler skyldi báðir farast!” “Hvað um það!” hreytti Hubner út úr sér. “Edler var æfinlega óþægur hundur, og til einskis nýtur. Hann átti skilið sín endalok fyrir að sparka félaga minn í kvið- inn. En hví var þessi gamli E'nglendings- asni annars að fara sér að voða?” “Við kölluðum þó aðvörunarorðum tii hans.” “Já, við kölluðum vissulega til hans,” sögðu þeir allir sér til málsbóta. “Hvort sem kallað var eða ekki kallað, þá gerir lögreglustjórnin sig ekki ánægða með þessi málalok,” urraði undirforinginn. “Og ekki heldur fólkið í Vínarborg. Það vildi ná í gamla manninn, til þess að fá eitt- hvað að vita um hlutina, sem hann Stal.” Þeir þögðu nú allir stundarkorn. Þá sagði þriðji þorpsbúinn: “Við gætum kannske fundið hann dauðan.” “Hvaða möguleika höfum við til þess — undir slíku snjóflóðskyngi?” sagði maður- inn, sem fyrstur talaði. “Þó byrjað sé núna þá gæti skeð að hann fyndist eftr ein tíu ár, beingaddaður í jöklinum. Hann segði þá vafalaust til um það, hvar hann faldi þýfið! ’ ’ “Hvað sem um þetta er að segja, þá verðum við að leita,f’ sagði Hubner. “Þó ekki væri til annars en þess að geta sagt, að við hefðum gert tilraunina.” Hálfum klukkutíma síðar, þegar snjó- flóðsdyng'jan hafði stöðvast, lögðu þeir leið sína gætilega upp brekkuna og' hófu leitina, sem þó var vissulega mjög sundurlaus og ónákvæm, því allir mennimir höfð'u þá sann- færing í huga, að hún væri þýðingarlaus; þóttust vissir um, að fjallið léti ekki af hendi herfang sit't. Skömmu eftir að sól hafði gengið yfir hádegisbaug sinn kallaði undirforinginn ó- þolinmóðlega: “Nóg er aðhafst! Þetta er þýðingar- laust. Við skulum snúa aftur. En við verð- um að hirða lík Edlers og flytja það til Gast- hof. Þar verður líkskoðunin.að fara fram.” Um það bil er kvöldhúmsskuggarnir tóku að lengjast á hinni snjófgu götu niðri í dalnum, komu mennirnir fimm ofan af fjöllunum og gjörðú alveg eins og forustu- maðurinn hafði fyrirskipað. Fjórtándi Kapítuli í litla bakherberginu hjá hr. Séhwartz’ í Breintzen, sat litli leynilögrgelumaðurinn, sem kallaði sjálfan sig Oberholler, með aug-un stöðugt á Lewis. Ef til vill tók hann eftir því, að ungi Ameríkaninn yfirvegaði með harðneskjulegu augnaráði alt umhverfið í herberginu. Hann sagði svo í mjög alvar- legum rómi: “Eg ræð yður frá því, Mr. Merrid, að reyna nú enn að komast undan á flótta. Þér mynduð, held eg, fljótlega komast að raun um árangursleysi þess. ” Laus við gullspangagleraug'un og með skerandi augnaráði birtist Oberholler nú sem alt önnur persóna en áður, ekki lengur óupp- litssdjarfur, og geðprúður, heldur orðhvass og ákveðinn, með öllum einkennum tyktunar- meistarans. “Minnist öll afstöðu ykkar hér, þess, að þið eruð mínir fangar, hvert og eitt. Ef þið eruð ekki varkár, verð eg að flytja ykkur héðan.” Hann gaut auga til forn- gripakaupmannsins og mælti í ef til vill ögn mýkri rómi. “Gerið svo vel, hr. Sohwartz, að vísa Miss Ullwin upp til herbergisins, sem eg hefi ánafnað henni. Eg efast ekki um, að hún sé þreytt eftir all-langt og erfitt ferðalag í dag.” Sylvía leit með vandræða- legum vonleysissvip á Lewis og drúpti liöfði. Þegar Sylvía gekk fram að dyrunum í fylgd með hr. Schwartz, leit Connie auðmjúku augnaráði til leynilögreglumannsins og spurði: “Má eg fara með henni?” Hann kinkaði kolli þegjandi. Og jafn- vel þegar hann var orðinn einn eftir hjá þeim Lewis og Steve, þagði hann enn dálitla stund. Svo þrýsti hann fingurgómunum fast saman og sagði um leið í óþjálum rómi: “Eg verð, Mr. Merrid, að láta yður vita, að afstaða yðar hér, er mjög hættu- þrung-in. Nú eigið þér ekki í höggi við ríkis- lögregluna, sem þér svo sniðuglega sluppuð frá og létuð verða sér til athlæg'is. Þér eigið nú við mig, sérstakan lögregluumboðs- mann frá Vínarborg.” Hann sagði nokkur augnablik og bætti svo við með alvarlegri áherzlu í rómnum: “Það er nú eigi svo, að eg aðvaraði yður ekki. Það gerði eg í Gast- hof, en þér skeyttuð því þó engu. 0g hafið þannig, með fullri vitund um kringumstæð- urnar, af ásettu ráði og frjálsum vilja gert sjálfan yðúr meðsekan í glæpsamlegu athæfi. Það er nú einnig skylda mín, Mr. Merrid, að láta yður vita, að Karl Edler var í morgun skotinn til dauðs hjá Taube, þegar hann var að hjálpa George Ullwin til að komast burtu. Og sömuleiðis,” — embættismaðurinn þagn- aði snögglega, en bætti svo við með viðeig- andi alvörusvip — “að Ullwin sjálfur varð fyrir og huldistl af snjóflóði, er hann reyndi að dyljast fyrir og flýja frá fjórum embætt- ismönnum réttvísinnar. Hann er líka dauð- ur.” Nú varð djúp þögn. Lewis starði á leyni- lögreglumanninn, eins og agndofa yfir að heyra þessa tvöföldu slysafregn. Það var eins og hann gæti ekki í svipinn gert sér til fulls grein fyrir þessum viðburðum. Þá kvað Steve upp úr með sína skýring á því, sem skeð liefði: * / “Sjáðu nú til, Lewis, hvers vegna við erum hér komin. Þegar hr. Oberholler sagði okkur fréttirnar núna eftir miðjan daginn, þá var þýðingarlaust að dyljast lengur fyrir lxonum í nokkru okkur viðvíkjandi. Eg sagði honum, að við ætluðum að hittast í Breint- zen. Mér fanst, að við mættum alveg eins vel mætast hér og ljúka við þetta bann- setta fyrirtæki.” Lewis þagði enn. Hann var nú að hugsa um Sylvíu og alt það, sem hann hefði lofast til að gera fyrir hana. Steve liorfði með raunalegum gremju- svip á hinn þögula vin sinn, og sagði svo: “Þetta verður þungbært fyrir stúlkuna. Henni þótti vænt um öldunginn, föður sinn. En svo er hún margfalt betur stödd án hans. Og vertu nú svo vænn að minnast þess, að við erum öll enn stödd í ólukkans klípu.” Lewis rendi nú dauflegu augnaráði sínu til lögreglumannsins og sagði: “Hvað verður um Miss Ullwin?” “Eg er hræddur um,” svaraði hinn, að þetta geti orðið henni all-óþægilegt, einkum nú, þegar faðir hennar er dauður. Eg er nú sérstaklega í þjónustu Bquitable félagsins. Eitt af hlutverkum mínum, eða öllu heldur aðal-hlutverkið, var að ná aftur stolnu smar- ögðunum. Það var ástæðan fyrir því, að eg vfirvegaði kringumstæðurnar svona marga daga án þess gð gera nokkrar ráðstafanir um handtöku Mr. Ullwins. Eg vissi, jafn- vel áður en þér komuð til Gasthof Holine, að liann væri í heiðarkofanum. Og eina nóttina, er hann svaf, var svo leitað hátt og lágt í kofanum, sem og fötum og öllu öðru, sem í honum var, en gimsteinarnir voru þar ekki. Né heldur voru þeir í herbergjunum, er hann hafði í Vínarborg. Einnig í þeim var leitað nákvæmlega. Eg beið þess vegna eftir að finna líkur, eða fá bending um hvar hinir stolnu dýrgripir væri niður komnir, eða þá ef til vildi aðkomu vitorðsmanns—” Hann þagnaði, ypti þá öxlum borginmann- lega, og sagði enn fr'emur: “Nú er eg sann- færður um, að smaragðarnir voru afhentir einhverjum fyrirfram ákveðnum viðtakanda strax eftir að stuldurinn skeði; að pening- unum sé þegar eytt og gimsteinamir tapað- ir. Sem alt er hr. Ullwins sök. Getið þér búist við, að skjólstæðingar mínir sýni dóttur hans meðaumkun?” “En hún átti engan hlut í þessu,” sagði Steve. “Hann eyddi peningunum. Þér get- ið ekki sakað hana um það.” “Get ekki!” endurtók lögreglumaður- inn. “Þér aöttuð að vita betur, en að við- hafa það orð. Undir vanalegum kringum- stæðúm gerði það henni erfitt um afstöðuna, og' enn erfiðara á yfirstandandi tímum.” Lewis stóð þögull og beit á vörina, með })ungbrýndan svip, er lýsti bitru hugar- stríði. Um síðir virtist hann komast að á- kveðinni niðurstöðu og mælti seinlega: “Hvert er verðgildi — hæsta virðingar- verð — þessara stolnu gimsteina?” Lögreglumaðurinn svaraði blátt áfram: “Eitthvað um fjögur hundruð þúsund skildingar. Þeir voru veðsettir fyrir all- miklu minni upphæð en það. En vegna síns sögulega gildis voru þeir á bókum skjólstæð- inga minn virtir á fjögur hundruð þúsund.” “Hvað yrði það mikið samkvæmt ame- rísku peningagildi ? ” “Nú—” leynilögreglumaðurinn virtist undrandi. “Það er eitt liundrað þúsund dollarar.” Lewis settist niður við borðið, þreifaði í innri vasa treyju sinnar og dró upp úr honum víxtlbók sína og penna. Svo ritaði hann ávísunina, blátt áfram eins og hann væri að framkvæma daglega athöfn. Leynilögreglumaðurinn tók við ávísan- inni og leit yfir hana með hálf-óttaþrungnu augnaráði. Svo mýktist svipur hans smátt og smátt. Hann nuddaði hökuna, leit á Lewis svo á ávísunina, og aftur á Lewis. “Kæri herra,” sagði hann óvenju fjör- lega, “þetta er höfðingleg endurbót. Hún breytir öllu viðhorfi málsins. Eg þarf naum- ast að taka það fram—” “Gerið svo vel að segja ekkert meira,” greip Lewis fram í. “Hg hefi bara keypt þessa ósýnilegu gimsteina yðar, það er alt og sumt. Yerður Miss Ullwin nú fyrir nokkrum óþægindum framvegis þeirra vegna?” “Eins og eg ætlaði að segja, kæri Mr. Merrid, þá getur þetta frábæra örlæti yðar haft aðeins eina afleiðingu. Eg er sann- færður um, að skjólstæðingar mínir leita ekki framar á um þetta mál. Eg get í sann- leika sagt, fullvissað yður um það, að eg geti greitt fram úr um öll vandræði yðar gagn- vart lögreglunni. ”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.