Lögberg - 25.04.1940, Blaðsíða 5

Lögberg - 25.04.1940, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. APRIL, 1940 5 Sú ákvörðun hefir verið gerð, að fsland verður áfram þátttak- andi í heimssýningunni í New York á þessu ári. Mun tilkynn- ing um þessa ákvörðun hafa ver ið send Bandaríkjastjórn um síð- ustu helgi. KJostnaður við þessa þátttöku hefir verið áætlaður um 100 þúsund krónur. Síðasta al- þing heimilaði að verja til þessa 50 þúsund krónum úr ríkissjóði, gegn framlagi annars staðar frá Yms einkafyrirtæki munu hafa heitið um 30 þúsund krónum til að mæta kostnaði af sýningunni, og meiri framlög munu væntan- leg úr ýmsum áttum. Sýningin mun verða að mestu óbreytt eins og hún var í fyrra, en nokkrar endurbætur munu þó gerðar á einstökum þáttum hennar. —Timinn, 16. marz. Vigfús V. Erlendsson bóndi i Hrísnesi á Barðaströnd hefir rit- að Timanum svolátandi yfirlit um árferði og skepnuhöld þar um bygðir árið 1939 og fram til þessa: — Næstliðinn vetur var yfirleitt með hinum hetri, en samt gáfust hey viða að mestu upp. Skepnur gengu undan með bezta móti og voru höld ágait. Voraði snemma. Vorvinna byrj aði sumstaðar eftir miðjan apríl- mánuð. Gróður kom snemma, var áframhaldandi sprettutíð, svo að víða var orðið slægt á túnum í 9. viku sumars. Lamba- höld voru góð og fór fé snemma úr ullu. Sláttur byrjaði viðast hálfum mánuði fyr en að venju. Spretta var í betra lagi og nýting heyja hin albezta, er elztu menn inuna. Háarspretta var í mesta lagi og stafaði það af því hvort- tveggja að snemma var sleginn fyrri sláttur og tíð var hagstæð til sprettu. Hitar voru oft mikl- ir með logni dögum saman. Haustið var gott; hét ekki að froststirðningur kæmi fram yfir veturnætur, en fremur var vinda- samt. Mátti kalla, að sama tíð héldist til miðs desembermánað- ar. Þá gerði frost, er hélzt flesta daga, og föl á jörðu og byrjuðu þá sumir að hýsa fé sitt. Einnig tóku margir hésta i hús um svip- að leyti. Um 20 desembermán- aðar gerði allmikinn snjó og var hagskarpt um tíma. Hinn 22. desember var yfirleitt tekið að gefa fé. í úthreppum sýslunnar var jarðlaust um hálfs mánaðar skeið, en fjörubeit næg, þar sem til hennar náðist. Á gamlársdag gerði hláku, en á nýrsdag var norðaustan stórviðri með all- miklu frosti. Linaði þó brátt, var jörð komin upp eftir fjóra daga. Varð þá þiða svo góð, að jörð varð alauð og hélzt svo mánuðinn til enda. vestan lands. Var víðast róið sex daga vikunnar, en allsstaðar fjóra eða fimm. Afli hefir einnig glæðst talsvert víðast, og var yfirleitt betri síðari hluta vikunnar heldur en hinn fyrri. Fengu margir bátar góðan afla. • Á síðasta fundi bæjarráðs Reykjavikur var samþykt að fall- ast á tillögur skipulagsnefndar bæjarins um flugvallarstæði við Reykjavik. Leggur nefndin til, að flugvellinum verði ætlaður staður sunnan við Vatnsmýri og út að Skerjafirði. Taldi nefndin stað þennan hinn ákjósanlegasta til flugvallar, af svæðum þeim, er völ var á, en einnig hafði hún kvnt sér aðstöðu til að gera flug- völl í Bessastaðanesi, Kringlu- mýri, Sandskeiði, Kapelluhrauni, við Hólm og á Ártúnsmelum við Elliðaár. Heildarstærð hins fyrirhugaða flugvallar er í til- lögu skipulagsnefndar tæplega 67 hektarar. Er fvrst um sinn gert ráð fyrir fjórum rennibraut- um á flugvellinum, 40 metra breiðum og 500,—700 metra löngum. Síðar mætti stækka völlinn. Kostnaður við flugvall- argerðina hefir verið lauslega á- ætlaður 125 þúsund krónur, en viðbótarkostnaður siðar, ef flug- völlurinn verður endurbættur, 175 þúsund krónur. —Timinn 12. marz. —Photo by courtesy of Steele-Briggs’ Seed Co., Limited ísfiskur seldur fyrir 20 miljónir krónn Úr Borgarfirði hefir blaðið haft þær fregnir, að fjárpestin geri mikinn usla þar i héraðinu. Á sumum bæjum þar sem veikin hefir verið viðloðandi i 4—5 ár, hefir hún verið hlutfallslega skaðvænni í vetur heldur en nokkru sinni áður. Lita menn að vonum með miklum ugg til þess, hve veikin virðist magnast. Sumir telja, að orsökin til þessa sé sú, að nokkru leyti að minsta kosti, að bændur hafi hin siðustu missiri eigi yerið jafn gætnir sem áður að lóga sýktum kind- um eða taka þær úr heilbrigða fénu jafnskjótt og á þeim sér merki sýkingar. Þess vegna hafi sýkt og heilbrigt fé gengið meira saman en áður og það leitt af sér meiri sýkingu en áður hefir átt sér stað, og síðan hrun i fjárstofninum. Þótt margt fé hafi þegar drepist víða á bæjum, er samt fleira, er skrimtir enn, þótt sjúkt sé. Hins vegar eru engar líkur til, að kindur, sem orðnar eru veikar um þetta leyti vetar, lifi til hausts, og má því telja handvíst, að fjárpestinni linni ekki neitt hið næsta missiri, og að hún verði enn búin að höggva mikið skarð í búfjár- stofn Borgfirðinga næsta haust. ' Togarar, línuveiðarar og vél- bátar hafa alls farið 155 ísfisk- söluferðir á timabilinu frá 1. janúar síðastliðnum til 11. marz. Alls hafa'þessi skip selt afla sinn fyrir 409,348 sterlingtpund, eða i íslenzkum krónum, reikn að með 25 króna gengi, 12,258,- 700. f janúar voru alls farnar 56 ferðir og selt fyrir 195,009 sterlingspund, í febrúar voru farnar 74 ferðir og selt fyrir 231,708 sterlingspund og frá 29 febrúar til 11 marz voru farnar 25 ferðir og selt fyrir 63,631 sterlingspund. Af þessum 155 ísfisksölu- ferðum síðan um áramót hafa togaramir farið 114 ferðir, en línuveiðarar og vélbátar 41 ferð. Togararnir hafa alls selt fyrir 402,176 stpd. eða 10,054,300 ís lenzkra króna. Að meðaltali hafa togararnir selt í ferð fyrir 3,528 sterlingspund, eða 88,108 krónur. Línuveiðararnir og vélbátarnir hafa selt alls fyrir 88,176 sterl- ingspund, eða 2,204,400 krónur, eða í ferð að meðaltali 53,766 krónur. Þetta eru að vísu háar upp- hæðir, en þess ber um leið vel að gæta, að frádráttur er mjög mikill og ekki nema tiltölulega lítill hluti gjaldeyrisins kemur heim. Alþýðublaðinu hefir ekki tek- ist að fá nákvæmar tölur um sölu skipanna siðustu mánuðina fyrir áramót, en i nóvember og desember nam heildarsalan um 6 miljónum króna, en skipin seldu einnig meirihluta október- mánaðar, og er því ekki of hátt áætlað að telja, að ísfiskur hafi verið seldur síðan striðið brauzt út fyrir um 20 miljónir islenzkra króna. Þetta fé kemur vitanlega i góðar þarfir, eftir öll hin erfiðu ár útgerðarinnar, en þess ber vel að gæta, að árin hafa um leið verið erfið fyrir sjómannastétt- ina og maður skyldi þó ætla af þessum ísfisksölum, að hægt væri að búa eitthvað betur að henni en áður. Hún setur lika lif sitt og limi í mikla hættu, eins og við höfum komist að raun um. Á það hefir viljað bresta, að útgerðarmenn hafi sýnt nógu góðan skilning á rétti hennar og þörfum. Alþbl. 15. marz. mann Jónasson forsætisráðherra rétti Brvnjólfi Bjarnasyni alþing- ismanni og aðalforsprakka kommúnista snöggan kinnhest með flötum lófa—svo að Brynj- ólfur riðaði við. Nokkrir þingmenn voru — utan fundar í þinginu — að ræða um Finnlandsmálin, og sló Hermann Jónasson því fram að kommúnistaforsprakkarnir hér ættu allir að taka upp ættar- nafnið Kuusinen og kenna sig með því við hinn fræga flokks- bróður sinn frá Terijoki. Brynjólfi mun hafa sárnað samanburðurinn við þennan fé laga, enda kvað nú Stalin vera búinn að láta drepa hann, og mun hann því í augum Brynj- ólfs vera orðinn “upplagður svikari.” Rauk Brynjólfur upp og svaraði forsætisráðherra um heimsku. Kvað hann forsætisráð- herra vera frægan að heimsku, en þó hefði hann sjálfur ekki talið hann vera svona heimskan. Þeir alþingismennirnir stóðu sitt hvoru inegin við borð, og rétti forsætisráðherra honum kinnhestinn yfir borðið og inælti eitthvað til Brynjólfs um leið. Ýfðist Brynjólfur afskaplega við þetta og varð svo hvumsa að hann kom engu orði upp um stund og vissi ekki hvað til bragðs skyldi taka, en rauk svo út. í dag ber Þjóðviljinn sig mjög illa undan kinnhestinum, sem Brynjólfur fékk, og er bersýni- legt, að Kommúnistaflokkinn svíður allan sárt undan honum. —Alþbl. 15. marz. Síðastliðna viku voru góðar gæftir frá verstöðvunum suð- Brynjólfur Bjnrnason fékk kinnhest á alþingi Sá óvenjulegi atburður gerðist í sölum alþingis i gær, að Her- Hjörtur Líndal Leika varla man eg menn meiri en Björn i ögri.” í dag er til moldar borinn bændaöldungurinn og héraðs- höfðinginn Hjörtur Líndal á Efra-Núpi í Miðfirði. Og að vonum hvarfla að okkur hinum eldri Miðfirðinguin margar minningar um hann, nú þegar hann er allur og horfinn sjón- um okkar. Hann, sem um lang- an aldur bar svo að segja ægis- hjálm yfir sínuin sveitungum, hefir nú goldið hina hinstu skuld. Líndal ú Núpi, eins og hann var jafnan kallaður í dag- legu tali, var einn hinna gömlu bændahöfðingja, héraðsríkur og lét ekki ganga á hlut sinn eða sinna sveitunga, enda var hann jafnan sá, sem bezt var treyst um forsjá alllra sveitarmála og mátti svo heita, að ekki þætti svo ráð ráðið í Miðfirði, meðan hann stóð i blóma aldurs sins, nema hann væri þar til kvaddur, og inörg voru þau mál, er til hans úrgreiðslu komu sem hreppstjóra og sem hrepps- nefndaroddvita alla þá löngu tíð sem hann gegndi þeim störfum og ekki minnist eg þess, að á óánægju bryddi út af gerðum hans í sveitarmálum. Hrepps- búar hans fundu það og vissu, að þar var forystan örugg sem hann var og málefnum sveitar- innar bezt borgið i hans hönd- um, og að þaðan stóð “ekki síð- ur vernd en vald,” og ekki ó- sjaldan mun hann hafa reynst hinum fátækari sveitungum sín- um sannur bjargvættur, ef í nauðir rak. Efra-Núps heimilið var jafnan rómað fvrir rausn, gestrisni og glaðværð. Þar kyntust gestirnir hinum sanna íslenzka gestgjafa og höfðingja, sem altaf var ó- þreytandi að gleðja gesti sína, án tillits til þess, hvort í hlut áttu rikir eða snauðir. Á Efra- Núpi stóð öllum opið hús; þar tók ekki húsbóndinn síður al úðlega á móti fátæka barninu frá kotbænum en heldri mann- inum, og sérstaklega voru allir, sem bágt áttu, velkomnir gestir Líndals á Núpi, þá var hann ó- þreytandi að gleðja og bæta úr raunum þeirra, eftir því sem föng voru á. Margur, sem að Núpi kom í hryggum hug, fór þaðan aftur glaðari. Þar sem Hjörtur Líndal var, áttu allir aumingjar, börn og gamalmenni, sannan vin, og ekki efa eg það, að mörgum hlýni um hjarta við að minnast þeirra kynna, sem þeir í æsku höfðu af Lindal á Núpi. Hann var vinur barn- anna og kunni að umgangast þau og vinna hylli þeirra, og eg veit það, að margur hefir jafnan frá bernskuárunum borið hlýjan hug til hans og finnur ennþá ylinn frá minningunni um það, er Lindal á Núpi kom á æsku- heimili hans, eða frá komu sinni að Núpi og viðtökunum þar. Nú þegar við horfum á eftir hinum horfna bændahöfðingja yfir á ókunna landið, veit eg að allir þeir, sem í æsku sinni höfðu kynni af Hirti Lindal vilja taka undir með mér: Blessuð sé minning þin, gamli og góði vin ur, virðing, hlýhugur og þökk fylgja þér yfir landamærin. Pétur Á. Brekkan. —Vísir 13. marz * Avarp TIL MBS ÁSDÍSAR HIXRIKSSON Mrs. Ásdís Hinriksson, fyrrum forstöðukona Betel:— Það hefir fallið í minn hlut, að ávarpa þig með nokkrum orð- um á þessum merkisdegi stofn- unarinnar, 25 ára afmæli Betel. Mér er falinn þessi vandi vegna þess, “að eg þekki þig bezt.” Má vera að svo sé. En eg er ekki fær um að leysa verkið af hendi eins vel og hugur og hjarta býð- ur mér. Verð því að biðja þig að taka viljann fyrir verkið. Vinir Betel vilja nú á þessum merkisdegi, votta þér hjartans þökk fyrir vel unnið starf í þágu stofnunarinnar. Einnig viljum við minnast hinnar fyrstu for- stöðukonu Betel, Miss Elenoru Júlíus; minnast hennar með ást og söknuði. Þótt hún sé nú til grafar gengin, þá er hún ekki gleymd. Við munuin brosin hennar ljúfu, bróðurkærleikann og fórnarverkin við hina sjúku Fræin, sem hún skildi eftir hja samferðamönnunum bera ávöxt á sínum tíma.— Mrs. Ásdís Hinriksson! Eg á ýmsar myndir af þér i huga inér. Fyrsta myndin min er af ungri ekkju í Winnipegborg, með ung börn sér við barm. önnur mynd in er tekin löngu seinna. Miss Elenora Júlíus og þú hafið kvatt vini og vandamenn í Winnipeg og eruð staddar að “Beaver House” við Gimlibæ, með allstór an hóp af pöbbum og mömmum, öfum og ömmum, sem þið eigið að gæta. Þið tvær hafið borið hita og þunga dagsins meðan mest reyndi ú að Betel kæmist yfir brim og boða, kæmist í ör- ugga höfn. Ykkur Miss Elenoru Július ber vinum Betel mikið að þakka. Guð launi og blessi ykk- ar vel unnu störf. Mrs. Ásdis Hinriksson! Þriðja myndin mín er frú “Gamla Betel” sem kallað var í þá daga. Og fjórða myndin skapast í dag. Vinir þínir gleðjast yfir sigri þínum; þú hefir lokið störfum og sigrað. Ef cg ætti nú að skyra frá öllu því, sem felst bak við þessar myndir', sem eg hefi sýnt af þér, þá myndi það nægja i stóra bók. Eg má ekki tefja tímann. Séra Bjarni Bjarnason bíður með langa skemtiskrá, og mörgu er að sinna í dag. Eg lýk þá þessu litla erindi með þessum orðum: Starf þitt í þágu Betel hefir verið fjölþætt; þú hefir ekki aðeins séð vist- mönnum fyrir mat og drvkk og öðrum likamsþörfum, heldur hefir þú rutt farveg hinum and- legu þörfum sálarinnar; lesið húslestra daglega, verið for- söngvari, stýrt bænagjörð og á marga vegu vafið heimilið örm um móðurkærleikans. Eg set þig því á bekk með þeim konum, sem Wagner talar um í bók sinni “Einfalt lif”: “þessum elskulegu verum, sem kunna að hnoða deig með dugnaði, bæta rifnar flikur með bliðu geði, hjúkra sjúkum með hros á vörum, gefa litlu barni þokka og steikinni , andlega nautn.” Þetta blómaknvppi færi eg þér frá vinum Betel. Þótt þau tali ekki mannamál, þá tala þau bet- ur á sinu máli en eg fæ gjört. Og nú sem þú situr i geislum kvöldsólarinnar á þessu kær- leiksheimili, njótandi ávaxta verka þinna, biðjum við Guð að láta þá geisla likna, verma og lýsa þær stundir, þá daga, þau ár, sem þú enn átt eftir að dvelja með samferðahópnum. 1. marz, 1940. , Christiana O. L. Chisivell, Gimli. Manitoba Hún krefst hinnar nýjustu tízku Ef þér efist um aS glæsileg stúlka stúlka sem þessi vilji fylgjast með ttzkunni, farið þér villur vegar; hún þekkir tlzkuna, fer á kvikmyndahús. og er yfir höf- uð óaðskiljanlegur hluti hins nýja tfma. Og partur af hennar heimi eru GLERAUGUN af nýjustu og fullkomnustu gerð. Hin nýja gleraugnagerð hjá EATON’S veitir þá endurbót. sem nauð- synleg er, og eykur á persónu- leik hlutaðeiganda. Ábyggilegar og djarfmannlegar leiðbeiningar ganga á undan öllu í Gleraugnasai EATON’S. Ef þér þarfnist gleraugna, verður yrður fyrirskrifað val þeirra, sem við eiga; sé þeirra ekki þörf er yður tilkynt það. Fátt fólk gerir sér grein fyrir því, er það þarfnast gleraugna. hve mikil vandræði og kostnað nákvæm augnaskoðun getur fyr- irbygt seinna. Hjá EATON’S eru aðeins ábyggilegir gleraugna- fræðingar, er aðeins fyrirskrifa ábyrgst gleraugu. Eftir á aó hyggja, þá koma þúsundir glæsi- legra ungra kvenna til Winnipeg til augnaskoðunar. Pvi ekki að ákveða ferð til EATON’S líka? pér skuldið það augum yðar og útliti. >T. EATON C9,M1TtD WINNIPEG CANADA Móttökumenn framlaga í minnisvarðasjóð K. N. Júlíusar: Kristján Kristjánsson, Garðar, N. Dakota G. B. Olgeirsson, Garðar, N. Dakota W. G. Hillman, Mountain, N. Dakota Th. Thorfinnsson, Mountain, N. Dakota B. Stefánsson, Hallson, N. Dakota B. Thorvardson, Akra, N. Dakota Ásgrimur Ásgrimsson, Hensel, N. Dakota S. S. Einarsson, Upham, N. Dakota ólafur Pétursson, 123 Home St. Winnipeg, Man. Friðrik Kristjánsson, 205 Ethelbert St. Winnipeg, Man. Mrs. B. S. Benson, 695 Sargent Ave. Winnipeg, Man. Mr. Sveinn Thorvaldson, Riverton. Man. Dr. S. E. Björnsson, Árborg, Man. Séra Guðin. Árnason. Lundar, Man. Séra E. H. Fáfnis og G. J. Oleson, Glenboro, Man. Mr. Rósmundur Árnason, Leslie, Sask. Mr. Fred Thorfinnson og Mr. Oli Magnússon, Wynyard, Sask. Mr. Gunnar Björnson. Minneapolis. Minn. Mr. Chris. Johnson, Duluth, Man. Mr. Bjarni Dalmann, Selkirk, Man. Séra Albert Kristjánsson, Blaine, Wash. Mr. Hannes Kristjánsson, Gimli, Man. Mr. W. G. Gislason, Minneota, Minn. Canada meginn línunnar ætti að sendast til einhverra þeirra, sem tilnefndir eru i Winnipeg. f umboði nefndarinnar, Th. Thorfinnson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.