Lögberg - 09.05.1940, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. MAl, 1940
3
ætlast var til af okkur að við
lærðum. — Hjaltalín heimtaði
það að við notuðum tímann vel
hver og einn okkar, eftir beztu
getu. Ivæmi það fyrir að hann
fvndi til þess að einhver okkar
slæi slöku við námið, þá átti sá
hinn sami ekki upp á pallborðið
hjá skólastjóra.
Eg mun alla tíð bera mjög
hlýjan hug til Möðruvalla og
skólavistar minnar þar, tel það
mér happ að eg skyldi hafa not-
ið þeirrar kenslu og þeirrar
handleiðslu er eg þar fékk. Mér
þótti skólinn vel settur þarna í
sveit, fátt sem truflaði okkur við
námið, nema sem sagt, hvað hin
litlu húsakynni voru okkur til
trafala. Skólinn var fyrst og
fremst fyrir bændur og alþýðu-
fólk, og eru slíkir skólar að
minni hyggju bezt komnir i sveit,
einkum þegar við skólana starfa
kennarar, sem eru fjölfróðir og
áhugasamir leiðtogar æskulýðs-
ins, eins og þar var.
Þegar eg síðar var búsettur i
Edinborg, kyntist eg nokkrum
Englendingum, er þekt höfðu
Hjaltalín meðan hann var þar
bókavörður. Allir luku þeir lofs-
yrði á hann sem mikinn fræði-
mann, gáfaðan og gerfilegan
drengskaparmann og fyrirmynd-
arfulltrúa islenzku þjóðarinnar.
Meðal þeirra var Mr. Gilbert
Goudie, sem var eftirlitsmaður
við Þjóðbanka Skotlands. Hann
hafði lagt stund á norrænar
bókmentir. Hann dáðist að
hæfileikum Hjaltalíns og prúð-
mensku og lauk lofsorði á bók-
mentafyrirlestra sem Hjaltalín
hafði ‘haldið þar í borginni með-
an hann var þar búsettur.
Annar kunningi Hjaltalíns þar
i borg, Mr. A. Robertson að
nafni, kom mér í kynni við Mr.
Goudie. Hann var verzlunar-
erindreki. Hann hafði lagt stund
á norrænu og átti talsvert af is-
lenzkum bókum.
Það var siður Hjaltalíns, að
hann hélt upp á afmæli sitt, seg-
ir Garðar að Iokum. Bauð hann
okkur skólapiltunum til afmælis-
fagnaðar.
Fyrri veturinn minn á Möðru-
völlum flutti Guðmundur Frið-
jónsson Hjaltalín kvæði á afmæli
hans. Fanst okkur að hann lýsa
Hjaltalín vel og rétt i kvæði
sínu. Þeim yfirlætislausa virðu-
lega skólahöfðingja.
+
AÐALA TRIÐIÐ, AÐ
NEMENDUR NOTI
SITT PUND
Mér er sú stund minnistæð,
segir Þórður Sveinsson, er eg i
fyrsta sinn kom til Möðruvalla.
Eg hafði verið heilsulítill frá
bernsku, kirtlaveikur, var feim-
“Farið að fordæmi
Mömmu . . . og
BRAUÐ
yðar verður
óviðjafnanlegt!”
pessi dóttir lærði fleira en eitt
af mömmu í sambandi við brauð-
gerð . . . og bezta ráðleggingin,
sem hún hlaut var sú, að nota
“Lallemand’s ger!" pað er ávalt
ábyggilegt og sparar peninga
vegna AUKA kökunnar, sem ekki
er I algengum gerpökkum. petta
veitir 5 eða meira aukabrauð eða
tylft af rólum . . . og brauðið er
ávalt ljúffengt með gyltri húð.
ÓKEYPIS:—Skrifið Lallemand’s
Yeast, 1620 Prefontaine St„ Mon-
treal, eftir ókeypis verðlauna-
bœklingi, sýnisliorna köku og
forskriftabók — Verðlaunabœkur
aðeins á ensku og frönsku.
Veitið atliygli hinum galandi
Iiana á nafnmiðannm.
LALLEMAND5
Uea*t
inn og óframfærinn, hafði hið
mesta vantraust á sjálfum mér
og framtíð minni. Fátækur var
eg og foreldralaus. Það voru
ekki glæsilegar kringumstæður.
Eg minnist þess er eg kom þar
heim í hlaðið. Áliðið var dags.'
Eg hafði húfu á höfðinu sem var
of stór á mig. Hún var slæm
með að siga niður á nefið. Svo
gerði hún er eg steig af baki.
Mér fanst eg aldrei ætla að hafa
komið því af að reigja mig nægi-
lega mikið aftur á bak, til þess
að fá séð allar þær miklu bygg-
ingar er þarna voru í mínum
augum sem veglegar hallir.
Þegar kenslan byrjaði fékk eg
hina mestu lotningu fyrir kenn-
urum skólans. En skólavistin á
Möðruvöllum gerði mig að nýj-
um manni. Eg kom þangað
huglaus og duglaus, fór þaðan
með furðanlega mikla bóklega
þekkingu og alt annað álit en
áður á sjálfum mér og framtið-
inni.
Þér spyrjið mig um Hjaltalín
skólastjóra og kenslu hans. Það
sem mér í fljótu bragði dettur
í hug um hann er þetta:
Hjaltalín var ágætur kennari.
Einkum naut hann sín vel við
enskukensluna. Kensla hans í
1
Island fullvalda ríki
Þótt vopnakliðsins vaxi gnýr
svo veröld setji hljóða,
x»g kærleiks ylur kulni hlýr
og hverfi menning þjóða—
vort ættarland í ógnum statt
fékk af sér hlekki brotið,
og fornan dug til dáða hvatt
og drengja framsýn notið.
Þar eigum heima ítök flest,
þótt utar hafsins stöndum,
því ekkert fær vorn anda hrest
sem auðnuspor hjá “löndum.”
Að aldrei þjaki útlend bönd
nein, oftar landið frera,
því megi stjórna máttkri hönd
en manna sýnist vera.
Nú auðgar þróttinn ylur vors,
og ymur vængja þytur
hins nýja tíma, notkun þors
sé næg, svo hjaðni kritur.
Að vökumönnum vekist hvgð
að vernda frelsi hlotið,
vér óskum meðan fslands bygð
fær yls frá sólu notið!
Jóhannes H. Hánfjörð.
ensku beinlínis vakti mig af
dvala. Hann lagði megináherzlu
á, að fá nemendurna til þess að
beita hugsun sinni, hugleiða
skyldleika orðanna, bygging
málsins.
Þolinmæði hans við kensluna
var framúrskarandi. Eg dáist að
þvi nú hve mikla alúð þessi full-
orðni maður gat lagt við það að
bæta einu og einu orði við orða-
forða þessara drengja sem hann
var að kenna.
Hann talaði oft ensku við
okkur í kenslustundunum. Það
var okkur mikill styrkur. Og
aldrei hitti eg hann svo utan
kenslustundanna, að hann á-
varpaði mig ekki á ensku. Ætl-
aðist hann þá til þess að eg svar-
aði á sama máli. Ef við komum
til hans og bárum upp einhver
erindi við hann, þá vildi hann
helzt að við böggluðumst við að
segja erindi okkar á ensku.
Vantaði okkur orð í setningu,
hjálpaði hann okkur með það.
Það var merkilegt hve mikið
margir Möðvruvallamenn lærðu
i ensku á tveim vetrum.
Kensla Hjaltalíns var ákaflega
blátt áfram. Hann kendi okkur
að taka eftir í tímunum og leggja
að okkur við námið.
Þegar eg hugsa til skólaver-
unnar á Möðruvöllum, get eg
enn í dag undrast þann námsá-
huga sem þar ríkti, það “lær-
dómsloft” sem þar var. Við
urðum að lesa undir timana í
kenslustofunum. Nærri má geta
hve næðisamt það var, þegar um
20 piltar áttu að hafa aðsetur
við lestur i sama herberginu. En
þó rifist væri í öðrum enda stof-
unnar, flogist á í hinum, og verið
i boltaleik um hana endilanga
yfir höfðum okkar, þá lásum við,
létum ekki truflast, heyrðum það
vart, hvað sem á gekk, þeir sein
ekki tóku þátt í ólátunum þá
stundina. En oft voru vitanlega
samtök um að hafa engan há-
vaða i frammi.
Fyrir Hjaltalín skólastjóra var
það aðalatriðið, að við legðum
fram við námið alla þá krafta,
sem við áttum til. Hann sagði:
“Við kennararnir getum ekki
ráðið því hvaða pund við fáum
í hendur, en við getum heimtað
að hver nemandi noti sitt pund
sem bezt. Það gerir ekkert til
þó nemendurnir geri vitleysur,
þeir geta ekki að því gert að þá
skortir hæfileika. En eg heimta
af þeiin að eg geti fundið hjá
þeim námsáhuga, löngunina,
viljann til að læra.”
Og það var svo í reyndinni
fyrir Hjaltalín. Fyndi hann
losarabrag hjá piltum og ein-
hvers konar spjátrungshátt,
leiddi hann þá hjá sér, gæti
hann ekki vakið áhuga þeirra.
íslenzkukensla hans var með
gömlu sniði, hygð á latínukensl-
unni. Eg vissi ekki hvað fleir-
tala var, er eg kom í skólann. En
fljótt náði eg aðalatriðum mál-
fræðinnar. Og svo traustur var
grundvöllur íslenzkukenslunnar
hjá honum, að seinna lærði eg
að mestu af sjálfum inér tilsagn-
arlaust latnesku grammatíkina.
Og svo var þessi merkilega
kensla hans í stjórnskipun
landsins, sem hann lagði mikla
áherzlu á, en sem var ekki að
samaskapi vinsæl meðal margra
lærisveina hans, meðan þeir voru
í skólanum. En sú kensla varð
þeim mun betur þegin, þegar
menn komu frá skólanum og út
í lífið. Kenslubókina, er hann
notaði, og kallaður var alment
“Pésinn,” hét “Hvernig er oss
stjórnað?” En hann tók það
fram í upphafi að hann ætlaði
ekki að kenna okkur hvort land
inu væri vel eða illa stjórnað,
heldur hvaða lög væru í land-
inu, sem stjórna átti eftir.
Fyrir okkur unglingana í skól-
anum var það hreinn leyndar-
domur t. d. hvernig mál voru
send milli deilda Alþingis, og
hvernig ýmsum sveitarstjórnar-
og sýslumálum var hagað. En
við lærðum á tveim árum það
sem maður þarf margra ára
“praksis” til að kynnast.
Eitt af sérkennum Hjaltalins
sem skólamanns var það, hve
gott lag hann hafði á því að
venja okkur af óknyttum ef eitt-
hvað bar á þeim. Eg man t. d.
eftir einu litilfjörlegu atviki, sem
lýsir því vel.
f litlu púlti í annari kenslu-
stofunni var geymd biblían og
sálmabók er liann notaði við
morgunbænir. Einu sinni datt
einhverjum piltanna það i hug,
að troða sálmabókinni og biblí-
unni í sokk, sálmabókinni i
framleistinn en biblíunni i bol-
inn. Það reyndist erfitt verk,
en tókst samt. Var þetta gert
til þess að vita hvernig Hjaltalin
brygðist við.
Hann kom á tilsettum tima,
gekk rakleitt að púltinu og opn-
aði það. Við, sem í bekknum
vorum, sáum ekki til neinna ó-
venjulegra handbragða, og upp
í kennarastólinn var hann kom-
inn með bækurnar á augabragði,
eins og ekkert hefði í skorist.
Hann las ritningargreinarnar og
bænirnar fóru fram alveg eins
og vanalega og mintist skóla-
stjóri ekki orði á þenna hrekk.
Við hlupum í púltið á eftir og
sáum þar ekkert.
Þannig leið langur timi, að
ekkert fréttist af sokknum.
Þangað til loks eitt sinn, það var
skömmu áður en skóla var slitið.
að hann ávarpaði okkur við bæn-
ir með þessum orðum : “Það á
einhver ykkar hjá mér sokk.
Hann getur komið og sótt hann.
En hann verður sjálfur að kosta
upp á viðgerð á sokknum.”
Hjaltalín hafði með vasahnif
sínum rist sokkinn utan af bók-
unum án þess að við yrðum varir
við. En enga prédikun hélt hann
út af þvi, enga uinvöndunarræðu
Hann ætlaði okkur að skamm-
ast okkar fvrir tiltæktð án þess.
Eitt sinn var eg í snjókasti í
garðinum fyrir framan skólann.
Gluggi var opinn á skrifstofu
hans. Snjókúla, sem eg henti.
straukst nálægt opna klukkan-
um. Þá hallaði hann sér út úr
glugganum og sagði í sinum
hægláta dimma róm: “Þú ert
ekki borgunarmaður fyrir rúð-
unni.”
í annað skifti varð mér það
á, að brjóta rúðu í snjókasti,
miðaði á mann, sem stóð framan
við glugga, en pilturinn beygði
sig niður og kúlan kom i rúðu.
Þá tók eg það ráð sem vænlegast
var, að fara til Hjaltalíns og
segja honum hvað eg hafði gert.
Er eg hóf upp mál mitt, þá
svaraði hann á ensku og kvaðst
ekki skilja mig. Eg varð þá að
snúa mér í enskuna, og babbla
hana. Vissi eg ekki hvað var
rúða á ensku, og “gaf” hann mér
það. Eg skýrði honum frá þvi,
að þetta óhapp hefði viljað til
vegna þess að pilturinn hefði
smeygt sér undan snjókúlunni.
“Það var ekki sérlega karlmann-
legt af honum,” sagði hann.
Samtalið fór fram á ensku. Eg
lærði nokkur orð sem eg kunni
ekki áður; hafði það upp úr því
að koma beint til hans og segja
eins og var.
Eg sá einu sinni hréf, sagði
Þórður Sveinsson að lokum, frá
Hjaltalín til Júlíusar Havsteen,
síðar amtmanns, er var skrifað
um það leyti sem Hjaltalín sótti
um skólastjóraembættið á
Möðruvöllum. Hann var þá i
Edinborg. Annar umsækjandi
um embættið var Eirikur Briem.
Hjaltalín bað Júlíus að leggja
til með því að hann fengi stöð-
una ef hann gæti eitthvað gert
fyrir sig. Hann sagði sem var
að Eiríkur væri auðvitað vits-
munamaður og mikill hæfileika-
maður. En “eg held,” sagði
hann, “að eg sé betur til þess
fallinn að umgangast unga
menn.” Eg er í engum efa um,
sagði Þórður, að þar hefir
Hjaltalín haft rétt að mæla, að
Eiríki alveg ólöstuðum.
+
^ustncös anb
DR. B. H. OLSON
Phones: 35 076 . 906 047
Consultatlon by Appolntment
Only
Heimili: 5 ST. JAMES PLACE
Winnipeg, Manitoba
&
&
&
CSS
(£atbð
Dr. P. H. T. Thoriakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 j DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Oífice timar 3-4.30
• Res. 114 GBENFBLL BLVD. Phone 62 200 HeimiU: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manltoba
DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlæknar • 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 26 545 WINNIPEG DR. ROBERT BLACK SérfrætSingur 1 eyrna, augna, nef og hálssjúkdömum 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy ViötalsUmi — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofusími 22 251 Helmillsslmi 401 991
DR. A. V. JOHNSON Dr. S. J. Johannesson
Dentist 806 BROADWAY
• Talsimi 30 877
606 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 27 702 • ViÖtalstími 3—5 e. h.
DR. K. J. AUSTíVIANN 512 MEDICAL ARTS. BLDG. Stundar eingöngu, Augna- Eyrna-, Nef og Háls- sjúkdúma. Viötalstlml 10—12 fyrir h°i 3—6 eftir hádegl Skrifstofusími 80 887 Heimilissími 48 551 H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur lögfrœðingur • Skrifstofa: Room 811 McArthur Bullding, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phones 95 052 og 39 043
! J. T. THORSON, K.C. islenzkur lögfrœðingur [ • I 800 GREAT WEST PERM. Bldg. Phone 94 668 A. S. BARDAL 848 SHERBROOOKE ST. Selur llkkistur og annast um flt- farlr. AUur fltbúnaöur sá bestl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvaröa og legsteina Skrifstofu talslmi 86 607 Heimilis talstml 501 562
J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPEG. • Fasteignasalar. Leigja hús. tlt- vega peningal&n og eldsábyrgö af öllu tægi. PHONE 26 821 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG • pægilegur og rólegur bústaður i miðbiki borgarinnar Herbergi $2.00 og þar yfir; meö baöklefa $3.00 og þar yfir. Agætar máltlöir 40c—60c Free Parking for Quests
AFMÆLISKVEÐJA
Guðmundar Friðjónssonar til
Hjaltalíns 20. marz 1893.
Af lýðum sjaldan lof þeir fá,
sem lægstum rómi tala,
en hinir mestum heiðri ná,
sem hæst og oftast gala.
Þvi hér fer Loki landið kring
og lof af skríl fær sungið.
En Baldurs hvíta banasting
er brjóst til hjarta stungið.
Þú þeytir ekkert lúðralag,
sem lýð í uppnám setur.
Og engan spjátrungs berðu brag,
en beint þú sporin hvetur.
Og treður þína bröttu braut,
mót björtum roða af degi,
þótt oti stiklum andvíg naut
og ýgldir rakkar geyi.
Óg þú, sem græðir marin mein,
þín minning varir lengi,
sem berri hlúir birkigrein
og blómi er sinnir engi.
Af hlynum flestum hrynur barr.
ef hita og birtu vantar.
Já, heill sé þér sem hríslukjarr
í holti nöktu plantar.
Þótt verði lif vort listasnautt
og leið í klettaskorum.
Þín minning burtu máist trautt
af minnistöflum vorum.
En kom með epli Iðunn góð,
hins aldna kraft að glæða,
sem yngja fjöri anda og blóð
er ellikyljur næða.
Og nú er óskin allra vor,
þó óskir lítið segi,
að öll þin huldu æfispor
sé eftir greiðum vegi.
Á aldurtila efstu stund,
er áttu braut að ganga,
þér vaggi ellin mjúkri mund
í meginsvefninn langa.
—Lesb. Mbl.
Regn
Eftir ólaf Jóh. Sigurðsson
Andvarinn stráunum vaggar vægt,
veltist þokan um fjallsins skörð.
Fyrstu droparnir falla hægt,
falla mjúklega á þurra jörð.
Mistrað var loft, úr melum rauk,
móinn og túnin biðu þyrst,
þegar andvarinn stráin strauk—
og strjálu droparnir komu fyrst.
Regnið niðar um grund og gil,
glaðir læknirnir stiga dans.
—Og sál mín veitist í vorsins hyl
og verður hreyfing í bylgjum hans
—Lesbók.
Barn
Eftir ólaf Jóh. Sigurðsson
Þú komst eins og kvikur geisli
og kunnir þér engin læti.
Þú leist ekki á lúna gestinn,
en lékst þér á öðrum fæti.
Og áður en varði eg undi
í yndisríkari heimi.
°Og mjúku lófana litlu
í leynum hugans eg geymi.
Þvi gullin þin voru gleðin
og glóbjartar líðandi stundir.
Og enga veröld þú áttir
og engar sorgir þú mundir.
Og þér fanst lífið sem ljómi
og leikur að gyltum baugum.
—Og þá var mér þungt fyrir
brjósti,
og þokumóða í augum . . .
Það fólst bæði sólskin og söngur
i saklausa brosinu þinu,
eins og draumur um alt, sem var
dáið
og druknað i hjarta minu.
—Lesbók.