Lögberg - 23.05.1940, Page 3

Lögberg - 23.05.1940, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. MAl, 1940 3 Andrew Marwell og gullsjóður Karls II. f-ftir vestur-íslenzkan leikmann. Karl konungur II. komst til valda á Englandi árið 1660 er lýðstjórnarríki það er Oliver Cromwell stofnaði leið undir lok. í hans tíð voru ýmsir ágætis- menn uppi sem voru málsvarar lýðstjórnar og andvígir kon- ungsvaldinu og kúguninni, sem l>vi fylgdi. Einn af þeim inönn- um var John Milton skáldið mikla oo* merkilega, er Parasdis- »r missi orti. Var honum varp- að í fangelsi ásamt mörgum, og sættu þeir ofsóknum og illri •neðferð. Einn af þeim sem voru fylgjendur Cromwells stefn- unnar og víðtæk áhrif hafði und- "• hinni nýju konungsstjórn var skáldið og satiristinn Andrew Marwell. Hann var kosinn á fyrsta þjóðþing Karls konungs, <>g þótt hann talaði sjaldan hafði hann feikna mikil áhrif; hann hélt uppi vörn fyrir Milton með hugrekki og djörfung svo Milton eignaðist marg vini fyrir hans tilstilli. Það var penninn, sem var Marwells beittasta vopn, hin hitru háðrit hans höfðu mikil uhrif; hann dró sundur í háði með þeirri snild sem honum var lagin, valdhafana sem mest mis- heittu valdi sínu; varð hér helzt ‘yrir barðinu á honuin Claren- don æðsti ráðgjafi konungs, oaniuel Parlcer, biskupinn í Ox- ford og konungurinn sjálfur; hann var harðskeyttur í orði við konung fvrir óþarfa fjár- hruðl; skrifaði hann háðræðu, er hann lét konung flytja um tjárhagsástæður sínar. K|onungur og ráðherrar hans voru ákveðnir í því að þagga uiður í þessum uppreistarmanni, en varlega varð að fara í sakirn- ar því Marwell var mjög vin- sæll hjá þjóðinni. Karl kon- ungur var mjög hrifinn af gáf- l|m og glæsimensku hans, og hatði yndi af samræðum við hann oo- dáðist að skarpleik hans 1 orði og athöfnum, og vildi hann !>vi mikið vinna til að ná honum U sitt band. Marwell var fátæk- ur maður, hafði engar tekjur aðrar en það litla kaup er borg- ln Hull borgaði honum sem þingmanni sínum. Þetta vissi honungur. Einn morgun í býti sendir konungur féhirði sinn Larby jarl til móts við Marwell °g fól homim að gjöra alt inögu- *egt og ómögulegt til þess að 'inna hann vfir á sina hlið kon- ungsvaldinu til styrktar. Skyldi hann bjóða honum til hirðarinn- ar og auk þess höfðinglega fjár- 'eitingu. Hinn konunglegi fjár- hirðir leitaði eftir dvalarstað Marwrells, og fann hann loks eftir ýmsa örðugleika. “Hvers á eg að njóta að fá svona virðu- *ega heimsókn,” sagði Marwell sháld. “Eg kem með orðsend- 'ng frá hans hátign konungin- u,n og, óskar hann að vita á hvern hátt hann geti þjónað vð- ur. ’ mælti ráðherrann. ‘ Það er ekki á valdi hans há- tignar að þjóna mér,” svaraði Marwell. t-n hans hátign vill bjóða yður virðingarstöðu við hirð- ina.” hn Andrew Marwell þvertók *yiir það, að þiggja þennan heið- Ur eða vanheiður, eins og hann orðaði það. 'Eg get ekki þegið neina virð- ingarstöðu eða önnur kostaboð honungs, annað tveggja verð eg að bregðast því trausti, sem kon- Ungur ber til mín með þvi að geeiða atkvæði á móti honum, eða svikja land mitt og ]>jóð nieð því að fylgja að málum ii'umvörpum konungs, sem sam- V|zkan býður mér að vera í inóti. Það eina, sem eg óska af hans hátign konunginum er , það að hann telji mig eins trúverðugan þegn eins og nokkurn sem hann á yfir að ráða, og það er þýð- ingarmeira fyrir hann að eg hafni heldur an þiggi boðið.” Dauby reyndi á allar lundir að vinna hann fyrir konung, en á- rangurslaust. Marwell stóð sem klettur í hafinu. Þá dró ráð- herrann sjóð undan skikkju sinni, $5,000, og lagði á borðið og mælti: “Konungurinn hefir gefið mér skipun um að afhenda yður þennan sjóð, sem hann vonar að þér þiggið í bráðína, og sem full- nægi yður þar til yður þóknast að biðja hans hátign um eitthvað annað er yður getur legið á hjarta.” Andrew Marwell fór að hlæja. “Vissulega, kæri herra, ætlið þér ekki að gabba mig á þennan hátt, eg þarfnast ekki gulls kon- ungsins, eg hefi húsaskjól, og hvað daglegt brauð snertir getið þér heyrt sjálfir hvað húsfrúin segir um það.” Og hann snýr sér að húsmóðurinni: “Hvað hafði eg fvrir miðdeg- isverð í gær?” “Lanibasteik. f dag höfum við leifarnar, og á morgun verður beinið soðið í súpu'.” • Sagan segir að Jiaubv hafi verið sem steini lostinn; hann undraðist yfir staðfestu og barnslegri einlægni Marwells. Sem í leiðslu tók hann gullsjóð- inn og sneri heim til konungs- hirðar. Þessi saga er ein af perlunum úr sögu Englendinga, og úr sögu heimsins. Vegna þess að slíkir menn hafa verið til, hefir heim- inum þokað fram til fullkomn- unar, þó seint hafi farið, en þeir hafa verið of fáir. Vér getum lesið um hernaðarfrægð Alex- anders Cæsars og Napóleons, stjórnkænsku og afreksverk Metternicks, Bismarcks, Beacons- field og Gladstones, peninga- frægð Rothschildanna og auð og glæsilíf iðjuhöldanna í samtíð- inni, en þótt margt sé þar merki- legt og aðdáunarvert, þá hverfur það alt úr huga manns eins og þoka fyrir morgunsólinni, sam- anborið við manndóm og fórn- færsluanda þeirra manna, sem fórna lífi sínu og starfi með heilagri kærleiksþjónustu í vín- garði sannleikans með þvi að mýkja og græða sár mannanna. Auður, völd og frægð er í raun og veru lítils virði, nema því að- eins að farið sé með það í um- boði Guðs réttlætisins, kærleik- ans og sannlteikans. Guð hefir gefið okkur mikið, hann hefir gefið okkur lífið og frjálsræðið, og hann hefir gefið okkur ótak- mörkuð tækifæri, og hann ætlast til þess að við göngum á hans vegi og sneiðum hjá glysi freist- inganna og við stöndum stöðug á vegamótum líts og dauða. Margur unglingurinn gengur grandalnust og í blindni út í lífið þar sem skortir heilbrigða leið- beiningu frá hinum eldri og reyndari, við erum mörg komin of langt út i lífið þegar við för- um að átta okkur á því að það er lífsskilyrði að náðarsól Guðs lýsi okkur á vegferð lífsins, og þá er oft erfiðara að segja slcilið við veg heimshyggjunnar og villu- ljós freistinganna. Það er því á- bvrgðarhluti stór, sem hvílir á herðuni öllum hinna eldri, að visa þeim unga veginn sein hann á að ganga, í tíma. Eg vil biðja ykkur iill að hug- leiða söguna sem eg sagði ykkur, eg vil biðja ykkur <>11 að láta hana festast ykkur í minni, og eg vil biðja ykkur öll að byrja vegferð lífsins með Jesú Krist, hornstein sannleikans, í stafni; eg vil biðja vkkur öll að vera staðföst og víkja ekki hársbreidd frá háleitu og sönnu marki, og eg vona að á hverri neyðarstund efa og freistinga verði orð meist- arans svo rótgróin í huga ykkar, að þið getið sagt með fullu trún- aðartrausti: “Vík frá mér Satan.” Sunnudagaskólinn vill benda ykkur á veginn til lífsins, hann vill leiða ykkur inn á þá braut, sem til lífsins leiðir, og hann vill ítreka það við þá eldri að stvrkja skólann i þessu, og með því að sýna hinum unga þann veg sem hann á að ganga, svo enda á gamals aldri muni hann ekki af honum vikja. Skáldið séra Matthías Joch- umsson hefir kveðið þetta fagra erindi uin þjóðhetjuna Jón Sig- urðsson: “Þá sór hann að hræðast ei hat- ur og völd né heilaga köllun að svíkja, en ritaði djúpt á sinn riddara- skjiild sitt rausnarorð: Aldrei að vikja.” Eg vildi við gætum öll greypt á skjöldinn okkar þetta rausnar- orð “að vikja aldrei af sannleik- ans braut. Nýafátaðið 74. aldursafmæli A. S. Bardal flutt á “Skuldar”-fundi 1í. mai Okkur hefir oft verið sagt, að að vítt sé það hlið og breiður sá vegur er liggi til glötunar, og margir fari þá leiðina, en þröngt sé það hlið og mjór sá vegur er til lífsins liggi, enda fáir, sem rati hann. Allir erum vér mennirnir svo lundgerðir, að þá einhver náung- inn líkir oss við dýr, þá reið- umst vér honum, jafnvel þeir, sem eru slavar áfengisnautnar- innar, sem gerir þá mótverkandi afl allra framfara mannkynsins, og setur þá á bekk með skvn- lausuin. skepnum. Bindindisreglan er einn sá félagsskapur, sem á að vera til þess að hjálpa okkur mönnun- um hærra áleiðis til að göfga mannsandann og opna sálaraugu einstaklingsins, svo að hann sjái hættuna, sem af því leiðir að svelgja i sig hin banvænu vín á- fengisins, og einnig sjá við þeim kærulausu mönnum, sem einatt velta steinum á leið vora, er oft veldur hrösun, eymd og evði- legging. Einn þeirra göfuglyndu manna í vorum hópi, sem tók sitt bind- indisheit fyrir 50 árum, og hefir verið mest af þeim tima lang ötulasti merkisberi og liðsmaður “reglunnar.” Hann hefir öllum fremur sýnst skilja það mark- mið, sem Goodtmeplara reglan gjörði í öndverðu að kjörorði sínu: Trú, von og kærleikur. Stúkan “Skuld” metur það sitt inesta lán, að hún bar gæfu til að njóta starfskrafta og leiðsagn- ar Mr. Bardals í öll þessi um- hleypingasömu ár, þar sem hann hefir staðið einlægur og óskift- ur, örlátur, glaðvær og kappsam- ur. En vel að merkja, Goodtempl- ara reglan er ekki það eina þjóð- þrifamál, sem Arinbjörn Bardal hefir stutt með ráði og dáð hér á vesturslóðum. Kirkjan lúterska og eilífðar- málin hafa ávalt verið honum haldbezti lífgjafinn á hans far- sælu vegferð. Engin gæfa á jarðríki g-etur jafnast á við frið- sælt og kærleiksríkt hjúskapar- líf þar sem, maðurinn, konan og ástrík börn haldast í hendur við Lífgjafa sinn og frelsara. f framkvæmdarnefnd Jóns Bjarnasonar skóla hefir Mr. Bar- dal staðið afarlengi og látið sér þá þjóðræknisstofnun miklu varða, með fjárframlögum og margskonar ráðdeild frá fyrstu tíð, og verið sívakandi vfir vel- ferð skólans. f sveitarstjórn hefir hann einn- ig staðið til margra ára og hlotið endurkosningu með auk- inni tiltrú margsinnis. Engum manni er unt að reikna sanurn þær fjárupphæðir, smáar og stórar, sem Mr. Bardal hefir lá’tið af hendi til nauðstaddra einstaklinga og félaga, sem hafa orðið á leið hans, frá því hann Rom til þessa lands; og hefði honum hlotnast sú velsæld að koinast yfir mikinn auð, þá mundi hann óðara hafa gefið hann gjörsamlega til fátækra. Hefði mér verið veitt einka- réttindi til að gefa mönnum auknefni eins og Jóni ólafssyni virtist veitt þá mundi eg nefna Arinbjörn Bardal “víðförla”, sem vitanlega hefir sína orsök og kemur til af því, að hann hefir ferðast afskaplega mikið bæði um lönd og höf, og hefir hann m'eð þeim ferðum auðgað and- ann og inentast mikið, og sú mentun verður honum haldbezta veganestið til hinstu stundar. Oft hefir það vakið undrun mína hversu alment að Mr. Bar- dal á hlý ítök hjá öllum þorra landa sinna hér i álfu, þegar þess er gætt, hversu ákveðinn og partískur að hann hefir einatt verið í kirkju- bindindis- og stjórnmálum, enda ber okkur á- valt að virða einlægni og hrein- leik þeirra manna, sem beita kröftum sínum af ítrasta megni, í þýðingarmestu velferðarmálum lands og þjóðar. Lengi lifi vor trygðfasti bind- indisvinur Arinbjörn Bardal. Gunnl. Jóhannson. Móttökumenn framlaga í minnisvarðasjóð K. iY. Júlíusar Kristján Kristjánsson, Garðar, N. Dakota G. B. Olgeirsson, Garðar, N. Dakota W. G. Hillman, Mountain, N. Dakota Th. Thorfinnsson, Mountain, N. Dakota B. Stefánsson, Hallson, N. Dakota B. Thorvardson, Akra, N. Dakota Ásgrímur Ásgrímsson, Hensel, N. Dakota S. S. Einarsson, Upham, N. Dakota Ólafur Pétursson, 123 Home St. Winnipeg, Man. Friðrik Kristjánsson, 205 Ethelbert St. Winnipeg, Man. Mrs. B. S. Benson, 695 Sargent Ave. Winnipeg, Man. Mr. Sveinn Thorvaldson, Riverton. Man. Dr. S. E. Björnsson, Árborg, Man. Séra Guðm. Árnason. Lundar, Man. Séra E. H. Fáfnis og G. J. Oleson, Glenboro, Man. Mr. Rósmundur Árnason, Leslie, Sask. Mr. Fred Thorfinnson og Mr. Oli Magnússon, Wynyard, Sask. Mr. Gunnar Björnson. Minneapolis. Minn. Mr. Chris. Johnson, Duluth, Man. Mr. Bjarni Dalmann, Selkirk, Man. Séra Albert Kristjánsson, Blaine, Wash. Mr. Hannes Kristjánsson, Gimli, Man. Mr. W. G. Gíslason, Minneota, Minn. Canada meginn linunnar ætti að sendast til einhverra J>eirra, sem tilnefndir eru í Winnipeg. f umboði nefndarinnar, Th. Thorfinnson. Það er hringt á dyrabjölluna klukkan 4 að nóttu og frú Fred- riksen fer til dyra. Fyrir utan standa þrír dauðadruknir karl- menn. —Fyrirgefið þér, frú, eruð þér frú Fredriksen? —Já. —Ágætt, þér vilduð þá kann- ske vera svo góð að segja okkur hver okkar er Fredriksen! i6u0tneðð anb DR. B. H. OLSON Phones: 35 076 . 906 047 Consultation by Appointment Only • HeimiU: 5 ST. JAMES PLACE Winnlpeg, Manitoba Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 866 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar • 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG DR. A. V. JOHNSON Dentist l 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 27 702 cN Caibð DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Oífice tlnmr 3-4.30 HeimiU: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba j DR. ROBERT BLACK SérfræSingur 1 eyrna, augna, nef og hálssjúkdðmum 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstlmi — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofuslmi 22 251 Heimilisstmi 401 991 Dr. S. J. Johannesson 806 BROADWAY Talsimi 30 877 • ViStalstlmi 3—5 e. h. DR. K. J. AUSTMANN 512 MEDICAL ARTS. BLDG. Stundar eingöngu, Augna- Eyrna-, Nef og Háls- sjúkdðma. ViStalsttmi 10—12 fyrir hádegi 3—5 eftir hádegi Skrifstofusimi 80 887 Heimilissími 48 551 J. T. THORSON, K.C. islenzkur lögfrœOingur 800 GREAT WEST PERM. Bldg. Phone 94 668 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG, WPEG. • Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgS af öllu tægi. PHONE 26 821 ! H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur lögfrceOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phones 95 062 og 39 043 A. S. BARDAL 848 SHERBROOOKE ST. Selur Hkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaSur sá besU. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarSa og legsteina, Skrifstofu talslmi 86 607 Heimilis talslml 501 562 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST, WINNIPEG • pœgilegur og rólegur bústaOur { miObiki borgarinnar Herbergi $2.00 og >ar yfir; meS baSklefa $3.00 og þar yfir. . Agætar máRISir 40c—60c Free Parking for Ouests I Hér og heima f okkar sveit er indælt vor, Þó enn séu snjókrýnd fjöllin. Það gleður hug og hvetur spor, Að horfa á grænan völlinn— Þó Ingólfsland, nieð Esju og Skor, Nú ísköld hylji mjöllin. Þó ættland vort í Atlants-sæ Sé enn í klakafeldi, Er ljós og hiti í hverjum bæ — Og hjörtun vermd af eldi Af sumarþrá og Suðrablæ Frá sólskins töfraveldi. Ef Þorri og Góa ei þóttu góð, Sem þrautir af sér fæddi. Vor kynstoín aldrei misti móð Þó mörg þar holund blæddi.— Þeir skráðu Eddu og ortu ljóð Sem allan heiminn fræddi. í skammdeginu um skemsta dag Þeir skrifuðu ljóð og sögur, Og allvel sinum undu hag, Því eyjan þeirra er fögur, Með sumarskraut við sólarlag Og silfrað jöklakögur. Þó langir vetrar leiddist þeim Kom lífsþrá ný á vorin, Og hugurinn flaug, sem fugl um geim Til frelsis himin borinn. í minningj þess við hugsum “heim” Með hjartans þráð óskorinn. Á meðan líf er lánað oss, Þó langt í fjarska búum, Við elskum landið, firði og foss; Á framtíð íslands trúum. Að senda því með sumri koss, Við sævardjúpin brúum. Við fögnum sól og sumri í dag Með söngvum, ræðum, ljóði, Og því kom eg mteð þennan brag, Sem þó verður fáum gróði. —Sem átti að verða ljúflin'gslag Úr lífs míns varasjóði. í Vancouver, B.C., | 25. april, 1940. i —/>. K. K.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.