Lögberg - 23.05.1940, Side 4
I
LÖGBERGr, FIMl'UDAGINN 23. MAl, 1940
-----------Hösöers-------------------------
Gefið út hvern fimtudag af
TllK COIA MBIA PRKSS, LXMITKB
6t*5 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave.,
Winnipeg, Man.
Edltor: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 uin árið — Borgist fyrirfram
The ‘‘Lbgberg'’ ls printed and published by
The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue,
Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
Inntak úr rœðu
EFTIR WINSTON CHURGHILL
Forsætisráðherra Bretlamls hins mikla.
Mr. Wmston Churchill, flutti ra>ðu á sunnu-
daginn, sem útvarpað var vítt nm heim; fer
megin inntak hennar hér á eftir í íslenzkri
þyðingu. í upphafi ræðunnar lét Mr.
Churchill Jiess get.ið, að vfirstjórn banda-
mannahersins hefði verið fengin í hendur
Maxime Wevgand, sem næstur gekk Foch
marskálki að völdum í heim.sstyrjöldinni frá
1914; hann er 74 ára að aldri, og þykir hinn
mesti fullhugi.—
Mr. Churchill mælti meðal annars á
þessa leið :
“A eftir þeirri orustu, sem nú er háð á
Frakklandi, kemur önnur, er snýst um
brezku eyjarnar; þær eru aleiga Bretlands,
og alt, sem brezka þjóðin ann; það verður
orusta, sem mannheimar lengi minnast; vér
sættum oss aldrei við það, að verða fjötraðir
hnappheldu erlendrar kúgunar; vér sættum
oss aldrei við þá smán, er slíku væri sam-
fara; vér höldum samhuga uppi látlausum
bardaga, hvað sem hann kostar unz vfir
lýkur, og fullkomnum sigri er náð; trú mín
á táp og viljafestu hersveita vorra, er á
bjargi bygð; þær eru að mestu óþreyttar
enn, og í rauninni einungis byrjaðar að sýna
sig; á hinn bóginn er það auðsætt, að lítið
vúnst við þaðt að halda herafla vorum lengur
í skjóli við múrveggi eða önnur yarnarvirki;
það markmið er engan veginn fullnægjandi
af vorri hálfu, að halda uppi vörn, ef það þá
gæti kallast markmið; vér þurfum að sækja
á brattann, láta eitt áhlaupið koma af öðru;
Það er ekki fullnægjandi, að vinna þær or-
ustur, sem háðar eru í dag; vér verðum að
vinna orusturnar allar; vinna stríðið í heild.
“Það væri skaðvænleg sjálfsblekking,”
ságði Mr. Churcliill,” að loka aukunum fyrir
þeirri hættu, sem vér eigum við að etja, og
jafn óverjandi væri það, að örvænta um hag
vorn, eða láta oss koma til hugar, að þrjár
til fjórar miljónir velvopnaðra brezkra og
franskra hermanna gæti orðið þurkaðar út
á nokkrum dögum; barátta vor er í raun og
veru ekki háð fyrir neina sérstaka þjóð,
heldur mannkynið í heild.
Mér er það ósegjanlegt ánægjuefni, að
geta skýrt frá því, hve margfalt vér nú
stöndum betur að vígi að því er loftflotann
áhrærir, en í stríðsbvrjun; hefir hinn kon-
unglegi loftfloti gert við góðum árangri eina
árásina af annari á þýzk hergagnabúr í
Bremen, Hamburg og Hannover, og sprengt
til agna marga olíugeyma; borið saman við
loftbátatap Þjóðverja, verður ekki annað
sagt, en vort eigið tap hafi verið tiltölulega
lítið.
I einu leifturstríði sínu undanfarna
daga, lánaðist Þjóðverjum með óhemju af
flugvörgum og brynvögnum, að r\"ðja sér
veg gegnum frönsk varnarvirki norðan við
megin Maginot-varnarlínuna, og komast all-
langt inn á Frakkland; nú hafa liðssveitir
vorar hafið öfluga gagnsókn á hendur hin-
um þýzka innrásarher á þessum svæðum, og
tekist að.nokkru að hnekkja framgangi hans;
loftfloti vor, í samstarfi við loftflotann
franska, hefir veitt óvinum vorum þungar
búsifjar, og á enn eftir að greiða þyngstu
höggin.
Fólk vort á þessum unaðsfögru eyjum,
konur jafnt og menn, hlýtur óhjákvæmilega
að sæta djúpum sorgum og þungum áföllum
áður en sigur fæst; en eg veit, að metnaður-
inn yfir djarfmannlegri framgöngu sona
þeirra á vígvelli, dregur mikið úr sársauk-
anum. Guð blessi hermenn vora alla, og
vaki yfir velferð þeirra!
Barátta vor getur orðið löng, og hörð
verður hún vitaskuld líka; en hún er síðast
og fyrst háð í nafni þeirra afla, sem
skifta mestu máli á þessari jörð; hún er
barátta fyrir lífið sjálft, frelsið og mann-
lega sæmd.
Þrenningarhátíðin er heilög haldin í
dag; fyrir öldum voru skráð orð, er k\7öddu
til stríðs og starfs hina trúu lærisveina rétt-
lætisins og1 sannleikans. Brynjum oss öll til
úrslitaorustunnar, því mannlegra er að berj-
ast til þrautar og falla með sæmd, en að þjóð
vor verði svívirt og ölturu hennar saurguð.
Drottins vilji verði!”
Þingsetning
A fimtudaginn þann 16. þ. m., var sam-
' bandsþinginu í Ottawa stefnt til funda.
Dómsforseti Mr. Duff, las í efrideildarsal
boðskap konungs til þingsins, vegna þess að
hinn nýskipaði landsstjóri var enn eigi kom-
inn til höfuðborgarinnar; mælti Mr. Duff á
Jiessa leið:
“Virðulegir þingmenn beggja deilda:—
Yður hefir verið stefnt saman til funda
á nýkosið þing, er svo hagar til, að háð eru
í heiminum ein þau bitrustu vígaferli, sem
sögur fara af; undir úrslitum verður það
komið, hvernig til tekst um viðhald siðmenn-
ingarinnar og lýðfrjáls erfðaréttindi vors
eigin stjómarfars.
Frá því að þingi sleit, hefir gangur
stvrjaldarinnar orðið slíkur, bardagaaðferð
óvinanna slík, hættan svo augljós, að stofn-
að er beinlínis til fjörráða við tilveru
frjálsra þjóða; á nokkrum vikum hefir ver-
öldin orðið vitni að því, að ráðist hefir verið
á friðsamar lýðræðisþjóðir, Danmörku,
Noreg, Holland, Belgíu og Luxembourg; alt
eru þetta villimannleg hermdarverk af völd-
um þýzkra Nazista; sömu örlögum hefir
Finnland sætt, og landi þessarar starfsömu
og hagsýnu þjóðar verið skift, þrátt fvrir
einstæða og frækilega vörn hennar. Og eins
og nú horfir við, er ekki unt um .það að
segja, hvar græðgin ber næst niður ránsklær
sínar, og útvíkkar með því orustusvæðin.
Þessi harmsaga hefir margfaldað ásetn-
ing vorn um það, að leggja fram alla
þá krafta, er vér eigum yfir að ráða málstað
bandamanna vorra og vor sjálfra til styrkt-
ar; hefir stjórnin að sjálfsögðu stvrkst í
þessum áformum við endurnýjað umboð
sitt frá kjósendum landsins. Ráðuneytið
hefir vakað á verði yfir stríðssókninni, ráð-
fært sig jafnt og þétt við stjórnir Breta og
Frakka, auk ]>ess sem heimsókn hermálaráð-
herra vors til London og Parísar, hefir að
mun stvrkt og skýrt aðstöðu hinna marg-
brotnu viðfangsefna. Allar hugsanlegar
upplýsingar á sviði hermála og fjármála,
verða látnar þinginönnum í té *frá degi til
dags og öll þau löggjafarnýmæli vandlega
útlistuð, er að stríð&sókninni sjálfri og sam-
félagslegu öryggi þjóðarinnar lúta.
Þó störf þessa nýja þiiigs óhjákvæmi-
lega hljóti í meginatriðum að lúta að ’sókn
stríðsins, þá er stjórninni það þó jafnframt
brennandi áhugamál, að teknar verði þegar
sem allra víðta«kastar viðreisnarráðstafanir,
er til framkvæmda komi að stríðinu loknu.
Og með það fyrir augum, að öryggja iðn-
framleiðsluna meðan stríðið stendur yfir, og
trygga samfélagslega afkomu almennings að
loknum vígaferlum, hefir stjórnin ákveðið
að bera fram tillögu til þingsályktunar, er
veiti þinginu heimild til að breyta þannig
stjórnskipulögum landsins, British Nortli
America Act, að á þessu þingi megi hrinda
í framkvæmd löggjöf á alþjóðargrundvelli
um atvinnuleysistryggingar.—
Þá verður og lagt fram í þinginu álits-
skjal hinnar konunglegu rannsóknarnefnd-
ar, er setið hefir á rökstólum undanfarin ár
til þess að kynna sér hverjum umbótum
helzt vrði við komið viðvíkjandi hagfræði-
legri afstöðu hinna einstöku fylkja til sam-
bandsstjórnar. Fjárhagsáætlun fyrir yfir-
standandi fjárhagsár, verður lögð fram eins
fljótt og framast má verða.
í samstiltri einingu vottar stjórn og
l>ing Lady Tweedsmuir og sifjaliði hennar
dýpstu samúð hinnar canadisku þjóðar.
Hans Hátign konunginum, hefir þóknast að
skipa jarlinn af Athlone til landsstjóra ' í
Canada sem eftirmann lávarðar Tweeds-
muir; með djúpum söknuði minnist Canada
síns ástkæra, fráfallna landsstjóra, sem
vegna skapgerðar sinnar og mannkosta,
hafði unnið aðdáun allra stétta þjóðfélags-
ins, og skapað sér antílegt aðalsmjfn í
brezkri bókmentasögu. Glæsilegur starfs-
ferill hins nýskipaða, landsstjóra, og skvldu-
ra>kni þeira hjóna á vettvangi mannfélags-
málanna, tryggir þeim hjartanlegar viðtökur
í þessu landi.
Ræðu sinni lauk Duff dómsforseti með
svofeldum orðum í umboði konungs.—1
Megi sú kend verða ríkust í hugum yðar
á þessari alvörutíð, að þau ábyrgðarstörf,
sem canadiskir kjósendur hafa falið yður til
forsjár, skuli öll af einlægni unnin í þágu
frelsis og mannréttinda. Og nema því aðeins
að þau illræðisöfl, sem nú ógna frjálsum
þjóðum, verði kveðin niður til fulls, horfist
mannkynið í augu við alþjóðaóstjórn.”
Mr. Glen, libera*! þingmaður fyrir Mar-
quette’ kjördæmið í Manitoba, var í einu
hljóði kosinn forseti neðri deild-
ar, en senator Parent frá
Quebec forseti efri málstofunn-
ar. Mr. King árnaði með hlýj-
um orðum heilla hinum nýja
þingforingja' ihaldsflokksins, Mr.
R. B. Hanson, er í stuttri svar-
ræðu hét stjórninni öllu hugsan-
legu fylgi i stríðssókn þjóðarinn-
ar þar til sigur væri unninn-
Mr. Woodsworth, foringi C C.F.
flokksins, vék máli sínu sérstak-
lega að hinum nýkjörna forseta,
Mr. Glen, og. kvaðst vænta þess
í fullri alvöru, að hann léti sér
ávalt og á öllum tímum hugar-
haldið um rétt minnihlutaflokk-
anna á þingi, og stæði vörð um
þá gagnvart stjórninni. Mr. King
kvaðst líta nokkuð öðrum aug-
um á málið, þvi á liðnum árum
hefði það ekki verið einsdæmi,
að stjórnin hefði þurft á öllu
sinu að halda vegna ágjafar frá
minnihluta flokkunuin.
Alþingi sat í
70 daga og
afgreiddi 61 lög
Alþingi var slitið í gær og fóru
þinglausnir fram á venjulegan
hátt, að öðru leyti en þvi, að nú
sagði forsætisráðherra í fyrsta
sifti þingi slitið í umboði ráðu-
nevtis fslands.
Forseti sameinaðs Alþingis,
Haraldur Guðmundsson, flutti
ræðu eins og venja er til við
þinglausnir Forseti skýrði fyrst
frá störfum þingsins.
Þingið stóð að þessu sinni í
70 daga.
f neðri deild voru haldnir 50
fundir, í efri deild 49 og 1 sam-
einuðu þingi 25; alls 124 fundir
Að lögum urðu 14 stjórnar-
frumvörp, en 47 þingmannafrv.,
eða alls 01 lög. Alls voru. horin
fram á þinginu 91 lagafrumvarp.
Tveimur frumv. var vísað til
rfkisstjórnarinnar, eitt afgreitt
með rökstuddri dagskrá og eitt
felt, en 26 frumvörp voru óút-
rædd, döguðu uppi eins og það
er kallað.
Þingsályktunartillögur voru
bornar fram 22 alls. Þar-af af-
greiddar til ríkisstjórnarinnar
sem ályktun alþingis 14. Ein
þingsályktunartíllaga var af-
greidd, með rökstuddri dagskrá
einni vísað til ríkisstjórnarinn-
ar og ein var feld. óútræddar
voru 10. — Fyrirspurnir voru
bornar lram þrjár. Einni var
synjað leyfis, en svör við hin-
um féllu niður-
Mál til meðferðar í þinginu
voru alls 121.
lorseti sagði að dpmar 11111*
þingið myndu vafalaust verða
misjafnir, en um það myndi ekki
•deilt, að þetta þing myndi verða
talið merkilegt þing og oft til
þess vitnað í framtíðinni sökum
þeirra sögulegu ákvarðana, sem
þingið hefði tekið.
Forsetinn inintist á þann hild-
arleik, sem nú geisar í álfunni
og fórust honum þannig orð:
“Styrjöldin mikla magnast
enn og tekur til fleiri landa og
þjóða- Áhrif hennar, hein og
óbein, verða stöðugt rikari og
tilfinnanlegri. Hlutleysi og frið-
arvilji smárra ]>jóða er að engu
haft.
örlög frændþjóðanna.
“Nágrannaþjóðir vorar, frænd-
þjóðirnar á Norðurlöndum, sem
einskis hafa annars óskað, en að
gæta hlutleysis og lifa í sátt og
friði við nábúa sína alla, hafa
m| þrjár nauðuglega dregist inn
í þenna hildarleik. Og hin
fjórða híður þess milli vonar og
ótta, hvort og hven.ær hún hljóti
sömu örlög. Ein hefir orðið að
sætta sig við nauðungarfrið, eftir
fráhæra vörn gegn ofurefli, og
latið hluta af landi sínu. önnur
herst nú fyrir lifi sínu og sjálf-
sta'ði við erlendan árásarher,
sem hefir helztu borgir landsins
á valdi sínu. Of hin þriðja, sam-
bandsþjóð vor, hefir neyðst til
þess að beygja sig fyrir vopna-
valdi nábúa, sem er þritugfalt
sterkari en hún.
Samáð íslendinga.
“Vér íslendingar erum magn-
lausir áhorfendur þessa ægilega
harmleiks. Vér getum aðeins
vottað þessum frændþjóðum vor-
um einla>ga samúð og dýpstu
hluttekningu Vér höfum dáðst
að afrekum þeirra, verklegum
og andlegum. Hvergi hefir lýð-
ræði og lýðfrelsi verið meira virt
né gefið betri raun en hjá
þeim . • .”
“Vér fslendingar eigum enga
ósk heitari þessuni frændþjóð-
um vorum til handa en þá, að
þeim lánist sem fyrst jið endur-
heimta frið og frdlsi og óskert
umráð vfir löndum sínum.”
Sambandslagamálið.
Forsetinn mintist á samþyktir
þingsins í sambandi við sam-
bandslögin og sagði:
“Afleiðing þess, að sambands-
þjóð vor og konungur hafa
neyðst til að lúta valdi annars
ríkis er sú, að þau stjórnarfars-
legu tengsl, sem verið hafa á
milli vor og hennar, hafa rofnað,
og að konungi er ókleift að fara
með það vald, sem honum er
fengið í stjórnarskránni.
“Þessu nýja viðhorfi varð Al-
þingi að mæta. Með atkvæðum
allra þingmanna, án undantekn-
ingar, var því samþykt að fsland
tæki i sínar hendur að svo
stöddu, gæslu landheliginnar og
utanríkismál, svo og að fela rík-
isstjórn að fara með það vald,
sem konungi er fengið með
stjórnarskránni.
“Æðsta vald í öllum málefn-
um rikisins er nú aftur, eftir
nærfelt 700 ár, fengið þjóðinni í
hendur, kjörnum þingfulltrúum
hennar og ineirihluta Alþingis.
Samningar haldnir.
“Kpnungur vor hefir ávalt
fylgt í öllu ákvæðum stjórnar-
skrár fslands, enda vér íslend-
ingar viljað sýna og sýnt, honum
fullan þegnskap. Og sambands
þjóð vor hefir jafnan, síðan
sambandslögin öðluðust gildi,
virt ísamning þann, sem í þeim
felst og staðið við hann í hvi-
vetna, svo sem bezt mátti kjósa.
Sama höfum vér og viljað gera
“Alþingi he’fir á engan hátt
viljað rjúfa, eða rofið sam-
bandslagasamninginn. Honum
mátti segja upp eftir örfá ár.
Og sízt vildi Alþingi nota raunir
sambandsþjóðarinnar til þess að
ganga á gerða samninga- En
atburðir, sem orðið hafa hjá
sambandsþjóð vorri, henni og
oss ósjálfráðir, gerðu henni ó-
fært að rækja lengur sinn hluta
samningsins og konungi ókleift
að fara með vald sitt hér. —
Hlaut því samningurinn að
þessu leyti að falla niður.
“En þótt hin stjórnarfarslegu
tengsl milli dönsku og islenzku
þjóðarinnar séu rofin, þá erum
við enn bundnir sterkum bönd-
um við dönsku þjóðina, böndum
vináttu og margháttaðra sam-
skifta, höndum frændsemi oig
sameiginlegrar menningar. Og
það er von vor, að hún komi
sem fyrst heil og frjáls út úr
þeirri eldraun, sem hún nu þol-
ir.”
í lok ræðu sinnar þakkaði
forseti þingmönnum fyrir gott
samstarf.
Jakob Möller fjármálaráðh.
Stóð upp og þakkaði forseta góða
fundarstjórn og óskaði honum
allra heilla í framtiðinni fyrir
hiind þingmanna.
Þingi slitið.
Þá reis forsætisráðherra, Her-
inann Jónasson, úr sæti sínu og
mælti á þessa leið:
Alþingi hefir nú lokið störf-
um sínum og hefi eg því aflað
mér heimildar til að slita Al-
þingi.
Samkvæmt ályktun Aþingis
10. apríl fól þingið ráðuneyti
íslands að fara með konungs-
valdið og hefi eg móttekið bréf
þar að Jútandi
Siðan mælti forsætisráðherra
á þessa leið:
“Það eru nú liðin 1010 ár síð-
an alþingi fslendinga var stofn-
að og þetta er 55. löggjafarþing
síðan alþingi var endurreist. —
Eg leyfi mér samkvæmt þvi um-
boði er eg áður las, að segja
alþingi slitið. Eg vil biðja al-
þingismenn að minnast ættjarð-
ar vorrar, fslands og hans há-
tignar konungsins, með þvi að
rísa úr sætum sinum. Stóð þá
allur þingheimur upp nema
kommúnistarnir þrir.
Ingvar Pálmason, sem elztur
er þingmanna mælti lengi lifi
ísland og var tekið undir það af
öllum þingmönnum með ferföldu
húrrahrópi nema kommúnistar,
sem enn sátu.
—Morgunbl. 25. april.
Fréttabréf
Vogar, Man., 18. apríl.
Þá fer nú veturinn að telja
af sér. Hann hefir verið þeirra
heztur, sem landar muna hér, en
sagnir hafa gamlir Indíánar af
slíkuin vetri eða betri. Það má
kalla að snjólaust hafi verið hér
í allan vetur, svo varla hefir
verið sleðafæri á brautum, en
aðeins á graslendi. Frostin hafa
lika verið óvanalega væg, aðeins
einu sinni 30 stig, en oftast um
eða fyrir ofan zero. Þá er ein-
kennilegast hvað oft hefir verið
logn eða aðeins lítill andvari,
það er svo óvanalegt hér nú á
siðari árum. En þeir, sem fvrst-
ir komu hingað af löndum segja
að þá hafi verið logn flesta daga
á vetrum. Það hefir snjóað
nokkuð 28. marz, nálægt 6 þml.,
og aðeins einu sinni áður hefir
snjóað svo mikið, um miðjan
febr., sá snjór hefir legið logn-
dauður, en er nú horfinn af sól-
bráð.—
Fiskiveiðum er nú lokið hér,
þær byrjuðu illa, en entust betur
en út leit fyrir. Fiskur var
aldrei mikill, en verðið var með
hærra móti eftir hátiðir. Munu
því flestir fiskimenn hér við
Manitobavatn hafa sloppið skað-
laust frá veiðinni, og haft sæmi-
1 eg daglaun. Um stórgróða ,á
fiskiúthaldi er ekki að tala á
þessum árum, nema ef vera
skyldi hjá auðfélögunum, sein
sjálf annast um sölu á fiskin-
um. gvo mikið er vist að þau
reyna að teygja úr veiðileyfinu
eins og hægt er.
Heilsufar manna hefir verið
með bezta móti hér í bygðinni
í vetur. Aðeins meinlítið kvef,
sein þó hefir ekki verið kallað
“flú”, sem nú er orðið viðhafn-
arnafn á kvefi. Einn maður
hefir látist hér í vetur, Pétur
Gíslason Hallssonar bónda hér
í bygðinni. Hann var tæplega
tvitugur og lézt á spítala í Win-
nipeg, en líkið var flutt heim og
jarðsett í grafreit bygðarinnar.
, *
Félagslif er hér fremur dauft
að vanda. Það eru svo miklar
annir hér að vetrinum, að menn
mega ekki vera að þvi að skemta
sér. Valda því mest fiskiveið-
arnar. Þær taka alla þá menn
frá heimilunum, sem hægt er að
missa, og þeir eru flestir langt
frá heimilunum í verskálum. Og
þótt ungu mennirnir skreppi ein-
stöku sinnum á danssamkomur
á kvöldin þá gjörist þar sjaldan
neitt sem í frásögur sé færandi.
Umferð er hér lítil á vetrum
nema af flutningsmönnum. All-
ur fiskur hefir verið fluttur á
vörubilum til Winnipeg i vetur,
og vörur kaupmanna að mestu
leyti til haka. Það lætur þvi
ekki vel í ári hér í vetur fyrir
járnbrautarfélaginu.
Leiðandi menn úr öðrum
sveitum, eða bæjum eru hér
ætíð sjaldséðir, og þá einkum á
vetrum. Það eru aðeins prest-
arnir sem koma þegar þeir eru
kallaðir til aukaverka. Þá hef-
ir séra Guðm. Árnason haldið
hér við safnaðarstarfsemi siðastl.
tvö ár. Hapn er líka kallaður til
flestra aukaverka, eins af þeim,
sem ekki eru í hans söfnuði.