Lögberg - 20.06.1940, Page 1
PHONE 86 311
Seven Lines
i&o*
C,ot- *
á
Service
and
Satisfaction
'•‘J JS amofj £Þ
U0SSJnHd a -SJJV,
PHONE 86 311
Seven Lines
Oot’
_Vte<*
cntd ''C'ÚA0'*
For Better
Dry Cleaning
and Laundry
53. ÁRGANGrUR
LÖGBERG, FIMTUDAGTNN 20. JÚNl 1940
NÚMER 25
Canadastjórn herskyldar allan
mannafla þjóðarinnar til landvarna
heima fyrir ásamt allri hennar auðlegð
vegna stríðssóknarinnar—
Liðsöfnun til herþjónuátu hc^ndan
um haf, fer fram eins og áður
að sjálfboðahœtti, að því er
Mr. King skýrir frá.
A þriðjudaginn gerðust þau
niikilvægu tiðindi í sambands-
þinginu, að Mr. King lýsti yfir
því, að vegna hins alvarlega við-
6órfs hefði stjórnin ákveðið, að
*e8gja samstundis fyrir þing
frumvarp tfl laga. er að því lyti
að herskylda allan mannafla
þjóðarinnar til landvarna heima
jfyrir ásamt allri hennar auðlegð.
vegna striðssóknarinnar; þessu
jafnframt lét forsætisráðherra
þess getið, að einungis sjálfboða-
aðferð yrði beitt til herþjónustu
handan um haf eins og við hefði
gengist fram að þessu. Ennfrem-
ur tilkynti Mr. King þingheimi
bað, að sveit canadiskra her-
nianna væri komin til íslands til
styrktar þeiin enska herafla. sem
þar væri fyrir; gert er ráð fyrir
að frumvarpi því. sein hér um
ræðir, verði hraðað í gegnum
háðar þingdeildir á einum til
tveimur dögum; líklegt þykir að
aldurstakmark h e r s k y ldaðra
nianna til landvarna, verði frá
13 til 45, þó vera megi að öðru-
visi ráðstafanir verði gerðar. Al-
þjóðar skrásetning á mannafla
landsins verður þegar hafin; ný
ráðuneytisdeild skal stofnuð, er
yfirumsjón hafi með öllum lið-
um stríðssóknarinnar, og ráð-
herrum jafnframt fjölgað um-
fram það. Mr. King lét i ljós
heita samúð með frönsku þjóð-
inni, og kvaðst sannfærður um
það, upp úr hinum blóðidrifna
franska jarðvegi, hlyti að risa
óstöðvanleg og ómótstæðileg
frelsisalda, er hefja myndi hina
frönsku þjóð til menningarlegs
öndvegis á ný. Mr. King kvað
Mp. Churchill hafa mælt fvrir
munn canadisku þjóðarinnar, er
hann í hrezka þinginu hefði lýst
yfir því, að þrátt fyrir þá ógæfu,
er hent hefði Frakkland, væri
brezka þjóðin staðráðin í því, að
berjast til þrautar; hin canadiska
þjóð væri engu síður staðráðin
í að berjast til sigurs og þraut-
ar; hugsjónin, sem til grundvall-
ar lægi hjá báðum þjóðum væri
ein og hin sama; hugsjón lýð-
frelsis og mannréttinda; hugsjón
hinnar sönnustu lífsstefnu.
Frakkland að þrotum komið; ný stjórn
undir forustu marskálks Petain, leitast
fyrir um vopnahlé við Hitler
París féll í hendur Þjóðverja
á föstudaginn var; franska
stjórnin hafði áður lýst yfir því,
að hún myndi eigi verja borg-
ina. og vildi með því koma í veg
tyrir að hún yrði eyðilögð ineð
sprengjum; mun og því nær eng-
in spjöll þar hafa verið gerð;
niannfjöldi mikill hafði flúið úr
borginni út á landsbygðina. Hinn
hýzki árásarher hafði hert sókn
ina jafnt og þétt, og orðið mikið
ágengt svo að segja á öllum víg-
stöðvum. Bretar höfðu sent
niikinn herafla og miklar vopna-
hirgðir til Frakklands um þess-
nr mundir; en þá gerðust þau
tíðindi, er urðu þess valdandi.
að brezkar hersveitir voru tafar-
inust kvaddar heim.—
A sunnudagskveldið baðst
ttcynaud stjórnin lausnar eftir
niarga og alvarlega ráðuneytis-
iundi; var það þá sýnt að ýmsir
nt æðstu foringjum hersins áttu
ekki lengur samleið ineð henni.
■snemma á mánudagsmonguninn
tóru fram stjórnarskifti, og
t’etain, marskálkur, 84 ára að
al(tri, sá er heimsfrægð hlaut í
orustunni við Verdun í síðustu
veraldarstyrjöld, tók við ráðu-
neytisforustu; lét hann það
Verða sitt fyrsta verk, að ávarpa
Pjóð sína í útvarpsræðu. og lýsa
ytir því, að þannig væri málum
komið, að óhjákvæmilegt va>ri
nllra ástæðna vegna, að leitast
tyrir um vopnahlé; kvaðst hann
Pegar hafa sett sig í samband
við Franco Spánarhöfðingja með
það fyrir augum, að fá hann sein
niilligöngumann milli sín og
Úitlers. Ávarp Petains inarskálks
Var á þessa leið:
‘Synir og dætur Frakklands!
Samkvæmt áskorun frá forseta
hins franska lýðveldis, hefi eg
tekist ráðuneytisforustu á hend-
ur. Eg hefi verið að hugsa um
hermenn vora, sem með hug-
prýði sinni hafa á vígvelli unnið
sér ódauðlega frægð í baráttunni
við óumræðilegt ofurefli; eg er
einnig að hugsa á þessu augna-
bliki um hinn ógæfusama flótta-
lýð, gamlmenni, konur og börn,
sein hvergi á höfði sínu að að
halla, og flýtur að feigðarósi,
verði ekki gripið til skjótra
hjörgunarráðstafana; eg er ein-
ráðinn í að helga þeim ráðstöf-
unum þeirri hjargráðaviðleitni,
minn síðasta blóðdropa.
Mér, sem gömlum hermanni,
er þyngra innanbrjósts en orð fá
lýst, er eg verð að gera yður
heyrinkunnugt þann ásetning
minn. að leitast nú þegar fyrir
um vopnahlé, og sem hermaður
við hermann, leita drengilegs
friðar fyrir hönd þjóðar minnar;
ekkert annað getur franska þjóð-
in sætt sig við; hún hefir verið
ofurliði borin á vigvelli, og á
ekki annars úrkosta, en grípa til
þeirra ráða, er eg nú hefi skýrt
frá. Bg treysti því, að þjóðin
á þessari örlagaríku stund styðji
ráðuneyti mitt í þeim tilraunum,
sem einar sýnast, eins og ástatt
er, Iíklegar til þess, að bjarga
þjóðinni frá enn alvarlegri at-
burðum en þeim, er þegar hafa
að höndum borið. Látum oss
horfast í augu við örlögin eins
og frönskum þegnum sæmir, með
bjargfasta trú á viðreisnarmátt
og framtíð landsins.” —* —
Þeir Hitler og Mussolini áttu
fund með sér í Munich á þriðju-
daginn, og komu sér saman um
einhverja svokallaða friðarkosti
gagnvart Frakklandi; um inni-
hald þessara væntanlegu afar-
kosta, er enn eigi vitað, er blaðið
er búið til prentunar.
KARLAKÓR ISLENDINGA I NORTH DAKOTA
Þessi vinsæli söngflokkur syngur undir stjórn Ragnnrs H. Rngnnr i Wynynrd þnnn 27. þ. m., Moznrt 28. og i Leslie
þnnn 29. þ. m. Miss Iínthryn Arnson aðstoðnr flokkinn með pínnóspili.
Canadiskt herlið
komið til Islands
Á ferðalagi í
þj óðr œkn iserindum
Dr. Richard Beck, prófessor
við ríkisháskólann í North Dak-
ota, kom til borgarinnar um
miðja fyrri viku, og hélt norður
til Hayland og Vogar, þar sem
hann á föstudagskvöldið flutti
fyrirlestur að tilstuðlan lestrar-
félagsins í þeim bygðarlögum við
ágæta aðsókn. Næstu daga á
eftir ferðaðist Dr. Beck nokkuð
um þessar fögru og vingjarnlegu
fslendingabygðir í erindum Þjóð-
ræknisfélagsins, sem hann er
forseti í, og vann þar við góð-
um árangri að útbreiðslu félags-
ins; átti hann hvarvetna hinu>”
ástúðlegustu viðtökum að fagna,
því þar sem annarsstaðar á ís-
lenzk risna djúpar rætur. Dr.
Beck mun i sumarfríi sínu.
heimsækja í þjóðrækniserindum
eins mörg íslenzk bygðarlög, og
hann má framast við korna. Dr.
Beck leggur -af stað heimleiðis
í dag. —--------------
Sœnsk-amerískur
söngflokkur
heimsækir Winnipeg
Á laugardagsmorguninn kom
hingað til borgarinnar fjölmenn-
ur sænsk-ameriskur karlakór,
Ámerican Union of Swedish
Simger úr Mið-Vesturríkjunum;
í söngflokknum voru um 200
manns. Veglegt og afarfjölment
samsæti var haldið á Marl-
borough hótelinu þá um kveld-
ið, og skorti þar hvorki gleði né
góðan fagnað. Var þar mikið
um söng, er sænski karlakórinn
hér og Karlakór íslendinga í
Winnipeg, auk gestakórsins,
tóku þátt i; þar voru og flutt
inörg Avörp og velkomenda
minni; meðal annars af ræðis-
mönnum Norðurlandaþjóðanna
þrem, þeim Mr. Gretti Leo Jó-
hanssyni, ræðismanni Danmerk-
ur og fslands, Mr. Hermannson,
ræðismanni Svía, og Mr. Rum-
men, ræðismanni Noregs.
Á sunnudaginn kl. 3 e. h. söng
hinn voldugi aðkomuflokkur i
Winnipeg Auditorium fyrir fjöl-
menni miklu fagnandi áheyr-
enda.
Slíkar heimsóknir sem þessi,
eru söngelskum borgarbúum
jafnan kærkomnar.
FREGNIR FRÁ LOXDON
Frá London er símað á þriðju-
daginn, að talið sé víst, að
Neville Chamberlain verði knúð-
ur til þess að víkja úr ráðuneyt-
inu einhvern hinna næstu daga;
jafnfi-amt er staðhæft, að Lloyd
George muni kvaddur verða til
þess að gegna mikilvægu ráð-
herra embætti.
Frá Islandi
Sæbjörg dregur
ísafjarðnrbát að Inndi
Björgunarskútan Sæbjörg kom
hingað i gærkveldi með einn af
bátum Samvinnufélags ísfirð-
inga, Vébjörn, í eftirdragi. Hafði
öxull bátsins brotnað, er bátur-
inn var að veiðum undan Jökli.
Óhappið skeði i fyrrinótt og
var veður vont, stormur og kol-
svart kafald. Var Sæbjörg þó
ekki lengi að finna Vébjörn, því
að hann hefir talstöð og gat
Sæbjörg tekið nákvæmar mið-
anir. Sannar þetta tilfelli enn
einu sinni, hversu nauðsynlegt
það er, að bátar hafi talstöðvar.
4-
Menn voru í gær farnir að ótt-
ast um v.b. Sæborgu frá Kefla-
vík, sem farið hafði i róður á
föstudagsnótina, en ekki komið
að landi. Er báturinn talstöðv-
arlaus og gat ekki tilkynt um
hagi sína.
Um kl. 11 kom Sæborg að.
Hafði engin bilun orðið hjá bátn.
um, en hafði slitið lóðina um
nóttina og fór þá ekki að landi,
heldur beið þess að kafaldinu
létti. Þegar veður batnaði leit-
uðu bátverjar að lóðinni og
fundu hana um hádegi í gær.
—Vísir 14. maí.
•
Nýtt verkalýðsfélag
stofnað á Akureyri
Nýleiga var nýtt verkamanna-
jfélag stofnað á Akureyri fyrir
forgöngu Hermanns Guðmunds-
sonar, formanns verkamannafé-
lagsins Hlífar í Hafnarfirði. Eru
það verkamenn og iðnaðarmenn,
sem félag þetta stofnuðu. og voru
stofnendur liðlega 30 að tölu.
Félagið nefnist Sleipnir, og er
formaður þess Leo Árnason tré-
smiður. Hermann Guðmunds-
son mun fara víða um Eyja-
fjörð og nágrenni og vinna að
undirbúningi að stofnun verka-
lýðsfélaga, eftir því sem við
verður komið á hverjum stað.
—Vísir 7. maí.
Rússar færa sig upp
á skaftið
Símað er frá Moskva á
þriðjudaginn, að Rússar hafi
sent ógrynni liðs inn í Lithuaniu,
Latviu og Estoníu og tekið öll
þessi þrjú smáríki hernámi. Eins
og vitað er, knúðu Rússar þessi
lönd til einhverskonar samvarn-
arsambands við sig í fyrra. Nú
er sú málamýnda réttlæting gerð
á þessu atferli af hálfu Rússa,
að Lithuaníumenn liafi beitt ó-
sæmilegri aðbúð við rússneska
hermenn.
Forsætisráðherrann, Mr. King,
lýsti yfir því í sambandsþinginu
á þriðjudaginn, að hin fyrsta
sveit canadiskra hermanna aust-
an hafs, væri komin til fslands
til styrktar þeim brezka herafla,
sem áður var kominn þar á
land, og tekið hafði fsland bráða-
birgðahernámi. Hér á vestur-
slóðum hefir heyrst yfir útvarpið
undanfarna daga, að Hitler væri
Söngskrá Karlakórs
ísl. í N. Dakota
f næstu viku á söngferð sinni
um Vatnabygðir hefir karlakór
fsl. í N. Dakota ákveðið að gefa
nýja söngskrá í hverjum stað.
Vonast kórinn eftir að með því
móti verði það margir er fýsir
að heyra kórinn oftar en einu
sinni. Lögin eru hin vönduðustu
er völ var á, þar af eru mörg
sem almenningi eru gamalkunn
en einnig mörg er fólk í Vatna-
bygðuiri mun ekki hafa áður
heyrt. Einsöngvarar með kórn-
um verða Tani Björnson, Eric
Sigmar og Mundy Snydal. Frú
Margrét ;Sigmar verður í för
með flokknum og syngur hún
einsöngva á öllum samkomun-
um. Auk þess syngja þeir á
sinni samkomunni hvor, Carl
Erlendsson, Mundy Snydal og
Eric Sigmar. R. H. Ragnar
stjórnar söngflokknum og leik-
ur píanó-einleik á öllum sam-
komunum, ef sæmileg hljóðfæri
verða fáanleg. Kathryn Arason
leikur á píanó með söngflokkn-
um og einsöngvurum. Það er
einlæg ósk söngflokksins að
þessi för takist vel; til þess að
svo megi verða æfir söngflokk-
urinn daglega og vandar eftir
beztu getu til söngsins.
staðráðinn í því að ná haldi á
íslandi með það fyrir augum, að
koma þar á fót flugstöðvum.
Auk Breta, hafa stjórnir Banda-
ríkjanna og Canada vakandi
auga á því hvað líklegt sé að
kunni að gerast á íslandi frá
hernaðarlegu sjónarmiði, með
því að sýnt þykir, að Hitler hafi
í hvggju að leita þaðan innrásar
á Grænland og Vesturálfu heims.
Þjóðstjórnar krafist
Mr. Hanson, leiðtogi íhalds-
ílokksins i sambandisþinginu.
krafðist þess með strangyrðum
miklum á þriðjudaginn í þing-
ræðu, að komið yrði umsvifa-
laust á fót þjóðstjórn í landinu;
lét nærri, að Mr. Hanson hefði
í hótunum fengi hann ekki vilja
sínum framgengt; taldi Mr. Han-
son þetta öruggustu leiðina til
þess að igeta sýnt óvinunum í tvo
heimana.
Loftárásir
á Þýzkaland
Flugherinn brezki hefir und-
anfarna daga gert snarpar árás-
ir á þýzkar borgir, svo sem Ham-
burg, Essen, og ýinsa fleiri verzl-
unarbæi, og gereytt þar að sögn
kynstrum af olíu og hergögn-
um; hafa loftvarnir Þjóðverja
á þessum stöðum ekki fengið
rönd við reist. í fyrri nótt gerði
flugher Breta eina árásina af
annari á þýzk vopnabúr í Rhur-
héröðunum, og vgrð vel ágengt,
að þxd er símfregnir herma.
KIRKJUÞING
Kirkjuþing Hins evangeliska lúterska kirkjufé-
lags íslendinga í Vesturheimi verður haldið, eins og
áður e.r auglýst, í kirkju lúterska safnaðarins að Lundar,
Manitoba, frá 21.—25. júní næstkomandi. Það hefst
með þingsetningarguðsþjónustu kl. 8 að kvöldinu, föstu-
daginn 21. júní. Hvern þingdag verða starfsfundir frá
kl. 9—12 f. h. og frá 2—6 e. h. Á hverju kvöldi verða
sérstök mót. Á laugardagskvöldið væntanlegt ung-
mennamót. Á sunnudagskvöldið erindi er séra Carl J.
Olson flytur. Á mánudagskvöldið erindi á ensku er Dr.
Tappert frá New York flytur. Á þriðjudagskvöldið trú-
málafundur um “Ungmennastarf.” Á sunnudaginn kl.
11 f. h. verða guðsþjónustur bæði að Lundar og Otto.
Um eftirmiðdaginn er þingheimi boðið á útisamkomu
niður við vatnið.