Lögberg - 06.02.1941, Side 1

Lögberg - 06.02.1941, Side 1
PHONE 86 311 Seven Lines 4 vw^*' ^l/ud1 v\U> ^ Service \ C„t. a°U and Satisfaction PIIONE 86 311 Seven Lines SO<^ ^ScVtO' Cot- For Better Drv Cleaning and Laundry 56. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. FEBRÚAR, 1941 NÚMER 6 Leggiát á eitt um kaup á átríðssparnaðar skírteinum <‘Tlme,, þykist brenna inni með allan sannleikann Margir ágætir íslendingar, aðrir en þeir, er Lögberg hefir áður l)irt mótmæli eftir, gegn óhróðursigreininni i “Time” frá 13. janúar s.l.,* * sendu ritstjórn blaðsins í New York ströng mót- mælabréf, svo sem þeir Árni G. Eggertson, K.C., Valdimar Björn- son, og Dr. B. H. Olson; svar við bréfi Árna, sem hér fer á eftir skýrir sig sjálft: time • he Weekly Newsmagazine. Time and Life Building Rockefeller Center, New York Publisher’s Office January 27, 1941 Rear Mr. Eggertson: After a reinvestigation of the sources from which TIME drew ihe material for the January 13, leeland article to which vou ob- .lected, we are convinced that *he facts as stated were accurate. ^Ur information came from Persons in whom we have com- Ptete confidence and, while I am genuinely sympathetic with •Vour feelings in the matter, I believe that to publish a retrac- li°n of any kind would be to aduiit errors whieh TIME’S e'litors do not feel they have c°mmitted. Again I want to thank you for ihe expression of your views in Ihis matter. Sincerely yours, Thomas K. Krug, Assistant to the Publisher. Mr. A. G. Eggertson, 300 Nanton Building, M innipeg, Manitoba, Eanada. Herœfingar í fjóra mánuði Porsætisráðherrann í Canada, Ph Hon. W. L. Mackenzie King, hefir tilkynt, að ákveðið hafi verið, að heræfingar ungra manna í landinu standi fram- 'egis yfir i fjóra mánuði, í stað h'Játiu daga æfinga, sem fram þessu viðgekst; hið nýja shipulag gengur i gildi þann 15. Inarz næstkomandi. 95 á ara Jón Jónsson frá Grund varð 95 ára síðastliðinn laugardag. Hann á nú heima að Riverton hjá Þorbjörgu dóttur sinni, ekkju Jóhannesar kaupmanns Sigurðssonar. Jón er ekki sá eini, sem þess- um háa aldri hefir náð; en að hafa góða sjón og' heyrn, geta bæði lesið og skrifað og vélritað eins og hann, það er að minsta kosti afar sjaldgæft, ef ekki eins dæmi. Jón á marga vini beggja meg- in hafsins; þeir vonast til þess að hann sitji við ritvélina sína að fimm árum liðnum, eins hraustur og hann er i dag. Eg er einn af þeim inörgu, sem þessa von eiga. Þú varst aldrei stór né sterkur stormi og hríðum samt ei skeyttir; fórst um ísa og eyðimerkur; öðrum mönnum leiðsögn veittir. Langan aldur högum höndum hélzt þú bæði á öxi og penna. Eftir þinum æfi ströndum ótal bjartir vitar brenna. Sig. Júl. Jóhanncsson. Dr. W. Allison látinn m Síðastliðinn þriðjudag, lézt að heimili sínu hér í börginni, Dr. W. T. Allison, fyrrum prófessor í enskri tungu og enskum bók- menturn við háskóla Manitoba- fylkis; hann var 66 ára að aldri. Dr. Allison var með ágætum lærður maður, gaf sig allmjög að ritstörfum, og þótti óvenju glöggur ritskýrandi. BRITISH LAND GIRLS AT WORK The Women’s Land Army of Great Britain have had a big part jn the successful harvesting of this year’s abundant crops. In tnis picture some stalwarts are seen stacking sugar beet for transport to nearby sugar beet factories, which alone produce sugar enough to supply London. Hersveitir Banda- manna vinna einn sigurinn öðrum meiri yfir ítölum Seinnipart fyrri viku náðu Bretar og bandamenn þeirra á vald sitt virkisborg'inni Derna í Libyu, ásamt allmiklum vopna- birgðum; meginher ftala á þeim stöðvum, hafði þó komist undan vestur á bóginn í áttina til Bengasi, og er nú mælt, að brezkar hersveitir sé innan við 40 mílur frá þeitri mikilvægu hafnarborg, sem nokkurn veginn má telja víst, að gefist upp þá og þegar; má þá um Mussolini segja, að farið sé ilfinnanlega að saxast á limina hans Björns míns. Þá vegnar ítölum ekki betur í Eritrea, þar sem fylking- ar þeirra svo hafa riðlast, að þær hrekjast án nokkurrar minstu skipulagningar á flótta í allar hugsanlegar áttir. Grikkir halda áfram sigurvinningum, og eru nú ekki nema 9 mílur frá borg- inni Valona. Þórarinn Jónsson frá Háreksstöðum látinn Síðastliðinn föstudag barst Gísla Jónssyni prentsmiðjustjóra símskeyti frá Seyðisfirði þess efnis, að þann 21. janúar síð- astliðinn hefði látist þar í bæn- um Þórarinn bróðir hans og þeirra Háreksstaða-systkina, 67 ára að aldri, maður ókvæntur. Þórarinn rak um langt skeið matvöruverzlun í Winnipeg og Seattle, en hvarf alfari heim til íslands fyrir rúmum tíu árum; í hjáverkum sinum gaf hann sig mjög við tónlist, og samdi fjölda sönglaga, er út komu í þremur bindum. Albræður Þórarins í Vesturheimi eru fsak, trésmíða- meistari í Seattle og Gíísli hér í borg, en hálfsystkini af seinna hjónabandi Jóns Benjaminsson- ar frá Háreksstöðum, Einar P. Jónsson, ritstjóri Lögbergs, séra Sigurjón Jónsson á Kirkjubæ í Hróarstungu og frú Anna María Straumfjörð í Seattle. Veður jörðina að knjám Svo mikill berserksgangur hefir runnið á Maurice Duplessis, fyrrum forsætisráðherra þeirra Quebec-manna, og núverandi leiðtoga stjórnarandstæðinga í fylkisþinginu, að í raun réttri má segja, að hann í pólitískuin skilningi vaði jörðina að knjám; hann er moldösku reiður yfir þeim samningstilraunum, senV nú standa yfir milli Canada og Bandaríkjanna um framkvæmd- ir við St. Lawrence siglingaleið- ina; telur Mr. Duplessis þetta vera hvorki meira né minna en stórglæp gagnvart canadisku þjóðinni, sem leiði til þess, að ó- hjákvæmilegt verði, að járnbraut- arfélögin í þessu landi fari alveg á hausinn. Og þessu jafnframt bölsótast Mr. Duplessis yfir þvi, að Quebec-stjórnin skyldi gera sig seka um þá ósvinnu, að veita sambandsstjórn að málum í sam- bandi við löggjöf síðasta þings, um tryggingar gegn atxinnu- leysi. Frá Islandi Þing Alþýðusambandsins er háð þessa daga hér í bænum. Var það sett síðastliðinn þriðju- dag og flutti forseti sambands- ins, Stefán Jóhann Stefánsson, setningarræðuna. Samkvæmt skýrslum stjórnarinnar eru nú í Alþýðusambandinu 87 stéttarfé- lög með 12.136 meðlimum. En auk þess eru og talin til þess 16 Alþýðuflokksfélög. Á síðasta þingi Alþýðusambandsins voru talin innan vébanda þess 100 stéttarfélög með 13,470 meðlim- um. Af þeim félöigum, sem nú eru talin til Alþýðusambandsins, hafa þó 10 sagt sig úr því, án þess að sambandsstjórn hafi viljað viðurkenna þær úrsagnir. Fulltrúar munu vera um 100 á þinginu frá 50—60 félögum. Helzta málið, sem fyrir þinginu liggur, er að koma skipulagi sambandsins í nýtt horf. Liggur fyrir þinginu frumvarp, þar sem ráð er fyrir þvi gert, að Alþýðu- sambandið slitni algerlega úr þeim tengslum, sem það hefir eftir lögum sínum verið í við Alþýðuflokkinn, öðrum stjórn- málaflokkum fremur. Nokkrai mótbárur munu hafa komið fram gegn hinu nýja sambands- lagafrumvarpi, og var borin fram tillaga um að vísa því frá. Var hun feld í gær með 71:6 at- kvæðum. Að því búnu var frum- varpinu vísað til annarar um- ræðu. Má þar með telja ráðið, að sú stefna sigri, að skilja Al- þýðusambandið frá Alþýðu- flokknum, þannig, að það sé ekki með lögum nánar bundið honum en öðrum stjórnmála- flokkum í landinu. * * * Hin nýja kirkja á Akureyri, Matthíasarkirkjan svonefnda, verður vígð á morgun. Mun biskup landsins, Sigurgeir Sig- urðsson, framkvæma þá athöfn. Elns og áður hefir verið rakið, var byrjað að grafa kirkjugrunn- inn árið 1938. Hefir siðan verið af kappi unnið að kirkjusmíð- inu, svo að þessi mikla bygging, sem er stærsta og veglegasta kirkjan, sem þjóðkirkjusöfnuður hefir til umráða, er nú fullgjör fyrir nokkru. Einskonar kveðju- guðsþjónusta fór fram í gömlu kirkjunni á Akureyri síðastlið- inn sunnudag, og messaði séra Friðrik Rafnar vigslubiskup. Rakti hann hin helztu atriði í sögu kirkjunnar. Alls hafa sex prestar þjónað á Akureyri, frá því að bærinn varð sérstakt prestakall. Fyrsti prestur á Ak- urejui var séra Guðmundur Helgason árið 1880. Siðar þjón- aði þar um skeið séra Þórhallur Bjarnason, siðar biskup, og þá séra Stefán Jónsson. 1887 gerð- ist séra Matthias Jochumsson prestur Akureyringa, en um aldamótin kom séra Geir Sæ- mundsson þar til embættis. 1927 varð séra Friðrik Rafnar prestur á Akureyri og hefir verið það síðan. * * * f gær var lýst í útvarpið eftir póstbátnum Olav frá ísafirði, er fór frá Patreksfirði aðfaranótt fimtudags síðastliðins. óttuðust ýmsir, að bátnum Refði eitthvað hlekst á, þar eð hann kom eigi til hafnar á þeim tíma, sem hans var von. Fór Ægir og leitaði bátsins í gær. Samkvæmt skeyti, er komið hefir frá Ægi, lá Olav i nótt í skarðsvík á Snæfellsnesi. Var hríðarveður þar vestrá. All- margt farþega vár með bátnum, og hafði hann leitað þar afdreps. En talstöð bátsins var biluð, svo að ekki var unt að koma fregn- skeyti um hvar hann væri niður- kominn. Timanum var tjáð um hádegið í dag, að báturinn væri þá væntanlega á leið til Reykja- víkur. ★ ★ * Efnahagsyfirlit Landsbankans 31. október síðastliðinn sýnir að seðlar í umferð hafa um síðustu mánaðamót verið 23.3 inilj. kr. Er það 1.2 milj. kr. meira en 30. septembermánaðar. Bankinn hef- ir safnað inneignum hjá erlend- um bönkum, sem nema 26.3 milj. kr., þar af yfir 25 milj. kr. á síðustu 12 mánuðum. I októ- ber jukust inneignir þessar qm 8.5 milj. kr. Innstæðufé í spari sjóði nam um síðustu mánaða- mót 44.8 milj. kr„ og er það um 1.8 milj. kr. aukning frá fyrra mánuði. Til samanburðar má geta þess, að hliðstæð upphæð nam 32 milj. kr. 31 október 1939 Lán í hlaupareikningi fara ört minkandi. 31 október 1939 námu þau rúmum 12 milj. kr„ 30. september síðastliðinn 10.4 milj. kr., og 31. október síðast- liðinn 6.7 milj. kr. ★ * * Á miðvikudagskvöldið var fé lag til hjálpar lömunarveiku fólki stofnað hér í bænum. Heiti það “Sjálfsbjörg,” félag lamaðra og fatlaðra. Stofnendur voru 56 —Tíminn 16. nóv Handtaka Brezka herstjórnin hér lét um helgina handtaka Sigurð Bene- diktsson póstmann, og er hann nú í varðhaldi hjá brezka setu- liðinu. Sigurði er gefið að sök, að hann hafi boðið tveimur brezk- um sjómönnum 2,000 krónur, ef þeir vildu koma fyrir sprengj- um í skipi því, sem þeir eru á og sprengja það í loft upp. I gwrkvöldi lágu ekki fyrir frekari upplýsinigar í máli þessu. —Mbl. 31. des. Véibátur sokkinn Vélbáturinn “Goðafoss” frá Keflavík, sem strandaði á Garðs- skaga síðastliðinn laugardag, er nú sokkinn á skerinu. Vélin úr bátnum er eftir á skerinu, en báturinn liggur í þremur hlutum uppi í fjöru. Þoka var svo mikil á þessum slóðum á laugardag, að skip, sem ætluðu að gera tilraun til að ná bátnum út, komust aldrei svo nærri bátnum að hann sæist. —Mbl. 31. des. Aðalræðumaður á næsta Frónsmóti Þórhallur Ásgeirsson Svo hefir skipast til, að hr. Þórhallur Á&geirsson, sem nú stundar framhaldsnám við há- skóla Minnesotaríkis, verður aðalræðumaður á árshátíð þjóð- ræknisdeildarinnar “Frón”, sem fram fer þann 25. yfirstandandi mánaðar að kveldi. Þórhallur er glæsimenni hið mesta eins og hann á kyn tH, og þykir prýði- lega máli farinn, þó enn sé kornungur að aldri. Foreldrar hans eru þau hr. Ásgeir Ásgeirs- son, fyrrum forsætisráðherra og kona hans Dóra, dóttir Þórhalls heitins Bjarnasonar biskups. William McAdoo látinn Nýlátinn er í Washington, D.C., William McAdoo, fyrrum senator frá Californíu, og um eitt skeið fjármálaráðherra Bandaríkjanna, tengdasonur Woodrow Wilsons Bandarikja- forseta. Ethiopía á leið til frelsi Fyrverandi keisari Ethioj íumanna, er nú kominn til lanc síns, og hafa fjölmennar hei sveitir fyrverandi þegna har komið til liðs við hann; bendi nú margt til, að Ethiopía, me tilstyrk Breta, endurheim frelsi sitt. Eftir lestur nýrra bóka Það hefir verið þetta ár þröngt um sólskinsdaga, gafst því heldur grasafár gróður á túnum Braga. Eftir sorta sumarið, sem að burt er gengið, hafa úrkasts efnivið óðar smiðir fengið. Unnur, Davíð, Elinborg ótvírætt það sanna. Grafa þau úr sorpi og sorg syndir flakkaranna. Hafa skift um lag og lit ljóðin forn og bögur, úrvalsrimur, annálsrit og íslendinga sögur. Páll á Hjálmstöðum. —Lesbók. BRITISH ROYALTY VISIT REST CENTRE FOR THE AGED The Duchess of Kent is seen chatting to an 84-year-old ex-seaman during a visit which the Duke and she made to a Rest Centre of the S.O.S. Society, London.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.