Lögberg - 22.05.1941, Blaðsíða 1

Lögberg - 22.05.1941, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines CoT- Ate( Service and Satisfaction 54- argangur ’IIONE 86 311 jk Seven Lines -.«A*e .%o*d » *^L<ll'n ‘ vf> ^ For Better £0X ■ ^ Dry Cleaning and Laundrv NCMER 21 Þjóðverj ar sökkva egypsku farþegaskipi; skipið hafði innanborðs 323 farþega; þar á meðal 142 Bandaríkjaþegna og 24 Canadamenn Það er nú í sjálfu sér engin ný 5ála á þessum síðustu og verstu dnnim, þó þær fregnir berist á °lúuin ljósvakans vítt um heiin, Þjöðverjar sökkvi skipum, j1'’* slíkt telst nú svo að segja *il daglegra viðburða; þó vakti Sl* frétt, er útvarp og blöð fluttu a wánudagsmorguninn víðtækari atl*ygli en alment gerist, og bar l>að einkum til, að með skipi ^í. sem þá var sagt frá að sökt hefði verið á sjávarbotn, var á ar*nað hundrað amerískra þegna; auk lækna, hjúkrunarkvenna, og ýmissa viðskiftafrömuða. Fregnir á þriðjudagsmorgun- inn vörpuðu nýju ljósi á atburð þenna, reynist þær á annað borð sannar, sem vonandi er að sé; en þær eru fólgnar í yfirlýsingu frá Berlín, er í þá átt fer, að far- þegum öllum og skipshöfn af Zamzam hafi verið bjargað og komið fyrir á öruggum stað ein- hversstaðar i hinum hernumdu löndum Hitlers. samkvæmt fyrstu fregnum, varð ekki annað séð en allir farþegaí hefði farist með skipinu.— ^kip það, sem hér um ræðir. het Zamzam; það var eign ^gyptalandsstjórnar, og var 8’200 smálestir að stærð; skipið s*gl<li frá New York þann 20. 1"arz síðastliðinn á leið til Cape ^°Wn i Suður-Afríku; það hafði ^eðferðis átján sjúkravagna, er att*J að ganga til hinna frjálsu, trönsku hersveita, undir forustu ^harles de Gaulle, og áttu ame- r*skir sjálfboðar að stýra þeim; ^eð skipinu voru einnig ame- r'skir og canadiskir trúboðar, Þjóðverjar senda fallhlífarher til Kríteyjar Eins og nú er komið sögu, logar alt í eldi og eimyrju á Krítey. Á þriðjudlagsmorguninn sendi Hitler þangað fallhlífarher eftir þrálátar loftárásir; all-öfl- ugar liðsveitir brezkra og grískra hermanna voru fyrir á eynni, og tóku ómjúkum höndum á út- sendurum Hitlers, sem voru í einkennisbúningum New Zealand hermanna. ófrétt um leikslok á þessum nýju ófriðarstöðvum. Svo að segja síðustu !e*far Italska hersins 1 Ethiópíu gefast upp k'íu tíðindi gerðust á mánu- jLginn, að hertoginn af Aosta, a**dstjóri ítala í Ethiópiu, og ná- rændi Victors Emmanuel ítalíu- °nungs, tilkynti brezkum hern- aðarvöldum í landinu, að hann ^t' eigi annars úrkosta, en gef- ast **pp; með uppgjöf hertogans 8etlgu á hönd Bretum svo að Segja síðustu leifar ítalska hers- lris ' Ethiópíu, eitthvað um 7,000 ^"""s. Með þessu mun yfirráð- j*1" Mussolinis í Ethiópiu vera tormlega lokið. ^gin um atvinnuleysistryggingar Sanga í gildi 1. Júlí naestkomandi Merkamálaráðherra sambands- ? j0rnar, Mr. McLarty, lýsti yfir s Sa*ubandsþingi þann 17. yfir- ^a"dandi mánaðar, að lögin um y 'nnuleysistryggingar komi til '"nikvæmda þann 1. júlí næst- °*nandi; lög þessi, með nokkr- Um ' 'indantekningum, ná til ^arfsmanna, er hafa innan við ’ -000 laun á ári; vinnuveitend- Ur ^ °8 vinnuþiggjendur leggja a"* ákveðnar upiihæðir i þessu a"gna— 000 'a*uiði. Áætlað er, að 4,500,- s "*enn og konur i Canada, á- sifjaliði, njóti góðs af fyrir- ^lum téðra laga, ef um at- ""Umissi sé að ræða. konungsríki ju hluti hins fyrverandi i^Hviurikis, er Croatia nefn- H ’ ftir verið gerður að kon- telfíð'k*’ hert°ginn af Spoleto höfð- h°nungstign; er hann dr°t-Bi af ítölskum ættum, en hans systir Georgs við Jah°nungs, sem nú hefst Krit 'ni^ r"ðnneyti sínu á eynni Ghi i Pttir "ð Hitler hernam Ikkland. Fjölsóttur Frónsfundur Á fimtudagskveldið þann 15. þ. m., hélt þjóðræknisdeildin Frón afar fjölmennan og skemti- legan fund í efri sal Goodtempl- arahússins; forsæti skipaði Ragnar H. Ragnar. Dr. Eggert Steinþórsson flutti fróðlegt erindi um áhrif styrjalda á íslenzkt þjóðlíf frá landnámstíð, en meg- inræðuna flutti Soffonías verk- smiðjueigandi Thorkelsson, sem kominn er fyrir skömmu heim eftir ársdvöl á fslandi; talaði hann á 2. klukkustund, og hélt fundarinönnum í háspennu; enda þyrstir Vestur-íslendinga jafnan eftir fregnum af ættland- inu, og að slíku laut ræðan. Mr. Thorkelsson flutti erindi sitt af allmikilli mælsku; hann bar landi og þjóð söguna hið bezta; dáði framfarirnar og framtakið, og taldi íslendinga auðuga þjóð. Mrs. Ragnar Gíslason skemti með prýðilegum einsöng, en Ragnar H. Ragnar var við hljóð- færið. Island slítur sambandi við Dani Samkvæmt fregnum Samein- aða Fréttasambandsins frá Stokkhólini þann 20. þ. m., á- kvarðaði Alþingi á föstudaginn næstan á undan, að slíta sam- bandinu við Dani. Bráðabirgða- ríkisstjóri hefir verið skipaður, stem tekur við af konunginum. Samkvæmt stjórnarskrá landsins um setutímabil Alþingis, áttu al- mennar kosningar að fara fram í næstkomandi júnímánuði; en nú er mælt, að þingflokkar allir hafi komið sér saman um það, að fresta kosningum um óákveð- inn tíma vegna þess breytta við- horfs, sem striðinu er samfara. VIÐHORFIfí / IRAQ Samkvæmt síðustu fregnum, hafa Bretar og bandamenn þeirra unnið allmikið í viðureigninni við sveitir hinna þýzk-sinnuðu stjórnar í Iraq; er nú svo að sjá, að lofther Iraq-búa inegi heita með öllu úr sögunni. Atkvæðamikill námsmaður Edward B. Carlstrom Þessi ungi og bráðefnilegi námsmaður lauk 2. árs prófi í verkfræði við nýafstaðin vorpróf í Manitoba-háskólanum, og hlaut $100 peningaverðlaun, auk ann- arar heiðursviðurkenningar; fað- ir hans er af sænskum ættum, en móðirin alíslenzk, Guðrún, dótt- ir þeirra Mr. og Mrs. Sigurjón Björnsson, síem lengi áttu heima í þessari borg, en nú dvelja í bænum Blaine í Washington- ríki. Aldarfjórðungsafmæli Jóns Sigurðssonar félagsins Eftir Gnðrúnu H FinnsdÓftur. Tuttugasta marz núna í vor, átti Jóns Sigurðssonar félagið I.O.D.E. aldarfjórðungs afmæli, sem var haldið hátíðlegt með afar fjölmennri samkomu og af- mælisveizlu í Sambandskirkjunni í Winnipeg.. Félaginu bárust heillaóskir og afmælisgjafir. Ein bezta afmælisgjöfin það kvöld, var söngur hinnar ágætu söng- konu Maríu Markan, sem syngur ekki einungis eftir listarinnar reglum, heldur líka með skap- andi krafti listrænnar sálar. Er það auðheyrt, hvort heldur hún syngur hin ljúfustu vögguljóð, eða magni þrungna óperusöngva. Um annað, er var þar til skemt- unar fjölyrði eg ekki, því bæði íslenzku vikublöðin fluttu greini- legar umgetningar um þessa samkomu. Mrs. J. B. Skaptason, forseti Jóns Sigurðssonar félagsins, stjórnaði samkomunni og mun öllum, er þar voru staddir, hafa verið það sérstakt ánægjuefni, að sjá hana í forsetastólnum þetta kvöld, þvi frá byrjun fé- lagsins h'efir hún verið lífið og sálin í starfsemi þess. Var hún upphafsmaður og aðal stofnandi félagsins og forseti þess hefir hún verið að öllu samantöldu i tólf ár. Hafa áhrif hennar verið heillarik og kastað virðulegum brag yfir félagið, enda má svo að orði kveða, að hún hafi alið það upp með móðurlegri umhyggju. Jóns Sigurðssonar félagið var stofnað og *er starfrækt af is- lenzkum konum hér í borginni. Starfsvið þess hefir verið meðal fslendinga og vinna þess liefir verið til styrktar íslenzku fólki. Sé starf félagsins athugað frá þjóðræknislegu sjónarmiði, hefir það lagt sinn skerf til þeirra mála og það eigi lítinn. Að vísu hefir það verið þyrnir í augum sumra íslendinga, að vita Jóns Sigurðssonar félagið standa i sambandi við hið öfluga canadiska Kvennasamband I.O. D.E. Var það félag upphaflega stofnað í Austur-Canada, en á Velmetin gullbrúðhjón Mr. og Mrs. Guðjón Ingimundsson Á miðvikudaginn jiann 7. þ. m., áttu þau sæmdarhjónin Mr. og Mrs. Guðjón Ingimundsson að 812 Jessie Ave. hér i borg, gullbrúðkaup; í tilefni af þessum merka áfanga i æfi þeirra, söfnuðust saman á heimilinu þá um daginn börn þeirra og barnabörn til þess að votta þeim ást sína og virð- ingu, og sæma þau minjagjöfum. Guðjón Ingimundsson er ættaður úr Vestmannaeyjum, en kona hans, Guðbjörg Bernhardsdóttir, ættuð úr Flóa- mannahrepp í Árnessýslu; þau giftust 7. mai 1891, og flutt- ust skömmu síðar til Vesturheims, og hafa langvistum dvai- ið í Winnipeg, þar sem Guðjón hefir stundað trésmíði. Þau Guðjón og frú Guðbjörg njóta hvarvetna hvlli og trausts, enda hafa þau með velvild sinni og drengskap stráð ljósgeislum á veg samferðamanna sinna. Lögberg flytur þeim innilegar árnaðaróskir í tilefni af gullbrúðkaupinu. Þjóðverjar veita frönskum herföngum heimfararleyfi Símað er frá Vichy á Frakk- landi þann 19. þ. m., að Þjóð- verjar hafi veitt 100,000 frönsk- um herföngum heimfararleyfi, að undangengnum samningum um nánara samstarf milli Frakka og Þjóðverja, er þeir Hitler og Darlan aðmíráll hinn franski stóðu að. nú deildir hér í landi frá hafi til hafs, heima á Bretlandi og suður í Bandarikjum. Markmið þessa félags er fyrst og fremst að styðja og styrkja sambandið milli Canada og Bretlands. Auk þess lætur það sig varða ýms vel- ferðarmál innan þjóðfélagsins, eins og t. d. fræðslu- og upp- eldismál, líknar og hjúkrunar- starfsemi, o. fl. Meðan á fyrra striðinu stóð, vann I.O.D.E. fé- lagið feiknin öll í sambandi við að styrkja sjúkrahús hermanna og bar mjög fyrir brjósti velferð- armál þeirra, bæði heima fyrir og á vigstöðvunum. í þeim mál- um stendur I.O.D.E. félagið í beinu sambandi við Rauðakross- félagið og einnig á vissum svið- um við stjórnarvöldin _og var þessvegna á ýmsan hátt kunn- ugra um hvernig hentugast var að haga til hjálparstarfsemi við- víkjandi striðinu. Það liggja æfinlega orsakir til allra hluta, svo var um stofnun Jóns Sigurðssonar félagsins og samband þess við I.O.D.E. fé- lagið. Mrs. J. B. Skaptason hafði kynst starfi þessa félags og ver- ið um tíma meðlimur í Grtedstone I.O.D.E. deildinni hér i Winni- peg. Hún var sjálf hermanns- kona og gaf því sérstakan gaum allri hjálparstarfsemi félagsins f sambandi við striðið. Hún færði það í tal við nokkrar vinkonur sínar, að þær ættu að ganga i Gladstone deildina. Mrs. Guð- mundur Simmons, tengdasystir Mrs. Skaptason, varð fyrir svör- um; kvaðst hún ekki viljug til þess að ganga í enskt félag, en bætti svo við: Gætum við ekki myndað samskonar islenzkt 'fé- lag? — Þar með féll talið niður. En Mrs. Skaptason hugsaði nú um það fram og aftur hvort það mundi verða mögulegt undir kringumstæðunum, að stofna I.O.D.E. deild með'al íslendinga. Þar kom þó að, að hún boðaði til fundar á heimili sinu 20. inarz 1916. Á fundinum mættu erindrekar frá ölluin íslenzku kirkjunum, sem þá voru i Wiu- nipeg. Mrs. Colin H. Campbell raætti fyrir hönd I.O.D.E. félags- ins, hefir hún gtngist fyrir út- breiðslu þessa félags hér í Mani- toba. Málið var svo rætt fram og aftur og félagsstofnunin fékk góðar undirtektir. Sýndist þeim konum, er þarna voru staddar að með svona löguðum félags- samtökum, yrði íslenzkum kon- um hægra um hönd og þátttakan yrði almennari, í því að hlynna að islenzkum hermönnum bæði á vigstöðvunum og heima fyrir. Sömuleiðis virtist konunum að öll líknarstarfsemi, sem íslenzk- ar konur höfðu með höndum í þarfir striðsins, yrði með þessu móti meira skipulögð. — Svo Jóns Sigurðssonar félagið var stofnað. Með því að velja sér það virðulega nafn, setti félagið markið hátt, og tók sér líka á herðar ábyrgð gagnvart íslenzku þjóðerni. Á þeim dimmu dög- um var það andlegur styrkur að hugsa um þann mann, sem aldrei hopaði á hæl í baráttunni fyrir frelsi og þroska íslenzku þjóðar- innar. Sameinaðar ætluðu ís- lenzku konurnar sér að vinna innan þessa félags að ýmiskonar mannúðar og menningar mál- efnum. Eins og eg tók fram áður, voru stofnendur félgasins konur úr andstæðum féiögum, út af fyrir sig var það hálfgjört kraftaverk að þær tóku þarna hönduin saman og hafa ætið unnið síðan innan þessa félags með friði og vinsemd að öllum félagsmálum. Margar þær kon- ur, er þarna mættust, höfðu svo að segja aldrei talast við eða kært sig um að kynnast. Þannig urðu sameiginleg áhugamál ís- lenzkra kvenna, til þess að brjóta skörð i ófriðarmúrana. Þjóð- ræknisfélagið, sem hefir unnið að því að sameina starfskrafta fslendinga á ýmsum sviðum, var stofnað 3 árum siðar. En þá voru íslenzku konurnar orðnar samvinnuvanar, vinátta og kunn- ingsskapur hafði myndast milli þeirra og þrifist innan Jóns Sig- urðssonar félagsins. Á stofnfundinum var Mrs. J. B. Skaptason kosin forseti fé- lagsins. Aðrir forsetar hafa ver- ið: Mrs. .1. Carson, Mrs. Sigfús Brynjólfsson, Mrs. J. Thorpe og Mrs. Þorsteinn Borgfjörð. Allar þessar konur hafa veitt félaginu prýðilega forstöðu, enda var hér um atkvæðamiklar konur að ræða, sem voru þeim gáfum gæddar að þær voru færar um að stjórna umsvifamiklum fé- lagsskap. Frá byrjun félagsins hafa verið kjörnir heiðursfor- setar þessar konur: Frú Lára Bjarnason, Mrs. Sigtryggur Jón- asson, Mrs. B. J. Brandson, Mrs. F. J. Bergmann, Mrs. B. B. Jóns- son, Mrs. Rögnvaldur Pétursson og Mrs. Skapti Brynjólfsson. Hafa þær allar átt og eiga ítök i hjörtum íslendinga og hafa þær stutt félagið með ráði og dáð.— Sama má segja um allar þær (Framh. á bls. 5) I>ý:kir loftvargar liafa unnið hin ægilegustu spellvirki vitl um Norðurálfuna; molað tit agna skóta, kirkjur og sjúkra- Juis, og engu hlíft; þessum eiturnöðrum tortímingarinnar, hafa brezki-r flugkappar veitt liinar þyngstu búsifjar, eins og ráða má af myndinni hér að ofan, þar sem sýndar ern lcifar af þýzkri sprengjuflugvél, sem skotin var niður í grend við London.i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.