Lögberg - 22.05.1941, Blaðsíða 3

Lögberg - 22.05.1941, Blaðsíða 3
LÖGBEBG, FIMTLDAGINN 22. MAÍ, 1941 3 þó það, sem fyrir hann var •agt. ()g nú vonaði hann, að hann fengi að sofa í friði það sem eftir væri næturinnar. En hér um bil hálfri stundu síðar kemur þjónninn ennjiá einu sinni, og biður munkinn um að flytja sig yfir í rúm greifadótt- urinnar. Þá var munkinum nóg boðið, og hann afsagði með öllu að flytja sig oftar. Þjónninn fór til greifans. og sagði honum að munkurinn fengist ekki til að flytja si;g í rúm greifadótturinn- ar. Það kom nú í ljós, að [>etta var alt misskilningi þjónsins að kenna. Hann var nýkominn í vistina, og vissi ekki, að rúm- vermirinn (brúsi með heitu vatni í) var þar á heimilinu ætið kall- aður “munkur.” —(Heimilisblaðið). Ákveðið að hœtta Englandssiglingum og svo átöddu Snmningnr við sendiherrn fíretn, Mr. Howard Smith. Á fundi, sem ólafur Thors atvinnumálaráðherra hélt í gær- kvöldi með útgerðarmönnum og tulltrúum sjómannafélaganna, bar hann fram eftirfarandi til- lögu, sem samþykt var með sam- hljóða atkvæðum: “Fundurinn ályktar að beita sér fyrir þvi, að íslenzk fiski- skip og flutningaskip leggi, að svo stöddu, ekki út úr íslenzkri höln áleiðis til Bretlands, og heldur ekki úr brezkri höfn á- leiðis til íslands.” Með samþykt jæssari má telja víst, að Englandssiglinguin sé hætt. Eorsaga málsins er jiessi: A mánudaginn gengu nokkrir l'tgerðarmenn á fund atvinnu- málaráðherra, til þess að ræða við hann um hið nýja viðhorf í siglingamálunum; meðaJ annars hvort tiltækilegt væri að halda uppi siglingum, eða hvort þær skyldi stöðvaðar. f gærmorgun komu saman á timd fulltrúar frá eftirtöldum sjómannafélögum til þess að 'æða um hina auknu siglinga- hættu, Sjómannafélagi Rvíkur, 1 élstjórafélagi Islands, Skip- stjórafélaginu Aldan, Skipstjóra- °g stýrimannafélaginu Ægi, Skip- stjóra- og stýrimannafélagi Reykjavíkur, Fél. ísl. loftskeyta- manna og Sjómannafélagi Hafn- arfjarðar. Fundurinn sendi Hermanni Jónassyni forsætisráðherra bréf, har sem segir m. a. að ofantaldir fulltrúar sjómanna, telji að s'glirtgar geti ekki haldið áfram, ^rteð sama hætti og verið hefir. þar eð skipin megi telja björg- rtnartækjalaus, þar eða skeytum hernaðaraðila er fyrst og fremst beint að björgunartækjum og rtiönnum. Þar segir ennfremur, að stöðva beri siglingar frá land- lnu um sinn, meðan ieitað sé að rtiöguleikum til að gera sigling- urnar öruggari fyrir skip og rtienn. Skoraði fundurinn á ríki; stjórnina að beita sér fyrir þ> f) að sjá um að skip sigli ekf tll utlanda að svo stöddu, og 2 a<5 umræður hefjist tafarlaus rtulli ríkisstjórnar, útgerðai rtianna og sjómanna, um leiði til öryggis siglingum. h orsætisráðherra afhenti óla J hors atvinnumálaráðherra bre þetta frá fulltrúafundinum, e ar>n kallaði saman fund ful trua utgerðarmanna og sjómann h 6 e. h. Stóð sá fundur t k|- að ganga 9, og lyktaði ine , að ályktui) sá varð gerð, sei íiður er skýrt frá. Er i ályktun þeirra gengi eugra en var í bréfinu frá ful trúafundinum í gærmorgun, þa sem þar er ger^ r^g fyrir a anna skipum, að leggja ú 'rezkri höfn áleiðis hingað. En áður en atvinnumálaráí eria hélt fundinn í gærkvök atði hann haft tvo fundi í ga með sendiherra Breta, Mr. Hov ard Smith, annan kl. 2^2—4 hinn kl. 5Vá e. h. Ræd'di ráð- herrann við sendiherrann um að heimild yrði rýmkvuð til að nota talstöðvar í skipum og önnur atriði viðvíkjandi siglingunum. En of snemt er, að svo stöddu, að skýra nánar frá Jieim samn- ingum. Þrír togarar voru hér ferðbún- ir í höfninni í gær. Þeir fara að sjálfsögðu ekki. —(Mbl. 12. marz) Skipaleátir á Atlantshafi . BARÁTTA VIÐ STORMA OG STYRJÖLD í eftirfnrnndi grein lýsir nme- rískur blnðnmnður hinni þraut- seigu bnráttu sjómunnsins, sem um höfin siglir á ófrið- nrtimum. Jnfnfrnmt er sngt frá hinu árvakra gæslustarfi brezka flotans mcð skipalest- unum, sem flytjn vopn og vistir til og frá Bretlandi. Viku eftir viku leggja skips- hafnir tundurspillanna, varð- skipanna og hinna vopnuðu tog- ara úr brezkum höfnum, til jiess að fylgja verzlunarflotum Bretlands á leið þeirra uin heimshöfin. Hinir æðisgengnu stormar og hinn bitri kuldi Atlantshafsirts er þessum mönnuin flotans, sem stöðugt horfast í augu við hætt- ur kafbátanna, aðeins þáttur í hrjúfri lífsbaráttu. Þetta starf þeirra er unnið í kyrþey og gefur fá tækifæri til rómantiskra hetjudáða, en • er engu að síður sízt þýðingar- minna en afrek brezka flughers- ins í loftinu. Án þessara manna og skipsfarmanna, sem þeir leiða í örugga höfn, myndu Bretar svelta, verksmiðjur þeirra myndu hætta að framleiða. Frásögn sú, sem hér fer á eftir, er helguð þessum mönnum. * * * Með brezkum tundurspilli, 1500 tonn að stærð, fór eg frá ihöfn einni á vesturströnd Bret- lands. Hlutverk okkar var að fylgja skipalest yfir Atlantshaf. Þetta voru 21 skip; 7 til viðbót- ar áttu að bætast í hópinn frá annari höfn. Þessi skip voru ýmsra þjóða. Sex voru norsk, tvö hollenzk, tvö grísk, eitt sænskt og hin brezk. Frá stjórnpalli tundurspillisins kallaði skipstjórinn, góðlegur ungur maður, sem komist hafði með skip sitt og sjóliða óskadda frá hildarleiknum í Dunkirk, skipunarorð sín gegn um hátal- ara til skipanna: “Hraðið yður.” “Þetta er seinasta tækifæri til að þér kom- ist með skipalestinni.” Númer 20, jiér eruð ekki í réttri linu.” Inni í miðri skipalestinni sá- um við 3 stór farþegaskip, sem höfðu innanborðs börn, sein ver- ið var að flytja úr landi. Tvö skipanna voru á leið til Mon- treal, en eitt til Suður-Ameríku. Þegar við fórum fram hjá sáum við börnin, öll með björgunar- belti, i hundraðatali við borð- stokkinn. Mörg hundruð barns- radda heyrðust syngja: “Það verður altaf til England.” Klökkir í huga báðum við þeirrar bænar, að ekkert henti að ininsta kosti þau á leiðinni, sem fram undan var. Við vissum, að við máttum vænta jiess, að á okkur yrði ráð- ist áður en hálfur dagur væri liðinn frá því að lagt var úr höfn. Við höfðuin fengið skeyti um, að tveímur flutningaskipum hefði verlð sökt af kafbáti og að ’fjöldi þýzkra kafbáta myndi liggja í leyni á fjölförnustu skipaleiðum yfir AtlantshafitS. * * * Veðrið leit út fyrir að verða vont. Þegar við fórum út úr ár- mynninu fórum við svo nálægt tungurspilli, sem kom á móti okkur, að við sáum að tveir af björgunarbátum hans voru brotn- ir af sjóum, þar sem þeir héngu. Það hafði verið 10 daga storm- ur og það var vist eitthvað af vetrinum eftir handa okkur. Tundurspillir, sem er 300 feta langur og 30 feta breiður, er ekki stöðugt sjóskip. Tvo daga af jieim sjö, sem eg var þar um borð, var svo ókyrr sjór, að það var áhættusamt að ganga uin þilfarið. Við urðum í 7 daga að sofa í fötunum með björgunar- beltin spent á okkur. Eg hefi aldrei verið nema í meðallagi góður sjómaður og tilhugsunin um ferð um Atlantshaf á tund- urspilli vakti hjá mér velgju- kend áður en eg sté upp í lestina í London. En maður neitar ekki boði flotamálastjórnarinnar um að fá að vera með í skipa- fylgd um Atlantshaf. Eg hafði því ásamt fréttaritara frá United Press, heiðurinn af því að vera fyrsti ámeríski fréttaritarinn, sem leyft var að fylgjast með skipalest í herskipafvlgd um Atlantshaf. Ferð okkar þokaði kyrlátlega áfram. Á öðrum degi heyrðum við af loftskeyti, að flutninga- skipi hafði verið sökt um það bil 60 mílum á undan okkur. Nokkrum klukkustundum síð- ar komuni við að því ennþá á floti, en með gapandi sár á bóg sínum el'tir tundurskeytí. Skips- höfnin hafði farið í bátana og var nú hvergi sýnileg á hinum þungu sjóum. En fiskiskip eitt hafði komið á vettvang og var 5 manna skipshöfn þess að reyna að koma dráttartaug í skipið. Það sýndist fljótt á litið ófram- kvæmanlegt verk fyrir smá fiskiskip að draga stórt flutn- ingaskip til hafnar, svo skip- stjóri tundurspillis okkar kallaði í gegnum hátalara sinn til fiski- mannanna, að hann myndi senda skeyti eftir dráttarbátum, sem dlrægju skipið til Belfast. En þeir á fiskiskipinu vildu ekki heyra það. Þeir höfðu fundið það fyrst og ef þeim tækist að bjarga því, myndu björgunar- laun þeirra verða um 5000 sfcerlingspund á mann, eða meira en þeir gætu fiskað fyrir á mörg- um árum. Við skildum við jiá þar sem þeir ennþá voru að reyna að klifra upp á skipið til þess að festa þar dráttartaugum sínum. Næsta dag fréttum við. að þýzk sprengjuflugvél hefði ráð- ist á annað kaupskip 100 milum á undan okkur og skyttur okkar stóðu vongóðar á stöðum sínum allan daginn án þess að nokltuð skeði. Einu flugvélarnar, sem við sáum voru brezkar, Ansons og Stranraers og stórir Sunder- land-flugbátar. sem sveimuöu yfir skipalest okkar og gáfu glögt auga að skuggum undir haffletinum. sem til kynna gætu gefið nálægð kafbáta. * ★ ★ Þegar fjórði dagurinn var lið- inn skildum við við jiessa skipa- lest, sem var á vesturleið, oig héldum í norðurátt til þess að mæta annari, sem var að koma frá Montreal og New York. Henni áttum við samkvæmt fyr- irfram ákveðnu stefnumóti, að mæta snemma næsta morguns. Dagur ljómaði, en þoka var á og skipalestina hvergi að sjá. Við sigldtim í krákustigum fram og aftur um svæðið, sem við töldum að leið hennar lægi um, en jiar sem við höfðum sjálfir ekki séð til sólar í tvo sólar- hringa, voruin við ekki einu sinni vissir um okkar eigin stöðu. Það var ekki fyr en þok- unni hafði létt af, um kl. 4 um daginn, sem við sáum skipalest- ina út við sjóndeildarhringinn framundan. Þetta var mjög mikill floti. I sjónaukanum taldi eg 45 skip, 5 jieirra sem brezki fáninn blakti nú yfir, voru hertekin jiýzk skip, sem nú voru í þjónustu Breta. Á þilfari þeirra gat eg greint amerískar flutningabifreiðar, sjúkravagna og flugvélahluta. Rétt fyrir dinnnuna var skips- höfn tundurspillisins kvödd út, hver maður til sinnar stöðu. Þetta var æfing. í samræmi við fyrirskipanir slcipstjórans kall- aði sjóliðsforingi nr. 1 út skip- anir sínar til skyttanna. Rétt í þertnan mund bárust skipstjóranum skeyti, jiar sem honum var ráðlagt að breyta um stefnu, vegna þess að kafbátur væri um 20 mílur framundan. Varla hafði hann sagt frá þessu, er ógurleg sprenging varð, sem hristi alla skipalestina. “Tuttugu milur framundan, hvert í heitasta . . .-” hreytti skipstjórinn út úr sér. Aftur- hluti seinasta skipsins í þeirri röð, sem lengst var frá okkur, þeyttist i loft upp, en féll síðan í sjóinn. önnur skip í skipa- lestinni breyttu um stefnu og héldu rakleiðis áfram frá jiessu sjónarsviði, en hraðskreiðasta kaúpfarið hinkraði við til þes^ að bjarga þeim, sem eftir lifðu af hinu sokkna skipi. VTið geystumst til staðarins, sem skipstjórinn taldi að tund- urskeytinu hefði verið skotið frá. Það var ofsastormur. Sjóarnir þeyttust yfir bóg tundurspillisins og jafnvel yfir stjórnþallinn. Skipið kastaðist til eins og korktappi. f hvert skifti sem tundurspillirinn sneri snögglega, hallaðist hann, svo að þeir, sem voru á þilfari, urðu að halda sér í keðjurnar kring um skotturn- ana, til þess að falla ekki fyrir borð. Þó að við lieyttumst fram og aftur í tvo klukkutíma, gátum við ekki haft upp á þessum kaf- bát og urðum loks að halda aft- ur af stað til Jiess að taka okkur varðstöðu við halann á skipalest- inni. Þegar í höfn kom nokkrum dögum seinna, safnaði eg saman tilkynningum þýzku herstjórnar- innar þessa viku. Tilkynningin um árásina á skipalest okkar er ágætt dæmi um, hvernig nazistar telja sig ná “góðum árangri" á hafinu í baráttunni gegn Bret- landi. Kaupfarið, sem við höfðum mist, — hið eina, sem minn tundurspillir á 10 mánaða fylgd- arstarfi á Atlantshafi hafði orð- ið að sjá á bak, — var 5000 t°nn. Fimm af skipshöfninni höfðu verið drepnir þegar tund- urskeytið sprakk. en hinir 26 höfðu verið dregnir upp í björg- unarskipið. Tilkynningin taldi þrem skip- um samtals 29,000 tonn hafa verið sökt. Eitt skipanna hefði verið 12 þús. tonna olíuskip!! * * * Morguninn eftir rann upp heiður og bjartur. Sjóana hafði lægt og skipalestin mjakaðist tignarlega áfram. Aðeins fallbyssurnar yfir höfði inér og djúpsprengjurnar, sem lágu í röðum fyrir neðan mig, sýndu að ferðalag mitt yfir At- lantshaf að þessu sinni var á styrjaldartímum. Skyndilega heyrðist hróp frá verðinum. “Tinfiskur” (tund- urskeyti) þau 50 fet fyrir fram- an okkur beint af augum inn í skipalest okkar. Með öndina í hálsinum biðum við hjálparvana þess, að sprenging yrði í fyrstu. skiparöðinni. Það var enginn timá til jiess að aðvara þau, og það 'hefði verið þýðingarlaust fyrir alla skipalestina að breyta um stefnu eða að staðnæmast. Okkur fanst við standa og híða i margar klukkustundir. Við gátuin nauinast trúað liví, að tundurskeyti færi svo í gegnum 45 skipa lest að það hitti ekkert Jieirra. En svo undursamlega fór engu að siður. Við létum varðskipunum eftir að fylgja skipalestinni áfram með breyttri stefnu. En skip- sljóri tundurspillisins mældi út líklega stöðu kafbátsins. Við héldum áfram á fullri ferð. Rétt í jiann niund, sem mælitæki okk- ar staðfestu, að kafbátur væri i námunda við okkur, þaut annað tundurskeyti framan við stefnið hjá okkur, þau áfram út í busk- ann. f staðinn fyrir að kafa, hafði kafbáturinn haldið sig uppi 'N KAUPIÐ AVALT LUMBER hj* THE EMPIRE SASH & OOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 á yfirborðinu til þess að gera aðra árás á okkur. Þegar við hægðum á ferðinni til þess að finna nákvæmlega stöðu kafbátsins, kom Sund'er- land-flugbáturinn sem fylgt hafði skipalestinni á fleygiferð og kastaði niður sprengju á lang- an, dimman skugga undir haf- fletinum. “Kiafbátur að kafa,” gáfu ljós- merki frá flugbátnum til kynna. “Viðbúnir við djúpasprengj- urnar,” kallaði skipstjórinn frá stjórnpalli tundurspillisins. “Viðbúnir við djúpsprengjurn- ar,” bergmálaði frá liðsforingj- anum aftur á skipinu. Á fullri ferð var stefnt að staðnum, þar sem sprengjunni hafði verið kastaðv Matsveinn- inn, sem ekki gat setið á sér, skaust upp á þilfar og nú runnu djúpsprengjurnar í hafið. Á fá- um sekúndum heyrðust margar sprengingar. Geysihá vatnssúla þeyttist hátt i loft upp og skutur tundurspill- isins lyftist upp úr sjónum og hristist hroðalega. Við köstuðum fleiri djúp- sprengjum á sama stað. Sunder- landbáturinn kom nú aftur og kastaði þremur sprengjum. Við gerðum aðra djúpsprengjuárás. Sprengjurnar sprungu á feikna dýpi. Hundruð fiska flutu upp. Þegar yfirborðið hafði kyrst fórum við með hægri ferð um svæðið. Af kafbátnum sást nú ekkert og mælitækin greindu hann ekki. Meðan við biðum þarna i eftir- væntingu flaut þykk olíubrák upp á yfirborðið og breiddist út yfir stórt svæði. Sjóliðarnir og foringjar um borð í tundurspill- inum rálcu upp fagnaðaróp og þegar flugbáturinn flaug yfir staðinn. sendi flugstjórinn okk- ur sigurmerki. Um nóttina senduin við flota- stjórninni skeyti um, að Bret- land ætti í höggi við einum kaf- bát færra en áður. Næsta morg- hn fylgdum við skipalestinni inn í írska sundið, milli irlands og Kintyrediöfðans á Skotlands- strönd. í skýjunum fyrir ofan okkur beyrðum við í þýzkum flugvél- um og skyttur okkar stóðu reiðu- búnar við byssurnar. En áður en til okkar kasta kæmi komu þrjár brezkar Hurricane-flugvélar og eftir það heyrðum við ekki meira frá Þjóðverjunum. Á einni viku höfðum við fylgt 63 kaupskipum og mist eitt. í frska hafinu mættum við annari skipalest, með 51 skipi, sem var á útleið, og þegar við komum til hafnar okkar var þar fjöldi skipa saman kominn, búinn til sigling- ar. Þannig heldur baráttunni stöðugt áfram. - — (Lesb. Mbl.). $uðineðð DR. B. H. OLSON Phones: 35 076 . 906 047 Consultatlon by Appointment Only Heimlii: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 S66 • Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 artb (íLaibð DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Oífice timar 3-4.30 • HeimiU: 214 WAVERLET ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar • 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 646 WINNIPEG DR. ROBERT BLACK SérfrætSingur I eyrna, augna, nef og h&lssjúkdðmum 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy ViðtalsUmi — 11 til 1 og 2 tll 6 Skrifstofuslmi 22 251 Heimilissiml 401 991 DR. A. V. JOHNSON Dentist • 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Tel^jphone 27 702 DR. K. J. AUSTMANN 512 MEDICAL ARTS. BLDCS. Stundar eingöngu Augna- Eyrna-, Nef- og Háls- sjúkdðma. DR. J. T. CRUISE, 313 Medical Arts Bldg., lttur eftir öllum sjúklingum mlnum og reikning- um I fjærveru minni. Talsími 23 917 J. T. THORSON, K.C. islenzkur lögfrœ/Utiffur • 800 GREAT WEST PERM. Bldg Phone 94 668 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPEG. • Fastelgnasalar. Lelgja hús. Ot- vega penlngalún og eldsábyrgð, bifreiðaábyrgC o. s. frv. PHONE 26 821 Dr. S. J. Johannesson . 806 BROADWAY Talsimt 30 877 • Viðtalstlmi 3—5 e. h. H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur lögfrœöingur • Skrlfstofa: Room 811 McArthur Buildlng, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phones 95 062 og 39 043 A. S. BARDAL 848 SHERBROOOKEíST. Selur llkklstur og annast um út- farir. AUur útbúnaður s& besU. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu taislmi 86 607 Heimilis talslml 501 662 ST. REGIS HOTEL 286 SMITH ST., WINNIPEG • Pœgilegur og rólegur hástodur 4 miðbiki borgarlnnar Herbergi 22.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar méltlðlr 40c—60c Free Parking for Ouestt

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.