Lögberg - 22.05.1941, Blaðsíða 4

Lögberg - 22.05.1941, Blaðsíða 4
I.ÓOBERG, FIMTUDAGINN 22. MAI, 1941 HöBberS Gefið út hvern fimtudag af IHt COLiUMlllA I'KJisS), liIMlTía) *t»5 Kargent Ave., Winnipeg, Manltoba Utanáakrift ritstjórana: KOITOK UKiBERO, 6i»5 Sargent A’ e., Winnipeg. Man. Editor: EINAR P. JÖNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “i-iÖKberg" ís printed -nd pub.ished by The Columbia Press, Oimited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Sigurlánið nýja Að fyrirmælum sambandsstjórnar, verður skorin upp í fjármálalegum skilninj?i herör í þessu landi með byrjun næstkomandi mán- aSar; er hér átt viS hiS nýja Sigurlán, sem áaflað er að nema muni aS minsta kosti sex hundruð miljónum dala. FullnaðarskilyrSi viðvíkjandi lánsútboði þessu eru enn eigi við hendi, og verður nánar skýrt frá málinu í næsta blaði. Canadiska þjóðin er virkur þátttakandi í þcim örlagaríkasta hildarleik, sem sögur fara af; hún er þar öll og óskift, einráðin í því að berjast til sigurs án tillits til þess, hve hörð og löng baráttan kann að verða; henni er frelsi sitt fyrir ölluj og þessvegna er það, að liún þekkir hvorki hik eða efa. Það liggur í augum uppi, aS þjóðin verði að byrgja stjórnina upp með það fé, sem óhjákvæmilegt er vegna stríðssóknarinnar; þetta fé er til í landinu, og því verður að beita unz yfir lýkur. Canada er auðugt land að náttúrufríð- indum, og þó að þjóðin greiði, eins og sakir standa, hóa skatta, þá má ekki missa sjónar af þeirri staðreynd, að mest af þeim biljón- um, og mest af þeim sköttum, sem stjórnin fær til umráða, er í veltu innanlands í þágu fólksins sjálfs. Canada hefir af miklu að taka, að því er fjármuni áhrærir, og beini þjóðin átölaim sínum í einn og sama farveg, þarf ekkeirt að óttast um árangur Sigurláns- ins. Menn verða að láta sér skiljast hvað í húfi er; horfast í augu við þann sannleika, sem ávalt og á öllum tímum, gerir alla menn frjálsa.— Skerfyr sá, sem íbúum Manitobafylkis er ætlaður í þessu alþjóðarláni, nemur fjörutíu og þremur miljómun. Hið rétta hugarfar Hæfileikinn til fórnar er einn allra feg- ursti þátturinn í skapgerð mannanna; á þessári jörð tekur ekkert fram þeirri sælu, að gefa liluta af sjálfum sér til aðhlynning- ar þeim, sem þjást og líða; að fórna sé ávalt og á öllum tímum þörf, verSur eigi um vilst, þó þörfin snúist upp í óumflýjanlega nauð- syn, er öldur ófriðar og hörmunga rísa jafn hátt og nú gera þær; flestir inna af hendi einhverjar fórnir, þó mismunur sé nokkur á mikilleik þeirra. Það verður naumast talið til fórna þó margfaldur miljónamæringur kaupi fáein ríkisskuldabréf, sem boðin eru út gegn álit- legum vöxtum; meS því gefur hann ekkert af sjálfum sér. Öðru máli gegnir með það fólk, sem af sáralitlu hefir að taka, daglauna- menn og verksmiðjustúlkur, er leggja í raun og veru alt í sölur, og taka svo að segja síð- asta bitann frá munni sér, eða síðasta skild- inginn til fórna á altari þjóðarinnar þegar mest er í húfi.og mest reynir á; þetta fólk gefur i sama anda og meistarinn frá Nazaret gaf sínar gjafir; það gefur hluta af sjálfu sér, mælir fátt um fórnimar, og telur þær eigi eftir. Forsætisráðherra Ástralíu á ferð um Veáturheim Hinn atkvæðamikli forsætisráðherra Ástralíu, Mr. Menzies, var nýlega staddur í Ottawa, og tekið þar meS kostum og kynj- um; sat hann meSal annars fund í neðri mál- stofu sambandsþings og flutti þar áhrifa- mikla ræðu, því hann er mælskumaður hinn mesti og fylginn sér vel. Frá Ottawa fór Mr. Menzies til New York, og flutti þar eina af sínum snjöllustu ræðum, þar sem hann meðal annars komst þannig að orði: “Þe£ar eg ávarpa yður, Ameríkumenn, vil eg í fylztu alvöru fara þess á leit, að þér látið yður skiljast, að yfirstandandi barátta fyrir vernd lýðræðisins í heiminum, er engu síður yðar eigin barátta en vor hinna, sem njótum brezkra þegnréttinda, þó hitt sé vita- skuld á yðar eigin vraldi hvern veg til lið- sinnis þér veljið. ÞaS er eigi aðeins lífs- nauðsyn, að' kúgunaröflum þeim, sem nú er glímt við verði komið einhvem tíma á kné; það verður að gerast sem allra fyrst, áður en örin, sem þau skilja eftir, eru orðin of mörg og of djúp. Þetta stríð er annað og meira en innbyrðis Evrópustríð; væri það ekki, gætuð þér auðveldlega þvegið hend- ur yðar af því. En hér er öðru múli að gegna; hér er barist um viShald eða niður- rif þeirra andlegu verðmæta, sem á annan- livorn veg, ráða mestu um örlög mannkyns^ ins fram í aldir. Ef vér sigrum — og til þess skortir oss ekki viljann — þá er oss það ljóst, hve langvinn og örðug viðreisnar- baráttan verði, áður en traustum grundvelli sé náð; að því takmarki skal þó stefnt með sameinuðu átaki og sigurfagnandi huga. En ef vér töpum, bregður upp annari mynd; þá hverfum vér, ásamt sögu vorri og þeirri framtíð, er vér höfum þráð', inn í húmþykni, sem ekki er unt að spá um nær rofið verði.” Dómar og fordómar Eg gat þess fyrir nokkru að mig lang- aSi til að skrifa stutt yfirlit yfir þá dóma, sem birzt hefði um Sögu fslendinga í Vest- urheimi. ÞaS er gleðilegt hversu mikla eftirtekt þessi bók hefir vakið; það sýnir og sannar að eitthvað þykir til heitnar koma. Ilún hefir ekki einungis hlotið marga dóma og misjafna, heldur einnig orsakað snarpar kappræður manna á meðal, bæði hér vestra og heima á Islandi. AS þessu leyti á “Sagan” skylt við bók- ina “Hrannir” eftir skáldið Einar Bene- diktsson, sem var litin svo misjöfnum aug- um að sumir fundu henni alt til foráttu og töldu hana vanvirðu íslenzkum bókmentum; aðrir aftur á móti töldu þessa sömu bók öll- um þeim kostum gædda, sem í beztu og full- komnustu bókmentum finnast. Varð t. d. snörp og harðorð deila út af þessu milli þeirra prófessors Valtýs Guðmundssonar ritstjóra “ EimreiSarinnar ” og Dr. Guð- mundar íhnnbogasonar ritstjóra “Skírnis.” Voru þeir báð'ir hálærðir menn og viður- kendir rithöfundar, þótt sitt sýndist hvorum í þessu efni. Nú hefir íslenzka þjóðin lagt fullnaðar- dóm á “Hrannir” og höfund þeirra; og sam- kva>mt þeim dómi mundi sá ekki talinn ó- skeikull, sem teldi upp þær bækur íslenzkar, er beztar væru, og gleymdi “Hrönnum.” Þær eru af mörgum taldar merkilegasta bók Einars og hann af öllum álitinn eitt allra mesta skáldið sem ísland hefir fætt. Hér vestra hafa birzt ritdómar um “Landnámssöguna” eftir þetta fólk: Séra Búnólf Barteinsson ritstjóra “ Sameiningar- innar,” Stefán Einarsson ritstjóra “Heims- kringlu,” R. P. Jónsson ritstjóra “Lög- bergs,” prófessor Halldór Hermannsson bókavörð í New York; Dr. Stefán Einarsson prófessor viS Hopkins háskólann, frú Sigrúnu Ingibjörgu Lindal o. fl. Sumir dórnarnír hafa hlaðið bókina lofi, aðrir ausið hana hrak- vrðum. Sumir hafa skrifað um hana meS hlýju, aðrir með kulda; sumir af skilningi, aðrir (að því, er mér finst) af misskilningi eða skilningsleysi. Þannig hefir þaS verið hér vestra. En hvernig er það heima á Islandil Eftir því, sem Soffoníasi Thorkelssyni segist frá skiftir bókin fólkinu þar í tvo ákveðna, and- stæða flokka eða fylkingar, hér um bil til helminga. Bæði hér og heima kemur öllum saman um það, að bókin sé prýðilega skrifuð; að hún flytji mikinn fróðleik, sé einkar skemti- leg; að höfundurinn sé ágætt skáld og rit- Jiöfundur, gáfaður fræðimaður; að hann rök- styðji vel og skýri rétt og satt frá. Þetta eru góðir og miklir kostir — kostir, sem fáum eru gefnir, en allir nauS'synlegir til þess starfs, sem höfundurinn nú hefir með höndum. En þar sem öllum kemur saman um þessa kosti, um hvað er þá deilt? Á hvaða klettum klofna þá straumarnir í þessum dómuml w Það er aðallega þrent, sem höfundi er fuiuliS til foráttu: L Hann vitnar hér og þar í sín fyrri rit. 2. Hann hefði átt að “byggja” söguna öðruvísi en hann gerði. 3. Hann lætur of mikið af því hvern þátt harðæri hafi átt í Vesturflutningunum og eyðir of miklu rúmi fyrir harðindasög- urnar. Fyrsta aðfinningin er þess eðlis að hún er tæpast athugasemda verð. Allir okkar beztu og ritfærustu menn hafa gert og gera það sama: prófessor Þorvaldur Thoroddsen, Jón ASils sagnfræðingur, prófessor Guð- mundur Björnsson landlæknir, Dr. Guð- mundur Finnbogason, prófessor Sigurður Nordal og fleiri vitna allir í fyrri rit sín, ræð'ur, fyrirlestra og bækur. AS finna að þessu er álíka vel tilfallið eins og að skamma mann fyrir það, aS hann yrki íslenzka vísu með stuðlum og höfuSstöfum: Tilvitnana- reglan í eigin rit er álíka föst venja hjá Is- lendingum eins og stuðla- og höfuðstafa reglan. Um aðra aðfinninguna geta verið skiftar skoðanir: Það er eins með sögu eða hvaða bækur sem er eins og með hvaða önn- ur verk sem er, að hver syngur með sínu nefi, hver “byggir” eins og honum finst bezt fara. Mér vitanlega er ekkert ófrá- víkjanlegt eða óumbreytanlegt “byggingarlag” á efni nokkurra bóka, fremur en nokkurra ann- ara hluta; “byggingarlagið” er, eins og annað, breytingum und- irorpið og skoðanaskiftum háð. Ef við ættum t. d. nú á tím- um að yrkja eins og Egill Skallagrímsson orti, þá skildu okkur ekki nema örfáir menn; eða ef við ættum að skrifa sögu eins og Austurför Kýrusar, þá mundu fáir endast til að lesa. Það er sanngjarnt, sem prófessor Halldór Hermannsson gerir, að lýsa því hvernig hann sjálfur » hefði hagað “bygingu” sögunn- ar. En það er aðeins hans per- sónulega álit; höfundur sögunn- ar hefir aðra skoðun og hver sit- ur við sinn keip. En að um eitthvert fastá- kveðið “byggingarlag” sé að ræða í þessu efni, sem ekki megi frá víkja, það kemur ekki til nokkurra mála fremur en við “byggingu” annara verka. Bene dikt Gröndal og Gestur Pálsson bygðu býsna ólíkt, en hver vill neita þvi að báðir bygðu vel? (F'ramh.) Sig. Júl. Jóhannesson. Opið bréf Kæri ritstjóri:— Mér kemur það svo fyrir sjón ir, að þú, í blaði þinu dags. 15 maí, sýnir C.C.F. flokknum ó- tvíræð óvirðingarmerki. Slíkt er gagnstætt þeirri hefð, sem venjuleg kurteisi býður oss; sem sé, að bera virðingu fyrir hin- um sjúku og deyjandi. Jafnvel blaðið Free Press, sem þú virð- ist fá mest af innblástri þínum frá, lét eindregið í ljósi, að því þætti fyrir ósigri hinna 6 eða 7 upprunalegu C.C.F. þingmanna, er fórust i Aberhart flóðinu í Alberta árið 1935. f Free Press var skýrt frá um leið, að þar eð menn þessir hefðu reynst nýt- ir þingmenn, þá væri ósigur þeirra tilfinnanlegt tjón fyrir Canada. Eg vil leyfa mér, í þessu sambandi, að gera eina eða tvær athugasemdir. í grein þeirri í Free Press, sem þú virðist hafa fengið opinberun þína frá, þá er þar, ef eg man rétt, bent á C.C.F. flokkinn að vera hvorki “fugl né fiskur.” í greininni er alls eigi tekið fram að stefnuskrá flokksins sé hvorki “fugl né fiskur.” Það er mun- urinn. Og þar sem þú gefur í skyn að stefnuskrá C.C.F. sé, eins og þar stendur, einungis “reykur, bóla, vindaský,” þá er það auðséð að þú þekkir eigi stefnuskrá C.C.F. og ert þess- vegna, kannske óafvitandi, að slá ryki í augu lesenda þinna. Um þessar mundir er mikið talað um nýtt heimsskipulag, að stríðinu loknu. Mestu stjórn- málamenn heimsins, að eg eigi minnist á hagfræðinga, endur- taka fullvissu sína uin það, að eigi verði aftur endurtekin hin göinlu óréttindi og ójafnræði, en ráðið verði fram úr því, að ein- staklingar og þjóðir nái hag- kvæmilegri samvinnu. Ennfrem- ur að sorahverfi borganna verði afnumin, að eymd og skortur hljóti að taka enda, að allir verði jafnt aðnjótandi fullkominnar mentunar, að starfræksla heilsu- stofnana, lækna, hjúkrunar- kvenna og meðala notkun, eftir þörfum, nái jafnt til allra, og að siðustu, að hinn núverandi mikli ójöfnuður á auðsinntekta-skift- ingu hljóti að igerasj útlægur. Það litur helzt út fyrir að þessir menn séu að lesa upp úr stefnu- skrá C.C.F. flokksins. Ennfrem- nr virðist að þau lýðræðisríki, sem enn eru eftir í heiminum, séu nú farin að koma auga á, að auðvaldsskipulagið, með græðg- inni, fjárdrættinum og svika- brellunum. sem því er samfara, var beinlínis orsök að þessu sið- asta blóðbaði. Eg ætla að benda þér á, þessu máli til sönnunar, ekki umsögn George Bernard Shaw, né H. G. Wells, né Haroldi Lasky, né neinna hinna annara róttækari umbótafrömuða, beldur umsögn þíns eigin Free Press. Hún birtist á ritstjórnarsiðu blaðsins 15. maí 1941. Fyrirsögnin er “Gömúl saga.” Jafnframt og ritstjórinn yfirvegar hina fyrri starfsemi Rudolf Hess, og við- burðinn um hina einkennilegu komu hans til Skotlands, þá hef- ir hanrr, meðal annars, þetta að segja: “En tilraunir Hess til að heim- sækja hann (þ. e. hertogann af Hamilton) minna á liðna tím- ann, þegar allstór hluti hinnar hrezku yfirstétlar hylti þá hug mynd, að Nazistarnir væru alls eigi svo slæmir, og ef breytt væri við þá eins. og prúðmenni, þá myndu þeir verða góðir drengir og ráðast á Rússland, en ekki England. Auk þess, var víðtæk skoðun á meðal helzta fólksins á Englandi, að stjórnarfar ein- ræðisskipulagsins, þrátt fyrir galla þess, varpaði árei^Sanlega á bug öllum ótta við sundrung á þjóðskipulaginu eins og það nú væri.” Með öðrum orðum, “helzta fólkið á Englandi” var þess al- búið að beygja sig undir ein- ræðisskipulag, svo framarlega að trygging á auði þess og valdi væri eigi í neinni hættu. Hvað snertir hið litla fylgi, er C.C.F. flokkurinn hlaut í þess- um.nýafstöðnu kosningum, þá á jafnvel flokkurinn sjálfur erfitt með að, útskýra það. Furðu sætir, að flokkur, sem hefir skuldbundið sig til að bæta kjör verkamannsins, bóndans og annara er lúta í lægra haldi, skuli eigi njóta fylgis þessara stétta. Það er nálega eins erfitt að útskýra eins og það sýnist vera erfitt fyrir þig að skilja, hversvegna “Gimli kjördæmi tók meinhiégan C.C.F. frambjóðanda fram yfir úrvals íslenzkan at- hafnamann.” Eg ætla aðeins að bæta við, að það er ef til vill ekki að bú- ast við, að “friðar flokkur” eins og C.C.F. er i eðli sínu, njóti hylli á stríðstímum. Eg læt þessa getið, þvi að þó C.C.F. flokkur- inn sé óskiftur til að gera alt sem er á valdi lands og þjóðar til að sigra Hitler og alla flokks- kenningu hans, þá er stefnuskrá flokksins andstæð stríði. Enn- fremur, ef stjórnmálastefna C.C.F. kæmist í framkvæmd í heiminum, þá yrðu styrjaldir á- reiðanlega ónauðsynlegar með öHu. Nei! C.C.F. stefnuskráin er ekki “einungis reykur, bóla, vindaský,” hún er sú eina hag- fræðisvon lýðræðisskipulagsins. Virðingarfylzt, J. J. Swanson. Bruninn í innréttingum Skúla fógeta 1 7 64 UM ÁSMUNI) SMIÐ JÓNSSON. Eftir Mörtu Valgerði Jónsdóttur. Síðari hluta átjándu aldar og- fram yfir aldamót 1800 var uppi maður, sá, er um þann tíma og lengi þar eftir var nafnfrægur fyrir smíðar og hagleik allan. Maður þessi var Ámundi Jóns- son, síðast bóndi á Syðra-Lang- holti í Hrunamannahreppi. Var hann i daglegu tali nefndur Ámundi smiður. Hann var svo hagur og fjöl- hæfur, að nálega var sama hvað hann lagði hönd á, sami snildar- bragur á öllu. Var sem alt léki í höndum hans, að hverju sem hann vann. Hann var listaskrifari, skurð- og drátthagur, silfursmiður og vefari ágætur. Hann smíðaði hús og kirkjur, svo og aðra þá smíðisgripi, er þá voru notaðir innan húsa, einnig kirkjugripi- Prýddi hann smíðisgripi sín» marga hverja með útskurði eða málaði myndir á þá. (f Odda' kirkju var skírsarfontur, er A- mundi hafði smíðað og málað. Þótti hagleikssmíð á sinni tíð.)- Mjög hefir samtiðarmönnuni Ámunda þótt til hans koma’ Sýnir það bezt, hve sagnir um hann hafa lengi lifað á vörum alþýðu. Munu þær sagnir hafa brugðið upp mynd af ljúflegum og prúðum, gletnum og gaman- sömum hagleiks- og dugnaðar- manni, er sá ráð við öllu og leit yfir hverja þraut. Ámundi smiður var fæddur 1738. Voru foreldrar hans Jón Gunnlaugsson, ættaður af Aust- fjörðum og kona hans Þuríður ólafsdóttir. Þau bjuggu í Vatns- dal í Fljótshlíð, svo Steinum undir Eyjafjöllum, en þar höfðu foreldrar Þuríðar búið. Jón var smiður mikill, hafð* hann á yngri árum sínum farið utan og lært járnsmiði; dvald' hann ytra 7 ár. Sýnir það vel framtakssemi hans og dugnað. og hefir Ámundi ekki átt langt að sækja atorku og haga hönd- Þau hjón Jón og Þuríður dóu bæði á Steinum árið 1761. Eftif lát foreldra sinna fluttist Ámundi til Reykjavíkur, lærði vefnað og vann í ullarverksmiðjum SkúÞ fógeta. * * * Aðfaranótt 27. marz 1764 kom upp eldur i verksmiðjuhúsunum og brunnu þrjú þeirra til öskU- Reynt var að slökkva eldinn, en bæði voru áhöld því nær engiu og svo hitt, að ofsaveður var á. Varð þvi ekki við neitt ráðið, eU einungis reynt að verja þau hús- er næst stóðu, og tókst það. Varð af bruna þessum hinn mesti skaði og var tjónið metið á 3,706 diali. Þegar eldurinn braust út, var alt verksmiðjufólkið í fasta svefni. Vaknaði Ámundi fyrst- ur, og fyrir hans atbeina bjarg' aðist alt fólkið út, en þó svo nauðuglega, að fatnaður þess og munir brunnu allir inni. En tildrög að þvi, að Ámundi varð fyrstur eldsins var, voru þau, er nú skal greina. Ámundi svaf uppi á lofti i hús< því, er eldurinn kom fyrst upP í. Sváfu þar á sama lofti 22 sveinar, er allir unnu við verk' smiðjuna. Uppi yfir þeim á svo- kölluðu hanabjálkalofti svaí margt manna. Ámundi svaf í insta rúmi skál- ans, við rúmið var kista og stóð á henni drykkjarkútur, er á' mundi og laxmaður hans áttu. Um miðnæturskeið vaknar A' mundi við, að honum heyri^ opnuð hurðin inn á loftið og lad- ur hátt i hurðarlokunni. Heyfi1' hann, að gengið er inn eftir loft’ inu og glymur í, eins og maður sá, er þar færi, væri í stígvéhum Er nú staðnæmst við rúm hans- Heyrir hann þá, að tekið er um drykkjarkútinn og honum rugg' að á lögg og verður af hávað‘ nokkur. Heldur hann þá, maður sá vilji drekka úr kútn* um og vill aftra honum; bregð' ur Ámundi þá hendinni fram fyrir og ætlar að þrífa til inanns- ins, en grípur þá í tómt. Heyrif hann þá aftur gengið fram skál' ann þungum skrefum og gengi® út sem ólæst væri. Reis Ámundi þá upp og vild1 sjá hver maður þar færi’, en er hann opnar hurðina sér hann, að undir loftinu er alt í einum loga' Vekur hann fólkið skjótt og björguðust allir út. Þótti þetta merkilegur atburður. Hinn mikli fræðimaður Stein' grímur biskup Jónsson hefir skrásett atbnrð þenna eftir A' munda sjálfum. Hafa honuh1 auðsjáanlega þótt tildröig ÞaU’ er urðu til þess að Ámunda auðnaðist að bjarga fólkinu, sv° merkileg, að slikt ætti ekki a® falla í gleymsku. Er saga þessi einstök að eIn’ til í hinum merku ættartölnO1 biskupsins. Eftir brunann hvarf Ámund1 frá verksmiðjunum og hóf sm1 \

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.