Lögberg - 22.05.1941, Blaðsíða 2

Lögberg - 22.05.1941, Blaðsíða 2
LÖÖBEBG, FIMTUDAGINN 22. MAl, 1941 JON KERNESTED “Alt sem á hja-rta ber í • sér þrá upp í söngvanna riki.” en hitt er víst, að Jón Kernested j átti margt bætandi og fegrandi | orð í ljóði. Jón átti djúpar rætur í ís- | lenzku þjóðlífi, anda þess, ein- kennum, bókmentum, lyndisein- kunnum. Hann var þroskaður inaður, þó ungur væri, þegar | hann kom til þessa lands, og hann teigaði af mentalind'um fs- lands alla æfi. Má vera að sumum komi þá til I hugar, að þessi maður hal'i fremur verið draumamaður en j athafnainaður. En mestu at- l hafnamenn mannkynsins hafa stundum verið miklir drauma- menn. Þar má tilnefna Jósef. i Hjartataugar, dásamlegar, gaf Guð honuin og einnig listfenga, andrika sál, enda mænd'i andi hans að hinu göfuga og fagra “upp í söngvanna ríki,” upp í ríki hinnar guðlegu dýrðar. Jón Kernested var fæddur ,20. maí 18fil að Gili í BoJungarvik í ísafjarðarsýslu á fslandi. For- eldrar tians voru þau hjónin F"riðfinnur Jónsson Kernested og Rannveig Magnúsdóttir. Þau hjón eignuðust 12 hörn og var Jón hið þriðja í röðinni. Hann ölst upp með foreldrum sínum og naut svo mikillar skólament- unar, að hann varð barnakenn- ari. Kendi hann á ýmsum stöð- um á Vesturlandi. Árið 1888 fór hann vestur um haf og settist að í Winnipeg Mentaþráin flutti hann inn á Manitoba College, þar sem hann stundaði nám um hríð. Löngun- in til að fræða aðra var þá, og í raun og veru alla æfi, sterk Hann varð ailþýðuskólakennari bæði í Manitoba og Alberta. Á gamlársdag, 1892, kvæntist hann Svöfu Strong. Áttu þau fyrstu samveruárin heima í Win nipeg, en um aldamótin fluttu þau vestur i islenzku bygðina i Alberta-fylki, sem stundum er nefnd Markerville-bygð. Hann var kennari þar, að Tindastól, eitt eða tvö ár. Þá fóru þau aftur austur til Manitoba. Nam hann land í grend við Winnipeg Beach árið 1901. Hann bjó á þvi ein þrjú ár, og settist svo að inni i bænum, og þar átti hann heima það sem eftir var æfi. Fram að þessu hugsar maður um hann eingöngu sem fróðleiks- þyrstan íslending. Það var hann; og þar að auki skáldhneigðan. Hann átti dýrmætt safn af á- gætum islenzkum bókum og. á seinni árum lagði hann sér- staka stund á sálarfræði og safn- aði að sér bókum um það efni. Bækurnar voru vinir hans. Hann unni þeim eins og sönnum bók- vini er eðlilegt. Með stökustu aðgæzlu hélt hann saman þvi sem honum barst i hendur og sá gagn þess sem öðrum fanst einskisvirði, og þó sumir botn uðu lítið i niðurröðun hóka hans vissii hann nákvæmlega hvar hver einasta bók var. Hann var lærdómsmaður alla æfi, si og æ að rannsaka, fræðast, og auka þekkingu sína. Hann var náms- maður í skóla lífsins til dag- anna enda. Það mátti segja um hann það sem enska skáldið Chaucer, segir um “the Clerk of Oxenford”: “Gladly woulde he lerne and gladly teche.” Hann var ennfremur sterklega ljóðelskur og skáldhneigður maður. Hann byrjaði að yrkja þegar hann var ungur drengur á íslandi, og ljóð samdi hann úr þvi alla æfi. Við og við hafa Ijóð hans birzt í vestur-íslenzk- um bjöðum, og hann mun enn- fremur hafa átt allmikið safn af kvæðum, sem ekki hafa enn ver- ið prentuð. Ljóð hans sem við höfum séð sýna göfugan hugs- unarhátt og næma fegurðartil- finningu. Að leggja mælisnúru á skáldskapargildi Ijóða er erfið list. Það verður eftir látið þeim sem betur kunna að nota hana; son Jakobs, sem dreymdi svo mikla drauma i æsku að bræður hans vildu drepa hann, en varð samt mesti athafnamaður Egiptalands. Þessi ljóðelski bókhneigði is- lendingur kom inn í enskt uin hverfi á Winnieg Beach og var þar um 40 ára skeið, mjög mik- lsmetinn þáttur í athafnalífi þess mannfélags. Hann varð friðdómari snemma á því tíma- bili og svo varð hann lögreglu- stjóri. Hann var við þessi störf í 21 ár. Þessi og öll önnur störf sín rækti hann með stakri reglu- semi og samvizkusemi. í dóm- arastöðunni beitti hann friðsam- legu viti fremur en harðasta lagabókstaf. Tókst honum oft að laga misfellur á þann hátt sem hafði beztan árangur. Harð- ir dómar voru honum sársauka- efni, þótt stundum væri ekki annars kostur. Drengur hafði eitt sinn gjört sig sekan i laga- broti. Embættismaður frá Win- nipeg leitaðist við að fá hann til að meðganga sekt sína, en fékk engu áorkað. Mr. Kernested tók hann afsíðis, talaði við hann um móður hans og annað, sem snerti viðkvæma strengi. Að litlum tíma liðnum komu tárin og játn- ingin. En ekki hikaði Mr. Kernested við að gjöra skyldu sína, jafnvel þó hún væri ógeð- feld og erfið. Skólamálin á Winnipeg Beach nutu áhuga og velvildar Mr. Kernesteds allan þann tíma sem hann var þar. Fyrir 40 árum hjálpaði hann til að stofnsetja þar skólahérað. Hann varð skrifari og féhirðir héraðsins og hélt því starfi til dauðadags. Mörg önnur mál í því um- hverfi nutu leiðsagnar eða að- stoðar hans. Hann skipaði leið- togasess í margvíslegum fram faramálum, og ávann' sér traust virðingu og velvild samborgara sinna. í stjórnmálum studdi hann á- valt íhaldsflokkinn. f trúmálum varðveitti hann og ávaxtaði það pund, sem hon- um hafði 'verið gefið í æsku Það rættist í lífi hans, það sem orðskviðahöfundurinn segir: Fræð þú sveininn um veginn, sem hann á að halda, og enda á gamals aldri mun hann ekki af honum víkja.” Vegurinn var lúterskur kristindómur. Þar var hans æfivegur. Það var ’hressandi, að hitta Mr. Kernested hvar sem var. Hann tók einstaklega vel á móti gest- um á heimili sínu og sama al- úðin einkendi hann alstaðar. Hann hafði unun af félagsskap og var skemtilega ræðinn. Fróð- leikurinn var svo mikill, hugs- unin svo ör, hlýleikinn svo ein- lægur, að það var örfandi fyrir lif og hugsun þess, sem hann talaði við, það sem hann hafði að gefa. Hann flutti ekkert vol- æði. Sál hans sterk og björt. Þessvegna var það hressandi að verða honum samferða. Samband hans við konu, börn og barnabörn var hið ákjósan- legasta. Böndin þar voru frá- bærlega sterk og hlý. Konuna sína misti 'hann 1930. Þeir bjuggu saman eftir það, hann og eldri sonur hans. Dóttir hans, Mrs. Guttormson, kom með börnin sín og var með þeim nokkurn tíma af sumrinu. Sam- félagið var þeim öllum nautn. Mr. Kernested var óvanalega heilsugóður maður, kendi sér helzt aldrei nokkurs meins, alla sína löngu æfi, þangað til allra siðast. Tveimur dögum áður en hann veiktist fyrir alvöru, var hann á fundi.- Liklegt er samt að hann hafi verið, um lengri eða skemri tíma, var við erfið- leika þess sjúkdöms, sem leiddi hann til bana; en hann lét aldrei neitt á því bera. Hann var flutt- ur á Johnson Memorial Hospita! á Gimli 7. apríl og dó þar 1. mai. Hann var ánægður með lækni, Dr. Kjartan Johnson, og hjúkr- un, en sjúkdómurinn varð ekki læknaður. útförin fór fram sunnudaginn 4. mai. Aðalathöfnin var haldin á heimilinu. Séra Rúnólfur Mar- teinsson flutti kveðjumálin, Mr. Kierr Wilson söng einsöng, Miss Marjorie Anderson og Mr. Krist- ján Sigurdson léku á hljóðfæri. Líkmenn voru: Harry Anderson, W. W. Thompson, J. Russin, W. J. Wood, R. Howes, T. Lemoine, allir frá Winnipeg Beach. Fjórir, þeir sem siðast voru taldir eru skólaráðsmennirnir. Fjöldi fólks sótti athöfnina. Húsið var fult og margir voru úti. Umsjónar- maður útfararinnar var A. S. Bardal. Frá Winnipeg Beach var haldið norður í grafreit Víði- ness-safnaðar. Hann er á hinum fagra bakka WillowTfæklarins. Þar var Mrs. Kernested jörðuð. Fjöldi tók þátt í likfylgdinni, og allmargir komu í grafreitinn, sem ekki voru við húskveðjuna. Þar var sungið og lesið bæði á ensku og islenzku. Börnin, sem Mr. Kernested skilur eftir eru: Mrs. Helga Guttormsson í Winnipeg, gift Birni Guttormssyni, Einar Kerne- sted á gamla heimilinu og Franklin Kernested í McKenzie Island, Ontario. Barnabörnin eru Thelma, Jón, Norman og Svlvia, börn Guttormsons hjón- apna Systkini á lífi eru: Kristján Kernested, Gimli, Man.; Elías Kjernested á íslandi; Mrs. Hans Einarson að Garðar, N.D.; og Mrs. J- W. Thorgeirson í Win- nipeg. Þökk sé þér, góði vinur, fynr alla þá, sem þú gladdir og hjálp- aðir á þinni löngu, nytsömu æfi sem var svo auðug af gæðum. Hvern þann, sem vann þar um æfi að eilifa lífsbókin nefn- jr->» — R. M. Skrítlur og kímnisögur Þegar Tyrkir sátu um Vínar borg í síðara skiftið (1683) bauðst Gyðingur einn til þess að taka þátt í vörn borgarinnar, og bað um að sér yrði fengin byssa og skotfæri. Þegar hann hafði fengið byssuna og töluvert aí skothylkjum, ætlaði hann að skjóta til marks, til þess að sjá hvort nokkuð lið væri í byss- unni. Hann tróð skothylki í hlaupið, en reif ekki gat á aftur- enda þess, eins og siður var á þeim dögum, til þess að púðrið kæmist upp í tundurgatið. Auð- vitað brann ekki inn í hyssunni- “Þú verður að láta meira í hana,” hugsaði Gyðingurinn með sér, og svo tróð hann öðru skot- hylki tid í hlaupið; en það fór á sömu leið. Þá lét hann þriðja skothylkið í byssuna, og er ekki vildi enn brenna inn í byssunni, tróð hann fjórða, fimta og að lokum sjötta skothylkinu í hana; en aldrei brann inn i henni. Þa átti undirforingi einn af tilviljun leið fram hjá honum. Gyðing- urinn kallaði til hans, og sagð* honum, að ómögulegt væri að skjóta úr byssu þeirri, sem sér hefði verið fengin. Undirfor- inginn athugaði lásinn, og sa fljótlega, hver orsökin var: að ekkert púður var í tundurgatinu eða á pönnunni. Hann helti púðri inn um tundurgatið, svo mi'klu sem inn um það komst. lét púður á pönnuna, og rétt* svo Gyðingnum byssuna. Gyð- ingurinn “hleypti af,” og byssan flaug langar leiðir burt, en sjálf- ur skall hann aftur á bak til jarðar. Undirforinginn hljóp af stað til þess að sækja byssuna, en þá spratt Gyðingurinn alt í einu á fætur og kallaði: “í guð- anna bænum látið þér hana vera; hún skýtur fimm sinnum ennþá, jví að eg var búinn að láta sek skothylki í hana!” C A N A D A K A L L A R Canada hefir ástæðu til þess að telja I.lessanir sinar á þessum reynslu- dögum. Canada er þrjú þúsund mílur í burtu frá drunum byssanna, sem eru að evðileggja Norðurálfuna. Hið hreiða Atlantshaf þenst út miJli vor og hinnar grimmúðugu villi- mensku þýzkra hersveita. Sterkustu flotar í heimi — sá brezki, ameríski og Canadiski, halda vörð á höfunum milli vor og óvinanna. Vér eigum volduga, vinveitta þjóð, að líkindum þá auðugustu og sterkustu í heimi að nágranna. Canada má vel við fórnum sínum Þetta stríð er vélastríð. Vér höfum nikkel . . . kopar, blý . . . zink og önnur efni, sem her- gagnaframleiðslan þarfnast. Vér eigum aðgang að járm. Vér getum steypt stál. Vér eigum skipulagðan iðnað til að nytfæra þessa málma og búa tiJ flutningsbíla, brynvagna, byssur, loftför og skip. Vér eigum æfða verkamenn og verksmiðjur, til samræmdrar heildar- framleiðslu. Canada á hveiti og aðrar matvælabyrgðir. Látum oss telja hlessanir vorar og spara við oss. Canada er auðugt land — eitt af auðugustu löndum í heimi í hlut- föllum við fólkstöluna. Látum oss leggja fram nlla þá krafta, er vér eigum yfir að ráða. Hin þjóðlega framtíð vor h\llir á Sigri. Vér verðum að sigra til þess að lifa. Fleiri kröfur bíða framundan íbúar þessa lands hafa fengið inargar" kröfur um fjárframlög siðan Canada fór í striðið á hlið Breta. Og það verða bornar fram fleiri kröfur. Látum oss horfast í augu við framtíðina án ótta. Canada getur borið byrðina. En sérhver Canadamaður verður að bera sinn hluta af byrðinni. Þetta er alvarlegasta augnahlikið í sögu vorri. Látið söguritara fram- tíðarinnar segja um Canada, eins og þeir munu segja um móður- landið: “Þetta var þeirra ánægjulegasta augnablik.” Beitið yður undir byrði yðar og ... lyftið D E P A R T M E N T O F F I N A N C E, C A N A D A Maður einn kom nýlega inn til gleraugnasala, til þess að kaupa sér gleraugu, því að hann hafði heyrt, að margir ættu hæg- ara með að lesa með gleraugum, heldur en gleraugnalaust. Þegar hann hafði reynt nokkrar tylftir af gJeraugum, og ekki fundið nein, sem hann gat lesið með, spurði gleraugnasalinn hann að lokum, hvort hann hefði nokk- urntíma lært að lesa. “Nei, auð- vitað ^þki!” svaraði maðurinn: “hvern þremilinn sjálfan ætti eg þá að gera við gleraugu?” * * * Prestur einn, er þótti freniur lélegur ræðumaður, var orðinn svo vanur því, að kirkjubekk- irnir væru þunnskipaðir, að hann messaði oft, þótt ekki væru nema fáeinar hræður viðstaddar. Sunnudag einn voru aðeins þrir menn í kirkjunni, auk prestsins og meðhjálparans, og þegar þeim fór að leiðast ræða prestsins, stóðu þeir upp og gengu út- Lítilli stundu síðar fór ineð- hjálparinn upp í stólinn t'* prestsins og mælti: “Hérna er lykillinn, prestur minn; þc' gerið svo vel að loka á eftir yður- þegar þér eruð búinn, því að nU fer eg.” Munkur einn, sem fyrir nokkr- um árum hafði verið heimilis" kennari hjá rússneskum greifu, tók sér ferð á henclur til þess að heimsækja greifann og fólk hans. Var honum tekið með fögnuði miklum á heimili greif- ans, og veitt ríkmannlega. En hann var þreyttur eftir ferða- lagið, og vildi þess vegna gjarnan fara snemma að sofa, og löngu fyrir venjulegan háttatíma var honum fylgt til svefnherbergis sins. Hann háttaði og sofnaði undir eins. En hann hafði ekk' sofið meira en hálfa klukku- stund, þegar þjónn einn kemur inn til hans og vekur hann, <>p biður hann um að flytja sig ýf>r í rúm greifans. Munkurinn hélt, að sér hefði máske af vangá ver- 'ið vísað á annað rúm, heldur en hánn átti að sofa i. og fór þv* eftir tilmælum þjónsins. E» þegar hann hafði legið hér um bir hálfa klukkustund í ÞesSl1 rúmi, kom þjónninn aftur, bað hann að flytja sig yfir i rúm greifafrúarinnar. Munkurinn varð hálf gramur í geði, en ge*^1

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.