Lögberg - 22.05.1941, Side 6

Lögberg - 22.05.1941, Side 6
6 LÖGBEBGK FIMTUDAGINN 22. MAÍ, 1941 I átt morgunroðans (Þýtt úr ensku) Tuttugasti Kapítuli EMzabet lagði frá sér dúksdregilinn, sem hún var að sauma í, tók af sér gleraugun og leit brosandi framan í Jeremy. Hann beygði sig niður og kyssti hana. En hvað hún virð- ist nú gömul, lasburða og þreytuleg, hugsaði hann, og tók sér það nærri að hitta hana (þannig. ‘ ‘ Góð'an daginn! ’ ’ sagði hann. ‘ ‘ Eg kom nú.aftur með bifreið Archers frænda, alla í góðu lagi.” ‘‘Hg heyrði ekið lieim að húsinu, og vissi að þar kæmir þú. Að' hafa fengið þig heim aftur, Jeremy, virðist næstum eins og‘ í gamla daga. Eg er nú að vei'ða svo gömul, finst mér, og dvel með hugann iðulega á I.öngu- liðnum stundum. Þegar eg vakna að næturlagi, sem eg oft geri, fer eg að hugsa um Nónu og þig og Merrik eins og þið væruð enn lítil og hefðuð aldrei farið frá mér, sem þið þó hafið nú gert, öll þrjú. ” “Og hver hefir farið lengst í burtu, finst þér, Elízabet frænkaT” “Eg — nú, eg veit ekki við hvað þú átt, kæri drengur minn. ” En hann sá af flökt- andi handsveiflu hennar og því að hún leit niður fyrir sig, einis og til að forðast augna- ráð hans, áð hún skildi vel hvað hann meinti. Ilann settist á knjákoddann við fæt- ur henni og horfði upp til hennar með sama ungæðislega hrekkjasv'ipnum, sem hún æfin- lega hafði svo gaman af og hafði þá komið henni til að hlæja. En nú grét hún. Hann sá augnn hennar fljótandi í tárum, svo hann vafði hana örmum og þrvsti henni fast að brjósti sér. “Svona — Svona!” sagði hann. “Eg ætlaði ekki að hryggja þig.” Elízabet losaði sig með hægð, þurkaði tárin úr augunum og sat aftur upprétt í . stólnum. “Eg hefi nú náð mér aftur, Jeremy,” sagði hún. “Mér þykir slæmt, að eg skyldi tapa mér svona. En eg hefi grátið allmikið í seinni tíð.” “ Það er vegna — vegna Merriks, er ekki svo?” “Þú hefir J>á heyrt um það! Þú hefir frétt, að hann—” “Að hann hafiVanrækt Nónu og hlaupið um alt með minni konu. Það er þá satt. Eg gat ekki trúað því.” “Þannig hefir það verið, Jeremy. Frá þeirri stundu er hún kom hingað, virtist hann verða Nónu fráhverfur. Archer talaði um þetta við hann, þegar það fór að verða alvarlegt og—” “Hvað áttu við með þvíf” ‘ ‘ Eg — nú, eg á við það, að hann dvaldi í Clovves eina óveðursnóttina. Hann skildi Nónu aleina eftir og fór þangað yfir. Og hann komst ekki heim aftur vegna veður- ofsans.” “Einmitt það. ” “Ójá, en um það er ef til vill ekkert að segja. Eg gæti ekki trúað því, að Merrik hagaði sér óheiðarlega. En eg hugsa til Nónu — það er hún, sem líða verður. Fólkið talar svo mikið, oig öllum dalsbúunum er þetta kunnugt. Stundum dettur mér í hug, að Merrik sé orðinn hálf-frávita — eða að hún hafi dáleitt hann.” Jeremy brosti. “Eg efast nú um það. En eg skil ekkert í öllu þessu. 1 gærkveldi sat eg nokkra stund hjá þeim Nónu og Mer- rik. Þau virtust þá bæði svo glaðleg, og svo ána>gð í sambúðinni.” “Svona virðist það vera. Þeim verður aldrei sundurorða. Nóna minnist aldrei á þetta með einu orði og vill ekkert segja. Þegar eg einu sinni spurði hana hvar þetta ætlaði að lenda, svaraði hún blátt áfram og rólega, að Jiað endaði líklega með skilnaði, sambúð sinni við Merrik yrði senn lokið. Þá spurði eg hana hvort hún gæti ekkert gert til að spoma gegn þessu — gæti hún ekki vakið Merrik til meðvitundar um það, hversu miklar raunir hann bakaði okkur öllum með atlmfi sínu. En hún svaraði aðeins: ‘Mer- rik veit hvað hann er að gera, og eg get ekkert um það sagt.’ Archer talar varla nokkurt orð við hann og segir, að haldi þessu áfram sé lokið sambandi sínu við Merrik.” “Það skal ekki haldast við — því lofa eg J)ér,” sagði Jeremy. “Gerðu ekki — Jní aðhefst ekkert, sem—” “Eg veit ekki rétt núna, hvað eg muni gera, en fyrir }>essu verður að fá skýra grein gerða. Eg ætla mér ekki að líða J)að, að þið verðið að þola sársauka og vandræði út af öðru eins og þessu — þið, eða Nóna. Mér fellur illa — þykir mjög leitt að eg skyldi senda Evelyn hingað. En mér datt ekki í hug, að hún myndi verða orsök nokkurra vandræða hér, J>ó mér hefði mátt detta það í hug. Hún virðist þrífast- bezt á^ slíku,” sagði Jeremy í bitrum tón. Hann hafði nú í huga hvernig «hún kvöldið áður hló að honum opinskátt og blygðunarlaust; og hvernig hún með glott enn á vörum hæddist að framtíðarvonunum, er hann hafði dirfist að minnast á við hana. “Eg gæti farið burt hóðan með hana,” sagði hann í alvörutón. “ Það myndi lík- lega binda enda á þessi vandræði.” “Eg er nú ekki viss um það. Hún hefir eitthvert hald á Merrik. Eg hefi horft á hana leiða hann burt með sér beint frá hlið Nónu — já, rakleiðis héma frá borðinu, þegar hann var að neyta miðdagsverðarins með okkur. ” “Ekki meira! Vertu svo góð, að tala ekki meira um J>etta. Eg hefi nú fengið nóg að heyra,” sagði Jeremy að lokum. Nóna og Merrik fóru til Clowes um kvöldið. Það vrar Evelyn, sem að lokum fiónaði Nónu og bað þau að' koma. “ Jeremv langar svo mikið til Jiess, að þið komið hing- að,” sagði hún glaðlega. “Þetta á að vera heimkomufögnuður hans, og hann’langar til að hafa alla sína — öll ástmennin sín hér í hóp. Eg fónaði foreldrum Juniun og bað þau að koma, en þau kváðust ekki geta það. Það verða því bara við fjögur í hópnum, éinum bætt við vanalegu þrenninguna ykkar. Mér er mjög ant um þetta líka — langar mikið til að sjá ykkur öll aftur í gömlu einingunni, finst einhvern veginn að' þið munið eiga svo margt sameiginlegt. Ef til vill eru Jæssi orð mín ekki nógu ljós, en þú munt skilja hvað eg meina, er það ekki, Nóna?” “ Jú, eg held e'g skilji hvað þú átt ýið,” Svaraði Nóna seinlega. Henni var illa við að þurfa að fara til Clowes, hafði óbeit á því, þegar þar var engan nema Evelyn eina að heimsækja, og svo Jiegar hún liafði nú Jeremy líka þar hjá sér — “Við munum koma,” sagði hún. “Eg er viss um að geta líka svarað því svona fyrir Merriks hönd, þó hann sé ekki hér nú viðstaddur. ’ ’ “Auðvitað. Og við skulum njóta hér glaðrar stundar saman. En hve undrandi J)ið hafið orð'ið af að sjá Jeremy í gær- kvöldi!” “Það vorurn við — undrandi og glöð,” svaraði Nóna. “Vissulega!” sagði Eivelyn og þagði eitt augnablik áður en hún bætti við: ‘ ‘ Hann sagðist hafa hitt ykkur sitjandi tvö ein sam- an úti í húminu, undir stjörnulýstum himni. Þú getur enga hugmynd haft um, live hrif- inn hann var af þessu, og það fylti huga hans með unað'sríkum hugsjónum um lijóna- bandssæluna. Og þegar hann kom heim var hann beinlínis lofisyngjandi yfir því.” “Og — lézt þú hann um hríð óhindrað halda — hugsa svona um J>etta?” “Já, yndið mitt, eg uppörvaði J>á hug- sjón hans. Þótti hún unaðsleg. En í morg- un virtist hugsjónin einhvern veginn hafa dofnað hjá honum,” sagði Evelyn seinlega. “Hann mintist alls ekkert á þetta meðan við neyttum morgunverðar og fór svo tafarlaust vfir til heimilis foreldra þinna. Ó, en eg geri ráð fyrir að maður líti hlutina með öðrum augum að morgni dags. Vertu sæl á meðan, Nóna. Við byrjum máltíðina klukk- an átta, en komdu snemma.” Eins og annars hugar og fálmandi hengdi Nóna upp hljómfærið og sneri bjöllu- krananum til merkis um að samtalinu væri lokið og línan laus. Hún fann til sárrar þreytu og óvissu um alla hluti á lífsleiðinni, nema eigin þungar þrautir sínar. “Aumingja Jeremy!” sagði liún við- kvaímnislega, “eg vildi að hann hefði ekki komið heim. Þesis óska eg hans sjálfs vegna og vegna vináttuþelsins, sem hann bar til Merriks. Nú þegar hefir hann sjálfsagt heyrt ýmislegt og reynir svo undrandi að gera úr því heildarmynd í huga sér — að brjóta heilann um það, livað alt l>etta eigin- lega hafi að þýða.” Hún sat ein framan við kulnaðar glæð- urnar á stofu-arninum. Merrik hafði lagt árla á stað til bæjar — þögull og þungbú- inn, hugsandi, að líkindum, eitthvað svipað og hún vsjálf, um heimkomu Jeremys. En, nei, hugsaði hún ennfremur, }>að hlýtur að þýða eitthvað annað í hans huga. Ef til vi 11 }>að, að verustundir hans hjá Evelyn hljóti nú að hætta. En hvað getur hann sagt við Jeremy? Og Jeremy má ekki lenda í ill- indum við hann. Eg get ekki }>olað það. Merjik hefir fórnað sér of mikið fyrir Jeremy og fyrir mig. Eg ætti að segja Jeremy alt eins og er, en eg — eg er bara heigull, hugsa eg. Eg er hrædd við að gera það. Og það er líka betra, að honum sé það ókunnugt hvernig á stendur. Það myndi hrinda honum algerlega í burtu frá henni. Hún hafði nú konuna Etta Pinder sér til aðstoð'ar. Oft hafði hún óskað þess, að vinnukonan væri farin, þegar hún nú þráði einveruna svo mjög, en þegar hún sá Jeremy koma gangandi upp eftir malarstígnum, þótti henni vænt um að Etta væri þar enn, og að húsið væri lítið'. Hún vildi ekki sitja á launtali við Jeremy — ekki um Merrik, né um Evelyn, og hún vissi að nú kæmi hann einmitt til þess að ræða um þau. Já, hún var þessa fullviss, þegar hún sá framan í hann út um hurðargluggann — dregna andlitið hans og augun starandi eins og út í f jarlægan geiminn. “Helló, Jeremy,” sagði Nóna og opnaði hurðina upp á gátt, “})ú ert snemma á ferð- inni í heimsóknum þínum, en það er gaman að sjá þig í dagsljósinu. ” “Og þú, Nóna, ” sagði hann í mjúkri rödd og leit blíðlega til hennar, “hvað þú ert nú falleg — svo undur unaðsleg — og að hugsa um það, að eg skyldi nokkurn tíma vera nógu mikið flón til þess að gleyma því eitt augnablik—” Nóna lagði fingur á vör sér og benti fram í eldliúsið, þar sem pönnuglamrið hætti alt í einu. Jeremy tók utan um hendur hennar, hélt um þær innilega og horfði beint í augu henni. Endhrminning'ar fyrri stunda vöknuðu hjá J)eim báðum, án þe»s }>ó á nokkurri feixmii bæri milli þeirra, nokkrum skjótum roðablæ á andliti hennar, eða handafumi af hans liálfu. Og hann hugsaði með sér: Alt er J)á horfið og gleymt, sem betur fer. En sé minningin enn lifandi, J)á liefir hún nú enga þýðingu. • Þau tóku sér sæti. Jeremy rendi augum yfir stofuna, þar sem hann kannaðist við eins og gamla kunningja hluti þá, sem hún og Merrik nú áttu þama sameiginlega: myndirnar, bækur honum gamalkærar, pípu Merriks á arinhyllunni, saumakörfuna, sem hann hafði gefið Nónu á afmælinu hennar sumarið á undan stríðinu. Var það aðeins í sumar, sem leið, hugsaði hann og varð eins og liálf-bilt við. Hann mintist þess nú a liafa keypt körfuna af Indíánunum við Brendukirkju, þegar þeir Merrik og hann keyrðu þar um á heimleið frá Restigouche. Honum fanst einkennilegt, að þessi veiga- litli hlutur skyldi nú vera Jiarna með sömu ummerkjum eins og áður, þegar alt í víðri veröld væri á tjá og tundri, og undravert að hugsa til þess, að enn yrði ka.rfan ef til vildi hér eða við hlið Nónu, þegar hún væri, líkt og Elízabet, orðin aðeins sem skuggi af ynd- islegu stúlkunni, sem hún nú væri. “Þú kemur til Clowes í kvöld,” sagði Jeremy og virtist svo sem hann ætti örðugt með að segja þessi orð, og hrinda frá sér hugsaninni um hlutina, sem hann var að liorfa yfir. “Þú og Merrik?” bætti liann svo við. “Ö-já, Jeremy,” svaraði liún, “ við komum Jiangað. Evelyn talaði við mig í símanum aðeins fáum mínútum áður en þú komst.” “Jæja, ” sagði hann með spurningar- svip í bláu augunum, er á hana horfðu. “Já. Hún sagði að það ætti að vera heimkomuveizlan þín og — og það yrði gam- an fyrir okkur, vinina þína, að sameinast þar. Okkur öll!” ' Hún eins og áttaði sig betur á því hvað hún væri að segja, og bætti við: “Merrik og mig. ” “Við verðum þar þá öll, Nóney — þar eð eg er nú kominn hingað. Aðeins við þrjú. Mér er nú farið að hugkvæmast, hve hörmulegt það er, að það skyldi ekki altaf haldast svo. ” “Geðjast þér vel — lízt }>ér nú vel á húsið, Jeremy?” Hún varð nú að tala um eitthvað hversdagslegt, sem ekki leiddi þau út á þúsund hættuleiðir. “Merrik gerði það alt saman.” “Mér geðjaðist vel að því — öllu saman. Og mér féll það betur í gærkveldi, heldur en nokkurn tíma áður, meðan eg dvaldi þar.” Hann kærði sig ekki um að segja henni frá því, að á }>essum morgni hefði sér fundist það andstyggilegur verustaður, að eitthvað hefði J>á verið við }>að, sem rak liann til að fara l)aðan sem fyrst. “ Þú hjálpaðir ekkert við að taka þar til, Nóna. Hvers vegna ekki ? ’ ’ “Eg — eg veit ekki fyrir víst hvers vegna eg gerði J>að ekki. En eg var J>á í annríki hér heima. Og svo hafði Merrik sér til hjálpar við }>að bæði Linklaters-hjón- in og málara og aðra húsaprýðingarmenn. Eg fór yfir þangað til að skoða það daginn áður en hún — áður en Evelyn kom. Og mér fanst viðgjörðin hafa tekist ágætlega. Mér geðjaðist þó bezt að herberginu þínu, Jeremy. ” “Einmitt það,” sagði hann brosandi. “Jæja, það minnir á liðna tímann, Nóney — æskustundirnar okkar saman. Alt er þar eins og áður var, og meðan eg lifi verður engi11 breyting gerð þar.” ';g Eldhúshurðinni var nú skelt aftur. Úti í garðinum skálmaði Etta íPinder með þvottæ körfu í fanginu yfir að löngu stagi alj)öktu fötum, sem hún var að sækja. Hann sneý1 sér þá að Nónu og varúðar-gríman var nu alveg horfin af andliti hans. “Segðu mér, Nóney, hvort það sé satfi sem eg heyri um Merrik — að hann eyo1 mestu af tíma sínum hjá Evelyn, en fáuffl stundum hjá þér; að hann vanræki þig, og liafi alt af gert J>að, síðan hún kom hinga® í dalinn?” “Eg vildi að þú hefðir ekki spurt mig um þetta, Jeremy. Eg — eg vonaði að þu mvndir ekki gera það.” “En, vegna hvers ekki?” “Eg vil ekkert um }>að tala. Get J>að ekki. “Er það ekki nógu gild ástæðæ?” “Naumast. Ef til vill þó. Eg get skilið tilfinningar J>ínar—” Nóna hló nú og í rödd hennar virtist honum hann heyra hreim, er liann kannað- ist við. Hann starði á hana undrandi, eins og hann gæti ekki trúað sínum eigin eyriun — þetta var sami hljómurinn, sem hann hafði heyrt Evelvn hlæja í — sami óþægileg1 hæðnistónninn. Var Nóna líka að hlæja nð honum? “Það er J>á satt, er }>að ekki?” sagði hann á ný. “Alt, sem sagt er?” “Það veit eg ekki. En það er reyndar satt, að Merrik er æði oft hjá Evelyn. Hvað um það?” “Hvað um það! Þú spyrð svona, þótt Merrik sé eiginmaður þinn, og kvenmaður inn, sem fólkið masar um, sé min kona- Þetta get eg alls ekki skilið. Elskar Merrik þig ekki?” “Ó, Jeremy!” Það var sársaukahreimur í mjúku röddinni, er lxún nefndi nafnið hanSi leit til hans ávítandi augnaráði, og bætti við1 “Merrik er mér vænn og góður. Hann et mér alt það, sem eg ætlast til af honum. ’ ’ “Veit Merrik um afstöðu okkar — að við gengum í gegnum giftingarathöfn, sexu við hugðumst liafa fullan rétt til að gera?” Nú gat hún horft beint í augu hans og sagt honum ósatt, því liún vissi, að sann- leikurinn myndi aðeins valda þeim meiri vandræða og liugarangurs. Merrik veit þuð ekki,” sagði hún. “Þú ert ekki að segja mér alt eins og'- það er; er J>að ekki satt?” “Eg er að segja þér alt, sem þú þarft að vita, að því er snertir sambúð okkar Mer- riks. Um vináttu hans og Evelynar er alt öð'ru máli að gegna. Það kemur þeim ein- um við.” “Og mér,” sagði hann í gremjutón- “Það snertir mig mjög mikið.” “Þú ætlar ekki að fara í illdeilur við Merrik? Eg vil að þú lofir mér því. Þú verður að gera J>að, Jeremy. Það þýðir —- það er mjög áríðandi fyrir mig. “Evelyn er konan mín, eins og þú veizt.” “Já. En svo er ýmislegt — ó, en livaö J>ýðir um það að tala!” Hún leit til hans og' hrukkaði brýnnar svo þær náðu næstum saman, en græni glampinn elnaði í auguni henni. Orðin, sem hún ætlaði að segja, og' það sem hana langaði til að ffifa um við hann, brann á vöfum lienni. En ef hún segði nokkuð af þessu, vissi hún að það myndi gera alt verra. Það myndi óðar egna gremju hans hennar vegna og hann þá að- eins freistast til að ‘fremja einhverja heimskulega hetjudáð, sem aukið ólán leidd1 yfir J)au öll. “Láttu þetta liggja kyrt um hríð> Jeremy — viltu ekki vera svo vænn að gera það fyrir mig? Ejg er ekkert óróleg út af Merrik, eða athöfnum hans. En þú — þér í raun og veru ant um konu þína?” “Já. 1 gærkveldi hélt eg — datt mér margt í hug. sem mér, í ljósi þess er eg hef1 nú komist að, virðist fremur lieimskulegt- Mig undraði þá, því hún væri að hlæja að mér, en nú furðar mig það, að hún skyldi ekki hlæja háværar en hún gerði. Broslegf — sumt af því, sem eg sagði,- hlýtur að hafa hljúmað hlægilega í eyra henni. Það til dæmis — eins og þú getur nú skilið — þá er eg var að tala um ánægjulegt heimili handa okkur, }>egar henni var fremst í huga að eyðileggja l>að. Eg geri ráð fyrir að hafa aldrei }>ekkt Merrik nákvæmlega. Held nu að eg hafi altaf misskilið hann. Og þú hugs- ar líklega eins — er það ekki ?, Vertu ntf hreinskilin — er það ekki svó?” “Góði Jeremy —” “Hví heldur J>ú vörnum uppi fyró; hann, eins og J>ú gerir? Hvaða réttindi a hann til þess að breyta svona lúalega við þig? Það var líka einmitt þitt fólk, seiö frelsaði hann frá að lenda í göturæsinu eða Jmrfamannahælinu og gerði honum fært að mannast — gaf honum tækifæri til að gei-a dóttur þeirra —”

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.