Lögberg - 06.11.1941, Blaðsíða 1

Lögberg - 06.11.1941, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines ,A V'^on«’o1j i°xZ ‘ Cot' Servioe and Satist'action 'Sl. ARGANGUE PHONE 86 311 Seven Lines „ c ers d 0°t- For Better Dry Cleaning and Laundrv NCMER 45 Við bæjarstjórnarkosningar í Winnipeg, sem fram fara þann 28. yfirstandandi mánaðar, verð- ur í kjöri til skólaráðs mætur fs- lendingur, Bergþór Emil John- son; hefir hann um alllangt skeið tekið drjúgan þátt i ís- lenzkum mannfélagsmálum í þessari borg, og hvnrvetna þótt hinn liðtækasti maður. Mr. Johnson er fæddur í Mikley, en fiuttist ungur með foreldrum sín- um til Lundar; hann útskrifað- ist af Jóns Bjarnasonar skóla, en lauk síðan kennaraprófi, og stundaði skólakenslu í grend við Winnipeg í sjö ár; hugur hans beindist að lögfræðinámi, er hann stundaði í eitt ár, en varð að hætta við vegna þröngs fjárhags. Mr. Johnson hefir lagt gjörva hönd á margt; hann hefir verið Leitar endurkosningar í boejarstjórn Mr. Victor B. Anderson, leitar endurkosningar til bæjarráðs fyrir 2. kjördeild þann 28. þ. m. Hann hefir átt sæti í bæjarráði Victor B. Anderson í sex ár við góðan orðstör og batnandi; er hann manna sam- vinnuþýðastur, og telur ekki eft- ir sér nein þau spor, er kjósend- um hans miðar til hagsbóta. Mr. Anderson verðskuldar endur- kosningu með auknu afli at- kvæða, og má því vist telja, að fslendiingar veiti honum óskift fylgi. kaupmaður, fiskimaður( bóndi, leikhússtjóri og fréttaritari fyrir Winnipeg Free Press, en starfar nú í þjónustu Union Loan and Investment félagsins er þeir Péturssons-bræður starfrækja; hann hefir verið forseti “Fróns”, átt sæti í stjórnarnefnd Þjóð- ræknisfélagsins, og er um þess- ar mundir forseti Sambandssafn- aðar. Aðeins einn íslendingur mun hafa átt sæti i skólaráði Winni- pegborgar, Árni lögfræðingur Anderson, og er nú langt um lið- ið. Nú gefst íslendingum kost- ur á að styðja til skólaráðs á' ný, hæfan áhugamann, sem góðs má af vænta á þeim vettvangi, þar sem Mr. Johnson er, og ætti hver og einn íslenzkur kjósandi í 2. kjördieild, að gera sér það að skyldu, að greiða honum for- gangsatkvæði. Flutti ræðu um söngment á Norðurlöndum “Grand Forks Herald” frá 26. október flytur all-ítarlegan út- drátt úr ræðu um söngment á Norðurlöndum, “Our Scandina- vian Heritage of Song,” sem dr. Richard Beck hafði flutt á 60 ára afmælishátíð norska karla- kórsins “Bjarne” í Grand Forks kvöldið áður, en dr. Beck var aðalræðumaður við það tæki- færi. Samkvæmt frásögn blaðsins hafði ræðan, jafnhliða því að vera lýsing á norrænni söng- ment, verið lögeggjan um viðhald og varðveislu norrænna menn- ingarverðmæta hér í álfu. Fram- haldandi rækt við söngment Norðurlanda. í landi hér, taldi ræðumaður meginþátt í þjóð- ræknislegri viðleitni Norður- landabúa alment vestan hafs. Blaðið getur þess einnig, að dr. Beck hafi verið einn af þrem mönnum sem karlakórinn sæmdi 60 ára afmælismerki sínu við þetta tækifæri; hinir voru John Moses ríkisstjóri Norður Dakota, sem er fæddur og uppalinn í Noregi, og Henry Holt, formaður Norway Relief nefndarinnar þar í ríkinu. Tilkynning til Lögbergs Kæri ritstjóri: f sambandi við bréf mitt dags. 24. f. m. viðvíkjandi lausnar- beiðni íslenzku rikisstjórnarinn- ar leyfi eg mér að tilkvnna þér að mér hefir nú borist svohljóð- andi símskeyti frá utnaríkis- ráðuneytinu i Reykjavík: Ríkisstjóri i gær tilkynti eft- irfarandi: Eftir að hafa kyni sér svo rækilega sem kostur hefir verið viðhorfið á AIl>ingi hefir ríkisstjóri ákvcðið að fresta J>vi að fallast á lausnar- beiðni ráðuneijtisins þar til út- séð er um það hverja af- greiðslu dgrtíða.rmálin fá a aukaþingi því er mí situr. Ráðuneytið hefir ekkert að at- huga við frest þennan og mun það halda áfram stjórnarstörf- um á sama hátt sem hingað til. Símskeyti þetta virðist sent frá Reykjavík hinn 31. október. Með beztu kveðjum, Thor Thors. --------V--------- Prófessor Sigurður Nordal sœmdur nafnbót Splunkurnýtt mánaðarblað, The Scandinavian News, sem gefið er út í bænum London v Ontariofylki, lætur þess getið, að á fimtugasta starfsafmæli sinu, þann 12. október síðastlið- inn, hafi Gautaborgarháskóli í Sviþjóð, sæmt prófessor Sigurð Nordal heiðursdoktorsnafnbót. Áherzla mikil var á það lögð við þessd hátíðarhöld, hver menning- arleg nauðsyn að samvinna milli Norðurlandaþjóðanna væri, og þá ekki hvað sízt eins og nú hag- aði til. --------V—-------- Býður sig fram til bœjarstjórnar Mr. Ernest Hallonquist , Við næstu bæjarstjórnarkosn- ingar í Winnipeg, þann 28. þ. m„ bj'ður sig fram í 2. kjördeiild Mr. Erncst Halloncjuist, sænskur blaðútgefandi, ötull og áhuga- samur, liðlega fertugur að aldri: hann leitar kosningar til eins árs, eða fyrir það tímabil, sem C. Rhodes Smith gegndi eigi til enda vegna kosningar hans á fylkisþing. Mr. Hallonquist er fæddur og uppalinn í 2. kjör- deild, og hefir mikið gefið sig við mannfélagsmálum við góðum árangri; hann er vel hæfur mað- ur fyrir þá stöðu, er hann nú sækir um, og væri vel, að fslend- ingar veittu honum fylgi. Mr. Hallonquist er kvæntur maður og á tvö börn; heimili hans er að 964 Valour Road. Fimtíu ára afmœli Norðurlandamála- deildarinnar við ríkisháskólann í Norður Dakota Allmargir háskólar í Banda- ríkjunum hafa um langt skeið vei.tt fræðslu í Norðurlandamál- um og bókinentum. Einn af þeim er ríkisháskólinn í Norður Dakota og átti Norðurlandamála- deildin þar fimtíu ára afmæli á þessu hausti. Deildin var stofnuð með sér- stakri ríkisþing'ssamþykt árið 1891, er mælti svo fyrir, að fræðsla skyldi veitt við ríkishá- kólann í Grand Forks i norræn- um fræðum, og hófst kensla í þeim þar þá um haustið. Fyrsti kennarinn var norskur prestur, Dr. .Richard fíeck, prófessor í norrænum fræðum við háskóla Narth Dakota ríkis. Rev. G. T. Rygh, sem gegndi því embætti í fjögur ár, «g féll kenslan þá niður um nokkur ár. Hófst hún að nýju haustið 1898 og var kennarinn prófessor E. J. Rollefson, er kendi jöfnum hönd- um Norðurlandamál og efnafræði na'stu þrjú árin. Þá varð John Tingelstad, sem einnig var prestvígður maður, prófessor í þýzku og Norður- landamálum, og kendi hann þau fræði næstu tíu árin^ eða til 1911, en þá gerðist hann eingöngu kennari í Norðurlandamálum og bókmentum og skipaði það em- bætti þangað til hann lét af starfi 1928. Hann hafði mætur á islenzkum fræðum og kendí um skeið norrænu; þótti hann ágætur kennari og var einkum kunnur fyrir túlkun sína á rit- um Henriks Ibsen, norska leik- ritaskáldsins heimsfræga. Árið 1928-29 önnuðust tvcir ungir háskólamenn norskrar ættar kensluna í Norðurlanda- málum en þá um haustið tól< dr. Richard Beck við kenslunni í þeim fræðum og forstjórn deildarinnar og hefir skipað það embætti síðan. Jafnframt kensi- unni, hefir hann, eins og al- kunnugt er, flutt sæg fyrirlestra um Norðurlönd, bókmentir þeirra og menningu, víðsvegar, sérstaklega um íslenzk og norsk efni, og ritað mjög mikið um sömu efni, á ensku, íslenzku og norsku. Sökum þess hve margir af nemendum rikisháskólans i Norður Dakota eru af norskum ættum, er mest áherzla lögð á kenslu í norsku og norskum bók- mentum í Norðurlandamáladeild- inni, en bókmentir annara Norð- urlandaþjóða verða þó ekki úl- undan. Ríkisháskólinn í N. Dakota er einn af tveim háskól- um í Bandaríkjum (hinn er Cornell), sem árum saman hefir veitt fræðslu i íslenzku nútíðar- máli; stunda 5 nemendur það nám í vetur. Fornmálið (nor- Frú Jórunn Líndal látin Síðastliðinn laugardag lézt eft- ir þvinær þriggja mánaða þnng- bært sjúkdómsstríð á Almenna sjúkrahúsinu hér i borginni, frú Jórunn Lindal, kona Walters J. Lindal( K.C., forseta Liberal samtakanna í Manitoba, ein hin allra glæsilegasta og áhrifamesta dóttir íslenzka landnámsins í Vesturheimi. Frú Jórunn var á fertugasta og sjötta ahlursári er dauða hennar bar að; í rauninni í blóma lífs með sívikkandi verk- svið framundan; hún var dóttir hinna valinkunnu hjóna, Magn- úsar Hinriksscnar og eftirlifandi konu hans, Kristínar, er um langt skeið bjuggu rausnarbúi í Þing- vallanýlendunni í Saskatchewan. Frú Jórunn vakti ung athygli á sér fyrir frábærar gáfur; húu naut sinnar fyrstu mentunar í bænum Yorkton en hóf siðan nám við Manitoba háskólann og lauk stúdentsprófi árið 1916; að því loknu hóf hún laganám og naut starfsæfingar í lögvísi á skrif- stofu H. A. Bergman, K.C. Árið 1919 laúk frú Jórunn fullnaðar- prófi í lögum með fyrstu ágætis einkunn og öðlaðist málafærslu- réttindi ári seinna; hún var meðal þeirra fyrstu kvenna er lagaprófi luku í Manitoba, og hlaut sakir frábærra hæfileika sinna og námsástundunar, heið- ursverðlaun lögfræðinga félags- ins í fylkinu. Þann 25. apríl 1918 giftist Jórunn eftirlifandi manni sínum Walter J. Lindal, K.C. Varð þeim tveggja dætra auðið er heita Anna Ruth og Elizabeth Jo; efnilegar stúlkur í heima- húsum. Um nokkurt skeið stundaði frú J'órunn málafærslu- störf i félagi við mann sinn; en brátt kom að því að þjóðfélagið krefðist af henni umfangsmeiri og margþættari starfa. Hún tók sterkan þátt í samtökum Liberal kvenna; hún var virkur þátttak- andi í University Women’s Club, forseti fyrir Women’s Canadian Club, meðlimur i Social Seience félagi Winnipegborgar, og átti jafnframt sa>ti i Central Council of Social Agencies; hún átti frumkvæði að því að láta skrá- setja atvinnulaust kvenfólk i borginni, með það fyrir augum að afla því atvinnu. Og 1936 var hún af sambandsstjórn skiji- uð í ráðgjafarnefnd, er var hluti af National Employment Com- mission; varð hún brátt forseti þeirrar nefndar; í þeim víðtæka og ábyrgðarmikla verkahring naut frú Jórunn þar sem ann- arstaðar óskifts tráusts; enda gekk hún jafnan heil og óskift að verki. Með þvi síðasta er frú Jórunn tók sér fyrir hendur var það, að hrinda í framkvæmd fra'ðslustarfsemi meðal cana- diskra hermanna, þar sem gerð væri fyrir þvi ljós grein hve mikilvæg væri þaa grundvallar- atriði, er nú væri barist um. Tóku hernaðarvöldin í Ottawa tillögur hennar í þessa átt til fylztu greina og bygðu á þeim þær fræðsluaðferðir, sem nú eru viðhafðar. Með frú Jórunni Lindal er gengin grafarveg sú kona af ís- lenzkum stofni, er risið hefir hæzt í canadisku þjóðlífi og varpað hefir fegurstum bjarma á islenzka mannfélagið vestan hafs; hvin var göfug kvenhetja, sem holt væri að sem ailra flest- ir árfþegar hins íslenzka kyn- stofns tækju sér til fyrirmyndar. Frú Jórunn var jarðsungin á þriðjudaginn frá útfararstofu Thomson’s að viðstöddum afar- miklum mannfjölda. Kveðjumál flutiu Dr. E. M. Howse; prestur Westminster kirkjunnar og Dr. W. C. Graham, skólastjóri við United College. Lögberg vottar Mr. Lindal og sifjaliði hans öllu hlýja hlut- tekningu í þeim þunga harmi, sem nú hefir að þeim verið kveð- inn. ræna) er einnig kent þar, og hafa nokkrir framhaldsnemend- ur stundað þá grein, meðal ann- ara núverandi forseti ensku- deildar háskólans. Háskólinn á einnig yfir að ráða all-stóru íslenzku bókasafni, og áttu islenzkir stúdentar þar laust eftir aldamótin frumkvæð- ið að stofnun þess; söfnuðu þeir fé tif þess meðal landa sinna og varð vel ágengt. En eins og löngu er kunnugt hafa margir þeir íslendingar, sem mesta frægð hafa unnið sér og þjóð sinni í landi hér, útskrifast af Norður Dakota háskóla; er það og orðinn stór hópur af íslenzku fólki, sem lagt hefir þar að ein- hverju leyti stund á íslenzk fræði og norræn. -------V-------- Sambandsþing kemur saman Siðastliðinn mánudag kom sambandsþingið i Ottawa saman, en því hafði, sem vitað er, ein- ungis verið frestað frá i vor til þessa tíma. Fyrstu, aðalraíðuna flutti King forsætisráðherra, er laut í megin atriðum að stríðs- sókn canadisku þjóðarinnar, og viðhorfi stríðsins yfir hÖfuð.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.