Lögberg - 06.11.1941, Blaðsíða 5

Lögberg - 06.11.1941, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN G. NÓVEMBER. 1941 5 Þjóðræknisfélagsins, “Framtíð íslenzkrar menningar í Vestur- heimi.” Þau eru svona: “Eitt sinn skal hver deyja,” stendur þar. “Sérhverjum þeim er til fullvitundar fæðist, er það ljóst, hve órjúfanlegt islíkt lög- máí er; það hamlar honum samt ekki frá því að rækja skyldur sínar við lífið, heldur styrkir hann jafnframt miklu fremur í lifsharáttunni: Enginn fær mig ofan í jörð áður en eg er dauður. Hver helzt sem þau kunna að vterða, þjóðernisörlögin, er biða vor í þessu landi, þá skuldum vér það uppruna vorum og ætt að berjast fyrir sögulegri og menningarlegri tilveru vorri eins og sæmir ósöktum afkomendum og sæmir ósýktum afkomendum stofns.” —(Árdís). ---------V--------- M I N N I N G Jórunn Hinrikson Lindal Eftir lí. M. H. Það allra fyrsta, sem hún mundi eftir voru öll þau ósköp, sem faðir hennar las úr íslend- ingasögunum á vetrarkvöldin þegar hann hafði lokið gegning- unum og útiverkunum, þar sem hann bjó í Saskatchewan, og fylt eldiviðarkassann, til þess að geta haldið úti kuldanum þegar harð- fennið þakti landið eins langt og augað eygði. Svo koin að því að hún fór að telja timana — inánuðina vikurnar dagana til sjötta afmælisdagsins sins; því þegar hún væri sex ára mætti hún fara að ganga á skóla. Það var illa til fallið að þessi af- mælisdagur skyldi verða að vera í febrúarmánuði því mainma hennar áleit að það væri nógur timi fyrir hana að byrja skóla- gönguna næsta vor. En það voru svo mikil og auð- sæ vonbrigði fyrir þetta áhuga- ríka barn að fhðir hennar kendi j brjósti um hana, og næsta mánudagsmorgun eftir afmælis- daginn lagði litla stúlkan af stað og byrjaði nám sitt á alþýðu- skóla bygðarinnar. Hún stund- aði námið af kappi og las sjö- unda og áttunda bekk á einu ári. Að því loknu kvaddi hún Churchbridge, og fór til York- ton. Þar stundaði hún mið- skólanám. Foreldrum hennar þótti nóg um að láta hana byrja á miðskóla svona unga — aðeins tólf ára. En Jórunn Hinriksson hafði nú lært svo mikið að ótal margt fleira var að læra á lífs- leiðinni en það, sem skólarnir kendu. « Og hún hefir altaf fundið ný og ný viðfangsefni á lífsleiðinni hvar sem hún fór. Að enduðu miðskólanámi hóf hún háskólanám og svo lög- fræðisnám. Öll þrjú árin á laga- skólanum var hún efst í bekk, ög hlaut þau verðlaun, sem um var kept. Á meðan hún stundaði laga- námið, giftist hún Walter Lindal, sem sjálfur var lögmaður og kominn heim úr stríðinu frá Frakklandi, bilaður á heilsu: “Þegar við byrjuðum lögfræð- isstörf saman,” sagði Mr. Lindal, “höfðum við eina litla stofu uppi á elleftu hæð og leigðum þriðja manni part af henni með skrif- borði. Þetta kostaði okkur sama sem ekki meitt, enda var það hentugast, því við vorum alls- laus. En það var skemtilegt.” Lindal og Lindal höfðu síðar aðra skrifstofu að Lundar og fóru þangað einn dag í hverri viku — sina vikuna hvort. Ef til vill hefir Mrs. Linftal átt yfir rökföstum hugsunum að ráða og verið hneigð til þess konar athafna þegar hún hóf lögfræðisstörfin. Ef til vill hef- ir staða hennar aukið og eflt þessar meðfæddu vöggugjafir; en hvað sem því liður þá er það víst að öll þau ár, sem hún vann i þjónustu fylkis síns og lands síns voru hugsanir hennar sjálf- stæðar og skírar eins og kristall- ur; og henni var gefin sú mikil- væga gáfa að eiga fullan vilja til þess að hlusta og rökræða. Það er í letur fært að hún hafi aflað sér fjölda vina og tengt sér þá svo sterkum vináttubönduin að ekkert mátti slíta. Það er og í letur fært að þegar hún átti sæti í atvinnuleysisnefndinni og eins þegar hún var fulltrúi sám- bandsstjórnarinnar í nefnd þeirri, sem sá um kenslu ungu kynslóðarinnar, bæði fyrir fylk- in og sambandið, þá kölluðu skyldurnar hana oft til Ottawa. Og í höfuðstað landsins man fólkið eftir henni. Það man eftir þessari fögru, tignarlegu og til- komumiklu konu; þessari konu, frá Vestur-Canada, hversu vel hún bar sig og hversu prúð hún var í allri framkomu. Það man eftir konunni með yndislegu, sæ- bláu augun, rmeð bjarta víkings- hárið og þíðu og skæru röddina. Hún var kunnug í Ottawa, þar sem fjöldi fólks kemur í þeim tilgangi einum að leita eigin hagsiúuna — kunnug meða! þeirra, sem þar voru aðeins í þjónustuskyni. Hugur hennar snerist um það hverju hún mætti til vegar koma Iandinu og þjóðinni til hagnaðar; landinu, sem hún hafði lært að elska þeg- ar öldur tilfinninganna höfðu hrifið hana við heyrn og lestur fornra sagna. Ef hún lifir í minnum manna í stórhýsum við skrautgötur canadisku þjóðarinnar, þá lifir hún ekki síður i hreysum fá- tæklegra þorpa eða meðfram veg- leysum afskektra sveitabygða, þar sem hún átti stærstan og sterkastan þáttinn í því að stofna til fræðslu og kenna hinum hjálparþurfandi þá list að hjálpa sér sjálfur. Mrs. Lindal hlaut einkennilega uppskeru verka sinna þegar hún lá látt en hugrökk og skoðana- skír^ takandi tillit til annara þótt hún vissi það að dauðinn beið við dyrnar. Já, einkennilega uppskeru og þar á meðal var dýrgripur, sem mikilsverður var hinum rómversku kaþólsku systrúm er sendu hann — sendu hann til þess að vinkona þeirra mætti halda á honum í sinum lútersku höndum. Að kenna ungu kynslóðinni, að vinna fyrir stríðið — berjast með heilanum og hugsa um end- urbætt skipulag að stríðinu loknu — alt þetta var starí hennar síðustu ár æfinnar. En hún gerði fleira en vinna í nefndum, þó hún oft vekti við það fram yf.ir miðnætti. Og hún gerði fleira en skrifa og svara bréfum, þó hún einnig gerði það bæði fljótt og samvizkusamlega. Hún tók einnig þátt í leikfimi t. d. knattleikum og skaraði þar fram úr öðrum. Hún vann heið- ursmerki í spilum ásamt Mr. Lindal. Auk þessa lagði hún stund á isundlist, garðrækt, saumaskap, matreiðslu, o. fl. Hún átti tvær litlar d'ætur til þess að líta eftir; hún lék við þær og þær fylgdu henni út og inn og brutu heilann um það hvaða skemtanir mömmu kynnu nú að detta i hug Hæst. Æfisól hennar er nú hnigin til viðar einmitt þegar hún skein hæst á lofti. Skuggarnir hvíla þungt á vinum hennar, heimili hennar og ástvinum; þeir hvíla einnig yfir borginni hennar og landinu hennar. En minningin um hana skap- ar hugrekki og sterka trygð: “Þín minning lifir ástrík enn sem andi ljúfur blær; þó dauðinn taki annað alt, hann aldrei henni nær.” Sig. Júl. Jóhannesson þýddi úr Free Press. --------V--------- Lát merks Íslendings Með því að ekki hefir verið getið um lát Finns Finnson í ís- lenzku blöðunum vestan hafs, en hann var í fremstu röð þeirra af íslenzkri ætt er riðnir hafa verið við opinber störf í Ame- ríku, vil eg birta hér þær upp- lýsingar um hann er eg hefi get- að fengið. Finnur F'innson lézt í Detroit, Michigan, 6. febr. 1941. Hann var tengdabróðir hins alkunna verkamannaleiðtoga F r i ð r i k Fljózdal, er um langt skeið skip- aði með heiðri forsetástöðu í Brotherhood of Maintenance of Way Employees en hefir nú sagt af sér vegna aldurs. Finnur stóð mjög framarlega í fylkingu í þessum sama félagsskap eins og það ber vitni um að hann var ritstjóri að málgagni þess (JournaD frá þvi i nóvember 1914 þar til í september 1940, að þremur árum undanskildum. Skipaði hann margar aðrar trún- aðarstöður í félagsskap verka- manna, og naut í hvivetna hins bezta orðstýrs og álits. Finnur var austfirðingur að ætt, sonur Eiríks Finnssonar bróður Sigfinns og Þórðar Finns- sona er bjuggu í Fjallabygð ís- 'lendinga fyrir norðan Milton i Norður Dakota. Lézt Þórður þar, en Sigfinnur nálægt Wyn- yard? Sask. Báðir kunnir sæmd- armenn. Eiríkur fór til Noregs sem ungur maður og ílengdist þar. Þar fæddist Finnur 1881. Fluttist hann þaðan til Banda- ríkjanna árið 1900. Hafði hann numið prentiðn í Noregi, en fékk ekki atvinnu í þeirri grein hér. Byrjaði þá að starfa fyrir járn- brautarfélagið Canadian. North<- ern. Átti góðan þátt í því að koma rekspöl á verkamannafé- lag meðal starfsmanna, er sinna viðhaldi brautanna. Skipaði hann eina ábyrgðarstöðu eftir aðra innan þess félagsskapar og fór sífelt vaxandi í áhrifum og áliti. Átti í nokkur ár heima í Warroad, Minnesota, en flutti þaðan til Detroit, Michigan 1907. Eftir það starfaði hann fyrir allsherjar heildina sem Secretary of the Joint Protective Board — o;g síðar sem ritstjóri. Meðal annara lofsamlegra ummæla um starf hans og hann sjálfan að honum látnum, farast blaðinu er hann áður stjórnaði þannig orð: “Það var viðurkent af mörgum ritstjórum í öðrum fé- lögum verkamanna við járn- brautir, að blað hr. Finnsons væri eitt af beztu verkamanna- böðum í landinu.” Finnur var kvæntur Oddnýju dóttur Árna Brynjólfssonar og Jónínu konu hans, sem nú eru bæði látin. Voru þau ættuð úr Axarfirði í Norður-Þingeyjar- sýslu. Oddný er mesta myndar- og atkvæða kona. Áttu þau fjögur börn er öll lifa, tvær dæt- ur og tvo syni. Dæturnar eru: Mrs. Ralf Sloan og Mrs. L. H. Riechle, báðar í Detroit. Er Oddný nú til heimilis hjá Mrs. Sloan. Synirnir eru: Harold, starfsmaðuc hjá Western Electric Co., og Einar F. í Bandarikja- hernum, nú að Scott Field, Illmois. K. K. ó. --------V--------- Dánarfregn Föstudaginn 24. október and- aðist Jón Magnússon, á heimili Mr. og Mrs. W. H. Hannesson á Mountain. Jón sál. fæddist 6. jan. 1865 á Hóli í Tungusveit i Skagafjarðarsýslu. Hann kom til Ameríku og hér til Norður Dak- ota 1888. Árið 1896 giftist hann eftirlifandi konu sinni Guðríði, var hún ekkja Erlendar sál. Pálmasonar og átti tvo unga drengi er hjá þeim ólust upp. Þau eignuðust eina dóttur, og tóku síðar tvö börn til fósturs, og ólu öll þessi börn vel upp og gáfu þeim hið bezta heimili. Bjuggu þau allan sinn búskap i Akra-bygð og í grend við Vída- linskirkju og voru meðlimir þess safnaðar. Jón var velgefinn maður og drengur góður. Stundaði hann störf sín af trúmensku og dugn- aði. Hann var vinsæll í sveit, enda var hann góður eiginmáður og faðir og góður félagsmaður. Organisti var hann um alllangt skeið i Vídalíns-kirkju, og hafði miklar mætur á söng og gaf sig að því starfi sem laut að því að efla áhuga fyrir sönglistinni. Jón sál. var jarðsunginn frá Vídalínskirkju mánudaginn 27. október. Mrs. Sigmar söng sóló við útförina. Hann var lagður til hvíldar í grafreit Vídalins- safnaðar. Séra H. Sigmar jar§ söng. SEEDTIME a/ncC HARVEST Bt ícHíl Dr. K. W. Neatby 1 Dirtdcr, Agric%dtur<ú Drpariwunt North-West Line Elevator* Association GERMINA TION TESTS Last year we installed in our laboratory two modern germina- There is so much weathered grain in the country this year that the demand for tests will probably exceed th,e capacity of our laboratory. The sooner samples are sent in, therefore, the better. Consult any grain buyer of the line elevator com- panies associated with this De- partment. He will mail your samples to us. tors, each with a capacity of 300 samples in duplicate per week. We undertook to test samples of small grain seeds including wheat, oats, barley, rye and flax. Nearly 5,000 samples of seed were sent in by line elevator grain buyers for their customers. The results were of great value in assisting farmers to assess the value of their own seed. The germination tests are avaiiable again this year. Sam- ples of wheat, oats, barley rye ór flax intended for sowing nexl spring should be brought by farmers to their local line line elevatol agent as sjion as pos- sible. Forage crop and vegetable seeds will not be tested in our laboratory, but must be sent to the Government laboratories at Calgary, Saskatoon or Winnipeg. Sometimes cereal seeds exhibit what is known as “dormancy”. That is, seeds which are really alive refuse to germinate, especially in the autumn. This means^. of course, that the true viability of some samples mav be underestimated. It so hap- pens that this dormancy, or de- layed germination, as it is some- tirnes called, can be broken by special pre-chilling treatment. Thus, without pre-chilling, the true germination percentage may be underestimated. We have now installed a Frigidaire unit, specially built for our purpose, which will en- able us to pre-chill all samples sent in for tests. Dánarfregn Þriðjudaginn 14. dktóber and- aðist Þorbjörg Ásgrímsson á heimili sínu vestur af Hensel. N.I)., eftir stutta legu. Var hún rúmlega níræð. Þorbjörg Frðiriksdóttir Níelsen fæddist á Hofi í Hjaltadal í Skagafjarðarsýslu L marz 1851. Foreldrar hennar Friðrik Nielsen og Guðrún Halldórsdóttir. Hann af dönskum ættum, en hennar ætt úr Þingeyjarsýslu. Þorbjörg giftist Magnúsi Ásgrímssyni i október 1876; er hann látinn fyr- ir tveimur árum. Þau hjón eign- uðust 11 börn, 5 svnir dóu i æsku og ein fulltíða dóttir dó á fslandi, en 4 dætur og 1 sonur lifa móður sína og eiga hér heima í þessu ríki. Einnig lifir dóttursonur er þau höfðu alið uþp, Magnús að nafni. Þrjár systur og tveir bræður lifa Þor- björgíl. Þorbjörg var mesta ágætis- kona. Helgaði krafta sína fyrst og fremst heimilinu og ástmenn- unum, en var öllum góð, gest- risin og velviljuð — vel gefin og trú í sinni stöðu og störfum. Fjölskyldan brá búi i Skagafirði 1914 og flutti til Ameríku, og hefir síðan dvalið í Henselbygð- inni hér og notið vinsælda í ná- grenni sínu. Útförin fór fram frá heimilinu og Vídalínskirkju, sem hún til- heyrði. Mrs. H. Sigmar söng sóló við útförina. Séra H. Sig- mar jarðsöng hina látnu, og var við húskveðjuna aðstoðaður af Æev. Mr. Gress frá Crystal, N.D. The BUSINESS COLLEGE OF TO-MORROW— TO-DAY WE CANNOT MEET THE DEMAND FOR OFFICE HELP, And the demand is áteadily increasing. We now feel confident in stating that any average boy or girl can feel sure of a position at the end of his or her course. In addition to the private demand for office help the Dominion Government is engaging large numbers of clerks and stenographers for the Civil Service. The MANITOBA is especially well known for its training for Civil Service positions. Day and Evening Classea Evenings: Mondays 'and Thursdays 7.30 to 10 p.m. 1 m flniTOBfl comm€RcmL COLL€G€ Premises giving the most spacious accommodation per student in Westem Canada. Originators of Grade XI Admission Standard 334 PORTAGE AVE. ’ENTRANCE 4TH DOOR WEST OF EATON’S Phone 2 65 65 President, F. H. BROOKS, B.A., S.F.A.E. V

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.