Lögberg - 06.11.1941, Blaðsíða 7

Lögberg - 06.11.1941, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN (>. NÓVEMBER. 1941 % Sigurvegari hafsins Frá “Nemó” á Gimli. (Framhald) Enrique þræll Magellans hlaut rangan dóm. Það var Magellan sjálfur, sem hratt af stað þess- ari óhappa skæru með árásinni. Þjónninn var honum trúr og stóð við hlið hans til hins ýtr- asta, var þó særður og borinn meðvitundarlaus í ábreiðu sinni til skips. Nú var Duarte Barbosa með aðstoð Joao Serrao kosinn til foringja, og hann var nægilega heimskur til að segja vesalings djöflinum, þrælnum, að sér kæmi ekki til hugar að hundur gæti leikið iðjuleysingja þó hús- bóndi hans hefði dáið, og et hann ekki tafarlaust vildi fara i land sem túlkur til vöruskifta, hefði hann unnið til réttlátrar refsingar. Enrique brá ekkert við hótunina. Örgeðja sjálfsálit Malayans var horfið. i Hann fór aðeins af hlýðni til sölutorgsins, og gekk í samsærið með Rajah- anum af Cebu. Fjórum döguin eftir fall Mag- ellans kemur Enrique með fá- heyrð tíðindi til skipstjóranna. Hann kveður Rajah-ann hafi safnað gimsteinum, er hann vilji senda Spánarkonungi, og hvort þeir ekki vilji koma upp i fjör- una og veita þeim móttöku. Þeir steyptu sr hugsunarlaust í gildr- una, þustu í land 29 saman og þar á meðal einn reyndastl fyrir- liðinn og hafnsögumaður. — Til allrar heppni lág Pigafetti í sár- um og gat ekki farið. — Það var tekið á móti þeim viðhafnarlaust og fylgt til kofa úr pálmablöðum, sem átti að vera veizlusalur. í sama bili höfðu þeir sem voru á skipunum heyrt óp og köll úr landi en þá var Rapah-inn af Cebu að ljúka við móttökuna. Nú bar foringjatignina undir Joao Carvalqo gaf hann sam- stundis skipun um að hleypa af fallbyssunum á þorpið, drundi nú hver hliðskota þruman eftir aðra. Þá birtist hræðileg sýn. Joao Serrao hafði á síðasta augnabliki tekist að slíta sig úr höndum morðingjanna og flýði nú ofan til fjörunnar. Fjand- mennirnir eltu hann og sviftu hann vopnum; stóð hann nú varnarlaus. Hann þallqjði til Carvalho og bað hann senda bát með nægum vörum sér til lausn. ar. Það virtist um stund sem þetta gæti tekist; yerðið og vöru- magn var ákveðið, en þetta skildi þó greiðast í landi. Carvalho bjóst við svikum, þeir myndu ekki eingöngu ætla sér lausnar- gjaldið, heldur bátinn einnig. Þeir drógu því upp akker og sigldu af stað, en það sáu skips- menn að Serrao var brytjaður sundur í fjörunni. Þessu samfara var hópur inn- fæddra manna að rífa niður krossinn, sem Magellan hafði reist, svo það sem foringinn með mikilli þolinmæði hafði unnið að í margar vikur var nú eyðilagt á klukkutíma. Nú var vandi á höndum. Af 265 mönnum, sem létu innritast i ferðina í Seville, voru eftir 115, svo að skipin voru ekki full- mönnuð, því var betra að losna við eitt skipið af þeim þremur. Concepcion, sem var mjög lekt skip var affermt og brent, en Trinidad og Victoria sigldu sam- hliða burtu. Nii kom það átakanlega í ljós hversu skaðinn var mikill í frá- falli Magellans, þvi foringinn reyndist óviss í hverja átt halda skyldi, og í stað þess að sigla til Malakka-eyja, sem voru þar skamt frá. voru þeir á flækingi í 6 mánuði; allri sómatilfinningu var drepið niður dg Carvalho gerðist smánarlegasti ræningi. Loks varð hann svo illa kyntur af mönnum sínuin, er þó virtu engin lög að hann var rekinn úr foringjatigninni, en í hans stað var kosinn Sebastian del Cano. Að síðustu — eins og af hend- ingu — bárust þeir til Molucca (Hamingjueyja) 8. nóv. 1521, og lentu í Tidore. Landsmenn tóku þeim vonum framar vel. Þar fengu Spánverjar alt er þá fýsti. Þar keyptu þeir krydd, sem óðir menn, og létu i móti byssur sín- ar, yfirhafnir og belti, því nú átti að sigla beina leið heim og verða ríkir af sölunni af þessum dýr- mæta farmi, er hafði verið svo harðsóttur. Svo voru skipin byrgð með vistaforða, en þegar seglin voru dregin upp kom í Ijós að Trin- idad var ósjófær af fúa. Victoria gat þó ekki beðið lengur og lagði af stað heimleiðis. Það hafði verið tekið til ráðs að 51 sjó- mannanna héldu kyrru fvrir í Hamingjueyjunum meðan gert væri að skipinu. Þegar að lok- um þeir lögðu á stað heim á leið, fórst hún með öllu er á henni var. Victoria hafði eytt 30 mánuð- um í að sigla kringum hálfan hnöttinn. Nú var hún á heim- leið. Aldrei í sögu landaleitanna mun hafa komið í Ijós meira hugrekki en þá. Hún hafði mat- arbyrgðir til 5 mánaða, en hvergi gátu þeir fengið salt, svo svína- kjötið úldnaði í ofsahita bruna- beltisins, og til að komast hjá sótt er gæti stafað af lyktinni. vörpuðu þeir öllu fyrir borð, en hungrið varð eftir innanborðs. Victoria var hlaðin sem hún frekast var fær um, af mörg hundruð vættum af kryddvörum, en hver er sá maður með skræln- aðar varir og tómann maga, sem getur tuggið piparkorn eða kanelbörk, eða svelgja nutmeg (baunir) i stað brauðs. Á hverj- um degi var skrælnuðum líkum fleygt fyrir borð, og yfir 20 voru dánir er þeir loksins eftir 5 mán- aða ferð vörpuðu akkerum, 9. júli 1522 á höfninni Santiago í Capverdi eyjunni. Þessa eyju áttu Portúgajar, og að stíga á land var það sama og gefa sig á vald fjandmönnum sinum, en hungrið spyr ekki að lögum, svo að del Cano sendi menn til lands, en bauð þeim að segja þeir kæmu frá Ameriku. Bátur þessi frá Victoria kom svo hlaðinn af matarbyrgðum, og var tafarlaust sendur aftur ti! lands eftir meiru. Veitti þá del Cano þvi eftirtekt að verið var í undirbúningi með að ýta nokkrum bátum á flot í fjörunni. Bragð hans hafði komist upp. Hann dróg því upp seglin i hasli og sigldi leið sína en afhenti fé- Iaga sína örlögunum. Þó viðstaðan í •eyjunum væri stutt og endaslepp, var það sarat þar að hinn óþreytandi sögurit- ari var fyrstur allra manna til að veita sérstöku fyrirbæri eftir- tekt. Sjómennirnir sem sendir voru í land, komu með þá furðu- legu nýjung, að þá væri fimtu- dagur, þar sem skipsmenn héldu áreiðanlega það væri miðviku- dagur. Pigafetta hafði haldið dagbókina með mestu nákvæmni í þrjú ár. Gat hann hafa týnt degi? Hann spurði Alvo hafn- sögumaninn, hann hafði haldið dagbók yfir ganghraða skipsins, og þóttist hann einnig viss í að það væri miðvikudagur. Af því þeir stýrðu stöðugt í vestur, gat skeð að þeir hefðu hlaupið yfir dag i tímatalinu. Þegar Piga- fetta gaf skýrslu sína um þetta undarlega fyrirbæri, gátu menn ekki áttað sig á því, Þá vissi enginn að hver sem fylgir sniin- ingi jarðarinnar kringuin hnött- inn græðir einn dag. Victoria var nú bráðum kom- in heim, hún var orðin sundur- slitin af ofraun og svo sem hún geygaði öll til og styndi, hún beitti siðustu kröftum sínum til að komast seinustu mílurnar. Þegar skipið fór frá kryddeyj- unum voru á þvi 66 menn, en nú aðeins dálítill hópur, sem stöðugt urðu að standa við dæl- urnar. Fjórða sept. 1521 sáu þeir um síðir Capo St. Vincent, hann er suðvestur oddi Portúgals —“og aðþrengdari en nokkrir menn hafa verið.” Að tveimur dögum liðnum höfðu þeir tekið höfn í mynninu á Guadaiquiver, en þaðan létu þeir í haf þrem árum áður. Þá voru eftir 18 lifandi; féllu þeir á kné og kystu jörðina — föður- land sitt. Morguninn eftir var Victoriu siglt upp ána til Seville. “Skjót- ið!” kallaði del Cano. Skot- þruman bergmálaði hinu megin árinnar. Með sömu byssunum höfðu þeir kvatt Spán, og með sömu byssunum kvatt Magellan- sundið og heilsað hinu ókunna Kyrrahafi. Með sömu byssum höfðu þeir einnig heilsað ný- fundna hafinu við Filippseyjarn- ar, en aldrei höfðu þær (jrunið svo hátt og glaðlega sem nú er þær kyntust komu þeirra. “Vér erum komnir aftur. Vér höfum unnið það starf, sem enginn á undan oss leysti af hendi. Vér höfum fyrstir allra manna sigit í kringum hnöttinn.” — , Mesti fjöldi bæjarbúa flyktist ofan að ánni, “til að dá þetta fræga skip, sme hafði farið slíka frægðarför, er var undraverðari öllu því, er komið hafði fyrir frá því guð skapaði heiminn,” svo sein Oviedo ritar. Mannsöfnuð- urinn starði á sjómennina með djúpri lotningu, er þeir gengu í land af Victoríu, og horfði á hversu þeir skjögruðu af þrótt- leysi á göngunni, hvernig þeir hnutu, hversu úttaugaðar, veiklu- legar og uppgefnar þessar hetjur voru sem höfðu elst um manns- aldur á þremur árum. Þeim var borinn matur, en á undan honum efndu þeir heit sín er þeir höfðu gert í mestu þrautum sinum. Þeir gengu berfættir og iðrandi i skrúðgöngu til kirkju og þökk- uðu hátíðlega þeim almáttuga fyrir heimkomu sína, og lásu bænir fyrir leiðtoga þeirra, sem fallið hafði við Macton og fyrir 200 föllnum félögum sínum. Fréttin um heimkomu þeirra flaug sem eldur í sinu út um alla Norðurálfurta. Frá því á ferðum Columbusar hafði engin ferð skekið svo saintíðina. Landa- fræðin var sezt í stafn til eilifð- ar en þegar skip frá Seville sigldi stöðugt í vestur og lenti í sömu borg, þá varð það ekki hrakið a.ð jörðin var hnöttótt, umgirt sam- hangandi höfum. Columlms hafði siglt undir spönsku flaggi í nýtízku landaleit, sama hafði Magellan gert og lokið við það. Á þrjátíu árum hafði mannsand- inn unnið meira en í þúsund ár áður. Jafnvel bankarnir sem lánað höfðu fé til útgerðarinnar gátu verið ánægðir, þeir höfðu 520 vættir (hérumbil 26 tonn) af kryddi i farminum á Victoriu og höfðu grætt á fyrirtækinu 1500 gull dugata er borguðu skipa- tjónið, en þar í eru þó ekki reiknuð 200 mannslíf. Tólf menn voru þó gagnteknir af hræðzlu þegar þessi tíðindi gerðust að eitt af skipum Mag- ellans afði komist heim. Það voru samsærismennirnir af San Antonio, sem komið höfðu til Seville fyrir meira en ári síðan. Þeir sögðu að samsærið hefði stafað af föðurlandsást, en mint- ust ékkert á “paso,” þeir sögðu einasta frá firði, sem þeir hefðu fundið og Magellan hefði haft í hyggju að afhenda Portúgölum flotann. Til láns fyrir þessa stroku- menn hafði del Cano — sem nú var æðstur af eftirlifandi foringj- um — verið í flokki þeirra, sem stofnuðu samsærið í San Julian, og þvi var hann þeim hliðhollari, þeir komust þvi hjá refsingu og gleymdust í fagnaðarlátunum. öllu hrósinu sem hefði átt að lenda á Magellan var nú.ausið yfir del Cano, en sannleikur er það, að þrekvirlcið jem Magellan keypti með lífi sínu reyndist lít- ils virði Ifyrlr mannkynið, þvi mörg þeirra skipa, sem hafa ráð- ist i að fara þessa leið lentu í slysum, svo að fjöldi skipa hafa flúið frá þessari háska leið, og kusu fremur að flytja vörurnar eftir Kyrrahafinu og selflytja þær landleiðina yfir Panama. Eftir mannsaldur frá þessum atburðum, var'sundið að mestu fallið í gleymsku. Fimtíu og átta árum eftir fund þess, fór Drake eftir því er hann ætlaði að ræna spanskar nýlendur á vesturströnd Suður-Ameríku. Siðan hafa stöku hvalaveiðaskip og fáein önnur farið um sundið, sem Magellan hugði að myndi verða megin samgönguleið milli Evrópu og suðurhafanna. En sagan gleymir aldrei fyrsta skipstjóranum, sem fór um sund • ið, manninum, sem sannaði að jörðin var hnöttur og einnig það hve miklu mannlegt hugrekki getur afkastað. (.Þýtt úr Renders’ Digest) Erlendur Guðmundsson. f '‘The Parents’ Book, London, '1913, bls. 541 er sagt að kona Magellans hafi sprungið af harmi er hún frétti lát hans.—E. G. --------V--------- Þrír menn og einn hundur Stgtt úr “útrás Mnrks Twain.” William Swinton og eg vorum blaðamenn í Washington. Við bjuggum saman og lentum í fjárþröng. Við urðum að ná okkur í 3 dollara áður en dagur var að kvöldi kominn. Swinton sagði, að við skyldum fara út og athuga, hvað við gætum gert. Hann efaðist ekki um að alt myndi ganga að óskuin. “Guð almáttugur mun sjá fyrir því,” sagði hann. Þegar eg hafði gengið um göt- urnar i ldukkutima og reynt að' finna einhverja leið til að út- vega þessa peninga, settist eg niður í anddyri gistihúss. Alt í einu kom fallegur hundur ti! mín, dillaði rófunni og hvíldi skoltinn á hné mínu. Hann var alveg eins fallegur og ung stúlka og við urðum strax hrifnir hvor af öðruin. Litlu seinna bar þar að Miles, þjóðhetju, foringjn stórskotaliðsins. Hann fór að ldappa hundinum. “Þetta er ljómandi fallegur hundur,” sagði hann. “Viljið þér selja mér hann?” “Eg komst við. Spádómur Swintons hafði ræst undursam- lega. Eg sagði: “Já.” “Hvað viljið þér fá fyrir hund- inn?” “Þrjá dollara.” “Þrjá dollara,” endurtók hers- höfðinginn, öldungis hissa. “Ef eg ætti hundinn, mundi eg taka hundrað dollara fyrjr hann. Hugsið þér yður betur um — eg vil ekki hrekkja yður.” “Nei, þrir dollarar, það er verðið.” “Jæja þá,” sagði hershöfðing- inn, og hann borgaði mér þrjá KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & D00R CO. LTD. HENRY AVENUE and ARCYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551. dollara og tók hundinn á burt með sér. Eftir drykklanga stund kom sorgbitinn maður. Hann skim- aði alt í kringum sig, var auð- sjáanlega að leita að einhverju. Eg sagði við hann: “Þér eruö að leita hundi.” Það hirti yfir andliti' hans. “Já,” sagði hann. “Hafið þér séð hann.” “Já,” sagði eg. “Hann var hérna fyrir nokkrum mínútum síðan, að eg sá hann elta mann í b/urtu. Eg held, að eg gæti fundið hann fyrir yður.” Eg hefi sjaldan séð mann eins þakklátan og hann; þegar eg sagði, að þar eð það mundi taka mig dálítinn tima að ná í hund- inn, vonaði eg, að hann mundi borga mér eitthvað fyrir fyrir- höfn mína. Hann sagði, að það skyldi hann gera með ánægju, og spurði síðan, hvað mikið eg vildi fá. “Þrjá dollara,” sagði eg. “Já, en það er ekki neitt,” sagði hann undrandi. “Eg skal borga yður tíu dollara.” “Nei, þrír dollarar er verðið.” Swinton hafði sagt, að það væri upphæðin, sem Drottinn myndi útvega okkur. Mér fanst það vera blátt áfram óguðlegt að taka einn eyri meira. Eg fór til her- bergis hershöfðingjans á hótel- inu og kom að honum þar sem hann var að gæla við hundinn. “Mér þykir það leiðinlegt,” sagði eg, “en eg verð að fá hund- :nn aftúr.” Hann varð steinhissa. “Fá hann aftur,” sagði hann. “En eg á hundinn. Þér selduð mér hann fyrir það verð, sem þér settuð upp.” “Já, það er satt,” sagði eg, “en eg verð að fá hann, af því að maðurinn vill fá hann aftur.” . “Hvaða maður?” “Maðurinn, sem á hann. Eg hefi aldrei átt 'hann.” Um stund virtist hershöfðing- inn ekki geta komið upp neinu orði. Svo sagði hann: “Ætlið þér að segja mér það, að þér haf- ið selt mér annars manns hund — og vitað af þvi?” “Já, eg vissi, að það var ekki minn hundur.” “Hvers vegna selduð þér hann þá.” “Eg seldi hann, af því að þér vilduð fá hann. Þér buðust til að kaupa hundinn. Eg var ekk- \ \ \-Cr V ert hræddur við að selja hann — mér hefði ekki einu sinni dottið í hug að selja hann — en eg hélt að það mundi vera á- nægjulegt fyrir yður-------” “Ánægjulegt fyrir mig,” greip hann fram í. “Þetta er sá ein- kennilegasti greiði sem mér hefir nokkurn tíma verið gerður — selja hund, sem---------” Þarna greip eg fram í fyrir honum: “Þetta kemur ekki mál- inu við. Þér sögðuð s'jálfir, að hundurinn væri að öllum líkind- um hundrað dollara virði. Eg fór aðeins fram á að fá þrjá. Var nokkuð ,óheiðarlegt við það.” “Hvað í ósköpunum hefir það að segja. Aðalatriðið i málinu er, að þér áttuð ekki hundinn — skiljið þér það ekki. Það virðist sem svo, að yður finnist það eng- inn ósómi að selja eignir, sem þér ekki eigið, svo framarlega sem þér seljið þær ódýrt. Jæja, ef —” “Gerið það fyrir mig að rífast ekki um þetta meira,” sagði eg. “Eg verð að fá hundinn aftur, því að maðurinn vill fá hann. Skiljið þér ekki að eg ræð engu í þessu máli. Setjum sein svo, að þér selduð hund, sem þér ættuð ekki. Setjum svo að — _____»> “ó, verið þér ekki að skap- rauna mér með fleiri bjánaleg- um ástæðum. Takið hann og lofið mér að vera í friði.” Svo borgaði eg honum aftur þrjá dollarana og teymdi hund- inn niður stigann. Eg afhenti eigandanum hann og fékk þrjá dollara fyrir vikið. Eg gekk í burtu með góða samvizku, þvi eg hafði hegðað mér heiðarlega í alla staði. Eg hefði aldrei getað notið þessara þriggja dollara, sem eg seldi hundinn fyrir, því að eg átti þá ekki með réttu. En dollarana þrjá, sem eg fékk fyrir að skila honum aftur til hins rétta eig- anda, átti eg réttilega, þvi eg hafði unnið fyrir þeim. Þvi hæg- lega gat svo farið að maðurinn hefði aldrei fengið hundinn sinn aftur, ef að eg hefði ekki hjálp- að honum til þess. (Lauslega þýtt—Lesbók). prmhnq • • distinctn)e and persuasWe jpiUBLIClTY that attracts and compels action on the part of the customer is an important factor in the development of husinesá. Our years of experience at printing and publishing is at your disposal. Let us help you with your printing and advertising problems. ' # i Ohe COLUMBIA PRESS LIMITED 695 Sargent Ave. ' WINNIPEG Phones 86 327 - 8

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.