Lögberg - 06.11.1941, Blaðsíða 6
6
LötíBEftG, FIMTUDAGINN 6. NÓVEMBER. 1941
Afdalalæknirinn
“Honxim líður fremur báglega.”
“Nokkrar líkur um afturbata?”
‘ ‘ Dágóðar. ’ ’
“En mér skilst a'ð baan myndi deyja án
eftirlits yðar? ” „
“Til þess eru miklar líkur.”
Raudall kinkaði kolli, smeygði bönd nið-
ur í vasa sinn og dró þaÖan upp rautt pen-
ingaveski.
“Úr því svo er, þá skal eg gera yður
þetta arðvænlegt. Fimm hundruð núna, og
annað eins eftir jarðarförina —- og enginn
þarf að geta sér til um það, að þér hafiÖ
ekki lagt honum til yðar bezta eftirlit. ”
“Hann gæt'i jafnvel dáið þótt eg veitti
honum mína beztu getu til bjargar. Ef svo
færi, þá værið þér að eyða fé yðar til
einskis.”
“Eg skal eiga það á hættu, og hygg
enda að eg hafi jafnvel þá engu tapað. Hérna
eru peningarnir. ”
Randail kastaði tíu fimtíu dollara seðl-
um á borðið og stakk veskinu aftur í vasa
sinn. Lance leit eins og óafvitandi á seðl-
ana, en hreyfði, ekki við þeim.
“Svo þér hyggið þetta sé verðlag mitt,
ha ? ”
Hjarðbóndinn virti Lance fyrir sér
augnabliksstund með krepta brá og kink-
aði kolli.
“Það er vænn skildingur,” sagði hann.
“Tíu sinnum meiri en eg myndi bjóða nokkr-
um öðrum manni.”
“Mitt hlutverk er að bjarga lífinu —
þar sem eg fæ komið því við.”
Randall hallaði sér aftur á bak í stóln-
um með rannsakandi augnaráði.
“Við þurfum á góðum lækni hér að
lialda. Höfum lengi þurft þess, en flestir
iæknar fara hér fyrir ofan eða neðan garð.
Og eg get naumast láð þeim það. Van Seoy
stökk burtu þegar hans var mest þörf — og
leiddi yfir sig einlægan liaturshug með þvi,
en var ef til vill að setja sig upp sem nokk-
urs konar varúðardæmi. ”
1 þessu orðalagi duldist einhverskonar
ógnun. En Lance skeytti því engu og Ran-
dall hélt áfram í jafnaðartón:
“Úr því að þér eruð nú hér kominn, þá
ætti vður að geta vegnað vel — ef þér látið
stjórnast af almennri dómgreind. En það
er óhjákvæmilegt. Dauðir menn geta ekki
orðið öðrum að liði.”
“Með öðrum orum dugað eða drepist,
haf”
“Eg hygg það sanni næst. Mér var ekk-
ert gefið um hvernig Apé hagaði sér. Hann
er á hinn bóginn í minni þjónustu — og þeg-
ar eitthvert verk er liafið, þá er mér ávalt
ant um að sjá því borgið til enda.”
“Mér er sagt að þér ráðið nokkurn veg-
inn lögum og lofum hér um slóðir.”
“Það er ef til vill ekki fjarri sanni, áé
á alt litið.”
1 þessn svari fólst ekkert gort eða yfir-
læti. Aðeins viðurkenning veruleikans.
“Og ef þér ryðjið MacVeigh frá, þá ráð-
ið þér öllu hér?”
“Það er alt og sumt. Hitt er þó eins
víst, að hvað sem um hann er að ræða, þá
hefi eg mest alt hér í hendi mér. Áhrif lians
eru nú ekki lengur meiri en það.”
“Naumast þá þúsund dala virði ?” sagði
Lance í andmælistón.
Augu Randalls drógust saman.
“Hann er mér þess virði eins og nú
stendur. Þegar eg ætla mér að sjá fyrir
enda einhvers, þá geðjast mér illa að evða
löngum tíma til slíks.”
Svipur hans var nú ögrandi. Lance ýtti
f)eningunum til hans og stóð á fætur.
“Eg hefi hlustað á ráðagerð yðar, Ran-
dall. Og gef vður nú augnabliksfrest til að
hypja yður út héðan.”
Undrunarsvipur með dálitlu kímnisbrosi
breiddist um andlit Randalls. Hann reis
letilega úr sæti sínu, opnaði peningaveskið,
raðaði seðlunum vandlega á sinn stað og
stakk veskinu aftur í vasa sinn. Svo leit
hann hýrlega beint í augu la'knisins.
“Svei mér J)á ef eg vildi ekki stuðla að
velfarnan yðar hér sem læknis,” sagði hann.
og í rödd hans var einlægur saknaðarhreim
ur. “Og við þurftum vissulega á góðum
lækni að halda. Eins og nú stendur fellur
mér skolli illá að vita vænum manni varpað
á glæ.”
Hann kinkaði kolli, sneri sér við og
þrammaÖi niður stigann með fótataki, sem
einkennilega bar vitni um fulla meining sein-
ustu orða hans.
■ F i m t i Kapítuli
Lance var að Ijúka lagfæring herbergj-
anna er hann heyrir nú gengið léttilega hröð-
um skrefum upp stigann. Hann beindi aug-
um þangað og bjóst við að þar væri Mavis
að koma upp aftur, en sér í þess stað að
þetta væri grannvaxin stúlka með rauða-
gulls lokka á liöfði og djúpan kvöldhimins
blámablæ í tindrandi augnaráði.
Stúlkan liorfði eitt augnablik beint við
starandi augnaráði hans, horfði svo um-
hverfis í herberginu eins og leitandi svars
við því er henni væri efst í liuga. Auðnin
þarna inni varð henni auðsjáanlega ekki til
hugarléttis. Hún steig svo inn úr dyrunum
og lokaði hurðinni á eftir sér.
“Eg er Linda Randall.” sagði liún.
“Fyrir fáum mínútum sá eg pabba koma út
héðan frá yður. ”
Lance færði stól nær henni.
“Er það nokkuð, sem eg gæti gert fyrir
vður, Miss Randall?” spurði hann.
“Hvernig — hvernig líður Mr. Mac-
Veigh?” spurði hún og stóð liálfgert á önd-
inni af einlægnis-ákefðinni.
“Hann lifir enn, og naumast meira.”
Hún leit eitt augnablik í augu lækninum
með þeim sárasta hrygðarsvip á andlitinu
sem Lance hafði nokkurn tíma áður augum
litið. Svo hrópaði hún í niðurbældum angist-
artón:
“Ó, og eg get ímyndað mér til hvers
pabbi kom hingaÖ. ‘ En þér megið ekki gera
það — þér megið ekki láta hann flæma yður
héðan, eða kaupa fylgi yðar við sig. Eg —
eg vona að þér hafið ekki þegið fé hans?”
“Hann bauð mér þúsund dali.”
“Til þess að láta MacVeigh deyja?”
Vonleysissvipur breiddist eitt augnablik
um andlit henni.
“Eg hefi ekki mikiÖ sem mitt eigið,
en eg vildi gefa — þvínær hvað sem
væri — til þess að þér gerÖið þetta ekki,”
sagði hún með bænar-grátsTaf í kverkunum.
“ tíerið þér þetta MacVelghs vegna?”
Linda hristi höfuðið.
“Nei. Um hann hugsa eg ekkert. Held-
ur um pabba — það hlýtur að vera hræðilegt
í yðar augum að hann kæmi hingað með slíkt
tiiboð. En liann er á marg-a vegu ágætur
maður. Og eg vil ekki að hann sé valdur
að mannsmorði.”
Hún hikaði sig eitt andartak, en svo, er
erigin svipbreyting birtist í andliti læknisins,
gekk hún skyndilega þvert yfir stofuna. lagði
hendur sínar á axlir hans, og horfði fast I
augu honum, eins og hún vildi með einlægni
tilfinninga sinna, neyða hann til samhygðar,
er hún sagði enn:
“Þér — þér lítið ekki út sem sá maður,
er slíkt myndi gera. Sem selja vildi manris-
líf við verði. ”
“Eg vona að eg sé það ekki.”
Hún stóð nú aftur sem á öndinni, með
vonarglampa blossandi í augunum.
“Þér — þér-eigið við að þér hafið ekki
gert þaÖ ?”
“Hvað haldið þér?”
Hún virti hann aftur fyrir sér eitt and-
artak með þvínær raunamæddu augnaráði.
“Fyrirgefið mér að hafa'dæmt ranglega
um hugarfar yðar. Við — við þörfnumst
manna eins og yðar — hér um slóðir. En—”
hún liil<aSi með dálitlu vonleysisandvarpi.
“E|g er óttaslegin yÖar vegna. Pabbi er svo
liárÖlyndur nú seinustu mánuðina og vægðar-
laus.”
Lance kom í hug það sem Mavis Mac-
Veigh hafði sagt honum um dauða eða hvarf
Sams MacVeigh þá nokkrum mónuðum áður.
“ Þökk fyrir viðvörun yðar.” sagði hann.
“Eg revni að sjá fótum mínum hér forráð.”
Hin unga og geðríka Linda var skjót ti?
svipbrevtingar. Nú ljómaði skyndilegt gleði-
bros á andliti hennar.
“Það er eg sem ætti að þakka yður,”
hrópaði hún. “Og — eg ætla að gera það.”
Áður en hann fengi * áttað sig á fyrir-
ætlan hennar, hafði hún tylt sér á tá og með
bendur enn á öxlum hans brugðið daggljúf-
um rósarilms kossi á varir honum. Svo var
hún kafrjóð í andliti þotin léttilega eins og
smáfugl á væng fram að dyrunum og sneri
sér þar aftur gegnt honum.
“Þér getið ekki haft hugmynd um
hversu mikils vert þetta er fyrir mig,”1 sagði
hún. “En eg mun ætíð minnast þess með
ijúfum þakklætishuga.”
Hann heyrði fótatak hennar utan úr
stiganum og gekk út að glugganum, er fram
á strætið vissi, rétt í tíma til þess að sjá/hana
leysa hest er þar beið hennar bundinn við
keng, kasta sér léttilega í söðulinn og ríða
með sér óafvitandi tignarsvip út eftir stræt-
inu.
Mavis kom nú bráðlega inn aftur úr
kaupskaparferð sinni. Reese MacVeigh lá
enn meðvitundarlaus, og iiið venjulega rjóða
og útitekna andlit hans var nú allmjög dreg-
ið og fölleitt, þar eð hann hafði blóðrunnið
mjög mikið.
Kveldhúmið var að falla yfir Windspur-
þoi-pið og breiða dökka huliðsblæju sína á
hið hrjóstruga hæðaland alt um kring. Lance
fór svo niÖur á strætið, valdi sér matsölu-
stofu og gekk þangaÖ inn. Hann hafði þá
um hríð þvínær alveg gleymt að leita ein-
hvers sér til næringar, en fann nú til all-
skerandi hung-urs.
Hann tók eftir hinu laumulega og því-
nær þvingaða tilliti, er fólkið þarna gaut að
lionum og hvernig það dró sig til hliðar er
hann kom inn. Tveir eða þrír sveigðu höfði
til hans styttingslega til merkis um að þeir
vissi hver hann væri, vissi að hann hefði
tekið Reese MacVeigli í umsjá sína, og að
Dave Randall hefði svo komið inn til hans.
Rétt sem stóð var afstaða lians þeim sem
ráðgáta ein, en allir virtust eins og liræddir
við að sýna lionum vingjarnlegt viðmót.
Jafnvel næsta morgun fann læknirinn
<nga breyting á líðan sjúklingsins, en það
vakti enga óró í huga hans, því hann hafði
ekki við öðru búist.
Skömmu eftir hádegið barst fótatak og
reiðsporahringl frá stiganum upp í herbergi
læknisins, og er hann opnaði dyrnar gengu
inn til hans tveir menn alrykugir eftir harða
reið all-langt að. Dymar að herbergi særða
mannsins liinumegin voru lokaðar.
‘ ‘ Þér munuð vera nýi læknirinn ? ’ ’ spurði
annar nautasmalinn. “títi á landsbygðinni
er mjög veikur maður. tíætið þær komið tii
að líta á hann?”
“Hvað löng er leiðin út þangað?”
“Eitthvað um tólf mílur,” svaraði
hjarðsmalinn og benti um leið með þumal
fingri út á götuna og sagði enn: “ Við kom-
um með aukahest handa yður.”
“Eg verð reiðubúinn eftir örstutta
stund,” svaraÖi Lanoe.
“ Við bíðum yðar niðri á götunni,” sagði
sencfimaðurinn, sneri sér við og stikaði ásamt
félaga sínum með hávaða fram úr stofunni og
hvarf niður stigann. En dyrnar hinu megin
við ganginn opnuðust og Mavis leit þaðan
með áhyggjusvip á andlitinu til læknisins.
“Hvaða erindi áttu þeir,” spurði liún.
“Einhver úti á landsbygðinni þarfnasl
keknisskoðunar. ’ ’
“Ætlið þér að fara?”
“Auðvitað,” viðurkendi hann.
“En þetta — það gæti verið kænsku-
bragð — bara til að narra yður burtu héð-
an. ” ' f
“Svo kann að vera, ” svaraði Lance blátt
áfram. “En læknir eyðir engum tíma til
rannsóknar um slíkt. Þegar kallið kemur,
þá er það hans skylda að hlýðnast því. ”
“Eg — eg geri ráð fyrir að svo sé. En
ef þeir sleppa yður ekki — og pabba skyldi
versna—” . ^
“Eg kem áreiðanlega aftur,” lofaði
Lance og vegna hljómblæsins í röddinni og
festusvip hökubroddsins gerði hún sig á-
nægða með loforð hans. Á einhvern hátt
bar þessi nýi læknir með sér ákveðið hæfi-
leikamerki. Tvéimur mínútum síðar sat
hann í söðlinum á leið út úr bænum í fylgd
sendisveinanna.
Hann gaf þeim nánar gætur, án þess
þeir tæki eftir því. Annar þeirra var liá-
vaxinn og óvenjulega holdskarpur, en meÖ
mjúklega gáraðan vöðvavef á berum hálsi og
úlnliðum, er benti á rándýrsorku hans. Hár
hans bar því nær sama blæ sem útitekna and-
litið, bros hans var einlægnislegt, en í djúpi
augnanna bjó sívakandi athyglisglampi. Nú
bretti hann upp þumalfingri og sagði með
meinleysislegu glotti á vörnm:
“Eg hefi víst verið fremur hirðulaus um
kynninguna, hr. læknir. En eg er Slim
Lonegran — langur og laglegur, auðvitað.
Og þessi búralegi hliðstæðingur minn, sem
er nægilegur klifburður á tvo hesta, en hefir
aldrei náð því listfengi að húka nema á einu
hrossi í senn og naumast það, hann er Dave
Bush. Hann sýnir góða dómgreind sína í
því að lialda sig í nálægð minni. 0g það
gerir mig næstum vongóðan um, að eitthvað
kunni að verða úr honum til gagns.
“Svo gæti eg ef til vill reynzt, liefði eg
ekki gert jietta glappaskot,” svaraði Dave
þyrkingslega.
Það kom Lance ekkert á óvart er þeir
að lokum stönzuðu á stórum búgarði, með
háreistu íbúðarhúsi, mörgum gripahúsum og
víðfeðmum kvíum. Það hefði naumast þurft
tíu feta langt nafnið, málað stórum stöfum
á hlöðuna, til þess að sannfæra Lance um
að þarna væri Dave Randalls Neckyoke-búið.
Flestir nautahirðarnir voru að slangrast
þarna til og frá, nýkomnir heim að loknu
dagsverki. Meðal þeirra var Ape Narcross,
og þarna sat líka einn Indíáni umvafinn
brekánum, þungbúinn á svip og hreyfingar-
iaus. All-skamt frá var hálf-vaxinn bjarnar-
hvolpur að leika sér umhverfis tré, sem börk-
urinn var fyrir löngu nuddaður af, en sem
annar endi mjórrar járnkeðju var festur í
og hinn endinn festur í kraga á hálsi hvolps-
ins.
Randall kom nú sjálfur og kinkaði kolli
glaðlega til Lance, er hann steig af baki reið-
skjótans.
“tíóðan daginn, læknir,” sagði hann.
“Mér þykir vænt um að þér eruð kom-
inn hingað. Er mjög glaður af að Jiitta
yður.”
“Eg geri ekki ráð fyrir, að þér hafið
nokkurn sjúkling hér,” sagði Lance í spurn-
artón. ,
“Jæja, það er nú alt eftir því livernig
á er litið, býst eg við. Ef til vill eru sumir
okkar meira lasnir en augljóst virðist. Verð-
um kannske allir lagstir á sjúkrabeð áður
en okkur varir. Ekkert er á við það og engu
tapað þó að læknir sé fenginn til yfirlits
heilsufarinu, þegar handhægt er líka að ná
til hans.”
Lance ypti öxlum,
“Þér liafið ef til vill rétt fyrir yður í
því,” viðurkendi hann.
“Kveldverður er þvínær til reiðu,”
sagði Randall ennfremur. “Komið inn og
í'áið yður bita með okkur. Ekkert liggur á
livað la'knisskoðanina snertir.”
Lance þáði þetta boð húsbóndans. Flest-
ir hjarðsveinanna horfðu forvitnislegalega
íil hans, en sýndu honum, eins og Slim og
Dave, vinsamlegt tillit. Ape Narcross var
með ólundarsvip og hljóður, sem Lance liafði
ekkert út á að setja, lét Ape sér það nægja.
Indíáninn Ein-Afnar-Fjöður, hafði kom-
ið inn til máltíðar með smölunum, sat nú
við fjarri borðsendann og hámaði þegjandi í
sig matinn. Við hliðina á Lance sat Randall
glottandi.
“Hann er einn úr dálitlum hópi Indíán-
anna hér skamt frá,” sagði Randall til skýr-
ingar. “Það eru leifar af eitt sinn fjölmenn-
um kynflokki, sem fyrrum ráfaði hér um alt
hálendið. Nú eru aðeins fáir þeirra hér
eftir, ríða körfur, veiða ögn, en lifa að mestu
á stjómarstyrk, og eru svo hjátrúarfullir um
anda framliðinna, að þeir halda sig- fjarri
i'ornum stöðvum þjóðflokks síns. Ein-Arnar-
Fjöður kemur hingað hér um bil einu sinni
í hverjum mánuði til að fá sér væna máltíð.
Eins og til afsökunar segist haiin þá æfinlega
vera lasinn — en það virÖist ekki Jiafa nein
áhrif á matarlyst Jians.”
“Er hann lasinn líka- núna ?” spurði
Lance.
“Svo segir hann. Honum fer þó víst að
líða betur þegar hann hefir lokið öllu af
dislcum sínum.”
Þess virtist rétt til getið. Þegar máltíð-
inni var lokið — sem virtist hafa verið brúna
gestinum ríflega í té látin — tók Ein-Arnar-
Fjöður teppi sitt, sveipaði því um sig eins og
konunglegu liefðarklæði, gekk svo yfirlætis-
lega út og þangað sem litli reiðskjótinn hans
beið með drúpanda liöfði. Með þóttasvip á
brá varp hann sér á bak hestinum og reið
í hvarf út vfir næstu liæðina.
“Hvar sögðuð þér að hann Jveldi?”
spurði Lance.
“Þarna yfir frá í eitthvað tólf mílna
fjarlægð héðan.” svaraði Randall og vatt
þumalfingri í áttina á eftir horfna Rauð-
skinpanum. “Þar dveljast eittlivað tuttugu
af þessu fólki, þó hann sé sá eini sem nokk-
urn tíma lieimsælrir okkur. Er fremur vin-
gjarnlegur náungi. — Þér verðið auðvitað í
nótt liér lijá okkur?”
“Eg er liræddur um eg verði að komast
aftur inn til Windspur í kvöld, Mr. Randall.”
Iljarðbóndinn liristi höfuðið.
“Eg er að verða lingerður,” mælti liann
eins og í kvörtunartón. “Var áður fyrri
meira afgerandi. En Linda hefir þessi áhrif
gagnvart mér. Við þörfnumst í raun og
veru læknis við hér, fáeina daga, — og úr því
svo er, þá getum við ekki slept yður héðan
nokkra hríð. Nú vill líka svo til, að hér er
um líf eða dauða að ræða.” Hann glotti
með alvörusvip á brá. “Yður skal verða vel
l>orgað fyrir tímann, sem þér dveljið liér.
Okkur er vissulega ant um læilbrigði alls
þ jónustufólkisins. ”
“Mig undrar það.”
Randall kypraði augun.
“Það er þó sannleikurinn. En meðal
annara orða — mér virðist næstum áreiðan-
legt að eg hafi kynzt yður áður, einhverstað-
ar. Hvað sögðuð þér að nafn yðar væri?”
“Prescott.”
Iljarðbóndinn leit á Lance með rann-
sakandi augnaráði. “Eg—”
A sama augnabliki kvað við hávært fóta-
tak, er maður þeyttist á löðursveittum hesti
heim að húsinu.
“Eldur!” hrópaði hann. “Alt norður
engið í björtu báli!”