Lögberg - 06.11.1941, Blaðsíða 3

Lögberg - 06.11.1941, Blaðsíða 3
3 Ef þú hefir aldrei orðið veik- ur, aldrei legið rúmfastur svo mikið sem einn dag, hefir þú vissulega farið mikils á mis í lífinu. Þess vegna skaltu ekki láta hugfallast, þó að veikindi sæki þig heim. Hver veit, nema þau kunni að opna augu þín fyr- ir ýmislegu, sem þér hefir aldrei fyr hugkvæmst. Þau eru vís tii að kenna þér margt, sem þú hefðir aldrei lært, ef þá hefðir sífelt notið hestaheilsu. Þú get- ur vafalaust breytt böli veik- indanna þannig. að það verði þér til gæfu. —(Samtíðin). --------V-------- Einar A. Melsted fslendingar hafa mist úr hópi sínum einn tilkoinumesta og líko einn fallegasta fslending hér vestra við fráfall Einars Melsted. Var hann svo höfðinglegur og víkingslegur í sjón að hann vakti athygli allra, sem að sáu hann. Einar Alhert Melsted lézt á heimili sínu þrjár og hálfa mílu Einar Albert Melsted suðvestur af Garðar á sunnu- dagsmorguninn 28. september, eftir viku tíma legu, en nokkur ár af bilaðri heilsu. Einar fæddist 4. júlí 1866, og var því 77 ára þegar hann dó, að Guðmnndarstöðnm i Köldu- kinn í Suður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Grímsson frá Krossi í Ljósavatnsskarði og Elin Magn- úsdóttir frá Sandi í Reykjadal. Frá Guðmundarstöðum fluttust þau að Halldórsstöðum í sömu sveit og lifðu þar þangað til að þau fóru til Ameríku. Einar misti föður sinn þegar hann var sex ára. Giftist Elín móðir hans aftur. Hét seinni maður hennar ólafur Jónasson. Til Améríku flutti þessi fjöl- skylda 1876 og settist að skamt suður af Gimli. Nefndu þau þetta heimili sitt Melstað og tóku svo þetta nafn fyrir ættarnafn. Voru minnistæð árin þar norður frá fyrir harðindi og bóluveik- ina. x f febrúar 1881 flutti þetta fólk suður til Garðarbygðar í Dakota Territory. Mun það hafa verið þeir Jóhannes og Magnús, elztu bræðurnir nú báðir dánir, sem drifu í að koma þessu í fram- kvæmd. Var Einar of ungur tií að taka rétt á landi þá, en þegar hann var orðinn nógu gamall tóku þeir Benedikt bróðir hans og hann lönd vestur á Fjöllum, eins og það er kallað. Voru þessi lönd nálægt Osnabrock. Brutu þeir þar jörð og sáðu hveiti. Eftir tvö sumur af frostum, sem eyði- lögðu uppskeru þeirra, hættu þeir við þessi lönd. Einar keypti sér tvö lönd undir Pembina fjallabrúnunum í Garð- arbygð, fagran stað, sem var svo heimili hans þaðan af. Hann var kjark- og dugnaðarmaður og búnaðist honum vel frá fyrstu. Bygði hann þar stórt hús, sem hefir ÖIl þægindi svo sem raf- magnsljós; vatnsveitu og annað, sem mörg bændaheimili fara á mis við. Voru aðrar hyggingar þar stórar og heimilið reisulegt. Frá fyrstu var Einar með aldin- garð þar sem uxu epli og aðrir ávextir, sjaldséð enn í bygðinni, og sérstaklega svo á frumbýlings- árunum. Fyrir utan heimalönd- in átti Einar aðrar landeignir i bygðinni, og uin tíma höfðu þeir verzlun í Edinburg, Benedikt bróðir hans og hann. Enginn, sem man eftir Einari á hans yngri árum getur annað en munað eftir því hvað hann keyrði æfinlega fallega og fjör- uga hesta og hvað það var glæsi- leg sjón að sjá þegar þeir þutu með hann yfir jörð og snjó. í þreskingu var hann æfinlega, að manni fanst, með villings tryppi, sem flestir hefðu verið hræddir að keyra, en Einar hélt þeim í skefjum með einni hendi og sýndist með hugann alstaðai' nema á tryllingunum. í sjón var Einar bæði myndar- legur og friður. Var hann stór og vel vaxinn, hárið var svart, augun mjög dökk og tindrandi, svipur og framkoma hans voru tignarleg. Hann var einkenni- legur að sumu leyti. Hann hugs- aði dálitið öðruvísi en aðrir, hafði sérlegt orðaval og var ofl gaman að hlusta á hans hug- myndir eins og þær komu fram í hans óvanalega orðasamsetn- ingi. Eins og margir íslendingar sýnast vera, var Einar frá því að vera já-já-maður. Stundum fanst manni hann vera þver hara til að vera öðruvísi en fólk ætlaðist til af honum og var auðséð hvað hann hafði gaman af því. Barngóður og brjóstgóður var hann en góðverk sín auglýsti hann aldrei; hefði eflaust þver- neitað þeim, ef einhver hefði kært hann um þau. En þeir vita bezt hans rausnarskap og hjálpsemi sem nutu beggja. Einar giftist Aðalbjörgu Krist- insdóttur ólafssonar 8. júli, 1897. Eignuðust þau tvo syni: Leó og Stefán. Aðalbjörg dó 21. janúar, 1905 frá þessum drengjum korn- ungum. Var Stefán bara tveggja ára. í annað sinn giftist Einar Val- gerði Burns frá Birningsstöðum í Eyjafirði 1. apríl 1906. Dó hún 13. september 1913 frá hóp al' litlum drengjum. En Einar hélf heimilið fyrir syni sína með kjark og dáð. Veit maður að það hafa verið erfiðir dagar. Synir Einars eru: Leo, sem vinnur fyrir Standard Oil Com- pany í Edinburg; Stefán, sem í nokkur ár hefir verið fyrir búi föður síns, er hann giftur Lily Anderson frá Mountain, eiga þau eina dóttur, önnu Aðalbjörgu; Magnús, sem er í Californíu, gift- ur Thelmu Lane frá Grafton; Albert og Friðrik, sem eru báðir heima; Vilhjálmur, giftur Eldu Giere og búa þau skamt frá Edinburg; Bjarni, kaupmaður í St. Thomas, giftur Fern Burglass frá Grand Forks, eiga þau einn son, Einar Bjarna. Einn bróðir lifir Einar. Er það Benedikt Meisted í Garðar- ijygð. Útför Einars var fimtudaginn 2. október frá heimilinu og Garð- arkirkju. Séra Haraldur Sigmar jarðsöng og talaði bæði á ís- lenzku og ensku. Voru sex synir Einars líkmenn, sá sjöundi, Magnús, gat ekki verið viðstadd- ur. Eru allir synir hans mestu myndarmenn og allra beztu drengir. Lengi mun minning Einars lifa í Garðarbygð, í bygðinni sem var aðeins að myndast þegar hann kom þangað unglingur. Árin ern orðin sextíu síðan. Margs er að minnast. Þökk fyrir samferð- ina, skemtunina og endurminn- ingarnar, kæri nágranni. Kathryn O. Thordarson. LÖGBERG, FIMTUDAGINN G. NÓVEMBER. 1941 Kristín Þorsteinsdóttir Sigurðson (1869 — 1941) Þann 23. júní 1941, andaðist að heimili sínu í íslendinga bygðinni í Alberta fylki, húsfrú Kristin Sigurðson. Hún var kona ófeigs bónda Sigurðsonar, sem allir Vestur-íslendingar kannast við, einkum frá því er hann Kristín Þorsteinsdóttir Sigu-rðson hafði með höndum framkvæmdir í að reisa St. G. St. minnisvarð- ann “í reitnum inn við ána.” — Heimili þessara ágætn hjóna hafa líka ótal íslenzkir ferðamenn gist. Kristin sál. var fædd 1. marz 1869, að Mýrarseli í Húsavíkur- sókn í Þingeyjarsýslu á fslandi. Faðir hennar var Þorsteinn Snorrason bónda á Stórubrekku í Hörgárdal, Guðmundsonar bónda i Fornahaga i sömu sveit, Rögnvaldssonar, Arnfinnssonar, Jónssonar. Kona Guðmundar Rögnvaldssonar og móðir Snorra, var Guðrún Guðmundsdóttir, fvarssonar. Kona Snorra á Stórubrekku, var Guðrún Gunn- arsdóttir, ljósmóðir. Bjuggu þau Snorri og Guðrún allan sinn bú- skap á Stórubrekku. og þóttu merk hjón. — —- Móðir Kristin- ar var Sigurveig Jóhannesdóttir Kristjánssonar Jósefssonar, frá Halldórsstöðum í Reykjadal i Þingeyjarsýslu. Kona Jóhannes- ar, og inóðir Sigurveigar, var Sig- urlaug Kristjánsdóttir, bónda á Breiðumýri í sömu sveit. Snemma á búskaparárum sinum flutti Jóhannes Kristjánsson að Laxamýri, sem í hans höndum varð að viðkunnu höfuðbóli. Sonarsonur hans, Jóhann skáld Sigurjónsson gerði síðar garðinn frægan víða um lönd. Þau Þorsteinn og Sigurveig bjuggu fyrst í Aðalreykjadaln- um, síðan að Langavatni i Reylcjahverfi og siðast þrjú ár að Brekknakoti í sömu sveit. Þar andaðist Þorsteinn frá konu og þrem dætrum, Kristínu þá 10 ára, og Jóhönnu og Snjólögu Guðrúnu. Þá flutti Sigurveig með dætur sínar til sonar síns frá fyrra hjónabandi, Halldórs Egilsson- ar, er bjó að Kagaðarhóli í Ás- um í Húnavatnssýslu. Eftir sjö ár flutti hún aftur norður að Laxamýri.—Þá var Kristín dótt- ir hennar farin að vinna fyrii sér sjálf. Árið 1889 fór stór hópur af Þingeyingum til Ameriku. Á meðal þeirra voru Kristín Þor- steinsdóttir og Ásmundnr Krist- jánsson frá Máná á Tjörnesi. Móðir Ásmundar var Guðrún Andrésdóttir frá Héðinshöfða á Tjörnesi. Þau Ásmundur og Kristín voru gefin saman i hjónaband af séra Jóni Bjarna- syni 5. des. 1890. Fyrst bjuggu þau i Winnipeg, og Ásmundur stundaði húsabyggingar. Siðan stunduðu þau búskap í Argyle- bygðinni; um nokkur ár, en fluttu þaðan til Alberta, árið 1900. Þau Ásmundur og Kristín námu land í Markerville bygð- inni, og bjuggu þar um sjö ára bil. Síðan áttu þan heima í Markerville bænum. Ásmundur var niesti* hagleiks og dugnaðar- maður, en heilsubilaður um margra ára skeið, og dó í apríl 1925. Börn þeira hjóna voru fjögur, og öll vel gefin. Sigrán, Mrs. Plummer, var mikilsmetin kenslukona í Calgary, — dáin fyrir tveim árum síðan. Vil- hjálmur dó 21 árs, eftir lang- vinnan sjúkdóm. Jóhanna var kenslukona í Calgary, nú gift J. S. Johnson, að Markerville, og á 2 börn. Edward, yngstur, er í hernum i Englandi^ nú á annað ár. Rristin sál. giftist eftrilifandi manni sínum, ófeigi Sigurðssyni, 4. júlí, 1926 og bjó með honum á landnámsjörð hans til dauða- dags. Yfir heimilinu hvíldi snilli- blær atorku og ráðdeildar sam- fara fegurðarsmekk. Gesfrisnin var einlæg og ótakmörkuð. Hjón- in voru svo samtaka og svo ung í anda. Þau nutu sameiginlega svo mikillar ánægju, t. d. af ferðalögum vestur á Kyrrahafs- strönd, og heim til íslands 1930. Kristín sál var fríð kona, smá- vaxin og nett, og prúð í allri framkomu. Hún bar það með sér að hún hafði notið góðs upp- eldis. Alla æfi hafði hún mesta yndi af bókum, — sérstaklega þó af skáldskap, og bréfin henn- ar báru vott um athygli og góðan skilning og göfugan hátt. Hún var með velvirk og unni fegurmnm í smáu og stóru. Samúð hennar með þeim, sem áttu erfitt var næm, og trygglyndið áberandi. Eg „fann t. d. að hún lét mig njóta þess að við vorum úr sania héraði og fólk okkar til vina ættjörðinni. Hún skrifaði mér ágæta lýsingu af heimferðinni 1030; henni var létt um að skrifa og kom mæta vel fyrir sig orði. —En mest dáðist eg að henni í sorgum og missi. Þá var hún svo norræn — svo stilt og hetju- leg — skrifaði engin æðruorð, en alt bar vott um lotningu fyrir höfundi lifsins, og örlögunum, svo torskilið sem lögmál það þó er? hverri syrgjandi sál. Þessarar ágætu íslenzku konu og móður er sárt saknað, en um leið af djúpri ást og virðingu þakkað æfistarfið í vestræna landnáminu. Jakobina Johnson. SeatHe, Wash. , i október 1941. hugsunar- afbrigðum fegurðinni •f -f 4- KRISTÍN ÞORSTEINSDÓTTIR SIGURÐSON Við minnumst þin ljúft i ljóði og lítum á sætið þitt auða. Með næmleika núnustu vina við nefnum ei sorg eða dauða, —og höfnum því hugsana snauða. Við dáumst að dygðum og þreki, í daglegri umhyggju þinni. Þú annaðist ástvini þína sem eldur í hjarta þér brynni, þó bærir þú söknuð í sinni. Við þöldcum þér dýrmæta dæmið, —og dagsverk þitt mæt hlýtur gjöldin. Því áhrif þín örvandi geymast, og eigi mun húmt bak við tjöldin, þar ástúðin ein hefir völdin. Við söknum — en syrgjum þó eigi, er sólin um kvöld gengur undir. Því máttug er vissan um morgun. —Og morgunsins endurfundir sálunnar sælustundir. Jakobina Johnson. GÓÐ OG MERK KONA GENGIN DAGBJÖRT THORSTEINSON Hinn 12. júní síðastl. var ein hin mætasta kona i mannfélagi Vestur-lslendinga kölluð af lávarði lífsins héðan af strönd tímans heim til föðurhúsanna himnesku. Þann dag kvaddi Dagbjört Thorsteinson þetta líf eftir 78 ára og næstum 8 mánaða dvöl hér. Hún var fædd 18 18. október 1862 að Vík í Mýrdal. Faðir hennar hét Dagbjartur Hafliðason en móðir hennár Gróa Magnúsdóttir. Þá bjuggu i Vík Gunnlaugur Arn- oddson og kona hans Elsa Dórotea Þórðardóttir. Hjá þeim hjónum var Dagbjört ásamt móður sinni til heimilis og naut þar hinnar ástúðlegustu aðbúðar þar til hún á 25. aldursári fluttist vestur um haf til Ameriku, ásaml unnusta hennar, Helga Thorsteinssyni^ sem einnig ólst upp í Vík frá 12 ára aldri. Fóru þau alla leið vestur að Kyrrahafi og settust að í Victoria, B.C. Þar giftust þau Dagbjört og Helgi ári síðar 22. desember, 1888. Um sex ára tímabil eftir gifting þeirra dvöldu þau í Victoria, en fluttu þá til Point Roberts, Wash., árið 1894, og settust þar að á fjörutíu ekrum í blindskógi. Nokkurum árum s.einna fengu þau heimlisrétt á þvi landi, og fyrir iðju- semi dugnað og forsjálni þeirra breyttist eyðiskógurinn í blómlega bújörð. Þau voru bæði hneigðari fyrir land- búnað heldur en borgarlif, og undu vel hag sínum í nýja heimkynninu og áttu þar stöðugt heima fram að dánar- dægri Dagbjartar síðastl. sumar. Þeim hjónum Dagbjörtu og Helga fæddust sjö börn. Tveir drengir dóu á unga aldri, en fimm börn eru enn á lífi og syrgja ástríka móður. Þau eru: Elsa Dórotea Piper, gift efnafræðing í St. Louis, Missouri; Guðrún, gift Ben Thorðarsyni, verzlunarmanni á Point Roberts; Gróa; gift séra Kolbeini Sæmundssyni í Seattle; Jónas og Gunn- laugur, báðir kvæntir og búsettir á Point Roberts. öllum tengdabörnum sínum var Dagbjört heitin sem bezta móð- ir, enda var hún af þeim bæði elskuð og virt. Dagbjört var góðum gáfum gædd, og mjög bókhneigð. Hún átti mikið af góðum bókum enda þó hún tilheyrði lestrarfélagi bygðarinnar og ætti þar aðgang að flestum islenzkum bókum. Hún var skrifari þess félags um langt skeið, og var það vel fallið þxi hún skrifaði ágætt íslenzkt mál og fagra rithönd, þrátt fyrir það þótt hún, eins og svo margir aðrir af þeirri kynslóð er hún tilheyrði, aldrei hefði tækifæri til skólagöngu. Hún var af náttúrunnar hendi gædd ágætum hjúkrunarhæfileikum, og kom það sér oft vel, eigi aðeins fyrir hennar eigin fjölskyldu, held- ur og einnig fyrir aðra út í frá, því oft var til hennar leitað af nágrönnum og bygðarbúum er þá skorti góð ráð og aðstoð. Og ávalt var hún reiðubúin að leggja fram alla þá hjálp er hún gat í té látið. Marga liknarförina fór hún að sjúkrabeði samferðafólks síns. Á frumbýl- ings árum bygðarinnar þegar lítið var um læknishjálp var hún oft fengin til að vera við barnsfæðingar og fórst henni það mæta vel, þó ekki væri hún “lærð” í yfirsetu- fræði. Hún var einnig ávalt tilbúin að rétta hjálpandi hönd þeim? sem efnalega áttu við örðugri kjör að búa en hún sjálf. Hennar mesta yndi virtist vera að gjöra öðrum gott ineð þeirri hógværð, Ijúfmensku og lítillæti er gjörir hjálpina velkomna og sæluríka þeim er hennar þarf með. Eiginkona og heimilismóðir var Dagbjört svo góð að fáar finnast slíkar. Hpn var kristin í. þess orðs dýpstu og fegurstu merkingu. Trúin hennar á Guð og frelsora sinn var fögur, göfug, hjartfólgin og traust. Sú trú var henni styrkur, huggun og leiðarljós í straumhvörfum langrar og margvíslegrar lífsreynslu. Að kynnast Dag- björtu voru dýrmæt hlunnindi. Að kynnast henni var að fá ljósa hugmynd um og fagurt sýnishorn af hverjir eru ávextir sannrar kristinnar trúar. Þeim er þessar Iinur ritar finst að við Dagbjörtu heit. eigi orðin, sem skáldið okkar góða kvað um móður sína: “Eg hefi þekt marga háa sál, eg hefi lært bækur og tungumál, og setið við lista lindir; en enginn kendi mér eins og þú hið eilífa’ og stóra, kraft og trú, né gaf mér svo guðlegar myndir.” Hún var jarðsungin frá kirkjunni á Point Roberts, að viðstöddu miklu fjölmenni, af séra K. K. ólafssyni, 16. júní siðastl., og lögð til.hvíldar í grafreit þeirrar bygðar, sem hún hafði í 47 ár átt heima i og auðgað með mann- kostum sinum og áhrifum. Blessuð veri minning hennar! Við? sem áttum því láni að fagna að kynnast henni og eiga samleið með henni um þenna jarðlífsdal, söknum hennar sárt, en lyft- um þó þakklátum hjörtum til Guðs fyrir að hafa fengið að njóta hennar hér og fyrir vonina um að fá að mæta henni aftur þar, sem ástvinir þurfa aldrei að skilja. “Far þú i friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir alt og alt. Gekst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðar-hnoss þú hljóta skalt.” Kolbeinn Sæmundsson. Námsskeið! Námsskeið! Nú er sá tími árs, sem ungt fólk fer að svipast um eftir aðgangi að verzlunarskólum borgarinnar; enda sannast þar hið fornkveðna, að ekki er ráð nema í tima sé tekið. Það borgar sig fyrir yður að finna oss að máli eða skrifa oss viðvíkjandi verzlunarskóla námsskeiðum; vér getum veitt yður þau hlunnindi, sem í hag koma. Símið eða skrifið við fyrstu hentug- leika. Upplýsimgar á skrifstofu Lögbergs! THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.