Lögberg - 06.11.1941, Blaðsíða 4

Lögberg - 06.11.1941, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FlMTb DAGLNM 6. NÓVEMBER. 1941 -------------Hugberg------------------------- GefiS Ot hvern fimtudag af l'Uk tOhllMiilA FKKSS, idMlTful) »«ó sai'*fvi.i Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: hiDITOK LoGBEKG, 695 Sargent A> e., Winnipeg. Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON \ erð *3 00 uin árið — Borgist fyrirfram The "lÁigberg" is printea and pub íshed by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Wlnnipeg, Manitoba PHONE 86 327 “Enginn fœr mig ofan í jörð áður en eg er dauður” Erindi flidt á ársþingi Bandalags lúterskra kvenna á fíintli 6. ág., 1941 Eftir Mrs. EinUr P. Jónsson. beg’ar forseti Bandalag-sins, Mrs. Ólafs- • son, bauð mér að flytja erindi á þessu þingi, lagði hún mér í sjálfsvald umræðuefnið, en gat þess þó að vanalega væru erindin um efni, sem væri í samræmi við starf Banda- lagsins. Pig hefi kosið þjóðræknismál sem umræðuefni. Þótt það mál sé ekki á stefnu- skrá félagsins, þá tel eg að það félag, sein samanstendur af íslenzkum konum, sé í raun og veru að nokkru leyti íslenzkt þjóðræknis- félag. íslenzkar konur bundnar félagsbönd- um til þess að vinna að einhverju ákveðnu takmarki, í þessu tilfelli að eflingu kristin- dómsmála. Ef við heíðum ekki borið rækí til okkar eigin kynstofns, þá hefðum við sennilega, sérstaklega í bæjunum, gengið í kirkjur með annara þjóða fólki og ekki hirt um að stofna okkar eiginn íslenzka kirkju- lega félagsskap. En okkur langaði til að halda hinn íslenzka hóp; þar finst okkur við eiga heima. Eg tala því hér í þeirri trú, að “Islendingar viljum vér allir vera,° enda er þpð ein af sterku stoðum félagsins, að við finnum til skyldleika okkar hver við aðra; að við erum þjóðsystur. Ef að.sú tilfinning hverfur nokkurn tíma, er hætt við því að fé- lagskapur okkar verði veikari fyrir en áður. Bandalag lúterskra kvenna hefir sýnt í verkinu, að það vill varðveita þjóðarsér- kynni okkar með því að styrkja á margan liátt íslenzka þjóðræknisviðleitni. f þing'tíð- indum undanfarinna ára sé eg að fundir k\reníelaga og þing hafa verið haldin að me^tu á íslenzku; ræður hafa verið haldnar um mæta, íslenzka menn og konur; Banda- lagið hefir staðið fyrir samkepni í framsögn íslenzkra ljóða; það hefir beitt sér fyrir því að safna söguatriðum um íslenzka frum- byggja; ýms kvenfélög Bandalagsins hafa haldið íslenzkar samkomur, æft íslenzk leik- rit, stofnað íslenzka barnasöngflokka. Og það má telja merkan viðburð í sögu Vestur- fslendinga, að árið 1933, nærfelt 60 árum eftir að íslenzkt landnám hófst í Vestur- heimi, er stofnað íslenzkt rit af íslenzkum konum — ársritið Ardís. Alt þetta sannar, að lifandi og virkur áhugi ríkir innan Bandalagsins fyrir því, að varðveita þjóðararf okkar frá glötun, og er l>að vel, því — “það er stutt stig og fljót- stigið frá því að kasta þjóðerni sínu til þess að kasta feðratrú sinni.” Þannig komst, hinn mikilhæfi leiðtogi, séra Jón Bjarnason, að orði í ræðu, sem hann hélt á fyrsta íslend- ingadeginum hér í álfu. Honum fanst að ef þjóðemi okkar væri hætta búin, þá væri trú okkar jafnframt í veði, — að gleyma ættjörð sinni gengi næst því að gleyma Guði. Ef til vill finst sumum að hér sé árinni dýft ærið djúpt í, en ef þessi kenning er brotin til mergjar, þá kemur í ljós að í henni er fólg- inn mikilvægur sannleikur. Skyldur okkar \úð móður og föður, ættmenn og þjóðbræður, eru heilagar. Enginn getur brugðist þeim skyldum án þess að bíða tjón á sálu sinni. Fjórða boðorðið er svona: “Heiðra föður þinn og móður þína, eins og Drottinn, Guð þinn, hefir boðið þér, svo að þú verðir lang- lífur og svo þér vegni vel í því landi, sem Drottinn, Guð þinn, gefur þér.” Því aðeins að vér berum virðingu fyrir uppruna okkar og okkur sjálfum, verðskuldum við virðingu annara, og því aðeii^s að við rækjum ættar- og þjóðernisskyldur okkar, munum við sem íslenzkir Canáda-menn og konur verða lang- líf og vegna vel í okkar kæra landi, sem Drottinn hefir gefið okkur, — Canada. Það telst því þjóðflokki okkar til sæmd- ar, að þrátt fyrir það þótt Islendingar væru allra manna fljótastir að semja sig að þessa lands /úðum og tækju fullan þátt í öllum mannfélagsmálum hér, þá er það rómað, að ekkert þjóðarbrot í Canada, að undanskilj- um Bretum og Frökkum, hafi varðveitt þjóð- ernisvitund sína, menningu og tungu eins Vel og íslendingar. EJf þetta er rétt, þá er það sennilega því að þakka að strax voru stofnuð Islenzk blöð og tímarit, sem urðu tengáliðir milli hinna dreifðu íslenzku ný- bygða og heimaþjóðarinnar. 1 öðru lagi mynduðu Islendingar ótal félög sín á meðal, söfnuði, kvenfélög, líknarfélög, lestrarfélög, bindindisfélög, söngfélög, ungmennafélög, *o. s. frv., en eins og eg gat um áður, þá eru slík Islendingafélög að nokkru leyti þjóðræknis- telög. 1 þriðja lagi ruddu Jslendingar 7sér fljótlega braut á mörgum sviðum og sýndu að menn af okkar þjóðflokki voru jafnokar annara, og stundum fremri. Þetta vakti rétt- mætan þjóðarmetnað. Okkar fyrstu leið- logar, svo sem séra Jón Bjarnason og marg- ir fleiri, voru og strax á verði og sýndu fram á, í ræðu og riti hversu mikið tjón við mynd- um bíða við það, að tapa sjálfsvitund okkar, tungu og þjóðararfi. PPn eg hvgg að eitt, sem hefir haft mikilvægari og hollari áhrif á þjóðernisbaráttu okkar en við gerum okkur alment grein fvrir, sé það að margir merkir menn af brezkum stofni hafa kunnað að meta menningararf okkar pg hafa hvatt okkur til að varðveita hann og léggja hann fram sem okkar skerf til þeirrar menningar, sem er að skapast í okkar unga landi, Canada. Eg aúla aðeins að nefna þrjá: Hinn ágæta ís landsvin I-iOrd Dufferin, ríkistsjóra Canada, sem talaði kjark í íslenzka frumherja á hin- um fyrstu landnámsárum; prófessor Watsou Kirkconnell, sem hefir gert meir að því en flestir aðrir að útbreiða þekkingu um Js- lendinga og bókmentir þeirra og Lord Tweedsmuir, fyrverandi ríkisstjóra Canada. í skevti, sem hann sendi Lögbergi á t'imtíu ára afmæli þess blaðs segir hann meðal annars: “Eg vona að Islendingar í Canada lialdi ævarandi trygð við erfðaeinkenni þjóð- ar sinnar, því þau eru ómetanlegt tillag canadiskri menningu.” Að slíkir áhrifamenn sem þessir tókh þessa afstöðu gagnvart okkur, hefir óneitan- lega stuðlað að því að feykja í burt þeirri vanmáttarkend (inferiority complex), sem við kunnum að hafa þjáðst af í sambúðinni við hina voldugu og fjölmennu brezku þjóð. Ummæli þessara manna og annara hafa einnig orðið til þess að eyða öllum ótta við það að það yrði talin landráð eða óhollusta \úð Canada ef við héldum trvgð við það, sem íslenzkt er. Það er eðlilegt að mentaðir, brezkir menn skilji og virði þessa baráttu Islendinga gegn því að sérkehni þeirra þurkist út í hinni canadisku þjóðadeiglu því l>að er margt skylt með Bretum og Islendingum. Bretar eni framúrskarandi ættræknir og þykir ekk- ert eins virðulegt eins og það, að geta rakið ættir sínar til göfugra manna; að halda ætt- arskildinum hreinum er skvlda; að verða ættarskömm er verra en dauðinn. Þeir kunna líka manna bezt að meta sögu sína og fortíð. Hversu ofí heyrum við ekki forvígis- menn þeirra þegar þeir tala til þjóðarinnar á þessum söðustu og verstu tímum, skírskota til minninganna um sína frægu fortíð og sína mestu menn, fara með uppörvandi kvæði eftir sín gömlu og góðu skáld. Þannig tala þeir þrótt og þor í þjóðina. Þjóðin má ekki bregðast fortíð sinni. Það eru þessi sterkn lífrænu tengsli við fortíðina, trygðin við þa>r hugsjónir, sem forfeðurnir börðust fyrir og þelguðu með blóði sínu, sem eiga sinn þátt í, að veita Bretum á þessum ægilegu reynslu- stundum, þetta þrek, þessa festu, þessa ró, sem vakið hefir aðdáun alls heimsins. Eg hlustaði á brezkan útvarpsþul um daginn. Hann var að tala um Island og Is- lendinga og fór lofsamlegum orðum um menningarstig þjóðarinnar. Hann sagði meðal annars: “Bretar byggja eyland og því hefir verið haldið fram að hver brezkur einstaklingur sé í raun og veru eyland út af fvrir sig. íslendingar byggja líka eyland og sérhver íslendingur er líka eyland út af l'yrir sig. ” E!f að það er rétt að okkar einstaklingshyggja sé á eins háu stigi og manna af brezkum stofni, þá er engin hætta á því að við verðum eins og eðlutegundin, gem breytir litum samkvæmt umhverfinu og að við týnipn sjálfum okkur. 1 bæklingi, sem upplýsingaskrifstofa rík- isstjórnarinnar gaf út í sumar og heitir “Canadians All” stendur þetta: “Eining í Canada þýðir ekki að allir séu eins og steypt- ir í sama móti.” “Því landi, þar sem allir tala sama tungumál, sækja sömu kirkju, hafa sömu skoðanir um öll mikilsvarðandi málefni, er alvarlega hætt við svefn* sýki.” Rit þetta er hvöt til hinna ýmsu þjóðflokka sem þetta land bvggja, að varð- veita þjóðernissérkenni sín. Yissulega yrði Canada þjóðin svipsljó, litlaus og andlega snauðari, ef meir en helmingur þjóðarinnar, þeir sem ekki eru af brezkum stofni, glevmdi fortíð sinni, ætti enga sögu nema þessa stuttu sögu hér, ætti engar bókmentir að baki, enga mikla menn til þess að vitna í, og enga feðratungu. Fyrir nokkrum árum tók eg að mér skólakenslu í héraði þar sem fólk af mörg um þjóðflokkum bjó. Fyrsta morguninn þegar eg athugaði andlit og skráði nöfn nemendanna, sá eg að þarna voru samankomnir full- trúar frá 7 þjóðflokkum: 2 Hol- lendingar, 4 Englendingar, 1 skozk telpa; lítill Úkraníu hnokki, 3 drengir frá Czecho- Slovakia, 1 Þjóðverji og 4 pólsk- ar stúlkur. Mér datt nú í hug að við inyndum kynnast fljótar og það myndi auka skilning og samúð á meðal okkar, ef við byrjuðum skólaárið með því að athuga landabréf Evrópu, og börnin bentu á staðina þaðan sem þau væru ættuð, og við ræddum svo litillega um þessi 7 lönd, og hxað hver þessara þjóða hefði lagt til heímsmenningar- innar. Þetta hugði eg myndi efla heilbrigt sjálfstraust hjá börnunum. Þessi kenslustund verður mér altaf minnisstæð. Það stóð eðlilega ekki á þeim börnum, sem voru af brezkum stofni að segja frá sínum ætt- löndum og sínu fólki og þjóðar- metnaðurinn speglaði sig í litlu andlitunum þeirra, enda standa þau börn bezt að vígi, því þeirra þjóðarsaga er kend svo ítarlega í skólunum á þeirra eigin feðra- tungu. Hollenzku drengirnir báru líka höfuðin hátt þegar við ræddum um Holland og sögðu okkur margti um landið. Þeir vissu líka um hinn frábæra lær- dómsmann, Erasmus; listmálar- ann mikla Rembrandt og fleiri. Það jók auðsjáanlega sjálfsvirð- ingu þessara drengja að vita að þeir áttu slika menn að baki og það jók ósjálfrátt virðingu mína fyrir þeim^ heimili þeirra og þjóð, að þeir kunnu að meta það. Á hinn bóginn voru sum hin börnin ekki eins upplitsdjörf. Þau gátu ekki eða vildu ekki segja mér um uppruna sinn, og sum sögðu aðeins: “I am Cana- dian.” Já, vissulega voru þau öll canadiskir drengir og stúlkur, og mér sem kennara þeirra bar umfram alt að innræta hjá þeim ást og virðingu fyrir Canada, okkar eigin landi; kenna þeim enskuna, sem hlýtur að vera okkar móðurmál, sem hér eruin fædd, í stuttu máli, kenna þeim alt það, sem gæti stuðlað að þvi að gera þau sem bezta borgara okkar lands. En ef þau áttu að há þeim þroska, sem þeim var áskapaður, þá máttu þau ekki afneita þjóðerni sinu; þau máttu ekki missa þann styrk, sem þjóð- ernisræturnar veita einstaklingn- um; þau máttu ekki tapa hinu andlega samneyti við sína eigin fortíð, sem veitir dýpt og fegurð inn í lifið, þvi eins og próf. Wat- son Kirkconnell kemst að orði í bókinni Canadian Overtones”; “There is nothing as shallow and stirile as the man who denies his own ancestry.” Mér fanst því að eg væri aðeins að rækja skyldur minar við þessi börn þegar eg seinna reyndi eft- ir því sem tími gafst að fræða þau um lönd og sögu feðra þeirra og um þá menn af þeirra þjóðflokki sem skarað höfðu fram úr á einhverjum sviðum. Þannig óx þeim sjálfstraust og sjálfsvirðing sem öllum mönnum er nauðsynleg. Eg gat auðvitað ekki frætt þau um feðratungu þeirra og bókmentir. Þær skyld- ur urðu foreldrar þeirra að leysa af hendi, ef þeim þóknaðist að gera það. Varast skyldu þó allir að for- dæma eða ásaka foreldra um vanrækslu i þessum efnum, því erfiðleikarnir eru miklir, þótt langt sé frá að þeir séu óyfir- stíganlegir. Sennilega munu flestir vestur-islenzkir foreldrar æskja þess að börn þeirra verði aðnjótandi okkar islenzka menn- ingararfs en umhverfið, annir og aðrir erfiðleikar hafa borið þessa ósk margra hverra ofur- liði og því aðeins að við könn- umst við mótstöðuöflin og sýnum sn^nðarríkan skilning á baráttu foreldranna, getum við veitt þeim nokkurn styrk. Börnin sækja skólana alla daga nema laugardaga og sunnudaga. Þegar þau koma heim þurfa þau ef til vill að lesa heima eða ann- ast önnur störf, en á þeim tíma, sem þau eru í skóla heyra þau aldr.ei íslenzkt orð né nokkuð um íslenzk mál. Sérstaklega er erfitt að beina huga þeirra að þessuiíi efnum í hinu drekkjandi andrúmslofti í bæjunum þar sem hin mörgu skemtanatæki trufla og dreifa hugsuninni. En ef vilj- inn er stöðugur, opnast oftast einhver leið til þess að koma þvi í framkvæmd, sem maður óskar eftir. Alt það, sem nokkurs er virði krefst. baráttu. Auðveldasta aðferðin að kenna börnunum islenzka tungu er auðsjáanlega sú, að foreldrarnir ásetji sér að tala islenzku eins oft og þ\i verður við komið á heimilunum og við börnin. Þá væri óhjákvæmilegt að þau lærðu að skilja málið. Fyrst eftir að fslendingar komu til þessa lands. töluðu margir foreldrar altaf ensku á heimilunum af því að þau voru sjálf að læra þá tungu. Nú gerist þess ekki þörf. Ef svo foreldrarnir útskýrðu fyrir börn- unum göfgi íslenzkrar tungu, þessa klassiska máls, einu lif- andi forntungu Norðurálfunnar, eitt af stofnmálum enskunnar, tungu sem á “orð yfir alt, sem er hugsað á jörðu,” sennilega myndi þá vakna nokkur áhugi hjá börnunum að læra að tala hana og lesa. Þá er næst að út- vega þeim náinsbækur miðaðar við þarfir vestur-íslenzkra unglinga. Því miður er skortur á slíkum bókum og væri æski- legt að þeir, sem beita sér fyrir íslenzkum þjóðræknismálum gerðu alvarlega gangskör að þvi að bæta úr þessari brýnu þörf. fslenzkir laugardagsskólar, kensla íslenzkra söngva og sam- kepni í framsögn íslenzkra Ijóða, alt þetta stuðlar að því að vekja áhuga hjá börnunum. Að efla til tveggja vikna námskeiða á sumri, þegar börnin eru ekki bundin við alþýðuskólana myndi og hafa heillavænleg áhrif. Þá er stór hópur af ungu og íslenzku fólki, sem ekki hefir átl kost á að læra íslenzku fyrir þær ástæður sem eg Viintist á áður. Þegar þetta unga fólk hefir lokið skólanámi sínu og hefir meiri tíma til umráða finn- ur margt af því sterka hvöt hjá sér til þess að afla sér þekking- ar um sögu ættlands sins og bók- mentir þess, og nú i dag er einmitt tækifæri til þess að vekja og efla þennan áhuga hjá ungum Vestur-íslendingum. fsland hef- ir færst nær þeim, það er á hvers manns munni. Hinir sögulegu viðburðir siðustu mánaða hafa varpað nýju ljósi á ættland þeirra. Flest það sem ritað hef- ir verið um landið og þjóðina hefir verið vingjarnlegt og lýst virðingu og jafnvel aðdáun fyr- ir þjóðinni og menningu henn- ar. íslendingar í Vesturvegi hafa og unnið sér mið til frægðar og frama þetta ár. í fyrsta s'kifti í sögunni skipar nú fslendingur ráðherrasess í rikisstjórn Can- ada, þrír íslendingar ná sæti á fylkisþingi Manitoba; íslenzk kona nær hámarki á sviði söng- listarinnar.f Sannarlega hefir þetta ár verið viðburðaríkt í sögn íslendinga, enda hefir skapast nýr áhugi fyrir islenzkum mál- um meðal yngri kynslóðarinnar. Markviss þjóðræknisstarfsemi væri það, að stuðla að því að þetta unga fólk, hvort sem það talar íslenzku eða ekki, fengi tækifæri til þess að fullnægja þekkingarþrá sinni um fsland og menningu þess. Væri mögulegt að fá fyrirlesara og stofna til námskeiða um þessi efni, þó ekki væri nema einn .eða tveir fyrir- lestrar á mánuði? Væri mögu- legt að stofna handbær bóka- söfn, sem hefðu að geyma bækur á enskri tungu um ísland og bók- mentir þess og þýðingar á ís- lenzkum listaverkum? Ef til vill fengi þá sumt af þessu unga fólki löngun til þsss að læra íslenzkuna upp á eigin spýtur. Þótt fólk sé komið al skólaaldri, þá er það engin á- M j ú k t, mef5 þvt. ljúffenga og hressandi bragði, s e m aldurinn skapar. . . . Branvin e r eina vínið í Can- ada, sem hefir slíka kosti til að bera, og er þó 6- dýrt. JORDAN WINE COMPANY,LIMITED Jordan, Canada BM9 The Government Liquor Control Com- missioix is not responsible for any statement maiíe herein as to the quality of the liquor referred to. stæða fyrir því, að það geti ekki Jært. Eg stundaði fyrir nokkrum árum tímakenslu í Reykjavik. Flestir nemendurnir voru eldri .en 18 ára. Eizti nemandinn var um fimtugt. íslendingum veitist létt að læra tungumál. Ekki er óhugsanlegt að eitthvað af þeim eiginleika hafi gengið í arf til okkar Vestur-íslendinga. í þjóðræknismálum okkar er margt og mikið hægt að gera, el við höfum svolítinn kjark og traust á sjálfum okkur. Van- traustið er sá óvinur sem við verðum að reka á flótta, hvort sem það birtist hjá okkur sjálf- um eða öðrum. Við verðum að hætta að telja sjálfum okkur trú um að við séum að deyja, að íslenzkan sé að deyjá, að íslenzk kirkja sé að deyja, að íslenzkur félagsskapur sé að deyja. Allir kannast við hina svo- nefndu fimtu fylkingu, fylkingu, sem veikir ríkið innan að frá með margvíslegri áróðursstarf- semi. Ein aðferð hennar er sú að eyðileggja trúna á lífið, að telja mpnnum trú um hrörnun eða jafnvel dauða vissra hug- sjóna. Einræðisríkin hafa var- ið auð fjár til þess að koma því inn í huga þegna lýðræðisríkj- anna, að lýðræðisskipulagið sé úrelt og dauðadæmt. Mesta hættan liggur í því að margir gerast óafvitandi verkfæri þess- ara tortímingarafla og beita, í mesta sakleysi, þessum vopnum gegn sjálfum sér og sínu eigin ríki. Þessi aðferð er sérstak- lega skæð ef um einhvern veik- leika er að ræða innan þjóðfé- lagsins eða félagsins, sem í hlul á, því hægt er að beita þessu vopni með sama árangri gegn smærri félögum og jafnvel ein- staklingum. Setjum svo að eg hitti vinkonu mína og mér sýnd- ist hún föl og veikluleg. fmynd- ið ykkur hvaða áhrif það myndi hafa á heilsufar hennar, ef eg færi að útlista fyrir henni hvað hún liti illa út og reyndi svo að sannfæra hana um það, að hún ætti skamt eftir ólifað. Þeir, sem íslenzku og íslenzkum mál- um unna skyldu því varast að telja sjálfum sér og öðrum trú um að við séum að deyja, i þjóð- ernislegum skilningi. Það sem eg hefi reynt að draga fram í dagsljósið í þessu erindi minu, get eg bezt skýrt í stuttu máli með því að endur- taka ummæli úr ritstjórnargrein Lögbergs 16. sept., . 1937, sem voru endurprentuð í grein eftir Dr. Sigurð Nordal í Timariti

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.