Lögberg - 13.11.1941, Blaðsíða 1

Lögberg - 13.11.1941, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines d ^iau*ld?,-c1 -a^d Serv , ?&** ' Cot- Serviee and Satisfaction PHONE 86 311 Seven Lines •?s A d ““1\6 ““ Cot • Y\0' For Better Dry Cleaning and Laundry í4. AEGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN NÓVEMBER, 1941 NÚMER 46 Bretár stórsigra á hafinu Undanfarinn vikutíma hafa Bretar sökt í Miðjarðarhafinu nítján ítölskum vöru- og her- flutningáskipum, ásamt þrem tundurspillum; voru skip þessi öll á Jeið til Libyu með fjölda ítalskra hermanna, vopn og vist- ir; einkum voru það brezkir kaf- bátar, er mikið létu til sín taka i þessari viðureign, þó brezk beitiskip og orustuflugvélar kæmi þar einnig frækilega við sögu. Er fregnir um þessa miklu sigra urðu heyrinkunnar, kvað Churchill forsætisráðherra það deginum ljósara, að þegar i krappan kæmi, væri Bretar enn sínir eigin herrar í Miðjarðar- hafinu, og léti enga segja sér fyrir verkum. Skœð loftárás og biljón dala lán Þótt enn sem komið er sé ekki hægt fyrir Breta að verða við beiðni Sóvíet-rikjanna um mynd- un annara vígstöðva, er þó ekki hægt að segja að bandamenn hafi daufheyrst við áskorun Stalins. S.l. föstudag hófu Bret- ar stórkostlegar loftársir á meg- inlandið; mörg hundruð flugvél- ar, þær stærstu og hraðfleygustu, vörpuðu sprengjum á vígi og vopnabúr óvinanna. Berlin hlaut refsingu í margar klstundir og þar að auk Cologne og Mann- heim. Þetta mun vera sú stærsta og skæðasta loftárás af hálfu Breta siðan stríðið hófst, enda segir ChurchiU að nú séu Bret- ar búnir að afla sér lofthers, sem sé jafnvígur hinum þýzka og sennilega betri. Bretar töp- uðp 37 flugvélum í árás þessari og 200 flugmönnum. Álitið er að margar þessar flugvélar hati orðið að nauðlenda sökum þess að veðrið breyttist skyndilega til hins verra og klakaskel myndað- ist á vængjum flugvélanna. Roosevelt forseti lét heldur ekki standa á sér. Þann 7. þ. m. veittu Bandaríkin Sóvíet-ríkjun- um biljón dollara lán til þess að kaupa hergögn og aðrar nauð- synjar. I bréfi sinu til Stalins gat Roosevelt þess að engra vaxta yrði krafist af láni þessu og ekki yrði ætlast til endurgjalds fyr en 5 árum eftir að stríðinu væri lokið. -------V-------- Neðansjávarbátar í námunda við Newfoundland Flotamálaráðherra Angus Mc- Donald tilkynti s.l. miðvikudag, að neðansjávarbátar hefðu séðst í námunda við Newfoundland; svo nálægt, að hægt hefir verið að eygja suma frá landi. Herskip vor og flugvélar sækja að þeim með sprengjum og öðrum eyði- leggingartækjum hvar sem þeir finnast og telur ráðherranu sennilegt að lánast hafi að koma einum, ef til viU, fleirum fyrir kattarnef. Talið er að féndur þessir haldi sig nálægt höfnum landsins til þess að afla sér upplýsinga um skijiaferðir og útvarpi siðan upplýsingum til árásarskipa sinna. -------V-------- Heilsufar canadiskrar œsku f skýrslu þeirri, sem Thorson ráðherra lagði fyrir þingið s.I. miðvikudag kunngerði hann að aðeins 56 af hundraði þeirra manna, sem kallaðir hefðu verið í herinn, væri hæfir til herþjón- ustu; hinum var hafnað sökum heilsubrests. Kvað Mr. Thorson þetta sanna að heilsufar cana- diskrar æsku væri ekki eins gott og búast mætti við hjá ungri og framgjarnri þjóð. Maxitn Litvinoff Fyrverandi utanríkismálaráð- herra Sóvíet-ríkjanna hefir nú verið skipaður sendiherra ti! Bandaríkjanna. Litvinoff var sviftur embætti sinu í mai 1939, stuttu áður en Rússar og Þjóð- verjar undirskrifuðu hinn ill- ræmda samning sinn, og V. M. Molotov tók þá við störfum hans. Síðan Þjóðverjar réðust á Rússa hefir Litvinoff risið úr ónáð'og hefir tekið mikinn þátt í sam- komulagsleit Rússa við Breta og Bandaríkjamenn. Maxim Litvinoff skipar nú volduga og þýðingarmikla stöðu, og er það maklegt, því í stjórn- málaferli sínum hefir hann sýnt að hann er ekki einungis mikil- hæfur maður, heldur einlægur stuðningsmaður þeirra hugsjóna sem alþjóðabandalagið var bygt á. Hann var einn af þeim fáu stjórnmálamönnum heimsins, sem reyndist þeim hugsjónum trúr á hinum örlagaríku árum á undan núverandi styrjöld. Það var fyrir Litvinoffs tilstilli að Sóvíet-ríkin gengu í Þjóðabanda- lagið 1934. Hann harðist hart (fyrir réttækri afvopnun allra þjóða; hann greiddi atkvæði gegn því að olíusölubannið gegn ítalíu i stríðinu við Ethiópiu, væri afnumið; hann var eindreg- ið á móti banninu á hergagna- sölu til lýðræðisstjórnarinnar á Spáni; hann lofaði fyrir hönd stjórnar sinnar að Sóviet-ríkin skyldu fara í strið til verndar Czechoslóvakíu, ef að Frakkland héldi varnarsamninga sína við það land. Margar fleiri tillögur, sem stefndu i þá átt að tryggja friðinn, voru lagðar fram af Litvinoff en þær voru ekki tekn- ar tilgreina af fulltrúum stór- veldanna og þegar hann gat engu áorkað i þessum málum, tapaði hann áliti heima fyrir og svo stöðu sinni. Þessi ægilega styrj- öld hefir nú opnað augu margra. á þeirri nauðsyn að hugsjónir Þjóðabandalagsins verði að ræt- ast ef mannkynið eigi að öðlast langvarandi frið. f lok þessa stríðs mun áhrifa Litvinoffs sennilega gæta betur en áður, og er þá vel. --------V-------- Canadastjórn skipar sendiherra til Astralíu Á fimtudaginn i vikunni sem leið tilkynti King forsætisráð- herra það í sambandsþinginu, að hann hefði skipað Major-General Victor W. Odlum til sendiherra í Ástralíu; verður hann fyrsti sendiherra canadisku þjóðarinn- ar, er til Ástralíu fer þeirra er- inda; hann hefir lengi verið bú- settur í Vancouver, og þykir hinn mesti áhrifamaður. --------V-------- Finnar berjaál áfram Fyrir nokkru skoraði Banda- ríkjastjórn á Finna, að semja frið við Rússa tafarlaust. Nú hefir stjórn Finnlands lýst yfir því, að henni komi ekki til hugar að hætta að berjast fyrst um sinn. Stalin vongóður Þrátt fyrir hamslausar árásir óvinanna á varnarlínur Rússa í 40 til 50 milna fjarlægð frá Moskva, var hin árlega minning- arathöfn Bolshevika . byltingar- innar haldin á Rauða torginu 7. nóv. f útvarjisræðu sinni kvað Stalin feykilegt mannfall hafa orðið i liði Þjóðverja, siðan á- rásin á Rússland hófst — 4V2 iniljón manns drepnir, særðir og teknir til fanga. Spáði hann því að innan árs myndi Þýzkalund Hitlers springa í loft upp undan þunga glæpa sinna. Hann hélt því fram að Hess hefði flogið ti! Bretlands í þeirri von að geta sameinað öll ríki heimsins gegn Soviet-ríkjunum en í stað þess hefði skapast voldugt ríkjasam- band gegn Þýzkalandi. Stalin lét í ljósi ákveðna ósk þess að Bandamenn sínir sæi sér fa>rl að mynda aðrar vígstöðvar það fyrsta, og draga þannig úr krafti óvinanna á austurvigstöðvunum. ------V------ Goðafoss Frá New York kemur sú fregn, að Goðafoss hafi hafnað sig þar s.l. föstudag með 31 farþega. Hann var í sömu skipafylgd og beitiskipið Reuben James, sem óvinirnir söktu s.l. viku. Skipin voru 16 daga á leiðinni og far- þegar sögðu Norður-Atlantshafið, sem er undir gæzlu Bandaríkja skipa, krökt af neðansjávarbát- um; urðu því skipin að tartr 1000 milur úr leið. Einn Banda- ríkja fréttaritari, sem kom á Goðafossi kvað fréttaskoðun Bandarikjamanna jafnvel strang- ari en þá brezku, og væri ill- mögulegt að senda nokkrar frétl- ir frá íslandi. -------V------— Vinnur Fyrstu verðlaun Þann 27. október síðastliðinn, stofnuðu Manitoba Hairdnessers til “Hair Style” sýningar á Marl- borough hótelinu hér i borginni, og vann þar fyrstu verðlaun fyrir fegurðarsmekk í hársnyrt- ingu, Miss Herdís Eyjólfson, ætt- uð úr íslendingabygðunum við Manitobavatn; verðlaunin voru silfurbolli. Miss Eyjólfson starf- íækir i félagi við Lillian systur sína, Lil’s Beauty Shop, 802 Ellice Avenue. -t~3J>EC3-«» Rev. Stanley Knowles Mr. Knowles býður sig fram til bæjarstjórnar serru fulltrúaefni fyrir 2. kjördeild við næstu bæj- arstjórnarkosningar, sem fram fara þann 28. þ. m. Hann verð- ur i kjöri undir merkjum C.C.F. flokksins, sem nú stendur í kosningasambandi við hinn ó- háða verkamannaflokk. Mr. Knowles leitar kosningar til eins árs, eða fyrir þann tíma, sem C. Rhodes Smith átti eftir af kjörtimabili sínu í bæjarstjórn. Úr borg og bygð Mrs. J. K. Jónasson óðalsbóndi frá Vogar, er nýlega kominn til borgarinnar til vetursetu, og verður heimilisfang hans að 560 Agnes Street. Mr. Jónasson. þó nokkuð sé kominn á efri ár, er enn glaður og gunnreifur sem ungur væri. Lögberg býður hann velkominn í borgina. •f •♦• > VEITIÐ ATHYGLl ! Ársfundi Fyrsta lúterska safn- aðar, sem auglýst var að haldinn yrði 28. þ. m., hefir verið frestað til föstudagskvöldsins, klukkan 7.30 stundvíslega, 3. desemher, 1941, í kirkju safnaðarins. Fyrir hönd safnaðarfulltrúanna G. L. Johannson, skrifari. •f -f -f Frú Hlaðgerður Thorlakson, ekkja Thorsteins Thorlaksonar fasteignasala, lézt á heimili dótl- ur sinnar, Mrs. Einar Thor- steinsson í Leslie, Sask., á mánu- daginn var, 77 ára að aldri; inrk kona og mikilhæf. útför hennar fer fram frá Fyrstu lút- ersku kirkju á laugardaginn kemur, þann 15. þ. m. -f -f -f Mr. Oddur Allan Oddson, lagði af stað héðan úr borg á föstudaginn var áleiðis til Chi- cago, 111., þar sem l'aðir hans, Oddur H. Oddson byggingameist- ari á heima. Oddur Allan er ’iæddúr i grend við Lundár, en heíir nú fengið fnlt leyfi til framtíðardvalar í Bandaríkjun- um, þar sem hann mun starfa í félagi við föður sinn. -f -f -f BAZAAR ELDRA IÍVENFÉLA GSINS Hið eldra kvenfélag Fyrsta lút- erska safnaðar efnir til útsölu á ýmiskonar heimaunnum varn- ingi í samkomusal kirkjunnar á laugardaginn þann 15. þ. m. Verður þar einnig til sölu heima- tilbúinn matur af ýmsum teg- undum, sætindi, kaffi og þar til heyrandi brauðtegundir. Skemti- skrá fjölbreytt, að kveldi; þar á meðal íslenzkar hljómplötur. Sala þessi hefst kl. 2.30 e. h. og stendur yfir fram undir mið- nætti. -f -f -f Mr. J. J. Bíldfell ætlar hinn 19. þ. m. að flytja erindi um dvöl sína norður i Eskimóalöndum, eins og áður hefir verið getið um hér i blaðinu. Mun hann þó sér staklega ætla sér að segja frá komu sinni til Grænlands og því sem hann þar sá og varð vísari um um hinar fornu íslendinga- bygðir þar í landi, en á þeim slóðuin dvaldi hann um stund. Mun marga fýsa að heyra það sem Mr. Bíldfell hefir að segja frá þeim hluta Grænlands þar sein íslendingar námu land og þótt segja megi, að það landnám hafi mishepnast, þá var það þó merkilegt fyrir margra hluta sakir, og frá Grænlandi var gerð fyrsta tilraun hvítra manna til landnáms í Ameríku. Mikið hefir verið reynt að komast eftir þvi, hvað varð um hið norræna fólk, sem forðum bjó á vestur- strönd Grænlands, en sem nú er löngu horfið og enginn veit með vissu* hvað um hefir orðið. En þó aldrei verði hægt að komast eftir því með vissu, þá stendur þetta mál svo nærri hugúm fs- lendinga, að þeir vilja ávalt hlusta á allar sennilegar tilgát- ur því viðvikjandi. Mr. Bildfell hefir lika töluvert af hreyfimyndum þarna úr norðrinu, sem hann ætlar að Sumarkvöld Að skógarbaki sigur sólin niður Og' sveipast húmi litli bærinn minn. En blærinn svali, og kvöldsins kyrð og friður Mér kveðju dagsins bera í húsið inn. Um stund eg gleymi öllum önnum dagsins Og uni sæll við kvöldsins djúpa frið. Minn andi hlandast anda sólarlagsins. Eg opnast lít in hærri og fegri svið. Og sál min teigar mátt hins milda og hreina Sem merkur hlómið kvöldsins daggar skál. Mitt hjarta snertir aflið sterka, eina. Minn andi heyrir Drottins kærleiks mál. Af kærleik hans, eg steytti ei fót á steinum Við starf og glaum hins liðna vinnudags. Af miskunn hans eg klæðist kufli hreinum Við kristniboð hins fagra sólarlags. Eg fel minn anda föðurhöndum þínum, Þú friðar Guð og Drottin sannleikans, Til kærleiks þíns eg beini bænum mínum Með barnsins trausti í nafni frelsarans. Eg sofna vært, og sef í skjóli þínu Unz sólarljósið berst um gluggann inn, Það grandar engin hætta húsi mínu, Ef höndin þín er næturvörður minn. Kfistján Pálsson. Þakklátlega tileinkað séra Rúnólfi Marteinssyni. sem um eitt skeið var sunnudagaskólakennari minn. — K. P. Ráðuneyti Hermanns Jónssonar biðst lausnar í annað sinn Tilkynt var i fyrri viku, að ráðueyti Hermanns Jónassonar hefði afhent ríkisstjóra íslands lausnarbeiðni sína i annað sinn vegna dýrtíðarmálanna cins og i fyrra skiftið; hvernig úr ræðsl um stjórnarmyndun, er enn eigi \4tað; mælt er, að stjórnin hafi viljað hrinda í framkvæmd lög- skipuðu hámarksverði á lífs- nauðsynjum, en að verkalýðsfé- lögin hafi stranglega mótmælt slíku valdboði, og þótt það bera á sér einræðisblæ. -------V-------- Japan sendir erindreka til Bandaríkja Stjórn Japana hefir sent einn sinn þaulæfðasta mann á sviði utanríkismálanna á fund Roose- velts forseta til þess að skýra fyrir honum til fullnustu kröfur japönsku þjóðarinnar um aukið olnbogarúm í Asíu. Samkomu- lagshorfur milli Bandaríkjanna og Japan, sýnast alt annað en friðvænlegar, þó vonandi sé að giptusamlega ráðist fram úr. Mr. Churchill hefir gert stjórn Jap- ana aðvart um það að svo fremi sem Japanir ráðist inn á amerisk áhrifasvið, segi Bretar þeim um- svifalaust stríð á hendur. -------V-------- Mayor La Guardia Hinn örgeðja en vinsæli Mayor La Guardia, var endurkosinn 5. nóvember sem borgarstjóri New York borgar; ,er þetta nú í þriðja sinn sem hann hefir verið kosinn til þess að skipa þessa ábyrgðar- miklu stöðu. sýna í sambandi við erindi sitt. Það má reiða sig á, að þeir sem samkomuna sækja, og þeir verða vafalaust margir, fá þar mikinn fróðleik og einnig góða skemtun. Verður þar einnig skemt með söng. Eldra kvenfélag Fyrsta lút- erska safnaðar stendur fyrir samkomunni og veitir öllum kaffi sem þar koma, að eriudinu loknu og það verður flutt í sam- komusal Fyrstu lútersku kirkju á miðvikudagskveldið hinn 19. þ. m. og byrjar kl. 8.15. Aðgang- ur 25 cents. Kveðjusamsœti Ragnars H. Ragnar Síðastliðið mánudagskvöld var haldið veglegt kveðjusamsæti til heiðurs Ragnari H. Ragnar, sem nú hráðlega er á förum til Bandaríkjanna til framtíðardval- ar. Samsæti þetta var í alla staði hið ánægjulegasta og tóku þar margir til máls og töluðu hlýjum þakklætis og kveðjuorð- um til heiðursgestsins. Karlakór- inn söng nokkur lög á milli ræð- anna, öllum til skemtunar. Sam- sætið fór fram í St. Charles hótel- inu, og var þar framreidd hin bezta máltið. Þarna var fjöl- menni, sem vildi sýna Mr. Ragn- ar, að hans starf í söngfræðslu- málum og þjóðræknismálum á meðal vor Islendinga er metið vel og viðurkent. Veizlustjórn hafði með hönd- um Soffonías Thorkelsson, verk- smiðjueigandi, og fórst það með prýði og lipurð. --------y-------- Island lýst mikilvœg hernaðarstöð Flotamálaráðherra Bandaríkj- anna, Frank Knox, lýsti yfir því í vikunni sem leið, að Bandarik- in væri nú að koma sér upp á íslandi fullkominni, nýtizku her- naðarstöð, einnl þeirri allra mik- ilvægustu, er þau um þessar mundir réði yfir. --------y-------- Meighen þögull Senator Meighen er enn næsta þögull um það, hvort hann muni taka að sér forustu íhaldsflokks- ins eða ekki; en víst þykir að hann kveði upp úr um næstu helgi á annanhvorn veg. Skipsskaði Lengi hefir verið óttast um línuveiðarann “Jarlinn” og nú þykir öll von úti um að hann sé ofansjávar. Skipið fór frá ísafirði með fisk 21. ágúst, kom það við i Vestmannaeyjum og fór þaðan 23. sama mánaðar. 1. september seldi “Jarlinn” afla sinn í Fleetwood og fór þaðan 3. september. Síðan hefir ekkert til skipsins spurst — og eru nú liðnir 20 dagar síðan það fór frá Fleetwood. Ellefu nvanns voru á skipinu. —(Alþbl. 23. sept.).

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.