Lögberg - 13.11.1941, Blaðsíða 5

Lögberg - 13.11.1941, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. NÓVEMBER, 1941 5 son í Los Angeles, var hindruð, svo henni var ekki unt að koma. Mrs. Gíslason, tengdasystir silf- urbrúðgumans, sein og er dóttir séra Hans Thorgrimsens, kom ásamt dætrum hennar og syni. Nokkru eftir hádegi fór bygð- arfólkið að streyma að og gestir frá fjarlægari stöðvum, þaí á meðal sóknarpresturinn, séra Haraldur Sigmar, ásamt frú sinni. Heimili þeirra er á Moun- tain, í Norður Dakota^ en hann þjónar og þessum söfnuði. Þar voru einnig Mr. og Mrs. H. ólaf- son og Mr. B. Johnson frá Moun- tain; Mr. og Mrs. L. Danielson og Mrs. G. Breckman frá Lundar, Man.; Mrs. S. Gillis og Mr. og Mrs. O. H. Gray frá Winnipeg, auk þeirra sem áður voru nefnd- ir og bygðarfólksins sjálfs. Þó eru líklegaSt ýmsir fleiri sem þangað komu. Samsætil var haldið á gras- fletinum fyrir sunnan húsið. Sæti voru þar tilreidd fyrir all- marga. Piano var flutt á stað- inn og alt annað gjört til þess að gjöra glaða og hátiðlega stund. Alt samstið var upp- ljómað af fögnuði. Andinn, sem ljómað hefir i orðum of athöfn- um silfurbrúðhjónanna var ein- mitt ljósið, sem gjörði þessa há- tíð bjarta og yndislega. Jón S. Gillis, sem á margan hátt hefir verið leiðtogi bygðar- manna, stýrði mótinu og leysti það af hendi með röggsemi og velþóknun samkomugesta. Gift- ingarsálmurinn, “Hve gott og fagurt og indælt er” var sung- inn, og þá flutti séra Rúnólfur Marteinsson bæn. Annar sálm- ur var og sunginn, “Heyr börn þín, Guð faðir.” Forsetinn skýrði Ifrá tilgangi samkomunnar og lýsti því, hve ánægjulegt það væri fyrir alla gestina að sam- fagna silfurbrúðhjónunum á heiðursdegi þeirra. Allir sungu “Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur.” Þá flutti séra Haraldur aðalræðu mótsins. Hanp sagði frá því hve mikinn og dáðrikan þátt þau hjónin áttu í samlífii bygðarinnar, bæði til anda og athafna. Mr. Gislason hefir verið þar landnámsmaður, hann starfrækti pósthús og verzlun þar í 18 ár og hann hefii verið þar bóndi hin síðustu ár. Ætíð hefir hann sett göfugt eftir- dæmi og verið boðinn og búinn að leggja lið sérhverju velferðar- máli þar um slóðir. Mrs. Gísla- son hefir verið hin ágætasta hús- móðir( og auk þess hefir hún unnið endurgjaldslaust afar mik- ið hjúkrunarstarf, annast at mikilli alúð sunnudagaskóla bygðarinnar, veitt sönglífinu stuðning og leiðsögn og tekið þátt í öðrum félagsmálum til þroska á nytsemdarbraut. Bæði hafa hjónin verið lifandi þættir í safnaðarlífi bygðarinnar, enn- fremur áhugasöm og athafnarík í íslenzkum þjóðræknisinálum. Séra Haraldur bar og frain gjöf til silfurbrúðhjónanna frá bygðarfólki og var hún fagurt skrín er hafði að geyma silfur- hnifa og önnur fleiri tæki til borðhalds, alt af hagleik gjört. Silfurbrúðgumanum var einnig gefinn mjúkur og þægilegur stóll og silfurbrúðinni ágætt skrif- borð, þetta frá ættingjum og nánustu vinum. Fóstursonur hjónanna, Lárus, gaf móður sinni fagran blómvönd. Ýmsar fleiri yndislegar gjafir, sumar frá fjarlægum stöðum, bárust einn- ig að frá ættingjum og öðrum vinum, og kann eg ekki skil á þeim, en eitt má nefna: fögur blóm frá sunnudagaskólabörnun- um til silfurbrúðarinnar. Auk séra Haraldar fluttu tölur þeir Jón J. Húnfjörð og séra Rúnólfur Marteinsson. Eins og við átti var þar mikið um söng. Sunnudagaskólbaörnin sungu sálm, karlakór bygðarinnar söng tvívegis og einsöngva sungu þær Mrs, H. Sigmar frá Mountain og Miss Helen Gíslason frá Grand F"orks. Alt var Jietta vel af hendi leyst og gestum til mikill- ar ánægju. Heillaóskir í bréfum og hrað- skeytuin einnig allmargar: frá séra K. K. ólafson í Seattle, séra Hans Thorgrímsen í Grand Forks, séra Steingrími Thorlaks- syni; sem er föðurbróðir silfur- brúðarinnar, nú á Mountain, og frá ýmsum fleiri. Silfurbrúðhjónin bæði báru fram þakklæti fyrir vinahótin. Kom þar fram sú yndislega ein- iægni, sú heilbrigða hugsun, og sú göfuga aðstaða til samferða- mannanna, sem hefir verið svo rík í sálarlífi og framkvæmdum þeirra beggja á lífsleiðinni. Menn settust að borðum, sem voru þakin blómum og vistum, nutu gæðanna og samfundanna. “Það er gott fyrir bræður að búa saman,” gott fyrir góða rini að hittast og finna unaðinn af nær- verunni. Gleðimót með vinum er ein af gjöfum Guðs. Þetta mót var ein slik gjöf Guðs. R. M. -------V------- Naziátar við Maggelans sundið Frá “Nemo” á Giinli. Fyrir nokkrum mánuðum síð- an bárust þau tíðindi út um all- an heim með blöðum og tímarit- um, að Bandaríkja suðurheim- skautsfari nokkur hefði séð merki til að Nazistar væru að taka sé'f stöðvar á Grahamslandi. Þessi athygli vakti grun hans á að eitthvað væri þar í undirbún- ingi fyrir herskip og kafbáta Hitlers. Fáir gáfu þó þess gaum, og þéSsir fáu yptu aðeins öxlum er þeir mintust þess að Grahams- land var einhversstaðar skamt frá heimskautinu og langt fyrir utan fjarsýni Hitlers. En ef þeir litu á landabréfin myndu þeir hafa séð Grahams- land á 65. gr. suður-breiddarstigs og því æði langt frá heimskaut- inu, en 10 gr. norðar eða 55 gr. er Magellans sundið. Jafnframt hefðu þeir komið auga á, að Panama-skurðurinn og Magellanssundið eru einu samgönguleiðirnar yfir Ameriku milli Kyrrahafsins og Atlants- hafsins og milli vesturstrandar Suður-Ameríku og Evrópu, og sérstaklega þýðingarmikið fyrir sjóflota Bandaríkjanna á ófrið- artímum á Kyrrahafinu, jafn- framt því að Nazistar og Japanar hafa engu síður opin augu fyrir því en Panama. Þetta skilst því betur sem allra augu bandamanna eru í hernaðarlegum skilningi fest á Panama-skurðinum, en Magelans sundið er undir mjög veigalitlu eftirliti frá Ghili. Það er mjög sennilegt frá sviði stjórnmálann-a, sem afstöðu ríkj- anna. Chili er frá norðri til suðurs að lengd sem frá New York til San Francisco með að- eins 4x/2 miljón íbúa, sem hafa engan kraft til eftirlits á þessari óraleið sérstaklega suður við sundið, sem er í óbygðum. Þar við sundið er aðeins einn bær, Punta Arenas. Höfnin er lítil og er á miðri leið við sundið, — þar er hægt að ráða allri umferð og því þýð- ingarmikið. Það hafa umboðs- menn Þjóðverja skilið. Einn þessara umboðsmanna er Pargela fyrverandi sjóliðsfor- ingi þýzkur; kemur hann mjög við kafbátahernaðinn i síðasta stríðinu. Hann hefir í mörg ár með syni sínum eflt þessa ömur- legu smáborg, Punta Arenas. Þeir hafa kannað hvern læk og vik við sundið, undir þeirri dul að þeir væru í þjónustu þýzka giifuskipafélagsins Oeleker. Nú er það Moeller nokkur, sem er ráðsmaður félags þessa. Hann slepti ráðsmannsstöðunni við iðnaðarstofnunina Aysen í Val- pariso og gekk á hönd félagsins Cente Grande Laguna Verde i ömurlega og kaldranalega bæn- um Punta Arena. Félag þetta sem mörg önnur iðnaðarfyrir- tæki, er undir sterkum áhrifum Nazista. Moeller er sænskur borgari, hefir hann ekki eingöngu mikil mök við þýzka sjómenn, sem þurfa að bíða í bænum um lengri eður skemri tíma, heldur ^innig Japana, sem ekki fara svo fram hjá, að þeir ekki heilsi upp á fé- laga sinn. Samt kveður mest að Juan Parrau. Hann var í mörg ár hjá þýzka verzlunarfélaginu Gildmeister (aðal verzlunargrein- in er í Bremen). Hann gekk úr þjónustu félagsins, og sótti uin leyfi til stjórnarinnar í Chili að leita að kolum, og þeirra leitar hann meðfram sundinu. Eftir margra mánaða vinnu við jar.ð- fræðilegar rannsóknir sótti hann að nýju um leyfi stjórnarinnar í Chili að mega byggja flutninga- stöð miðja vega milli Otway og Skyring, sein hefir þá mes^u hernaðarlega þýðingu fyrir Hitler, með því það getur ráðið yfir sundinu og bænum Punta Arena. Stjórnin í Ghili sem var ^l- gerlega ófróð um hvernig hagaði til eður hvað undir bjó, veitti teyfið, og nú er hann í félagi við vini Hitlers að byggja þessa viðskiftastöð í Punta Arenas. Að sjálfsögðu heimtar fyrirtækið mikið landnám og miklar bygg- ingar. myndi leiða til ófriðar á sjó kringum sundið. Án aðstoðar Bandaríkjanna hafa Chili-búaj engan sjóflota til að mæta Þjóð- verjum og Japönum, -— og eru þeir þar ekki sterkir — til áð verja þessi önnur samgöng milli Kyrrahafsins og Atlantshafsins. Aftur treysta Þjóðverjar og Jap- anar þvi að sér takist að setja- þama upp varanlega viðskifta- stöð án allrar ándspyrnu frá landsstjórninni í Chili. Vilji Bandaríkin koma í veg fyrir þær ráðagerðir Nazista og Japana, þurfa þeir að snúa eftir- tekt sinni þangað og láta fram- kvæmd fylgja ráðagerð viðvikj- andi Magellanssundinu og ná grieni þess. —E. G. þýddi úr Free Press. Frá Langruth, Man. 2. nóv. 1941. Heiðraði ritstj. Lögbergs: Þann 26. okt. var gamla fólk- inu í Langruth og grendinni haldin gleðisamkoma eins óg undanfarin ár, í kirkju safnað- arins. Kirkjan vár fylt með ungum og eldri. Skemtanir og veitingar voru i bezta lagi. Á borðum kaffi og súkkulaði, með pönnukökum, vöfflum og rúllu- pylsu auk annara bakninga, sem eg á engin nöfn yfir. Safnaðarsöngflokkurinn söng mörg lög, sérstaklega sálmalög, svo söng Pálmi Johnson sóló. Og þar að auk söng fjöldi af ungum stúlkum mörg lög. Var það hin bezta skemtun. Svo las S. B. B. frumort kvæði. En auk forseta Samkomunnar, Mrs. Kristlaug Finnbogaso.i, sem flutti stutt' ávarp, var Magnús Pétursson aðal og eini ræðumað- urinn. Fór hann fljótlega yfir söguatriði vor frá ýmsum tim- um, og lauk máli sínu m:ð að minnast á upphaf þessarar bygðar. Var ræða hans bæði fræðandi og vel fram flutt. Gamla fólkið undi sér vel og fór heim til sín glatt í anda. Gamla fólkið flytur safnaðar- kvenfélaginu kærar þakkir fyrir þessa og aðrar þvílíkar samkom- ur og vonar að þær haldi áfram — unz dagur dvin. S. B. B. VERÐFESTING LlFSNAUÐSYNJA 0G ÁKVŒÐISVINNULAUN Þó skósveinar Hitlers séu yel búnir að peningum og efni og því öðru er þeir þurfa málum sínum til framgangs er þó aðal miðslöð Nazistanna í nýlendu þeirra i Castro-fylkinu og á Chiloe-eyj- unni. Þar eru 40,000 Þjóðverjar. Þeir eru sterkari öllum útlend- um þjóðflokkum í Chili. Það er miðja vega milli Santiago og Magellans sundsins. Nazistaflokk- urinn hélt fund í s.l. marz; þar komu 3-4000 Nazistar. Viðskifti Nazistaflokksins og Japana fara einkum fram á höfninni í Punta Montt, sem ei miðstöð allra framkvæmda Oelekers verzlunarfélagsins. Skip þess eru þýzk og á þeim þýzkir menn, og á þessum skipum hvíl- ir allur hernaðarlegur styrkur Nazista í þeim hluta Kyrrahafs- ins. Það er opinbert leyndarmál þeirra sem flytja vörur meðfram suðurhluta strandarinnar i Chiii, að þeir finna ekki herskip Jap- ana út á hafi af tilviljun, heldur eftir fastákveðinni áætlun x>g skifti þar vörum sínum. Það er því auðráðin gáta hversvegna að skip Oelekers fé- lagsins neitar ferðafólki um flutning, þó fylsta gjald sé i boði; þeir hirða ekki um að hafa óviðkomandi vitni að gerðum sinum. Nýlega féll til atburður í Punto Montt, sem vakti mikla athygli. Þegar verið var að afferma skip Oelekers félagsins af “japönsku postulíni” féll einn kassinn og brotnaði og “postu- línið” datt út, en var þá orðið að skotfærum nýjustu tegundar. Þá kom að í ljós hversu mik- ið afl að Nazistarnir hafa þvi enginn rekstur var gerður að þessu af stjórninni. Það er ekki eingöngu í Punto Punto Moutt og Castro, sem Nazistarnir ráða miklu í stjórn- málum, heldur kennir áhrifa þeirra í fjölda af strandabæjun- um í Ghili, því alt morar þar af þýzkum Nazistum, sem beita á- hrifum sínum á sterk og sam- heldin félög. * * * Áhrif Nazistanna í suðurhluta landsins og suður að Magellans sundi, eru svo sterk, að stjórnin ræður ekki við neitt. Þegar þetta alt er tekið til greina, þarf engann að undra þó embættismönnunum í Santiago þyki ástandið í mið og suður strönd landsins ærið ískyggilegt ef Ba.ndarikin lentu í ófriði við Nazista. Umfram alt óttast þeir samvinnuN’jóðverja og Japaníta, þvi þeir álita að slik samvinna Þjóð yðar fer fram á að þér veitið fulla aðstoð þessum átríðsráðátöfunum TVENNSKONAR nýjar stjórnarfyrir- skipanir hafa orÖið óhjákvæmilegar í sam- bandi við lifnaðarháttu í Canada á stríðs- tímunum. En þær eru: (1) Verðlagsfeáting Þann 17. nóvember 1941 gengur í gildi reglugerð um það, að vöruverð megi ekki hækka, né heldur kaupgjald yfirleitt nema því aðeins að brýn nauðsyn krefji, og að slíkt hljóti samþykki Wartime Prices og Trade nefndarinnar. (2) Akvæðisvinnulaun Enginn vinnuveitandi, að vissum takmörk- unum undanteknum, má hækka reglubund- in laun þjóna sinna nema með samþykki nefndar, sem fulltrúar stjórnarinnar, vinnuveitenda og vinnuþigggjenda eiga sæti í. En-eftir 15 febrúar 1942, verður sérhver vinnuveitadi, að áminstum tak- mörkunum undanþegnum, skyldur til að greiða þjónum sínum dýrtíðaruppbót, er komi til framkvæmda á hverjum þremur mánuðum. Nauðsynlegt skref til útilokunar á verðbólgu Þessi stjórnarráðstöfun er gerð með það fyr- ir augum, að útiloka samskonar verðbólgu og átti sér stað í síðasta stríði, sem orsakaði kreppu, atvinnuleysi og skort. Sérhver húsmóðir veit, að verð hefir farið hækkandi, og að hækkað vöruverð, nema þvi aðeins að í taumana sé tekið, gerir það enn örðugra að annast um fjárhagshlið stríðsins. Hækkað vöruverð án stjórnaríhlutunar, hlýt- ur að skapa glundroða í iðnaði og verzlun; hindra framleiðslu og réttláta skifting nauð- synja, auk þess sem dýrtíð hækkar örar en vinnlaun; verðbólga skaðar alla, en þó eink- um þá, er minstar hafa tekjur. Og árangur óhamlaðrar verðbólgu eftir stríðið, þegar verðlag lækkar, hefir í för með sér á ný kreppu og atvinnuleysi. Verðlag verður ekki fastsett nema vinnulaun sé það líka. Ofgróði er, og verður, undir ströngu stjórnareftirliti. Verksvið verðfestingar fyrirskiþunarinnar Fyrirskipun þessi nær til eftirgreindra vinnu- veitenda: 1— Sérhver vinnuveitandi, sem fyrirmæli Industrial Disputes Investigation laganna undir venjulegum kringumstæðum ná til. 2— Sérhver vinnuveitandi, sem framleiðir hergögn, hervistabirgðir, og byggir varn- arvirki. 3— Allir byggingavinnuveitendur, sem hafa tiu eða fleiri menn í þjónustu sinm. 4—Allir aðrir einkavinnuveitendur, sem hafa fimtíu eða fleiri í vinnu. Þessi fyrirmæli ná ekki til vinnuveitenda í búnaði, fiskiveiðum, né heldur gilda þau um sjúkrahús, líknarstofnanir eða fræðslustofn- anir, sem ekki eru starfræktar í ágóðaskyni. Ákvæði wm kaupgjald Enginn vinnuveitandi má hækka kaup þjóna sinna nema að fengnu skrifuðu leyfi frá National War Labour nefndinni. Þetta leyfi fæst einungis þar sem svo hagar til, að nefndin hefir sannfært sig um, að kaupgjald sé of lágt. Laun, sem eru óþarflega há, þarf ekki að lækka, en þar sem svo er ástatt, g«etur nefndin falið vinnuveitanda að fresta greiðslu á dýrtíðai^ippbót.— Dýrtíðaruppbót. Sérhver vinnuveitandi, sem téð fyrirmæli ná til, verður að greiða öllum þjónum sínum, að þeim undanskildum, sem eru fyrir ofan for- mann, stríðs-dýrtíðaruppbót. Frá 15. nóvember, að þeim degi meðtöldum, verður sérhver vinnuveitandi, sem þegar greiðir launauppbót samkvæmt PC 7440 frá 16. desember 1940, að greiða aukaviðbót bygða á vísitölu verðlagshækkun í október 1941 umfram þá vísitölu, sem notuð er við ákvörðun þeirrar upphæðar, sem nú skal greidd í dýrtíðaruppbót. Frá 15. febrúar 1942, skal sérhver vinnu- veitandi, sem ekki hefir greitt dýrtíðarupp- bót, byrja að greiða hana í samræmi við þá vísitölu, sem gilti milli október 1941 og janúar 1942 nema því aðeins, að nefndin ákveði, að uppbótargreiðsla verði miðuð \ið hækkandi lifsframfærslu yfir lengra tímabil. Dýrtíðaruppbót er reiknuð út sem hér segir: Fyrir sérhverja eindarhækkun lífsnauðsynja, skal dýrtíðaruppbótin nema 25 cents á viku, að undanskildum karlmönnum innan við 21 árs aldur, og kvenmönnum, sem hafa lægra fastakaup en $25.00 á viku, er greiðast skal 1 af hundraði fastakaups i launauppbót. Þessa dýrtíðaruppbót skal greiða reglubund- ið á hverjum þrem mánuðum. Eftirlit framkvœmda Yfirumsjón með framkvæmd þessarar reglu- gerðar hefir fimmlandshluta nefnd, er stend- ur undir umsjá National War Labour nefnd- arinnar. Allar þessar fimm nefndir, skulu samsettar af vinnuþiggjendum og vinnuveit- endum. Veitið athygli auglýsingum þessara nefnda, er gefa til kynna hvert menn skuli snúa sér viðvíkjandi fyrirspurnum um fram- kvæmd ániinstra reglugerða. Einhuga samvinnu þörf Stjórn yðar er það ljóst, að fyrirmæli þes: i, eins og þau snerta verkamenn, iðnað. verzlun, og landbúnað, krefjast ýmsra takmarkana, sem Canadamenn eru ekki vanir við, enda er hér um beina stríðstíma ráðstöfnn að ræða. Þetta krefsl sjálfsaga og sjálfstjórnar; þetta krefst einhuga samvinnu þeirra allra, er fyrir brjósti bera velferð samþegna sinna. En með hugheilli samvinnu, hafa Canadamenn aukna tryggingu fyrir þvi, að sá ótti, sú óvissa, sú örbirgð, sá okurgróði, sem jafnan sigla í kjölfar verðbólgu, trufli hvorki átökin til sigurs i stríðinu, né stemmi stigu fyrir viðreisnar- starfi canadisku þjóðarinnar að stríðinu loknu. Gefið út að tilskipan HON. N. A. McLARTY, Minister of Lnbour.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.