Lögberg - 13.11.1941, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13; NÓVEMBER, 1941
------------lögfaers----------------------
QpfiS út bvern fimtudag af
riLE COLiLMUiA PRE6S, IJMITKU)
*U5 Nuvent Ave., Wicnipeg, M&nitoba
Utanáskriít ritstjúrans:
EDiTOK UlOBERO, 69 5 Sargent A> e„
Winnlpeg. Man.
Kditor: EINAR P. JÖNSSON
Verfi $3.00 um ári8 — Borgist fyrirfram
The "Lögberg'’ ís printea -nd pub.ished br
The Columbia Presa, Uimited. 695 Sargent Aven<ie,
Winnipeg, Manitoba
PHONE 88 327
Skynsamleg notkun
svefnsins
Tímaritið “Samtíðin” birti fyrir nokkru
í íslenzkri þýðingu grein þá, sem hér fer
á eftir um skynsamlega notkun svefnsins, er
Eistlendingur nokkur hafði samið, og endur-
birt hefir verið í ýmsum brezkum tímaritum:
að sjálfsögðu á hún engu síður erindi til Is-
lendinga en annara manna:
Njótið svefns yðar fyrir miðnætti! Undir
þessari fyrirsögn birtist nýlega athyglisverð
grein í eistlenzku tímariti. Grein þessi var
samstundis þýdd á ensku, og er inntak henn-
ar á þessa leið:
Átján ára gamall námsmaður, er jafnan
hafði verið efstur í sínum bekk, var að lesa
undir stúdentpróf. Hann hamaðist við að
la4ra latínu, stærðfræði, bókmentasögu o. fl.
frá morgni til kvölds. En skömmu áður en
prófið átti að hefjast, uppgötvaði hann
skyndilega, að kraftar hans voru gersamlega
þrotnir. Hann hugðist nú að afþreytast
með því að sofa lengur en hann var vanur.
En því lengur sem hann svaf, því máttlaus-
ari og óstarfhæfari varð hann. Hann tók nú
að hátta miklu fyr en hann hafði áður verið
vanur og fara á fætur á ýmsum tímum nætur,
til þess að ganga úr skugga um, hvenær sér
væri hollast að sofa. Veitti hann því þá
brátt athygli, að bezti svefntíminn var frá
kl. 7—11% síðd. Hann vandí sig nú undir
eins á að sofa á þessum tíma sólarhringsins,
með þem árangri, að taugar hans styrktust
brátt, og hresstist hann nú til þeirra muna,
að hann gat hæglega lokið stúdentsprófinu.
Stúdent þessi hét Teodor Schteckmann.
Hann gerðist síðar vísindamaður og sann-
prófaði þá kenningar sínar um “eðlilegan
svefntíma” með fjöldamörgum tilraunum á
öðrum mönnum. Hann komst að raun um,
að þessi “eðlilegi svefntími” er til, og
stendur hann í einkennilegu sambandi við
sólarganginn. Venjulega reyndist hann vera
milli kl. 7 og 11% síðd. Svefn á þessum
tíma sólarhringsins hefir reynst afar hress-
andi og styrkjandi bæði heilbrigðu og sjúku
fólki. En einnig hefir komið í ljós, að þessi
stutti tími — 4% klst. — er nægur svefntími
handa mönnum hvort sem þeir vinna andlegt
eða líkamlegt starf.
Nú er það alkunnugt, að sumir menn
þurfa miklu minni svefn heldur en gerist og
gengur. Etdison svaf t. d. aldrei meira en
4—5 klst. á sólarhring. Menn hressast alls
ekki við það að sofa lengi, heldur af hinu,
að sofa vært, meðan þeir njóta svefnsins. Og
reynslan hefir sýnt og sannað, að hollasti
svefntíminn er fyrir miðnætti, eins og
Schteckmann uppgötvaði af eins konar hend-
ingu. Margpr menn af ýmsum stéttum, sem
hann hefir síðan gert tilraunir á í þessum
efnum, hafa staðfest þá skoðun hans, að rúm-
lega f jögra stunda svefn á réttum tíma sól-
arhringsins veiti mönnum næga hvíld eftir
hvers konar erfiði, sem vera skal.
En hvað eigum við þá að gera frá kl.
11% síðd. og fram til venjulegs fótaferðar-
tíma? munu menn spyrja,- Starfsamt fólk
þarf ekki að spyrja um slíkt. Þessi langi
tími, sem flestir eyða í ónauðsynlegan svefn.
mun verða því kærkominn viðauki við hina
stuttu æfi, sem mönnum er úthlutuð hér á
jörðu. Auk þess kvarta margir sáran undan
því, að þeir hafi aldrei tíma til þess að sinna
hugðarefnum sínum vegna annríkis við
skvldustörfin. Með því að sofa aðeins frá
kl. 7—11% síðd. ætti að vera ráðin bót á
slíku. Aðrir munu kvarta undan því, að
þeim sé ókleift að fara í leikhús og bíó eða
sækja aðrar skemtanir, ef þeir gangi til
rekkju kl. 7. Þar til er því að svara, að ekki
er nauðsynlegt að haga svefntíma sínum
]>annig, að sofa aðeins fyrir miðnætti allan
ársins hring. Menn geta reynt það dálítinn
tíma og breytt svo til í gamla horfið, þegar
þeim sýnist. En ef þeim finst, að svefntím-
inn frá 7—11% síðd. nægi sér og sé heppi-
legri en venjulegur svefntími, er sjálfsagt,
að menn taki hann upp öðru hverju sér til
hvíldar og hressingar. Væri gaman, ef ein-
hverjir vildu færa sér revnslu Eistlendings-
ins í nyt.
Handhœgt rit
um ísland
L'ftir prófessor Richard Beck.
Iceland Past and Present By Björn
Thordarson. Translated by Sir Wil-
liam Craigie, Oxford University,
London, 1941.
Síðan Island sogaðist inn í hringiðu
heimsviðburðanna, hefir land og þjóð verið á
hvers manns vörum víðsvegarum hinn ensku-
mælandi heim, og kynstrin öll af tímaritg-
og blaðagreinum verið ritað um hvoru-
tveggja. Hefir margt af þessum skrifuro
komið þeim, sem kunnugir eru landsháttum
og lífi þjóðarinnar, æði kynlega fyrir sjónir,
því að þar hafa vaðið uppi missagnir og mis-
skilningur, oft og tíðum af hlægilegasta tagi.
Það er því þakkarvert, að með bæklingi
þeim, sem hér er vakin athygli á, er spor
stigið í þá átt, að veita enskumælandi les-
endum, og sér í lagi Englendingum heima-
fyrir, gagnorða og sannorða fræðslu um
ísland að fornu og nýju, eins og heiti ritsins
ber með sér. Má ætla, að árangurinn verði
góður, þar sem mjög vel hefir tekist um val
á höfundi, þýðanda og útgefanda. Höfund-
urinn er dr. Björn Þórðarson, lærður maður
og varfærinn; þýðandinn er Sir William
Craigie, hinn mikli fræðimaður og íslands-
vinur; og útgefandini er hið kunna og mik-
ilsvirta útgáfufélag Oxford Universitv
Press.
Nú má enginn halda, að sögð verði ítar-
lega saga hinnar íslenzku þjóðar og menn-
ingar hennar á rúmum 40 blaðsíðum, en
innan þessa takmarkaða rúms hefir höfundi
tekist að koma fyrir harla drjúgum og marg-
háttuðum fróð'leik um Island, og frásögn
hans er um alt hin greinárbezta, ljós og auð-
lesin.
Hér segir frá landnámi Islands og upp-
runa þjóðarinnar, mannfjölda og tungumáli,
fornri og nýrri stjórnarskipun, sambands-
lögum Islands og Danmerkur, landinu og
auðlindum þess, atvinnuvegum, verklegum
íramkvædum, verzlun við útlönd, menning'u,
þúsund ára afmæli Islandsbvgðar og Al-
þingis, og frá hernaðarlegu mikilvægi lands-
ins. Að síðustu eru nokkur lokaorð um
breytt viðhorf hinnar íslenzku þjóðar til
heimsmálanna og um sjálfstæðisrétt hennar
innbyrðis og út á við. Telur höfundur fram-
tíð hennar stónim undir því komna, að hún
haldi áfram að meta menningarlegar erfð'ir
sínar, tungu og bókmentir, og varðveita með
því móti andlegt sjálfstæði sitt og sérkenni
sín.
Ganga má að því vísu, að bókin sé ná-
kvæmlega þýdd, og að hinu enska máífari
þarf vitanlega ekki að spyrja, þar sem i hlut
á annar eins málfræðingur og smekkmaður
í þeim efnum og Sir William Craigie. Hefir
hann náeð' þýðingunni unnið Islandi þarft
verk sem fyrri.
Bókin er snyrtileg að ytra frágangi og
prentvillur mjög fáar. Einna alvarlegasta
tnisprentunin er dánarár Einars skálds
Benediktssonar, sem auðvitað á að vera
1940 í stað 1920.
Á síðustu árum hafa komið út vestan
hafs tvær mjög ítarlegar og fróðlegar bækur
um Island eftir þó prófessor Hjalmar Lind-
roth og dr. Vilhjálm Stefánsson (Iceland:
A Land of Contrasts og Iceland: The First
American Republic). En því er nú einu sinni
og illu heilli svo farið, að f jölmargir í hinum
enskumælandi heimi, ekki síður en annars-
staðar, taka sér eigi tíma til að' lesa langar
bækur um neitt efni; þessvegna er það ógætt
að fá á enskri tungu handhægt yfirlit um
land vort og þjóð, eins og hér er um að ræða.
Auk þess flytur kaflinn um hemað'arlegt
mikilvægi Islands (“The Military Import-
ance of Iceland”) nýjan fróðleik og nauð-
synlegan öllum þeim, sem skilja vilja til
fullnustu þá atburði, sem þar hafa gerst und-
anfarið. Þeim kafla fylgir einnig landabréf,
sem sýnir legu Islands og landfræðilega af-
stöðu þess til Norðurálfu og Vesturheims.
------------------V--------
Bændur vitja á fund
sambandsátjórnar
Á ársfundi Hveitisamlags Saskatchewan-
fylkis, sem haldinn var í Regina síðastliðinn
mánudag, varð það að ráði, að ekki færri en
f jögur hundruð bændur í fylkinu skyldi í ná-
inni framtíð vitja á fund sambandsstjórnar,
og krefjast þess, að framleiðendum verði
trygt viðunandi verð fyrir hveiti og aðrar
korntegundir, auk þess sem þeim bændum, er
sæta uppskerubresti að meiru eða minna
leyti, verði séð fyrir tryggingu gegn því
tjóni, sem af slíkum ástæðum stafar; er hér
um réttmætar kröfur að ræða, sem vonandi
er að hlutaðeigandi stjórnarvöld bregðist vel
við, því enn stendur óhagagnlegt hið' forn-
kveðna, að “bóndi er bústólpi, bú er land-
stólpi.”
... !
Islendingadagurinn
í Vancouver
haldinn í Seymour Park
Sunnudaginn 3. ágúst lí)í1.
fslendingadagur hefir verið
haldinn hér í Vancouver þessi
tvö síðastliðin sumur. Þetta ár
var hann haldinn þriðja ágúst,
sem var sunnudagur. Hátíðin
var haldin í Seymour Park sem
er rétt fyrir norðan Burrard-
fjörðinn. Átti hún að byrja með
iþróttunum kl. 12.30 e. h. Þessu
varð samt að breyta því að veður
var blautt eins og oft kemur fyr-
ir hér á Kyrrahafsströnd. Voru
mjög fáir komnir um nón nema
nefndarmenn, og altaf var að
smó rigna. Samt sein áður þegar
klukkan var orðin tvö var kom-
in þó nokkur hópur af fólki og
byrjaði prógrammið inni í sam-
komusalnum kl. 2.30.
Prógramminu stýrði Mr. L. H.
Thorlákson, sem einnig stýrði
söngflokknum. Fyrst var sung-
ið O Canada. Þvínæst kallaði
Mr. Thorlákson frain þann; sem
þetta skrifar til að bjóða fólkið
velkomið og ávarpa það yfirleitt
sein forseti nefndarinnar. Söng
svo söngflokkurinn þrjá söngva,
Ó Guð vors lands, F'ósturlands-
ins Freyja og ó fögur er vor
fósturjörð. Þar á eftir var á-
varp Fjallkonunnar, Miss ólöf
Sigurðson. Miss Sigurðson var
drotning Skandinava á miðsum-
arshátíð þeirra þetta ár. Næsti
þáttur á skemtiskránni var ávarp
borgarstjóra, Mayor J. W. Cor-
nett, var margt fyndið, sem hann
sagði og auðheyrt var að honum
er hlýtt tíl íslendinga. Fólki
þótti fyrir að Byron Johnson gat
ekki verið viðstí(ddur, en hann
átti að tala á ensku. Mr. John-
son er eini landinn, sem héfir
hlotið þann heiður að sitja á
þingi British Columbia, hann
var þingmaður fyrir Victoria frá
1933 til 1937. Guðinundur F.
Gíslason las upp kvæði sem Lúð-
vík Kristjánsson hafði ort fyrir
]>etta tækifæri, var kvæðið smell-
ið eins og flest annað hjá Lúð-
vík okkar og var það prýðilega
vel lesið upp af Mr. Gíslason.
Elías Breidford frá Blaine söng
sóló og fórst honum vel eins og
honum er tamt. Þvínæst kom
Mrs. Evelyn Bjarnason fram og
talaði í stuttu máli um námskeið
“Ljómalindar” og afhenti þessa
árs náinskeið Miss Kassie
Christopherson. Ekki væri ís-
lendingadagur í Vancouver full-
korpin fyrir utan kvæði frá
skáldinu okkar, Þórði Kr. Krist-
jánssyni, en hann var næst á
prógramminu. Hafði hann til
að byrja með íslendingadags-
kvæðið, sem nefndin hafði beðið
hann að yrkja fyrir þennan dag
og líka kvæði til Dr. Richard
Beck, sem var aðal ræðumaður-
inn á hátiðinni; var kvæðið til
Dr. Beck’s stutt á gömlum
kunningsskap þeirra og var
þakkarvottur fyrir hvað Dr. Beck
hefir gert fyrir Vestur-fslend-
inga. Hér vildi eg geta þess; að
kvæðin, sem þarna var farið með
munu birtast siðar í blöðunum.
Og nú kemur að aðal þættinum
og það var ræða Richard Becks,
þótti mér slæmt að eg var of
önnum kafinn við ýmislegt til
að heyra hana alla, >en nóg af
henni heyrði eg samt til að sann-
færast um að hún var alveg af-
bragð. Hann flutti áheyrendui
sína til baka í sögu þjóðar vorr-
ar og ræddi um skáldskap og fór
með mörg fögur erindi úr þeim
ljóðafjársjóð, sem skáldin okkar
hafa látið eftir sig. Dr. Beck
talaði af þvílíkri andagift að
auðfundið var að á þessum svið-
um átti hann heima, að þarna
var hann að tala um eitthvað
sem honum var hjartnæmt. Eg
ætla ekki að skrifa ferðasögu
hans hér vestur á strönd, þvi
hún var svo viðburðarík að það
tæki meira en stutta blaðagrein
til að gera góða grein fyrir
þeirri athygli, sem Dr. Reck vakti
hér vestur frá bæði á íslandi og
bókmentum og þjóðareinkenn-
VERÐMÆT SKJÖL OETA HVORKl
GLATAST NÉ EYÐILAGST I
tryggu Öryggishólfi
• i 1 i i . ■ 'it'.s -
Rétti staðurinn fyrir Borgarabréf yðar,
Eignarbréf og Lífsábyrgðarskjöl, og önnur
verðmæt skjöl, er í yðar eigin Öryggishólfi í
Bankanum. Fyrir minna en lc á dag, getið
þér leigt öryggishólf hjá næsta bankaúti-
búi. %
THE ROYAL BANK
OF CANADA
— Total Assets $950,000,000 -
um okkar þjóðarbrots. Blaða-
menn hér, þegar þeir fréttu um
hann væri væntanlegur hingað,
voru ákafir að fá eitthvað um
hann til að prenta í blöðum sín-
um og öll dagblöðin hér í Van-
couver fluttu mynd af Dr. Beck.
Mörg félög voru hér áfram um
að fá hann til að tala á fundum
sínum og samkvæmum sínum.
Blöðin fluttu margar fréttagrejn-
ar um ræður hans. Það má með
sanni segja að Dr. *Beck flutti
hingað íslenzkan blæ og bland-
aði honum við hið há-enska
andrúmsloft hér í þessu fylki.
En nú víkur sögunni aftur að
fslendingadeginum og skulum
við sá botn í skemtiskrána með
því að segja frá að að endingu
söng söngfokkurinn þessa
söngva: Um suinardag, Fyrst all-
ir aðrir þegja og Heiðarrósin. Eg
var aftur í horni og spurði mann,
sem er góður dómari á söng um
hvernig líkaði söngflokkurinn
okkar, og svar hans var: “Prýði-
lega vel sungið og reglulegur
heiður fyrir Mr. Thorlákson og
söngfólkið yfirleitt.” Og þegar
búið var að syngja Eldgamla
ísafold og God Save the King,
var prógrammið á enda.
Að skemtiskráni lokinni fór
fólk heldur en ekki að drekka
kaffi og borða skyr og var
rausnarlega borið á borð. Hafði
ein sænsk kona komið sérstak-
Iega á hátíðina til að smakka á
skyrinu og ekki taldi eg hvað
marga diska hún keypti, en bet-
ur hefir það hlotið að bragðast
henni heldur en nokkur réttur
hjá svenskurunum.
Þvínæst voru íþróttirnar haldn-
ar og skemtu unglingarnir sér
vel og munu óefað hafa næsta
íslendingad^g í hyggju. Þegar
klukkan var lítið eftir fimm
byrjaði hljómsveit Bjarna Frið-
leifssonar í samkomusalnum og
sveif þó fólkið i æstum dvala
aftur og fram um dansgólfið og
mun óefað hafa gleymt í svip
inn öllu því sem er veraldlegt og
virkilegt.
Það bætti úr þegar fór að líða
fram undir kveld, að það fór
að sjást tíl sólar og var þá eins
og að maður gleymdi að veður
hafði verið blautt um daginn.
Hátíðin að öllu leyti hafði farið
vel fram þvl þarna í garðinum
voru nægar byggingar til til að
hýsa fólkið þegar var að signa.
Þarna hafði saman komið um
daginn fólk úr öllum áttum frá
bygðunum fyrir sunnan Banda-
ríkjalínuna, frá ýmsum stöðum
i British Columbia, frá Victoria
og svo voru þarna nokkrir austan
að úr Sléttufylkjunum, og auð-
vitað má ekki gleyma að minnast
á alla landana héðan frá Van-
couver og grendinni sem þarna
voru. Þegar klukkan var um
átta um kveldið var fólkið óðum
að hverfa heim á bóginn, glatt
yfir því að hafa þarna notið
góðrar hátíðarskemtunar og
glatt yfir því að hafa þarna mætt
vinum og vandamönnum og
kynst betur fslendingum úr öðr-
um plássum.
Og að endingu sem forseti
nefndarinnar vil eg þakka nefnd-
arfélögum mínum fyrir ágæta
samvinnu. Eg vil þakka öllum
þeim, sem á einn eða annan
hátt hjálpuðu til þennan dag, og
síðast en ekki sízt vil eg þakka
öllu þvi fólki, sem ekki kom
beinlinis fram við neitt starf enn
sem samt sem áður studdi
þetta fyrirtæki annaðhvort með
því að vera þarna viðstatt eða
þá með því að segja kunningj-
um sínum frá því að gleyma ekki
að sækja þriðja ágúst í Seymour
Park, með öðrum orðum öllum
þeim, sem gáfu okkur það, sein
kallað er á ensku “moral sup-
port” þakka eg af heilum huga.
26. W. Broadway,
Vancouver, B.C.
Magnus Elíasson.
-------V-------
Silfurbrúðkaup
THORSTEINS OG LOVISU
GÍSLASON, BROWN, MAN.
Sunnudagurinn 20. júlí, í sum-
ar, rann upp fagur og hélt fegurð
sinni til enda. Konunni rninni
og mér hafði verið boðið í þetta
silfurbrúðkaup, og hugsuðum við
bæði gott til þeirrar ferðar, því
þessi hjón þektum við vel. Svo-
leiðis stóð á, að eg var fyrsti
kennari silfurbrúðarinnar. Enn-
fremur var eg um nokkurt skeið,
til heimilis hjá foreldrum henn-
ar, Jóni og Petrínu Thorlakson.
Þau áttu þá heima í íslenzku
bygðinni að Eyford i Norður
Dakota, en eg var þar kennari.
Sterk vináttubönd hafa ávalt síð-
an tengt mig við þetta fólk.
Skólastúlka var Lovísa góð eins
og hún er nú fyrirmyndar kona.
Silfurbrúðgumann þekti eg ekki
sem ungling, en eg kyntist hon-
um siðar og fann þar hinn mæt-
asta mann, dreng hinn bezta.
Hann ólst líka upp í Dakota-
bygðinni. Bróðir hans var Dr.
Gisli Gíslason, sem fyrir nokkr-
um árum dó í Grand Forks, í
Norður Dakota, þar sem hann
hafði lengi stundað augnalækn-
ingar. Konan mín var einnig
vel kunnug Thorlaksons fólkinu
bæði frá Dakota og Winnipeg.
Það var þvi engin furða, að við
hlökkuðum til ferðarinnar. Stór-
kostlega jók það á ánægjuna, að
Mr. Adolph Jóhannson, mikill
og velþektur bílamaður í Winni-
peg, bauð okkur ferð með sér og
móður sinni. Um kl. 8 að morgni
var lagt á stað. Ferðin gekk hið
bezta, akvegurinn ágætur alla
leið og samferðin skemtileg. Um
kl. 10 vorum við komin á heimili
Gíslasons hjónanna í Brown-
bygðinni, en hún er, eins og
kunnugt er, sunnarlega í Mani-
toba, ekki langt fyrir norðan
landamæri Canada og Bandaríkj-
anna. Hús þeirra hjóna, snoturt
og smekklegt, stendur á hæð
nokkurri með skógarbelti fyrir
norðan en grænan skóglausan
flöt fyrir sunnan, sem einnig
hallar í þá átt. Við áttum un-
aðslega samverustund með heim-
ilisfólkinu og aðkomnum skyld-
mennum þegar í stað. Sex syst-
kini silfurbrúðarinnar voru þar
komin: Valdimar og Gunnar
Thorlakson og Mrs. Grace John-
son frá Winnipeg, Mrs. Inga
Maria Halldórson frá Chicago á-
samt dóttur sinni, Mrs. Pauline
Sigurdson í Brownbygðinni, og
Mrs. Thorunn Hill, sem ók í bíl,
ásamt stjúpdóttur og syni, alla
leið frá San Francisco. Ein
systirin, Miss Esther Thorlak-