Lögberg - 13.11.1941, Blaðsíða 3

Lögberg - 13.11.1941, Blaðsíða 3
LÖOBERG, FIMTUDAGÍNN 13. NÓVEMBHR, 1941 3 KAUPIÐ AVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 glæða smekk og þjóðernisvitund íslendinga. Samt er óhætt að segja, að þekking þjóðarinnar á Fjölni er fremur reist á sögu en sjón. Ritið ,er orðið sjaldgæft, og l'átt úr þvi hefir verið endur- prentað nema það sem Jónas Hallgrímsson lagði til þess. Sama máli gegnir um það, sem Tómas gaf út í bókarformi, meðan hann lifði, eða var prentað rétt eftir andlát hans: Island fra den in- tellecluelle Side betragtet (1834), Fjölnir og Eineygði-Fjölnir (1840), Ræður við ýms tækifæri (1841), Þrjár ritgjörðir (1841). Þessi rit eru í fárra manna hönd- um og lítið lesin. En þegar við lítum á Bréf Tómnsar Sæmunds- sonar, sem gefin voru út á aldar- afmæli hans (1907); þá gegnir öðru ináli og þá komum við að hinum þættinum í endurreisn séra Tómasar í minningu þjóð- arinnar. Það er óhætt að full- yrða, að fáar bækur, sem út komu á fyrstu áratugum 20. ald- arinnar, hafi gagntekið Islend- inga eins og þessi bréf. Þar komust þeir í náin kynni við höf- undinn, og rödd hans lét ekki í eyrum eins og daufur ómur frá fjarlægri fortiS, heldur eins og lúðurhljómur, sem brýndi til nýrrar sóknar. Það væri að vísu æskilegt, að rit Tómasar, prentuð og óprent- uð, yrðu gefin út i heild, áður en langt liði. Þau eiga það skil- ið. Það má líka búast við, að mörgu verði enn við það bætt, sem um hann hefir verið ritað. En Tómas framtíðarinnar hlýtur samt jafnan framar öllu að lifa með íslendingum eins og hann lýsir sér í þessum bréfum. Og þau munu ekki fyrnast. Margt hefir vel og maklega verið um þau sagt. En eg veit ekki, hvort nokkuð af því lýsir betui- áhrif- um þeirra en lítið bréf, sem norðlenzk sveitastúlka skrifaði mér fyrir mörgum árum. Þau voru lesin heima hjá henni á vökunni^ og hún var að hugsa um, hvað hún gæti lítið gert af öllu því, sem henni fanst þau hvetja sig til að koma í verk. “Og í svipinn gat eg ekkert nema keppst við það, sem eg var að vinna. En það er víst, að prjón- arnir fóru að ganga hraðara í höndunum á mér en venjulega.” Eg held, að séra Tómas hefði verið ánægður með þessa stúlku og þennan árangur af lestri bréf- anna. II. Dóttursonur Tómasar Sæ- mundssonar, dr. Jón Helgason biskup, sem bjó bréf afa síns til prentunar á aldarafmæli hans, hefir nú á þessu ári, er hundrað ár eru liðni frá láti Tómasar, gefið út rækilegt rit um æfi hans og störf. Er enginn vafi á því, að sú bók verður milcið lesin, enda er hún hin fróðlegasta. Þar er viða stuðst við óprentaðar heimijdir, og þeir, sem lítt þekkja til annara rita Tómasar en bréfanna, geta fengið þar golt yfirlit um efni þeirra og anda.i) Þó að höfundur bókaTÍnnar sé nákominn Tómasi, ritar hann um hann af fullu hlutleysi og hispurslausri sannleiksást og dregur ,ekki fjöður yfir neitt það í fari afa síns, sem gerði það að verkum, að samtíðarmönnum hans fanst hann stundum nokk- uð óþjáll. Því lýsti eftirmaður hans á Breiðabólstað, séra Jón Halldórsson, á sinni tið með þessum orðum: “Held eg það sé áreiðanlegur sannleiki, að hann með ineiri stillingu og minni ofsa hefði verið ennþá fullkomnari maður.” Það er víst, að Tómasi er engin þörf á neinni launungu um mannlega bresti hans. Skapið var mikið og stórt en því var framar öllu beitt i þjónustu hugsjóna og um- bóta. Hitt var aukaatriði, þótl það stöku sinnum kæmi fram í dálítinni óbilgirni og gustmiklu hreinlyndi. Engum getur heldur dulist, að það var samfara hlýju l)T6mas Særaundsson. Æfiferill hans og œfistarf. Heykjavík, 1941. Isafold- arprentsmiðja. — 261 bls. hjartalagi; hjálpsemi, vinfesti og alúð. Hér er ekki rúm til þess að lýsa bók dr. Jóns Helgasonar og efni hennar, enda mun Morgun- blaðið bráðum flytja rækilegan ritdóm um hana. Það er tví- inælalaust inikill fengur í henni fyrir alla þá, sem unna íslenzk- um sögufróðleik, minningu séra Tómasar og anda þeirrar kyn- slóðar sem einna heitast hefir unnað landi sínu og þjóð og unnið hvorutveggja af mestri ó- sérplægni. Mig langar aðeins tii þess að minna hér á tvent al þvi, s,em eg saknaði, þegar eg las bókina, af þvi að fáir penna- drættir frá samtíðarmönnum varpa stundum meira Ijósi á einkunn manna en langar lýs- ingar annara. Benedikt Gröndal segir svo frá komu Tómasar að Eyvindarstöð- um: “Þá man eg eftir Tóinasi Sæmundssyni, hann kom ríð- andi og braut túngarðinn, sagð- ist ekki kalla þetta tún. Hann var i grænum frakka og rjóður í andliti. Hann var þá með stór- an pappírsvöndul undir hend- inni, og var það handrit til fimta árs Fjölnis. Þeir faðir minn rifust eða disputeruðu allan dag- inn og fóru báðir saman heim að Bessastöðum” (Dægradvöl, 43. bls.). Það kann að vera eitthvað ýkt í þvi, að Tómas hafi “brotið túngarðinn”! Líklega hefir hann verið skörðóttur og gestinum fundist óþarfa gauf að krækja á garðshliðinu. En Gröndal hef- ir þarna brugðið upp augnabliks- mynd með skarpskygni sjáand- ans og hagleik dráttlistarmanns- ins, -—- mynd af Tómasi Ijóslif- andi, mynd af íslenzku þjóðlífi, þjfðum og lítt ræktuðum reit, sem var ,ekki hægt að kalla neitt tún; — innan garðs, sem þurfti að brjóta, bæði til þess að opna fyrir áhrifum utan frá og færa út svið ræktunarinnar. Og þá eru það uinmæli Kon ráðs Gíslasonar háaldraðs, þegar Indriði Einarsson, systursonur hans, spurði hann: “Var nú Tómas Sæmundsson mikill mað- ur?” Konráð þagði um stund, og fast kvað hann að svarinu: “Heldur þótti okkur nú það” (Skírnir 1908, 109 bls.). Mér finst, að samhliða aðdáuninni í orðum Konráðs kenni þar ofur- litils hrolls, þegar hann hugsar um, hvernig þeim (Jónasi og honum) var stundum innan- brjósts, er þeir hugsuðu til vin- ar síns og félaga. “Við erum orðnir til spotts og aðhláturs fyr- ir framkvæmdarsemina” (þ. e. framkvæmdarleysið), skrifar Jónas Konráði 1839, —- “pg það. sem mér fellur verst: Eg þori ekki að líta upp, þegar eg sé hann gamla Tuma. Eða hverju ætlaðirðu nú að svara honurn, ef að þú værir kominn í minn stað? Þó að Jónas kveði hér gamansamlega að orði, eins og oftast við Konráð, þá er auð- fundið hv.ersu honum vex það i augtim að eiga að standa frammi fyrir jafnaldra sínum og æsku- vini með seinlætissyndir þeirra Konráðs á baki. III. Jónas segir í hinum alkunnu erfiljóðum um Tómas Sæmunds- son: Lengi mun hans lifa rödd, hrein og djörf um hæðir, lautir, húsin öll og víðar brautir, þá fsafold er illa stödd. Hann mun þar hafa orðið sann- spár. Röddin lifir. Hitt er á valdi fslendinga og hvers ein- staklings, hvort eða hv.enær þeir vilja hlusta á hana. Það væri ekki óeðlilegt, þótt ýmsir menn þessa dagana, er rétt er liðin öld frá láti Tómasar, rifjuðu upp fyrir sér og gerðu sér ljó$ari minn- ingu hans með því að lesa að minsta kosti bréf hans og hina nýju æfisögu. Hvorttveggja get- ur gefið þeiin margt um að hugsa — um ísland, um hvernig það nú er statt, um skyldur þeirra við land og þjóð. Guðm. Finnbogason kvað vel að orði um bréfin: “Sé einhver svo fáfróð- ur? að hann viti ekki, hvað ætt- jarðarást er, þá lesi hann þessi bréf.” Og sama má reyndar segja um alla æfi og öll störf Tómasar. “Hann var íslands í ir.nilegasta og algjörðasta skiln- ingi,” eins og Jón Sigurðsson sagði. Það verður altaf rejmsla að kynnast honum.. Það má enn deila við hann, sækja ti! hans yl og eggjan, prófa sjálf- an sig í eldi hans. Og líklega eru það ekki verstu mennirnir á meðal vor, sem það stundum getur hvarflað að, ,ef þeir skoða í eigin barm, að þeir þori varla að líta upp, þegar þeir hugsa til hans “gainla Tuma.” —(Lesbók.). ---------V-------- Amerísku hermennirnir á islandi eru úrvalslið Þegar Bandaríkjastjórn tók að sér hervernd fslands, var það sett að skilyrði af fslendinga hálfu, að hingað yrði aðeins sent -úrvals herlið og gekk Bandarikjastjórn inn á það. Morgunblaðið hefir aflað sér upplýsinga hjá einuin af for- ingjum hers Bandaríkjanna, sem hér er um herdeild þá, sem Bandaríkjastjórn hefir sent til fslands. Aðalherstyrkur Bandaríkjahna hér á landi er úr hinni svo- nefndu sjóliðsherdeild (The United States Marine Corps). Hermenn þessir eru ekki sjó- menn, eins og nafnið kynni að benda til, heldur einskonar land- göngulið, s.em að nokkru leyti er i samvinnu við flotann. Hermenn þessir eru þektir um allan heim og hafa orð á sér fyrir að vera með beztu her- sveitum í heimi. Frá því her- deild þessi var stofnuð árið 1775, hefir hún borið fána Bandarikjanna til hinna fjarlæg- ustu útkjálka veraldar. Alstaðar, þar sem koma þurfti á röð og reglu, eða þar sem verja hefir þurft hagsmuni Bandaríkjanna, hefir þessi herdeild verið á vett- vangi. Af þeim 166 árum, er liðin eru síðan herdeildin var stofnuð, hafa amerísku sjóliðarnir tekið virkan þátt í bardögum í 135 ár. Þeir hafa á þessum tíma hlotið alheimsviðurkenningu fyrir á- gætan aga og hernaðarleg afrek Sjóliðaherdeild Bandaríkjanna — sem kallaðir eru “leðursvírar (“Leatherneqks”) innan flotans — er landgöngudeild flotans eins og fyr er getið. Þeir eru her- menn hafsins, ef svo mætti að orði komast. Deildin heyrir undir flotamálaráðuneytið, en er þó af öllum Bandaríkjamönnum skoðuð sem sérstök deild Banda- ríkjahersins, og lýtur sérstakri eigin stjórn. — Það sem er þó mest um vert, er að deild þessi á sína eigin sögu, hefð og venj- ur. Hver einasti sjóliði í þessari deild er meðvitandi um sögu og hefð deildarinnar og hegðar sér eftir því. Þessvegna getur deild- in framkvæmt skyldustörf sín undir hinum erfiðustu aðstæð- um. Það er markmið herdeild- arinnar að ná árangri með stöð- ugri og ákveðinni þjálfun. + Saga herdeildarinnar er þrung- in atvikuin, sem lýsa þessum anda. Ein sagan er um sjóliðs- varðmanninn, sem tilkynti bruna herskipsins “Maine,” er spreng- ingin varð i því i höfninni i Havana. Varðmaðurinn sagði ofboð ró- lega: “Herra minn, eg leyfi mér að tilkynna yður að sprenging hefir orðið i skipinu og það er að brenna.” Agi og skipulagning sjóliða- deildarinnar er sniðið með starf deildarinnar fyrir augum. Sjó- liðar Bandarikjanna starfa bæði á sjó og landi; á landi eru það herdeildir eins og þær^ sem voru í Shanghai og i Kina. Herdeildir þessar eru mjög vel vopnum búnar og stöðugt viðbúnar. Á sjó vinna sjóliðar ýms störf uni borð í hinum stærri herskipum, orustuskipum, beitiskipum og flugvélamóðurskipum. Þar stjórna þeir loftvarnabyssum og öðrum fallbyssum, hafa á hendi lögreglustörf, halda vörð á skip- inu og eru í landgönguliði skips- ins. Á sjó eru sjóliðar orðlagð- ir fyrir góða umhirðu og stöðugt vakandi áhuga. Bæði þeir sjó- liðar, sem þjóna á skipum og í landi eru fyrstu hermenn, er landsettir eru þegar Bandaríkin senda her að heiman til annara landa. 4- Til þess að ná þeim árangri, sem ætlast er til af sjóliðadeild- inni, er stöðug og markviss þjálf- un nauðsynleg. Þar sem sjóliðar berjast með strandstórskotaliði, skriðdrekum, skriðdrekabyssum, vélbyssum, flugvélum og loft- Varnabyssum, þá er mjög nauð- synlegt að þjálfun öll sé í lagi til þess að öll nýtízku tækni í hern- aði notist til hlitar. Eitt af aðal- atriðunum í þjálfun Bándaríkja- sjóliða er meðferð riffla og skot- fimi ineð þeim. f 40 ár hefir deildin lagt áherzlu á þjálfun i meðferð riffla. Það er talið að Bandaríkjasjóliðar séu beztu riffilskyttur i heimi. Yfirhershöfðingi sjóliðadeild- arinnar á íslandi, hefir áður starfað í Kina, Haoiti, Cuba, Nic- aragua, Porto Rico, Bandarikjun- um og fleiri stöðum. Hann hóf hernaðarferil sinn 1908 og hefir því verið í herþjónustu i rúm- lega 33 ár. 4- í sögu Bandaríkjanna hefir sjódeldin jafnan staðið framar- lega. Stofndagur deildarinnar var 10. nóvember 1775 og áður en árið var liðið, hafði deildin tekið þátt i orustum og unnið sér góðan orðstír. f öllum erlenduin ófriðum í sögu Bandarikjanna hafa sjólið- arnir, eða “leðursvirarnir,” getið sér frægðar. Sögufræðingar og skáldsagnahöfundar hafa sótt efni í afrek sjóliðanna í ófriðn- um 1812 og Mexikanska stríðínu. Tveir mestu sigrar sjóliðanna am.erísku i heimsstyrjöldinni voru við Belleau-skóg og Chateau Theirry. Þar fengu þeir nafnið “Djöflahundar,” er hefir loðað við þá síðan. Það voru óvinir þeirra, er gáfu þeiin það nafn. Ein hersveitin, sem nú er á íslandi, hlaut heiðursmerki franska lýðveldisins fyrir fram- göngu sína 1918. Margir sjólið- ar, sem hér eru nú, hafa þjónað Bandaríkjunum í þremur heims- álfum og mörgum úthöfum. —(Mbl. 16. ág.) --------V--------- Sögu-ágrip AF HLUTTÖKU fSLENDINGA I KVENRÉTTINDA- HREYFINGUNNI í MANITOBA Þessi saga verður ekki sögð rétt án þess að segja sögu kven- réttindablaðsins “Freyju” og þeim afskiftum, sem eg hal'ði af því blaði og kvenréttindamálinu í heild alveg frá byrjun þess. Eg kom til Canada í byrjun ágústmánaðar 1888, þá 23 ára gamall. En eftir að hafa dvaiið hér rúmlega 1 ár, fékk eg það innfall að flytja fyrirlestur um kvenfrelsi í íslenzka félagshús- inu á Elgin Ave., sem þá hét Jemima St. Eg auglýsti fyrirlest- urinn í “Heimskringlu.” Fyrir- lesturinn sóttu yfir 50 manns, meir en helmingur konur. Næstu viku kom Hkr. með um- getningu um fyrirlesturinn, eftir Stefán B. Jónsson: “Hann stóð í hópi frjálslyndra manna í Winnipeg, unni öllum framfaramálum og varð síðar meðlimur únítarakirkjunnar. Hann fór vinsamlegum orðum um þenna fyrirlestur, sem þá var nýmæli, því þetta var i fyrsta sinn er íslendingur hafði flutt erindi um það mál i Ameríku.” Síðar, veturinn ’89—90, flutti eg erindi um sama málefni á opin- berri samkomu við íslendinga- fljót fyrir fullu húsi. Var þvi máli þar vel tekið af öllum við- stöddum. En um vorið ’90, er eg kom upp til Winnipeg höfðu þau tíð- indi gerst þar, að kvenfélag, sem nefndi sig “íslenzka kvenfélagið” hafði tekið kvenfrelsismálið upp í stefnuskrá sína, og fengið leyfi hjá Hkr. til að rita í einn dálk blaðsins um kvenréttindi. Svo þegar eg kom upp eftir, var búið að skrifa einu sinni í þenna dálk. Sá sem reit í þenna dálk, var Sig- urður Einarsson frá Sævarenda i Loðmundarfirði, Möðruvalla- stúdent að heiman; vel penna fær maður. Ritstjóri Hkr. var þá Eggert Jóhannsson. Þegar eg var nýkominn heini til foreldra minna, frá Nýja ís- landi, kom til min Signý ólson, kona Eyjólfs Eyjólfssonar, þá- verandi forseti kvenfélagsins og bað mig að skrifa í næsta dálk, sem eg gerði með ánægju. En í þriðja dálkinn skrifaði Jón E. Eldon, prentari við Hkr. E. Hjörleifsson, sem þá var rit- stjóri “Lögbergs” gerði eitt- hvert spaug að þessu og kvenna- vafstri Hkr. svo kournar mistu móðinn og hættu við að nota dálkinn. Þegar eg kom að heiman var eg mjög heillaður af kvenrétt- inda hugmyndinni. Eg hafði lesið bækling um kvenfrelsi, eftir John Stuart Mill, sem á ensku hét “On Liberty of Women.” Jón ólafsson hafði þýtt og gefið út þenna bækling^ og nefndi hann “Um frelsi kvenna.” Hann varð því fyrsti maður á íslandi að hreyfa þessu máli. Svo hafði eg og lesið fyrirlestur Brietar Bjarnhéðinsdóttur, um kvenrétt- indi, sein hún flutti í Reykjavík og gaf svo út á prent. Með þessa andlegu mentun kom eg að heiman. Eg hafði stundað eins árs mentun á Eiða-búnaðarskóla og meðal annars hlotið all-góða til- sögn í íslenzkri málfræði. Kenn- ari minn var Magnús B. Blöndal, Möðruvalla-stúdent. Kennarar hans höfðu verið þar þeir Jón Hjaltalín og Benedikt skáld Gröndal. Það var bæði að Blön- dal var sérlega vel að sér í mál- fræði, enda lagði hann sérstaka áherzlu á íslenzku kensluna á Eiðum. Frá Eiðum réðst eg svo sem ráðsmaður til Ágústar Jónsson- ar, læknis að Ljótsstöðum í Vopnafirði, að beiðni Vigfúsar borgara Sigfússonar, móðurbróð- ur mins, á Vopnafirði. Ágúst gaf mér frekari leiðbeiningar i íslenzku og dönsku. Ensku hafði eg lært hjá Baldvin Jóns- svni í Stakkahlið í Loðmundar- firði, ári áður en eg fór að Eið- um. Árangur þeirrar kenzlu mætti marka á því, að eg gat þýtt smáljóð úr blaðinu Free Press sama haustið og eg kom ti! Canada. Sú þýðing niin kom út i Hkr. og hana má líka finna i ljóðabók minni, sem eg gaf út 1905. Eg tek þetta sérstaklega fram um íslenzkunám mitt, af því að án þess hefði eg aldrei farið að reyna að gefa út blað. Freijja. Árið 1893 giftist eg Margrétu Jónsdóttur, gáfaðri stúlku. Hún hafði hlotið alþýðuskólamentun í N. Dakota. Hún kom til Ame- (Framh. ð. bls. 7) Innköllunarmenn LÖGBERGS Amaranth, Man......................B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota ..................B. S. Tliorvardson Árborg, Man...........................Elías Elíasson Árnes, Man....................................Magnús Einarsson Baldur, Man.......................................O. Anderson Bantry, N. Dakota ...............Einar J. Breiðfjörð Bellingliain, Wash.............................Arni Símonarson Blaine, Wash....................................Arni Símonarson Brovvn, Man..............................J. S. GilHs Cavalier. N. Dakota ..............B. S. Thorvaldson Cypress River, Man...............................O. Anderson Dafoe, Sask...........................S. S. Anderson Edinburg, N. Dakota .................Páll B. Olafson Elfrós, Sask....................Mrs. J. H. Goodman Foam I>ake, Sask.....................S. S. Anderson Garðar, N. Dakota ...................Páll B. Olafson Gerald, Sask.............................C. Paulson Goysir, Man...........................Elías Elíasson Gimli, Man.............................O. N. Kárdal Glenboro, Man...........................O. Anderson Hallson, N. Dakota ..................Páll B. Olafson Hayland P.O., Man................Magnús Jóliannessou Ilnausa, Man...................................Elías Elíasson Husavick, Man..........................O. N. Kárdal Ivanhoe, Minn..............................B. Jones Kandahar, Sask.........................S. S. Anderson Langruth, Man. ....................John Valdimarson I.eslie, Sask....................................Jón ólafsson Dundar, Man................’.............Dan. Undal Minneota, Minn.............................B. Jones Mountain, N. Dakota .................Páll B. Olafson Mozart, Sask.........................S. S. Anderson Otto, Man...............................Dan. Dindal Point Itoberts, Wash...................S. J. Mýrdai Reykjavík, Man...........-.............Árni Paulson RiCerton, Man.....................Björn Iljörleifsson Seattle, Wash..........................J. J. Middal Selkirk, Man........................:..S. W. Nordal Sigluncs P.O., Man...............Magnús Jóhannesson Svold, N. Dakota .................B. S. Thorvardson Tantalion, Sask.......................J. Kr. Johnson Upham, N. Dakota ................Einar J. Breiðfjörð Víðir, Man.....................................Elías Elíasson Vogar, Man.......................Magnús Jóhannesson Westbourne, Man....................Jón Valdimarsson Winnipeg Beach, Man. ..................O N. Iíárdal Wynyard, Sask........................S. H. Anderson

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.