Lögberg - 13.11.1941, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. NÓVEMBER, 1941
i
Sögu-ágríp
(Framh. frá bls. 3)
ríku einu ári á undan mér en
ekki til Canada fyr en 1891.
Hún var ári yngri en eg.
Eftir 5 ára sambúð okkar kom
okkur saman um að reyna að
stofna blað. Eg hafði gengið
með þann kvilla nokkur ár; en
sem fór heldur versnandi.
Við komum inn til Winnipeg
1897 úr nokkurs konar útlegð,
höfðum verið að leita að gæfu
okkar, en gengið fremur stirt,
kaupgjald var lágt og atvinna
fremur treg, þó áttum við fáeina
dali. Þegar til Winnipeg kom,
gistum við hjá Stefáni B. Jóns-
syni og konu hans Jóhönnu Sig-
fúsdóttur, frænku minni, dóttur
Sigfúsar Péturssonar og Þóru, í
Skógargarði við íslendingafljót.
Hjá þeim var soðin saman ráða-
gerð um að stofna “Freyju,” og
sem varð að framkvæmd.
Eg fór strax að vinna við
málningu, en Margrét fór suður
til N. Dakota og flutti þar fyrir-
lestra til arðs fyrir blaðsfyrir-
tækið, og varð vel til. En eg
keypti prentletur, bæði nýtt og
gamalt og fór að æfa mig í að
setja stil i hjáverkum — verk,
sem eg hafði aldrei lært. Magnús
prentari Pétursson, sem nú er
bóksali í Winnipeg^ gaf mér
stafrofið að stílakassanum og
aðrar fleiri leiðbeiningaj\ Mieð
þessa mentun fór eg svo að
setja mitt eigið blað. Eg settist
að í Selkirk hjá Jóni Goodman
og Hlíf Guðmundsdóttur og var
þar út veturinn.
Eg byrjaði að setja blaðið upp-
úr nýári 1898. En fyrsta tölu-
blað af “Freyju” kom út um
miðjan febrúar. Það tók mig
6 vikur að afkasta svo sem viku
verki. Og sumir stór-vitringar
íslands höfðu margt að segja
um illan frágang á “Freyju”, en
Vestur-íslendingar tóku blaðinu
með fögnuði og fyrirgáfu frá-
ganginn. Þeir vissu lika ástæð-
urnar.
Stefna “Freyju” var mjög ein-
föld og óbrotin. Réttindi kvenna
fyrst og fremst. Borgaralegt og
félagslegt jafnrétti við karlmenn.
Hjúskaparfrelsi, persónufrelsi og
aðgangur að menta stofnunum
og öllum stjórnarstörfum ti!
jafns við karlmenn, og fullkom-
inn eignarréttur.
“Freyja” sagði fréttir af bar-
áttu í öllum þeim löndum, sem
hún náði til. Hún stóð alveg
hlutlaus í pólitískum flokksmál-
um í þessu landi og lagði ekkert
til íslenzkra kirkjumála. Hún
mælti með bindindi og öllum
mannfélagsmálum, sem snertu
almenna heill og viðreisn frá
gamalli og nýrri kúgun, eftir
fremsta megni. Hún hafði altaf
dálk fyrir börn og unglinga. Hún
var fyrsta blað hér vestra að
prenta nótur. Hún kom með
myndir og æfisögubrot af merk-
um mönnum, sem voru ísl. áður
óþektir.
Húrt var ekki hlutafélag og
var aldrei löggilt. Hún var eins
manns stofnun — og eins manns
eign að landslögum, sem bar
fulla ábyrgð á innihaldi henn-
ar og fjárhag.
Margrétu, þáverandi konu
mína, gerði eg strax að ritstjóra
hlaðsins, þó hún hefði enga æf-
ingu i því starfi og kynni illa
íslenzka réttritun, en hafði feng-
ið hértenda barnaskólamentun,
og var því allvel ritfær á enska
tungu.
Það kom brátt í ljós að hún
hafði ritstjóra hæfileika. Og að
mínum dómi gerði hún vel á því
sviði. Og það varð einnig ljóst
að hún var vel skáldmælt og efni
í skáld. Eru til eftir hana mörg
kvæði — og miklu fleiri en ai-
þýðu er kunnugt, þvi hún hafði
þann kjæk að setja dularnafn
undir mörg af sínum beztu kvæð-
um. Hún var vel máli farin;
jafnvel mælsk, einkum þá hvin
ræddi sín áhugamál.
Hún skrifaði all-margar smá-
sögur, en setti sjaldan nafn sitt
við þær. Það er því engum
kunnugra en mér hvað hún
samdi og ritaði af því er mætti
telja til skáldskapar.
Svo var hún orðin ágætur þýð-
ari eftir að hún náði góðri setn-
ingakipun en það var hennar
veikasta hlið framan af.
Kvenréttindamálið skýrði hún
mjög vel og hélt uppi stöðugum
fréttum af því hvað gerðist i
“heiini kvenna.” Hún var rök-
rétt og skýr í framsetningu og
óvægin í orði við mótstöðumenn
sína.’ Hún trúði á málstað
kvenna, já, rniklu betur en
kirkjumál og pólitík. Hún hélt
taum verkalýðsins og var góður
talsmaður bindindsins. í stuttu
máli, þá fylgdi hún ölluin þeim
málefnum trúlega, sein láu á
huga hennar og voru stefnuatriði
Freyju.
Okkur greindi aldrei n.eitt á
í skoðunum. Enda hefði engum
ritstjóra haldist uppi lengi, sem
hefði verið ritst. míns blaðs, að
greina á við mig í skoðunum, þá
um ritstjón blaðsins var að ræða.
Slíkt blað hefði orðið að vera
mitt múlgngn, og það var Freyja,
— með svo sem tveim undan-
tekningum.
-f
Freyja byrjaði með 300 áskrif-
enduin, en endaði með 1200.
Ástæðan að eg afhenti Mar-
grétu blaðið og prentsmiðjuna
var því ekki skoðana ágreiningur
né fjárskortur. Því fyrir utan
áskriftargjöld, tók blaðið inn
talsvert fyrir auglýsingar og
ýmsa smáprentun.
En hvað Margréti snertir, þá
var dauði blaðsins ekki ritstjórn
hennar að kenna, þvi flestir
munu hafa verið ánægðir með
það til enda og margir saknað
þess. Og vinsældir Margrétar
sýndu sig bezt í samskotunum
1930". íslenzk alþýða skildi vel
hvað þýðingarmikið starf hún
hafði unnið í þágu kvenréttinda-
málsins.
fslenzkt kvenfólk í Vestur-
heimi var með þeim að sýna
henni sinn einlægan þakklætis-
vott, fyrir hcnnar þátttöku í
starfi kvenréttindahreyfingarinn-
ar.
Svo þó íslenzk blöð hafi ekki
virzt sjá hina þjóðernislegu þýð-
ingu þess málefnis er Freyja
aðallega barðist fyrir, þá sá ís-
lenzk alþýða hana. Hún sá að
þetta var þjóðernis sigur fyrir
íslendinga í þessu landi, að fyrir
þeirra dugnað og samheldni varð
kvenréttindakrafan að lögum í
Manitoba og var síðar gerð að
undirstöðu sambandslaganna
1917. Og nú eru loksins öll fylk-
in búin að lögleiða kvenréttindi
— Quebec í fyrrahaust.
fslendingur verður fyrstur til
að ræða þetta mál opinberlega
nieðal fslendinga, fslendingur
verður fyrstur til að stofna kven-
réttindablað í Canada hið fyrsta
og eina kvenréttindablað í Can-
ada fram að þessum degi. fslenzk
alþýða verður fyrst til að senda
bænarskrá' á þing, sem hafði því
láni að fagna að vera tekin gild
að lögum. Og íslendingur verð-
ur til að bera þessa bænarskrá
fram fyrir þingheim. En þó
henni þá væri neitað, þá var
hún meðtekin af minnihluta
þings, þá var hún varðveitt
þangað til minnihlutinn varð að
meirihluta, sem varð með byrj-
un næsta kjörtimabils.
Það er naumast liklegt að
Freyja ein hefði orkað því að
sigra í þessu máli, hefði ekki
hæf persóna tekið að sér, í hjá-
verkum við heimilisstörf og rit-
verk, að félagsbinda íslenzkl
kvenfólk og með því að tengja
saman viðsvegar um bygðir fsl.
hugi bæði manna og kvenna. En
það varð þýðingarmesta verkið,
sem Margrét vann. Því þó ýms
félög risu upp í bygðunum, þá
vann hún að þvi að tengja ís-
lenzku félagsheildina, fyrst við
canadiskt félag í Ontario og síð-
an berast með því inn i Alþjóða
kvenréttinda samband kvenna.
En þetta gaf bænarskrá íslend-
inga margfalt gildi í augum
stjórnmálaflokks þess, er tók
málið að sér, sem var Liberal
flokkurinn. Og fslendingur —
Th. H. Johnson bar skrána fram
á þingi 1911, en henni var þá
neitað, því Conservatívar voru þá
við völd. Svo heilt kjörtímabil
varð að líða þangað til Liberalar
komust að, en þá varð málinu
borgið. Bænarskráin var sam-
þykt á þingi 1916.
Með öllum þeim heiðri, sem
Margrétu var gefinn og sem hún
óneitanlega átti, þá átti hún
hann ekki allan, ef vel er athug-
að. Fyrst og fremst var hún
ekki upphafsmaður þessa máls,
því eftir að eg flutti minn fyrsta
fyrirlestur, þá tók íslenzkt kven-
félag málið á stefnuskrá sína
1890, og gekst fyrir því að 3
greinar voru ritaðar í Hkr., sem
því verður hér fyrsta blaðaræða
kvenréttinda. Svo þegar það fé-
lag leystist upp, gengu flestar
þær konur í Unítarasöfnuðinn,
og urðu með þeim fyrstu að
mynda Unítara-safnaðar kvenfé-
lagið. Annað, Margrét var ekki
stofnandi Freyju. Hugmyndin
var mín; en hún var minn
heimulegur félagi, sem ekki gilti
fyrir lögum. Eg var því löglegur
eigandi og ábyrgðarmaður þang-
að til eg afhenti Margrétu blað-
ið og prentsmiðjuna opinberlega.
Svo þykist eg hafa æði oft veitt
henni aðstoð, en sérstaklega með
að semja handa henni fyrirlest-
urinn, sem hún flutti svo viðs-
vegar um bygðir íslendinga. Og
mun hafa orðið hennar hand-
hægasta og um leið bitrasta
vopnið sem hún hafði á íslenzku
máli.
En þetta kastar engum skugga
á hana. Hún vann sitt verk með
hug og dug, og í fullu samráði
við mig. En eg er ekki að biðja
um neinn sérstakan heiður fyrir
mig, hefi aldrei verið að fiska
eftir heiðri né orðið hans að-
njótandi. Eg óska aðeins að
þessi saga sé sögð — og sögð
sem réttast að unt er. Eg skoða
svo, að hvað mig snertir, þá hafi
eg verið að vinna að heiðri míns
þjóðernis og sóma minnar litlu
þjóðar, án tillits til mins heiðurs
eða hagsmuna persónulega. Og
eg er fús til a viðurkenna að
Margrétu beri miklu meiri heið-
ur en mér, ef þá um nokkurn
sérstakan persónulegan heiður
er að ræða.
Svo eftir þetta 12 ára stríð,
sem af okkar hálfu var háð til
sigurs, gagns og sóma íslenzku
fólki í Ameríku yfirleitt, stríð
móti einstöku mótspyrnu, ýms-
um erfiðleikum og efnaskorti,
þakka eg í nafni kvenréttinda-
hreyfingarinnar, öllum, bæði
konum og körlum, hærri og
lægri stéttar fólki, kærlega alla
þá góðu hjálp og aðstoð, beint
og óbeint, sem okkur var veitt
alt í gegn. Slík aðstoð kom ekki
einverðungu frá einstökum
mönnum eða félögum, heldur
frá öllum ísl. yfirleitt, þó bæði
sumir einstaklingar og félög
gerðu betur en aðrir í því efni.
Að undanteknu “íslenzka kven-
félaginu,” sem fyrst allra félaga
tók þetta mál upp á stefnuskrá
sína, strax árið 1890, þá urðu
Goodtemplarar næstir. En svo
voru bæði kirkjufélögin vinsam-
leg og mæltu opinberlega með
málinu.
En hvað vikublöðin snerti, þá
voru allir ritstjórar þeirra kven-
frelsisvinir, þó blöðin færu sér
gætilega að styðja þetta málefni,
þá tóku þau greinar frá fólki
bæði með og mót.
En “Baldur” og “Dagskrá II”
voru ákveðin með, og aðstand-
endur þeirra ákveðnir kvenrétt-
inda vinir.
Og islenzkir embættismenn,
svo sein prestar lögmenn, lækn-
ar og stjórnmálamenn, voru
þessu máli mjög góðviljaðir
hvaða kirkju eða stjórnmála-
flokki sem þeir tilhevrðu. Það
er því ekki hægt að segja að
þetta mál hafi mætt mikilli mót-
spyrnu frá ísl. yfirleitt.
f “Freyju” má finna mörg
kvæði eftir þekta og óþekta höf-
unda, bæði karla og konur, sem
sungu verðugt lof þessari háu
alheims hugsjón.
Smásöguy og ritgerðir bárust
“Freyju” frá ýmsu fólki, sem
sjaldan eða aldrei höfðu ritað í
önnur blöð. “Freyja” átti hug-
sjónafólkið, frjálslynda fólkið,
mannúðar fólkið, framsóknar
fólkið, gáfu fólkið, sannkristna
fólkið, góða fólkið, og það verða
nærri allir, hvað íslendinga i
Vesturheimi snertir.
“Freyja” tilheyrði engum
flokk, en stjórnendur hennar
áttu samvinnu með fólki úr ýms-
um flokkum og friður ríkti yfir
jörðunni hvað “Freyju” snerti.
En eins og gamall málháttur
segir: “Scratch a cat and you
have a tiger — scratch a suffrag-
ist and you have a Revolutionist.
Eða með öðrum orðum, ýfðu við
kvenréttinda manni eða konu,
og þú hefir þá uppreist í Iand-
inu.
♦
“Freyja” kom út í 12 ár. Hún
hætti útkoinu með júní,—ellefta
tölublaði 12. árgangs, 1910. Eg
hefi hér tekið nokkur smáatriði
síðustu árganga hennar, sem mér
fanst nauðsynlegt til að skýra
viss atriði er höfðu sérstaka
sögulega þýðingu í sambandi við
statfsemi “Freyju”, í þarfir is-
lenzku kvenréttinda hreyfingar-
innar.
Eg dagset þessi atriði eftir
eftir tímaröð.
f febrúar 1908 var “Freyja” ÍU
ára gömul. f ritstjórnargrein
endurtekur ritst. stefnu “Freyju”
ineð þessum orðum: “Frevja er
óháð eins og hún var í byrjun
vega sinna og tel eg það einn
af aðal kostum hennar.”
f marz 1908 er “yfirlýsing og
áskorun” er tilkynnir að Canada
Suffrage Association (C. S. A.l
hafi boðið “Fyrsta íslenzka kven-
réttindafélaginu í Ameriku” að
senda fulltrúa á þing þess, og
að gerast meðlmiur þess félags.
Einnig er Hinu íslenzka kvenrétt-
indafélagi boðið að senda einn
fulltrúa á Alheims kvennaþing í
Amsterdam á Hollandi, 15. júni
n. k. undir merkjum C.S.A.
f jún í 1908 er getið um mynd-
un kvenfrelsis kvenfélags i
Grunnavatnsbygð,' er nefnist
“Frækorn.”
f júní 1908 er getið um mynd-
Suffragii,” blað, sem sé aðal mál-
gagn Alheims kvenfélagsins. Og
að í því blaði sé þess getið að
fslendingar í Canada gefi út
kvertnablað, sem sé hið eina
kvenréttindablað í Canada.
f jan. 1909 er getið um fund
sem haldinn var í Goodtemplara-
húsinu i Argyle að tilhlutum
giftra og ógiftra kvenna, til að
ræða kvenréttindamálið. Ræðu-
fólk var( Þóra Anderson frá
Baldur, Árni Sveinsson, Hernit
Kristófersson og M. J. Benedicts-
son. Tilgangurinn var að búa
undir stofnun kvenréttinda kven-
félags.
f marz 1909 stendur “Yfirlýs-
ing” til kvenna hvarvetna um
tilboð að gerast meðlimir Winni-
peg kvenfélagsins. Undirritað-
ar eru: Guðrún Pétursson, Helga
Björnsson, Hlaðgerður Kristjáns-
son, Þóra Johnson og Margrét
Benedictsson.
f apríl 1909 flytur Mrs. Bene-
dictsson fyrirlestur að Gimli
fyrir fullu húsi. Tilnefnir ritst.
sem hélztu aðstoðarkonur sínar
þær Jónínu Christie, Þorbjörgu
Sigurðsson og Jónínu Stefáns-
son. Og í sama tölublaði er þess
getið að Dr. Augusta Stove Gul-
len, hafi í nafni C.S.A. lagt fram
mænarskrá um jafnrétti kvenna,
á Ontario þingi, sem hafði um
100,000 nöfn, en bænarskránni
var synjað.
f apríl 1909 er sagt frá að
kvenréttinda kvenfélag hafi ver-
ið stofnað á Gimli 16. apríl af 22
konum. Og í sama blaði er get-
ið um að blaðið “Baldur” hafi
flutt tvær ræður úr kappræðu,
sem haldin hafði verið norður i
Mikley, um kvenfrelsi. Játandi
hliðina höfðu Miss G. Jónasson
á Gimli og Jakobína Sigurgeirs-
dóttir í Mikley. Þeirra ræður
tók blaðið og lék lofsorði á þær.
f marz 1910 er þess getið að
þá sé verið að prenta bænar-
skrá um jafnrétti kvenna (I
prentsmiðju “Freyju”) til að
leggja hana fyrir þing Manitoba
svo fljótt sem kostur verði á.
f júní 1910 er getið um bæn-
arskrá um jafnrétti kvenna.
“Hafa íslenzku jafnréttis kven-
félögin í Winnipeg, Gimli og
Argyle í samlögum látið prenta.
Bænarskrá þessi rúmar um 100,-
000 nöfn. Helzt þyrfti hún að
vera fengin áður en næsta þing
kemur saman — — — þau
(nafnalistarnir) verða að vera
komin til hlutaðeigandi kvenna
fyrU« 1 • sunnudag í janúar næst-
komandi.” Undirritaðar konu
eru: Margrét J. Benedictsson.
Karólína Dalmann, Hlaðgerður
Kristjánsson, Guðrún Pétursson,
Þóra Johnson og Gróa Pálmason.
-f
Við að blaða í Freyju, nú eftir
svo mörg ár, undrar mann að
sjá svo mörg og góð kvæði, og
eftir svo marga höfunda; svo
sem:
St. G. Stephansson, Sig. Júl.
Jóhannesson, Þ. Þ. Þorsteins-
son, Kristinn Stefánsosn, J. M.
Bjarnason, Guttorm J. Guttorms-
son, Eyjólf Vium, Karólínu Dal-
mann, Undínu (Helgu Baldvins-
dóttur), Þórdísi Eldon, Hjört
Leó, Þórð Christie, Björn Péturs-
son, Sigurð Jóhannsson, Pál S.
Pálsson, og mörg nafnlaus kvæði
eftir marga hagyrðinga sem ekki
voru nefndir í hinni óskiljanlegu
SENDIÐ FATNAfí YfíAfí
TIL ÞLJRHREINSVNAR
TIL PERTH’S
pér sparitS tlma og peninga. Alt
vort verk ábyrgst a8 vera hiS
bezta I borginni.
Símið 37 261
eftir ökumannl vorum
í einkennisbúninui
Perths
CLeaners - Uyers - ijU,* uaerera
bók — Vestnn hafs. Og auk
l»ess kvæði að heima.i eftir skáld
eins og Þorstein Erlingsson, Jón
ólafsson, Matth. Jochumsson og
Jarðþrúði Jónsdóttur — alt við-
urkend skáld. — Freyja var rík
af skáldum. Marga fleiri hag-
yrðinga mætti telja.
Og af þeim, s<em rituðu frum-
samdar sögur má telja G. A. Dal-
mann, Ágúst Einarsson og Krist-
ján Á. Benediktsson, auk fólks,
sem vildi ekki birta nöfn sín.
-t
Þessi kvenfrelsis hreyfing ís-
lendinga í Vesturheimi komst
langt í því að auglýsa þjóðflokk
vorn út á við eigi siður en önnur
félög vor, sem hærra hafa haft.
Blaðið “Freyja” fór \íða; til
Bandaríkjanna, Þýzkalands, Eng-
lönd — til íslands, Danmerkur,
lands, Póllands og Hollands.
Hana iná finna víða á bókasöfn-
um. Frá flestum þessum lönd-
um fengum við skiftiblöð. Og
þess utan höfðum við blaðaksifti
við Austur-Canada, og hana má
finna í blaðasafni sambands-
þingsins. Þess utan höfðum við
blaðaskifti við öll ísienzk blöð,
sem koniu út hér vestra, beggja
megin linunnar á því tímabili.
Eg enda svo þetta “sögu-
ágrip.” Þessi saga gat ekki
orðið rétt án þess að segja sögu
“Freyju.” og saga “Freyju” gat
ekki orðið sögð án þess að geta
mín og Margrétar.
Eg hefi tekið fram helztu sögu-
atriðin sem mér fanst mest við-
komandi þessu sérstaka þjóð-
ernis æfintýri íslendinga í Vest-
urheimi.
-t
Hugsjónir lifa og dafna. Marg-
ar hugsjónir rætast—og aðrar á
parti. Baráttán fyrir frelsishug-
sjóninni verður endalaus, eða að
minsta kosti langvinn og sein-
fara. Hún hefir altaf staðið yfir
í gegnum sögu mannkynsins.
Einstaklings- og þjóðarréttinn
verður lengi erfitt að samrýma.
En í gegnum alt þetta stríð lifir
og þroskast mannsandinn — í
gegnum sorg og gleði, mótlæti og
sigur, — og leitar eftir full-
komnari skilningi á frelsi og
réttlæti með aðstoð mentunar og
hugvits eftir braut sannleikans,
til æðri andlegrar og hagsmuna-
legrar farsældar.
S. B. Benedictsson.
I ■■
I H H I
■ ■ ■■ j
prmhnq
L '
• •
distinctiv)e and persuasn)e
OuBLICITY that attracts and compels action on
^ the part of the cusitomer is an important factor
in the development of business. Our years of experience
at printing and publishing is at your disposal. Let us
help you with your printing and advertising problems.
Olie COLUMBIA PRESS LIMITED
695 Sargent Ave.
WINNIPEG
Phones 86 327 - 8
iuiihiiiibiiii
llíilHilil
f