Lögberg - 13.11.1941, Blaðsíða 2

Lögberg - 13.11.1941, Blaðsíða 2
o LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. NÓVEMBER, 1941 T Sönn stríðstíðar-saga Hvernig Thyssen var tœidur af Vichy-lögreglunni og seldur Hitler í hendur Eftir Valerin Mttrcu. Snemma í janúarmánuði síð- astliðnum las eg í frönsku dag- blaði, Le Petit Nicois, í Nice, þess? litlu fréttagrcin: “Mr. Thyssen, hinn auðugi þvzki iðjuhöldur, var í ga?r tekinn fastur í Cannes.” Það bar litið á þessari frétt, er birt var eins og af handahófi innan um annað smáfrctta-les- mál; bæjarfrétta-smalanum, sem hana færði í letur, var augsýni- lega ókunnugt um mikilvægi he.nnar. Handtökur voru tíðir og daglegir viðburður í Frakk- landi; og. engir stjórnarvalds- hafar eru jafn óþjálir og harð- drægir eins og sigraðir hershöfð- ingjar. En i Frakklandi eru margir lögreglmenn, sem; ólíkt yfir- boðurum sínum, halda enn i stöður sínar vegna þess eins, að þeir hafa engin önnur úrræði til lífsframfæris sér og sínum, en eru ávalt reiðubúnir til þess að kasta eldibrandi að ráðabruggi samsærisþrjótanna. Þeir hafa, ef svo mætti að orði kveða, tvær sálir í einum líkama. Önnur þeirra gleðst yfir sérhverri hömlu eða ósigursför, er Þjóðverjar verða fyrir, og hverri hrakför ítalanna, en-fyllist nýrri vonar- kend, er Englendingum hlotnast aukin aðstoð. Hin sálin er þrungin af hugarangri um fram- tíðina; hvað taka muni við fyr- ir sig, er Bretar hafi sigrað og ný andúðarstefna gegn Þjóðverj- unum hafin af stjórn frjálsra Frakka. Verður þá ekki núver- andi embættismönnunum vikið frá? Þessar dapurlegu hugsanir um framtíðina hverfa aðeins í amstri líðandi stundar. í skrifstofum þessara manna er fult af njósn- urum Vichy-stjórna.rinnar, sem hafa það laumustarf með hönd- um að grípa á lofti og tilkynna hvert miður vingjarnlegt orð í ógáti mælt gegn Petain og sam- stjórnendum h'ans, eða Hitler. Þessir embættismenn lifa því i sltöðugum ótita um opinberar kærur og þar af leiðandi embætt- ismissi. En einmitt þessvegna fagna þeir hverju tækifæri er þeim býðst til þess að skiftast á þótt ekki sé nema fáum orð- um við menn, sem þeir vita að treysta megi. Eg fór því nú til eins þessara embættismanna, gamals kunn- ingja, er eg hafði oft heimsótt Business and Professional Cards Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 22 886 Ree. 114 OEENFELL BLVD. Phone 62 200 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST.. WINNIPEG • PœgOegw oo rólegur bústaður i miObiki borgarinnar Herbergi 22.00 og þar yflr; me6 baCklefa 23.00 og þar yfir. Agætar maitlCir 40c—60c Free ParkAng for Oueatt DR. B. H. OLSON Phones: 35 076 . 906 047 Consultation by Appointment Only • HeimiU: 5 ST. JAMES PLA.CE Winnlpeg, Manitoba Arthur R. Birt, M.D. 605 MEDICAL ARTS BLDG. Winnipeg Lækningastofu-sími 23 703 Heimilissími 46 341 Sérfrœöingur i öllu, er aö húösjúkdómum lýtur Viðtalstlmi: 12-1 og 2.30 til 6 e. h. Office Phone 87 293 Res. Phone 72 409 Cr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar S-4.30 HelmiU: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manltoba DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar • 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 645 WINNIPEG DR. ROBERT BLACK SérfræCingur 1 eyrna, augna. nef og hálssjflkdðmum 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Grahara & Kennedy VlOtalsUmi — 11 til 1 og 2 til 6 Skrifstofusimi 22 251 Helmlllasfml 401 991 Dr. S. J. Johannesson 215 RUBJT STREET (Beint suður af Banning) Talsími 30 877 ViCtalstími 3—5 e. h. H. A. BERGMAN, K.C. lalenzkur lögfræöingur Skrlfstofa: Room 811 McArthur Bullding, Portage Ave. P.O. Box 1656 Phones 95 052 og 39 043 Dr. A. Blondal Physician & Surgeon 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sfmi 22 296 Heimili: 806 Victor Street Slmi 28 180 Thorvaldson & Eggertson Lögfræöingar 300 NANTON BLDG. Talsfmi 97 024 DR. A. V. JOHNSON Dentist • 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 27 702 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPEG. • Fastelgnasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgC, bifreiCaábyrgð o. s. frv. PHONE 26 821 A. S. BARDAL 848 SHERBROOOKE 8T. Selur Ukkistur og annast um út- farlr. Allur fltbúnaður sá beeti. Ennfremur selur hann allskonwr mlnnisvarða og legsteiha. Skrlfstofu taisfml 86 607 Heimllis talslml 501 562 áður til að s«gja honum útvarps- fréttir yfir stuttbyigjuleiðina íra London. Þegar eg kom heim til hans, gat hann naumast dulið forvitni sina. Og fullvissaði sig um að ekkert njósnandi eyra væri þarna nálægt. “Kæri vinur,” sagði eg, “nú er það yðar stund til frásagnar. Eg er kominn til að fræðast af yður. Vil að þér styðjið mig til opin- berunar nýjasta svikræðis Vichy- stjórnarinnar.” Og svo las eg honum fréttina um handtöku Thyssens. “Já,” sagði hann; “eg veit um þetta.” “Þetta litla frétta-atriði er,” hrópaði eg, “ein ný sönnun enn um skammarlega eftirlátssemi við Hitler. Það er vissulega FrökkunY enginn stuðningur að taka í hald þann mann, sem birt hefir margar blaðagreinar um aðgerðir Nazistanna, og sterkasta vitnið gegn Þriðja Ríkinu. Þið megið ekki láta af hendi við Hitler þýzka mótstöðu- menn Nazanna. Slikt ætti sér ekki stað meðal jafnvel ósiðaðra þjóða.” “Þér hafið vafalaust þar rétl fyrir yður,” svaraði hann, “en hver fær áttað sig á öllu því, sem gerist nú á dögum?” “Við verðum að finna eitthverl ráð til viðvörunar gegn þessu. Og þér verðið að hjálpa til þess,” sagði eg. Hann sat sem hugsi og hljóð- ur. “Eg bið yður ekki,” sagði eg enn, “að leysa Thyssen úr varð- haldi. Við það veit eg að þér hafið ekkert að gera. En það, ssm þér vissulega getið gert, er að skýra mér frá aðal-atriðun- um í þes&ari glæpagjörð. Við þurfum á slíku að halda til að gera Vichy-stjórninni ókleift að neita staðreyndunuin. Takist okkur að ná haldi á óhrekjandi sanúi um leyniráðin til hnujc- unar Thyssens, fengjum við kannske bjargað honum.” Embættismaðurinn virtist nú renna grun í að hverju eg stefndi. “Þvi miður,” svaraði hann( “er mér ókunnugt um að- gjörðirnar í þessu svikræði. öllu slíku er haldið leyndu. En eg get sagt yður hvar Thyssen hélt til í Cannes. Farið til Miramare gistihússins; ef til vill getið þér komist að einhverju þar sem hann hélt oft til áður.” Eg leigði mér bifreið og keyrði fimtán milur til Cannes. Svo vel vildi til að eg þekti annan dyra- vörðinn við Hotel Miramare — slíkir hótelþjónar eru oft ómiss- andi aðstoðarmenn. Eg byrjaði með þvi að tala við hann um hina örðugu tima nú, og spurði svo alt í einu: “Hvað kom fyrir Fritz Thys- sen?” “Fritz Thyssen? Hann hélt hér til og var örlyndur gestur. Hann hefir dvalið hér æði-oft í frí- stundum sínum.” “Gott og vel,” sagði eg, “en hvar er þessi örlyndi gestur yðar nú niður kominn?” “Monsieur,” hvislaði hann óttasleginn, “krefjið mig ekki svars. Eg vil ekki neitt um það segja. Lögreglan hefir harð- bannað mér að minnast þessa atburðar við nokkurn mann.” “Þar sem þér hafið nú sagt mér svona mikið, get eg vel ímyndað mér hvað skeði Hit! annað um brottför hans gætuð þér sagt mér.” f kaffi stofunni hinu megin við götuna var þjónninn miklu málreifari. Þrem dögum áður hafði, að þvi er honum sagðist frá, bifreið með Vichy-bæjar leyfisskildi stanzað við hótelið. Þetta var um kl. átta að morgni dags. Tveir menn stigu þar út úr henni, en tveir aðrir sátu kyrrir í bílnum. Mennirnir töl- uðu frönsku með sterkum þýzku- hreim. Annar mannanna baðsl þess að mega hitta Herr Thyssen. Þjónninn gerði sér þegar grein fyrir þvi, að þetta væri dul- klæddir lögreglumenn, en þeir héldu um hríð uppi þvi yfirskyni | að þeir kæmi nú að hitta Thys- sen í aðeins einkaerindum. Þessi feluleikur stóð yfir nokkrar mínútur. Mannránsdrjólarnir höfðu heldur viljað að ekki yrði ljóst hvílíkir sendisveinar þeir væri; það myndi gera Vichy- stjórninni auðveldara að þvo aí höndum sér alla vitneskju um þetta athæfi. En þjónninn var þrályndur og þeir urðu að sýna honum umboðsspjöld sín, er sýndu að þeir kæmi beint frá aðalstöðvum öryggisuinsjónar- liðsins i Vichy. “Herrar minir,” sagði dyra- vörðurinn,” Herr Thyssen geng- ur ávalt síðla til sængur og tek- ur þá inn værðarlyf. Læknirinn leyfir honum ekki fótaferð lyr en klukkan tíu, og eg afsegi að vekja hann fyrir hann tíma.” Til að forðast frekari þrátt- anir sem vakið gæti eftirtekt annara afréðu lögreglumennirnir að bíða, og tóku sér sæti í forsal hótelsins. “En mér hepnaðist,” sagði þjónninn enn, “að gera Thyssen aðvart. Hann gat þá, vafalaust, eyðilagt mikilvæg einkaskjöl sín. Og á slaginu klukkan tíu gengu lögreglu- mennirnir tveir inn í herbergi hans. Þar dvaldist þeim um hálfa klukkustund. Á meðan hafði annar mannanna, sem beð- ið höfðu í bifreiðinni, auga á mér, svo eg fengi ekki færi á að opinbera neinum “heimsókn” þessa. Klukkan hálf-ellefu yfir- gaf Thyssen hótelið í fylgd með lögreglumönnunum. Hann hafði ekkert meðferðis nema litla fata- tösku.” “En hvað hefir skeð síðan?” sagði eg. “Ekkert, nema það, að í gær- dag kom lögreglumaður frá Vichy til fundar við ráðsmann hótelsins. Hann skipaði honum að sjá um algerða þögn hótel- fólksins um viðburðinn, og eg hvgg hann eigi að leita upprun- ans að fréttagreininni í Le Pelit Nicois. Eg varð sjálfur að standa nokkra klukkutíma undir þeirri rannsókn.” “En hvaða grein getið þér gert yður fyrir þeirri staðreynd, að fréttin komst í blaðið?” spurði eg- “Það er hugsanlegt að bæjar- fréttaritari blaðsins hafi fengið vitneskjnu um þetta frá her- bergisþernunni eða lyftudrengn- um, sem hlotið hafa að verða þess áskynja hvað fram fór. En síðan fréttin birtist á prenti, hefir enginn minst einu orði á hana. Rlöðin eru full af nöfn- um fangins fólks.” Þjónninn starði raunalega á tóma staupið sitt. “Furðaði yður það ekki,” spurði eg, “að Thyssen skyldi dvelja í Frakklandi? Hann hetði fyrir löngu getað verið farinn til Ameríku.” “Eg varð forviða,” svaraði hann, “þegar eg fyrir nokkrum vikum sá hann koma hingað frá Svisslandi. En hann þarfnaðist sjávarloftsins í Riviera. Hann sagði mér, að franski sendiherr- ann i Geneva hefði fullvissað sig um að hann væri óhultur í Frakklandi.” Seinna komst eg á snoðir um það, að Thyssen hefði tvívegis verið rænt — það er, að um- stangið í táldrægninni við hann hefði gerst með tvennu móti: Franska lögreglan hafði ráðstaf- að för hans frá Sviss til Frakk- lands; í Svisslandi hefði hann verið óhultur, því þaðan er flóttafólki ekki skilað aftur í hendur Gestapo-liðsins þýzka. Þegar hann sótti um leyfi, að mega dvelja í hinni frönsku Riviera, sendi Vichy-stjórnin umsóknarbeiðni hans til þýzku yfirvaldanna. Grunurinn um það, að Vichy- lögreglan sé ekkert annað en tól Gestapo-liðsins, er staðfest af framsali tveggja annara manna, þeirra Rudolphs Hilferding, fyrr- um fjármálaráðherra Weimar lýðríkisins, og Rudolfs Breit- scheid, áður forseta þýzka sósial- ista-flokksins. Þjóðfrœgt fyrir Efnisgæði og Sannvirði Þrátt fyrir úrvalsgæði . .. þrátt fyrir hið mjúka og undurljúfa b r a g ð, og hressandi áhrif, kostar Branvin ekkert meira en algeng vín. Og þessvegna ræðir þar um beztu vín- kaupin, sem i Canada f£st. JORDAf: WINE COMPANY, LIMITED Jordan, Canada galLon flagon 26 OZ. BOTTLE—60c *2Z5 JORDAN BRANVIN Red^White WINE Eg átti tal við þá fám dögum áður en þeim var skilað í hend- ur Nazistanna. Þeir vissu hvernig komið var fyrir Thys- sen. Báðir höfðu þeir vegabréf til Bandaríkjanna, og ætluðu sér að yfirgefa Frakkland, en drógu á langinn brottför sína til að ráðstafa nánar um einkamál sín, og álitu sig ekki eiga neitt á hættu með töfinni. Frönsku em- bættismennirnir fullvissuðu þá um það. Adrien Marquet hafði sjálfur sagt við Breitscheid: “Yður verður aldrei skilað í hendur Þjóðverjanna. Þvi lofa eg yður upp á æru mina og trú. Heimti Þjóðverjarnir það þá látum við yður fá nýtt vegabrél' undir öðru nafni.” Og sveitar- foringinn í Bouches-du-Rhone hafði sagt við Hilferding: “Yðar hágöfgi hefir mjög lága hug- mynd um okkur Frakkana. ‘Framsal’ er ekki franskt hug- tak.” Aftur og aftur minti eg þá á Thyssen. En þeir fengust ekki til að læra neitt af reynslu hans. “Eftir langa bið höfum við,” sögðu þeir, “fengið löglegt farar- leyfi. Við viljum ekki aðhafast nein lagabrot. Ef Vichy-stjórn- in hefði ætlað sér að skila okk- ur í hendur Nazistanna, þá hefði hún neitað okkur um burtfarar- leyfið.” En vegabréfin og hátiðlegu loforðin reyndust að vera aðeins kænskubrögð, til þess að gera landflóttamenmna örugga um óhultleik sinn í Frakklandi. Þegar þeir voru handteknir tóku þeir ekki—frekar en Thyssen áð- ur — með sér neinn farangur, því franska lögreglan fullviss- aði þá um, að þeir væri aðeins fluttir um set til þess að fela þá fyrir Þjóðverjunum, og að þeir þyrfti ekkert með sér að hafa nema peninga. Þannig voru þeir afhentir Gestapo-liðinu. Franska stjórnin gerði sitl ýtrasta til að leyna hinum ó- þægilega sanni um svikræðið við Thyssen. Þegar fréttaritari blaðs i Bandaríkjunum sendi simskeyti um það þangað vest- ur, þverneitaði Vichy-stjórnin því með miklum þjóstri, og skip- aði svissnesku blaði, sem var málgagn Nazista, að auglýsa fréttina sem helber ósannindi. Eg skrifaði samstundis til blaðs- ins g staðhæfði það með rökum, að neitun þessi væri á engum sanni bygð. Bréfi minu var ekki svarað. Þess mætti spyrja, hvers vegna Vichy-stjórnin, sem sýnt hefir sig svo blygðunarsnauða um margt annað, skyldi fyrirverða sig vegna birtingar staðreynd- anna viðvíkjandi Thyssen. Svar- ið er einfalt: Þúsundir Frakka, sem Vichy-stjórnin lætur hand- taka samkvæmt skipan frá Berlín, er heiminum ókunnugt um. Þeir hugrökku menn eru fangaðir og ákærðir sem væri þeir glæpamenn. Slíkt væri ó- gerningur þar sem um jafn- frægan mann eins og Thyssen er að ræða. Þetta er orsök laun- ungarinnar honum viðvikjandi. Það er enn ein sönnun þess, sem nú ætti að vera öllum heimi augljóst: Vichy á aðeins einn óvin — óvini Hitlers! —(Þýtt úr ritinu Liberty, frá lt. okt. 1941). —s. s. -------y------- Tómas Sæmundsson (31. mai 1807 — 17. mai 1941) Eftir Sigurð Nordal. I. “Eg ætlast ekki til, að nafn mitt lifi lengi, eftir að ,eg er frá- fallinn, en vil um fram alt fara með þá meðvitund } gröfina, að eg hafi látið mér mest ant um af öllu að vera til nytsemi.” Svo segir séra Tómas í bréfi til Kon- ráðs Gíslasonar, sem ritað er 4. febr. 1941. f raun réttri hefði það ekki verið óeðlilegt, þótt nafn og störf Tómasar hefðu ver- ið lítt kunn íslending um eftir hans dag. Sveitaprestur, sem sit- ur aðeins sex ár í embætti og deyr tæpra 34 ára að aldri, virð- ist ekki hafa mikil skilyrði til þess að vinna afrek, sem haldi hróðri hans á lofti um langan tíma. Og ef athuguð eru ritstörf Tómasar, sem að vísu eru furðu mikil að vöxtum á svo skammri æfi þá eru þau af því tagi, að þau voru ólíkleg til þess að verða mikið lesin eftir hans dag: fréttapistlar og hugleiðingar um landsins gagn og nauðsynjar á liðandi stundu, ádeilugr.einar. ferðasögubrot og stólræður. Mik- ið af þeim var einmitt sama eðlis og blaðagreinar nú á dögum, sem að vísu geta haft sín áhrif á rás viðburðanna og hugsunarhátt al- mennings, en fyrnast fljótt. Alt þetta skildi séra Tómas sjálfur og dæmdi af einlægni og skyn- semd. Frá sjónarmiði nútiðarmanna lítur þetta alt öðru vísi út. Þeim finst það sjálfsagt, að nafn Tómasar Sæmundssonar sé kunnugt hverju mannsbarni á íslandi og í heiðri haft. En ef skygnst er nokkuð aftur í tím- ann, má sjá þess ljós merki, að minning Tómasar var ekki líkt því eins lifandi fyrir 50—60 ár- um og hún er nú. Þetta mætti sýna með ýmsum dæmum, en hér verður aðeins eitt nefnt. Ár- ið 1880 kom út Ágrip af sögu ís- lands eftir séra Þorkel Bjarnason á Reynivöllum, Htið kver að vísu, en greinargott yfirlit, enda hélt það velli sem kenslubók í lærða skólanum og síðan mentaskólan- um í Reykjavik fram um 1925. Séra Þorkell segir furðu margt frá tímabilinu 1786—1874. Hann nefnir þrjá af fjórum útgefend- um Fjölnis, Brynjólf Pétursson, forstöðumann hinnar íslenzku stjórnardeildar í Höfn, málfræð- inginn Konráð Gíslason og skáld- ið Jónas Hallgrímsson. En hann nefnir hvorki timaritið Fjölni né séra Tómas einu orði, og er það samt <ekki af þvi, að hann sé neitt spar á að telja ýmsa menn, sem honum virðast hafa skarað fram úr í einhverri grein, og suma lítt kunna almenningi nú á dögum. Tiænt er það einkanlega, sem siðan hefir brugðið alveg nýjum Ijóma á minningu Tómasar Sæ- mundssonar meðal íslendinga. Hann var einn af Fjölnismönn- um. En upp úr aldamótunuin 1900 fara menn alment að gera sér ljósara en áður, hvern þátt þetta tímarit hafði átt í því að

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.