Lögberg - 13.11.1941, Blaðsíða 8

Lögberg - 13.11.1941, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. NÓVEMBHB, 1941 Or borg og bygð Mr. Helgi Stefánsson frá Bakka við íslendingafljót, hefir dvalið í borginni frá því í byrj- un vikunnar. ♦ ♦ ♦ Heimilisiðnaðarfélagið h«ldur næsta fund sinn á heimili Mr. og Mrs. H. J. Lindal, 912 Jessie Ave., á miðvikudaginn þann 19. þ. m., kl. 12 e. h. ♦ ♦ ♦ Sendið inn áskriftargjöld yðar fyrir Lögberg, og geriát nýir kaupendur að blaðinu fyrir næátu ára- mót. ♦ ♦ Veitði athygli auglýsingu um Tombólu St. Heklu næsta mánu- dag, þann 17. nóv. Margir góðir drættir og Gibson’s Orchestra spilar fyrir dansinum. Skemtið yður og styrkið gott málefni. Fjölmennið! ♦ -f -t- To pull your car out of a skid, turn the steering wheel in the same direction that the rear of the car is sliding. You must be quick about this or the skid will be over and any damage likely to occur will be done. In- sure your car with J. J. Swanson & Co., Ltd., 308 Avenue Bldg., Winnipeg. ♦ ♦ -f GIFTINGA FREGXIR: Þann 1. nóv. voru gefin sam- an í hjónaband í lútersku kirkj- unni í Selkirk, að viðstöddu margmenni, Ralph Edwin Jónas- son og Erma Light, bæði frá Sclkirk, Man. Giftinguna fram- kvæmdi Rev. R. Huget^ lútersk- ur prestur frá Winnipeg, með aðstoð sóknarprestsins. Stór- veisla var haldin að aftni sama dags, að heimili foreldra brúðar- innar i grend við Selkirk. Brúð- guminn er sonur Mr. og Mrs. Jacoh Jónasson, en sonarsonur Mr. og Mrs. Klemens Jónasson. Búa foreldrar brúðgumans norð- ur með Rauðará austanverðri, í grend við Selkirk. Brúðurin er af evrópiskum ættum, búa for- eldrar hennar i sama umhverfi. Framtíðarheimili ungu hjónanna verður í Selkirk. Gefin saman í hjónaband af sóknarpresti, að heimili Mr. og Mrs. Magnús Hjörleifsson í Sel- kirk, Man.-þann 1. nóv.: Jóseph Svanberg Albertson, frá Húsa- vick, Man., og Guðný Hjörleifs- son, frá Winnipeg Beach. Brúð- guminn er sonur Carls heitins Albertssonar og eftirlifandi ekkju hans Margrétar Albertsson, er býr með börnum sínum að Steinsstöðum í Víðinesbvgð. — Brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. Jón Hjörleifsson í Winnipeg Beach. Giftingin fór fram á heimili föður afa og ömmu brúðarinnar; áttu þau um þær mundir 55 ára giftingarafmæli. Framtíðarheimili ungu hjónanna verður í Húsavick. Dr. Tweed will be in Arborg on Thursday, Nov.. 20. ♦ ♦ ♦ Samkoma sú, er þjóðræknis- deildin Esjan efndi til i Árborg á föstudagskveldið var, tókst með ágætum, og var afarfjölsótt. ♦ ♦ ♦ Laugardaginn 15. nóv. verður haldinn ársfundur Víkursafnað- ar að Mountain, kl. 2 e. h. Djáknanefndin hefir veitingar á prestsheimilinu eftir fundinn. Fólk beðið að sækja fundinn vel. ♦ -f ♦ Minningarathöfnin, sem fram fór í Fyrstu lútersku kirkju á þriðjudagskveldið að tilstuðlan Jóns Sigurðssonar félagsins, var að öllu hin veglegasta, og þeiin öllum, er að stóðu, til hinnar mestu sæmdar; fjölmenni mikið var þar samankomið. -f. -f -f The Ladies’ Aid Socity of the Norwegian Lutheran Church is holding their Annual “Lutefisk” dinner Thursday, Nov. 20th, in the church basement on Minto St. north of Portage from 5.30 to 8.30 o’clock. Admission: Adults, 50c Chil- dren 25c. --------V--------- Messuboð FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA Séra Valdimar J. Eylands Heimili: 776 Victor Street. Sírni 29 017. Sunnudaginn 16. nóvember. Ensk messa að morgninum kl. 11; sunnudagsskóli kl. 12.15 e. h. íslenzk messa að kvöldinu kl. 7. -f -f -f MESSA í GEYSIR Séra Bjarni A. Bjarnason messar væntanlega í kirkju Geysissafnaðar næsta sunnudag, þ. 16. nóvember, kl. 2 e. h. Árs- fundur safnaðarins verður hald- inn á eftir messu. Fólk vinsam- legast beðið að fjölmenna. ♦ -f -f GIMLI PRESTAKALL Sunnudaginn 16. nóvember: Betel, morgunmessa; Gimli, is- lenzk messa kl. 7 e. h.; sunnu- dagsskóli Gimli safnaðar kl. 2 eftir hádegi. — Fermingarbörn á Gimli mæti til viðtals á prests- heimilinu föstud. 14. nóv., kl. 4 eftir hádegi. B. A. Bjarnason. -f -f -f Messa og ferming að Hólar Hall sunnudaginn þann 16. nóv. n.k., klukkan 2 e. h. H. E. Johnson. -f -f -f LÚTERSKA PRESTAKALLIfí í A USTUR-VA TNA BYGÐUM Séra Carl J. Olson, BA., B.D. Sunnudaginn 16. nóv. Edfield kl. 11 f. h. Foam Lake kl. 3 e. h. Leslie kl. 7 e. h. Allir eru boðnir og velkomnir- ir! Eftir messuna að Foam Lake verður ársfundur safnaðarins haldinn. Gjörið svo vel og fjöl- mennið! LÚTERSIA KlRIiJAN i SELKIRK Sunnudaginn 16. nóv.: Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Ensk messa kl. 7 síðd. S. Ólafsson. -f -f -f Sunnudaginn 16. nóv., messa á Mountain kl. 11 f. h., altaris- ganga. Offur í Kirkjufélagssjóð. Fólk beðið að muna þetta vel og koma. Sama sunnudag messa i Svoldar kirkjú kl. 2 e. h. Árs- fundur safnaðarins eftir messu. Fólk beðið að fjölmenna. Thanksgiving Day (20. nóv.), messa á ensku kl. 11 f. h. i Vídalínskirkju og önnur messa á íslenzku í Garðar kl. 2.30 e. h. Allir velkomnir. -f -f -f ISLENZK GUÐSÞJÓNUSTA i VANCOUVER, B.C. verður, ef. G. 1., haldin í dönsku kirkjunni á 19th Ave. E. og Burns St., kl. 3 e. h. næsta sunnudag, 16. nóv. Allir eru vel- komnir og allir eru beðnir að láta þetta berast sem bezt. Rúnólfur Marteinsson. -f -f -f Dánarfregn Fimtudaginn 30. okt. andaðisl hér í Winnipeg Halldór Skag- ford, 66 ára að aldri, eftir lang- varandi vanheilsu. Hann var sonur þeirra hjóna Björns Krist jánssonar frá Brenniborg í Skagafirði og Guðlaugar Páls- dóttur frá Kolgröf, einnig í Skagafirði. Hann var fæddur í Omeme í Ontario, 13. ágúst 1875. Þau Björn og Guðlaug, foreldr- ar Halldórs komu til þessa lands árið 1873 og settust að í Omeme, Ont., en þegar Halldór heitinn var aðeins tveggja vikna gamall, fluttu þau til Winnipeg. Næsta árið á eftir fluttu þau til Gimli. Þaðan fóru þau til Þing- vallabygðarinnar í Sask., og síð- an til Hallson í N. D.^ og þar ólsl Halldór upp. Snemma á árinu 1899 kvæntist hann Steinunni Thorsteinsson, en hún dó fimm árum seinna. Þau eignuðust tvær dætur, sem báðar lifa föð- ur sinn, Oddný Svafa, Fort Wil- liam, Ont. og Sæunn Emily, (Mrs. A. Clark) Winnipeg. Eftir giftingu sína tók Halldór land í Morden-bygðinni. En ári eftir að konan hans dó, veiktist hann sjálfur, — og náði sér aldrei fyllilega eftir það. Árið 1920 lagðist hann á spítala hér í Winnipeg, og var þar næstu 16 ár, ýmist á King Edward Hos pital eða St. Rochs í St. Boniface. Árið 1936 fór hann til dóttur sinnar, Mrs. Clark, og var þar úr því, þar til hann var fluttur á St. Boniface spítalann í sum- ar. Á meðan að hann var hjá henni, hjúkraði hún honum með mestu umhyggjusemi og al- úð( og sýndist honum um tíma heilsast vel. En snemma þetta ár veiktist hann aftur, og náði Sér ekki aftur úr því. Hann, var fluttur á St. Boniface Hos- pital, — og þaðan á sjúkrahæli í Winnipeg þar sem hann dó fyrgreindan dag. Þannig er fallinn maður, sem undir mjög erfiðum kringum- stæðum vanheilsu og veikinda, sýndi altaf karlmensku og þrek, sem geta ekki annað en verið öllum sem þektu hann fagurt og uppörfandi eftirdæmi. Systkini hans eru nú einnig ÖIl farin nema ein hálfsystir, Svafa Ingibjörg (Mrs. Rjörn Lindal). Einn bróðir, Kristján Skagford dó í Los Angeles, Calif. fyrir fjórum áruin. Hin syst- kinin dóu öll á unga aldri, og voru þrjú alls. útförin fór fram frá útfarar- stofu Bardals s.l. laugardag 1. nóv. Jarðað var í Assinboine Memorial Park. Séra Philip M. Pétursson jarðsöng. The Watch Shop ! Piamonds Watchea - Jewelry Ag-ents tor BULOVA Watchea Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakera and Jeioellera 699 SARGENT AVE., WPQ. MUS-KEE- KEE Áhrifamikið kvefmeðal, búið til úr gömlum Indíána jurta for- skriftum. petta er verulegur heilsugjafi, sem veldur eðlilegri starfsemi hins mannlega líkams- kerfis. Ttáðyist vi 0 lyfsalann í dag viðvíkjandi MUS-KEE-KEE FRÁ SEATTLE 9. nóv. 1941. Kæri herra ritstjóri: íslenzku kvenfélögin í Seattle biðja þig vinsamlegast að láta þess getið að þau hafa ákveðið að selja kaffi — og smávarning að auki, í sainbandi við Allied Fair, undir umsjón British American War Relief Association í Civic Auditorium borgarinnar. 28. og 29. nóvember. Ágóðan ánafna þau Rauða Krossi ís- lands. Allur styrkur þakksam- lega þeginn. Forseti nefndarinnar, Mrs. S. V. Thompson, 6610 — 34th Ave. N.W.; ritari, Jakobína Johnson, 3208 — W. 59th; féhirðir, Mrs. J. Magnusson, 2832 — W. 70th; aðst. féhirðir, Mrs. J. A. Johann- son, 2807 — W. 63rd; aðst. féh., Mrs. O. Mittelstadt, 7500 — 32nd N. W. -------V-------- Garðyrkjuátöð í hverri sýslu þar sem jarðhita nýtur er takmarkið Garðyrkjuskólinn á Reykjum í ölfusi hefir nú starfað í rúm- lega 2 ár. Útskrifuðust í vor fyrstu nemendurnir^ 20 að tölu. En nú eru þar 12 nemendur og verða 16 í vetur. Blaðið hefir haft tal af Unn- steini ólafssyni skólastjóra Garð- yrkjuskólans og skýrði hann svo frá ræktuninni þar: Við höfum nú samtals gróð- urhús, sem eru um 2,000 fer- metrar að flatarmáli og erum að bæta við okkur 400 fermetrum. Auk þess höfum við vermireiti, sem samtals eru um 1,000 fer- metrar að stærð. Svo alls er þetta um dagslátta, sem við höf- um undir gleri. f upphafi höfðum við 3—4 sekúndulítra af heitu vatni. En nýlega hafa verið boraðar tvær holur, með bor þeim er Rann- sóknarnefnd ríkisins hefir til umráða, og fáum úr þeini um 2 litra á sekúndu. Svo mikill er þrýstingurinn á vatninu í þess- um nýju uppgönguaugum, að upp úr þeim stendur 20 metra hár vatnsstrókur stöðugt. Er þetta álíka hátt gos eins og í Grýlu, en sá er munurinn að gosin eru óslitin. f gróðurhúsunum eru ræktað- ar fles.tar þær tegundir, s,em yfir- leitt hafa verið ræktaðar hér undir þaki. Er me.st áherzla lögð á tómata og gúrkur. Af nýjungum er helzt að nefna ferskjur. Hefir ræktun þeirra tekist vel. Vínher höfum við ný- lega sett í nokkuð á 3. hundrað fermetra. Undir beru lofti eru ræktaðarr allar tegundir garðávaxta, sem hér koma til greina. i Mikil á- herzla lögð á kál, hvítkál, hlóm- kál, toppkál o. fl. Hefir kál- maðkurinn gert okkur talsvert tjón. Samanburðartilraunir gerum við með kartöflur^ og eins með ýms varnarlyf gegn kartöflu- myglu, og hvernig bezt sé að nota þau. Þá leggjum við mikla stund á blómarækt, einkum að vetrinum. Skólinn hefir verið heppinn m,eð nemendur sína. Hafa þeir yfirleitt reynst duglegir og á- hugasamir; þó þess hafi gæll nokkuð, einkum í upphafi, að menn gerðu sér ekki fulla grein fyrir þvi, að garðyrkja útheimtir mikla vinnu og mikla verklega kunnáttu, svo hún fari vel úr hendi. FLestir eða allir þeir, sem út- skrifuðust úr skólanum í vor, hafa fengið atvinnu við garð- yrkju, og fyrst og fremst, þar sem jarðhiti er notaður. Til þess að hér komi upp dugleg stétt garðyrkjumanna, hlýtur starf- semi þeirra að vera fyrst og fremst bundin við jarðhitasvæð- in. Það er skoðun min, að fyrsl og fremst beri að leggja áherzlu á, að garðyrkjustöðvar komist upp í öllum sýslum landsins, og þá fyrst og fremst þar, sem skil- yrðin eru bezt. Að Jiar verði ræktaðar kálplöntur og aðrar matjurtir á vorin, og þeim dreift þaðan út til almennings til út- plöntunar i görðum á sem flest- um bændabýlum. Á þenna hátt verður matjurtaræktin mikið ör- uggari, en hún er nú. Þarna geti menn fengið úrvals útsæði. Og þarna verði hægt að veita mönn- um allar nauðsynlegar leiðbein- ingar á hinu verklega sviði. Á Reykjum í Miðfirði hefir v,erið komið upp litlu gróður- húsi, sem er að verða slík garð- yrkjumiðstöð fyrir héraðið. i fyrrasumar var tíð svo köld, að erfitt var t. d. að rækta kál. En með því að fá snemmþroska plöntur úr þessu gróðurhúsi tókst kálræktun vel þar nyrðra að því sinni. Þarna er gerö byrjun, sem vonandi á framtíð fyrir sér og getur orðið til fyrir- myndar fyrir aðra. í slíkum garðyrkjustöðvum ætti líka að vera auðvelt að koma upp trjáplöntum, er hægt væri að selja héraðsbúum mjög vægu verði. Er það eitt af áhugamálum okkar garðyrkjumanna, að sem fyrst komi upp trjálundir við velflesta sveitabæi á Iandinu. , —(Mbl. 21. ág.) Minniát BETEL í erfðaskrám yðar TIL ÞESS Afí TRYGGJA YÐUR SIÍJÓTA AFGREIÐSLU Skuluð þér ávalt kalla upp 5ARCENT TAXI PHONE 34355 - 34 557 SARGENT and AGNES TRLIMP TAXI ST. JAMES Hiá EATON'S Phone 61 111 TOMBÓLU og DANS heldur stúkan Hekla, til arðs fyrir sjúkrásjóð sinn mánudaginn 17. nóv. n. k. á G. T. húsinu á Sargent Avenue. Ágætis drættir, svo sem eldiviður, hveitisekkir, kaffi og ýmislegt fleira. Byrjar kl. 8 e. h. -— Inngangnr og einn dráttur 25c Ársfundur Islendingadagsins verður haldinn í Goodtemplarahúsinu MÁNUDAGSKVÖLDIÐ 24. NÓV. 1941, kl. 8 e. h. • Lagðar fram skýrslur og reikningar. Kosning sex embættismanna í nefndina í stað þeirra, sem endað hafa starfsár sitt. Áríðandi að allir sæki fundinn. —Nefndin. Námsskeið! Námsskeið! Nú er sá tjmi árs, sem ungt fólk fer að svipast um eftir aðgangi að verzlunarskólum borgarinnar; enda sannast þar hið fornkveðna, að ekki er ráð nema í tíma sé' tekið. Það borgar sig fyrir yður að finna oss að máli eða skrifa oss viðvíkjandi verzlunarskóla námsskeiðum; vér getum veitt yður þau hlunnindi, sem í hag koma. Símið eða skrifið við fyrstu hentug- leika. Upplýsingar á skrifstofu Lögbergs! THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG For Good Fuel Values WARMTH - VALUE - ECONOMY — ORDER — WILDFIRE LUMP (DRUMHELLER) BIGHORN SAUNDERS CREEK LUMP (Saunders Area) CANMORE BRIQUETTES PHONESjlflll Mccuhdy oupply r*o. Ltd. ^JBUILDERS- KJsUPPLIES ^^andCOAL LICENSE No. 51 1034 ARLINGTON ST.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.