Lögberg - 04.12.1941, Síða 5

Lögberg - 04.12.1941, Síða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. DESEMBER, 1941 5 safnaðarins og um trúboðið. Aðrir ganga þar vel og fast i spor hans. Hann er forgöngu- maðurinn. Þeir eru sporgöngu- menn. En hvorugt þetta myndi end- ast til forustu, ef ekki væri fleira, sem til greina kæmi. Framgirninni og einurðinni verða að fylgja hæfileikar. Sá maður er ekki lengi látinn hafa orð fyrir öðrum, sem ekki dug- ar til þess. Og hugkvæmninni og frumkvæðinu verða að fylgja framkvæmdir og starfsþrek. Ali þetta hefir Pétur átt í rikum mæli. Hann tekur forustuna og hann heldur henni. f öllu þessu er Pétur jafnoki Páls. Þeir ganga fram, hvor á sínu sviði. Og þó að svið Péturs væri þrengra í fyrstu, þar sem hann starfaði meðal Gyðinga, þá stóð það ekki lengi, því að Pétur hefir brátt tekið að starfa úti um lönd. Það er engin leið að neita t. d. erfikenningunni um það, að Pétur hafi starfað i Róm og verið forstöðumaður þessa mikla safnaðar. Á einu sviði hefir þó Páll ver- ið miklu framar, og það var i vísindum öllum og mótun guð- fræðinnar. Því miður höfum vér ekki til bréf eftir Pétur, er hlið- stæð verði talin við bréf Páls, til þess að dæma um þetta. í Nýja testamentinu eru tvö bréf, sem bera nafn Péturs, en langt er frá þvi, að nokkur vissa sé um það, hvort þau eru með réttu honum eignuð. En jafnvel þótt svo væri, þá sýna þau ekki mjög mikið í þessu efni, nema þá það helzt, að þau komast hvergi i nánd við Pálsbréfin miklu í þessu efni. Fyrra bréfið, sem sennilega má telja, að sé með réttu eignað Pétri, er að visu yndislegt að trúarlegri dýpt og kristilegri fegurð, en guðfræði þess er ekki mikil, og það sem hún kemur þar fram með, þá er hún næsta lílt guðfræði Páls. Hygg eg það sannast, að bæði Pétur og aðrir hafi í því efni mjög mótast af Páli, eins og eðli- legt var. En móti þessum guðfræðilega skarpleika Páls hefir Pétur átl annað, og það var hin laðandi, barnslega, glaða og örfandi per- sóna. Fyrir Páli hafa menn borið lotningu. En Pétur hefir hver maður elskað. Og það er meira. Jesús hefir sameinað hvorttveggja. Lærisveinar hans hafa gert hvorttveggja að bera lotningu fyrir tign hans og elska hann sakir kærleika hans að fyrra bragði. En ekki efast eg um, að ástin til hans hefir yfir- gnæft alt annað. Hvar, sem Pétur kom, hafa menn orðið glaðir, því að altaí og allsstaðar var hann sá, sem lífgaði og létti af mönnum á- hyggjum og sorgum. Merkilegt er að athugia það, að hættan á hrösunum og gönu- skeiðum eldist ekki af Pétri. Postulasagan segir að vísu ekki frá sliku. Það er auðséð, að þar er ekki heimild frá Pétri sjálfum, en það hefir verið hann, sem hélt slíku á lofti, og úr Markúsarguðspjalli kemst það svo inn í hin guðspjöllin. Mark- úsarheimildin nær á hinn bóg- inn ekki til síðari hlutans áf riti Lúkasar, Postulasögunnar. En við fréttum af þessu ann- ars staðar að. Páll segir frá þvi i Galatabréfinu, 2. kapítula, og ber Pétri ekki vel söguna, þvi að hann er allreiður, er hann minnist þeirra viðburða. Pétur hefir komið til Antíokkíu, þar sem Páll þá starfaði. Eins og hans var von og vísa, umgengst hann bræðurna alla saman af fullum innileika, gyðing-kristna og heiðin-kristna. — En svo kemur babb i bátinn. Nokkurir strangleikamenn frá frumsöfn- uðinum i Jerúsalem koma til Antíokkíu bg hneykslast á þessu, að Pétur skuli hafa sanineytt ó- umskornum mönnum, þótt kristnir væru. Og þegar Pétur fer að gæta nánar að, sér hann á þessu missmíði og fer að gæta nánar, að draga sig i hlé, úr samneytinu. Fyrir það fær hann svo þessa miklu ádrepu hjá Páli. — Eg vil ekki fara lengra út í þessa frásögu. Eg hefi að- eins nefnt hana hér til þess að sýna, hve líkur sjálfum sér Pét ur er enn. Ef til vill er þó allra merkileg- ust erfikenningin um það, að á efstu árum sínum, hafi Pétur ætlað að forða sér á laun frá Rómaborg til þess að komast undan Nerós-ofsókninni, en mætt frelsaranum við borgar- hliðið. “Quo vadis, domine?” spyr Pétur (hvert ertu að fara, herra?) Og hann svarar: Til borgarinnar til þess að verða krossfestur í annað sinn.” Þá sneri Pétur við, og gekk glaður í dauðann. Þessi saga er að því afar- merkileg, að hún sýnir, með hve opnum augum kirkjan hefir kjörið sér Pétur að foringja og jarli Krists. Það var ekki af því, að hún kannaðist ekki við veikleika hans og hrasanir, held- ur þrátt fyrir þær — og ef til vill einmitt vegna þeirra. Hann var maður eins og vér, en hann var kristinn maður, maður, sem aldrei brást viljandi. —(Kirkjuritið). ------V-------- Dánarfregn Fimtudaginn 20. nóvember andaðist Jón Jónsson á heimili óla Stephanson i grend við Hensel, N.D., eftir stutta legu. Jón sál. fluttist til Ameríku á- samt foreldrum sínum árið 1888, og hefir síðan átt heirna í Norð- ur Dakota. Jón giftist árið 1909 Arndísi Johnson, misti hann hana í febrúarmánuði 1911. En árið 1921 giftist hann í annað sinn, Guððbjörgu Arnheiði Thomas- son. Eignuðust þau hjón þrjú börn, eina dóttur og tvo syni sem eiga heimili hér í íslenzku bygðinni í Norður-Dakota. Hafði Jón sál. átt heima hjá O. Steph- anson síðustu 5 árin. Jón var maður hæglátur og fáskiftinn og bera þeir er þektu hann, honum þann vitnisburð, að hann hafi verið mannkosta- maður og að öllu leyti og ein- lægur vinur þeirra er reyndust honum vinveittir. Mánudaginn 24. nóvember var Jón sál. jarðaður frá kirkjunni á Mountain og lagður til hvild- ar í íslenzka grafreitnum vest- ur af Hallson, N. D. Séra H. Sigmar jarðsöng. -------y—r—----- Dánarfregn Snemma morguns þann 11. nóvember lézt á heimili dóttur sinnar, Beatrice Thorsteinsson. að Leslie, Sask., merkiskonan frú Hlaðgerður Grimsdóttir Hlaðgerður Thorláksson. Thorláksson, ekkja Þorsteins sál. Thorlákssonar, bróður þeirra séra Páls og séra Steingríms. Hún var jarðsungin af séra Carl J. Olson, að Leslie, að viðstöddu miklu fjölmenni. önnur athöfn fór fram i kirkju Fyrsta lút- erska safnaðar i Winnipeg á laugardaginn 15. nóv. þar sem séra Valdimar J. Eylands em- bættaði og hefir hún vafalausl verið afar fjölsótt lika. Hlaðgerður sál. var fædd að Akureyri í Eyjafjarðarsýslu á fslandi 28. júní árið 1864. Faðir hennar hét Grímur Laxdal og móðir hennar Aldís Berginann. Aldís var systir Jóns Bergmanns sem var faðir séra Friðriks Berg- manns, sem lengi var prestur í Norður Dakota og í Winnipeg — og einnig kennari í islenzkum fræðum við Wesley College í þeirri borg. Hlaðgerður sál. misti föður sinn þegar hún var tveggja ára að aldri. Hún, á- samt móður sinni og bróður koin til Nýja fslands árið 1875. Þau mæðginin voru í allra fyrsta hópnum, sem kom til Gimli í október það ár. Árið 1880, eðá um það bil, fluttist stór hópur af fólki frá Nýja íslandi til Pembina County í Norður Dak- ota undir leiðsögn séra Páls Þor- láksonar og myndaði þar blóm- lega nýlendu, eða hún varð eink- ar blómleg á sinuin tíma. f þess- um hópi var Aldís Bergmann Laxdal, og börn hennar, þ. e. a. s. Hlaðgerður og Daniel. Þau sett- ust að í Mountainbygðinni. Aldís var mesti kvenskörungur og á meðal annars var hún ágæl yfir- setukona og sagt er að hún hafi tekið á móti um 500 börnum á meðal nýlendufólksins í Dakota á hinum erfiðu frumbýlingsár- um. Þá voru hvorki læknar né sjúkrahús og kom því þekking hennar og lægni að góðum not- um. Þann 9. des. 1881 giftist Hlað- gerður Þorsteini Þorlákssyni. Bróðir brúðgumans, séra Páll, gaf þau saman að Garðar, N.D. Ungu hjónin settust að á heim- ilisréttarlandi á milli Garðar og Mountain, þar sem Gunnar Björnsson á nú heima. Þau bjuggu þar aðeins í þrjú ár, eignuðust landið, seldu það og fluttu svo til Mountain og höfðu þar gistihús, sem lengi var nokkurs konar hæli fyrir þá, sem til nýlendunnar fluttu. Þar dvaldi fólk og undir sér vel á meðan það var að átta sig og að koma sér fyrir í hinum nýju heimkynnum. Á Mountain átiu þau heima í sex ár. Þaðan fóru þau til Milton, N.D. og þar var Þorsteinn búðarmaður hjá al- þektum kaupmanni, Kelly að nafni. Einnig seldi hann hluta- bréf í námafélagi og lífsábyrgðir fyrir Montreal Reserve félagið. Sem sölumaður skaraði Þor- steinn fram úr í því umhverfi og fékk hann pianséttu-hnappa með demantssteinum sem viður- kenningu um það. Til Winnipeg flutti fjölskvld- an árið 1901, en dvaldi þar að- eins í þrjá mánuði. Þaðan fóru þau til Clandeboye, Man. og bjuggu þar á landi; en áttu um leið búð í Selkirk bæ. Voru þau á landinu á sumrin en i Selkirk á vetrum. Seinna tók elzti sonur Þorsteins og Hlað- gerðar, Páll, við búðinni. Þau áttu heirna í Selkirk og því um- hverfi i þrjú ár og fluttu svo til Winnipeg og áttu þar heima þangað til 1909. Það ár keyptu þau stórt bú nálægt Austur- Selkirk og bjuggu þar með mik- illi rausn í fimm ár og hurfu svo aftur til Winnipeg og áttu þar heima unz Þorsteinn lézt 11. marz 1932. Eftir lát manns síns ferðaðist Hlaðgerður á milli barna sinna og dvaldi hjá þeim tima og tima. Svo stofnuðu þær mæðgur — hún og Beatrice — heimili í Winnipeg og bjuggu þar saman til 1940. Þá giftist Beatrice og Hlaðgerður dvaldi hjá henni og manni hennar að Leslie, Sask., unz kallið kom. Þorsteini og Hlaðgerði varð tólf barna auðið. Hið fyrsta dó strax eftir fæðingu. Tvær stúlk- ur dóu i bernsku — Lovisa Henrietta og Bessie Jakobina. Elzti sonur þeirra, Páll, lézt árið 1936. Var hann vel þektur og að góðu kunnur í Vatnabygðun- um og víðar. Kona hans var Elín Johnson, dóttir Guðjóns Johnsons og Oddnýjar konu hans. Átta börn eru ennþá á lífi og eru sem fylgir: 1. Aldís Inga Clara, gift W. H. G. Michaels. Þau hjón eru búsett að Tulsa, Oklahoina. 2. Louisa Rannveig Ethel, gift Alex Johnson sem er sonur Jóns Jónssonar frá Hjarðarfelli og Vilborgar konu hans. Þau hjón eiga heima í Winnipeg. 3. Daniel Alfred, kvæntur Jónínu dóttur Þorsteins Þor- steinssonar og önnu konu hans í Leslie. Yngri hjónin eru bú- sett í Detroit, Mich. 4. Bessie Sigurjóna Maud. Maður hennar hét Fred Jobin. Hann er dáinn. Ekkjan á heima í Detroit, Mich. Þau hjón voru um eitt skeið búendur i Leslie-bygðinni og áttu líka heima í Leslieí bæ. 5. Guðrún Elín Ólöf, gift Abe Brand, og eru í Detroit, Mich. 6. Valgerður Sylvia Mae, gift Amos Jones og eiga þau heima i Corinth, Kientucky í Bandaríkj- unum. 7. Helga Lillian, gift Greer Mooney og lifa þau i Detroit líka. 8. Áróra Beatrice, gift Einari Þorsteinssyni, sem er sonur Þorsteins Þorsteinssonar og Önnu konu hans að Leslie. Barnabörnin eru 17 og barna- barnabörnin 6. Allir niðjar hennar eru hið myndaríegasta og vænlegasta fólk og hefir get- ið sér góðan orðstír hvar sem það hefir þekst. Frú Hlaðgerður var ágætum hæfileikum gædd og hún var val- kvendi í fylsta máta. Hún var höfðingi og átti líka til höfð- ingja að telja. Séra Friðrik J. Bergmann og hún voru syst- kynabörn og neitar enginn sann- gjarn maður að séra Friðrik var mikill gáfumaður og prédikan með afbrigðum. Daniel Laxdal, lögmaður, bæjarstjóri í Cavalier, N.D. og State Land Commis- sioner í Norður Dakota var al- bróðir hennar. Eggert Laxdal, stórkaupmaður að Akureyri og dannebrogsmaður var hálf-bróð- ir hennar. Móðir Gríms Lax- dals, sem er vel þektur í Vatna- bygðunum og miklu víðar, var hálfsystir hinnar látnu. Jón Laxdal, tónskáld á Akureyri er albróðir Gríms. Sigríður Swan- son, kona Fred Swansons í Winnipeg var bróðurdóttir Hlað- gerðar. Eg kyntist frú Hlaðgerði, manni hennar og börnum árið 1907, þegar eg var að prédika i kirkju Tjaldbúðarsafnaðar i fjarveru sóknarprestsins, séra Friðriks J. Bergmanns, sem þá var að taka sér hvíld, ásamt fjölskyldu sinni og Einari Kvaran, að Gimli, Man. Eg var þá kornungur námspiltur við Gustavus Adölphus Oollege að St. Peter, Minn. Var eg oft gestur á Þorlákssons heimilinu og mætti þar ávalt hlýleik og velvild. Allar þær heimsóknir eru mér ógleymanlegar. Frú Hlaðgerður var góð og guðhrædd kona, ástrik eiginkona og umhyggjusöm og elskandi móðir — og ágæt húsmóðir. Hún bauð af sér góðan þokka í hvívetna og var ávalt vinsæl á meðal samferðafólks sins á lífs- ins erfiðu braut. Hún var glað- lynd að eðlisfari og hvíldi yfir henni birta, sem allir könnuð- ust við, sem koniu á heimili hennar. Gestrisni hennar var sann-íslenzk og var hún ætíð fús að létta undir með öðrum, sem áttu erfitt á einn eða annan hátt. Hún dó í Drotni og hefir nú hlotið eilífa sælu og dýrð í háum himinsölum hjá honum. Blessuð sé minning þessarar kristnu sæmdarkonu í Jesú nafni! Carl J. Olson. Engjadagur Eftir Kristján Einarsson frá Djúpalæk. [Kristján er fæddur 16. júlí 1916. Hann er sonur Einars Eiríks- sonar bónda að Djúpalæk í N.-Múlasýslu og Gunnþórunnar Jónasdóttur konu hans. Kristján hefir stundað nám á alþýðu- skólanum á Eiðum.]. Eg veit ekkert fegurra en sumar í sveit, með sólvermdan gróður um laut og barð, um hæðir og fjöll er hjörð á beit og hrossin sér dreifa við bæ og garð. Það er rakað og slegið á öllum engjum, það er ómur af gleði i loftsins strengjum. Hljómar berast frá léttum leik lítilla barna, glöðum stúlkum og drengjum. Fólkið erfiðar sælt og sveitt. Sól á brúnleita vanga skin. Þeim guð hefir mikla gæfu veitt, sem gleði finna við störfin sín. Piltarnir breiða skára skera og skerpa eggjar, en stúlkur bera heyið saman í flekki og föng, i fögru veðri er allsstaðar nóg að gera. Tún eru slegin og taðan hirt. Titrar loftið af fuglasöng. Veðursins mildi er mikils virt. Mennirnir skilja við verkin ströng og taka sér hvíld við brekku og bala. Bændurnir glaðir við fólkið tala um verksins gafg og um loftsins lit, um lífið og störfin í smábæjum frammi til dala. Dg bústýrur leysa upp böggla og föt, í bróðerni er snætt í víðum sal, rúgbrauð með smjöri, kál og kjöt og kaffi er drukkið, svo hættir tal. I grænu lyngi er næðis notið, af nokkrum vakað, en öðrum hrotið. En hugirnir hverfa frá hita dags til hamingjustundanna síðustu, er hver hefir hlotið. En upp er risið, þvi áfram skal. Iðnin er sveitainannsins líf. Og nóttin færist um fjörð og dal og færir sérhverjum hvíld og hlíf. Allir nóttina ljúfu lofa hún leyfir öllum að gleyma og sofa. En engir njóta þess unaðs meir en engjafólkið í hlýlegum sveitakofa. Leitaðu ei gæfunnar langt i geim, þú lánsami maður, sem fæddist í sveit, því hvar sem þú ferð leitar hugur þinn heiin og hjartað er bundið við minningareit. I Þú finnur ei gæfuna i framandi löndum og friðlaus þú reikar á ókunnum ströndum. Þvi sælan er heima i sveit þinni, hjá syngjandi börnum og vinnandi höndum. —(Vaka.). “Við höfum numið tilgáturnar út!” Fyrlr tilstilli vandlega útbúinnar Verðskrár, hafa EATON'S numið brott allar tilgátur i sambandi við pðstpantanir, og gert mögulegt að kaupa þannig vörur með fullvissu um fullkomna ánægju. EATON’S Verðskrá hefir verið í þjðnustu canadiskra bændabýla í meira en fimtiu ár. Sérhver hlutur í þessum "Búðum milli spjaldanna” ber með sér nákvæma lýsingu. Og sérhver mynd er nákvæmlega tákn- ræn um hlutinn eða vöruna. Sveitá- fðlki gefst tækifæri til þess að velja úr margskonar fatnaði, húsgögnum, búnaðaráhöldum, sem aðeins fást í stðrverzlunum. Af þessum ástæðum leita þúsundir ánægðra viðskiftavina til EATON’S Verðskrár í sambandi við nauð- synjar sínar. peir hafa sannfærst um, að innkaup með Póstpantana Verðskrá EATON’S, eru trygg, ný- tfzkuleg og handhæg. -rr.EATON Cí— WINNIKð EATONS Gjafir til hinnar nýju kirkju að Vogar, ■ Manitoba Þess hefir áður verið getið i blöðunum, að hinni nýbygðu kirkju að Vogar, Manitoba hafi verið gefnar rausnarlegar gjafir, auk þeirra framlaga í peninguni frá bygðarfólki til kirkjubygg- ingarinnar, seni mega kallast al- veg óvenjulega mikil, svo að það mun að mestu leyti vera búið að borga fyrir kirkjuna, sem kostaði yfir tvö þúsund dollara. En aðrar gjafir til kirkjunnar, sem nú eru komnar, eru sem fylgir: Orgel, gefið af börnum Jóns heitins alþingismanns Jónssonar frá Sleðbrjót og konu hans Guð- rúnar, til minningar um foreldra sína og bróður. Guðmund, er andaðist á síðastliðnu sumri. Tiu dollarar frá Mrs. Mekkin Guðmundsson á Lundar. Mani- toba, til minningar um systur sína, Guðrúnu, ekkju Jóns frá Sleðbrjót, er einnig andaðist i sumar, sem leið. Verður þessu fé varið til að kaupa kertastjaka i kirkjuna. Tuttugu og fimm dollarar í peningum frá kvenfélaginu Ald- an að Vogar, til minningar um ágæta félagssystur, Ragnhikli K. Jónsdóttur Mathews, sem and- aðist 7. september síðastliðinn. Guðmundur Jónasson fiski- kaupmaður í Winnipeg er að láta smiða altari í kirkjuna. Bauð hann að gefa það, þegar kirkjan var vigð. Winnipeg deild brezka og er- lenda bibliufélagsins gaf biblíu (Pulpit Bible), sem séra Valdi- mar Eylands afhenti við vígslu kirkjunnar. Allar þessar rausnarlegu gjafir eru þakkaðar af hlutaðeigend- um. G. Á. -------LV--------- Frú Einstein kom nýlega til Kaliforníu, og var henni við það tækifæri sýndur Wilsons-stjörnu- turninn þar. M. a. var henni sýndur 100 þuml. sjónaukinn mikli, og er hún spurði, til hvers hann væri notaður, var henni sagt, að það væri til Jæss að á- kvarða ásigkomulag hiinin- geimsins. —Jíeja, svaraði frú Einstein, — það gerir maðurinn minn nú aftan á gömlu umslagi.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.