Lögberg - 29.01.1942, Qupperneq 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGJNN 29. JANÚAR, 1942
.------------lögtjers-----------------------
GeílC út hvern fimtudag af
THE COLIMUIA PRKSS, IiIMITEID
•96 Sartcent Ave., Wirnlpeg, Manitob*
Utan&skrift ritstjórans:
KDITOR LÖGBBRG, 695 Sargent A’-e.,
Winnipeg. Man.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
Veró $3.00 um árið — Borgist fyrirfram
The ‘‘Logberg” is printea and pubtlshed by
Th« Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue,
Wlnnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
“Ollum hafís verri
er hjartans'ís”
Þannig komst Hannes Hafstein að orði í
einu hinna eftirminnilegustu ljóða sinna; hafís-
inn var öldum saman erkióvinur íslenzku þjóð-
arinnar, og bannaði henni bjargir; hvort hann
á þar óunnið verk enn, veit enginn; en jafnvel
þó hann ætti það, yrði þjóðin betur viðbúin,
en hún áður var, og að sama skapi hlutfalls-
lega minni hætta á ferðum. En hvernig er
íslenzka þjóðin viðbúin atsókn frá ís hjartans,
og hvernig erum vér, afkvistir íslands vestan
hafs, brynjaðir gegn hliðstæðri árás?
Skáldið telur ís hjartans hafís öllúm verri,
vegna þess, að hann heltaki “skyldunnar þor.”
í þessu felst lífsspeki, sem holt er að glöggva
sig á, og brjóta til mergjar.—
Þeir menn, sem trúir reynast uppruna sín-
um, og gert hafa sér eftir föngum þess ljósa
grein hvaðan þeir komu, kunna jafnan á því
betri skil en hinir, sem láta sér í léttu rúmi
liggja hverrar ættar þeir voru, hvert ferðinni
sé heitið, og að hvaða marki sé í rauninni
stefnt.; þeim verður auðrataðra um völundar-
hús viðfangsefna sinna en hinum, sem láta sér
standa á sama um alla skapaða hluti, og finna
eigi til metnaðar yfir því, að vera komnir af
góðum stofni; og þá tekst lila til, ef skyldunnar
þor víkur fyrir dutlungafullri vanmáttar- og
værðarkend óábyrgra afla.
Til eru lindir, sem frjósa til botns; í öðrum
býr kaldavermsl, er heldur þeim auðum, jafn-
vel þegar frostharkan er mest; það eru lind-
irnar, hinar síðartöldu, er Dr. Stefán Einars-
son auðsjáanlega hefir haft í huga, er hann
fyrir skömmu lét svo ummælt við vin sinn
einn og námsfélaga, að hann vildi leggja fram
sinn hlut til þess, “að halda opinni vök íslenzks
þjóðernis” í þessu landi; þetta er vel mælt og
drengilega, og verðskuldar óskifta athygli
þeirra allra, er í fullri einlægni láta sér ant
um málstað íslenzkrar tungu og menningar i
þessari álfu, og er þess að vænta, að slíkum
mönnum fari fjölgandi jafnt og þétt.
Afskiftaleysið, þó meinlítið sýnist í fyrstu,
verður þrándur 1 götu vaknandi þróunar á
hvaða sviði sem er; fyr en varir, skapast um
það sá hjartans ís, sem örugt er að þíða; þess-
arar afstöðu hefir ábærilega orðið var í sam-
bandi við þjóðræknismál vor, og valdið á þeim
vettvangi fálætis, sem eigi verður auðveldlega
afsakað; allan þenna tómlætisklaka verður að
bræðra með eldlegum sannfæringarkrafti, og
þessvegna skyldi nú, meðan ár þetta er enn á
æskuskeiði, skorin upp herör til verndar tungu
vorri og öðrum þjóðernislegum verðmætum.
Á tímum seglskipanna var dúnalognið óhlið-
holt sæfarendum; þá var heitið á Guð hins
sterka storms. að koma til liðsinnis; meðbyrinn
var vitaskuld kærkomnari en mótbyrinn; en
næst þokunni, var íslenzkum siglingahetjum
í fyrri tíð verst við lognið.
r
Á vettvangi hinna skipulögðu mannfélags-
samtaka, er ládeyðan ískyggilegur hrörnunar-
vottur; þar er djarfmannlegra átaka þörf, og
sterkra storma, til þess að stæla þrek og styrkja
áformin. Gull reynist í eldi, en geðprýði í
mótlæti; bardaglundin styrkist við mótbyr,
jafnframt því sem markmiðin skýrast.
Vér skuldum íslenzkunni alt. Er nokkur
sá, er eigi komist við og klökni, við óminn af
“Alt eins og blómstrið eina,” og “ó, Guð vors
lands?” Vér verðum að gera alt, sem í valdi
voru stendur til þess, að glæða skilning æsku-
lýðs vors á slíkum dásemdum sem þessum, og
vekja hjá honum heita hrifningu í stað þess
að leyfa því tómlæti að grafa um sig í næði,
er skapar hjartans ís.
Drottinhollusta þótti jafnan ein hin feg-
ursta dygð, þó í rauninni væri hún einungis
sjálfsögð drengskaparskylda; dáðríkt æfistarf
íslenzkra frumherja í þessu landi, krefst þess,
að vér auðsýnum málstað þeirra óskifta holl-
ustu, málstað íslenzkunnar og málstað þess
alls, sem þeim var helgast í hjarta og sál.
íslenzk æska í þessu landi, er góð og heil-
brigð æska; og hafi hún að einhverju leyti
orðið viðskila, eða fjarlægst íslenzk mannfé-
lagssamtök, á hún engan veginn ein á því alla
sök; hinir eldri hafa, því miður sumir hverjir,
gerst sekir um vanrækslusyndir gagnvart á-
hugamálum æskunnar, og "eigi haldið, sem
skyldi, auðri þeirri þjóðræknislegu vök, sem
til lífræns skilnings leiðir á hinni óumræðilegu
strengfegurð tungu vorrar, og frjómagni vorra
glæsilegu sagna. Enn er tími til að hefjast
handa, og sanna það alþjóð manna, að vér séum
vorir eigin gæfusmiðir, minnugir á vorn stolta
stofn, og trúir þeim Guði, sem að gaf oss land-
ið. —
Það er eitt af sérkennum hins norræna
manns, að sækja á brattann, og styrkjast í
eldraun; slík sérkenni verðum vér að geyma
sem helgan dóm, og getum vér þá, sem afkom-
endur hins íslenzka kynstofns, litið kviðalaust
til framtíðarinnar, því enn er langt til nætur;
allar starfsaðferðir vorar, hvaða form, sem
þær af rás viðburðanna óhjákvæmilega kunna
að taka á sig, verða að vera gerðar með það
fyrir augum, að tryggja íslenzkunni langiífi.
I nýkomnu Ársriti Norrænafélagsins á ís-
landi fyrir síðastliðið ár, sem að þessu sinni er
helgað norrænum jólum, kemst sænskur mað-
ur, Otto Johansson, þannig að orði í Jólakveðju
til íslands:
“Það er vissulega satt, sem sænskur rit-
höfundur sagði eitt sinn, að hér í norðurhorni
Evrópu hefði Drottinn geymt dálítinn hnefa
af salti jarðar.” Slíkt viljum vér, að segja
megi jafnan um oss, jafnt í Vesturheimi sem
í landnámi Ingólfs Arnarsonar, og verður þá
ástæðulaust, að óttast um hjartans ís á sviði
vorrar þjóðræknislegu viðleitni.
Mr. King ákveður að
leita álits kjósenda
Vegna hins breytta viðhorfs á vettvangi
stríðssóknarinnar, hefir Mr. King ákveðið að
leita við atkvæðagreiðslu álits kjósenda með
hliðsjón af afstöðu stjórnarinnar og Liberal-
flokksins í heild gagnvart herskyldu til þátt-
töku í stríði utan vébanda Canada. Afstaða
Mr. Kings í þessu efni, er almenningi að fullu
kunn, og frekari skýringa í þá átt á þessu stigi
málsins, þessvegna engin þörf.
í sambandskosningunum, sem fram fóru í
marzmánuði 1940, voru báðir megin foringjar
andstöðuflokkanna á sama máli og Mr. King,
að því er herskyldu viðkom til stríðsþjónustu
annarsstaðar en heima fyrir; síðan hafa margir
þeir atburðir gerst, er urðu þess valdandi, að
óhjákvæmilegt var, að afstaða stjórnarinnar
yrði endurskoðuð vegna hins breytta viðhorfs;
nú verður þessu í framkvæmd hrundið, og álits
kjósenda leitað, og er það í fylzta samræmi við
hinar þroskuðustu lýðræðisreglur.
Þegar síðustu kosningar voru háðar, var
Canada aðeins í stríði við Þýzkaland. Þann
,7. desember síðastliðinn, þegar Japanir réðust
á Pearl Harbor, var í rauninni jafnframt ráðist
á Canada, því þá var canadiska þjóðin komin
í sameiginlegt hervarnarsamband við Banda-
ríkin; að nýjar ráðstafanir yrði teknar af hálfu
Canadastjórnar vegna þessa breytta viðhorfs,
var með öllu óumflýjanlegt. Enn er ekki vitað,
hvernær áminst atkvæðagreiðsla fer fram, þó
telja megi víst, að henni verði flýtt sem fram-
ast má verða, því aukinna átaka er þörf.
Spurningin, sem Mr. King leggur fyrir
kjósendur, verður í íslenzkri þýðingu á þessa
leið:
“Eruð þér hlynt því, að leysa stjórnina
undan hverskonar skuldbindingum,, sem stafa
frá hverskonar áður gefnum loforðum, sem
hömlur lögðu á aðferðir við söfnun mannafla
til herþjónustu?”
Um sanngirni þessarar spurningar verður
ekki deilt, og hún er jafnframt það Ijós, að
engum blandast hugur um við hvað sé átt. Á
hinn bóginn fer Mr. King ekki dult með það,
að’"honum og ráðuneytinu í heild, sé hugar-
haldið um það, að svar kjósenda verði jákvætt.
Mr. Hanson, þingleiðtogi íhaldsflokksins,
er andvígur þessari atkvæðagreiðslu, en Mr.
Coldwell, leiðsögumaður C.C.F. flokksins á
þingi, mælir með því, að við áminsta spurn-
ingu stjórnarinnar, verði bætt ákvæði um her-
skyldun auðæfa og náttúrufríðinda.
Telja má víst, eins og nú er mikið í húfi,
að kjósendur taki málinu með rólegri yfirveg-
un, og hegði sér þar eftir, er til atkvæða-
greiðslunnar kemur.
Manátu eftir?
Frá “Nemo” á Gimli.
Manstu eftir dögunum þeim,
elskan, erl við árið 1911 gengum
á háskólann í Oakwood og kynt-
umst þar í samvinnunni í efna-
fræða-itilraununum? Foreldrar
þínir voru þá fluttir til smábæj-
arins okkar. Eg heyrði sagt að
faðir þinn væri málsmetandi
maður, héti Randolph og kæmi
frá Philadelphíu. Faðir minn
var þá andaður og eg var hjá
móður minni í húsi sínu i
Hannoch stræti, sem tók tvær
fjölskyldur. Hún leigði helm-
inginn af húsinu fyrir 30 dali
um mánuðinn. Auk þess saum-
aði hún skrutsaum fyrir efnaðri
konur bæjarins, og var ofurlítið
upp með sér af því, um það
vissir þú, ekkert, en það var þér
kunnugt að eg var sonur sauma-
konu.
Svo var eg tekinn í félag
kunningja þinna í Franklin
Avenue, af því eg var Jimmy
Fiske, foiringi knattspyrnunnar
og forseti í bekknum. Þegar eg
sagði móður rtiinni frá því að
þú færir ú skóladansana með
mér, þá færðist móða á þreytt
augu hennar, hún vissi að-æsku-
draumar mínir snerust að miklu
leyti um þig og jafnframt að
fjörðurinn á milli Frank Avenue
og Hannock strætis var ekki
auðbrúaðuí*, en hún nefndi það
þó ekki. Hún kvartaði aðeins
undan því, að eg ætti ekki dökk
föt til að klæðast í, en eg sagði
að gráu fötin væru ágæt, er eg
hafði keypt á Aðalstrætinu.
Svo þegar eg kom beim til þin.
til þess að verða þér samferða á
dansinn, þá komst þú ofan stig-
ann á nýjuim bláum kjól, með
miklu skrautsaums-flúri á öxl-
unum. Andlitið líktist dökkleitu
blómi, en ljósrauðar rósir voru
í vöngunum og gylt bönd í hár-
inu. Þú staðnæmdist á neðsta
stigáþrepinu og horfðir á mig,
án þess að taka eftir fötunum
inínum. Þú hefir séð eitthvað
það i augum mér, sem menn
geyma til iheilagra augnablika.
Þá kom móðir þín inn, og eg
þóttist verða þess var að hún
tók mig ekki til jafns við aðra
kunningja þína; þeir voru úr
hennar flokki, en eg utan hans.
í nærveru hennar var eg klaufa-
legur og þögull.
Svo gengum við til dansins.
Eg bar posann þinn með flauels-
morgunskónum. Þá voru fáir
sjálfhreyfivagnar, ef þú manst
það, og engin skýli komin fyrir
þá á Franklin Ave., í þess stað
voru þar grónir grasbalar, og
rúmgóð anddyri. Á þeim dög-
um höfðum við dansskrá. Eg
hélt í 8 dansana af tólf handa
mér. Eg sýndi þéir dansskrána,
þá roðnaðir þú og leist til min,
en mér fanst hjartað ætla að
stöðvast. Þegar við höfðurn
dansað síðasta dansinn, ljómuðu
talandi geislar í augum þínum,
eins og þeir væru að endurkalla
í hugann samstiltan söng frá
stjörnunum.
Manstu eftir Poointer’s.Beach?
Þar Ihefir orðið mikil breyting.
Fyrir rúmum 20 árum var þetta
samkomustaður sona sauma-
kvenna og dætra skrifaranna er
dönsuðu þar á sumarkveldunum,
og dansleyfið var aðeins 25 cents
og með strætisvagninum 5 cent.
Nú eru þar raðir af olíugeymum.
Daginn eftir áttir þú að fara
til sumardvalar til foreldra þinna
á eyjunni i Main, og er þú kæm-
ir aftur færir þú tafarlaust á há-
skólann og eg gæti ekki fundið
þig, nema eg hefði ofurlítið
hvíldarleyfi. Eg var sorgmædd-
ur. Þegar dansinn var úti, geng-
um við fram á enda bryggjunnar.
Við höfðum naumast tíma til
samtals, því við þurftum að fara
heim með strætisvagninum kl.
9.30 — aðeins 15 mínútur yfir
alt sumarið.
“Annað kvöld á þessum tíma
verður þú komin á leið til Main,”
sagði eg.
“Bg kysi fremur að vera kyr
hjá þér, Jim,” svaraðir þú.
“Eg hefi fengið vinnu, sem
byrjar í næstu viku,” sagði eg.
“Kaupið er lítið til að byrja með,
en færi er á að vinna sig upp á
sviði raffræðinnar og — og eg
ætla mér að komast áfram,”
sagði eg.
“Þú ætlar” — sagðir þú —
“eg veit það.” Þú færðir þig
nær mér. “Jim!” sagðir þú
blíðlega —■' “Mig langar til að
þú komir á Freshman Hop með
mér á háskólanum að ári. Viltu
koma?” “Já,” sagði eg og rétti
(fram hendurnar og tók þínar
hendur, svo stóðum við og héld-
um saman höndunum. Þá slept-
ir þú tökum og lagðir armana
utan um mig; síðan lyftir þú
upp andlitinu í stjörnuljósinu og
varir þinar, sem eg aldrei hafði
snert strukust við kinn mína.
Stjörnurnar koniu niður og
luktu sig utan um okkur. Þá
sagðir þú: “Eg ætla aldrei að
gleyma þessu kvöldi, elskan
mín!”
“Manstu það?”
“Margt hefir breytst síðan
kveldið það. Oakwood hefir
tekið breytingu. Nú eru strætis-
vagnarnir horfnir, grænu balarn-
ir í Franklin Avenue eru skemd-
ir af mölborinni keyrslubráut og
andstyggilegum vagnabyrgjum,
þar sem gjallarhorn og kapp-
akstursvélar raská allri næturró.
Litli skólinn úr rauðu múrstein-
unum er nú í eyði, en gluggarnir
líflausir stara á nýja miljón dala
skólann á móti. Nú sjást ekki
stoppaðar axlir á treyjnm, held-
ur gerðar liðugri og meir til
leika. Unigar stúlkur bíða nú
ekki eftir piltum til þess að
verða þeim samferða á háskóla-
dansana, heldur tritla af stað
með rauðmálaðar varir, til þess
þær finna piltinn sem beðið hef-
ir með' fllutningstæki sitt og
óþolinmæði og heilsa þeim með
uppgerðar mikilmensku.
Þú skrifaðir mér í júlílok og
sagðir að móður þinni þætti við
skrifast óþarflega oft á. Eftir
það skrifaði eg aðefns tvisvar i
viku.
Eg vann mér lítið inn, en
fram undan sá eg breytingu í
vændum. Menn töluðu um nýj
ar framfarir í rafmagnsfræði, og
það var talað um loftsveiflur,
er gætu flutt hljóðfæraslátt lang-
ar leiðir, Það hvatti mig áfram.
Eg vann sem eg orkaði og hugs-
aði stöðugt um þig.
Þú skrifaðir mér og sagðir að
systir þín hefði í fljótfærni æsk-
unnar ifleiprað því við föður
ykkar að þú bærir ást til mín;
þú gengir sem í draumi, hirtir
ekki um sundæfingarnar, og
bærir því við að þú þyrftir að
skrifa bréf.
Viku seinna þegar eg var far-
inn að tellja dagana til þess þú
kæmir, skrifaðir þú og sagðist
ekki koma, foreldrar þínir vildu
að þú færir þaðan beina leið til
háskólans.
Eg skrifaði þér svo þangað
daglega, en fékk fá svör. Eg
varð því í huganum að hafa
dansmótið til að stefna á. Eg
geri ráð fyrir að móður þinni
hafi ekki verið það geðfelt að þú
byðir mér, en þú hafðir ákveðið
það sjálf, en hvernig sem þessu
var háttað, þá kom eg.
Eg keypti til ferðarinnar ný
föt, e'kki skrautleg að vísu, en
þau beztu, sem efnin leyfðu og
leigði mér frakka.
Við höfðum bréflega komið
okkur saman um, að eg kæmi
með lestinni kl. 4 á föstudaginn,
sem kemur til Iháskóla bæjarins
kl. 6; eg varð að fá mér veru-
stað á hóteli og búa mig þar, og
koma svo heim tiil þín fyrir
kvöldverðinn.
Að dansinum afstöðnum, ætl-
aði eg að hverfa aftur með lest-
inni til New York kl. 2, þvi verk-
stjóri minn sagðist þurfa min
með á laugardaginn.
Um daginn fékk eg keyrslu
með hestvagni, þvi eg gat ekki
borgað farið með Lestinni. ódýr-
asta herbergi í hóteli í þínum
bæ kostaði 3 dali; eg leitaði lengi
þar til loks eg fékk herbergi á
gistihúsi fyrir 50 cents.
Þegar eg kom heim tiil þín,
kyntir þú mig gestunum, en eg
gat ekki komið fyrir mig við-
eigandi orðum. Þú sazt næst
mér og talaðir fótt.
Áríðandi!
Nýlega innleiddi stjórnin reghigerðir, sem lífs-
nauðsynlegar eru til þrifa fyrir hagsmunakerfi
Canada, og til aukinna siríðsátaka. EATON'S
veitir sijórninni alla hugsanlega samvinnu við
að hrinda reglugerðum þessum í framkvæmd
Vegna aukaverka, sem þessu eru samfara, verður
ekki unt að senda út
EATON'S
VOR og SUMAR
VERÐSKRÁ fyrir 1942
á venjulegum tíma. Þrátt fyrir það, verður hún
send út eins fljótt og kringumstæður framast
leyfa.
í milliiíðinni skulu þér notfæra yður EATON'S
Miðsvetrarsölu og Haust og Vetrar Verðskrána,
er báðar eru í fullu gildi þar til Vor Verðskráin
kemur út. Sérhver blaðsíða í báðum þessum
stóru bókum er þrungin af sparnaði.
VERÐIÐ Á VERÐI UM . . .
EATONS
FEBRÚAR
Kjörkaupa Auglýsingablað I
Það inniheldur skrá yfir stórkostleg Vetrar kjör-
kaup — afgangsvörur og margt annað, sem selj-
ast verður í flýíi. Þetta kjörkaupablað, er of
mikilvægt til þess að kjörkaupaleitendur megi
fara þess á mis. Ef þér ekki fáið eintak innan
fárra daga, skulu þér skrifa þegar í stað!
^T. EATON
WINNIPEG CANADA