Lögberg - 29.01.1942, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. JANÚAR, 1942
Afdalalœknirinn
“Eg er að tala um morð — og það væri
ekki úr vegi fyrir fógetann að taka vel eftir
þessu: Fyrir fáum dögum var einn af Broken
Chain smölunum laminn á höfuðið til dauðs
með klafakjálka, af einhverjum er við hann
ræddi eins og vinur væri. Og einn Neckyokes-
piltanna var kyrktur með keðjuspotta, undnum
um háls honum á svo kænlegan hátt, að hvergi
sáust nein merki um illa meðferð hans. Hann
hefði barist um eins og viltur húnn gegn þessu,
nema vegna tvenns. í fyrstu hugði hann sig
vera í samræðu við kunningja sinn. I öðru
lagi hitt, að vinurinn náði að spýta í handlegg
honum einhverju lyfi, sem gerði hann meðvit-
undarlausan, svo auðvelt var að vefja keðj-
unni um háls honum mótstöðulaust. Læknir
væri sá eini maður, sem slíkt hefði getað fram-
kvæmt.”
Griggs hafði aftur náð svo miklu jafnvægi
í huga sér, að hann gat nú sagt í mjúkum radd-
blæ: “Mig virðist reka minni til þess að hafa
heyrt eitthvað um þessa tvo viðburði — að það
væruð þér, sem kváðust hafa fundið bæði þessi
lík. Og þér værið sakaður um morð austur í
Rimrock.”
“Þetta þarf líka einhverrar skýringar við,”
sagði fógetinn og kinkaði kolli.
“Einkum að því er snertir vesalings mann-
tuskuna, Baldy, frá Neckyoke,” bætti Griggs
við. “Hann átti þátt í því ekki alls fyrir löngu,
Prescott, að sýna yður banatilræði — svo það
væri ekkert undarlegt þótt þér vildið losast við
hann.”
“Nei, svo væri ekki,” viðurkendi Lance.
“Er var og það, sem þér höfðuð í huga, þegar
þér drápuð hann. Og þetta minnir okkur aftur
á jarðfallsskálina og grímuriddarana þar. Og
á þá staðhæfing yðar, að Miss Randall hérna
væri aftur komin til bæjarins og biði þess að
náttúran héldi sitt skeið hvað hana snerti. Þér
rænduð henni. Komust þá að því, sem aðeins
læknir gat um dæmt — jafnvel flækingslæknir
eins og þér — að hún þjáðist af heiftugri botn-
langabólgu. Svo þér fluttuð hana hingað aftur
og yfirgáfuð hana —, með það í huga, að hún
hefði ekkert tækifæri til að lifa það af, því þér
feíluðust ekki til þess, að eg kæmi áftur til að
~framkvæma uppskurðiim og vilduð sjálfur ekki
gera hann.”
“Eg staðhæfi það, að eg gat ekki fram-
kvæmt uppskurðinn,” skrækti Griggs þvínær
hástöfum. “Það er ekki nokkurt satt orð í öllu
þessu, nema það, eins og handleggurinn á
mér —”
“Með dálítilli innspýting til þess að hann
sýndist bólginn og með blámabletti. Handlegg-
ur yðar er alheill — alveg eins og hann var
ómeiddur áður austur í Rimrock, þótt þér stað-
hæfðið að hann væri brotinn, og létið hann svo
verða alheilan eftir svo sem eina næturhvíld.
Enginn nema læknir hefði getað dæmt um hvað
að Lindu amaði; það skiljið þér, Randall.”
Á andliti Randalls var vandræðalegur
undrunarsvipur, eins og hann skildi naumast
hvernig í öllu þessu lægi. Svo kinkaði hann
kolli og sagði um leið.
“Eg hygg þér hafið á réttu að standa,
læknir. En það auglýsir hann sem fyrirliða
grímubúnu drjólanna, er ætluðu sér í gær-
kveldi að hálshöggva mig — sannar hann—”
“Sannar hann manninn, sem höfundur er
alls þessa djöfullega svikavefs, æsandi úlfúð-
ina milli Neckyoke og Broken Chain búanna
á hvern þann hátt er hann sá sér færi til þess,
sem dvaldi svo austur í Rimrock um tíma tii
þess að hlutast til um mitt starf og skapa mér
vandræði. Hann er hin biksvarta bannfæring
að verki. Og hann hefir framkvæmt ýmsar all-
áhrifaríkar athafnir á þann hátt gegnum liðnu
árin. Notaði son yðar sem svipinn af Danny
Darrel, í því skyni að láta yður þá nóttina
verða honum að bana, og þegar þér ekki gerð-
uð það —”
“Sem eg mætti þakka yður,” greip Randall
fram í.
“Þegar þér ekki gerðuð það, skaut hann
sjálfur á Sam, til þess þér kæmið að honum
dauðum. Er honum fiæstum hepnaðist.”
Fógetinn hreyfði sig valdsmannslega.
“Það er margt í öllu þesu, sem eg hefi
lítinn skilning á, en það hljómar býsna alvar-
lega,” þrumaði hann. “Eg hygg þér verðið,
Griggs, að svara til þessara athafna. Geti þeir
fært fram sönnur fyrir tíunda parti þeirra —”
“Þeir geta ekki sannað neitt af þessu,”
hrópaði Griggs. Hann gaut nú augunum æðis-
lega um stofuna, eins og snöruð lúpulæða.
“Hann spinnur þetta alt upp, sjálfum sér til
afsökunar. Eg var úti allan daginn og fram
á nótt, að vitja sjúklinganna —”
“Þann hlutann er auðvelt að sanna,” greip
Lance fram í. “Sendið tvo af mönnum yðar til
herbergis hans í Atlas gistihúsinu, fógeti. Nema
honum hafi hugkvæmst að eyðileggja það, þá
ætti þar að finnast hálffult hulstur af vindling-
um, sem innihalda marijuana í stað tóbaks.
Einnig —”
Ótta-æði blossaði í augum Griggs, er hann
nú þaut fram að stofudyrunum, vippaði sér
fram hjá einum mannanna, ýtti öðrum frá sér
með ofsastyrk sturlaðs manns, dró hníf úr
hulstri og rak illyrmislega í hinn þriðja, er
undan hörfaði sárt særður. Úr dyrunum æpti
hann seinustu ögrunarorðum sínum.
“Lifi sonur yðar, Randall, þá verður hann
vitfirringur. Betra hefði verið, að þér hefðið
orðið honum að bana!”
Hann stökk jafnskjótt fram úr dyrunum,
pjakkaði villimannslega niður útistigann,
hlaupandi, með fógetann og flesta af liði hans
á hælum sér. Skotdrunur dundu við út í næt-
urhúmið, með höstum hreim. Kuldastroka stóð
inn um opnar dyrnar og Lance flýtti sér þang-
að til að loka þeim, en sneri sér svo að særða
manninum.
Dave Randall stóð þarna og starði hálf
utan við sig á það sem fram fór. Fyrst leit
hann til læknisins í óða önn geranda að áverka
særða mannsins, og svo aftur þangað sem Linda
hvíldi.
4
“Atvikin gerast með of miklum hraða, tii
þess að eg fái fylgst með þeim, hygg eg,
læknir,” sagði hann, en spurði svo. “Hvernig
líður manninum?”
“Ekki sem verst. Stungan er slæm, en
aðeins í öxlina. Verður ekki hættuleg.”
“Hvað um Lindu?”
“Góð von er nú um að hún nái sér aftur.
Þetta var einn nákvæmaáti uppskurðurinn, sem
eg hefi gert, þótt eg segi sjálfur frá.”
“Og það undir líklega hinum allra erfið-
ustu aðstæðum. Þér, lækhir, eruð töluverður
maður. En hvaða maður er þessi Griggs, hver
er Van Scoy og grímuhuldi fyrirliðinn — að
maður ekki nefni hina svörtu bannfæring og
ýmislegt fleira?”
Lance horfði beint í augu Randalls, og
bretti varirnar í háðslegu brosi.
“Þetta hljómar alt heimskulega, er það
ekki? En það skýrir heilmargt. Það tók mig
all-langa hríð að tengja eitt og annað saman —
og það voru aðallega orð þau er hann viðhafði
i jarðfallshellinum um Lindu, sem gerðu mér
þetta alt skiljanlegt, þegar eg fór að hugsa um
þau.” Bros hans varð nú hæðnislegra. “Hver
haldið þér að hann sé?”
Randall hristi koll sinn.
“Eg er hættur að geta hugsað nokkuð. Gæti
ekki getið mér neitt til um það — nema hann
sé Danny Darrel. Þótt Danny sá nú dauður
fyrir aldarfjórðungi, þá væri þetta ekki mikið
undarlegra en alt hitt.”
“Nei, það væri alls ekkert undarle'gt. Hann
lét þá fregn berast út að hann væri dauður —
en svo virðist, sem það hafi verið eitt af svika-
brögðum hans, þar sem nú er á því enginn
vafi að hann sé einmitt Danny Darrel. Hann
er holdugri, hefir breyzt mikið með aldrinum,
litað hár —”
Að utan heyrðist nú aftur þungl^malegt
fótastaut úr stiganum, eins og manna er þunga
byrði hefði meðferðis. Fógetinn hratt upp
hurðinni, menn hans komu inn með þessa byrði
sína og fleygðu henni viðhafnarlaust á gólfið.
Dr. Griggs — að öðru nafni Danny Darrel.
I
Tuilugasli Kapíiuli.
Nú heyrðist enn þungt fótatak í stiganum,
svo snarast Mrs. Tripp inn úr stofudyrunum og
sperrir upp augun með vanþóknunarsvip á
andlitinu. Hún nam staðar, sperti út hvassa
olnbogana á báðar hliðar meðan hún athugaði
særða manninn á gólfinu og sneri sér svo gegnt
Lance.
“Hvað hér hefir verið að gerast, er mér ráð-
gáta — og það virðist svo sem nú sé enginn
tími til að bera fram spurningar,” sagði hún
gremjulega. “Hann sendi mig út í erinda-
gerðum sem reyndust að vera villigæsahlaupin
ein — og nú liggur hann, hér sjálfur særður.”
Lance kraup á gólfinu við hliðina á Griggs,
en leit snöggvast upp til konunnar og mælti:
“Við skýrum þetta seinna, Mrs. Tripp. Hér
hefir ýmislegt verið að gerast. Ef þér vildið nú
gera svo vel að hita meira vatn —”
“Það skal eg gera,” flýtti Mrs. Tripp sér
að segja og sneri sér óðara við til að fram-
kvæma þetta. Randall starði með undrunar-
svip á Lance.
“Hvað ætlið þér nú að gera, læknir? Er
hann enn með lífi?” spurði hann.
“Já, svo má það heita, að því er virðist.
Hjálpið mér til að leggja hann upp á borðið,”
sagði Lance.
Þeir gerðu eins og hann bað, en fógetinn
var ákveðinn í því, hvernig hann liti á þetta.
“Mér lízt svo á sem hann muni ekki lifa
lengi — og ef helmingur þess, sem þér berið
á hann er sannleikur, sem framferði hans virð-
ist benda til, þá væri það nú líka bezt.”
Lance rannsakaði áverkann — höfuðsæri,
allmikið svipað því, sem Sam Randall hafði
orðið fyrir. Ef hann nú gerði uppskurð á þessu
sári Griggs, væri von um að hann lifði það af
— ekki mjög mikil von, en möguleiki þó um að
fá bjargað honum. Hann rétti hönd eins og
ósjálfrátt eftir verkfærunum.
•
“Þótt skrítið sé, datt mér aldrei í hug að
þetta væri Danny Darrel,” sagði Dave Randall
og yfirvegaði með næmri eftirtekt andlit særða
mannsins. “Hann hefir breyzt mikið á þessum
árum og eg var auðvitað altaf viss um, að
Danny Darrel væri dáinn. Með því að líta nú
nákvæmlega í andlit honum sé eg ýms merki
þess, að þetta sé vissulega hinn forni Danny:”
Er Randall varð þess nú áskynja hvað læknir-
inn hygðist að gera, glápti hann á þá með op-
inn munninn af undrun.
“Þér ætlið þó vissulega ekki að gera upp-
skurð á honum — reyna að halda í honum líf-
inu, eða hvað?” sagði hann.
“Hví ekki það?” svaraði Lance ákveðið.
“Rétt á litið er slíkt skyldustarf mitt.”
“En — en — “stór-skuld og smá-ugla!”
Hann! Látið hann deyja, sé hann ekki of
þrjózkur til þess. Hann hefir leikið á mann-
inn með ljáinn allareiðu of lengi.”
Þetta virtist að vera samhuga álit allra
viðstaddra, en Lance hristi höfuðið. Hann var
asalaus, handstyrkur hans í eins góðu lagi og
nokkru sinni fyr og rödd hans ákveðin er hann
mælti nú:
“Randall, yður er bezt að fá yður góðan
dúr, þess þurfið þér nú við. Þið hinir ættið
að gera hið sama. Mrs. Tripp verður mér til
aðstoðar.”
“Það geri eg vissulega,” sagði Mrs. Tripp
og kinkaði kolli. “Farið þið hinir allir nú út
héðan,” bætti hún við í skipandi tón. Svo
stanzaði hún eitt augnablik til að horfa niður
á Lindu, er mennirnir voru farnir, og við-
kvæmnislegt umhyggjubros mýkti andlitssvip
hennar eitt augnablik, er hún sagði enn: “Aum-
ingja lambið! Hún virðist nú sofa nógu rólega!
líenni leið hræðilega, þegar Dr. Griggs kom.
Eg var alveg á glóðum út af henni.”
“Hún fer að rakna úr svæfingardvalanum
um það leyti er við ljúkum þessu verki, og hún
verður þá ekki um stund eins róleg, er eg
hræddur um,” sagði Lance. “Við skulum þvi
byrja nú strax á þessu.”
“Alt bæjarfólkið er nú vaknað, og í æstum
huga út af atburðunum hér. Jæja, látum það
æðrast. Eg sagði þessum fógeta að setja vörð
við stigann og láta engan ónáða okkur hér, og
eg lét hann skilja það, að eg myndi segja hon-
um meiningu mína, ef hann gætti þessa ekki.”
“Úr því svo var, þá er eg viss um að við
verðum ekki fyrir nokkru ónæði,” sagði Lance
og kinkaði kolli með alvörusvip. “Hann vildi
kannske eiga á hættu að mæta kúlnahríð, Mrs.
Tripp, en eg er viss um að því kærði hann sig
ekki um að mæta.”
Mrs. Tripp leit grunsamlega á Lance, og
tók nákvæmlega eftir verki hans. Handatil-
tektir læknisins voru hiklausar og fimlegar
eins og ávalt áður, jafnvel þótt hugur hans
væri einnig starfandi á öðrum sviðum.
Þegar hann nú gerði sér grein fyrir því
hvers hann á þessu kvöldi hefði orðið vísari,
sá hann að það féll alt vel saman hvað við
annað: Danny Darrel hafði kveðið upp bann-
færing sína gegn mönntmum þremur, er honum
var í nöp við, sem og öllu þeirra skylduliði.
Og svo hafði hann með köldu blóði og ákveðn-
um kænskuhuga gengið þolinmóðlega að því
verki, öll liðnu árin, að láta bannfæringará-
hrifin koma verklega í ljós.
Fyrir Danny Darrel kom tíminn ekki til
greina. Miklu fremur dró hann á langinn að
láta afleiðingar bannfæringarinnar ná kulda-
legum endalokum sínum. Hefnd var hið eina,
sem hann lifði fyrir, og þegar hún var fúll-
komnuð, myndi lífið missa fyrir honum lit-
brigði sín. í nýju gerfi, ef til vill ýmiskonar á
mismunandi tímabilum, lifði hann og starfaði
að ætlan sinni, notaði við það aðra menn, hve-
nær sem hann gat komið því við, og hafðisi
sjálfur að þegar þess virtist þörf.
Enn voru eftir ýmsir þræðir í þessum
svikavef, sem rekja varð, en nægilegt var nú
allareiðu bert til að gera atvikin skiljanleg,
hugsaði Lance. Aðal unaður Danny Darrels
hafði verið- sá, að halda Neckyokes- og Broken
Chain-liðinu stöðugt í hvors annars hári, æsa
upp haturshugann milli þeirra af nýju í hvert
skifti sem svo virtist, að heilbrigð skynsemi
væri í þann veginn að ná þar yfirráðunum. Og
enginn hörgull var á bráðlyndum æfintýra-
bubbum, sem fúsir væri til að framkvæma þær
athafnir fyrir hann.
Kyrð var nú aftur komin á út um bæinn.
Lance rétti úr sér með feginsstunu og sneri
sér við til að lauga hendur sínar. Þá var drep-
ið gætilega og sem í hálfum huga á stofu-
hurðina. Mrs. Tripp opnaði hana og sá þar
þá standa manninn, sem fógetinn hafði sett
sem vörð við stigafótinn. Þetta var lágvax-
inn maður, með bogna fótleggi, löngunarsvip
í bláum augum og hélubrydding á yfirskegg-
inu, sem þrátt fyrir það sneri þó húfu sinni
feimnislega milli glóvum .huldra handa, er
hann leit framan í Mrs. Tripp.
“Hú-a — húsfreyja, mig langaði aðeins til
að spyrja — gæti eg komið hér inn eins og
til að verma mig ögn?” sagði hann í bænar-
rómi. “Eg er næstum orðinn gegnkulsa, og
enginn hefir komið hér nálægt í næstum heilan
klukkutíma —”
“Nú, auðvitað, vesalings maður, komið
strax inn í stofuna,” hrópaði Mrs. Tripp for-
viða. “Mér datt ekki í hug að yður gæti orðið
svona kalt. Hérna, fáið yður vænan sopa af
þessu brennheita kaffi, sem eg var rétt að laga
handa lækninum, og farið svo í rúmið.”
“Eg verð vissulega feginn að gera það,”
viðurkendi varðmaðurinn og svolgraði í sig
með þökkum brennheitt kaffið úr stórum bolla.
Svo gaut hann augum til Griggs. “Aha — er
hann enn með lífi?”
“Enn lifandi og með allgott tækifæri til að
halda í líftóruna áfram,” sagði Mrs. Tripp. “Eg
fullyrði það, að ekki sé betri læknir til í öllu
landinu heldur en Dr. Prescott. Maðurinn get-
ur framkvæmt kraftaverk, og gerir það.”
“Svo virðist vera. Eg held við höfum
vafalaust haft ranga hugmynd um hann þarna
austur í Rimrock. Við höfðum þó brýna þörf
á góðum lækni eins og honum líka þar. Eg
geri naumast ráð fyrir að hann vildi fara þang-
að aftur?” sagði litli varðmaðurinn.
“Eg vona ekki, eftir það hvernig þið blind-
ings-durgarnir breyttuð við hann. Og svo
þurfum við hér efra á manni eins og honum
að halda, engu sfður en fólk á nokkrum öðrum
st^ð sem mér getur í huga komið.”
Svo vísaði Mrs. Tripp verðinum á dyr,
sneri sér að Lance og mælti enn: “Þér eruð,
læknir, vita uppgefinn. Farið í rúmið. Eg
skal annast um sjúklingana.”
Lance laut höfði, sneri sér við, gekk hálf-
reikulum sporum yfir herbergisgólfið og nam
staðar við rúm Lindu. Hún hreyfði sig ögn,
andvarpaði og opnaði þá augun. Eitt augna-
blik voru þau sviplaus, svo skein úr þeim
mjúkur bjarmi, er hún þekti Lance, og þá
reyndi hún að rétta hendurnar upp til hans.
Hann kom þegar auga á sársaukasvipinn í djúpi
augna hennar, laut áfram í skyndi og hjúfr-
aði höfuð hennar á örmum sér.
“Ó, Lance,” hvíslaði hún. “Sleptu mér
ekki!”
“Eg mun ekki sleppa þér, kæra vina!”
hvíslaði hann ástmjúkt í eyra henni. “Nei,
aldrei, Linda!”
“Ó, jæja, Lance,” stundi hún, “þá er alt
unaðslegt.”
Bráðlega staulaðist Lance svo, að boði Mrs.
Tripp, til sængur í næsta herbergi.
Þegar Lance vaknaði næsta morgun, hafði
Mrs. Tripp til reiðu lystuga máltíð, sem hann
flýtti sér að gera góð skil. Meðan hann matað-
ist, horfði hún á hann með hróðurskendum
velþóknunarsvip á andlitinu, en leit við og við
inn í sjúkraherbergið, þar sem þau Linda og
Danny Darrel enn blunduðu.
“Það hefir frézt hingað, að Ape Narcross
hafi farið á fætur í gær og riðið á burt leiðar
sinnar, og enginn veit hvert hann fór,” sagði
hún.
Lance hleypti brúnum að diski sínum. Ape
Narcross gat hafa verið í þjónustu Danny Dar-
rels, en hvort sem svo var eða ekki, þá bjó
hann yfir dökku og dýrslegu hugarfari. Og
væri hann nú horfinn, þá var þess sízt að
sakna. Ef til vildi hlýddi hann þeirri skipan
Randalls, að nema ekki staðar fyr en hann
væri kominn langt út fyrir takmörk afdala-
hjarðlendanna.
“Úr því þér heyrðuð um þetta, þá fenguð
þér kanske einhverjar fleiri fréttir frá Neck-
yoke. Hvernig líður Sam?”
“Það er sagt hann virðist nú sofa rólega,
í stað þess að liggja enn í eins konar svefn-
sýkisdoða, eins og verið hefir.”
Það vakti þó nokkra von hjá Lance. Hann
stóð nú upp að loknum morgunverðinum, og
fór yfir í næsta herbergið. Rétt þegar hann
leit framan í Danny Darrel, veða Dr. Griggs
öðru nafni, opnaði sjúki maðurinn augun.
Eitt augnablik starði hann á Lance og end-
urminningar-glampi birtist þá í andliti hans.
Hann þuklaði á umbúðum vöfðu höfði sér og
brosti ofurlítið.
“Þér hafið búið vel um þetta, læknir,”
sagði hann í viðurkenningartón. “Og eg hygg
qg eigi yður nú líf mitt að launa. Eg er
lífseigur fugl, þegar á það reynir.”
“Danny!” Augu aldna læknisins urðu eins
og dreymandi. “Nú er margur langur dagur
liðinn hjá síðan nokkur hefir ávarpað mig með
því nafni,” sagði hann hálf-vandræðalegur á
svipinn. “Eg gerði út af við Danny Darrel —
hinn gamla Danny — fyrir mörgum árum —
og síðan hefi eg verið allur annar maður.”
Hann horfði á Lance, enn eins og í óvissu.