Lögberg - 09.04.1942, Blaðsíða 2

Lögberg - 09.04.1942, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 9. APRÍL, 1942 Um Grímsey og Kriátján Grímseyjarfara Með þessari fyrirsögn birtist dáiítið söguæfintýr ritað af skáldinu og ritsnillingnum al- þekta Guðmundi Kriðjónssyni á Sandi við Skjálfandaflóa. Þetta æfintýri er endurprentð úr “Sam- tíðinni” og birtist í vikublaðinu “Lögberg” 8. janúar þetta ár (1942). Það sem áhrærir þetta æfintýr Kristjáns er auðséð að það hefir að líkindum aldrei verið "slrráð annarsstaðar en í minni samtíðarmanna hans, og flækst svo nveðal manna, ýkt og aflagað, þar til það hrumt og lasburða slangrast fram hjá heyrnardyrum G. F., sem er svo gestrisinn að gefa því dálitla litarbót. Samt er auðlheyrt að G. F. er þetta Kristjáns-æfintýr mjög ókunnugt að flestu leyti, þar sem hann getur þess ekki hver.s son þessi Kristján var. En þó eg hefji nú mál mitt um þetta atvik, þá er það ekki meining mín að ætla mér þá dul, að segja betur frá þessari hastar- legu hrakningsför en G. F. gerir, heldur er það meining mín að leitast við að klæða nekt þessa vesalings í eina skjólflík meira en samtíð þess hefir léð því að undanförnu. Aður en eg minnist á þessa sjóhrakningsför Kristjáns til Gríinseyjar, ætla eg með fáum orðum að geta um uppruna hans sjálfs. Eftir því sem móðir mín sagði mér, þegar eg var ltil! strákhnokki i Húsavík á Tjörnesi við Skjálfandaflóa. — Jón hét maður; hann bjó um nokkurt áraskeið um fyrri hluta nítjándu aldar að Syðri-Tungu á Tjörnesi, góður bóndi þótti hann, gestris- inn oggreiðafús; greindur maður var hann sagður, og svo orðvar að sagt var að hann hefði aldrei blótað stærra, ef eitthvað gekk öðruvisi en vel á heiinili hans, en segja: “Skrambans klúður, — skrambans atvik, maður.” Giftur var hann, en ekki man eg hvað kona hans hét, þau áttu þrjú börn, sem eg sá og þekti, tvo sonu og eina dóttur. Synir þeirra hétu Kristján og ólafur, en dlóttir þeirra hét Guðrún, hún var kona merkisbóndans Þórar- ins Björnssonar að Víkingavatni í Kelduhverfi, þeirra dóttir var frú Ásta seinni kona séra Bene- dikts Kristjánssonar að Grenjað- arstað í SuðUr-Þingeyjarsýslu. Þessi Kristján Jónsson, sem get- ið er hér að iframan er sami maðurinn, sem alment var kall- aður Kristján * Grímseyjarfari, sagt var að hann hefði ekki notið mikils ástfósturs af föður sín- uin; karli þótti hann seinlegur og stirður í súningum þar á iheimilinu og benda á það nokk- ur orð, sem karlinn faðir hans á að hafa sagt við gest einn, sem kom að Syðri-Tungu, og getið verður síðar. Eftir það að Kristján komst úr æsku, hneigð- ist hugsun hans öll að sjó- mensku, hvergi undi hann dög- um sinum betur en við þau störf, er hnigu eitthvað að sjó- veiði, enda var hann nafnkend- ur sjógarpur við Skjálfandaflóa. Ekki var hann mannblendinn, oftast fremur orðfár og þögull í fjölmenni, og lét sig lítt varða um annara manna athafnir; þó var hann sagður greiðvikinn og góður drengur. í allri viðkynn- ing voru þeir bræðurnir eins ó- líkir eins og þeir voru skyldir. ólafur var manna glaðlyndastur, skemtilegur í viðræðum og orð- heppinn og hrókur alls fagnaðar, snar i ölluin hreyfingum og f jöl- hæfur og kappsamur til allra verka og góður smiður, einkum á járn; hann var eftirlætissonur föður síns og hans augasteinn. Bærinn Syðri-Tunga stendur vestan megin svonefndirar Tungu- heiðar á Tjörnesi, heiðin liggur hátt yfir sjó, yfir hana liggur Þjóðvegurinn millum verzlunar- staðarins Húsavíkur á Tjörnesi og sveitarinnar Kelduhverfis; heiðin er margfarin einkum að vetrarlagi, því þó hún sé brött, þú er hún svo miklu styttri en Reykjaheiði, sem liggur nokkru sunnar, og "er líka þjóðvegur millum Húsavíkur og Keldu- hverfis. Það var jafnvel dagleg- ur viðhurður að ferðainenn þeir, sem komu austan yfir heiðina í verzlunarerindum til Húsavíkur, komu við í Syðri-Tungu í baka- leiðinni, ef þeir höfðu þyngra æki eða bagga en þeir treystu sér til að draga eða bera upp á hálheiðina (Biskupsás) og fá sér þar mann til fylgdar upp úr brattanum. Og var ólafur jafn- an sjálfsagður í það ferðalag Þess er eitt sinn getið, að maður koin að Tungu og bað Jón bónda að ljá sér rnann Upp á heiðina, þvi hann hefði svo þungt æki. Er þá sagt að Jón hafi svarað bón mannsins þannig: “Hvaða skrambi gastu nú hitt illa á maður. Svartasta skammdegis- nótt skollin á, heiðin öll fyrir framan þig og ólafur minn að fylgja manni upp á Biskupsás. Vertu nú hérna í nótt og svo fer ólafur minn með þér á morgun.” Þá segir aðkomumaðurinn: “Þarna sé eg mann við fjárhús- ið; átt þú engin ráð á verkum hans?” Pá svaraði Jón gamli þessu, sem margir hafa hlegið að: “Þér er ekkert lið að honum maður. Það er hann Kristján sonur minn, dauður maður standandi.” Ekki er mér kunnugt um það hvenær Kristján ifór úr föður- húsum, en eftir það var hann vinnumaður á ýmsum bæjum þar á nesinu og oftast við sjó- menskustör'f, því honum léku þau liðugra í höndum en land- vinnan. Á árunum frá 1849 ti! 1864, bjuggu í Breiðuvik á Tjör- nesi þau foreldrar mínir Hjálm- ar Finnbogason og Kristbjörg Hjaltadóttir. Eitthvert af þess- um áðurnefndu áruin var þessi oftnefndi Kristján vinnumaður hjá þeim og þar á þetta sjó- hraknings æfintýri upptök sín. Það var komið haust, líklega september-lok, heyskap var lokið og fjallgöngum, tíðarfar gott og stilt; sjóróðrar höfðu verið sótt- ir af miklu kappi svo dögum skifti, fiskafli góður og nærtek- inn, því heita mátti að fiskurinn gengi upp í landsteina. Blessað tiðarfarið hafði ekki bannað neinar bjargir, sólskinsdagar þess og stillur höfðu vakað yfir bjargræðisvegum manna og hjálpað þeim til að fylla forða- búr sin, áður en veturinn læsti útidyrahurðum þeirra. Kýr gengu úti á daginn og sýnir það eitt fyrir sig, hvað tíðarfarið var gott þetta haust. Það var einn morgun, að faðir minn bað Kristján að gera utan að Iheyjum, sagðist sjálfur þurfa að skreppa til Húsavíkur. Krist- ján tók þessu fremur fálega; kvað þarfara að láta sig róa fram á víkina og ná þaðan nokkrum fiskböndum meðan að tíðarfarið lokaði ekki öllum sundum fyrir þeirri atvinnu; fór þó með torf- iljá og reku til heyjanna. Ekki hafði hann verið lengi við þetta torfverk þegar hann kom heim til móður minnar og kvartaði mikið undan því hvað sér leiddist þetta dutl þarna í kringum heyin, og hvað Hjálmar væri skammsýnn að láta sig ekki heldur róa hérna út á víkina. Það væri eins og sér heyrðist fiskurinn vera að kalla á sig. Hún bað hann að reyna að una sér þennan dag við það verk, sem Hjálmar hefði beðið hann að vinna. Fjórum sinnum kom hann heim frá verki sínu þenn- an dag og kvartaði um það að fá ekki að róa út á víkina í öðru eins blessuðu sjóveðri. 1 rökk- urbyrjun um kveldið var hann búinn að hlaða upp að heyjun- um, bað þá móðir mín hann að skreppa vestur að bænum Sand- hólum, sem er stutt bæjarleið, sækja þangað kiúna sína, hún hafði slæðst þangað með Sand- hóla-kúnum. Kristján svaraði því engu, en hvarf þó að heiman. Aleit því móðir mín að hann væri farinn eftir kúnni. Nú dimdi óðum, því loft var þykt og drungalegt og hafði verið svo um daginn og þokan svo undarleg á lit, dumb-rauð og sló eitthvað svo ömurlegum bjarma á dagsbirt- una; þar sem sást til fjallanna sýndust þau standa í blárauðri mistursmóðu; léttur suðaustan vindblær var þennan dag. Móður inína fór nú að gruna það, að ekki mundi alt með feldu um kýrsóknina hjá Kristjáni, því hvorugt þeirra kom í augsýn; gekk hún þá niður á sjávarbakk- ann og sá að byttan var horfin úr fjörunni; sá hún þá grilla i bát og mann þar úti á víkinni. Þóttist þá vita hver væri for maður á þeirri ferju; það hlaut að vera Kristján. Gekk hún þá heim að bænum, náði þar í kaðalspotta, ifór svo vestur að Sandhólum eftir kúnni. Enga viðdlvöl hafði hún á Sandhólum aðra en þá, að setja taumband- ið á kúna, en ekki hafði hún farið nema örstuttan spöl heim- leiðis þegar ihún heyrði einhvern ógnarlegan dun, líkan fossfalli, það var eins og ískraði bæði í himni og jörð. Kýrskepnar. góndi í áttina til hljóðsins og drundi, hún virtist sárkvíða fyrii því sem hún heyrði að var að nálgast, og í sömu andrá brast á lotulaust suðaustan ofsaveður með moldryki og sandfoki. Móð- ir mín sagðist ekki muna eftir þvilíku veðri eða veðurhæð þau 15 ár sem hún bjó í Breiðuvík. Móðir mín hafði ætlað að teyma kúna heim, en við þessa ha.star- legu veðurbreyting var það kýrin sem tók við taumhaldinu og leiddi hana heim án allra slysa. Litlu síðar kom faðir minn 'heim frá Húsavik; frétti hann þá hvernig ástatt var. Mikill harm- ur þótti foreldrum mínum kveð- inn að heimili þeirra með þessu hastarlega hvarfi Kristjáns það- an, þvi engum gat dottið annað í hug en hann hvíldi einhvers- staðar í örmum Ægis vinar síns úti á Grímseyjarsundi. Fréttir um þetta atvik bárust víða um sveitir og var margt talað uiri það í sambandi við þetta af-- spyrnings veður, sem mönnum varð lengi minnistætt. Upp úr þessu suðaustan roki snerist veðurátt til norðurs. Hafaldan há og bungubreið með fylkingar af allra veðra von, velti sér inn skjálfandann, sleikti hvern vog og vík upp í bakka, og bannaði allar bjargir úr sínu ríki. Vetur- inn kom og leið eins og alt annað út í tímans haf. Þá bar svo til einn dag um mánaðamótin marz og apríl að bátur sást koma frá útskerinu Grímsey. Einn af far- þegum þessa skips var hinn tap- aði Ivristján. Mikill fagnaðui varð það heimili foreldra minna, að heimta þennan sjóbaldur sinn heilan úr helju. Var hann svo spurður um þessa hrakningsför sína og byrjaði hann frásögn sína þannig: “Já, Kristbjörg mín, eg ætlaði að sækja kúna, eins og þú baðst mig. En þegar eg kom ofan á sjávarbakkann og sá byttuna, þa var eins og hún drægi mig niður li fjöruna til sín. Eg gekk í kringum hana og skoðaði hana vandlega eins og hún væri eitt- hvert nývirki, sem eg hefði ekki séð áður, svo tók eg undan henni skorðurnar og setti hana fram, reri svo nokkur áratog frá landi. rendi þar færinu og varð strax var við fisk. Eln ekki hafði eg dregið þá marga, þegar eg heyrði veðurhvininn og sá inoldrykið þeytast fram aif sjávarbökkun- um. Eg dró strax inn handfærið og settist undir árar, en veðrið var svo hvast að eg gat ekki borið árarnar á móti því. Sá þá ekkert ráð vænna en það, að stýra byttunni beint undan veðr- inu út í reginhaf og koldimma haustnóttina. Eg bjó til hömlu úr handfærinu, hnýtti endum hennar undir öftustu renglurnar 1 byttunni, setti lykkju á miðju bandlsins og árina í gegnum hana. Að þessum sjórnartaumum sett- ist eg, og lét svo kylfu ráða kasti um það hvar eg yrði stadd- ur, þegar veðrinu slotaði. Rytt- an varð strax þóftufull af sjó, sem rauk eins og mjöll yfir hana. Eg kipti neglunni úr henni og fanst hún láta miklu betur að stjórn eftir það. öldurnar uxu oftir því sem eg fjarlægðist land- ið urðu þó krappar eða háar. Það var eins og vindurinn þrýsti þeim niður um leið og hann feykti af þeim földunum. Bytt- an maraði í kafi oft borðstokka- Ifull en altaf þóftufull; vindurinn fylti hana og jós til skiftis. Þrátt fyrir þessa ömurlegu nótt sem sýndi mér svona í tvo heiina, varð eg ekkert hræddur. En eg var eitthvað svo dofinn og hugs- anasljófur, iað eg virtist ekki geta skilið það í hvaða háska eg var staddur. Eg barst þvi rétt eins og hvert annað ónýtt rekald undan sjó og vindi út i regin- hafið og ómunann luktur faðmi k o 1 s v artrar haustnæturinnar. Svona leið þessi nótt út í faðm timans. Þegar fór að birta af degi, virtist mér eg sjá einhverja dökka þúst beint fram undan, en ekki gat eg gert mér neina grein fyrir því hvað það var, fyr en eg nálgaðist það betur; sá eg þá að þetta var eitthvert land. Vind- ur og sjór fylgdu mér með sama krafti inn á millum tveggja stórra boða, sem hvæstu illyrm- islega um leið og við bárumst fram !hjá þeim; næst kom land- aldan, sem henti okkur eins og fokstráum upp í þarabrúk. Þá barst til eyrna minna hár brest- ur frá Byttunni; hún var víst að sendá mér síðustu kveðju sína. Nú liggur hún síðubrotin norður í Grimsey. Þar endaði sá parturinn a'f æfisögu hennar, sem var sameign okkar beggja. Það er þá frá mér að segja þeg- ar landaldan skildi við mig í þarabrúkinni, að eg skreið á hnjám og höndum upp fjöruna, máttlítill og dofinn af kulda. Eg sá tvo unglingspilta þar á sjávar- bakkanum. Eg reyndi að kalla til þeirra, en þeim hefir víst þótt raustin ófögur. Þeir tóku til fóta sinna og hurfu mér úr sýn. Þeir hafa víst orðið hræddir, og haldið eg væri einhver óvættur úr sjónum, og skal e.g ekki lá þeim það, því eg hefi Víst ekki verið neitt glæsilegur tilsýndar. Eg skreið upp á sjávarbakkann og sá þá menn ltoma í áttina til mín. Um kveðjuorð frá mér var víst fremur ifátt. En þeir spurðu mig að því, hvort eg væri maður eða sjódraugur. Eg sagði þeim eg væri sjóhrakningsmaður af Tjörnesi. Báru þeir mig þá heim til næsta bæjar. Þar var mér hjúkrað af allri alúð; hrest- ist eg fljótt, svo eftir fáa daga fanst mér eg vera alheill. Svo leið veturinn, að engin ferð féll til landsins úr eyjunni, þar til núna. En þó eg yndi mér all- vel í Grímsey, þá þráði eg samt að komast heim til meginlands- ins, ekki sízt þá dagana, sem eg sá þau Tungunúp og Hágöng lyfla öxlum upp úr sundinu.” Eftir þessa svaðilför var hann alment kallaður Kristjún Gríms- eyjarfari. Ekki man eg hvor! hann var giftur þegar hann lenti í þessu æfintýri til Grímseyjar. Mig minnir að kona hans héti Hólmfríður, hún var Daviðsdótt- ir Jónssonar skálds þar á Tjör- nesinu; þau áttu son, sem Davið hét, hraustlegan mann. Það seinasta, sem eg veit um þenn- an Kristján, er það, sem sagt er í i.slenzkum þjóðsögnum. Sjá söguna “Martröllið á Skjálfanda- flóa árið 1873.” Vegalengdin, sem hann Ihraktist frá Breiðu- vík til Grimseyjar er sem næst sjö roílur danskar, eða rúmar þrjátíu og ein ensk míla. ólafur bróðir Kristjáns, áður nefndur, fluttist til Ameríku, bjó um nokkur ár í Hnausabygðinni í Nýja Islandi, stundaði þar járn- smíði, og dó þar nokkrum árum eftir siðustu aldamót. F. Hjálmarsson. Fynir smiiiiaii Rio Gramle Eftir Pálma. (Framhald) VI. Taxco er ekki langt frá Cuer- navaca. Vegurinn lá yfir fjall- garð, sein er þó tæplega eins hár og fjallgarðurinn sunnan við Mexico borgina. Gróðurinn er því miklu ríkari á þessum slóð- um og verða menn varir við það, að loftslagið er ekki eins þurt. Taxco stendur í snarbrattri fjallshlið, svo brattri, að sumar göturnar eru alveg ófærar fyrir bila, vegna hallans. Hlíðin er ójöfn og standa margar bygg- ingarnar á háum hólum. Húsin hafa fl'est rauð steinlögð þök og á mörgum stöðum eru göturnar lagðar með mislitum stelnum. útsýni borgarinnar er mikið og margbreytilegt, sem auðvitað hefir átt mikinn þátt í því, að gera þennan stað að heimili skálda og listamanna. Gortéz lagði grundvöll borgarinnar eftir að hann hafði fundið ríkar silfurnámur þar. Seinna fann Gorda aðrar ríkar námur þar í nágrenninu, sem auðguðu hann gífurlega, enda eru til inargar menjar frá hans dögum í borg- inni ,t. d. dómkirkjan mikla, o. s. frv. Mest áberandi iðnaður borgarinnar eru allskonar silfur- smíðar. Þar sem yegurinn til Kyrrahafsins er höggvinn inn í hlíðina, gegnum miðja borgina, eru viðskifti borgarbúa við ferða- fólk mikilsvirði og lifir því fólk þar yfirleitt við góð kjör. Lik- Jega vegna þess, að ekki er hægt að nota bíla til þess að litast um í þessu bygðarlagi, er þar mikið af hestum, sem leigðir eru út fyrir ferðafólk. Þessir hestar eru mjög fótvissir og vanir við halann og brekkurnar. Það var þvi hið allra fyrsta, sem við gerðum, eftir að við höfðum sezt að í góðu gistihúsi þar í brekk- unumí að fá hesta til leigu og ríða um hinar þröngu götur borgarinnar og um fjallvegina í nágrenninu. Einn af gestum hótelsins, með konu sinni, bjóst til þessa leiðangurs með okkur. RURAL MANITOBA AT EVENTIDE ■■ Photography hy V. Caton Og

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.