Lögberg - 09.04.1942, Blaðsíða 1

Lögberg - 09.04.1942, Blaðsíða 1
Síðuátu fregnir Þjóðverjar fara enn halloka fyrir Rússum á Mið-vígstöðvun- uin, og eins umhverfis Lenin- grad; hafa hinar þýzku innrás- arhersveitir, að því er staðhæft er, tapað nálægt 600 orustuflug- vélum á síðastliðnum níu dög- um; auk þess hafa Þjóðverjar beðið ósigur mikinn í viðureign- inni á Krímskaga. -f Undanfarna daga hafa Japanir gert þrálátar árásir á Bataan- viglínurnar á Philippine-eyjun- um, og hefir þeim þar orðið ágengt, að því er ffegnir frá Washington herma; mannfall kvað orðið hafa gífurlegt; þvkir ekki ólíklegt, að um úrslita- orustu sé að ræða á þessurn víg- stöðvum. Indlandsmálin Eins og þegar er vitað, situr Sir Stafford Cripps á ráðstefnu í New Delhi við helztu forráða- menn pólitísku flokkanna á Ind- landi; en flokkaskifting á Ind- landi grundvallast miklu fremur á mismunandi trúarskoðunum, en ákveðnum stjórnmálastefn- um. Sir Stafford hefir fyrir munn brezku stjórnarinnar, heit- ið Indverjum hliðstæðu fullveldi við það, sem Canada nú nýtur, að loknu stríði, með þvi skilyrði þó, að Bretar hafi að einhverju leýti hönd í liagga með hervörn- um Indverja; þessu eru flestir hinna indversku leiðtoga mót- ifallnir, og telja það undirlægju- hátt, að þjóðin fái ieigi fultkom- in umráð yfir hervörnum sínum. Roosevelt forseti hefir seni erindreka til New Delhi, til þess að kynnast hinu nýja viðhorfi og gangi málanna; þess er vænst, að innan skamms tíma komi það glögt í ljós, hvort Sir Stafford hafi farið erindisleysu til Ind- lands, eða það gagnstæða. Rev. W. F. Nainsby Þessi ungi kennimaður, sem þjónað hefir undanfarin ár St. Faith’s Anglican söfnuðinum > Edmonton, hefir verið kosinn prestur Holy Trinity kirkjunnar frá 1. júni næstkomandi að telja; hann er kvæntur Isabel Jónasson, sem fædd var og uppalin í Ed- monton. FRA BURMA Á þessum vígstöðvum miðar Japönum áfram jafnt og þétt, og eiga ekki eftir ófarnar til megin olíustöðvanna á þeim svæðum nema innan við sextíu mílur; mannfall hefir verið mik- ið á báðar hliðar, en framrás Japana hefir lánast þeim fram að þessu, vegna iþess hve styrkari lofther þeir hafa liaft á að skipa en 'Sameinuðu þjóðirnar. JAPANIR TAPA ÓGRÝNNI FLUGVÉLA Þann 6. þ. m. gerðu Japanir tilraun til þess að koma liði a land á Ceylon-eynni, en sættu þar hinum verstu hrakförum, mistu þvi nær 60 flugför, auk þess mörg af innrásarskipum þeira urðu skaðskemd frá að hverfa. Páskadagsmorgunn i. Loftið er fult af ljósi, Lífið með sælu brag. Gott er að sjá í glugga Glaðan upprisudag. Gott er frá hretum að hátta, Og húmdægrin kveðja löng; Vagna þá vorboðinn heilsar Með vængþyt og nýjum söng. II. Nær munu heimskan og hatrið Hrekjast úr valda stól? Vitsmunir ráða verkum Vermdir af kærléiks sól? Hví eru hásæti heimsins Þau helvíti er myrkrið ól? Hvenær mun lausnarans ljósi Leyft inn að valdastól? Hvenær mun hugurinn hátta Frá herbrestum liðins dags, En vakna í fangi friðar, Frelsis og bræðralags? III. Þó hugurinn verði að hátta Við háreysti sverða-slags Framtíðar vonum hann fleytir Að fótskör hins nýja dags. Loftið er fult af ljósi, Lifið með sælu brag. Enn er mér ljúft að lifa Lífsins upprisu dag. Hjálmar Gíslason. Þurð á fiski til heimanotkunar Að þvi er blaðinu Winnipeg Tribune segist frá á þriðjudag- inn, hefir lax og heilagfiski veið- in við Kyrrahafsströndina mink- að það, sem af er árinu um 30 ti! 40 af hundraði borið saman við veiðina í fyrra; iþá hefir og fiski- veiðin við austurströnd Canada einnig gengið úr sér, vegna kaf- háta, sem þar hafa verið að verki síðan vertíð hófst. Verðskipu- lagsnefnd sambandsstjórnar ótt- ast um það, að þurð verði á fiski til heimanotkunar í landinu, og af þeirri ástæðu hafa stjórnar- völdin i Ottawa farið fram á það við stjórnir fylkjanna, að veita leyfi til aukinnar framleiðslu á innanlandsvötnunum nú í sum- ar; einkum nær þetta til Winni- pegvatns, ef fylkisstjórn verður við áskorun samibandsstjórnar. Nú er stungið upp á því að veiða megi yfir sumarvertíðina á Winnipegvatni 3,500,000 pund hvitfiskjar, og yrði það þá 644,- 000 pund'um meira en í fyrra. Mr. A. N. McLean, umboðs- stjóri sambandsstjórnar á sviði fiskframleiðslunnar var fyrir skömmu staddur hér í borg i sambandi við iþetta mál, og var þá nefnd sett af þeirra hálfu, er með höndum hafa útflutn- ing og heildsölu fiskjar; í nefnd þeirri eiga sæti C. C. Dungan. George Kempner og .1. B. Skapta- son. Enn er ekki vitað um undir- tektir fylkisstjórnar viðvíkjandi áminstri kröfu um aukna hvít- fisk framleiðslu á Winnipeg- vatni á sumarvertíð þeirri, sem áætlað er að hefjist þann 8. júní næstkomandi, eða eitthvað nálægt þeinr tíma. 80% af útfiutningsvörunum til Englands Af hverjum 100 krónum, sem komu inn í iandið fyrir útflutn- ingsvörur okkar árið sem teið, koinu yfir 83 krónur frá Eng- landi og rúmar 12 frá Banda ríkjunum. Tæpar 5 komu frá Portúgal, Svíþjóð, Spáni, Argen- tínu, írlandi, Brazilíu, Kúba, Kanada og Færeyjum. Þetta eru þær þjóðir, sem kaupa af okkur útflutningsvörur okkar. Af 188 milj. króna heildarút- flutningi fluttum við til Bret- lands fyrir krónur 157 milj., en til Bandaríkjanna fyrir krónur 23 milj. Þriðja mikilvægasta viðskiftaþjóð okkar eru Portú- galar, þá koma Svíar, Spánverj- ar og Brazilíumenn, en hinar kaupa af okkur fyrir innan við iniljón l^rónur.—(Mbl. 11. febr.). Ný rýmkun á fisksölusamningnum Ný rýmkun hefir fengist á b-rezka fisksölusamningnum, þannig, að Breiðafjörður hefir verið “opnaður” og er nú íslenzk- um og færeyskum skipum frjálst að kaupa þar fisk Viðskiftanefnd birti tilkynn- ingu um þetta þann llö febr., og er hún svohljóðandi: “Með tilvisun til samnings um sölu á fiski til Bretlands dags. 5 ágúst 1941, tilkynnist það hérmeð, að frá og með deg- inum í dag til aprílloka 1942, hafa öll íslenzk og færeyisk fiskflutningaskip leyfi til að kaupa fisk á Breiðafirði, til sölu í Bretlandi.” —(Mbl. 12. febr.) Aðstoð vœntanleg frá Rockefellerstofnuninni Við íslendingar fáum aðstoð Rockefeller stofnunarinnar í Bandaríkjunum til þess að bæta aðstöðu okkar í heilbrigðismál- um og heilsuvernd, ef áform þau. sem dr. G. R. Strode hefir með höndum, komast í kring. Dr. Strode kom hingað fyrir nokkru síðan. Hefir hann kynt sér heilbrigðismál þjóðarinnar og það sem gert er hér til að hefta sjúkdóma og til heilsu- verndar. Er hann kemur til baka til New York mun hann leggja það til að Rockefeller-sjóðurinn styrki hér ýmsar heilbrigðis- og læknastofnanir, sem hann telur að séu styrks þurfi, svo þær geti, betur en hingað til, int störf sín af hendi. Hann kom hingað sem fulltrúi Rockefellerstofnunarinn- nr, og hefir unnið hér með starfs- mönnum amieríska Rauðakross- ins. ——Eg var ekki^litið undrandi, segir hann, er eg kom hingað til þessarar fámennu þjóðar og kyntist þvi, hve heilsuvernd og læknavísindi eru hér á háu stigi. Hann kvaðst dást að því, hve læknar væru hér vel að sér og stæðu framarlega í grein sinni og hve mikið væri hér gert á sviði heilbrigðismálanna. Lækna- deild Háskólans hér er ágæt og rannsóknarstofur hans vinna merkileg störf á sínu sviði. ' Dr. Strode finst einnig til um mienningarstarf og menningar- áhuga þjóðarinnar yfirleitt, h\e mikið hér er gefið lit af blöðum, tímaritum og bókum, og hve á- hugi almennings er mikil! fyrir fögrum listum. Honum fer og, sem öðrum aðkomumönnum, að hann taldi að óreyndu veðráttu- far hér mun kaldara en raun er á. Hér er þægilegt loftslag, sagði hann, ef menn láta sig einu gilda þó einstöku sinnum komi dropi úr lofti. Dr. Strode starfaði í 11 ár i Frakklandi fyrir Rockefeller- stofnunina, og var þar i sam- vinnu við ríkisstjórnina. Var starfið þar, eins og annarsstaðar í heiminum, að stemma stigu fyrir útbreiðslu sjúkdóma, og bæta heilsufar almennings, með öllum mögulegum ráðum. Hann fór til Frakklands eftir flóttann frá Dunkirk og vann í hinum óhernumda hluta landsins eitl ár, að sömu störfum og áður. Styrjaldir, segir liann, gera mannúðarstörf Rockefellerstofn- unarínnar ennþá nauðsynlegri en endranær, en þær eru líka starfseminni allri hinn mesti þrándur í götu. Þó stofnunin hafi ekki neina hjálparstarfsemi með höndum, segir dr. Strode, öá gat Rauði krossinn komið a. m. k. þrem skipum með mat- vörum og meðulum til bins ó- hernumda Frakklands, eftir ó- sigur Frakka. Dr. Strode hefir nýlega verið í Rússlandi i erindum fyrir Rockefellerstofnunina. Hann fór til Moskva með Harrison-nefnd- inni, til þess að athuga hvaða að- stoð Rússar þyrftu í heilbrigðis- málunum, og var þar, þegar þriggja velda sáttmálinn var gerður. Skothríð Þjóðverja náði ekki til Moskva, þegar dr. Strode var þar, en loftárásir voru tíðar á borgina þá dagana. Er Strode kom til baka til New York, var hann sendur hingað. Hann hefir nú að kalla lokið athugunum sínum hér á landi, og hverfur heimleiðis innan skamms.—(Mbl. 14. febr.). Þjoðræknisfelaginu eykst liðsafli Árni G. Eggertsson, K.C., sem nýlega er kominn heiin sunnan frá New York, lét þess getið við ritstjóra Lögbergs, að islenzki klúbburinn þar í borginni, hefði ákveðið að gerast sambandsdeild Þjóðræknisfélagsins; þetta er þakkarvert, og á Mr. Eggertson heiður skilið fyrir að beita sér fyrir um það, að koma þessu í framkvæmd, því ekki veitir af að styrkja eins og framast má verða, samböndin milli hinna dreifðu íslendinga víðsvegar um þetta milda meginland. Bjarni Björnsson leikari látinn Sú fregn hefir nýborisí hingað til borgarinnar, að látist hafi sviplega af völdum heilablóðfall.s í höfuðborg íslands, þann 26. febrúar síðastliðinn, Bjarni Björnsson, leikari, sem venju- legast gekk undir nafninu Bjarni skopleikari, vegna þess að á því sviði leiklistarinnar mátti hann sín jafnaðarlegast mest. Bjarni var gáfumaður, og óvenju skemtilegur í viðmóti; hann dvaldi allmörg ár vestanhafs, en fór alfari heim árið 1930; hann lætur eftir sig á fslandi ekkju, Margréti Dalhoff-Björnsson, og eina dóttur. Þrjú systkini lifa hann vestanhafs, ólafur, emhætt- ismaður í canadiska hernum, Sveinsína Berg í Blaine, og Hansína Sagen í Tacoma, Wash. LOFTHER BRETA VEITIR ÞJÓÐVERJUM ÞUNGAR BÚSIFJAR Á degi hverjuin, jafnvel án til- lits til veðurfars, hefir brezki loftherinn sótt mjög að her- gagnaverksmiðjum Þjóðverja bæði á Þýzkailandi, og eins i hin- um hernumda hluta Frakklands; er mælt, að meðal annars hafi verksmiðja nokkur i útjöðrum Parísarborgar, . er framleiðir flutningsbíla handa Þjóðverjum sætt slikum skemdum, að hún muni verða óstarfhæf að minsta kosti í þrjá mánuði. Mætur maður látinn Laugardaginn þann 28. febrú- ar síðastliðinn, lézt eftir stutta legu í Seattle, Gísli Árnason, Eyfirðingur að ætt, 74 ára að aldri; mætur maður og vinsæll; kveðjuathöfn fór fram þann 3. rnarz, að viðstaddri dóttur hans, Mrs. J. G. Jóhannson frá Winni- peg, og bróður, Mr. J. T. Ander- son fá Portland, Oregon. Séra Kolbeinn Sæmundsson jarðsöng. Gísli heitinn var maður óvenju bókhneigður; enda fjöl- gáfaður um margt. Likhrensla var viðhöfð samkvæmt ósk hins látna. Kostnaðurinn við bráðabirgðahúsin í Höfðahverfi Byggingarkostnaður 8 fyrstu húsanna í Höfðahverfi, er bygð hafa verið handa fólki þvi, er húsnæðislaust var í haust, hefir orðið kr. 668 þús. fyrir utan ýmsa vinnu utanhúss. í húsum þessum eru ibúðir jfyrir 64 fjölskyldur, svo húsin fyrir hverja fjölskyldu hafa kostað 10—12 þúsund krónur. Vegna þess hve bygt var á ó- hentugum tíma og byggingu varð að hraða, hefir kostnaðurinn orðið um 90 þúsund kr. hærri en brunabótavirðing húsanna nem- ur. — Mbl. 12. febr.). Minningarorð Frú Jóna Goodman Dauðinn gerir ekki ávalt boð á undan sér; og hann gerði það heldur ekki við brottför frú Jónu Magnúsdóttur Goodman; kvöldið áður en hinsta kalliö kom, tók þessi merka og ágæta kona þátt í skemtisamkomu þjóðræknisdeildarinnar Frón, en snemima morguninn eftir, barst andlátsfregn hennar út um bæ- inn; setti þá marga hljóða, þvi svo djúp ítök átti þessi hátt- prúða kona í hjörtum fjölmenns vinahóps. Frú Jóna var fædd að Dysj- um í Garðahverifi, þann 5. marz 1860; voru foreldri hennar þau Magnús dannebrogsmaður Brynj- ólfsson og Þorbjörg Jóhanns- dóttir, jirests í Borgarfirði hin- um syðra; hún giftist 6. nóvem- her 1880, Krisljáni Guðmunds- syni (Goodman), er lengi stund- aði málaraiðn hér í borg, hin- um mesta mannkosta manni; var heimili þeirra rómað fyrir alúð og risnu, þó eigi væri ávalt af miklu að taka; voru þau hjón samhent í öllu því, er að þvi miðaði, að greiða götu samferða- manna sinna; mann sinn misti frú Jóna eftir meira en hálfrar aldar ljúfa sambúð, þann 23. september 1939. Þessi mætu hjón komu til Winnipeg af ís- landi árið 1886, og áttu þar heima jafnan siðan. Sjö börn þeirra eru á lífi í eftirgreindri aldurs- röð: Valgerður Magnússon, ekkja, er eftir lát manns síns dval-di Jafnan með mþður sinni; Árnína McLeod, búsett í Sel- kirk; Lilja Bergman, Winnipeg; Haraldur, Cleveland, Ohio; Johann, Round Lake, Illinois; Christian og John, báðir bú- settir í Winnipeg. Einnig lætur frú Jóna eftir sig 7 barnabörn, og 3 barna- barnabörn. Þótt frú Jóna ætti annríkt við 'heimilisstörf, vanst henni æfin- lega timi til margháttaðrar þátt- töku i inannfélagsmálum; hún var ein af þeim, er með manni sinum stofnaði Góðtemplarastúk- una Heklu þann 23. desember 1887, og lét sér jafnan ant um vöxt hennar og viðgang; i kven- félagsstarfsemi Fyrsta lúterska safnaðar tók hún og virkan þátt, og vakti yfir heill safnaðarins i hvívetna; hún var allsstaðar lið- tæk, kom allstaðar fram til góðs, og^ fegraði umhverfi sitt með kærleiksríkri framgöngu; margir sakna hennar, þó tilfinnanlegast- ur verði missirinn þeim, er næstir stóðu, og notið höfðu hennar móðurlegu umönnunar um langa tið. Útför þessarar ástsælu konu fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju á föstudaginn þann 20. marz, að viðstöddu afarmiklu fjölmenni. Séra Valdimar J. Eylands jarðsöng. E. P. J.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.