Lögberg - 09.04.1942, Blaðsíða 4

Lögberg - 09.04.1942, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGJNN 9. APRÍL, 1942 ------------Högberg----------------------- Gefið út hvern fimtudag af TU-K COlilIMBiA PKKSS, IJ.MITKD SU5 Sarjfejit Ave., Wlnnipeg, Manitoba Utanáskriít ritstjórans: KDITOR UiGBERG, 695 Sargent A> e.. Winnipeg. Man. Edltor: EINAR P. JÖNSSON VerC $3.00 um árið — Borgist fyrirfrain Ths "liögberg” ie printea und pubashed Dy Ths Columbia Preas, Uimited, 695 Sargent Avenus, Wlnnipeg, Manitoba PHONE 88 327 Stríðssókn canadisku þjóðarinnar Canadiska þjóðin verður ekki, að því er höfðatöluna áhræfir, talin til stórþjóða enn sem komið er; þó hefir þessi þjóð, sem telur innan við tólf miljónir íbúa, komið á fót öflug- um lofther, vel útbúnum vélahernaðarfylking- um, og aukið sjóflota sinn að verulegum mun; allar þessar deildir stríðssóknarinnar færa ört út kvíar frá degi til dags, og munu halda áfram að gera það, því enn sannast hið fornkveðna, að betur má ef duga skal. Það er ef til vill ekki öllum ljóst, að jafn- vel áður en yfirstandandi heimsstyrjöld brauzt út, var canadiska þjóðin hin áttunda í röðinni að ofan, að því er iðnaðarframleiðslu áhrærði; hafði þetta vitaskuld geysiáhrif á stríðssókn- ina þegar í byrjun; hermaðurinn og verka- maðurinn stóðu frá öndverðu hlið við hlið, og gera það enn; þannig þurfti það að vera, og þarf að vera, því tilgangur hvorstveggja var og er, einn og hinn sami. Framan af stríðinu var Canada ein hin allra mikilvægasta framleiðslu miðstöð fyrir Bretland, og sambandsþjóðirnar brezku; nú er viðhorfið þannig breytt, að Canada má í raun og veru teljast miðstöð hinnar mikilvægustu vista — og hergagnaframleiðslu fyrir samein- uðu þjóðirnar í heild. Hergögn frá Canada háfa verið notuð á hverjum einasta orustuvelli yfirstandandi styrjaldar, sem og á höfunum sjö. í hinni sögufrægu vörn gegn innrásarherskörum Hitlers, hafa Rússar notað allmikið skriðdreka- magn frá Canada. Árið 1941 sendi Canada yfir fimm miljón dala virði af hergögnum til ríkja- sambandsins rússneska, og nú í ár margfaldast sú upphæð. Þá hefir Canada sent til Indlands freklega fjörutíu miljón dala virði af hergagna- framleiðslu, og var sumt af þeim hergögnum endurselt til Kína og hinna rússnesku ráð- stjórnaríkja; því nær áttatíu miljón dala virði af hergögnum og öðrum framleiðslutegundum héðan úr landi, var sent til Egyptalands, og þaðan til samherja vorra í Asíu. Á sama tíma- bili fengu Bretar frá oss vistir og vopn, er námu sex hundruð fjörutíu og átta miljónum dala. Menn átta sig ef til vill ekki á því í fljótu bragði, að vörn eins smáþorps í Úkraníu, getur hvílt með öllu á því, sem canadiskar verk- smiðjur framleiða, eða þá að áhöld, sem fram- leidd eru í Canada, geta orsakað undanhald öxulríkjanna á sandauðnunum í Afríku; þó er hér um staðreyndir að ræða, sem óhugsanlegt er að hraktar verði; það er því auðsætt. hve sérhvert handtak getur verið örlagaríkt, og hve mikið veltur á, að vankantar komi ekki á neitt það, sem framleitt er, og nú er notað lýðfrelsinu til varnar. Canada berst eigi aðeins fyrir sínu eigin frelsi. Canada berst fyrir frelsi þeirra allra, sem nú eru ofsóttir af þeim ægilegustu hermd- aröflum, er sögur fara af, og Canada sendir til fyrstu varnarlínu sameinuðu þjóðanna þau áhöld, er beita skal til þess að ljúka verki unz unninn er fullnaðarsigur, og fáni bræðralags og mannjafnaðar hefir dregið verið að hún! Svar á einn veg Enginn frjálshugsandi þegn þessa lands, getur látið sér það í léttu rúmi liggja, hvernig til tekst um atkvæðagreiðsluna þann 27. yfir- standandi mánaðar; þjóðaratkvæði þetta mun skoðað verða sem mælisnúra á einingu þjóðar- innar viðvíkjandi stríðssókninni, bæði innan- lands og útávið. Sigurlánið nýja tók af öll tvímæli í því efni, hvernig hugarfari þjóðar- innar þá var farið, og verður það naumast talið líklegt, að vilji fólksins hafi tekið verulegum stakkaskiftum á þeim stutta tíma, sem liðinn er síðan. Við áminsta atkvæðagreiðslu, fer sam- bandsstjórn fram á það, að hún verði leyst frá. öllum þeim skuldbindingum, er hún í kosn- ingunum 1940 gaf þjóðinni, og í þá átt hnigu, að herskylda eigi canadiska þegna til þátttöku í stríði utan canadiskrar landhelgi; ávalt síðan 1917 hefir mikill fjöldi canadiskra kjósenda verið andvígur herskyldu með öðrum hætti en til landvarna heima fyrir, og verður naumast um það deilt, að hin skýlausu loforð stjórnar- innar um að beita eigi herskyldu utan landsins, stuðluðu mjög að hinum eindregna sigri henn- ar í síðustu sambandskosningum, að minsta kosti hvað Quebec fylki áhrærði. En tímarnir breytast og mennirnir með; það, sem talið vai sannað í'dag, varð afsannað á morgun. Þegar síðustu sambandskosningar fóru fram í marzmánuði 1940, mun fáa hafa órað fyrir því, sem nú er komið á daginn, að ráðist yrði á Norður-Ameríku, og vér í hernaðarleg- um skilningi sóttir heim; nú er þetta þó. illu heilli, komið á daginn, og þar af leiðandi hefir afstáða vor til stríðssóknar vorrar, eða sjálfs- varnar, tekið margháttuðum breytingum; það er af þessari ástæðu, að stjórnin fer fram á að verða leyst frá fyrri skuldbindingum, og telur það óhjákvæmilegt, að hafa frjálsar og óbundn- ar hendur; þetta mundi hvað stjórn sem er, telja hvorki meira né minna en stjórnarfars- legt sáluhjálparatriði, eins og málum nú er skipað í landinu; það mælir því alt með því, að stjórnin fái vilja sínum framgengt í á- minstu efni; að svar kjósenda verði jákvætt, falli á einn veg. Foringjar þingflokkanna ,þótt eigi sjái þeir ávalt auga til auga við forsætisráðherrann, þeir Coldwell, Hanson og Blackmore, telja það ó- hjákvæmilega þjóðræktarskyldu, að kjósend- ur þessa lands greiði jákvætt svar við mála- leitun stjórnarinnar, og allir hafa þeir ákveðið, að flytja útvarpsræður í þessu tilefni; stríðs- sóknin krefst þess; canadisk þjóðeining krefst jákvæðs svars. Mannúðarátarfsemi Rauðakrossfélagsins Hon. J. T. Thorson, War Services ráðherra sambandsstjórnar, lagði af stað til Ottawa á laugardagskveldið var, eftir tæpa vikudvöl hér í borginni; í samtali við blaðamenn, fórust Mr. Thorson þannig orð um starfsemi Rauðakross samtakanna í tilefni af almennri fjársöfnun, sem áður en langt um líður fer fram í því augnamiði. “Rauðakrossfélagið canadiska, vegna hins alþjóðlega eðlis síns, og Geneva-fyrirmælanna, verður að starfa framvegis á sjálfboða grund- velli; en í því felst það, að allar hinar margvís- legu mannúðargreinar félagsins, eiga tilveru sína undir samúðarríkri góðvild canadiskra borgara. “Mér er það ósegjanlegt ánægjuefni, sem War Services ráðherra, að leggja á það fylstu áherzlu við meðborgara mína, að fjár- söfnun sú, sem nú er í aðsigi til Rauðakross- félagsins, verðskuldar einhuga stuðning af hálfu þjóðarinnar. “Félag þetta hefir ekki síðan 1940 leitað opinberlega til almennings um fjárframlög; en á hinn bóginn liggur það í augum uppi, að jafn víðtækur félagsskapur þarfnist mikils fjár til þess að hafa handa á milli, ef starfrækslan á að ganga greiðlega, og koma að tilætluðum notum. “Sem eitt dæmi af mörgum, vil eg benda á það, að um þessar mundir sendir Rauðakross- félagið 40,000 ellefu punda böggla á viku til hermanna, sem teknir hafa verið til fanga, og má þess vænta, að slíkum bögglasendingum fari mjög fjölgandi í náinni framtíð. Og með það fyrir augum, að halda eigi aðeins þessari á- minstu starfrækslugrein vakandi, heldur og mörgum öðrum enn mikilvægari, hefir Rauða- krossfélagið ákveðið, að hefja senn fjársöfnun, er nemi $9,000,000, en af þeirri upphæð, er gert ráð fyrir, að íbúar Manitoba leggi fram $600,000. Að þessu marki verður hvert einasta og eitt mannsbarn þjóðar vorrar að stefna.” Rauðakrossfélagið er eitt þeirra mörgu mannúðarstofnana, er helgar krafta sína þeim veglega tilgangi, að draga úr þeim sársauka, sem stríðinu er samfara. Leggjumst allir á eitt; styðjum Rauðakrossfélagið af fremsta megni! “Vér getum tapað átríðinu” Blaðið Le Jour, sem gefið er út í Mon- treal, flutti fyrir skömmu greinarkorn það, sem hér fer á eftir, en svo var greinin endurbirt í Winnipeg Free Press þann 6. þ. m. Sumum virðist, ef til vill, innihpld hennar öfgakent, en svo er þó ekki, því eins og nú hagar til, er óneitanlega allra veðra von í hvaða átt, sem litið er, og því um að gera að vaka á verði, og vera við öllu búinn: “Aldrei fyr, síðan Canada varð frjáls þjóð, hefir hún horfst í augu við aðra eins hættu og hún gerir nú í dag. Vér getum tapað stríðinu; ekki vegna þess að Englandi verði komið á kné,’né heldur vegna þess, að sameinuðu þjóð- irnar verði knúðar til þess að gefast upp; ekki vegna þess að vér töpum stríðinu í Evrópu, Afríku, eða í Asíu, heldur vegna þess. að vér getum tapað því í Ameríku, hér í Canada. Vér getum tapað því vegna þess, að herskarar ó- vinanna leggi hér land undir fót; að óvina bryndrekar sveimi við strendur vorar; að orustuflugvélar Japana, eða Boche-flugvélar heimsæki oss, og steypi yfir oss helsprengjum. Aldrei frá því, er Canada og Bandaríkin bárust síðast á banaspjótum, og sem upp af spratt sá nánasti vinskapur, og það innilegasta nágrenni, sem verða má á þessari jörð, hefir verið ástæða til þess, að óttast um innrás; en nú starir slík ógnarhætta oss i augu. Áður en ráðist var á Bandaríkin þurftum vér ekkert að óttast, því alt það feikna afl, sem sú volduga þjóð býr yfir, var samstilt til verndar landi voru og þjóð. En nú eru Banda- ríkin sjálf í hættu; þau geta tapað þessu stríði. Og þetta er í fyrsta skiftið frá því á dögum frelsisstríðsins, að raunveruleg hætta hefir verið á því, að Bandaríkjaþjóðin yrði undir í ófriði; í slíkri hættu er hún stödd í dag.” Ur heimi frumeindanna Merkilegar nýungar, sem lofa góðu. Eftir fíruce Hliven Árangurinn af rannsóknum vísindamanna á eðli frumeind- anna eru merkilegustu og furðu- legustu framfarir siðustu ára á sviði vísindanna. Þetta hefir í stuttu máli áunn- ist: 1. Menn hafa fengið í hendur ný og ákaflega niikilvirk vopn í baráttunni gegn sjúkdómum. 2. Fengist haifa mjög mikils- verðar aðferðir til að rannsaka lífeðlisfræði jurta og dýra og þá um leið manna. 3. Mögulegt er nú orðið, að breyta hvaða frumefni sem er i önnur efni — draumur gullgerð- armanna á miðöldum hefir ræst. 4. Alt í einu fundin leið tii þess að mynda ný efni, svo hægl er að fá gerfiefni fyiir að heita má hvað sem er og fyrirfinst í náttúrunni. 5. Vonir hafa kviknað um það, að hinn ótrúlegi aflgjafi, sem er falinn í “atomunuin” geti losnað úr læðingi, nota megi hann i þjónusitu mannkynsins, svo aðr- ar orkulindir verði fullkomlega úreltar, en þessi nýja orkulind skapi allsnægtir á jörð, sem eng- an hefir áður dreymt um. Allir hlutir, ihversu þéttir og hreyfingarlausir sem þeir sýnasl vera, eru samsettir af ótöluleg- um aragrúa örsmárra frumeinda, og eru sumar þeirra í innbyrðis órafjarlægð hver frá annari sam- anborið við þeirra eigin stærð. Engin samlíking er betri, til þess að lýsa samsetning hlut- anna eins og sú, en Mr. Henry Schaaht hefir notað. Hún er á þessa leið: Lítið á vasaklút, og hugsið ykkur, að þið verðið afskaplega smávaxnir, en vasaklúturinn haldi sinni sömu stærð. örsmæl- ingjarnir stæðu á vasaklútnum og litu á hann eins og órastóra snjólhvíta breiðu, samsetta úr einlægum hvítum þráðum. Mennirnir, sem á vasaklútnum stæðu, yrðu minni og minni. Og að því kæmi fljótlega, að þeir fyndu, að þeir stæðu á einum einasta þræði í klútnum, og væru stórar glufur beggja megin. Enn minkuðu örsmævismennirnir, og sæju þá, að þráðurinn, sem þeir stæðu á, er undlinn saman úr mörgum tægjum, með miklu inn- byrðis miílibili. En þegar þeir minkuðu ennþá óendanlega mik- ið meira, þá rynni upp fyrir þeim, að Ihver tægja væri ekki samfeld, heldur samsett af smá- ögnum, sólkerfum frumeind- anna, sem þyrlast um sinn ör- smævisgeim eins og sólir, plán- etur og tungl. Og þá er maður kominn í heim frumeindanna atómanna. Hver frumeind, atóm, er Iík- lega svipað og lítið sólkerfi, þar sem kjarninn er sólin en mikið minni “electrónur,” snúast utan- um þessa “sól” sína eins og plánetur. En sjálfur atóm- kjarninn er samsettur. f honum eru “prótónum” og “neutrónum.” Prótónur eru agnir með já- kvæðu, “positón” og “neutrón.” Prótón eru agnir með jákvæðu, positivu rafmagni, en neutrón eru órafmagnaðir. Svo mörg atóm eru í einum vatnsdropa, að ef alt mannkynið gerði ekkert annað en telja þau, myndi sú upptalning taka 10,000 ár. Virkustu verkfæri manna við atom-rannsóknir eru svonefndir “cyclotrónar.” Eru þeir einkuin verk Ernest O. Lawrence hins unga vísindamanns og aðstoðar- manna hans við “Calfiornian Radiation Laboratory.” Vienjulega er talað um að með “cyclotrónum” séu atóm sprengd. En þetta gefur ekki rétta hug- mynd um hvað fram fer. Með “cyclotrónum” er breytt um innri bygging atómanna svo það breytist í annað atóm, verður frumeind annars efnis, ellegar atómið klofnar svo úr því verða frumeindiir tveggja ólíkra efna. í “cyclotrónum” er straum “electróna” beint að kjörnum vatnsefnisatóma svo kjarnar atóinanna hrökkva í sundur. Með því að láta kjarnana, eða deuter- on verða fyrir afar miklu segul- afli fara kjarnarnir að hringsnú- ast á harðari og harðari hreyf ingu, í stærri og stærri hringum, og að lokum þeytast þeir með geysihraða gegnum rifu í vélinni á það efni, sem á að “bombard- éra.” Innri gerð atómanna breyt- ist við þessi geisilega tíðu högg. Til eru i heiminum nú 30—40 “cyclotrónar.” Eru flestir þeirra í Bandaríkjunum. Cyclotrón dr. Lawrence er þeirra stærstur. Hann vegur 225 tonn og hefir 15 miljón volta spennu. Deutrón- arnir eða atómkjarnarnir fara með 60,000 mílna hraða á sekúndu, og geta brætt tígulstein, eins snögt og tólg bráðnar í eldi. Þegar iskothríð deutrónanna er beint að ýmsum efnum, þá verða ótrúlegar breytingar á efn- unum. Eitt atóm járns t. d. breytist í cobalt eða mangan. Aftur haldast sum atóm járnsins óþreytt, en hafa nú fengið undra- verða radium-hæfileika. Með öðrum orðum, járnið fær um stundarsakir sömu eiginleika og radium, gefur frá sér hina mögn- uðu radium-geisla. Flest önnur efni fá radlium- einkenni á sama hátt. Ahrif þeirra eru ekki eins varanleg og áhrif radiums, sem finst úti i náttúrunni. En nú er bygður einn “cyclotrón,” sem á fám mínútum getur framleitt úr einni tegund af radium radiumverk- andi natrium, sem hefir eins mikið notagildi og alt það radi- um, sem nú er notað í heimin- um. Vel er hugsanlegt, að fáir cyclotrónar, sem dreifðir eru viðsvegar um lönd, geti fram- leitt gnægð af radium sem hægt verði að dreifa þvi út til allra spitala ifyrir lítið verð. En auk þess er hægt að hafa mjög mikilsverð not af þvi radi- um, sem framleitt er í cyclotrón- um, þar sem ekki er hægt að nota náttúrlegt radium, því sá undraverði hlutur hefir komið í ljós, að frumefni, sem í cyclo- trúnum” hafa fengið radium- geislamagn, verka auk þess á al- veg sama hátt og efni þessi verka, áður en þau fengu radi- um-einkenni, hafa aðeins fengið radiummagnið til viðbótar. Þeg- ar t. d. sjúklingur fær radium- magnað kalk í fæðunni, þá sezt þetta radium-kalk í líkamann alveg á sama ihátt eða söimu staði og annað kalk. Þetta hefir svo mikla þýðingu fyrir læknavís- indin, að lærðir læknar halda því fram, að cyclotrónar séu mikil- vægustu tækin, sem fundist hafa á læknisfræðirannsóknum síðan smásjáin var fundin upp. Sum efni setjast að í sérstaka líkamshluta. Ef menn til dæmis drekka joðupplausn (menn skulu ekki leika sér að því, þvi slík upplausn getur verið mjög eitr- uð) þá verður joðupplausnin í skjaldkirtlinum 5000 sinnum sterkari en í öðrum vefjum lík- ainans. í tilraunum, sem gerðar hafa verið á dýrum, hafa menn íundið breytingar á skjaldkirtl- inum án þess að nokkurra áhrifa hafi gætt annarsstaðar i likania dýranna þegar þeim hefir verið geíin inn joðupplausn með radium verkunum. Þesi áðferð getur komið að ákaflega miklu gagni. Til er t. d. blóðsjúkdómur er lýsir sér þann- ig, að blóðkornin myndast óeðli- lega ört. Getur sjúkdómur þessi dregið til dauða. Menn hafa komist að raun um, að fosfor með radium-eiginleikum safnast ií merginn, þar sem blóðkornin myndast og eftir slíkar inntökur hafa sjúklingar lifað langa tíma. Rétt er að taka það fram, að allar slíkar lækningar eru á ti!- raunastigi, og geta sjúk!ingar því ekki vænst þess enn að njóta þesskonar læknishjálpar. önnur tækni í þessu sambandi kemur að injög miklu gagni. Þegar neutrónarnir, sem notaðir eru í cylotrón-skothríð, eru látn- ir hægja á sér, með þvi að leiða þá gegnum paraíinlag, þá hafa þeir alveg sérstök áhrif á efni það er bór heitir og skylLer bór- axi eða bórsýru. Kjarnarnir úr bóratómum rekast þá á hægfara kjarnana svo þeir springa. Úr kjarna sem pannig springur, hrekkur partur sem alfaögn (radiumgeisli) annar sem lithi- um, og fara partar þe^sir sitt i hvort áttina. Báðir eru mjög skaðvirkir og mjöig hraðvirkir i þvi að eyða líkamsvefjum. Vís- indamenn vinna nú að því, að sameina bór einhverju því efni, sem sezt að í veikum líkams- vefjum. Ef hægt væri síðan að “bomibardéra” bór i hinu sjúka líífæri með hægfara neutrónum væri von um að vefurinn gæti læknast. Með tækjum, sem finna og benda á hin minstu radiumáhrif hafa menn fundið, að ef mjólk- urkúm er gefið járn, þá kemur járnið fram i mjólkinni eftir 10 mínútur. Hægt er að gefa kúm svo mikið járn, að börnin, sem fá mjólkina, fái nægilegt járn. Með þvi að hafa kalk með radiumverkunum er hægt að fylgja því eftir hvar kalkið, sem tekið er ineð fæðunni, sezt að i líkamanum. Menn hafa með þessu fundið, að tennur, sem eru fullþroskaðar, halda áfrain að taka til sín kalk. Hægt er að nota sömu aðferð til þess að fá nána vitneskju um næringarupp- töku plantnanna. Cyclotrónar eru lika merkustu áhöldin i tilraunum manna til þess að leysa úr læðingi hina ó- tæmandi orkulind atómanna. Atóm í 8 pundum af efninu úranium hafa eins mikla orku að geyma og 6300 tonn af olíu. Et' hægt væri að beisla orku þá, sein er i atómum í hálfum lítra af vatni, þá myndi sú orka senni- lega nægja til að reka hið mikla skip Normandie fram og til baka yfir Atlantshaf. I atómsprenginga tilraunum eru hægfara atómkjarnar eða neutrón notuð til að sprengja úranium atóm. Eftir kenning- um fræðimanna, og að mjög tak- mörkuðu leyti hefir það tekisl, eiga sprengingar þessar að leysa mikið af hægfara neutrónum, sem hægt er að nota til að sprengja meira af úranium atóm- um og þannig koll af kolli. í hvert sinn isem þetta skeður framleiðist 175,000,000 volta spenna. Menn spyrja hvernig þesskon- ar sprengingar stöðvist áður en alt sem er í jörðu og á springur og molast. Skýringin á þvi er einföld. Um leið og úraniuin- efnið leysist sundur hitnar það. Eftir því sem það verður heitara fara hægíara kjarnarnir að ganga hraðar, og þeim mun hraðar sem þeir ganga, þeim mun minna verður af spreirgi- magni þeirra. Þannig mun latom-orkan slökkva sjálfa sig. Eðlisfræðingar líta svo á, að i framtiðinni verði hægt að búa til mörg efni, ekki á sama efna- fræðilega hátt og nú er gert, heldur með því að búa til atom eftir vissum reglum. í framtiðinni munu menn segja, að þeir sem vinna að

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.