Lögberg - 09.04.1942, Blaðsíða 3

Lögberg - 09.04.1942, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. APRÍL, 1942 3 Konan hans var af spönskum ættum og skildi hún ekki eitt einasta orÖ af ensku. Þaö kom fljótt í ljós, að hún hafði aldrei áður setið á hestbaki, þó maður hennar væri góður reiðmaður. Fjóla, konan min, er alvön hest- um, enda notuin við hesta fyrir líkamsæfingar á sumrin, og skemtum okkur betur á hestbaki en í hílum. Pað liggur þvi í augum uppi, að Fjóla reið í broddi fylkingar og gerði Mexico félaginn alt, sem i hans valdi stóð, til þess að reyna að fylgj- ast með. En eg — ó, hlutverk mitt varð það, að líta eftir spánsku frúnni! Fyrst gekk alt vel, að minsta kosti á meðan við höfðum hallann á móti okk- ur; en þegar á sléttlendi kom, var það eðlilegt fyrir hestana, að fara hraðar, og þar sem hest- ur spánsku frúarinnar var alls ekki vakur, var það einkennileg sjón, að sjá hana lyftast upp og altaf hitta hnakkinn með öllum likamsþunga sínum. En nú tók verra við: hvert skifti sem hún hitti hnakkinn, byrjaði hún að gefa einkennilegt hljóð frá sér. Að fyrstu var þetta líkt dálitlu sönglagi, nJi i>ú, oh pú pú pú, °hpú! En þegar hún byrjaði á því, að öskra þetta lag, stöðvaði eg hestana. Eg hefi enga hug uiynd um það, hvað hún þyrjaði uú á að segja mér. Hún sagði það með veikri röddu, með biðj- andi láguin tónuin, svo talaði hún hærra og að lokum með hjölluhreinum skipandi tónum. Hún lirosti — hún hló og hún grét. Og á meðan á þessu stóð, notaði hún, hendurnar eins fim- lega og tunguna. Hún benti nið- ur á götuna og svo á næsta augnabliki í allar áttir og með hverri handarsveiflu ski/fti hún um svip. Að lokum komst eg að þeirri niðurstöðu, að hún væri að mælast til þess, að við snérum við, til borgarinnar. Eg var með “hálfuin huga.” Mér þótti það ekki vel við eiga, að snúa til baka, með þessari ó- þektu frú og skilja við konuna mina með Mexico félaganum, sem eg þekti alls ekkj. Að lok- um afréð eg að snúa við og hjálpa henni til baka til gisti- hussins. Þegar hestarnir urðu varið við það, að við vorum á heimleið, fóru þeir hraðar, og þar sem spánska frúin hafði ekkert taumhald á hesti sínum. hrasaði hann en hún steyptisl yfir makkann á honum og af til- viljun svo faglega, að skrípa- leikarar leikhúsanna hefðu ekki getað gert það betur, því hún hom niður sitjandi. Svo fórnaði hún höndunum upp til hestsins, sem stóð yfir henni og lagði sig svo á bakið, eins og jörðin undir henni væri þægilegur legubekk- Ur. Hún hafði fallið í ómegin. Auðvitað hraðaði eg mér af baki °g batt hestana svo að þeir gætu e'hki hlaupið frá okkur og nú hyrjaði eg á þvi að stumra yfir Húnni. Hún opnaði bráðlega augun og Jeit á mig og hestana, sem stóðu þarna hjá okkur. Svo hyrjaði hún að tala og um leið henti hún á hestinn, sem hún halði fallið af. Hún var bros- andi og sveiflaði hendinni í hringa og eg tók það svo, að hún v*ri að segja mér frá því, hvern- hún hefði kollveltst i gegnum Joftið þangað til hún hitli jörð- *ua. Hún benti á bletlinn við hhðina á sér, þar sem hún lá. harna hafði hún komið niður °g svo strauk hún sitjandann á sJáifri sér. En er hún fann til sársauka eftir fallið, í vöðvuin þeim, sem liöfðu fyrst hitt jörð- lna, þagnaði hún á augabragði, hrosið hvarf og krainpadrættir ^Uynduðust við munnvik hennar °g nú byrjaði hún að gráta. Tárin flóðu niður um kinnar hennar og svo kom ein þulan enn. Hún talaði nú í einkenni- •egum, sundurlausum setning- um og gleypti andann á milli orðanna, krepti hnefana og benti a hrossin, sem stóðu þarna hjá °kkur hreyfingarlatis og svo strauk hún aftur bakhluta lik- ama síns. Að líkindum var hún nú að segja mér, hve mikið hún hefði meitt* sig og að þessi ótta- lega skepna, reiðhesturinn henn- ar, væri orsökin að þessum ótta- legu óhöppum. Það var farið að skyggja af degi og mér leist alls ekki á blikuna. Hún virtist alveg vera ákveðin í þvi, að liggja þarna um ótakmarkaðan tima og þeg- ar eg var að reyna til þess, að gera mig skiljanlegan um það, að við yrðum nú að halda áfram til borgarinnar, hristi hún höf- uðið og svo kom ein af þessum löngu þulum hennar, með alls- konar sveiflum með höndunmn og endalausum svipbreytingum. Að lolvum varð þolinmæði ininni um of boðið. Eg þreif frúna upp og kastaði henni ómjúklega i hnalekinn á hesti hennar. Þetta skeði alt í svo fljótu bragði, að frúin gat ekki áttað sig á því, hvað komið hefði fyrir, fyr en hún var í hnaltknum. En þar sem eg haifði staðið við öfuga hlið hennar þegar eg lyfti henni upp, hafði eg kastað henni öfugt i hnakkinn, svo bak hennar sneri til makka hestsins. Auðvitað hefði eg leiðrétt þetta mistak mitt, ef þess hefði verið kostur, en svo varð ekki. Á því augna- bliki er frúin varð vör við það, að hún var í hnakknum aftur, greip hún báðum höndum í ól- arnar, sem lágu undir taglið á hestinum og hélt sér þar dauða- haldi. Eg tók því taumhöldin stökk á bak á minn hest og leiddi hest frúarinnar niður brekkurnar, áleiðis til borgar- innar. Eg varð fJjótlega var við það, að frúin var í minni hættu að sitja öfugt í hnakknum, en hún hefði verið, ef hún hel'ði setið hestinn á vanalegan hátt. Það var nú engin hætta á þvi,y að hún steyptist fram yfir mak ka hestsins á meðan hún hélt sér í taglólarnar. Þegar við komum til balca til gistihússins, fann eg Mrs. Pálmi þar með félaga hennar. Þau höfðu farið aðra leið til baka og biðu nú óþreyjufull eftir komu okkar. Þegar þau sáu spánsku frúna öfuga í hnakknum, héldu þau strax, að hún hefði meiti sig hættulega og var maður hennar fljótur til þess, að taka hana af baki og spyrja hvernig á þessu stæði. Nú byrjaði spánska frúin á því, að sliýra manni sínum frá æfintýri sínu, og það gerði hún af mestu snilli, því þó að eg sliildi ekki eitt ein- asta orð af þvi, sem hún var að segja, voru svipbrigði hennar svo skiftarík i samræmi við sveiflur lianda hennar og hreyfingar lík- ama hennar, að freleari útskýr- ingar virtust ekki nauðsynlegar. “Hvað er hún að segja?” spurði Mrs. Pálmi manninn hennar. “Rétt núna er hún að reyna að telja mér trú um það, að maður- inn ,þinn sé hetja,” svaraði Mexicobúinn og leit til mín í- skyggilega. “Hvað þá?” spurði Mrs. Pálmi undrandi. Seinna um lvvöldið hlóum við öll að þessum atburði yfir fáein- um vínkollum þar sem spánslui frúin sat betur í söðlinum en Mrs. Pálmi. Brautin, sem liggur frá Taxco til Acapulco er ekki góð. Hún er of þröng og vegna þess, aö rigningasamt hafði verið á þessu svæði, höfðu lausir steinar og smáskriður fallið yfir veginn úr hlíðunum fyrir ofan brautina. Ennfremur hafði vatnstraumur eytt jarðlögunum undir sement- þekjum brautarinnar svo að menn urðu að aka bílunum, á slikum stöðum, með mestu var- kárni. Þrátt fyrir það, kom- umst við slysalaust til Acapulco. Þessi staður hefir varla meira en 15,000 íbúa og virtist mér fólkið sem þar lifir, vera ein- kennileg blanda af Svertingjum, Indíánum og Hvitingjum. Út á klettaröðlinum, sem stendur lengst til hafs, eru mörg aðsetur ríka fólksins, ekki aðeins frá þessu bygðarlagi, heldur og frá öðrum löndum; jafnvel auð- rnenn frá Evrópu eiga þar heim- ili. Höfnin er ágæt og svo djúp, að hafskip geta jafnvel legið við fjörusteinana. li’yrir þessar á- stæður er þar því mikil umferð, því þar er viðkomustaður á milli Suður- og Norður-Amcríku við Kyrrahafið. Loftslag borgarinn- ar virtist mér ekki gott. Það er bæði heitt og rakasamt. Svitinn storknar á líkama manna svo menn finna til þess, að þeir þurfi að baða sig á hverri klukkustund. Allur gróður á þessu svæði, er því reglulega “tropical” eða hitabeltisgróður. Götur borgarinnar voru óhreinar og framúrskarandi ósléttar. Úli á tanganuin, þar sem auðfólkið lifir, var þó alt fágað og fagurt. Líklega er aðalástæðan fyrir þri, að Acapulco er svo mikið heim- sótt af ferðafólki frá Bandaríkj- unum, sú, að sjórinn við þessar strendur er svo fullur af alls- konar fiskategundum, og að það er tiltölulega auð\relt að veiða fiskinn. Seglfiskarnir eru þó aðal fiiskitegundin, sem menn skemta sér við að veiða. Þetta eru stórir og miklir fiskar. Það er alls ekki auðvelt að draga þá innbyrðis, jafnvel þó þeir 'hafi svelgt iingulinn, venga afls þeirra og hörku. Fiskar þessir eru veiddir frá stórum mótorbátum, sem liafa rúm fyrir fjóra gesti eða fiskimenn, bátstjóra og véla- meistara. Venjuleg leiga fyrir þessa bála er 125. Mexico doll- arar á dag, og þar sem þeir veiða hér um bil 15 til 20 mílur frá landi, er ekki hægt að áætla minna lyrir en 10 til 12 tíma útivist. Menn taka því nesti með sér, sem gistihúsin útbúa fyrir þá, og eru því dagarnir á hafinu mjög hressandi og skemtilegir ef eðrið er gott. Allir þessir bát- ar hafa sólhlífar svo menn skinnbrenna ekki á meðan þeir eru úti á hafinu. Á gistihúsinu Las Palmas í Acajndco, kyntist eg, fyrsta dag- inn, sem eg dvaldi þar, manni frá Argentínu í Suður-Aineríku, Dr. F. J. Weil. Hann var þar á skemtiferð með konu sinni. f raun og veru var heimili hans i New York, N.Y., því hann \iar einn af fjármála-sendiherrum Argentínu i Washington. Eftii að hafa haft tal við hann um kvöldið og hlustað á margar góð- ar upplýsingar um Argentínu, lifnaðarhætti þar, o. s. frv., og gefið honum aftur nokkrar upp- lýsingar uin mitt eigið ættland, afréðum við að taka inótorbát til leigu og faria í fiskileiðangur daginn eftir. Báturinn, sem við leigðum var einihver allra glæsi- legasti og fljótasti báturinn þai á höfninni og bátstjórinn var orðlagður fyrir heppni sína í ifiskiveiðum. Þrátt fyrir það, var hann einhver hinn allra ískyggi- ílegasti félagi, sem eg hefi séð. Andlit hans bar tvö heljar-mikil ör og fram armleggur hans bar einnig ör eftir djúpt sár; þar að auki hafði hann mist þrjá fing- ur af hægri hendi sinni. Það var l>ví auðséð, að þessi félagi hafði víða verið, þó að hann væri tæplega yfir þrítugt að aldri. Þegar hann var að beita önglana fyrir okkur, spurði eg hann hvernig hann hefði mist fingurna. “f verksmiðju i Dc- troit,” sagði hann blátt áfrain og hélt áfram að beita önglana. “Það lítur út fyrir, að ]>ú hafir átt þátt í stjórnmálum þessa landis, ef eg dæmi eftir örunum á andlitinu á þér?” spurði eg. Nú brosti hann. “Eg var einu sinni í dáliitluin bardaga,” sagði hann og benti á annað örið á andlitinu á sér. “Hitt örið er eftir kærustuna mína,” bætti hann svo við, eftir litla þögn. “Mjög góð stúlka,” sagði eg lágt. “ó,” sagði hann, “það var í raun og veru alt mér að kenna, eg þekti systur hennar ekki frá henni sjálfri, svo hún varð öfundsjúk. Hún tók því sverð eins vinar míns, með þelm á- setningi að enda líf mitt með því, en eg sá hana útundan mér og vék mér til bliðar, svo aö oddurinn á sverðinu rispaði að- eins vangann á mér. Það var alt og sumt.” “En hvernig stendur á örinu á fram-armlegg þínum?” spurði «g- “ó, það var í raun og veru djúpt sár, sem greri seint,” sagði hann og nuggaði örið með vinstri hendinni. “Þegar eg sættist við kærustuna mína, eftir að sárið á vanganum á mér var gróið, varð systir hennar öfundsjúk og særði mig í fimm stöðum á likama mínum, með einu af þessum sværðum, áður en eg gat tekið það af henni.” Mér var hlátur í huga, en eg slilti mig, því margir Mexico- búar fyrirgefa það seint, ef menn hlæja að einlægni þeirra. Eg spurði þvi blátt áfram: “En hvað gerðir þú við kvenmann- inn eftir morðtilraun hennar?” “Eg barði hana þangað til að eg féll í ómegin af blóðmissi frá sárum mínum,” isagði hann og andlit hans varð ákaflega hörku- Jegt.----- Þegar við konium hér um bil 10 miílur út á hafið, var undir- alda mikil þó að veðrið væri gott. Báðar konurnar, Mrs. Pálmi og Mrs. Weil, urðu sjósjúkar og lögðu sig því niður á þægilega legubekki, sem þar voru, en við Dr. Weil og eg, héldum áfram við fiskiveiðarnar. Við höfðum litla heppni i þetta sinn, sem' or- sakaði gremju mikla hjá for- manni okkar. Hér varð eitt- hvað til bragðs að taka. Hann byrjaði því á því, að hrækja á beituna, 'áður en hann beitti önglana. Þegar það dugði ekki, kastaði hann beitunni aftur fyrir 'sig með hægri hendi og greip hana með vinstri hendi sinni, þegar hún flaug yfir vinstri öxl hans. Svo hrækti hann á hana aftur og beitti önglana. Þegar það varð til einskis, beit hann skarð úr beitunni, tugði það og át, kysti öngulinn, beitti hann og kastaði honum svo útbyrðis. Það dugði. Þá sneri hann sér mjög hróðugur að okkur Dr. Weil og sagði: “Sáuð þið hvernig eg taldi fiskinum trú um það, að beitan væri góð!” (Niðurlag nœst) Örstutt œfiminning um íslenzka merkiskonu Sigurlaug Jónína Rögnvalds- dóttir Kristjánsson, dáin 13. marz 1940, lí Vancouver, B.C., tæplega 55 ára gömul. Jónína (eins og hún var ætíð nefnd á sínu heimili) var fædd 9. maí 1885, á Sævarlandii í Ytri Laxárdal í Skagafjarðarsýslu á fslandi. Foreldrar hennar, Rögnvaldur Guðmundsson og Helga Jóhanns- dóttir, fluttu til Ameríku árið 1889, eftir 4 ára búskap heima, og settust að í Kienora, Ontario, í Canada, og bjuggu þar 24 ár. Þarnæst fluttu þau vestur á Kyrrahafsströnd, í janúar 1913, og settust að í Vancouver, B.C., þar dvöldu þau rúmlega 3 ár. Jónína giftist i Winnipeg í júlí 1910, Stefáni Kristjánssyni (húsasmið) og þar munu þau hafa búið fyrstu 2 árin. En svo fluttu þau sig til Vancouver, B.C. árið 1912, og voru þar næstu 4 árin. Þar næst settust þau að í smábæ 312 mílur norðar með ströndinni, sem nefnist Ocean F'alls. Þar fékk Stefán atvinnu við húsabyggingar, og það sama ár iflutti öll fjölskyldan frá Van- couver til Ocean Falls. f O. F. munu þau hafa búið í 5 eða 6 ár. En um 8 ár á Hunter-eyjunni, þar sein íslendingabygðin var þá, — um 25 mílur vestur sjó- leiðis frá O. F. En foreldrar Jónínu voru kyr í O. F. þar sem Rögnvaldur hafði stöðuga at- vinnu á pappirsgerðar-myllunni hjá tengdlasyni sínum, Cecil Knapp, sem var þá einn af yfir- verkstjórum 1 myllunni. En haustið 1930 flutti öll familían aftur til Vancouver og settist þar að — og er hér enn. Faðir Jóninu dó í Ocean Falls 7. marz 1930, og var þess getið i Lögbergi það saina ár—æfisögu- brot eftir Bjarna Lyngholt, og visast hér til þess, til leiðrétt- ingar við þessi ummæli min, sem fyrir gleymsku sakir og ófull- komnar upplýsingar, eru ináske óviljandi þó, óábyggileg í vissum atriðum. Svstkini Jónínú sál. voru sem hér segir: Tihómas, giftur hér- lendri konu, býr í Vancouver; Guðmundur, dáinn í Vancouver 1920, ógiftur; Soffía, gift Cecil Knapp Bandarikjamanni, [>au búa í Camas, Wash. og eiga 3 börn. Börn Jónínu og Steifáns eru þessi: Jóhann Friðrik, nýlega giftur canadiskri konu; Margrét Lilja, gift hérlendum inanni, C. E. Cross, hann er hér póst- maður og á sitt eigið heimili, og hjá Margréti dótturdóttur sinni dvelur nú Helga í hárri elli. Þar næst er Kristán Helga, gift Canadamanni; Thómas Guð- mundur, giftur hérlendri konu, hann vúnnur við skógárhögg norður með strönd, um bústað hans er mér ókunnugt. Jónínu sál. sakna allir, sem henni kyntust, því hún var val- kvendi, og velmetin af öllum, skyldum sem vandalausum. Þessvegna þakka eiginmaður og börn hennar og eftirlifandi móð- ir, fyrir umliðnar sælustundir. og móðurlega ást og umhyggju til æfinnar enda, og geyma lofs- verða minningu hennar til æfi- Joka. P.S.—Þessi uinsögn hefði átt að komast á prent fyrir tveimur árum siðan, en ýmsra orsaka vegna hefir það fyrirfarist (eða glevmst). Með innilegri vinsemd til allra hlutaðeigenda. Þ. K. K. Vancouver, B.C., i marz 1942. Frúin:—Jæja, þér eruð lniin að ráða yður hjá henni frú önnu. Sögðuð þér henni, að þér hefðuð Verið hjá mér í þrjár vikur? Stúlkan: — Já, og hún sagði, að eg þyrfti engin frekari með- mæli, fyrst eg hefði tollað það lengi hjá yður. Business and Professional Cards Legsteinar sem skara framúr Úrvals blágrýti og Manitoba marmari Skrifið eftir verðskrá THE WATCH SHOP Diamonds - Watches - Jewelry Agents for BULOVA Watches Marriage Licenses Issued GILLIS QUARRIES, LTD. 1400 SPRUCE ST. Winnipeg, Man. Thorlakson & Baldwin Watchmakcrs and Jewellers 699 SARGENT AVE., WPG. J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPEG. • Thorvaldson & Eggertson Lögfrœöingar F&stelgnas&l&r. Leigja hfls. Dt- vega peningalán og eldsábyrgC, bifreiCaábyrgC o. s. frv. PHONE 26 821 300 NANTON BLDG. Talslmi 97 024 Dr. P. H. T. Thorlakson DR. A. V. JOHNSON 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy SU. Phone 22 866 Dentist 9 C Rea. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 27 702 DR. A. BLONDAL Physician & Surgeon 602 MEDICAL ARTS BLDG. Slmi 22 296 Heimili: -108 Chataway Slmi 61 023 A. S. BARDAL 848 SHERBROOOKE ST. Selur llkklstur og annast um út- farir. Allur útbflnaCur sá be*U. Ennfremur selur hann allskomu- mlnnlsvarCa og legsteina. Skrifstofu t&lslml 86 607 Heimills talslml 501 662 H. A. BERGMAN, K.C. itlenzkur löofrœBinour 9 Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1856 Phones 95 062 og 39 043 Dr. S. J. Johannesson 215 RUBY STREET (Beint suSur af Banning) Talsfmi 30 877 • ViCtalstimi 3—-5 e. h. Arthur R. Birt, M.D. 605 MEDICAL, ARTS BLDG. Winnipeg Lækningastofu-sfmi 23 703 Heimilissfmi 46 341 Sérfrœöingur í öllu, er aö húösjúkdómum. íýtur ViCtaistlmi: 12-1 og 2.30 til 6 e. h. EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. tslenzkur lyfsali Fólk getur pantaC meCul og annaO meC pösti. Fljót afgreiOsla. —^----------------------- Peningar til útláns Sölusamningar keyptir. BújarCir til sölu. INTERNATIONAL LOAN COMPANY 304 TRUST & LOAN BLDG. Winnipeg DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Gr&ham og Kennedy SU. Phone 21 834—Office tlmar 2-4.1« • Helmill: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. ROBERT BLACK SérfræOingur I eyrna, augna, nef og háissjflkdömum 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy ViCtalsUmi — 11 til 1 og 2 tll 5 Skrifstofuslmi 22 251 Heimiilsslml "401 991 Office Phone Pe- phone 87 29? 72 409 Ðr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment DRS. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknmr 9 406 TORONTO GEN. TRU8TS BUILDING Cor. Port&ge Ave. og Smith St. PHONE 26 645 WINNIPEG ST. REGIS HOTEL 286 SMITH ST„ WINNIPEQ • Pœgilegur og rólegur hústaöur 4 miöhiki borgarinnar Herbergi 32.00 og þar yflr; meC baOklefa $3.00 og þar yflr. Agætar máltíClr 40c—60c Free Farking for G-uests

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.