Lögberg - 09.04.1942, Blaðsíða 8

Lögberg - 09.04.1942, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. APRÍL, 1942 Úr borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir siendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feldsted, 525 Dominion Street. Verði $1.00. Burðargjald 5c. ♦ ♦ ♦ Mrs. Guðlaug Eggertsson, hjúkrunarkona, tekur að sér nú þegar sjúkrahjúkrun; hefir hún freklega 30 ára æfingu við hjúkr- unarstörf við góðan orðstír. Heimili hennar er að 543 Victor Street. Sími 33 695. ♦ ♦ f A general meeting of the Junior Icelandic League will bc held in the Antique Tea Room, Enderton Building, Sunday 8.30 p.m., April 12. The speaker will be Mr. A. G. Eggertson, K.C. Topics for discussion will be a new name for the club and a new constitution. All inembers are urged to attend as this is A VERY IMPORTANT MEETING. f- -f f Þakkarávarp F'yrir kærleiksriíka þáttöku í kjörum okkar, við lát og útför systur okkar og fósturdóttur, Guðbjargar TJiordarson, þökk- um við af alhug og biðjum Guð að launa. Aðalbjörg Thordarson, Ingibjörg Thordarson, Selkirk, Man. f f f Laugardagsskóli Esjunnar i Árborg hefir ákveðið að hafa sina lokasamkomu mánudags- kveldið þ. 20. þ. m. Hefir verið mjög til j>ess vandað að gera samkomuna vel úr garði. Verður jiar ineðal annars ínjög gotl barnaprógram, s.s. söngflokkur, upplestur og leikur, sem öll börnin taka þátt i. Ennfremur. og ekki sízt, flytur Dr. Richard Beck þar erindi um viðald ís- lenzkunnar hér i landi. Eru menn hér ineð mintir á að fjöl- menna á þessa samkomu og styðja með því að viðhaldi móð- urmálsins, sem öllum ætti að vera jafn kært. S. E. li. f f f Mr. Jakob J. Vopnfjörð frá Blaine, Wash. kom til borgar- innar á laugardaginn fyrir páska og ráðgerði að dvelja hér í hálfs- mánaðartima hjá dóttur sinni, Mrs. Ottó Jónasson að 215 Kens- ington Street, St. James. Mr. Vopnfjörð lét yfir höfuð vel at hag íslendinga i Blaine og þar annarsstaðar, sem hann er kunnugur á ströndinni; hann er að öllu hinn ernasti og glaður og gunnreifur að vanda. Um þrjú mannalát vestra gat Mr. Vopnfjörð við ritstjóra Lög- bergs, en þau voru þessi: Magnús Jónsson rithöfundur frá Fjalli, rúmlega níræður; Bjarni Lvng- holt, skáld, sjötugur að aldri, og Ólöf Bjorkholm i V'ancouver. TÍMARIT Þjóðræknisfélagi íslendinga XXIII. Ritstjóri Gísli Jónsson. Þessi árgangur Tímaritsins er engu síður fjölbreyttur að efni og- vandaður að öllum frágangi, heldur en hinir fyrri. Flytur 11 kvæði, 6 ritgerðir um ýmisleg efni, 3 sögur og 1 leikrit. Auk ítarlegrar skýrsku frá þingi s.í. árs, og myndir af Sveini Björns syni, ríkisstjóra íslands, J. T. Thorson, ráðherra og W. J. Lin- dal, dómara. Alt er efni ritsins vel læsilegt og gott sýnishorn at bókmentastarfi okkar á árinu. Mestur fengur þótti inér í ritgerð próf. R. Becks um fjölþætt æfi- starf hins ágæta fræðimanns, Halldórs Hermannssonar, og leikrit Dr. J. P. 'Pálssonar. Ritið er, eins og áður, sent öllum með- limum Þjóðræknisfél., sem borga ársgjöld sín. H. G. f -f f Gjafir lil Betel í marz 1942 Dr. B. J. Brandson, Oranges; Sigurlaug .Einarsson, Betel, $10; Mr. Kirisitján Kernested, Gimli, Hefti af ánsritinu “Hlín”; Mrs. Sigurlaug Knudson, Betel, $3; Judge G. Grímson, Rugby, N.D , $5; From the estate of O. A. Eggertson, $10; Miss Steina Ólafsson, Winnipeg, Men’s cloth- ing, etc.; Mrs. E. Diss, Winnipeg, 7% Ibs. Candy; Ladies’ Aid, First Luth. Church, proceeds of Betel Goncert, $141.11; Mrs. J. Stefan- son, Elfros, Sask., “Með beztu páskaóskum’V $1. Kærar þakkir, J. J. Swanson, féhirðir, 308 Avenue Bldg., Winnipeg. f f f Á páskadaginn var athöfn nokkur höfð í Garðarkirkju, áð- ur en sjálf páskamessan byrjaði. •Nýtt kirkjuorgel var þar vígt af presti safnaðarins. Fyrst talaði presturinn nokkur orð. Ávarp- aði hann söfnuðinn í heiid, og talaði sérstök þakkarorð til Mrs. Ingibjargar VV’alter á Garðar, sem hafði gefið söfnuðinum þetta hljóðfæri. Boðaði prestur- inn slíðan vígslusálminn. Var hann sunginn af söfnuðinum, og heyrði fólkið þá fyrst hljóm hins nýja orgels. Að sálminum loknum flutti presturinn stutta bæn, og síðan spilaði organist- inn lag á nýja hljóðfærið. Hófst þá páskaguðsþjónustan sjálf. — Hljóðfærið er nýtt “EstyOrgan,” sem kostaði $540.00. Virðist það muni vera hið ókjósanleg- asta hljóðfæri og tónar þess sér- lega hreinir og fagrir. — Er þetta ein af mörgum stórum og höfð- inglegum gjöfum, sem Mrs. Walter hefir gefið Garðarsöfnuði á síðari áruin. Stendur söfnuð- urinn í stórri þakkarskuld við Mrs. Walter, og ætti þessi gjaf- mildi hennar að vera öllu kirkju- fólki til ánægju og gleði en jafn- framt líka til fyrirmyndar. MINNIST BETEL í ERFÐASKRAM YÐAR HAMBLEYS CHICK ZONE Svo auíSvelt aí5 bæta teskeið i pott í íyrsta drykk unga yðar, til þess að halda melting.. arfærunum I lagi og tryggja lífræna þrðun. Viðskifta- vinir segjast ekki geta verið áu H A M B L E Y’S CHICK ZONE 6 oz., 40c; 12 oz., 75c; póstfrltt 40 oz. $1.25, % gal. $1.50; 1 gal., $2.7 5. Express krafa. Skrifið eftir ókeypis verðskrá með myndum J. J. Hambley Halcheries Winnipeg, Regina, Saskatoon, Calgary Edmonton, Portage, Dauphin. Brandon, Swan Lake Síðastliðið laugardagskvöld voru gefin saman í hjónaband í Fyrstu lútersku kirkju að við- stöddu miklu ifjölmenni, þau Björgvin Westdal, sonur þeirra Mr. og Mrs. Páll Westdal, sem lengi áttu heima í grend við Wynyard, en nú eru búsett hér í borginni, og Miss Evelyn Young, dóttir Mr. og Mrs. A. Young, sem einnig eru búsett hér í borg. Séra Valdimar J. Eylands gifti; við hljóðfaérið var Gunnar piano kennari Erlendsson, en Birgir Halldórsson jók á hátiðleik at- hafnarinnar með eftirminnilega hrífandi einsöng. Að aflokinni vígsluathöfn var setin fjölmenn og áfar ánægjuleg veizla i Masonic Hall á McMillan Avenue, þar sem rikmannlegra veitinga var neytt, og dans stig- inn á eftir með aðstoð ágætrar hljómsveitar. Framtíðarheimili ungu hjón- anna verður hér í borg. Lögberg flytur þeim innilegar árnaðar- óskir. f -f f The Junior Ladies’ Aid óf the First Lutheran Church, Victor St., will hold their Annuai Spring Tea and SaJe of Work in the Ghurch Auditorium on i Wednesday, April 15th, froin 2.30 — 5 p.m. and 8—10 p.m. Special Attraction — Demonstra- tion of work by ícelandie Handicraft Group. Conveners — Mrs. R. H. Arm- strong and Mrs. S. Bowley. Table Captains — Mrs. B. Bald- win, Mrs. F. Thordarson and Mrs. W. F. H. O’Neill. Homecooking — Mrs. J. Tihord- arson, Mrs. B. Guttormson and Mrs. G. W. Finnson. Sale of Work — Convener, Mrs. J. P. Markuson, asissted by Mrs. Iv. Thorsteinson, Mrs. E. S. Felsted, Mrs. 4L Benson, Mrs. W. Jonasson, Mrs. D. Quiggin. Candy Booth—Mrs. G. F. Jonas- son, Mrs. H. Bjarnason and Mrs. I. Ingimundson. Decorating — Miss B. C. Mc- Alpine and Mrs. E. Stephen- son. f f f Það sorglega slys skeði hér i Hensel-bygðinni síðasta dag marz-mánaðar að hestur, sem Einar Scheving var að brynna, ökyrðíst og skaðaði Einar svo háskalega að hann lét lífið af afleiðinguin þess næsta dag. Einar var fæddur í Pembina sýslu 10. okt. 1885, isonur Árna og Margrétar Scheving. Faðir hans dó árið 1899 en móðir hans lifir enn, og hefir veitt heimili hans forustu allmörg síðustu árin. Þrír bræður hans eru enn á lífi. Einar giftist árið 1918, Mary Ann Brown. Eignuðust þau 7 syni og eina dóttur. Mrs. Scheving dó árið 1932. Síðan hefir móðir Einars verið hjá honum og veitt heimilinu for- ustu. Börnin eru öll á lífi. Einar var drengur góður, og mjög vel látinn í nágrenni sínu. Hann var dugnaðarmaður mik- ill og hagur starfsmaður. Er hans sárt saknað af barnahópn- um, aldurhniginni móður og bræðrum og öðrum ættingjum og vinum. Jarðarförin fór fram frá heim- ilinu og kirkju Vídalínssafnað- ar, mánudaginn 6. apríl. Séra H. Sigmar jarðsöng. Hvað veitir bókmentum lífsgildi ? Við fslendingar höfum jafn- an verið bókmentaþjóð, tiltölu- lega umfram flestar aðrar þjóðir. Bókmentir okkar í bundnu og ó- bundnu máli eru okkar dýr- mætasti arfur. Þær hafa stuðl- að að fulkominni varðveislu tungunnar, og þær hafa valdið því, að margfalt mannfleiri og voldugri þjóðir hafa alt til þessa litið upp til litlu íslenzku þjóð- arinnar, sem mikillar menning- arþjóðar. Það er þvi ekki að undra, þótt bókmentir séu öllum hugsandi Islendingum mikið og margvíslegt umhugsunarefni. Meðal annars vaknar oft þessi spurning: Hvað veitir þeiin lifs- gildi, þ. e. hvernig stendur á því, að sum bókmentaverk lifa og eru síung og sífersk með þjóðinni, þegar önnur, sem oft var hossað hátt, er þau birtust, falla brátt í gleymsku og dá og engir nema fræðimenn kannast við þau eftir nokkur ár eða áratugi. Samtiðin sendi s.l. sumar nokkrum þjóðkunnum íslenzk- um rithöfundum og skáldum eftinfarandi fyrirspurn: Hvað veitir bókmentnm lífsgildi? Birt- ast hér nú svör þau, er ritinu hafa borist í þeirri röð, sem þau bárust, en nokkrir menn hafa engin svör sent, og er það að vonum, meðan sú venja, að svara alls ekkí bréfum, er jafn algeng með íslendingum og raun ber vitni. En sá skortur á sjálf- sögðustu kurteisi á vafalaust fyrir sér að hverfa með bættu uppeldi og aukinni siðfágun þjóðarinnar. Kristmann Guðmundsson skáld svarar: “Heilagur andil” Gunnar Gunnarson skáld svar- ar: “Sannleikur, mannúð, virðing fyri-r helgi lifsins — og list.” Guðmundur Friðjónsson skáld svarar: “Andagift og orðheppni.” Margrét Jónsdóttir skáldkona svarar: “Rödd hjartans og Ijósið að ofan.” Kjartan J. Gíslason, skáld frá Mosfelli svararx “Hæfileikar höfunda og gáf- aðir lesendur.” Lárus Sigurbjörnsson rithöf- undur svarar: “Harmsaga mannsins frá kyni til kyns.” Magnús Ásgeirsson skáld svar- ar: “Lesendurnir.” Knútur Arngrímsson kennari svarar-: “Að nógu margir trúi því, að eilthvað sé í þær varið.” Guðmundur Daníelsson, skáld frá Guttormshaga, svarar: “Innblástur heilags anda—eðo. blygðunarleysi útgefanda og trú- girni lesendanna.” Hans Klaufi skáld svarar: “í alt of mörgum tilfellum bókbindarinn og gyllarinn.” Jón Magnússon skáld svarar: “Lífsgildi bókmenta er í engu einu fólgið, heldur í öllu, sem stuðlar að því, að draumur mannkynsins um vaxandi fegurð og hamingju rætist.” ólafur Jöh. Sigurðsson skáld svarar: “Sannleikurinn.” Þórunn Magnúsdóttir skáld- kona svarar: “Sannleiksvilji sálkönnun og stílsnild.” Séra Jakob Jónsson svarar: “Að með fullkomnu, listrænu formi sé túlkað það tilfinninga- og hugsanalíf, sem manninum er áskapað á öllum timum og undir öllum kringumstæðum.” Samtíðin þakkar ofangreind- um mönnum þessi athyglisverðu svör og ræktarsemi þá, er þeir hafa sýnt bókmentunum með því að svara fyrirspurn ritsins. —(Samtíðin). Veljið fallega og nothæfa KVENSOKKA EATONIA — Bemberg rayon og silkibolur. Úrvals chiffon og meðalþykt chiffon. Fulltízka. Styrkt með lisle baðmull. Margskonar litir. (f- * a Parið á I. I O THRIFT — Bemberg rayon bolur. Baðmull að ofan. Hagkvæm chiffon þykt. Fulltízka. QOp Vinsælir litir. Parið á BRAEMORE — Bemberg rayon bolur. Baðmull að ofan. Meðal chiffon. Styrkt með lisle <r* ma baðmull. Vinsælir litir. Parið á )liUv) Slærðir allra gerða 8V2 til IOV2 Hosiery Section, Main Floor, Portage. <?T. EATON C9, LIMITEO Séra Valdimar J. Eylands hel- ir verið til þess kvaddur aí' National Religious Advisory Council að útvarpa stuttum morgun-guðsþjónustum yfir CBC útvarpskerfið dagana 20. — 25. apríl, frá kl. 10—10:15 f. h. (Kl. 9 Mountain Time). útvörp þessi má heyra frá stöðinni CBK f Watros, Sask. Fjaðrafok Sögur um Kristján X. Einhverju sinni var það á stúdentsárum Kristjáns prins, að hann bauð söngfélagi stú- denta til sín. Wöldike skólaeftir- litsmaður hólt skemtilega ræðu við þetta tækifæri og sagði m. a.: “Það hlýtur að vera gaman að vera prins — sérstaklega þar sem maður getur verið svo gest- risinn. Þegar við hinir bjóðum til okkar gestum, neyðumst við til að fá silfurborðbúnaðinn að láni.” “Afsakið,” skaut Kristján prins inn í ræðuna. “Borðin, sem við sitjum við núna, fékk eg lánuð á veitingahúsinu Lott- enborg.” • Það er sagt, að einu sinni er Kristján konungur var á veiðum í Svílþjóð, hafi hann spurt skóg- arvörð einn, hve mörg ,dýr hann væri búinn að skjóta. “Tólf,” svaraði skógarvörður- inn. “Það er skrítið,” sagði kon- ungur. “Eg hefi ekki skotið nema 9 skotum.” Er hægl að rengja tölur? Vierkamaður einn, sem vann hjá gömlum Gyðingi, fór til hans og bað um launahækkun vegna þess að hann heí'ði svo mikið að gera. “Hvað segir þú?” sagði gamli Gyðingurinn. “Þú hefir það mjög svo rólegt, því þú vinn- ur í raun og veru alls ekki neitt. Sjáðu nú til: Það eru 365 dagar í árinu. Á hverjum degi sefur þú 8 klukku- stundir. Það eru 122 dagar og þá eru eftir 243. Átta stundir á dag áttu frí. Þá eru eftir 121 dagur. Eg gef þér klukkustund á hverjum degi til matar. Það eru 15 dagar í viðbót og þá eru eftir 106. Þú vinnur ekki á sunnudögum. 52 dagar þar og eftir eru 54. Þá vinnur ekki nema hálfan daginn á laugar- dögum — 26 dagar frá enn, 28 eftir. Þú hefir hálfsmánaðar sumarleyfi árlega og vika fer í veikindi. Þá eru ekki eftir nema 7 dagar til að vinna. Ekki vinnur þú á nýársdag, afmælis- dag Washingtons, 4. júlí, 1. mai, þakkargjörðardag, og jólin held- ur iþá helg, auk þess sem fleiri dagar ifara forgörðum hjá þér. Eg ætti ekki annað eftir en að hækka launin þín! Þú skuldar mér stórfé!” • —Eg vissi ekki hvað hamingja var fyr en eg gifti mig — og þá var það of seint. M essu boð Fyrsia lúterska kirkja Séra Valdimar ./. Eylands prestur. Sunnudaginn 12. apríl: Guðsþjónustur með venjuleg- um hætti: á ensku kl. 11 f. h. á íslenzku kl. 7 e. h. •f -f -f Gimli preslakall Sunnudaginn 12. apríl: Betel, morgunmessa; Gimli, ís- lenzk messa kl. 3 e. h. B. A. Bjarnason. •f -f -f Messa í Riverion Næsta sunnudag, 12. april, kl. 8 e. ih., verðurfíslenzk imessa í kirkju Bræðrasafnaðar. B. A. Bjarnason. -f -f -f Sunnudaginn 12. april inessar sérséra H. Sigmar í Vidalins- kirkju. Kl. 11 f. h. og í Péturs- kirkju að Svold kl. 2.30 e. h. Báðar messurnar á ensku og báðar páskamessur. Næsta messa á Mountain verður sunnudaginn 19. april en ekki 12. apríl. Sú messa á ensku og byrjar kl. 8 að kveldi. Fólk vinsamlega beð- ið iað sækja messur sein allra bezt. -f -f f Á páskadagsmorgun kl. 11 f. h. var fjölmenn guðsþjónusta i kirkjunni á Mountain. Var faún öll hin hátíðlegasta og jók það mjög á hátíðleik hennar, að stór söngflokkur undir leiðsögn ihr. Ragnars H. Ragnar söng þar tvo fagra hátíðasöngva, “Þitt lof, ó, Drottinn” eftir Beethoven og “Lofið Guð í helgidómi hans ’ eftir G. Wennerberg, — auk Iþess sem flokkurinn beitti sér fyrir sálmasöng og messusvör- um. Var hinn bezti rómur gerður að þessum hátíðasöng. -f -f -f Messur í Vainabygðum Séra B. Theodore Sigurðsson prédikar á sunnudaginn þann 12. þ. m. á eftirgreindum stöð- um: Foam Lake, kl. 2.30 e. h. íslenzk messa. Leslie kl. 7.30 e. h. ensk messa. % <é> V 0 TIL ÞESS AÐ TRYGGJA YÐUR SIIJÓTA AFGREIÐSLU Skuluð þér ávalt kalla upp SARGENT JWl PHONE 34355 - 34 557 SARGENT and AGNES TRIJMP TAXI ST. JAMES Phone 61 111 KAUPIÐ ÁVALT LIMBEC hjá THE EMPIRE SASH & D00R C0. LTD. HEISIRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 bOjarðir til sölu I LUNDAR-BYGÐUM S.W. 23-20-6 W. S.E. 28-20-6 W. S.W. 35-20-6 W. KJÖRIiAUP FYRIR PENINGA ÚT í HÖNH Spyrjist fyrir hjá THE MANITOBA FARM LOANS ASSOCIATION 404 TRUST & LOAN BLDG. WINNIPEG, MAN.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.