Lögberg - 09.04.1942, Blaðsíða 5

Lögberg - 09.04.1942, Blaðsíða 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 9. .APRÍL. 1942 5 atómrannsóknum geri vísinduni og mannkyni meira gagn en nokkrir aðrir, sem hingað til hafa lifað. Ef mennirnir i heimsku sinni nota ekki hina nýju þekkingu tli þess að eyði- leggja sjátfa sig í þ%i styrjald- ar Ragnarökkri sem yrði voða- legast allra styrjalda. —(Lesb. Mbl.). Dánarfregn Mrs. R e g i n a Vilhelmina Schaldemose Skúlason, andaðist að heimili Skúla sonar síns, og Guðrúnar dóttur hans, i River- ton, Man., eftir istutta legu, þann 23. marz, árdegis. Hún var fædd 24. okt. 1844, og voru for- eldrar ihennar Jóhann Schalde- rnose, og Guðrún kona hans, bú- andi á Nýlendi í Skagafjarðar- sýslu. Var faðir ihennar dansk- ur að ætt, en móðir hennar mun hafa verið ættuð úr Skagafirði. Hún ólst upp hjá foreldrum sín- um en giftist 22 ára að aldri Sigfútsi Skúlasyni úr sama hér- aði, árið 1866. Þau settust að á eignarjörð hans, Axlarhaga, og bjuggu þar allan sinn búskap á íslandi. Þau eignuðust 8 börn, en 3 náðu fullorðins aldri. Karl sonur þeirra dó á fslandi full- þroska maður. Regína og Sig- fús maður hennar fluttu vestur um haf árið 1884, og ásamt þeim börn þeirra tvö: Ingibjörg og Skúli. Um istutta stund dvöldu þau í Winnipeg, en fluttu þá til Mountain, N. Dak., og bjuggu þar í mörg ár. Þaðan fluttu þau til Galiento, Man., þar dó Sigfús inaður hennar 1917. Árið 1920 fluttist ihún, á'samt Skúla syni sínum og Guðrúnu dóttur hans, til Riverton, Man., naut hún elsku og umönnunar þeirra, og hagkvæmrar ihjúkrunar sonar- dóttur isinnar. Að því fráteknu að heyrn Ihennar sljáfgaðist sið- ari ár, naut hún sæmilegrar heilsu, var mjög tápmikil og hraust að upplagi. Til hinztu stunda gat hún lesið sér til á- nægju og dægrastyttingar. Hafði hún alla æfi verið mjög bókelsk. Hun fylgdist furðu vel með öllu bvi er daglega bar við, og naut sin einkar vel með tilliti til Jiess hve háöldruð hún var. Mun hún hafa verið ein elzta manneskja islenzk í norðurbygðum Nýja ís- 'onds. Að sögn þeirra, er bezt Þektu hana, var hún glaðlynd eðlisfari og tók straumhvörf- um Mfsins með jafnaðargeði. Hún átti trygga lund og einlæga bingun til að gleðja aðra. Byrði langrar æfi bar hún með þreki °8 þolinmæði, og djúpu trausli l,I hans, sem öllu stjórnar. Átti hún hlý ítök í margra hugum. Gtför hennar fór fram þann marz, fór athöfnin fram frá heimili hinnar látnu og frá þi^kju Bræðrasafnaðar, í River- tn» undir stjórn sóknarprestsins, séra B. A. Rjarnasonar. Sá, er iinur þessar ritar mælti einnig kveðjuorð. S. ólafsson. Dánarfregn Guðbjörg Thordarson, ættuð lrá ^kirk, Man., andaðist þann i marz á St. Boniface sjúkra- hfisinu í Winnipeg, eftir stutta egu þar. Hún var fædd í Þórs- kofn á Færeyjum 29. júlí 1883; ?°ru freldrar hennar Matthías fhordarson skipstjóri, ættaður ra Austmannsdal í Arnarfirði u8 fyrri kona hans, Thora ■ norradóttir, ættuð úr Reykja- 'rik. Siðar fluttist hún, ásamt oreldrum sinum til fslands; f valdi Mattihias þá um hríð, og endi Jiar stýrimannafræði. Árið Hutti hann til Canada, sett- 'st hann strax að í Selkirk, og “ ll f,ar heima þaðan af. Var <>nn sennilega einn allra víð- orlasti íslendingur, er til þessa ands hefir komið til langdvalar. a«i hngi verið i’ siglingum, ? al annars farið 14 sinnum J ir Miðjarðarlínu. Lauk hami UlJög Iofsamlegum prófum i sjó- mannafræði og þar að lútandi ifræðum í Danmörku. Fyrsta prófi þar lauk hann 1877; stund- aði nám við æðri sjómannaskóla, og liauk loks fullnaðarprófi það- an, árið 1881, með bezta vitnis- burði; mun hann hafa verið einn af allra fyrstu íslendinguin er slíkt próf intu af hendi, á síðari tímum. Markús frændi hans Bjarnason, síðar stýri- mannaskólastjóri, mun hafa tek- ið próf um líkt leyti. Tveim ár- um eftir hingað komu sína misti Matthías konu sína, frá dætrum þeirra ungum. Um 1890 kvænt- ist hann Ingibjörgu Jónsdóttui ifrá Hnjúkum á Ásum í Húna- vatnssýslu; gekk hún dætrum hans i góðrar móður stað, ann- ast og Aðalbjörg, dóttir Matthí- asar, um fósturmóður sína með stakri snild, — í elli hennar. Guðbjörg var að sögn kunn- ugra mjög glæsileg og vel gefin, og átti mikla hæfitegleika að vöggugjöf. Ungþroska fór hún að heiman, dvaldi um hríð í Winnipeg; síðar átti hún heima í N. Dakota, um 9 ára bil. Um mörg síðari æfiár átti hún heima d Argylebygð, í grend við Baldur, Man. Hún var af kunnugum talin mikil og dugandi starfs- kona, og vann -jafnan í annara þjónustu. Hún eignaðist einn son, Stefán Baldur að nafni, er nú dvelur vestur á Kyrrahafs- ströndt Tvær systur hennar eru á lífi: Súsanna Maria, gift Jóni Sigmundssyni á ísafirði á ís- landi og Aðalbjörg, heima með fóstru sinni, í Selkirk, fyr- nefnd. Útför Guðbjargar fór fram þann 20. marz, frá kirkju Selkirksafnðaar, að mörgu fólki viðstöddu. Sóknarprestur túlk- aði kveðjuorð. S. ólafsson. Æfiminning Þann 6. maí síðastliðinn and- aðist að heimili sínu við Wapah, Man., bóndinn Sumarliði Brand- son. Hafði hann ufn nokkurn tíma kent sjúkdóms þess’a er dró hann snögglega til dauða (hjarta- bilunar). Sumarliði heit. var fæddur 6. mai 1872 1 ólafsvík, í Snæfells- nessýslu og dvaldi hann þar eða á þeim slóðum meðan hann var á íslandi. Foreldrar hans voru Brandur Guðmundsson og Guð- rún Sigurðardóttir, og bjuggu þau í ólafsvík. Aðalatvinnuvegur Sumarliða heitins, heima á fslandi var sjó- sókn. Þann 19. des. 1904, giftist hann Guðfinnu Haraldsdóttur, og lifir hún mann sinn, og heldur áfram búi þeirra með börnum sínum. Þeim hjónum varð 9 barna auðið, og eru 7 á lífi. Ðlzti sonur þeirra Guðbrandur, er dáinn fyrir mörgum árum. Haraldur er giftur hérlendri konu, og býr i nágrenni við móður sína. óli Kristinn, dáinn, lét eftir sig konu og tvö ungbörn. Ingvi Magn'ús, fyrirvinna hjá móður sinni. Guðfinnur Sumar- liði, giftur hérlendri konu, býr 4 nágrenni við móður sína. Frið- jón, Sesselja, Ágúst Júlíus og Huldu-Guðbrandur, öll í heima- húsuni. Vesitur um haf komu þau hjón árið 1911. Dvöldu í Win- nipeg hálft annað ár, en fluttust þá til Reykjavfkur-bygðar vestan Manitobavatns, liar sem Sumar- liði heit. nokkru síðar nam land. Árið 1924 skiftu þau enn um bú- stað og keyptu land sunnarlega í Wapah-bygð, er það suður frá Reykjavík, liggur þar inn á milli vatna og er erfitt pláss til allra aðflutninga. Kom nú sjómensk- an lrá gamla landinu Sumarliða heit. að góðu haldi, því í mörg ár flutti hann að sér og frá yfir Manitobavatn, sem þar mun vera um 5 niílur á breiddd. Ferðaðist hann á róðrarbát, en þurfti að vera á ákveðnum táma að austan til að mæta rjómaflutningsbil. Hann mun sjaldan eða aldrei hafa mist ferð eða verið of seinn, hvernig sem veður var, og mundu ekki allir leika það eftir. Geymið peningana á öruggum stað Stofnið spari-innstæðu við Royal Bank of Canada, og sparið mánaðarlega. Peningar yðar eru öruggir (trygðir með öllum eignum bankans, sem nema $950,000,000). — Þeir geta hvorki týnst né orðið stolið, og þér get-ð notað þá, er þér þarfnist. Það borgar sig að spara. THE ROYAL BANK OF CANADA -== Total Assets $950,000,000 — Hann átti marga þá kosti, sem við íslendingar teljuin okkar þjóðareinkenni. Hann var gest- risinn, vinfastur og fylgdi þeim málum sem honum þóttu rétt vera af einlægni og áhuga, fram- úrskarandi trúverðugur og á- byggilegur. Að standa í skilum á rélttum tíma í smáu og stóru, var hans sterkasta lífsregla. Þau hjón komu hér vestur eignalaus, en þrátt fyrir mikla ómegð tókst þeim með dugnaði, hagsýni og sparsemi, að komast svo í gegnum erfiðleikanp sem oft voru miklir, að þau voru komin í vel sjálfstæðar kringum- stæður, enda voru þau samhenl í þeirri viðleitni að vera sjálf- stæð og ekki upp á aðra komin. Blessuð sé minning hans. J. Ii. J. (Blöðin á fslandi eru vinsarn- legast beðin að birta þessa æl'i- minningu). V orvísur lil Víglundar Vigfússonar (Þessar fallegu vísur bauð höf- undur og sá, sem þær eru ortar til, Lögbergi til birtingar, og er þeim báðum hér með þakkað. —Iiitstj.). Vorið kallar: komið út, kurrar valla blærinn, fjöllin halla hvítum strát, horfinn allur snærinn! Kyrrist Rán á klettaströnd, — klakans hlána leifar — Blik við mánans. roðarönd rósafána veifar. — Lyftist vallar liljublað leyst úr mjalla spjörum. Vorið hallast vengi að, vetur karl á föruim. Lifna móar, flár og fit, flesjur gróa víðar, blaða frjóar bregða lit birkiskógar hliðar. — Tinir í klettum kindafans kjarnarétti, stundum —- Hrossin léttum loga dans leika á sléttum grundum. Hamrasali ihljómar við: hó og smalasöngur, gljúfrafali og giljanið glymur dalur þröngur. Falla hvast úf hamragjá hvdtra vasta bungur. Endurkastast klettum frá kliður rasta þungur. Þröstur hrimar hreiðri hjá hræðslu svima sleginn, svifinn himinsölum frá sólarbrimi þveginn. Vorið bannar værðum drótt — vors eru annir seimur, vorið sannan vekur þrótt, vor er annar heimur. Undir glæðum ársólar endurfæðast grundir, æska bæði og elli þar eiga næðis stundir. — Villir sjónir tibrá tær, túnin blómum vefjast, stillir tóna fossinn, fjær fuglarómar hefjast. Andinn getur færst á flug, þó fylgsnið hangi inni. Vaki þér islenzkt vor í hug, vinur, i fjarlægðinni. Páll á Hjálmsstöðum. GUNNLAUG AND HELGA THE FAIR (Synopsis of “Gunnlaugs Saga Ormstungu,” Engl. Transl. “Three Northem Love Stories,” Magnuss. K & M. W.) Time: 983-1008 A.D. Chief Cháracters:— Thorsteinn Egilson, at Borg, Father of Helga the Fair. Jofrid, his wife, Helga’s mother. Helga the Fair. Gunnlaug, poet. warrior, loves Helga and is loved by her. Hrafn (Raven), poet, warrior, loves Helga and becomes her hus- band. Thorsteinn Egilson, a noble man by birth and a gentleman by nature, had a dream before Helga was born which seemed to prophesy that she was to be the cause of much strife and bloodshed. He has to ride to Al- thing before she is born and orders his wife to have the child exposed, if a girl, which surprises and pains her as the custom was not general and always condemned. When the beautiful girl-child is born she sends her secretly to Thorsteinn’s sister in another part of the country where she is brought up till she is six years old. At that time Thorsteinn is there on a visit and greatly admires the exceptionally beautiful child, where- upon his sister tells him Helga is his own daughter. Thorsteinn brings her home and loves her dearly. Gunnlaug, the son of Illugi, the Black, one of the richest and noblest men in Borgfjord, was a well-favoured youth and a great poet. He was also wilful and ambi- tious, for when only twelve he wants to go abroad to seek fame and fortune as was the custom of rich men’s sons in those days, but his father forbid him, owing to his youth and headstrong nature. Greatly incensed he leaves home and goes to Thorsteinn Egilsson who receives him kindly and invites him to stay when he pleases. For the next six years he stays there almost as much as at home. He learns law from Thorsteinn and plays chess with Helga the Fair. Though young they fall in love with one another. Hrafn, the son of Onund is a popu- lar young man in the same district. He is also a poet and warrior. He goes abroad to seek his fortune. When Gunnlaug is eighteen his father permits him to go abroad, buys a share in a ship for him and furnishes him with the necessary equipment. Before Gunnlaug goes he man- ages to secure the promise of Thor- steinn that Helga will wait for him for three years. If he comes back within three years and Thorsteinn then approves of him, he will give his consent to their marriage. First Gunnlaug visited the court of Eric, Earl of Norway, and so of- fends him with his too ready tongue that he has to le'ave immediately and spends that winter with Ethel- red, King of Ehgland, as his court poet. Next summer he visited the King of Ireland and the Earl of Orkney. Both of these he presented with a poem and was lavishly rewarded with honour and riches. Next winter he spent with Sigurd Earl in Sweden. While there he has a chance to make his peace with Eric of Norway, who invites him to visit his court. Next he goes to King Olaf of Sweden, where he meets Hrafn whom he offends because of his un- governable pride, and when Hrafn goes to Iceland next summer they part enemies. Next winter Hrafn is in Iceland while Gunnlaug is with King Ethelred in England. The following spring Gunnlaug asks King Ethelred’s permission to go to Iceland, but the King was fearing an invasion of Canute, King of the Danes, and would not let him go, so he is compelled to spend the winter and part of next summer there. In the meantime Hrafn had asked Thorsteinn for the hand of Helga the Fair, claiming that the promise he had given Gunnlaug was void seeing that three winters had pass- ed, also hinting that Gunnlaug had lost interest which he knew to be untrue. Thorsteinn was loath to break his promise to Gunnlaug but promised Hrafn a final answer at Althing next summer. Gunnlaug not having arrived then he promised Hrafn the hand ot Helga in marriage on the first day of winter if Gunnlaug had not ar- rived before. Gunnlaug was on the last ship to leave for Iceland that summer and arrived home the night that Helga the Fair was given in marriage to Hrafn, a sad and drooping bride. When she hears that Gunnlaug has arrived she goes back to her father. Gunnlaug and Helga met at the marriage feast of a friend. Gives her then a gold embroidered mantle, a present from King Ethelred. Next summer at Althing Gimn- laug challenges Hrafn to Halmganga (duel). They fought but were sep- arated by their friends. Then again Gunnlaug saw and spoke to Helga. Later the same summer Hrafn visited Gunnlaug at his home and challenged him to a duel to be fought abroad. This Gunnlaug ac- cepts and they both went a’oroad that summer. Eric, Earl of Norway, forbade them to fight a duel in his kingdom,. so Gunnlaug followed Hrafn to Sweden, where they and their fol- lowers fought till all had fallen ex- cept Hrafn and Gunnlaug. Hrafn was wounded, while Gunnlaug was not. Hrafn asked Gunnlaug for a drink which Gunnlaug brought him in his helmet. In spite of his pro- mise not to betray him Hrafn dealt Gunnlaug a cruel blow on the head from which wound he died after first killing Hrafn. Thorsteinn gave Helga again in marriage to a wealthy landowner named Thorkell. They lived to- gether for a few years. Her death occurred one evening as she was sitting at the hearth with her hus- band. She had ordered the mantle given her by Gunnlaug to be brought to her as it often was her custom to sit and look at it. After spreading it on her knees and look- ing at it for awhile she fell back in her husband’s arms and died. —RAGNHILDUR GUTTORMSSON. Opportunity . . . Are YOU making the most of yours? t Attendance ,at the MANITOBA day school or evening classes will help YOU to obtain gainful employment or pro- motion. THE DEMAND FOR TRAINED OFFICE HELP NOW EXCEEDS THE SUPPLY and the demand is steadily increasing. Why not make the most of this opportunity? Write, call or telephone for a copy of our prospectus giving full ihfor- mation. Day and Evening Classes Evenings: Mondays and Thursdays 7.30 to 10 p.m. 01 flniTOBfl commeRcmL COLLCGC Premises giving the most spacious accommodation per student in Western Canada. Originaters of Grade XI Admission Standard 334 PORTAGE AVE. ENTRANCE 4TH DOOR WEST OF EATON’S Phone 2 65 65

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.