Lögberg - 09.04.1942, Blaðsíða 7

Lögberg - 09.04.1942, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. APRÍL, 1942 n ''vvvrVYvyvyvw?y»wwvvTVVY¥vvvVTy?yyvvvvwVTYfy \^EF ERZLUNARSKOLA NÁMSSKEIÐ Það borgar sig fyrir yður að leita upplýsinga á skrifátofu Lögbergs, við- víkjandi námsskeiðum við beztu verzlunarskól- ana í Winnipeg . . . Veitið þessu athygli f nú þegar. XMM‘.*M*.*M*AM*>AVAA‘AWMMW.A*AAA*AW.W.- Tötralegi arengurinn Jón Guðmundsson þýddi (Frá “Nemó” á Giinli) (Framhald) Fimti júní, fæðingardagur konungsins af Hannóver Þá réðust þýzkir hermenn á Dýbel í hátíðabrigði. Framan ai orustunni leit svo út sem þeim myndi takast að tæma bikar gleðinnar, en er fram í sótti fór Dan að langa til að halda tylli- dag líka, og eins og mönnum er kunnugt fengu óvinir vorir þýzk- an siðferðislegan ósigur, eður með öðrum oríum, þeir fóru sneypuför. Meðan Danir fögnuðu yfir fréttunum af orustunni við Dýbel, endurómuðu stunur særðra manna í sölum Ágústín- horgarhallar. Vagnarnir komu hver eftir annan fullir af særð- um mönnum. Sá er eigi hefiv slíkt séð getur enga hugmynd gjört sér um hve erfið staða læknisins er á öðrum eins tím- um. Stundum verður hann að vera strangur og ósvegjanlegur, stundum mildlur og huggunarrík- Ur> en ætíð með köldu blóði. Stundum verður hann að neyta ullrar líkamlegrar orku við ýms- ar læknisaðferðir, og áður svita- droparnir hafa þornað á enni hans, verður hann að hagræða sJÚklingunum eins lipurlega og hhnn hefði meyjar hendur. Hann lær aldrei hvíld; hann verður stöðugt að íara frá einum til annars, og hinn næsti bíður eftir houum með óþolinmæði. Það er því undir slíkum kringumstæð- um eigi undarlegt, þó það þætti lengur í mér, er var stud. med., °g hafði þá verið á fótum í nokkra daga. Eg hjálpaði alls- staðar til er eg gat, en því miður náði þrek mitt skamt, og undii kvöld sagði Dr. H. er hafði lækn- að mig mér að fara niður í her- hergi sitt, þar var kaldiur matur °g portvin á borðinu, á þvi sagði hann mér að styrkja mig °8 leggjast síðan til hyíldar. Eg fór þangað ofan, drakk eitt glas af víni og settist á legubekkinn. Eg hafði náttúrlega verið mjög hræddur um S. liðsforingja i orustunni, þó var mér orðið hug- arhægra fyrir það, að særður undirforingi úr sveit hans sagði mér að liðsforinginn með sveit sinni hefði átt hörð vopnavið- skifti og beðið töluverðan mann- skaða, en litlu eftir að hann særðist kvað hann aðra deild hafa leyst S. af vígvellinum, og l>á hafði hann átt að fara til varaliðsins. Það var komið um miðnætti, vr eg vaknaði. Ljósið frá lamp- anum skein niður á borðið með matnum, og eg var orðinn hungr- aður. Eg settist við borðið og ætlaði einmitt að fara að snæða, er Dr. H. kom inn. Hann var skelfing þreytulegur að sjá. “Þér eruð þreyttur, og hafið reynt of mikið á yður, kæri Doktor,” sagði eg. — “Já, dauðþreyttur,” sagði hann —en líkaminn myndi endast betur, ef sálin 1 iði eigi annað eins af því að horfa á alla þessa eymd og volæði. Nú í þessu feugum vér einn af hinum hraustustu liðsforingjum, Cap- lain S. úr — herdeild. Hann hefir fengið lag af sprengikúlu- hroti í brjóstið. I Tunglskin Hann lá nábleikur i rúminu °g með aftur augun. Þetta var þriðja nóttin, er eg vakti hjá 1 >'mi hans, en á daginn var sjúkravörður hjá honum í minn slað. Hann var ennþá meðvit- undárlaus, en hann var þó lif- andi, og á meðan lífið varir von- ar maður. Eg hafði skýrt lækn- nnini H. og yfirlækninum frú sambandi því, er eg var í við liðsforingjann, fékk eg því fyrir milligöngu H. læknis dálítið her- hergi til Ihúðar, er var öðru megin við ganginn, en gagnvart herbergi því er liðsforinginn lá i, Klukltan var nærri 10 um kvöld- ið og eg átti að fara inn, til liðs- foringjans að vaka yfir honum ujn nóttina. Yfirlæknirinn hafði sagt mér, að hann byggist við sjúkdómsbreytingu hina næstu nótt, og boðið mér að láta sig vita undir eins og einhver hreyt- ing kæmi í ljós. Eg hafði opnað gluggann er vissi út að hallar- garðinum, og andaði að mér hinu hressandi kvöldlofti. Tungl- ið helti geislum sínum á toppa hinna tignarlegu kastaníu og linditrjáa.. —■ En eg var að hugsa um Elnu. Hvar skyldi hún vera? Skyldi hún vera á leiðinni frá ítalíu? Eða komin til “agentsins.” Eg hafði verið að draga að skrifa henni til við- víkjandi sjúkdómi föður henn- ar, því eg hjóst við að hann mundi breytast, enda viidi eg eigi vekja von hjá henni, sem var farin að dofna hjá mér sjáll'- um. í skýrslunum hafði staðið: “Sár til ólífis.” Það var kveðj- an, sem beið aumingja stúlkunn- ar, er hún kæmi heim til Dan- merkur. Eg bað innilega til Guðs að lofa oss að halda þessum elsku- lega föður og velgerðarinanni lengur hjá oss, og ef það væri hans óbifanlegur vilji að taka hann til sdn, að hánn veitti þá Elnu styrk til að bera missirinn. Það andaði vindblær inn í herbergið af þvi að dyrunum var lokið upji; var það H. læknir, en gekk inn með stúlku háa vexti við hönd sér. “Hérna er Smith stúdent,” sagði hann síðan við ungfrúna og tók í hendina á henni og hvíslaði: “Verið nú hughraust kæra ungfrú eins og þér hafið lofað.” Ei'tir það hneigði hann sig og gekk út. Hún brá blæjunni frá andliti sér og skein þá tunglið á hið yndis- lega en þó föla andlit — og þá sá eg að eg stóð frammi fyrir Elnu. Sólskin Við bæði höfum staðið við sjúkrabeð föður hennar. Hún hafði kropið við rúm lians og beðið fyrir honum. Hún hafði kyst hina fölu hönd hans, og gengið síðan hljóðlega út úr herherginu, hún hafði verið hug- hraust alt til þessa eftir loforði sínu við H. lækni. — En þegar við komum aftur d herbergi mitt, misti hún j>á miklu hugprýði er hún hafði sýnt og fór að gráta. “Hann deyr! Hann deyr!” Guð hjálpi mér, að missa svo ást- kæran föður,” sagði hún með miklum ekka. “Hans, nú verð- um við hráðum einmana í heim- inum. ó! Þér vitið eigi hvað faðir minn hefir elskað yður. ó! Ástkæri Hans! Vertu nú at- hvarf mitt og bróðir minn!” — Um leið vafði hún höndununi utan um hálsinn á mér og kysti mig. í þessu bili kom þjónustu- sveinn H. dloktors inn með bakka i hendinni, með kaldan mat, te og vínflösku — hann setti hann á borðið, og sagðist koma að vörmu spori með legubekk, og bað mig að láta sig vita, ef ung- frúin þyrfti einhvers við. öli þessi gestrisni og umhyggja er okkur var sýnd af Dr. H. mun- um vér aldrei gleyma, þessi mað- ur er sýndist svo kaldur, næst- um önugur, er með hið mann- úðlegasta hjarta. Eg var nú kominn aftur til liðsforingjans. Elna hafði óskað að fá að halda til í herbergi mínu hina næstu nótt, þar vér höfðum húist við breytingu á sjúkdómnum, og hafði eg lofað að sækja hana ef nokkur breyt- ing yrði, svo frámarlsga að lækn- irinn leyfði það. Það^ var snemma morguns, og og í austrinu sté morgunroðinn upp á himininn. Eg heyrði liðsforingjann andvarpa, og tók samstundis i klukkustrenginn og gekk ineð hægð að rúminu. Hann hafði opnað augun, og horfði upp í loítið, en lokað þeim aftur óðara. Sjúkravörð- urinn kom inn, og sendi eg hann strax til baka eftir y-fir- lækninum og Dr. H.----------- “Ástkæra Elna; Eg” . . . Hún stóð samstundis upp af stólnunr sem hún hafði setið á, gekk að móti mér og sagði: “ó, guð hjálpi mér! Hvað hefir skeð, Hans?” — “Gott, vér skulum vona til guðs. Faðir þinn sefur rólega, með fullri meðvitund, hann þekti mig undir eins og brosti þegar eg sagði honum að þú værir kominn og værir með góðri heilsu.” — Sólin rann upp og sendi oss ljóma sinn í gegnum hallar- garðinn. Gamlar endurminningar “Skjótið,” skipaði Vilhjálmur — þið munið víst eftir einkasyni “agentsins” — um leið og hann gægðist með höfuðið i gegnum skíðgarðshliðið. “Já,” svaraði óli smiður, er þátt hafði tekið í ófriðnum, og verið undirforingi fallhyssudeildar, en i dag skar “agentinn” ekki upp á neglurnar á sér, og gjörði hann að foringja yfir fallbyssugörðunum, er búið var að byggja á ökrum “agents- ins.” Hið konunglega skotfélag hafði góðfúslega lánað “agent- inum” þrjár litlar fallbyssur. Þá heyrðist hvellurinn og Sims gamla, er var orðin heyrnarlaus eins og trédrumbur siðan við töluðum um hana síðast rétti sig við í hægindastólnum, er “agentinn” hafði gefði henni og sagði: “Komið þið inn.” úti á akrinum var mikill flokkur af smælingjum bæjarins, Jiar voru handverksdrengir, vinnumenn og vinnukonur, því inni í garði “agentsins” heyrðist söngur og hljóðfærasláttur, þá var hrópað “húrra!” og haldnar ræður i skemtihúsinu, er var uppljómað af ótölulegum ljós- um, og fallbyssugarðurinn hans óla var þar líka. Tréskúrinn gamli með gatinu, sem eg gægð- ist um forðum, var eigi lengur til, en þeir er fimastir voru, klifruðu upp skíðgarðinn, en svona hversdagslega þótti “agent- inum” ekki sérlega vænt um það, en í dag hirti enginn um slíka hluti. Jensen skósmiður hafði sótt stiga og reist hann upji við skíðgarðinn. Hann ætlaði einmitt að fara að klifra upp stigann er kona hans hljóp i kapp við hann. “Æ,” kallaði hún, “en hvað þetta eru fallegar ljósakrónur, en J>essi fallegu ein- kennisföt, Jensen.” — “Lof mér að sjá,” kallaði Jensen, og ætlaði að fara að klifra upp á bakið á inaddömunni, sem var dável í skinn komin; þegar hún fann það, hristi hún sig og skók, og sló fótunum á víxl aftur undan sér, og sagði með þeim mál- róm, er eigi varð nemá á einn veg skilinn: “Guð hjálpi mér, Jensen, getur þú eigi unt kon- unni þinni þessarar ánægju, eg skal segja þér það á eftir. í sama bili brast stigarimin í sundur, svo maddama Jensen ireið klofvega utan yfir báða stiga-kjálkana, og rann svo nið- ur eftir, en til allrar heppni stað- næmdist hún á miðri leið, af þvi að hún var svo feit. “Húrra fyrir maddömu Jen- sen,” æptu handverksdrengirnir, og einhver, sem fyndnastur var, sagði: “Skjótið!” — Þá skaut óli af fallbyssunni, og Sims gainla sagði: “Komið þið inn,” en piltur nokkur er var að læra skósmíði af Jensen sagði: “En sá heiður fyrir konuna hans húsbónda iníns.” Það var sannarlega fjörugt úti á akrinum, og ef annað eins hefði komið ifyrir á þeim dögum er eg var á gægjum við gatið, þá . . . Nú sat eg sjálfur við háborðið á milli liðsforingjans og Elnu. Fyrir öðrum enda þess sat Anna dóttir “agentsins” í brúðar- skrauti og við hlið hennar sat hinn sæli brúðgumi hennar, herra Eiríksen bókhaldari “agentsins.” í stóra og skraut- lega skemtihúsinu var borðið hlaðið hinum ágætustu vistum. óinurinn af söngnum og hljóð- færaslættinum barst inn til vor, og inni freyddi kampavínið og glösin hljómuðu, og enginn var þó glaðari en eg er liðsforing- inn stóð upp og óskaði nýtrúlof- uðu persónunum til hamingju, Elnu dóttur sinni og herra Smith stud. med. Sjáðu nú, lesari góður, nu veiztu J>að, og J>ig myndi ekki hafa furðað þó þú, eftir að upp var staðið, og gestirnir höfðu dreift sér — hefðir heyrt ungan mann, er sat á bakkanum niður við tjörnina, hvísla að ungri og fríðri stúlku, er sat við hlið hans: “Já, Elna, hamingju mína hefði eg sótt þarna niður í tjörnina.” Þá heyrðist aftur, eins og það leiddi af sjálfu sér: “Þey” — Nú hefi eg eigi meira að segja þér, nema þú viljir vita hvað fólk sagði, og hvernig það fór. Fólk sagði: “Þó Doktor Smith eigi fullorðin börn, elskar hann þó konuna sina eins mikið og þó hann hefði trúlofast henni i gær.” Þá sögðu aðrir: “Jú, hún er líka allra laglegasta kona.”— Og hvernig fór það? Jú, lesari góður, við konan mín biðjuni guð að gefa okkur náð sina og blessun alt til enda, því þá fer alt vel. — (Romantik og Historie). Fáein orð í bróðerni Eg las ekki alls fyrir löngu í íslenzku blöðunum ræðustúf, er hinn nýskipaði, iisilenzki dómari Jiér í Canada flutti, og er þar komist að orði eitthvað á þessa leið, að það eina, sem Austur- íslendingar geti nú verið stoltir af, sé það, að þeir séu skyldir Vestur-íslendingum, og- það sé þá sérstaklega fyrir J>að, hvað mikið J>eir leggi á sig fyrii stríðsþarfir og fyrir þær lýð- ræðishugsjónir, sem barist er fyrir. Ekki skal eg gjöra lítið úr þeirri fórn, sem ihinir ungu íslendingar hafa sýnt, er boðið hafa sig fram til herþjónustu eða svarað herkalli, þeir eiga ó- skiftan heiður og þakklæti allra fyrir sína fórnfærslu, og hjarta mitt og hugur ,og hjarta og hug- ur allra sannra tslendinga fylgir þeim, og hrein ósk vor að þeir megi heilir heim koma aftur með heiðri úr þessum grimma hild- arleik. En skörin færist upp i bekkinn þegar á að fara að krýna fslendinga heiðri fyrir það að þeir séu að tæma vasa sína til striðsþarfa. Vissulega hafa þeir keypt eitthvað af sigurlánsbréf- um gegn helmingi hærri vöxtuin en bankarnir borga, og sem þeir geta selt aftur á hvaða stund og degi, sem er, og má því heita sama og taka úr einum vasa og láta í annan. Þeir hafa keypt eitthvað af “War Savings Cer- tificates” sem gefa svipaða vöxtu og sigurlánsbréfin/ en sem ekki er eins auðvelt að snúa í pen- inga að svo stöddu, þau eru gefin út til 7% árs og ganga ekki mannsali. fslendingar hafa líkn sennilega látið eitthvað af mörk- um í hina ýmsu stríðssjóði, en eftir því sem að eg þekki fslend- inga, þá er eg fullviss um það, að þar ihefir enginn tekið nærri sér og flestir ef ekki allir standa jafnviigir eftir sem áður fyrir centin sem þeir létu. Þeir hafa, eins og aðrir borgarar landsins, orðið að borga herskatt, en auk- in atvinna og velmegun í land- inu hefir meir en vegið upp á móti því í öllum eða flestum til- fellum, og óihætt má fullyrða það, að ísl. hefir liðið eins vel hér í þessu landi siðan stríðið byrjaði sem áður, nema betur sé, því alt að þessu hafa menn hér tæpast vitað af þvi, að þjóð- in stendur í stríði, og í framlög- um til stríðsþarfa, held eg þeir hafi hvergi staðið hérlendum eða öðrum þjóðflokkum í neinn tilliti framar. Á þessum tímum megum vér íslendingar hér, eins og aðrir borgarar þessa land's. vera þakklátir fyrir hlutskifti okkar, en við megum ekki falla í þá niðurlægingu að telja okkur trú um það, að við séum að gjöra skyldu okkar eða jafnvel meir en það. Það er veraldar- strið, það er barist upp á !íf og dauða, í veði eru hugsjónir lýð- ræðis og mannréttinda, sem við höfum notið um langan aldur, og sem að minsta kosti flestir tslendingar kunna að meta.*) Það er ekki of mikið lagt í söl- urnar þó við færum ofurlítið meiri peningafórnir en við höf- um þegar gjört, og það án þess að miklast af því. Austur-fs- lendingar þurfa ekkert sérstak- lega að vera istoltir af þvi að vera skyldir okkur vegna stríðs- málanna, né af öðrum ástæðum. Austur- og Vestur-íslendingar eru bræður og systur, blóðið rennur til skyldunnar, okkur þykir vænt hverjum um aðra af því við erum samlandar, en ekki af því að við séum öllum öðrum fremri. íslendingar beggja meg- in hafsins hafa gjört sér margt tiil sóma, það er margt í fari landans, sem er lofsvert (þó manni finnist stundum dauðinn vera í lestinni) en við eigum bæði austan hafs og vestan of mikið af þjóðernishroka, of lítið af þakklátum huga og lotningu, of mikið af sjálfshóli. Það hefir nú náð hámarki. Það ríður um þverbak, nú á þessum síðustu og verstu tíinum og verður okk- ur að falli í þjóðræknisbarátt- unni íhér vestra, ef ekki verður séð við i tima. G. J. Oleson. *)pð eru ekki allir ísl. I þvi númeri. —Mamma, hvað þýðir erotik? —Elsku barn, það hefi eg ekki haft tíma til að hugsa um. Eg hefi orðið að eyða ölluin tíman- um í það að koma upp ellefu börnum. Sd print1146 vince lAö symmetry- workroaMhip a"-! £££ - — se'"“ arguments. tu fc> ~ ,eed o£ printittg call ■ N E 86 327

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.