Lögberg - 09.04.1942, Blaðsíða 6

Lögberg - 09.04.1942, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. APRÍL, 1942 Á SKARÐSHEIÐUM Fimli kapíiuli Það var að áliðnum degi, fáum vikum eftir að Joan kom heim úr austurför sinni, er hún á leið heim frá þorpinu nam staðar hjá húsi Ivans og hitti hann þá þar nýkominn ríðandi á hesti sínum frá starfi úti á engjum. Hann bauðst til að ríða á leið með henni. Þau lögðu þegar á stað styztu leið þvers um engið og upp á dálitla hæð nálægt ianda- mótum búanna, þaðan sem grösug engi Ivans blöstu við á aðra hlið. en víðlendara og sneggra beitilánd Lindens á hina. “Það virðist mannlaust þarna heima hja þér,” sagði Ivan. “Piltarnir eru úti í verstjöldunum að búa sig undir haustsmölunina,” sagði Joan. “Þeir fara nú bráðum að reka alla hjörðina heim á leið niður úr hæðahögunum.” “Hvað marga gripi ætlar Dale að senda til markaðar þetta árið?” “Milli 300 og 400 tvævetur gripi,” svaraði Joan með vandræðasvip á andlitinu, og spurði svo: “Hvenær ætlar þú, Ivan, að segja pabba frá heysölu þinni? Pabba og Akers og Jenkins og hinum öllum? Pabbi hefir í hyggju að halda eítir mörgum vænum eins árs gömlum kálfum, sem eg veit honum tekst ekki að fóðra allan veturinn á því heyi, sem hann hefir nú til umráða, einkum ef snjóar koma snemma. Þú ættir að segja þeim öllum frá samningum þínum um að selja stjórninni alt hey þitt. Eg hefi verið mjög óróleg út af þessu. Og þú vilt ekki lofa mér að hafa orð á því við nokkurn mann.” “Eg segi þeim það,” sagði Ivan styttings- lega, “jafnskjótt og eg fæ skriflegt tilboð um kaup á landinu, frá Washington. Eða frá Ogden. Það kemur kannske þaðan. Eg vil ekki eiga neitt á hættunni um það, að einhver smeygi sér inn í sölumálið og eyðileggi það fyrir mér.” “Hvernig gæti nokkur gert það?” “Það veit eg nú ekki. En eg vil ekki eiga neitt í hættunm. Eg vil að þetta leiðist alt út eins og eg hefi áformað það, og ætla mér ekki að gera það háð tilviljaninni einni.” “En, Ivan, nábúar þínir—” “Vertu ekkert óróleg út af þessu, Joan. Hafi eg ekki fengið lagalegu samningsskjöiin um það bil sem bændurnir eru reiðubúnir til að velja úr hjörðum sínum til útsendingar, þa læt eg þá vita fyrirætlanir mínar um þetta. Eg vil syna þeim alla sanngirni.” Ivan færði sig nær hesti hennar. “Joan, hvenær ætlar þu að segja mér ákveðið um huga þinn viðvíKj- andi því að við giftum okkur? Eg heíi nu ráðstaíað öilu um framtíð okkar. Heit að þaö myndi verða þér undravert ánægjuefni; og þu — þú segir þó ekkert. í hvert sinn, sem eg minnist a þetta við þig, svarar þú aðeins: ‘Bíddu ögn lengur, Ivan, alt er á ringulreið fyrir mér.’ Nú er þetta líka alt að ruglast fyrir mér. Eg skil ekkert í þessu, Joan. Þegar eg sá þig nú nema staðar hér við húsið, hélt eg þú værir komin til — að svara mér.” Joan dró andann þunglega að sér. “Það er eg nú líka, Ivan. Eg hefi hugsað um þetta aftur og aftur á alla vegu, og mér fellur ósköp þungiega að — segja þér það. Alt samband milii okkar hefir verið svo unaðslegt, við höfum verið góðir vinir svo lengi, og eg hefi reynt svo mikið að líta á allar kringum- stæðurnar eins og þú, en er það bara ómögu- legt. Þú segist hafa gert alt þetta mín vegna, Ivan. Það staðhæfðir þú um daginn. Úr þvi svo er, og væri eg í þínum sporum, þá geröi eg þetta — ekki.” “Nú skil eg. Þú ætlar, með öðrum orðum, ekki að giftast mér.” “Hamingjan góða, Ivan, hvernig ætti eg að geta það? Eg á við samkvæmt þeim fyrir- ætlunum, sem þú hefir sett þér, að selja stjórn- inni hey þitt og svo land þitt líka, til þess hún geti aukið elgsdýrahjörðina — okkar skæðasta óvin. Hvernig gaéti eg gert slíkt, föður mínum þvert um geð? Þú virðist ekki skilja það, að með þessu ert þú að mynda hér tvo andstæða flokka, þar sem þú ert sjálfur á aðra hliðina en alt dalsfólkið á hina. Pabbi hefir altaf sagt, að fyrsta sporið í þessa átt yrði til myndunar þjóðgarðs hér og útrýmingar hjarðlandabú- anna. Við yrðum þá öll að flæmast burtu héðan. Eg trúi því, að hann hafi þar rétt fyrir sér.” Ivan hló. “Ef til vill lítur hann á þetta í réttu ljósi.” x “Og hann segist flytja héðan burtu, sé á þessu byrjað. Og eg trúi honum til þess líka.” “Maður á hans aldri gæti ekki gert það.” “Haldir þú það, þekkir þú hann ekki.” “Þú hefir rangt fyrir þér í því, Joan, að tileinka þér annara hugsanir. Eina leiðin til að komast áfram, er að hugsa um eiginn hag sinn.” “Nei, Ivan.” “Ef föður þinn skyldi fýsa að fara héðan. þá gæti hann gert það, er það ekki? Hann kom hingað aleinn, Joan.” “Þá var hann ungur. Nú er hann gamall maður.” Joan leit rannsakandi augum á Ivan. “Eg skil ekki hvernig þér getur dottið í hug að eg gæti látið pabba fara og setja einan á stofn nýtt hjarðver. Eg myndi aldrei taka þaö í mál, og það ættir þú að vita, Ivan, og vertu svo vænn að selja ekki landið þitt. Gerðu það ekki. Við höfum öll verið svo ánægð hér, og — svo kemur þetta nú að. Mér geðjast ekki að því. Eg má ekki til þess hugsa. Haldir þú fast við þessa fyrirætlan þína, þá getum við aldrei gift okkur.” Ivan horfði hugsandi á Joan eitt augnablik. “Joan,” sagði hann, “eg hefi opinberað þér ást mína, og eg elska þig einlæglega. Þú ert það eina, sem eg þrái, Joan. Eg hefi verið að hugsa um okkur bæði við þetta — í sameining. I því hefði .eg eitthvað til að bjóða þér. sem konu ráðsmanns Bandaríkjastjórnarinnar yfir elgsdýrahjörðunum. En þú skeytir ekkert um það. Jæja þá. Ef eg hætti svo við allar þess- ar fyrirætlanir mínar og héldi bara áfram bú- skapnum, vildir þú þá lofast til að giftast roér?” “Þú átt við að þú myndir þá hætta við alt þetta umstang?” “Já.” “Eg skil það.” “Þú skilur það.” Ivan hló biturlega. “Þu skilur það! Jæja þá, Joan, en hvað er um svarið við spurning minni? Eg skyldi hætta við alt þetta, ef þú vilt giftast mér. Þetta er nógu skýrt og ákveðið, er það ekki?” “Ó-jú.” “Jæja þá?” Joan greip fastar um beizlistaumana, þrýsti hnjánum eintrjáningslega að síðum hestsins, og starði út yfir búgarðavera-grundirnar. “Joan!” Hún eins og áttaði sig og sagði í bænar- rómi: “Ivan, lofaðu mér að hugsa ögn lengur um þetta. Fáeina daga. Vertu svo vænn að gefa mér umhugsunarfrest—” “Nú, jæja, eg hygg svo verði að vera!” Ivan lamdi hælunum óþyrmilega í hest sinn, sneri honum skyndilega við og reið á harðastökki heim á leið. Er Joan nálgaðist heimili sitt kom hún auga á ókunnan hest, er bundinn stóð við kvía- girðinguna. Þegar hún reið fram hjá hestinum og yfir- vegaði hann nánar, sá hún greinilega Bar M- merkið á honum og hjarta hennar fór að flökta, án þess hún gæti gert sér nokkra grein fyrir ástæðu til þess. Hún afsöðlaði hestinn, hleypti honum inn í kvína og gekk svo heim í húsið. Hector var í óða önn að tilreiða kvöldverðinn. Joan hengdi upp hatt sinn og smeygði sér úr leðurkápunni. Þá báruSt henni karlmanna raddir út úr setustofunni. “Joan!” heyrði hún föður sinn kalla. Hún fór inn í stofuna. Þar sat þá Philip. “Hér er ferðavinur þinn,” sagði Linden. Philip stóð á fætur. “Hello, Joan!” sagði hann. “Ó, hello. Þér komust loks upp hingað?” “Hann vill fá eitthvert verk að vinna,” sagði Linden, og gretti sig brosandi. “Þarna situr hann og segist vita það, að hann sé til einskis nýtur, en vill samt fá eitthvað að gera. Eins og fyrir fæði sínu.” Svo leit Linden á bréfmiða, er hann héít á. “Hann kom með þennan miða frá Lawrence.” Joan og Philip tóku sér sagti. Hann leit til hennar, kafrjóður í andliti. “Eg hefi verið að æfa mig í að fara langar leiðir á hestbaki,” sagði hann. “Mér geðjasí vel að dalnum ykkar, eins og þér sögðuð að' mér myndi gera, og hefi nú óbeit á tildurs- drjólanafninu. Fyrirlít dundursverin. Vil fá starf hér í dalnum og eiga hér heima. Um hríð, að minsta kosti.” Linden klóraði sér í höfðinu um leið og hann sagði: “Nú, eg veit ekki hvernig þetta gengur. Lawrence segir að hann sé listmálari. Eg held ekki að nokkur listmálari gæti af- kastað því margskonar verki —” “Hvað búist þér við að fá kauplaust — eftirlitsmann?” greip Philip fram í fyrir bónd- anum, og kinkaði kolli að Joan. “Vandinn er, að því er smölunina snertir, að við hana þarfnast eg ekki hjálpar. Eg hefi nú til hennar fimm smala og Joan í viðbót. Eins og eg lít á eru það sama sem sjö. Hefði eg of fáa til þessa, væri öðru máli að gegna, en eins og nú stendur —” “Hefir þú einum of fátt,” bætti Joan við. Linden gretti sig. “Hvernig kemst þú að þeirri niðurstöðu?” “Eg verð ekki við smölunina núna.” “Þú verður ekki — hvað?” Linden leit rannsakandi augum til dóttur sinnar. “Eg tek nú ekki þátt í smöluninni.” “Hvað áttu við, þú ekki við smölunina.” “Það segi eg einmitt. Eg ætla að hjálpa Hector hér heima við. Hún þarfnast mín. Er nú ekki eins ung og hún áður var, pabbi, og eg —” Joan þagnaði. “Þú hvað?” “Eg þarf að læra húsverk. Kann ekki einu sinni að elda nokkurn mat.” Hún leit með af- sökunarsvip á Philip. “Eg hefi altaf riðiö um með smölunum. Nú ætla eg að reyna — að verða fulltíða. Eg vil læra að elda mat o^ sauma — og hirða hús — og hitt annað, sem stúlka — sem eg —” “Nú, eg botna alls ekkert í þessu,” sagði faðir hennar. “Reiknar þú upp á að gifta þig, eða hvað? Þetta gengur yfir mig, Joan.” “Hvað um það, þá verður þú að nota Herron við smölunina og fá þér einhvern til að athuga girðingarnar og hafa gát á heima- högunum.” Joan stóð upp af stólnum og gekk áleiðis til eldhússins. Hún stóð eitt andartak við hurðina, leit til þeirra og sagði enn: “Eg held Philip gæti gert þetta. Og svo, á hinn bóginn, þá hjálpaði hann þér, pabbi, við að koma vélarparta kassanum upp í vagninn.” Linden hló. “Hve lengi ætli kassinn sá annars endist?” “Vistaðu hann hjá þér,” kallaði Joan framan úr eldhúsinu. “Það getur komið sér vel að hafa hann við hendina.” Linden deplaði augum framan í Philip. “Jæja, við skulum nú sjá! — Mundir þú geta setið á hesti nógu lengi til að ríða meðfram girðingunum til eftirlits?” “Eg held það.” Linden gaut augum til eldhússdyranna. “Eg hygg að þú sért —” hann dró þungt and- ann — “ráðinn. Þér er bezt að fara aftur yfir til Bar M í kvöld, tína saman dót þitt og fá hest þar til að ríða hingað á morgunmálinu; eg skal sjá um að senda hestinn heim þangað aftur.” Þeir fóru svo fram í eldhúsið. “Eg held hann sé að ganga í óveður,” sagði Joan. Linden gekk út fyrir dyrnar. “Þú hefir rétt að mæla,” sagði hann, er hann kominn aitur. “Hvaða leið komst þú hingað, Philfip? Yfir gömlu brúna?” “Já!” Linden leit til Joan. “Hví fer þú ekki og vísar honum styztu leið að vaðinu? Það spar- ar honum að minsta kosti klukkutíma reið.” “Nei-nei,” svaraði Philip í mótmælarómi. “Þess er engin þörf —” “Það skal eg gera,” sagði Joan. “Eg get fylgt yður yfir vaðið og verið komin heim aftur fyrir kvöldmatartímann. Eg hefi gaman af að ríða um úti þegar rigning er.” “Taktu minn hest, Joan,” sagði Linden. “Hann er í hesthúsinu.” Sjölti kapíluli Þau riðu þegar á stað út af hólnum, sem bæjarhúsin stóðu á, niður snarbratta, stutta brekkuslóð, gegnum hrísviðargróður og um skógarlundi meðfram ánni. Þau héldu þannig þegjandi áfram nokkurn spöl, unz Philip sagði: “Fæddust þér hér á þessu landi?” “Já, fyrir tuttugu árum. Þegar pabbi var ungur maður kom hann hingað frá Arizona. Honum þótti þá of þröngt um sig á afgirtum beitilöndum þar. Hann kom með aðeins fáa gripi hingað, til að byrja nýja hjarðrækt með, og rak þá yfir skarðið. Eg hefi oft heyrt hann minnast á það ferðalag. Aldrei hafði hann áður séð annað eins graslendi eins og hér. En hann gerði sér ekki eins ljósa grein og þurfti fyrir vetrarríkinu hér — og elgsdýrun- um. Hann aflaði sér ekki nægilegra heyja í fyrstu, og misti svo þvínær alla gripina. Þegar hann svo heyjaði nóg til vetrarins, gengu elgsdýrin í heystökkunum hans og eyddu þeim.” “Elgsdýrin? Er mikið af þeim hér?” Joan hló. ”Um 20 þúsundir þeirra hafa vetrarvist hér í dalnum. Að sumrinu til halda þau sig í fjöllunum við Guiasteinsgarðinn. Hrúgast hingað niður, er haustar að. Eru nú að koma. Þau halda sig á láglendinu, þar sem fannburðurinn er minni og þau geta krafsað fyrir sér niður í grasið. En þegar pabbi og aðrir fóru að rækta út engið með vatnsveitu, slá það svo alt og setja í stakka, þá varð krafs- ið dýrunum auðvitað að litlu gagni, svo þau lögðust á heystakkana. Allir bygðu háar girð- ingar kringum stakka sína, en dýrunum tókst að brjótast gegnum allar varnir. Þér hafið lík- lega tekið eftir því, að pabba vantar suma fingurna á vinstri hönd sér. Jæja, hann kól á þá, þegar hann svaf í heystökkunum til að verja þá gegn elgsdýrunum. Hann hjó af sér þá fingur með handöxinni. Hundruð dýranna féllu úr hungri á hverjum vetri og mörg önn- ur voru drepin, en samt komu þau.' En þegar svo virtist sem hjörðin væri að minka, þá byrj- aði stjórnin að takmarka bithagasviðið og færa það neðar og nær hjarðverunum. Og nú---------” Joan þagnaði. » “Eg vona að þau komi niður úr hálendinu meðan eg er hér,” sagði Philip. “Þau koma með fyrsta bylnum eftir að snjóar leggjast að á fjöllunum,” sagði Joan. Árniðurinn varð nú gleggri i eyrum þeim og undir fótum hestanna marraði í grjót- mylsnu. “Dragið yður aftur úr og fylgið á eftir mér,” sagði Joan. “Gefið hestinum lausan tauminn.” Philip gerði eins og hún mælti fyrir og brátt heyrði hann hest hennar busla í ár- straumnum. Hestur Philips gerði eins. Þau héldu þannig áfram í nokkrar mínútur, þá minkaði skvamphljóðið er hestarnir stigu upp á mjúka sandeyri, héldu þar áfram beina leið að annari árkvísl, allbreiðri og lögðu þegar út í hana yfir að bröttum, lágum bakkanum, sem hestarnir klifruðu sig brátt upp á og Philip fann angandi hrísviðarilminn berast að vitum sér, er þau riðu upp frá ánni. Vindgola lék nú um þau niður af fjöll- unum og magnaðist stöðugt. Vindurinn var bitur og saggaþrunginn; fór brátt að blása að þeim í stríðum og nöprum hviðum hverri af annari. “Snúið við!” kallaði Philip til Joan. “Eg rata nú úr þessu.” “Nei,” svaraði hún, “ekki ennþá.” Philip var nú orðinn gegnvotur inn að skinni og honum virtist kuldavindurinn smjúga alveg í gegnum sig. Hann varð þess þá var, að reiðskjótinn, sem hann sat á, sneri í nýja átt á eftir hesti fylgdarkonunnar og fikaði sig gætilega upp dálitla brekku. Joan nam svo staðar og hann reið upp að hlið henni. Hún beygði sig nær honum og sagði um leið: “Eg tók nú stefnu á Lawrence-heimilið.” “Hann er ekki heima, er nú farinn austur,” stamaði Philip út um hríðskjálfandi tennurnar. “Hann skilur hurðina ætíð eftir óaflæsta. Allir hér gera það,” svaraði hún. Joan hélt svo áfram og Philip á eftir henni. Þau komust fljótt á slétta grund, þar sem húsin stóðu, og fóru inn í hlöðuna. Þau tóku söðla og ábreiðurnar af rennvot- um hestunum, létu vandlega aftur hlöðudyrnar og hlupu hinn stutta spöl að íveruhúsinu. Hurðin var óaflæst. Þau opnuðu hana og gengu inn. Joan þreifaði sig áfram að borðinu, kveikti á steinolíulampa, er þar stóð, og hélt honum hátt á lofti í bakdyrunum meðan Philip fór fram í herbergið, sem Lawrence hafði sýnt honum áður, og flýtti sér svo inn í aðal her- bergið, með fangið fult af eldivið. Hann .var nú orðinn gegnkaldur og dofinn, svo Joan kveikti eld á arninum. Þá þreif hún ullar- ábreiðurnar úr báðum rúmunum og rétti Philip aðra þeirra. “Farið þarna yfir um, afklæðist öllum föt- unum og vefjið ábreiðunni utan um yður. Eg fer eins að hérna við arininn. Philip gerði eins og honum var bent á, og þegar hann kom aftur að eldstæðinu stóð Joan þar framan við skíðlogandi eldinn með ábreið- una um bak sér og herðar, en hélt henni op- inni að framan, líkt og leðurblaðka með hálf- lyftum vængjum, til að njóta hitans sem bezt. “Gerið þetta líka,” sagði hún. “Maður verður að láta hitann ná óhindrað á sig beran og verma ábreiðuna vel á það borðið, sem að manni snýr. Það er hættulegt fyrir mann að verða svona blautur og gegnkaldur.” Philip fann, þurran hitastrauminn breiðast um allan líkama sinn, og frískandi varmann þrengja sér gegnum hverja einustu taug í hon- um. Eftir nokkrar mínútur tók Joan beltið af bómullardúks buxum sínum og spenti það utan um ábreiðuna. Hún fór fram í skúrherbergiö, kom aftur með snæri, og bjó til stag úr því, frá einum rúmstuðlinum og í nagla í námunda við eldstæðið. “Við verðum að þurka fötin okkar, Philip,” sagði hún. Hún vatt svo úr fötum þeirra beggja og hengdi þau á stagið. Svo settist hún á stól framan við eldstæðið. “Við getum nú sezt niður og hvílt okkur ögn,” sagði hún. “Vefjið ábreiðunni vel um yður, og setjist líka niður, Philip; en eg vil ekki að þér færið yður neitt frá einum rúmstuðlinum og á nagla í námunda skraufþur.” Philip settist niður og hvíldi höfði aftur að leðurreimanetinu, er Lawrence hafði ofið í bak stólsins, og lagði svo aftur augun. Hugur hans hvarflaði til Lawrence, og þess sem Lawrence hafði sagt. Veðurhljóðið dofnaði við eyru hans og hann sofnaði brátt. Þegar hann vaknaði aftur var eldsglóðin því nær dáin út, en hann skaraði í hana, og fylti eldstæðið af þurrum trjábút- um. Hann leit á Joan, þar sem hún sat með aftur augun og ofurlítið bil milli varanna; hár hennar hafði fallið niður um kinnarnar og hin- ir mjúku, ljósú lokkar mynduðu eins og baug um andlit henni, sem blikandi eldslogarnir brugðu á mjúkum gullsglampa sínum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.