Lögberg - 11.06.1942, Blaðsíða 1
55. ARGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. JÚNÍ, 1942 NÚMER 24
Japanir ráðast á Alaska
Um síðustu helgi veittust jap-
anskar orustuiflugvélar að Dutch
Harbor í Alaska, og vörpuðu yfir
höfn og ha'fnarvirði, allmiklu af
sprengjum> ekki mun þö tjón
það, er af hlauzt, hafa orðið til-
finnanlegt, því Bandaríkjamenn
voru vel viðbúnir, og heilsuðu
komumönnum fremur ónotalega
nieð loftvarnahyssum sínuin.
Nánar fregnir frá Dutch Hanbor
eru ekki við hendi, og halda
ýinsir, að þar í grendinni standi
yfir sjóorusta.
Hermálaráðherra Bandaríkja-
stjórnar, Mr. Stimson, kvað þetta
Frá Búnaðarþingi
Búnaðarþing afgreiddi tvö mál
á föstudaginn var. Annað mál-
ið var, að þingið samþykti skipu-
lagsskrá fyrir heiðursverðlauna-
sjóð Búnaðarfélags fslands, en
hann á að stofna af eftirstöðv-
um sj-óðs, er var eign Húss- og
bústjórnarfólags Suðuramtsins,
en þær sjóðleifar eru í vörzlum
Búnaðarfélags íslands.
Hitt málið var svohljóðandi
tillaga (iþingsályktunartillaga
varðandi ifjárhag félagsins) :
“Þar eð verðvísitala hefir
hækkað verulega á síðastliðnu
ári, eða síðan tillag ríkissjóðs til
Búnaðarfélags íslands var á-
kveðið á fjárlþgum fyrir árið
1942, verður ekki hjá því kom-
ist að fara fram á það við rfkis-
stjórn og Alþingi, að það A'eiti
Búnaðarfélagi fslands aukafjár-
veitingu til að standa straum af
útgjöldum þessa árs, kr. 70,000
■— isjötdu þúsund krónur.
í þessu sambandi vill Búnað-
ai'þingið taka það fram, að brvn
nauðsyn ber til að bæta við nýj-
um starfskröftum til leiðbein-
inga um aukna framteiðslu út
ttm sveitir landsins.”
— (Tíminn 17 marz).
ÚTSKRIFAST
í HJÚKRUNARFRÆÐI
Miss Jónasson
Helen Margrét Jónasson er
iaedd i bænum Winnipegosis i
Manitoba 18. deseinber 1920,
dóttir þejrra hjjönanna Aðal-
hjörns heitins Jónassonar tinnb-
ursmiðs frá Yztuvík á Svalbarðs-
strönd við Eyjafjörð i Suður-
Þiageyjarsýslu og konu hans
^igríðr Sólveigar Finnbogadótt-
ui' frá Breiðuvík á Tjörnesi í
Suður-Þingeyjarsýslu, og konu
hans ólafar ólafsdóttur Gabríels-
s°nar frá Ærlæk í Axarfirði í
Norður-Þingeyjarsýslu. — Helen
útskrifaðist af Victoria spítal-
anum i Winnipeg 28. maí s.l.
U!eð gullmedalíu verðlaunum
fyrir ágætan lærdóm i vfirsetu-
fræði.
ekki verða mundu hina síðustu
árásatilaun Japana á Bandaríkin,
og þessvegna væri þjóðinni það
jífsnauðsynlegt, að vaka si og
æ á verði.
Hrikaleg sjóorusta við
Midway Island
Risafengin sjóorusta hefir
undanfarna daga staðið yfir i
gnend við Midway Island milli
japanska flotans annars vegar
og þess ameríska hinsvegar.
Gerðu Japanir til þess ítrekaðar
tilraunir að ná fótfestu á ey
þessari, en biðu þar teinn ósigur-
ínn öðrum meiri. Er staðhæft,
að Japanir hafi í þessari viður-
eign mist tvö, ef ekki þrjú, loft-
véla flutningaskip, þrjá tundur-
spilla og eitt beitiskip, auk þess
sem að minsta kosti fimm önnur
skip at' ýmsum stærðum, hafi
sætt imeiri og minni skemdum.
Tjón Bandaríkjaflotans var
sama og ekki neitt.
Síðuálu fregnir
Grimmilegar orustur standa
enn yfir í eyðimörk Libyu;
mannfall er sagt að vera gífur-
ilegt á báðar hliðar; þó er nú svo
komið, að því er síðast hefir
frézt, að innrásarsveitir Þjóð-
verða og ftala, hafa á ölluin
svæðum verið stöðvaðar, og all-
víða orðið til þess neyddar, að
hörfa til baka.
•
Japanir hafa mjög hert á sókn
gégn Kínverjum undanfarna
daga, og hefir iþeim að sögn skil-
að þó nokkuð áfram, svo að
segja á öllum hernaðarsvæðum.
Skortur á flugvélamagni stendur
Kínverjum mjög fyrir þrifum.
•
Enn hafa hundruð manna í.
Prague verið teknir af lífi vegna
Reinhard Heydrich, sem skotið-
var á þar í borg á dögunum, og
nú er látinn af áverka, er hann
þá sætti.
•
Á flestum vigstöðvum Rúss-
lands, að Sebastopol-borg undan-
skilinni, má heifa að alt standi
við það sania; engar stórorustur,
en daglegt rannsóknarflug vfir
öllum meginvíglínum
Vélbátur strandar
og eyðilegst
Frá Siglufirði.
Klukkan 9 i fyrrakvöld reru
margir bátar héðan úr Siglufirði,
þar á meðal vélbáturinn “Þor-
móður rammi.” Eigandi hans er
Skafti Stefánsson.
* Klukkan að ganga 10 um
morguninn bárust fregnir hing-
að þess efnis, að báturinn hefði
strandað út af Skagagrunni, en
allir mennirnir 5 talsins kom-
ust heilu og höldnu á land.
Formaður bátsins var Pétur
Stefánsson. Hefir báturinn
stundað fiskveiðar héðan seinni
hluta vetrarins. Var hlutur
hans sæmilegur. Báturinn var
11 smálestir. Er hann talinn ó-
nýtur og þetta þvi tilfinnanlegur
skaði fyrir eiganda og sjó-
mennina, sem unnu við bátinn,
•en þeir voru alls 9.
Afli bátanna er mjög sæmileg-
ur, eða um 4 þúsund pund.
—(Ailþbl. 12. marz).
Frú Oddný Sigríður
Bardal
Á laugardagskveldið var, lézt
á Almenna sjúkrahúsinu hér i
borginni, frú Oddný Bardal, kona
Paul Bardals, fylkisiþingipanns;
hún háði langt og istrangt sjúk-
dömsstríð af völdum krabba;
sjúkdóm sinn bar hún til hinstu
stundar sem sönn hetja.
Frú Oddný var fædd í Winni-
peg þann 29. september árið
1894; voru foreldrar hennar þau
Jón O. Bergson og Margrét kona
hans; að. iloknu barnaskólanámi
tlagði Oddný heitin fyrir sig
verzlunarmientun, og vann all-
lengi á skrifstofu Consumers Ice
Ifélagsins, en siíðar !hjá Arctic Ice
félaginu; naut hún þar sem ann-
arsstaðar trausts og hylli.
Árið 192(5 giftist Oddný eftir-
lifandi manni sinum, Paul Bar-
dal, fylkisþingulanni, þjóðkuni*-
um ágætismanni; var jafnan
með þeim ástríki mikið, og heim-
ilið orðlagt fyrir glaðværð og
risnu. Dóttir, 12 ára að aldri,
Sigrid Margaret, lifir móður
sína, vel gefin og yndisleg stúlka.
Frú Oddný var með afbrigðum
glæsileg kona, og auðkendist aí
sterkum persónuleika; allir, sem
kyntust henni. kveðja hana með
heitum söknuði þó þyngstur sé
vitaskuld harmur kveðinn að
eiginmanni, dóttur, bræðrum og
aldurhniginni móður.
Útför Oddnýjar fór fram frá
Fyrstu lútersku kirkju á þriðju-
daginn, að viðstöddu afarmiklu
ifjölmenni, þar á ineðal fjölda
þingmanna, forsætisráðherra
fylkisins og erindrekum margra
opinherra stofnana.
Séra Valdimar J. Eylands jarð-
söng.
Heimför
Guttorms J. Guttormssonar
Sveif til Ságuness
svinnr humarr;
býleistur brögnum
bragi þuldi.
Ossum er Egill
endurborinn,
Ságulands' sonr
seinri tíma.
Vestur of ver
vaskr of farinn
konr ungr,
kyngi andans
flytr, förull
Fróns búöndum;
hlýtr lof lýðs
og ljóðmæringa.
Hefir för farna,
frægð of hlotið
skald, þjóðrörir,
skjöldunga niðr.
Vestrænni Víkings
vanr störfum;
styrkir ættarbönd
Óðins niðja.
S. B. B.
Ritgerð eftir dr. Beck
vekur athygli
Ritgerð eftir dr. Richard Beck
um norska skáldsagnarithöfund-
inn Johan Falkberget, sem kom
út á nóvenibefheifti fræðiritsins
“Scandinavian Studies” í Banda-
rikjunum, hefir vakið inikla at-
hygli meðal Norðmanna þar í
landi. Vikublaðið “Decorah-
Posten,” . sem er útbreiddast
norskt blað i Bandarikjunum,
flutti einkar vinsamlega rit-
stjórnargrein um fyrnefnda rit-
gerð. Hennar er einnig mjög
lofsamlega minst i mánaðarritinu
“Sönner af Norge,” málgagni
hinna fjölmennu þjóðræknisfé-
laga “Sons of Norway” i Banda-
rlíkjunum og Canada. Segir um-
sögnin, að ritgerðin sé sérstak-
lega merkileg (“most remark-
able”) og hvetur þá, er Jesið hafi
verk Falkbergets, til að kynna
sér hana til skilningsauka^ á höf-
undinum.
Miss Petrea Guðfinna
Jónasson látin
Á laugardagsmorguninn var,
lézt að heimili sínu, (594 Banning
Street hér í borginni, Miss Petrea
Guðfinna Jónasson, fædd 2. júní
1877; ihún var ekki rúmföst
nema fáa daga. Foreldrar henn-
ar voru þau Thorlákur Jónasson
frá Grænavatni, og Kristrún Pét-
ursdóttir frá Reykjahlíð. Miss
Jónasson naut almennra vin-
sælda hvar sem iÆið" hennar tá,
enda var hún af mætu og merku
fólki komin í báðar ættir; hún
lætur eftir sig kjörson, Njál að
nafni, er hún gekk i góðrar móð-
ur stað; sex systkini hennar eru
á Wfi: Benedikt, Björn, Kristján,
Jónas, Hólm'friður og Valgerður.
útför Miss Jónasson fór fram
á þriðjudaginn. Húskveðju flutti
séra Egill H. Fáfnis, en kveðju-
athöfn stýrði í Fyrstu lútersku
kirkju, prestur safnaðarins, séra
Valdimar .1. Eylands, og las síð-
ustu kveðjumál í Brookside graf-
reit.
LÝKUR PRÓFrI
HJÚKRUNARFRÆÐI
Miss May ísfeld
Þann 21. maí síðastliðinn, lauk
próifi í hjúkrunarfræði við Al-
menna spátalann hér í borg, Miss
May ísfeld, dóttir þeirra Mr. og
Mrs. E. A. fsfeld, 6fi8 Alverstone
Sfreet.
Miss fsfeld er fædd i Winni-
peg þann 28. dag desembermán-
aðar, árið 1917; hún var snemma
sett til náms og lauk B.A. prófi
við Manitoba háskólann vorið
1938; hún er gædd ágætum
námshæfileikum, og hefir heldur
ekki slegið slöku við.
Miss ísfeld gegnir hjúkrunar-
störfum við Almenna spitalann.
SEBASTOPOL í HÆTTU
Siðustu fregnir herma, að hin
mikla hafnarborð á Krímskaga,
Sebastopol, sé nú sem stendur í
alvarlegri hættu; hafa Þjóðverj-
ar nú samfleytt i þrjá sólar-
hringa helt yfir borgina slíkum
kynstrum af eldi og brennisteini,
að vafasamt þykir hvort borgar-
búar fái rönd við reist.
Magnús Magnússon
látinn
Síðastliðinn laugardag lézt að
heimili sínu Eyjólfsstöðum í
grend við Hhausa, merkisbónd-
inn Magnús Magnússon, 82 ára
að aldri; rak hann jöfnum hönd-
um um langt skeið, stórútgerð
og landbúnað. Magnús kom til
þessa lands fyrir 54 árum síðan.
en átti heima á óðali sínu við
Hnausa í 52 ár.
K)Onu sína, Ingibjörgu, misti
Magnús 1940; hann lætur eftir
sig sex sonu, Jón, Svein, Jó-
hannes, Oscar Einar og Guð-
mund, ásamt þrem dætrum, Mrs.
.1. Damelsson, Mrs. B. Holm og
Jórunni, sem heima á i Winipeg.
Útför Magnúsar fór fram á
þriðjudaginn frá heimilinu og
Breiðuvikurkirkju. Séra Sig-
urður Ólafsson, með aðstoð séra
B. A. Bjarnasonar, jarðsöng.
Frá Minneapolis
Á sunnudagskveldið þann 21.
|>. m., verður íslenzkri guðsþjón-
iistu útvarpað yfir St. Olaf Cof-
lege stöðina WCAL i Minneapolis
kl. 7—8. Séra Guttormur Gutt-
ormsson prédikar. Organisti
verður Pálína Bardal. Kvenna-
kór í Minneapolis, undir forustu
Hjartar Lárussonar, aðstoðar
söngflokkinn við sálma og
messusvör. Bylgjulend WCAL er
770 kilocycles. —
Upp úr hádegi þenna sama
dag, efnir Hecla Club, íslenzka
kvenfélagið i Minneapolis til
sinnar árliegu útiskemtunar, er
haldin verður í skemtigarðinum
við Nokomisvatn; má þar vænta
fjölbreyttrar og einkar ánægju-
legrar skemtunar.
Mrs. Peter Thorgrimson, er
forseti áminsts kvenfélags.
Sjötíu ára ungur
Séra Friðrik Hallgrímsson
Þann 9. yfrstandandi mánaðar,
átti séra Friðrik Hallgrimsson
dómkirkjupréstur í ReykjaVík.
sjötugsafmæli; hann gegndi
prestsembætti vestan hats um
tuttugu ára skeið með hinm
mestu prýði, og hafði lengi með
höndum skrifarastarf fyrir hið
lúterska kirkjufélag Islendinga i
þessu landi. Séra Friðrik er hið
mesta glæsimenni, og ágætur
kennimaður; á hann hér um
slóðir margt trúnaðarvina frá
hinni löngu dvöl sinni vor á
meðal. Lögberg flytur honuni
hugheilar árnaðaróskir í tilefni
af þessuin merka áfanga í æfi
hans.
I kynnisför til Winnipeg
Kingaö ..óin iil bbrgarinnar i
lok fvrri viku, Miss Guðrún
Stephensen, stúdent við Colum-
bia háskólann í New York. Miss
Stephenseiv er fædd í Winnipeg,
en fluttist til íslands með for-
eldrum sínum Stefáni Stephen-
sen trésmið og Friðnýju konu
hans; hún er frábærlega vel gef
in stúlka, og hefir getið sér
mikinn og ágætan orðstir við
námið; hún leggur stund á upp-
eldisfræði við áminstan háskóla.
Miss Stephensen ráðgerði að
heimsækja ættingja sína i Win-
nipegosis og á Gimli. Meðan
hún dvelur hér í borg, er hún
til heimilis hjá Mr. og Mrs. A.
Sædal, (>9fi Simcoe Street. Sími
29 654.
Canada
Þú ljósríka, víðfræga lýðanna skjól,
sem leita að farsælli dögum,
með glitrandi blómin mót geislandi sól
í gróandi þjóðlífsins högum.
Þín auðsæld og frelsi af öllum er virt
sem örvar og bendir til þrifa,
þitt nafn verður menningar blómsveigum birt
í bók, sem að^aldirnar skrifa.
Eg kom til þín ungur, þá vermdi mig vor
með vonanna ljósi og trausti,
í lifandi minning hér liggja mín spor
um leið sem er gengin að hausti.
Hér þáði eg marga og munhlýja gjöf,
sem mótaði daganna línu,
og hér á eg vinanna vöggu og gröf
í vonblíða skautinu þínu.
Þó halli nú deginum haustinu að
með hnignandi fjörið og þrekið,
eg horfi til baka með þökk fyrir það^
sem þú hefir gefið og tekið.
Við forlaga mótbyr og fagnaðar hag
hér fylgdi eg ástvinum mínum,
og því vil eg sofna minn síðasta dag
í sólríka faðminum þínum.
Ó blessi þig drottinn af dygðanna sjóð
um daga og komandi árin,
og gefi þér máttuga mannúðar þjóð
að mýkja þeim líðandi sárin.
M. Markússon.