Lögberg - 11.06.1942, Qupperneq 2
2
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 11. JÚNÍ. 1942
Asía
Eftir Lin Yutang.
Ósýnilegir atburðir eru að ger-
ast austur í Asíu um þessar
mundir, atburðir, sem munu
móta framtíð heimsins á ókomn-
um tima, hvernig sem friðar-
samningum annars verður hátt-
að þegar þar að kemur.
Afstaða Evrópu ríkjanna gagn-
vart Asíu, verður að breytast tit
stórra muna, hvort sem Japan
stendur eða fellur í yfirstand-
andi vopnaviðskiftum. Afstaða
þeirra verður að brevtasit mjög
skjótlega, sérstaklega þeirra á-
ihrifamanna er setja svip og
form á stjórnmálastefnu Bret-
lands og Bandaríkjanna.
Eg 'fyrlr mitt leyti er í enguin
vafa, að Japan biður ósigur að
lokum, en útlit komandi friðar
er jafnvel enn skuggalegra en ó-
friðurinn sjálfur. lig hefi minni
áhyggjur út af stríðinu heldur
en hinum sjálfsagfía eftirmála —
niðurstöðu friðarsainninganna.
Við höfum enn ekki minstu hug-
mynd um hvernig þeim verður
háttað að neinu leyti.
Sterk óvissu tilfinning virðist
vera ríkjandi, bæði í Lundúnum
og Washington, og er hún sann-
arlega ekki ótímabær að því er
við kemur hugsanaruglingi
stjórnmálamannanna gagnvarl
spurnrngunni um framtiðar mál-
efni/ Asíu.
Hvaða áform eru um framtíð
Kina og Indlands. Hvert er, ætti
að vera, eða verður samband
Bretlamts og Indlands.
Skilningur Bandaríkjanna
gagnvart Indlandi, er hvorki
góður eða hið gagnstæða. Hann
er enginn. Þar sem engin þekk-
ing er fyrir hendi, er allur skiln-
ingur útilokaður. Hinn eini
tengiliður milli þesisara tveggja
þjóða, er tO'gleður og tin. Þar
sem slik fáfræði ríkir gagnvart
Asíu, sem hefir inni að halda
helming alls mannkynsins, er
naumast hægt að búast við heil
brigðri friðarmálastefnu fyrir
heiminn í heild.
Arrbhur Krock ritar í New
York Times, sunnudaginn 11.
janúar, og segir að fyrir nokkr-
um mánuðum síðan, hafi þótt
skemtileg fyn/dni að spyrja:
“Viltu deyja fyrir gamla, kæra
Dang Dong?” Þetta er ennþá
gott ispausyrði meðal brezkra
stjórnniálamanna, — þar á með-
al Winston Ghurchill — jafnvel
þó komið hafi á daginn, að það
gaman er nokkuð grátt. En eins
lengi og núverandi herfræði
þeirra og stjórnvizka er við
stýrið, verður þetta aðeins
skemtilegt spaugsyrði á vörum
yfirstjórnar bandamanna. En af
jöfnu ljósi, og halda að óllu sé
óhætt eins lengi og Lundúnaborg
er óhult er þessi gainansemis
hneigð þeirra í hæsta máta sorg-
leg.
Ef þessi spaugsemi þeirra væri
ekki eins rækilega fléttuð inn í
allan þeirra stríðs og lriðarmála
útreikning, mundi eg reyna að
hlæja með, en eg get það ekki.
Það, að minni alvara og kraft-
ur er lagður á Kyrrahafið en
Atlantshafið í yfirstandand'.
vopnaviðskiftum á sérdjúpar
rætur, nefnilega þær, að hvorki
Bandaríkin eða Bretland hafa
breytt um stjórnmálastefnu
gagnvart Asíu og eru reiðubúnir
að hefja þar nýlendunám að
stríðinu loknu.
Vafalaust verður öll lausn
þessara mála, þar á meðal form
og fyrirkomulag væntanlegs frið-
ar, i 'höndum forvígismanna lýð-
veldis ríkjanna. Við getum ekki
búist við þeiin niðurstöðum
betri, eh mennirnir eru sjálfir
sem skipuleggja það og fram-
kvæma. Þeir skapa þá hluti i
sinni eigin mynd. Elkkert fyrir-
komulag og engin ráðagerð
inannlegs hyggjuvits, getur orð-
ið betri en höfundarnir eru, sem
að málunum standa, og gefa
þeim lögun og líf. Það er því hin
ýtrasta nauðsyn að skygnast í
barm þessara manna og sjá hvers-
konar hugarfari þeir búa yfir.
Eg er einn í þeirra hópi, er
dáist að Winiston Churchill.
Hann er maður á réttum stað.
Hann er ímynd hinnar þrezku
viljafestu, að berjast og sigra.
Hann er þar í yfirstandandi ó-
friði, sem Clemiencau var í síð-
asta stríði. Hann er sá per-
sónulegi kraftur, sem er vís til
að stíga niður til helvitis og
sigra sjálfan djöfulinn ef nauð-
syn krefur.
Clemiencau var bardagamaður,
en miður heppilegur friðarmál-
unum. Hvorki Churchill eða
Clemencau, ná ineð tærnar þang-
að sem Abraham Lincoln hafði
hælana. Slíkan mann vantar
okkur að samningaborðinu á
sínum tima.
Aðal von okkar hvílir á Roose-
velt forsieta, hann mun komast
næst Lincoln hvað snertir fram-
sýni' og spámannlega andagift.
Glemencau var leiknari i ref-
skák en Wilson. og vann því
taflið á friðarþinginu forðum.
Nú vona eg að rödd Ameríku
hljómi hærra og hvellara en rödd
Bretlands við loka-uppgjör þess-
ara mála. Eg vona að Roosevelt
standi af sér storminn sem braut
Wilson.
Ástæða þessara óska minna og
vona er sú, að Roosevelt ekki
aðeins prédikar stjórnmála-vis-
indi, hann framkvajmir þaú lika
eftir föngum.
Við þörfnumst Churehills sem
bardagamanns, en vér eruin í
enn brýnni þörf fyrir Roosevelt
sem friðarboða. .
Hugarfar Churchilis keinur
glögt fram þegar hann lýsir þvi
yfir í brezka þinginu að rrhe
Atlantic Charter eigi als ekki að
ná til Indlands. Það plagg hef-
ir sögulega þýðingu, ekki ein-
göngu af því að það inniheldur
grunnfærar athugasemdir og á-
kvæði, heldur af hinu að loforð-
ið sem liggur bak við það knýr
það til framkvæmda.
Hver skóladrengur, sem væri
beðinn að skrifa stíl um nauð-
synjamál heimsins i framtiðinni,
gæti auðveldlega fundið upp
átta atriði lík þessum, eða
fjórtán í svipuðum anda og
Cordell HuII.
Ef Ghurchill hefir álitið að The
Atlantic Charter—isem er í raun
og veru skýrsla um hugsana-
fræðilega meginreglu — ætti að
eiga við alt fólk, þá væri hann
ekki Englendingur, ien það vill
nú svo vel til að hann er sánn-
ur Englendingur.
Láturn okkur nú líta á dæmi
er sýna hverskonar forystu við
höfum. Eg skil heimsókn
Ghurchitls til W*ashington, sem
nauðsynja för, farna til að sam-
eina enn fastar þessi tvö voldugu
stórveldi. Eg skil enn íremur
að einn þáttur þess samkomu-
lags er skapast hefir, er að vig-
stöðvarnar í Asíu eiga að sitja
á hakanum fyrir þeim í Evrópu
og Afríku, að minsta kosti í
bráðina. Hinn stjórnvizkulegi
tilgangur var að hindra Ameríku
frá að senda liðsafla til Kyrra-
hafsins sem svar við árásinni á
Pearl Harbor, bein afleiðing
þessarar ráðstefnu er fall Singa-
pore.
Hin einkennilega starblinda
brezku stjórnarinnar á öllu er
viðkemur Asiu, kemur ekki að-
eins fram í hinum ófullkomnu
vörnum Singapore, heldur einn-
ig því með hve mikilli sjálfs-
ánægju sá ófullkomlieiki er af-
sakaður, og þær afsakanir sjá-
anlega teknar góðar og giklar.
Churchill vakti thygli á því i
hinni miklu ræðu sinni í Wash-
ington, að mistökin að verja
Malajaskagann stöfuðu bein-
línis af því að meira áríðandi
hefði þótt að verja Libyu; með
öðrum orðum, hér var valið milli
Libyu og Singapore.
í fjærveru Ghurchills skýrði
Clemient Attlee þetta atriði enn
nánar. <Jagnvart aðfinsluspurn-
ingum i þinginu 8. janúar, út af
allri tilhögun í Asíu farast New
York Times svo orð: “Hann
studdi mál sitt með þrí að
sPyrja þingmenn hvað þeir
mundu hafa sagt ef ónógar varn-
ir hefðu verið í Libyu vegna
þess að mikill liðsafli hiefði ver-
ið fastur austur í Kiyrrahafi, eða
ef vopnasendingar til Rússlands
hefðu verið vanræktar, af því
að þeirra var þörf á Malaja-
skaganum.”
Með einfaldri mælistiku á
landfræðilegar fjarlægðir frá
Lundúnum, var talið gefið, að
ienginn Englendingur með fullu
viti, teldi Singapore meira virði
en Libyu. Anthony Eden studdi
þessa skoðun og sagði að ástand-
ið væri engri vanrækslu að
kenna, heldur vel íhuguðu og
ráðnu vali. Hvílikt val!
Eg segi þetta ekki til að særa
neinn eða erta, sem þó altaf má
búast við meðal bandamanna í
slíkum kringumstæðum. Við
rákum okkur á það i fyrra
stríðinu, að brotalamir eru ó-
ihjákvæmilegar i viðbúð sam-
herja, og enginn staður er jafn
ófriðlegur eins og friðarþingin
sjálf. Evg segi þetta 1 fyrsta lagi
til að benda á hið takmarkaða
hugsanaflug vissra manna, og í
öðru lagi — og það er aðal at-
riðið —, til að gjöra öllum ljóst,
hve ýmsir atburðir í Asiu á síð-
ustu áratugum og yfirstandandi
ófriður, er alt samanlagt, líklegt
til að hafa óheppileg áhrif á
hugarfar miljónanna í Austur-
úlfu.
Sumir hvítir menn — þar á
meðal margir mjög frjálslyndir
— hafa litla hugmynd um hverj-
ar hörmungar Indland, Kína og
Japan líða, þegar jörðin er
sprengd i loft upp undan fótum
þeirra, þegar Japan dreymir um
víðáttumikið og voldugt heims-
veldi í Asíu þegar Kina með
samansöfnuðum krafti og hug-
rekki, berst fyrir lífi sínu og til-
veru, jiegar Indland er vaknað
af svefni og heimtar fult frelsi
og sjálfstæði, sem það líka hlýt-
ur að fá innan skamms.
Kinverjinn er prúðmennið í
Asíu, Indverjinn lieyndardómur-
inn og dulspekin og Japaninn
bardagamaðurinn. Látum okk-
ur atihuga Kínverjann. Hann tal-
ar aldrei mörg orð í bræði, en
hann efir sæmilega athyglisgáfu
og skilning. Hann brosir af þvi
að hann skilur aðra jafn vel og
sjálfan sig. Lundarfar hans
veitir honum létt að hlæja og
Ifyrirgefa. En hann sér ei að
siður glögglega hvað fram fer.
Nábúar ihans halda að tilfinning-
ar hans verði ekki særðar af því
hann dylur þær bak við vin-
gjarnlegt yfirborð. Eg gjöri ráð
fyrir þessu af þeirri ástæðu að
bæði ensk og amerísk stjórnar-
völd hafa margsinnis látið í ljósi
ótta við að meiða japanskar til-
finningar. En í síðustu fjöru-
tíu ár 'hiefir ekki borið mikið á
slíkri varkárni í garð Kínverja,
svo mér sé kunnugt. Sönnun
fyrir þessu eru olíuleyfin er viss-
ar stjórnadeildi veittu Japönum
fá sumrinu 1940, til marzsmán
aðar 1941. Engum af þessum
heiðursmönnum kom til hugar
að neitun slíkra leyfa til Kina,
gæti sært tilfinningar þeirra að
nokkru.
Kinverksir stjórnmálamenn
eru viðfeldnir og samvinnugóðir
og tala ekki margt Eftir síðustu
fréttaskeytum að dæma eru
Ástralíudniar reiðir út af stjórn-
málastefnum Breta í Asíu, en að
Kinverjum geti runnið í skap, er
alveg óhugsandi ámælikvarða
vesturrikjanna.
Eg er Kínverji og sæmilega
frjálslyndur. Enginn getur sak-
að mig um andstöðu við Breta i
orðuTii eða athöfnum. en þrátt
fyrir það er eg reiður, eg er
reiður út af olíuleyfunum til
Japana, eg er reiður út af lok-
uninni á Burma flutningabraut-
inni, eg er reiður vegna þess að
eg veit að Japan verður leyft að
styrkja aðstöðu sína í suðvestur
Kyrrahafinu ineðan vissir at-
burðir eru að gerast i nánd við
Lundúnaborg.
Ef Japönum lukkast að sigra
Burma og teppa flutninga inn í
meginlandið, verða Kínverjar
látnir einir um að veita þeim
mótstöðu þar til Bandaríkjamenn
eru reiðubúnir að hefja sókn í
Kyrrahafinu. Eg er reiður vegna
þess að þjóð mín hefir þolað
sannarlega nægar hörmungar án
þess þetta bættist við. En hver
hirðir um það?
Liátum okkur ekki efast um
kænsku Kínverjans af þvi hann
er ætið kurteis. Sé viðskifta-
maður hans prúðmenni er hon-
um svarað í sama tón. Sé hann
hið gagnstæða, er honum veitl
tilhlýðileg virðing en haldið i
hæfilegri fjarlægð eins og Con-
fúsíus gaf ráð til, en við sjálfan
sig segir Kinverjinn: “Fjandinn
hafi það ef eg skal hafa mikil
mök við þennan náunga í fram-
tíðinni.” Það eru öll þau geð-
brigði sem hann lætur i ljósi.
Hann sezt niður og brýtur
heilann um hinar flóknu gátur
þjóðmálanna, hann hvarflar
sjónum umhverfis og festir aug-
un á Ameríku, sem er óhlut-
drægur góðkunningi, heilbrigður
og einlægur fqlagi, dálítið léttur
á bárunni og þess vegna auð-
veldara að koma honum á óvart.
En hann er bardagamaður ef á
liggur, trúfasitur er hann af þvi
hann er óhlutdrægur.
Kínverjinn hefir ekki gleymt
hvernig England “kurusu’d”
hnn í þjóðabandalaginu í spurs-
málinu um Mahsjúriu. (Eg vil
mælast til að orðið “kurusu”
verði tekið inn í enskar orða-
bækur með sömu merkingu og
“quisling”). Honum er ekki
kunnugt um að “The Cliveden
set” átti þar upptökin, en hann
veit að England gjörði það. Kín-
verjinn man einnig hvernig Eng-
land “kurusu’d” hann á Versala-
þinginu; samtímis því, sem leitað
var til Kína sem bandamanns,
var Shantung fylki gefið til
Japana á laun, af því svo kall-
aðar nauðsynlegar hernaðar-
kringumstæður kröfðust þess.
England gjörði þetta þá og gæti
vel gjört slíkt altur ef nauðsyn
krefði.
Winston Ohurchill sjálfur
“kurusu’d” Kina 1940, l>egar
hann lokaði Burma brautinni,
Vegna iþess að Frakkland var
brotið á bak aftur og England i
hættu heima fyrir. Sannleikur-
inn er sá, að allir sviku alla í
Evrópu á síðastliðnum tíu árum.
England og b'rakkland ‘kurusu’d’
Rússa og Tékkoslóvakíu með
Munioh samningunum og
spánska lýðveldið gegnum alla
þá styrjöld.
Stalin rak Litvinoff frá em-
bætti eftir Munich samningana
og sveik England með þVí að
semja við Hitler, af því hann sá
að Ghamberlain var fráhverfur
ÖIlu bandalagi. Síðan sveik
Hitler Stalin., O, já, England
“kurusu’d” Frakkland löngu áð-
ur, vegna þess að aðal stefna
Breta var að fyrirbyggja að
Frakkland gæti orðið sterkasta
herveldi á meginlandinu.
Að siðustu sviku þeir Petain,
Laval og Weygand sitt eigið
land, ina frönsku þjóð.
Jæja, þetta er slæmur heimur,
hræðilega siðspiltur heimur.
Hvað stoðar nú að draga fram
svona dökkar myndir af mann-
legri náttúru? Það er viður-
kent að við lifum i heimi, sem
er sokkinn i óvirðingu og sið-
spillingu. Er nokkur breyting
til batnaðar sýnileg? Hvaða vissu
höfum við fyrir þvi að núverandí
hervalds og landvinninga stefna
verði ekki höfð í góðu gildi, þar
sem svo torvelt er að fást við
Japana, og jafnvel þó þeir verði
sigraðir, að bandamenn bregðist
ekki bandarpönnum sínum að
síðustu.
Sir William Robertson herfor-
ingi Breta. segir í sínum frægu
minningum frá 1916: “Það sein
er mest áríðandi fyrir Bretland,
er öfulgt og sterkt Þýzkaland.”
þessi kenning var mjög rómuð
af Lloyd Ceorge og kallað stjórn-
vizku hámark. Hvað gæti aftraö
einhverjum núverandi þerfor-
ingja Breta að ná sama hámarki
með því að segja: “Það sem
Bretum er mest áriðandi er vold-
ugt Japan.”
Núverandi hernaðarráðstafanir
útiloka ekki þann möguleika, að
Japanir verði að mestu látnir
afskiftalausir þar sem þeir nú
eru, þar til reiknings skil við
Hitler eru að fullu afgreidd. En
það eru svik við Kina.
Japan þykist vera hinn sjálf-
kjörni og sjálfsagði forvígisaðili
Asíu, fyrir Asíubúa. En jafnvel
þó þetta sé gott slagorð, þá láta
hvorki Kinar eða nein önnur
þjóð í Asiu, ginnast af þ'vi. Indo-
Kínabúar hata Frakka, Indverjar
hata Breta og Javabúar Hollend-
inga. En það haggar ekki
þeirri staðreynd og þeim sann-
leika að allir þessir áður töldu
Asíu-búar, hata Japani meira en
nokkurn hrítan mann í veröld-
inni. Og þess vegna hljóta þeir
að bíða ósigur að lokum.
Þetta slagorð Japana er eigi
að síður að festa rætur í huga
og hjarta lýðsins: “Virtu aldrei
góð ráð að vettugi, jafnvel þó
þorpari gefi þau,” sagði Con-
Ifúsíus. Þessvegna er það, að
Austurlandalþjóðirnar vantar nú
Asíu fyrir sjálfa sig, en ekki
fyrir Japani.
Breytni og öll hegðun Japana,
því þeir sjá ýmsa hlutl i mis-
\erzlunarsköla
NÁMSSKEIÐ
Það borgar sig fyrir yður
að leita upplýsinga á
skrifátofu Lögbergs, við-
víkjandi námsskeiðum
við beztu verzlunarskól-
ana í Winnipeg ....
Veitið þessu athygli f
nú þegar.
VA*AOM*AAA*M*A*MMA*A*A*A*A*A*MAAyAOAO/
er mikið þýðingarmeira en hin
hljómfögru slagorð þeirra í þessu
efni. Hong Kong er fallin, og
hvítir menn eru á æðisflótta
undan gulum og brúnum mönn-
um á Malajaskaganum. Hvaða
hugsanir skapast nú í brjóstum
þessara mislitu, innfæddu
manna? Ætla hvítu landvinn-
inga mennirnir að koma til baka
og vinna þessi lönd að nýju"'
Hvað ætla lýðveldi Evrópu að
segja Ashi-búum að þeir séu að
berjast fyrir? Er nokkué, sem
þeir geta haft von um að lifa
fyrir í framtíðinni?
Ráðgert er að gefh allri
Evrópu frelsi að stríðinu loknu.
En hvað er um Asíu? Hverjir
eiga að fá hana? Hvers vegna
eru lýðvelda leiðtogarnir svo ó-
ljósir og þögulir um það efni?
Lýðveldishugsjóninni gefst hér
ágætt tækifæri. En það er líka
mögulegt að missa það. The
Atlantic Charter, lofar öllum
þjóðum, undirokuðum af Hitler.
fiullu frelsi. Hið sama plagg
þarf að gefa öllum þjóðum und-
irokuðum af Bretum, hið saina
loforð, að öðrum kosti er ný ó-
gæfa í framsýn, l’yrir allan hinn
mentaða heim.
Bók CJarence Streit, “Union
Now,”* sýnir ljóslega þessa
hættulegu hneigð í alþjóða bolla-
legginguin; hann á sama hátt og
Ghurchill útilokar Indland, en
leggur allan -þunga á öryggi
'hinna enskumælandi þjóða, en
hygst svo að fylla i skörðin með
hinum öðrum. Streit gjörir ráð
fyrir að uppreisnar-tilraunir
verði bældar niður með hervaldi
hins væntanlega bandalags. Þar
af leiðir auðvitað að senda má
ameriska sjóliða til að bæla nið-
ur sjálfstæðishreyfingar Indverja
í framtiðinni,
Pearl Buck mælir með að Kína
sé tekið ineð í reikninginn, þeg-
ar talað er um “Union Now” og
sýnir mieð því glöggan skilning*
ekki einungis á máléfnum Kina,
heldur líka á inum öðrum flókn-
um framtíðar ráðgátum.
Úr þvi að “Union Now” hefii’
á hyggju að skapa frjálsa veröld,
undir stjórn enskumælandi
manna aðeins, þá er trú mín að
stofna beri önnur sambandsríki,
sem til að byrja með saman-
stæðu af Kína og Indlandi og
teldu' 810 miljónir manna, eða
þrjá 'fimtu af íbúðum alls heims-
ins, eða undir vissum kringum-
stæðum að Rússlandi viðbættu.
og teldi þá 1 biljón manna eða
helming alls mannkynsins. Þessi
þrjú miklu ríki eru tengd hvert
við annað landfræðilega að þvi
viðbættu að Burma og Indlands
flutningabrautirnar nálægja þau
enn meira hvort öðru.
Þetta Asíu bandalag ætti að
vera með líku sniði og “Union
Now,” og hafa með höndum
yfirsýn allra samninga og við-
skifta við Evrópu sambandsrík-
in, þvi bæri að hafa innan sinna
vébanda smærri ríki eins og
Korea, Burma, Síam, Iraq og
Japan, á sama hátt og “Union
Now” ætti að innibinda Suður-
Ameríku, Þýzkaland og ítalíu.
Þegar takmörkun heinrsveldis
hugmyndarinnar er einu sinni
viðurkend af hinu enskumælandi
bandalagi, þá verður auðvelt fyr-
ir Kina og Indland að viðtaka
sömu grundvallarhugmynd og
byggja á þeirri undirstöðu ríkja-
samband með sama fyrirkomu-
lagi.
Ef “Union Now” fær l'ast og
ákveðið form og verður ekki að
vlkja fyrir einhverri annari
betri hugmynd, sem innilykur
allar þjóðir heimsins án þjóð-
ernishleypidóma, er það sann-
færing inin, að Asiu bandalag sé
nauðsynlegt til að skapa jafn-
vægi og ábyrgjast frið bygðan á
réttlæti, á þann hátt að vernda
hinn hríta mann fyrir sjálfum
sér.
Það er nauðsynlegt að
*)Me6 “Union Now," er átt við vold*
Uf?t bandalíLg milli Ameríku og1 allra
hvítra enskumælandi manna innan tak-
marka brezka heimsveldisins.—(pýð.)