Lögberg - 11.06.1942, Page 3

Lögberg - 11.06.1942, Page 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 11. JÖNÍ, 1942 3 “Union Now” gjöri scr grein *yrir hve mikilvægt hlutverk Austurlnda-búar hafa að inna at hendi á komandi tima. Ef sá skilningur er ekki fyrir hendi, er ógæfan vís og meiri en nokkru sinni fyr. Sannarlega hefir aldrei verið meiri þörf en nú á sárri iðrun hins hvíta manns er stóð svo ó- gæfusamlega á verði á nitjándu öldinni og kom þeiin reiknings- skil um yfir á menn og konur tuttugustu aldarinnar eins og nú er komið á daginn. Vissulega ættu jþeir nú að d*ila bróðurlega hinum óumræðilegu gæðum þessa heims með hinum ótöldu rniljónum Austurlanda. Uppástunga Mr. Streit er mjög hagfeld til að sameina aft hinna tveggja miklu stórvelda. Síðan hu gmyndin kom fram hefir hún óðlast þunga eins langt og ófrið- armálin ná. Hugsjón og rétt- lætistilfinning tillögunnar er dá- samleg! Hin haganlega settu takinörk eru samboðin hverri djúpsettri ráðagerð til að gefa alheiminum nýtt snið og form. En eg held að Mr. Streit gruni ósjálfrátt að hin sömu öfl er sigldu þjóðbandalaginu i strand, muni ef til vill einnig koma l>essari hugmynd fyrir kattar- nef. Með öðrum orðum, hið ó- endurfædda hjartalag stórveld- anna. Mr. Streit viðurkennir að ríki, s,eni ekki hafa fullan sjálfsá- kvörðunarrótt, sé dálitið torvett að samræina í þessa heild, eins (>g t. d. Indland, vegna þess, að hugmyndin feli ekki i sér ákvæði um sjálfstjórn allra þjóða. Að hinu leytinu er nokkur mótsögn í ummælum hans í “The Declar- ation of Inter-Independence and t-nion,” sein bygð er á sjálf- stæðis yfirlýsingu Ameríku. að “Allir menn eru skapaðir jafn- •ngjar og þeim er af skaparan- uni veitt frjálsræði til að haga sinum eigin málum eftir vild, og til að tryggja þennan rétt, skal þjóðin sjálf kjósa sína eigin stjórn.” — Bretland mundi að líkindum ekki kæra sig um at- kvæðagreiðslu í Indlandi, eða •lapan á Koreu og Mansjúríu. Aðal vandkvæðin við að inni- hinda jafn mannmörg ríki, eins °g Kina og Indland í Evrópu handalaginu, liggja í því að þau mundu bera ofurliði öll önnur öki vað snertir tiltölulega full- trúatlöu. Eftir kosningalögum Banda- eikjanna og Frakklands til efri málstofunnar, mundi Kína fá 3G fulltrúa, Indland 30, Bandaríkin I~ og Bretlad 4. Mismunurinn er ennþá meiri “in the House of Iteputies,” þvi þá fengi Kina 90, Indland 75, Bandaríkin aðeins og Bretland 11. Þessar tölur eru nægilegar til að sigla hug- myndinni í strand í þessu formi, svo framarlega sem hún á að tulka algjört jafnrétti en ekki að hreytast í skripaleik. Myndun sérstaks Asíu-banda- lags með Kína og Indlandi, sem hafa likan fólksfjölda og að Eússlandi viðbættu, virðist eina leiðin út úr iþessu öngþveiti. En har sem Ausiturlöndin telja mannfjölda, ekki i miljónum, heldur hundruðum miljóna, yrðu °H framtíðarviðskifti við Evrópu aÓ gjörast milli sambandanna s.láltra en ekki einstakra ríkja. I þessu fyrirhugaða valda jalnvægi hefir Rússland í raun (>g veru mest að segja um þær 1 anitiðarlínur er dregnar verða. I‘að er svo af því, að Rússland er hálft í Evrópu og hálft í Asíu °g getur þvi fvlgt hverri heild- 'uui sem það kýs fremur. Sam- haird Rússa. Kina og Indlands er alls ekki óhugsandi, en hvort svo verður er algjörlega undir 'estiir-lýðveldunum komið. Að stríðinu loknu sé eg ljós- Jega að Kína og Indland hefja iðnað i stórum stil og vélbúa erflokka sína. f því efni er ússland fráha'r fyrirmynd til hamkvæmda, án utanríkis fjár- óflunar. Rússar munu fúslega láta i té reynslu sína og aðra aðstoð við að koma á fót nýtizku iðjuverum i báðum þessum lönd- um. Þvi niá ekki gleyma að Rússland hefir mörgum sinnum boðið stærri lán með.betri skil- málum í yfirstandandi stríði, heldur en Ameríka og Bretland hala nokkurn tínva séð sér fær.t að bjóða. Með aðstoð Rússa mun Kina byggja sína eigin skriðdreka og flugvélar og það er fylsta á- sitæða til að búast við, að fimm ára áætlanir geti gjört kraftaverk hjá okkur eins og þeim, og geti gjörsamlega umbreytt Kína og Indlandi á fáum árum. Aðeins fyrir þessar ástæður, en ekki af neinni stjórnfræði- legri góðgjörðasemi getum við gjört okkur von um að fá okk- ar bróðurhluta hjá Ameriku og Bretlandi við endurreisn heinvs- ins. (Lauslega þýtt úr Tímaritinu “Asía”, marz, 1942). Jónbjörn Gislnson. Hin mikla elfur Jörgen Bukdal, merkur gagn- rýnandi, ræðir um það i smá- grein einni, hvílikt vonleysi grípi stundum ýmsa rithöfunda yfir því, hve furðulega litil áhrif þeir í rauninni hafi á almenning með öllum sínum skrifum. En hann bendir þeim aftur á, að þótt á- hrifa frá þeini gæti að vísu lítið á yfirborðirtu, þá sé það þó eng- um efa orpið, að rödd þeirra slái oft til hljóðs i djúpum mannssálnanna og veki þar ólgti, sem á örlagastund brjótist fram með miklum krafti. Hann segir eitthvað á þessti leið: Andlegra áhrifa virðist oft gæta tiltölulega litið í lifi manna. En mætti samt ekki segja eitt- hvað .svipað um þau og árnar i Austurríki. Þær renna lengi neðan jarðar og hvergi sézt þeirra vottur. En svo alt i einu brjótast þær upp á yfirborðið og sézt Iþá, að þær eru geysivatns- miklar. Á renslinu neðanjarð- ar hafa þær marglaldað kraft sinn. Eg geri ráð fyrir, að yfirleitt flestum leiðtogum á andlegu sviði geti við og við orðið eitt- hvað svipað innanbrjósts og þeim rithöfundum, senv hinn danski gagnrýnandi er hér að hug hreysta. Má t. d. ekki hugsa sér, að þeim kennurum, sem taka starf sitt alvarlega, falli allþungt, er þeir sjá æskuna, einn hóp á fæt- ur öðrum, hverfa á brott úr skólanuin, án þess að hafa vaxið þar að mun að mannviti og manngöfgi. Og sjá svo, að ak- urinn virðist aldrei hafa staðið jafn hvítum til uppskeru fyrir hverskonar lýðskrumara, sein byggja trúboð sitt fyrst og fremst á múgæði, blindri, gagnrýnis- lausri hjátrú og lægstu auðvirði- legustu hvötum. Fáum sanngjörnustu mönnum mun þó koma til hugar, að þrátt fyrir alt þetta hafi ekki eitthvað unnist á í menningar og mann- úðarátt með bættum skólum og aukinni fræðslu. Og engum dett- ur i hug, að slikt myndi hollráð menningarlega séð, að jafna skóla við jörðu og loka munni kennarans. Eg þori einnig að fullyrða, að mörgum presti finnist oft upp- skeran siná af starfi sínu og á- hrifin af boðskap kristindómsins furðu lítil á hug og hjörtu mann- anna. Þeir menn, sem raunverulega eru í andstöðu við kristindóm, grípa þá gjarnan tækifærið og vilja telja fólki trú um, að alt starf kirkju og kristni sé hel- ber hégómi, sem enginn ætti að styrkja. Enga dul ber að draga á það, að siðleysi kristinna þjóða er mikið og grimd geigvænleg. Sakir mikilla og siendurtekinna yfdr- sjóna eru hjörtu einstaklinga og þjóða sem blæðandi und. En hinu má eigi heldur gleyma, að án kristindómsins ættu þeir, sem nú ganga í myrkrum, enga von. Og þrátt fyrir það þó áhrifanna frá boð- un kenningar Krists gæti oft lít- ið á yfirborðinu, þá lifa áhrifin i djúpi sálarinnar og geta oft á örskjótri og óvæntri stund bloss- að upp. Hver einasta mannssál, sein eitt sinn ihefir hlotið fræðslu um líf og starf meistarans mikla, mun Idrei að eilífu geta glevmt honum. J hinu fræga leikriti Ibsens “Keisara og Galilea” segir Júlían Apostata eitthvað á þessa leið: “Þú getur ekki skilið það, þú sem aldrei hefir verið undir á- hrifavaldi guðmannsins. Það er meira en aðeins kenningin ein, sem hann helti yfir heiminn, það var óstjórnlegur töfrakraft- ur, sem fylgdi honum, og hann læsti siig frá sál til sálar. Þeir sem eitt sinn hafa komist í kynni við hann geta aldrei glevint hon- um.” Svo máttugir töfrar hafa frá öndverðu fylgt persónu Jesú Krists, að sá sem eitt sinn hefir ihaft sagnir af 'honum man hann að eilífu. Hver sem flytur er- indi ’hans má eiga það vist, þó oft beri iítið á um stund, að orð hans lifa i djúpum sálnanna eins og voldug neðanjarðar elfur, sem alt í einu getur brotist fram með óvæntum þunga. Og þó margt sé rætt um mátt- leysi kristninnar, er það aug- Ijóst, að langsamlega flest alt það, sem til mestra heilla horfir í inenningu þjóða og lífi, á rætur sínar að rekja til kristindóms- ins, er margræktað og fágað fyrir mátt hans og áhrif. En sem kunnugt er, á heiðin hugsun enn mörg vígi óunnin, enda koma i sifellu nýjar og nýjar kynslóðir fratn á sjónar- svið ófágaðar í hugsun, með ó- stýrilátt eðli, og óþroskaða, óbil- gjarna eiginhagsnninahyggju. Alt þetta fólk þarf að takast á kné, og því þarf að kenna einföldustu lífssanniindi og brýna það til mikilla átaka og fórnar fyrir fagrar hugsjónir. Þó kristninni hafi oft vel tekist í því að magna kraft kynslóðanna og safna hon- um i eina þunga elfi, fagurs og þroskavænlegs lífs,, þá er það einnig vitanlegt. að á sumuni timum er sem áhrií öll drepist mjög á dreif, svo að árangur sýnist tvisýnn. Þeir tímar munu nú vera yfirstandandi. En inargt bendir til, að bráð- lega taki að rofa til. Gáfaðir ungir riithöfundar risa nú viðs- vegar upp erlendis, sem bann- færa efnishvggjuna og þau áhrif, sem hún hefir haft á einstakl- inga og iþjóðir. Sten Selandi segir t. d.: “Hefir nokkur kynslóð lifað jafn fá- tæk sem min. Við eigum ’hvergi fótfestu. Við svifum í lausu lofti milli tveggja veralda.” Og Walter Lippmann bætii við: “Það er ómögulegt að lifa raunverulega hamingjusömu lífi án þess trausts og ánægju, sem heilbrigð trú ein getur veitt.” Og hinn ungi, danski rithöf- undur, Arne Sörensen, sem nú kveður svo mjög að, segir enn- fremur: “Smátt og smátt er æskulýður- inn að átta sig á, að tilvera án Guðs er vitfirring. Það sem á komandi tímum mun setja merki sitt mest á mannlegt líf er bar- áttan fyrir því, að mannkynið á ný komist í samband við frum- uppsprettu sína, Guð.” Þeir timar munu brátt koma, að hver heilbrigður maður snýr i klárri fyrirlitningu baki við öllum þeim, sem gera loft alt lævi blandið af trúleysi á guð- lega forsjón og kjósa sér þann ógöfuga hlut, að blanda eitri vonlausrar lífsskoðunar i bikar barnsins og villa því sýn í sókn æðri verðmæta. Skáldið og jafnaðarmaðurinn Bernard Shaw leggur á það meiri og ineiri áberzlu í siðari bókum sinum, að það sé krist- indómur fyrst og fremst, sem cigi yíir að ráða þeim smyrslum, sem mýkt geti og læknað mann- leg mein. Um það segir hann t. d.: “Eg skal játa fúslega, að t-ftir að hafa brotið heilann i sex- tíu ár um mannlegt eðli og heim, sé eg enga leið út úr eymd ver- aldarinnar aðra en þá leið, sem Kristur sjálfur hefði valið, ef hann hefði setið að stjórn meðal þjóðanna.” Hverjum manni með heil- brigða hugsun ætti að vera það Ijóst, að í baráttunni fyrir heill og velferð kynslóðanna má hann aldrei vera hlutlaus Og jafn- framt ætti það að vera augljóst mál, að ómögulegt er að taka þátt í slíkri baráttu án þess vit- andi vits og af heilum óskiftum hug að skipa sér undir merki kristindómsins, þeirrar stórkost- legu og íegurstu hugsjónar, sem nokkuru sinni hefir fram kom- ið. , Sá sem berst gegn kristinni lífsskoðun — og þó 'hann sé ekki nema aðeins afskiftalaus — er hann hinn mesti níðingur gagn- vart mannlegu félagi. Það er siðferðileg skylda, sem liggur á herðum hvers manns, að hann treysti og styðji alt það sann- asta og mikilverðasta i menningu sinnar þjóðar og hjálpi sein flestum til að eignast sem bezta og sannaista lífsskoðun. I bók sinni, “Lú the Steps of the Maslter,” segir Morton frá einkennilegum dansi meðal hálf- vilts þjóðflokks, er hann sá í hérði einu handan við Jórdan. Þeir, sem tóku þátt í dansinum klöppuðu með höndunum, stöpp- uðu með fótunum og endurtóku i sifellu sömu orð. Því lengur sem leið, þvi háværari urðu þeir, og brátt tekur að sjást blika á hnífa á meðal þeirna. Dansinn dunar ineð vaxandi krafti, rykið þyrlast upp, alt verður einn alls- herjar öskapnaður og villi- menska. Höfundinum segist hafa orðið það að hugsa til liðins tíma, er þetta sama hérað var bygt mönn- um, sem stóðu á húu menningar- stigi, svipuðu því sem nú blómg- vast í Evrópu. Og hann hugsar: “Ætli eitthvað svipað þessu muni einhvern tíma verða sýnt á Trafalger Squiare, einu stærsta torgi Lundúna, eða á Place de la Concorde í Paris?” Og ennfnem- ur segir hann: “Okkar heimur, svo ófuHkominn sem hann nú er, hann er þó ennþá kristinn heimur og á ræitur sínar í krist indóminum. Alt það, sem stend- ur gagn kristindóminum, hversu þýðingarlítið sem það annars kann að virðast, það er alt hnefahögg frá viltum, dýrsleg- uiii öflum, seni ætið hafa beðið tilbúin eftir því að dansa á rúst- um þess hrundna með brugðn- um hnifum.” Hluitverk kristninnar er það fyrst og friemst að sameina allan þann siðgæðislega og trúarlega mátt, sem hver kvnslóð býr yfir, í eina mikla meginelfi, sem með ómótstæðilegum þunga fellur fram öllu þrí til vaxtar og heilla. sem bezt er, sannast og fegurst í þjóðliífinu. Hver einasti mað- ur, sem ann þjóð sinni og landi, á að leggja þar hönd á plóg, ella getur svo farið, að hann megi saga um, að einhvern tíma sjá- ist i ihelgum véum blika á brugðna rýtinga villimenskunn- ar i taumlausum, vitstola dansi. Páll Þorleifsson. —(Kirkjuritið) NEW SYLLABUS ANNOUNCED FOR AIR CADETS Revision of Air Cadet instruc- tion has been announced by Group Captain D. C. M. Hume, National Director of the Air Cadet League. Changes have been made in training to meet R.C.A.F. standards. Air navigation, a n t i-g a s training, hygiene, and meteoro- logy are new subjects included in the Air Cadet syllabus. Air navigation, which will include theory of flight and aero en- gines, comprising a 58-hour course' and raising the total hours of instruction from 216 to 288. is the principal change. The new syllabus divides cadet study into 14 subjects, parallel- ing Air Force training, and it will require a time-table of ap- proximately four hours per week for 36 training weeks a year. Air cadets attending school will find that their school cur- riculum contains several cadet subjects, for which school work will earn a training credit in their squadron. Non-school squadrons will be encouraged to complete the new syllabus in two years. Thus, boys of 15 enter- ing the Air Cadet League will have a final cadet year in which to take advance study. Aircraft building is no longer a required subject. Construc- tion of both solid scale and fly- ing models, however, will be en- couraged as a separate activity with special recognition. Subjects of the new syllabus are as follows: Air Navigation, Signals, Physical Training, Drill, Mathematics, Aircraft Recognition, Adminis- tration and Organization, Air- manship, First Aid, Armament, Anti-Gas Training, Meteorology, Knots and Splices, Hygiene and Sanitation. Business and Professional Cards VICTORY BOWLING FIVE and TEN PINS • Símtð 206 til þess að tryggja aðí?anK • SELKIRK. MANITOBA J. W. MORRISON & co. General Hardvrare MÁL og OLlUR “Sé það harðvara, höfum við hana” SIMI 27 0 — SELKIRK. MAN. Gilhuly’s Drug Store THE REXALL STORE Lyf,jasérfrœð ingar SELKIRK, MAN. Sími 100 Nætursfmi 25 SINCLAIR’S TEA ROOMS Staðurinn þar sem allir vinir mætast. SELKIRK, MAN. Dr. P. H. T. Thorlakson SELKIRK LUMBER 205 Medical Arts Bldg. Company Cor. Graham og Kennedy Sts. Verzla með Phone 22 866 Húsavið og allar tegundir af byggingarefni • Kostnaðaráætlanir veittar ðkeypis Res. 114 GRENFELL BLVD. Sfmi 2 54 P.O. Box 362 Phone 62 200 SELKIRK, MAN. J. J. SWANSON & CO. I.IMITF.D 308 AVENUE BL.DG., WPG. • Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgfS. bifreiðaábyrgð, o. s. frv. Phone 26 821 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. tslenzkur lyfsali Fólk gretur pantað meðul og annað með pósti. Fljót afgreiðsla. Peningar til útláns Sölusamningar keyptir. Bújarðir til sölu. INTERNATIONAL LOAN COMPANY 304 TRUST & LOAN BLDG. Winnipeg DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 3-4.30 • Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba Legsteinar sem skara framúr Úrvals blágrýti og Manitoba marmari Skrifiö eftir verðskrd GILLIS QUARRIES. LTD. 1400 SPRUCE ST. Winnipeg, Man. DR. A. BLONDAL Physician & Surgeon 602 MEDICAL ARTS BLDG. Simi 22 296 Heimili: 108 Chataway Sími 61 023 Thorvaldson & Eggertson Lögfræðingar 300 NANTON BLDG. Talsfmi 97 024 DR. A. V. JOHNSON Dentist » 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 12 4 Home Telephone 27 702 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST.( WINNIPEG • pœgilegur og rólegur bústaður i miðbiki borgarinnar Herbergi $2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir Ágætar máltíðir 40e—60c Free Parking for Guests DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar • 406 TORO.NTO GEN. TRCSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEO A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími 86 607 Heimilis talslmi 501 562 DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur I eyrna, augna, nef og hálssjúkdómum 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstlmi — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofuslmi 22 251 Heimilissími 401 991 Arthur R. Birt, M.D. 605 MEDICAL ARTS BLDG. Winnipeg Lækningastofu-slini 23 703 Heimilisslmi 46 341 Sérfræðingur i öllu, er að húðsjúkdómum lýtur Viðtalstlmi: 12-1 og 2.30 til 6 e. h. Dr. S. J. Johannesson 215 RUBY STREET (Beint suður af Banning) Talsfmi 30 877 • Viðtalstlmi 3—5 e. h. Office Phone Res. Phone H. A. BERGMAN, K.C. 87 293 72 409 islenzkur lögfræðingur • Dr. L. A. Sigurdson Skrifstofa: Room 811 McArthur 109 MEDICAL ARTS BLDG. Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. Phones 95 052 og 39 043 and by appointment

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.