Lögberg - 11.06.1942, Page 4

Lögberg - 11.06.1942, Page 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. JÚNÍ. 1942 ----------Xög;t>ers--------------------- Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED t>95 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: IQDITOR LOGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. , Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Lögrberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 69 5 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Um tvent að velja , Yfirstandandi heimsstyrjöld getur ekki lokið nema á einn veg, með fullnaðarsigri fyrir lýðræðisþjóðirnar; að vísu er það enn á huldu, hve fullnaðarúrslita verði langt að bíða, þó nú bendi eitt og annað ljóslega til þess, að sókn ofbeldisþjóðanna sé tekin að veiklast til muna. Rússinn hefir reynst drjúgum harðari í horn að taka, en Hitler sýndist hafa haft hug- boð um, og þótt Japönum yrði í fyrstu ískyggi- lega mikið ágengt, þá hafa þeir nú í seinni tíð sætt hinum verstu hrakförum á hafinu, auk þess sem styrkur þeirra í loftinu, virðist’ óðum fara þverrandi; það er því stórum bjartara um- horfs á hlið sameinuðu þjóðanna eins og nú horfir við, en raun var á fyrir sex til átta mánuðum, þó um það verði ekki deilt, að fylztu átaka sé þörf áður en yfir lýkur. Að fengnum sigri, eiga lýðræðisþjóðirnar um tvent að velja; stofnun órjúfandi bræðra- lagsfylkingar, er grundvölluð sé á hugsjónum Þjóðbandalagsins, þar sem betur verði um hnúta búið viðvíkjandi alþjóðaöryggi, en gert var við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar, eða, þá að sætta sig við, eins og þá, tuttugu ára kák- frið, er aðeins gæti steypt mannkyninu í annað öngþveitið ný, eða með öðrum orðum, að seinni villan yrði argari hinni fyrri; slíkt má aldrei henda; mannkynið lifir ekki af aðra Versala- samninga, og þaðan af síður viðskiftakreppu . hliðstæða þeirri, er af fyrri stórstyrjöldinni leiddi. Blaðið Winnipeg Free Press gerði nýlega mál þetta að umtalsefni, og lét þá meðal ann- ars þannig um mælt: “Sérhver hugsandi mannvera hlýtur að hafa sannfærst um það, að framtíðaröryggi veraldarinnar krefjist hrein- ræktaðs þjóðasambands; um aðra leið getur naumast verið að ræða, þar sem engin ein þjóð er sjálfri sér nóg; þetta verða þeir líka að láta sér skiljast, er skopuðust að Þjóðbandalaginu, og sýndust ekki koma auga á neitt annað, en veilurnar í byggingu þess. í meginatriðum, var þó grundvöllur Þjóðbandalagsins, hinn eini og sami grundvöllur fyrir alþjóðasamvinnu og alþjóðafriði; þær þjóðir, sem að bandalag- inu upprunalega stóðu, og gerðust meðlimir þess, fundu ljóslega til þess, hve mikils það var um vert fyrir öryggi sjálfra þeirra, að þær stofnuðu til sáttmála, er svo væri víð- feðmur og styrkur, að ætla mætti, að yfirgangs- hneigðar þjóðir sæi sér þann kost vænstan, að setja ágreiningsmál sín í gerðardóm, og hlíta úrskurði úr þeirri átt. Ef þjóðirnar ekki hefðu brugðist bandalaginu, og tapað' trúnni á til- verugildi þess, má vel ætla að takast hefði mát.t að halda uppi lögum og reglu í heiminum í stað þess óskapnaðar, sem mannkynið um þessar mundir horfist í augu við. Vitaskuld átti Þjóðbandalagið frá upphafi vega sinna örðugra uppdráttar en ella mundi verið hafa, vegna þeirrar einangrunarstefnu, er Bandaríkjaþjóðin tók sér fyrir hendur, að fylgja fram, þó engan veginn verði slík ástæða talin, eins og haldið hefir verið fram, úrslita- ástæða fyrir þeim ömurlegu afdrifum, er bandalagsstofnunin sætti; þegar alt kemur til alls, fellur ábyrgðin þeim meðlimum banda- lagsins þyngst á herðar, er brugðust hugsjón- um þess, er mest reyndi á, og mest lá við.— Refsiaðgerðum hefði þegar átt að hafa verið beitt, er Japanir gerðu sig seka um inn- rásina í Mansjúríu; þeir voru ekki miklir fyrir sér þá, og hægra um vik við þá að eiga. Kínar voru þá meðlimir Þjóðbandalagsins, og frá sið- ferðilegu sjónarmiði, voru þá allar bandalags- þjóðirnar skuldbundnar til þess, að koma til liðs við þá. Bandaríkjaþjóðin, sem þá stóð utan Þjóðbandalagsins, gerði uppástungu, fyrir munn utanríkisráðherra síns, er í þá átt gekk, að hún í samráði við Breta, gerði tilraun til þess að hnekkja yfirgangi Japana þegar í stað, og eiga ekki á hættu, að þeir færði sig frekar upp á skaftið; þetta var, illu heilli, hummað fram af sér. Japönum var leyft óátalið, að fremja glæp sinn í næði, og með því var í raun réttri stigið fyrsta skrefið í áttina til núverandi heimsstyrjaldar. ítalíu óx ásmegin við gengi Japana, o/g greip hún þegar tækifærið til þess að sölsa undir sig Ethiópíu. Vegna þess að ítalía var svo að segja undir handarjaðrinum á flestum þeim þjóðum, er að bandalaginu stóðu, eða að minsta kosti miklu nær þeim, en Japan var, varð það að ráði, að beita skyldi gagnvart henni refsiaðgerðum; naumast varð annað séð, en að slíkar ráðstafan- ir hlyti að ná tilætluðum árangri, þar sem ítalska þjóðin á að miklu leyti tilveru sína undir innflutningi lífsnauðsynja. Eitt og ann- að benti til þess, að ef Bandaríkjastjórn hefði verið sannfærð um að hugur fylgdi máli í því að stemma stigu fyrir árás Mussolinis á Ethi- ópíu, þá hefði amerísk stjórnarvöld verið jafn- vel meira en fáanleg til þess að hefta inn- flutning þaðan úr landi á olíu til Italíu, ásamt þeim efnum öðrum, sem ítalir þörfnuðust tii þess að koma Ethiópíu á kné; en hér Var auð- sjáanlega um enga slíka alvöru að ræða, og því fór sem fór; í raun og veru sýndist alt á eina bókina lært, er til þess kom af hálfu bandalagsins, að beita átökum gegn þeim með- limaþjóðum, er gengið höfðu á gerða samninga, og gerst sekar um skýlaus brot á grundvallar- atriðum bandalagssáttmálans.” En þrátt fyrir alt, þegar til þess kemur, að lokinni yfirstandandi styrjöld, að semja friðar- samninga, þá getur ekki hjá því farið, að þær meginhugsjónir, er Þjóðbandalagið hvíldi á, verði á ný lagðar til grundvallar fyrir því framtíðarskipulagi, er koma á, og mannkynið þráir, því í ríki fagurra hugsjóna skapast fyrst alt það, er síðar kemur að raunhæfum notum í lífi og þróun þjóðanna. , Nýtt blaðamannafélag Fyrir atbeina W. J. Lindals, héraðsréttar- dómara, var á fimtudagskvöldið í vikunni sem leið, stofnað hér í borginni nýtt blaðamanna- félag, sem ritstjórar og útgefendur þeirra blaða, er gefin eru út á öðrum tungumálum en ensku, standa að; er megin tilgangur þessa nýstofnaða félagsskapar sá, að hrinda af stokkum gagn- kvæmri fræðslustarfsemi meðal þeirra mörgu þjóðbrota, er hér hafa bækistöð, stuðla að auk- inni kynningu þeirra á milli með það fyrir augum, að efla þjóðeining í Canada, glöggva sig á lífsviðhorfi canadisku þjóðarinnar, af- stöðu hennar gagnvart Bretlandi og Banda- ríkjunum, ásamt þeim stefnum og straumum, er hæzt rísa í menningarlegum átökum og þró- unarsögu lýðræðisþjóðanna; tilgangi sínum hygst þessi nýi félagsskapur einkum og sér í lagi að ná, með fundarhöldum, sem og því, að blöðin flytji til skiftis ritgerðir um sögu og menningu hvers þjóðarbrots um sig; uppruna- lega verða hér að lútandi greinar samdar á ensku, en síðar þýddar á tungumál hlutaðeig- andi blaða.— Á stofnfundinum, sem haldinn var á Fort Garry hótelinu fyrgreint fimtudagskvöld, var Lindal dómari kjörinn forseti þessa nýja félags- skapar, sem eftir allmiklar umræður, hlaut nafnið Canada Press Club. Meðal þeirra, er með stuttum, en skipulegum tölum, óskuðu þessu nýja blaðamannafélagi góðs brautar- gengis, voru þeir Hon. R. F. McWilliams, fylk- isstjóri, Mr. George V. Ferguson, ritstjóri Win- nipeg Free Press, Mr. Irvin Keith, af hálfu Winnipeg Tribune og Solomon Frank, nafn- kunnur Gyðingaprestur í þessari borg. Úr hópi íslendinga, sátu fund þenna auk Lindals dómara af hálfu ritstjórnar og útgefenda, G. F. Jónasson, Capt. J. B. Skaptason, Einar P. Jónsson og Geir Thorgeirsson. Vel og drengilega að verið Við nýafstaðna fjársöfnun í sjóð Rauða- kross félagsins, var íbúðum Manitobafylkis falið að leggja fram $600,000; var þetta sú stærsta upphæð, sem nokkru sinni hefir verið farið fram á, að fylkisbúar í þessu augnamiði legði til; var ekki laust við í fyrstu, að nokkurs efa kendi hjá almenningi um það, að slík fjár- hæð mundi nokkru sinni fást, því þarfirnar, sem að kalla vegna stríðsins, eru vitanlega margar, og þá jafnframt síður en svo, að allir gæti lagt mikið af mörkum. En hér sannaðist sem oftar hið fornkveðna, hve góður vilji er sigursæll; enda lætur fólkið í Manitoba sjaldn- ast á sér standa, er mannúðarmálin eiga í hlut, og þarfnast stuðnings. Og nú er svo komið, að eigi aðeins safnaðist sú upphæð, sem í fyrstu var til ætlast, heldur kom inn að lokum talsvert meira fé; þannig átti það að vera, og þannig mátti það til vera, því þörfin á samúð hefir aldrei verið brýnni en nú. Borgirnar hrundar og löndin auð Hvar, sem vitfirringarfellibyljir Hitlerism- ans fara yfir jörð, sigla í kjölfar þeirra hrund- ar borgir, og gróðursneydd lönd. Rotterdam var jöfnuð við jörðu á fáeinum klukkustund- um, og stórir hlutar Póllands, þar sem áður blöstu við frjósamir akrar, eru nú að sögn, eins og gróðurlaus eyðimörk; alt þurfti að brenna, jafnvel grasið líka; nú er þetta farið að koma Nazismanum óþyrmilega í koll, því setulið þeirra á Póllandi er tekið að svelta, og geta menn þá rent grun í hvernig háttað sé afkomu Póllendinga sjálfra, er svo er ástatt fyrir þeim, sem með völdin fara. Það er aldrei of seint Ef þér hafið ekki þegar stofnað spari-inn- stæðu, þá gerið það nii — og bætið við hana stöðuglega. Peningarnir tryggir, og má taka þá út nær, sem vera vill. THE ROYAL BANK OFCANADA I — — Total Assets $950,000,000 1 — Grasaferð Þegar eg var þrettán ára að aldri lagði eg á stað með nesti og nýja skó inn á insta bæinn í dalnum til þess að ganga til grasa með vinnukonum þar nokkra daga; fjallagrös voru þá brúkuð bæði fyrir brauð og grauta; mér þótti garnan að þessu; lögðum við upp að áliðn- um degi, og vorum við gFasa- tekju frain að miðnætti; fórum svo heim með poka okkar þétta af grösum; einn af þessum grasa- túrum var mér lengi í minnum sökum smátvika, sem mér í þá daga þóttu hlægileg. Það hafði rignt um morguninn, svo deigla nokkur var á jörðunni, en þá er bezt að tína grösin, svo við lögðum upp með fyrra móti, gengum hliðina upp á brún, hér vorum við komnar á breiðan flata með fögru, þrænu grasi, en hér var litið um fjallagrös, svo við gengum upp á næstu brún; þar kom í ljós önnur víð- átta, fögur og grasivaxin; ein- staka fugl sást þar á flökti: blessuð rjúpan var þar í gráum sumarkjól, hreykin með barna- hópinn sinn, en hvita kjólinn geymir hún til vetrar; hér fund- um við smábletti af grösum, en ekki vildi þetta fylla poka okkar, svo enn gengum við upp á efstu brún , þar eru grösin mest næst öræfunum, en alt þetta var mik- ill gangur, en lítið uin grös, svo eg tók mig frá stúlkum og gekk suðvestur brúnina góðan spöl; alt í einu blasir við mér grasa- breiða milli smáhóla neðan við klettabelti af stórum og falleg- um grösum og indæll blár blær var yfir breiðunni; þarna var sú fallegasta grasabreiða, sem eg sá á íslandi. Þessi fagra breiða er nóg til að fylla alla okkar poka og meira til. Samt þótti mér vissara að tína slurk i pok- ann minn áður en eg kallaði á stúlkurnar; þær eru kanske fljótari að tina en eg. Þegar þær komu, hljóðuðu iþær upp af undrun og gleði, þetta var ó- vanalega stór breiða. “Það er guðslukka,” sagði Rósa min, öldruð kona (vinkona mömmu), “nú verðum við fljótar að fylla pokana.” Já, það tók ekki lengi þar til allir pokarnir voru út- steyttir áf grösum. “Nú er bezt að setjast,” si#;ði Rósa mín, “og halla okkur upp að pokunum og borða bitann okkar.” Við vor- um glaðar og kátar, fjallaloftið gefur manni létta lund. Um- hverfið er svo aðlaðandi, hæðin og víðáttan bendir á frelsi og andlegt viðsýni. En manni finst guð vera nálægur; eg óskaði að eg ætti lítinn bæ á miðbriininni, eg vildi búa þar með köflum; þó er eg hrædd að huldufólk hafi þar aðsetur,” sagði Rósa min. Svo sagði hún okkur huldufólks- sögur meðan við borðuðum. Mér þótti gaman að sldkum sögum, þó mér ekki kouii til hugar að trúa nokkrum kynjasögum af huldufólki eða draugum, eða tröllum; alt þessháttar var sem draumur í huga mínum, óvirki- legt; þessar hroða myndir urðu til á hinum dimmu miðöldum, þegar fólkið var óupplýst og lamað af ófrelsi, en gáfað og hugmyndarikt; hugsanakraftur þess þurfti að vinna við eitthvað þri til skemtunar, en eg trúði því, að Guð væri alstaðar nálæg- ur eins og Biblían kennir og hann leiddi börnin sín sterkri föðurhendi, enda var eg aldrei hrædd í myrkri. Eg hafði yfir með mér orð Bibliunnar: Drott- inn er mitt ljós og fulltingi, hvern ætti eg að óttast. Drott- inn, hann er rigi lífs míns, hvern ætti eg að hræðast. Svo lögðum við á stað heim- leiðis en gátum ekki gengið hratt, því byrðin var óvanalega þung. Nú vorum við komnar niður á rniðbrún. Sjáum við hvar maður kemur á móti okk- ur mikill vexti og knálegur. “Hvað er þetta?” sagði Jóa; “það er huldumaður; hér er hann kominn, og kastar kveðju á okkur, þið eruð duglegar stúlk- ur, segir hann, að rogast með troðna grasapoka, en hafið þið nokkuð séð til kinda hér um slóðir, mig hefir vantað tvær ær í tvo daga og smalinn er búinn að leita alstaðar og finnur ekki. Svo eg tók mig til i kvöld að leita í fjarlægð og ekki að koma heim þar til eg ifyndi ærnar. Já, sagðí Jóa, eg sá tvær kindur i græna geiranum milli klett- anna á efstu brún; það eru ærnar, sagði maðurinn. Um leið dregur hann upp úr vasa sínum heilmikið af Flanders kexi og gefur okkur; þið eigið það skilið fyrir að segja mér um kindurn-, ar, eg stakk þessu í vasa minn, ef eg skyldi þurfa að Teita í alla nótt; isvo hélt hann leiðar sinnar. Þá segi eg við Jóu: Því varstu að segja manninum þessi ósann- indi? Þú sást engar kindur nokkursstaðar; eg veit það, sagði Jóa, eg sá ekki kindur, en eg vildi gefa honum von, svo honum leiddist ekki eins mikið að leita. Það var rangt af þér, sagði eg. Þe&si maður er Árni á Gili, sagði Rósa mín, hann er sagður mesti búhöldur. Svo kom- umst við niður á hjalla, þar eru smálækir, sem við stukkum vfir. Svo kom sitóri lækurinn, sem við þurftum að vaða. Rósa mín sett- ist nú á bakkann og fór úr skóm og sokkum; þið ættuð að fara úr plöggunum istúlkur, segir hún. ó-nei, við Jóa nentum því ekki heldur busluðum vatnið í sokk- um okkar, en þegar við erum komnar út í miðjan lækinn, missir Rósa mín sokka böggulinn sinn niður í vatnið og straum- urinn ber hann með hraða nið- ur lækinn og Rósa min á eftir nokkra Jeið, þar til hún nær bögglinum, sem s/tanzaði við stein í ilæknum, en við Jóa ætl- uðum að springa af hlátri; hún hefði betur buslað eins og við, sagði Jóa. Nei, sagði eg, við höfum úr iþri góðan hlátur. Þetta var meira stríð en ábati, sagði Rósa mín, þegar við náðum landi, en við héldum áfram að hlæja, eins og skrípi. Já, Htið er ungs manns gaman, sagði hún, það var máltæki. Eg kysti hana á vangann, sagði við vær- um ekki að hæðast að henni, það væri bara kætin í okkur sjálfum. Eg veit það, sagði hún. Eg var kát iika þegar eg var ung; eg man hvað eg hló eitt sinn þegar grasapokinn hennar Gróu systur valt niður brattann í fjallinu, og hún hiljóp á eftir alt sem hún þoldi, þó hún vissi að hún gæti ekki náð pokanum þar til niður á jafnsléttu. Þegar eg kom nið- ur var hún sofandi á pokanum, hún sagðist hafa séð huldukonu við rætur fjallsins og lýsti henm eins og stóð í gömlu huldufólks- vfsunni: Blátt var pils á baugalin, blóðrauð svuntan Hka fín, lyfrauð treyja og lindi grænn, Hka skautafaldur vænn. Já, þær kunna að Jita, kon- urnar í kiettunum, sagði eg í hæðnisróm, því eg fann að alt þetta var manntilbúið bull. Svo komum við heim og kaffikann- an stóð við hlið felhellunnai' með heitu kaffi, sem við gædd- um okkur á með Flanders kex- inu, og gengum svo til hvíldar. En næsta morgun kom Árni á GÍli kátur og skrafhreyfinn. Það kom fram sem þið sögðuð mér um kindurnar, eg fann þær skamt þaðan, en þegar eg fór að heiman hét eg því í hugan- um að gefa einhverjum smá- skilding, ef eg fyndi kindurnar, því eg hélt þær væru sloppnar með öilu. Það er enginn betur kominn að því en þið. Svo geí- ur hann okkur isína krónuna hvorri, en við Jóa litum hvor til annarar með spekingssvip. Þeg- ar Árni var farinn þá var nú brosað; eg á nú allar krónurnar með réttu, isagði Jóa, það var eg sem sagði honum hvar ærnar væru. Já, sagði Rósa mín; það sannast á þér máltækið: oft rat- asit málugum satt af munni. Þetta eru nú ismáatriði, en oft eru þau lærdómsrík; það sýndi gjafmildi Árna, sem eg hefi ekki gleymt; það var fynsta krónan, sem eg eignuðist; líka er ætíð gleðjandi að hugsa um hvað sak- laus æskan er, glöð og léttlynd. Jóa var kát og skörp; Rósa mín fróð og skemtin. Kristin i Watertown. Píslarvœtti Léons Blum Léon Blum er sá maður, sem franska afturhaldið, er hefir not- að ósigur þjóðarinnar til þess að svala hefnigirni sinni, hatar allra manna mest. Það eru engar ýkjur, þó að sagt sé, að viljinn til þess að undiroka hinar vinnandi stéttir hafi verið ein aif orsökunum fyr- ir falli Frakklands, sem leiddi af sér einræðisstjórnarfyrir- komulagið. Árið 1936 hafði lýð- veldisistjórninni tekist að fram- kvæma ýmsar þjóðfélagsumbæt- ur, sem rýmkuðu svið verka- lýðshreyfingarinnar og gáfu bjartar vonir um frelsi. Það varð þri umfram alt að koll- varpa lýðveldisfyrirkomulaginu. Þetta var það, sem Pétain og Laval gerðu með valdráni sínu í Vichy. Þeir uppfyltu þannig óskir fámenns en áhrifamikils hluta þjóðarinnar, sem gjarnan kaus Hitler heldur en Léon Blum. í von um að varðveita fjármuni sána. Léon Blum var einnig hataður af uppgjafar- postulum vegna þess, að hann hafði tekið ákveðna afstöðu gegn Þýzkalandi Hitlers og ítalska einræðinu, og að sjálfsögðu hafði áróður einræðisríkjanna innan Frakklands kynt undir. Lóon Blum vissi vel, hvaða örlög biðu hans, ef óvinurinn og um leið hans innlendu andstæð- ingar ættu sigri að fagna, en hann reyndi aldrei að forða sér; og þegar vinur hans í Bordeaux hvafti hann til þess að flýja Frakkland, neitaði hann með þessum orðum: “Eg flý ekki Frakkland, nema istjórnin geri það lika. Fari hún ekki, verð eg kyr.” Eitt fyrsta verk Vichy-stjórn- arinnar var að fyrirskipa hand- töku L. Blums. Sérstakur rétt- ur var settur á laggirnar til þess að “yfirheyra” hann. Fyrir /

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.