Lögberg - 11.06.1942, Page 7

Lögberg - 11.06.1942, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. JÚNÍ, 1942 Týnda de mantanáman við Orange ána Eftir //. A. Bryden. (Frá “Nemo” á Gimli) (FraTnhald) U;m klukkan 2 um morguninn — einhver köldustu, ömurleg- ustu og hættulegustu timamót aftureldingarinnar, þegar margt lií'ið er slitið frá akkeri lífsins — var eg aftur vakinn til með- vitundar af' sárum kvala- hljóðum. Svo sem yður er kunnugt sofa veiðimenn mjög laust, eins og þeir hefðu eðlis- ávisun til þess, er fer fram í nágrenninu, jafnvel þó svo virð- ist að þeir steinsofi í umhúð- um sínum. Eg heyrði undir eins að þessi skelfingar hljóð komu fná mannlegum raddfærum, og þaut út, en þar var að heyra þann ógna hávaða frá mönnum, hundunum og uxunum, en yfir þetta gnæfðu þó mannshljóðin. Eg hljóp ineð hlaðna byssuna að þvögunni skamt frá eldinum, og sá þá hvað þessum ósköpum olli. ^ngsti þjónninn minn, Búsk- drengur, var í kjaftinum á afar- stóru leoparda, er var að rífa hann á háls. Klaas var hugað- astur af þjónunum og hafði lagt Kaffa-tréspjót í síðu dýrsins, en það sakaði ekki, aðrir voru með eldihranda og hundarnir gerðu það, sem þeir þorðu að framan °g aftan. Alt sá eg þetta á augnabliki. Eg hratt félögum minum til hliðar og óð að leó- Pardanum, bar bysuna að eyra hans og hleypti iaf. Byssan vann verk sitt vel, því grimmasta og lífseigasta dýr af kattarkyninu varð að láta líf sitt og höfuð, sern nú var ö smátætlum, og þeg- ar við losuðum tennurnar úr dauðatakinu, datt það dautt, en það var þó um sieinan, því aum- ingja Búsk-pilturinn lá í sand- Inum særður til ólífis. Eftir þessa atburði var ekki hugsað um svefn, og þegar tók að birta, fórum við að foúa okkur undir dagsverkið. Dagsbirtan færðist vfir landið, í blóðrauðri dýrð, og smáþandi dt hásléttuna fyrir augum mín- uin, ng gafst mér færi á að sjá hve auðn þessarar hásléttu var afskapleg; fjöll, fjöll og aftur huldaleg fjöll tóku við hvert af uðru og alt í kring. Lengst í vestri sást líkast slitnu silfur- handi, er benti á hvar hin mikla elia hélt leiðar sinnar til sjávar, ■nnilukt af snarbröttum fjöllum, seni trygðu henni eilífa einveru. Klaa.s hafði staðið hjá inér, og þegar eg leit upp hvislaði hann að mér, því hinir mennirnir voru ekki langt fá: “Herra, þarna Eeint fram undan okkur og í 5 niílna fjarlægð, eru demantarn- *r- Ef við leggjum af stað að afstöðnum morgunverði og hröð- l|ni göngunni verðum við komnir að dalnum að 4 klukkutímum liðnum.”— “Gott og vel. Klaas,” sagði eg. “Morgunmaturinn er þvi sem næst tilbúinn, og að honum etn- Uni leggjuin við tafarlaust af stað.” Lítilli stundu seinna höfðum Við foorðað. Talaði eg þá til nianna ininna, og sagði þeim að eg foelði ákveðið að halda kyrru lyrir þarna hjá tjörninni í fá- eina daga, á þeim tíma ætlaði eg að leita í fjöjlunum meðfram anni, sagði að tveir þeirra gætu fíengið á veiðar eftir fjalla-höfr- Um meðfram þeirri leið er við knmum úr, hinir ættu að halda Uxunum þar sem haginn væri þeztur kringum tjörnina, en allir að halda dyggilegan vörð um Hutninginn. Við Klaas yrðum i þurtu til kvölds, jafnvel yfir nóttina. Við vildum ekki að þeir fyIg<Iu okkur á eftir eður únáðuðu okkur, og ef þeir ekki Leyrðu 4 tíð skot úr rifflinum minum, væri þeim stranglega þannað að koma á eftir okkur. Menn minir voru orðnir mér svo handgengnir að eg var viss um að þeir forvitnuðust ekkert um ferð okkar, og i öðru lagi vissi eg að Afrikumenn þessir voru of værukærir til þess að neita sér um að hvíla sig eftir allar ferðaþrautirnar. II. Við lögðum svo af stað kl. 7 um morguninn, hver með sitt nesti af kjöti, harðbökuðu brauði vatnsflösku og riffil um öxl. Eg held þessi litli Búskmaður hafi í æsku sinni — svo sem Baviarn- ir í trjánum — apategund — flækst um alt þetta gróðursnauða land og þekki það sem höndurn- ar á sér, hann var heldur ekkert hikandi og gekk hratt ofan hæð- ina og ofan í djúpt gil; náði það um hálfa mílu inn í fjallaþyrp- inguna, sem myndaði norður- bakka Orange árinnar. Gil þetta hefir hlotið að taka á móti iniklu af vatni úr ánni í vöxtum henn- ar, þvi gilbotninn var þakinn heljar stórum björgum, er hrunið höfðu úr gilbörmunum. Það tók okkur langan tíma og mesta þrældóm að sigrast á þess- um torfærum, en að lokum — með þyrnistungnar hendur og fætur komumst við að þver- hnýptu fjalli, sem þakið var Jausu heltu grjóti. Með sömu þrautum byltumst við einhvern- veginn yfir fjallið. Eg segi við, en kannast um leið við það, að Búskmaðurinn var mér þar langt um framar. Það var eins og apalíkingin í vaxtarlagi hans væri mikið betur fallin til að verjast falli á þessari hálu og hættulegu leið. Samt höfðum við okkur upp á fjallsbrúnina, og þegar við höfðum farið í gegn- um kögur af runnuin og hrísi, fórum að| smá hrapa undait brekkunni; samfara því var hin mesta hætta. Svo var hálkan mikil á grjótinu, að við bjugg- umst við í hverju spori að missa fótanna, og kastast ofan á jafn- sléttu. Þegar niður kom, var það i dal eyðilegum. Þar vorum við innilokaðir af snarbröttum fjallshlíðum, sem dökkrauðar störðu á okkur í ofurvaldi skelf- ingar og þagnar. Sólin sendi svo glóðheita ljósstraumana á okkur þarna er við vorum að örmagn- ast. Til að gefa þessari dauðalýs- ingu meira lí.f vil eg bæta því við að eg gaf því gætur að hér var meira en vanalega af snákum. Þar var t d. blástursnaðran. gula naðran, og litla náttnaðran, og allar baneitraðar, gerðu þær aðeins að þoka sér frá okkur. Hræðileg þögnin í þessum dauðans dal var þó rofin, er við smá tókum okkur hvíldir með iþví að apategund, er sá til ferða okkar þvrptist að okkur til að vita hvaða skepnur þetta væri, þeir eru grimmir og hrekkjóttir og “quah-quahed” áfergislega Þegar KJIaas skaut i hópinn hrukku þeir undan; fór svo jafn- an er hann skaut. Enn héldum við af stað og komum þar sem gilið var ekki yfir 50 fet á breidd, með sléttum og snar- bröttum hliðum, líklega fægðir svo af striðum vatnsstraum; mætti geta sér til að Orange áin hafi runnið þar í ifyrstu, er hún var að brjóta sér leið gegnum þessi dauðalegu gil. Alt í einu þrengdist gilið enn, og er við komum fyrir horn nokkurt, mættum við alt í einu tveimur pardusdýrum er komu þar í hægð- um sínum á móti okkur. Mér geðjast aldrei að augnaráði þeirra, og eru þau ill viðureign- ar þegar bezt lætur, þó þau hræðist byssuskot. Villidýr þessi gerðu sig ekki líkleg til að flýja, heldur reistu herðakamhana, og börðu um sig foölunum og fitj- uðu upp á trýnin, svo i ljós komu spegilfagrar tennurnar. Hér varð því iekki málum miðl- að. Annaðhvort urðu þau að víkja eða við. En, með því eg hafði farið jafnlanga leið og erfiða eftir demöntunum, var eg .-7 KAUPIÐ ÁVALT LIIHEEC hjá THE EMPIRE SASH & D00R C0. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 ekki svo skapi farinn, að eg hrykki >af hólmi þó Felix Pardus ætti hlut að máli. Við litum eftir byssunum, þokuðum okkur svo áfram, þar til við vorum á að gizka 35 yards frá þesSum óargadýrum. Þetta voru karl- og kvendýr, og svo mikil vexti að engin getur stærri þessarar tegundar. Karldýrið hafði lagst niður til að búa sig undir á- folaupið, og ekki mátti spilla einu augnabliki. Kvendýrið stóð ,enn óráðið. Við báðir veittum þessu eftirtekt, en höfðum eng- an tima til að talast við. Við skutum báðir að karldýrinu, bæði skotin hittu, en hvorugt gat stöðvað það. Kvendýrið hevrði fréttirnar, og hefir að lík- um ekki þótt þ’ær álitlegar, því það flúði tafarlaust. Karldýrið kom þjótandi og öskrandi eftir sandinum og stefndi á mig, en stökk þá í háaloft; eg hleypti af seinna hlaupinu, en svo tókst illa til, að eg hittj ekki, sem a þeiin dögum kom sjaldan fyrir. en dýr þessi eru eims og elding þegar þau gera áhlaupin. f sama bili kom guli skrokkur Iþess í háalofti og stefndi beint á höfuð mitt. Eg stökk til hliðar og Klaas skaut aftur og dýrið féli spriklandi til jarðar og var þá hryggbrotið, en barðist tryllings- lega fyrir lífi sinu. Þetta var happaskot, og skotið af ódeigum manni, annars hefði ieg verið sama sem dauður. Klaas fláði svo skinnið af skrokknum og huldi það grjóti. Við héldum að öll viðstaðan hefði aðeins varað 20 mínútur. Þegar við foöfðum gengið aðra milu til eftir þessum opnu göng- um, breikkaði útsýnið, þar sem veggurinn í fjallinu til vinstri handar reis upp lóðréttur í rauðbrúnni sambræddri kletta- samsteypu, og blasti við glóð- heitum sólargeislanum. Mér gizkaðist til að standbjargið myndi nema 500 fetum á hæð, og hallaði eftir það jafnt upp á háfjallið er mændi yfir fljótið, og að því mér sýndist í mílu fjarlægð. Þegar við komum út í sólskinið, benti Klaas á klett- ana og æpti í uppnámi: “Perlan 1 Perlan- Lítið á, herra!” — Eg leit upp í klettavegginn og á sama augnabliki urðu augu mín sem negld við glóandi hlut nokkurn, sem stóð fram úr berg- inu. Eg varð sem hálfblindur, skygði hönd fyrir augu mín með hendinni og leit þangað aftur. Það er sú furðulegasta og skritn- asta og óvanalegasta sjón, sem eg nokkurn tima foefi augum Jitið. Það var geislandi hlutur afar mikill egginyndaður hnöttur úr kvartzi, hálf-gagnsær með mjólkurlitum blæ, sem blikaði og glóði i sólargeislanum í þeim dýrlegustu geislabrotslitum, er kastaðist frá þessum óhappa “ópal.” Það var þó undursam- legast af öllu, að yfir þessari “perlu” eins og Klaas nefndi þetta, var nokkurs konar himinn úr diæpsteina-efni, með sömu blæbrigðuin og ópal. Þessi himinn slútti fram yfir kúluna. Þetta var dýrleg sjón og óvið- jafnanleg. Klaas tók að hoppa og dansa í mesta ofsa og fúrán- legustu tilhurðum, hætti svo alt í einu og sagði: “Jæja, herra! Bráðum sýni eg yður demantana. Þeir eru þarna,” og hann benti á svartan blett í gilinú. Þarna beint i gegnum klettinn.” “Hvað kemur yður til að nefna þenna skínandi stein þarna perlu?” spurði eg og starði með aðdáun á þenna fagra krystals- knött. “Eg var einu sinni, herra ininn, hjá vínyrkjumanni, Búaþjóðar, hjá Paarl niður i gömlu nýlend- unni, og þar var maður, sem sagði mér hversvegna þeir köll- uðu fjallið þar “de Paarl..” Hann sagði mér einnig fover skrautlegi gimsteinninn var er sá i hring, er stúlka bar á hendi, og þá vissi eg hvað perla er, og að hún kæmi úr fiski, sem væri i sjónum, og eg mundi vel eftir stóra steininum, sem ljóinaði og eg hafði fundið hérna, þegar eg var unglingur við Groot-ána, og eg hugsaði með mér: Klaas! Það var fegursta perlan, sem eg hefi séð, þarna í klettunum, skamt l'rá því sem fögru stein- arnir hvitu liggja. Eg á við undra steinana, herra.” — Við vorum þá komnir svo ná- lægt takmarkinu, að við næstum gátum seilst í þessa dýrmætu steina, sem eg — með sjálfum mér — var orðinn mjög von- daufur með, ien það var hræði- leg tithugsun. Þeir voru rétt þarna hinu megin við klettinn, og eins og nú stóð á, þekti eng- inn þann stað nema Klaas. Hann einn vissi að sagan af Sindbad og datnum hans var sönn. Var það nú satt? Gat það skeð að eg væri áreiðanlega svo nærri að snerta þenna óumræðilega auð. Auðlegð Krösusar yrði sem betlara gjöf hjá því. Eg hafði sezt á stein og kveikt í pípunni, og var að koma lagi á taugarn- ar. “Perlan” sem eg nú gat virt fyrir mér var sénstök myndun úr krystalspaði (steintegund) og einkennilega kúlulöguð. Hvoru- tveggja, hnötturinn og dýrlegi himininn af hangandi drop- steina mynduninni, stafar frá einhvierjum umbrotum jarðar- innar i núverandi myndun sinni, þegar fjöllin skiftust, og frá þeim tíma er einnig gilið, sem við vorum í. Meðan við vorum að hressa okkur á dálitlu af þurra kjötinu og harða brauðinu og drekka úr vatnsflöskunum, veitti ieg þvi eftirtekt, að Klaas rendi rann- sakandi skörpu augunum eftir klettavegnum beint fram undan okkur, eiras og hann væri að leita að einhverju. Þegar við höfð- 'um lokið hressingunum og kveikt í pípunum, mælti hann: “Göngin, sem liggja úr þessu gili gegnuin klettinn til demant- anna, áttu að vera hérna á móti,” — og benti um leið í átt- ina — en eg get ekki komið augá á blettinn, skógarrunnarnir hafa vaxið svo mikið síðan eg var hér á unglingsárum mínum.”—- Við stóðum þvinæst upp og gengum tafarlaust að blettinum, sem foann hafði bent á, og geng um þétt upp að hömrunum. Búskmaðurinn kannaði svo runnana á ýmsum stöðum, smaug inn i þá og kom ut á öðrum stöðum, snar og mjúkur eins og ungt itígrisdýr, en gat hvergi fundið göngin, sem láu í giegnum klettinn,, eins og hann hafði sagt mér. Þegar hann enn einu sinni hafði horfið mér, heyrði eg lágt blístur, sem þýddi að eg ætti að koma, hlýddi eg því samstundis. Eg nálgaðist hann með hægð og rak í rogastanz er eg kom auga á rjóður og hinumegin við það húa og þykka þyrnagirðingu (Kraal) og við hana stóð Klaas. Inni í girðingunni var hring- lagður kofi lágur, gerður úr trjá- limi og tágum og ofinn saman sterklega. Klaas stóð og gætti dyranna er voru mjög litlar, en byrgðar þyrnuin, sem foölluðust upp að þeim. Hvað skyldi þessi undarlegi kofi þýða, eins og hann virðist óhentugur til íbúðar? Klaas fann nú gneiðari veg gegnum girðinguna og gengur að kofan- um, þar kipti hann þurrum Mímosa þyrnihríslum úr dyrum, en sá um leið að bent var að sér ör á litlum boga. Á bak við bogann leit hann ofurlítið horað og grimdarlegt andlit. Jafn- skjótt ruddi Búskmaðurinn út úr sér straum af orðuiri á sinu eigin tungumáli. Samstundis féll bog- inn úr sigti og litla höfuðið kom út í gegnum gatið, og sá minsti og ellilegasti maður, sem eg hefi nokkuru sinni séð, stóð frammi fyrir okkur. Eg sagði ellileg- asti. En það er ekki nægilega skýr lýsing á svipnum. Þarna sem hann stóð, deplandi augun- um í sólarbirtunni, liktist hann mest uglu. Hann var m%ð “Kaross” úr skinni af rauðum hafri, isem hann hengdi á axl- irnar, og var liturinn óaðgrein- anlegur frá lit bjargsins í kring- um hann. Eg hefi engan séð hans líka. Vesalings gamla gamalmennið, sem áður háfði haft fovassa sjón og heyrn og var ofurhugi sem þjóðbræður hans, en hafði nú daufa heyrn og sjón og sljófa hugsun og skorpna handleggi, var tilbúinn að verja líf sitt og hreysi. Klaas ávarpaði svo mann þennan framan fyrir Nóaflóðið á sínu eigin tungumáli, og þegar honum var svarað með orðinu “Arissep”, ljómaði andlit hans, hann tók utan um herðarnar á samlanda sínum, sneri foonum fyrir sér og gætti vel að baki foans. Hann fletti upp hafurs- skinninu og nuggaði burtu fitu og óhreininda húðinni, sem huldi foægra herðablaðið. Klaas benti á tvö fovít ör neðan undir foerðablaðinu með nokkurra þumlunga millibili. Svo stökk hann upp, greip þeissa lifandi beinagrind um hálsinn og öskr- aði svo inn i eyra hennar svo hrottalega þau óskiljanlegustu orð, sem eg á allri æfi minni hefi heyrt úr tungumáli þeirra. Að sinu leyti færði gamli Búsk- maðurinn sig frá, og tók að rannsaka Klaas frá hvirfli til ilja, og svaraði svo i jafn óskilj- anleguin orðum. Loksins iskýrði Klaas fyrir mér þessa skríitilegu viðkynningu, sem var i stuttu máli sá, að þessi gamli maður væri langafi sinn og héti Aressep, hann hefði ekki séð hann siðan löngu fyr að Búaforingjarnir höfðu ráðist inn í land þeirra, drepið foreldra hans og ættingja, en tekið hann isjálfan hernámi. Gamla mann- inum, sem þarna stóð, hafði tek- ist að flýja úr bardaganum. Sið- an eftir margra ára einmana flakk þar um fjöllin, hafði hann einhvernveginn troðið sér inn í þenna óvistlega felustað, og dreg- ið fram lífið með sama hætti og kynflokkur hans, á snákum, eðl- um og rótum, trjákvoðu, ávöxt- um, og einstöku sinnum kletta kaninum, sem honum tókst að veiða í snörur. Þetta hafði hald- ið í foonum lifinu, en vatn fékk hann úr ilítilli lind, sem spratt fram úr fjallinu. Hér hafði hann haldið til í mörg ár og engan mann séð. Næstum klukkutími gekk svo í uppihaldslaust málæði, mér dett- ur í hug að Klaas hafi verið að segja þessum apalíka frænda sínum ágrip af æfisögu sinni, hann sagði einnig gainla mann- inum frá þvi að við þyrftum að komast gegnum klettinn eða fjallhaftið, en hann gæti ekki fundið innganginn, sem hann þó þekti á unglingsárum sínum. Aressep gamli, sem á þeim langa verutima isinum þarna, virtist hafa kannað hvern krók og kima 1 dalnum, skildi samstundis við hvað hann átti, benti okkur óð- ara á, að þarna væri inngangur- inn, vart 100 skref frá okkur. Við unnum af kappi í hálfan klt. að höggva og skera okkur í gegnum runnana með veiðihnif- um okkar, sóuin við þá inngang- inn i fjallið, var það likast helli um 7 fet á hæð og breidd. Gamli maðurinn varaði okkur við nöðrunum, er mætti gera ráð fyrir að héldu sig þarna, og væru mjög hættutegar, en Klaas hafði sagt mér, að ferðin um göngin stæði yfir i 20 mínútur. Þessi varúð gamla mannsins var nú ekki vel löguð til að auka mér hugrekki, en því fremur til að ganga frá öllu erindinu. Eg herti þó hug minn og ætlaði að láta kylfu ráða kasti. (Framhald)

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.