Lögberg - 27.08.1942, Síða 8

Lögberg - 27.08.1942, Síða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 27. ÁGÚST, 1942 Úr borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir s»endist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feldsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. -f -f -f Sigurður Jóhannes Olson frá Keldulandi við Riverton, Man., og Helga Gíslason frá Víðirhóli í Framnesbygð voru gefin sam- an í hjónaband af séra Bjarna A. Bjarnason þ. 11. ágúst. Fjöl- mennur hópur hinna nánustu ættingja var viðstaddur gifting- una, sem fram fór á heimili Mr. og Mrs. Magnús Gíslason, for- eldra brúðarinnar, á Víðirhóli. Að hjónavígslunni afstaðinni var setin vegleg brúðkaups- veizla. Heimili hinna ungu hjóna verður í Riverton. -f -f f Dr. Ingimundson verður í Riverton þann 1. september n.k. -f -f -f Aldraður íslendingur, vand- aður og vinnulaginn, óskar eftir léttri atvinnu hér í borginni komanda vetur; annaðhvort sem gæzlumaður bygginga, eða að- stoðarmaður við hitun og hrein- gerning fjölbýlishúsa. Upplýs- ingar á skrifstofu Lögbergs. -f -f -f Gefin saman í hjónaband, af séra Sigurði Ólafssyni, að prests- heimilinu í Selkirk, þann 22. ágúst: John Bird, Fuller P.O., Man. og Frieda Meckert, sama staðar. Framtíðarheimili þeirra verður að Fuller P.O., Man. -f -f -f Jóns Sigurðssonar félagið heldur fund á þriðjudagskveldið þann 1. september, að heimili Mrs. E. A. ísfeld, 668 Alverstone St., kl. 8. -f -f -f Mr. og Mrs. Valentinus Val- garðsson frá Moose Jaw, Sask., sem dvalið hafa frá í lok júní- mánaðar í Mikley, komu til borgarinnar á mánudaginn, á- samt börnum sínum þremur. -f -f -f T>eir Dr. Richard Beck, forseti Þjóðræknisfélagsins, og Ás- mundur P. Jóhannsson, féhirðir þess, lögðu af stað á mánudags- kveldið áleiðis norður í Mikley, þar sem þeir munu halda fund á föstudagskveldið í útbreiðslu- erindum fyrir félagið. Er þetta í fyrsta skiftið, sem þessar tvær þjóðræknishetjur heimsækja Mikley. -f -f -f Hermann Edward Thorsteins- son, sonur Thorsteins heitins bankastjóra og Svövu konu hans var gefinn saman í hjónaband við Robertu F. Makarsky 22. ágúst. Hjónavígslan var fram- kvæmd í Fyrstu lútersku kirkju af presti safnaðarins. Ferns and gladioli decorated First Lutheran church, Wednes- day evening, August 19th, when Sumarlilja, daughter of Mrs. S. Backman, became the bride of Mr. Harry Friend Robinson, of Vancouver, son of Mr. and Mrs. F. Robinson, of Vancouver. Rev. V. J. Eylands officiated. Miss Loa Davidson sang O Perfect Love and Because. Wedding music was played by Miss Snjolaug Sigurdson. The bride was given in mar- riage by her mother and wore an ensemble of Angelus blue sharmeer crepe, the dress featuring a high neckline with unpressed front pleats. The redingote was fashioned on princess lines with bracelet length sleeves and trimmed with self braiding. A chapel veil draped her matching pompadour hat. She carried Þann 15. ágúst voru gefin sam- an í hjónaband á heimili for- eldra brúðarinnar að Glenboro, Manitoba, þau Leola Heidman og Haraldur Björgvin Hallson. Brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. Ben Heidman, sem lengi hafa átt heima í Glenboro, en brúð- guminn er sonur Mrs. H. J. Hallson, sem býr nálægt Lund- ar, Manitoba. Að giftingunni lokinni sátu vinir og ættingjar veizlu mikla þar sem ekkert var til sparað að íslenzk rausn mætti elztu dótturinni úr garði fylgja. Brúðhjónin fóru svo skemtiferð til ýmissa staða í Manitoba og víðar. Framtíðarheimili þeirra verður í Winnipeg, þar sem brúðguminn starfar að iðn sinni, smíðum. Hugheilar hamingju- óskir fylgja hinum ungu hjón- um á braut þeirra. 4 -f -f ♦ Þann 26. júlí s.l. andaðist að heimili sínu í Glenboro, ekkjan Ólína Sigríður. (Maður hennar, Árni Josephson, er nú látinn fyrir nokkrum árum). Banamein hennar voru afleiðingar af slagi, sem hún hlaut að morgni, en hvíld var hennar áður en kvöld var komið. Hún var fædd í Fótaskinni í Aðaldal í Suður- Þingeyjarsýslu, 1869. Vestur um haf kom hún um 1900, og þá tii Selkirk, en innan þriggja ára giftist hún manni sínum, sem þá bjó stórbúi í Minneota, Minnesota. Árið 1920 seldu þau bú sitt þar og fluttu til Glen- boro, Manitoba. Keyptu þar höfðingssetrið Maplehurst, og sátu það með risnu og höfðings- skap meðan daggr entust. Þeim varð sex barna auðið: 1. Mar- grét (Mrs. Aarskaug), Madi- son, Minp. 2. Maria (Mrs. Sigmar), Glenboro, Man. 3 Óskar, vélamaður í Glenboro. 4. Ólína Sigríður dáin fyrir fáum árum. 5. Árni, býr í Glenboro. 6 Esther (Mrs. Taft), Glenboro. Fimm stjúpbörnum gekk hún í móður- stað: Mrs. Groff, Madison, Minn., Mrs. White í Breckenridge, Minn., Frank og Helgi tveir bræður í Minneota, Minn., og Sigurður, sem býr nálægt Glen- boro. Tvær systur eru hér í landi, þær Mrs. Jónína John- son, Edmonton, Alta., og Mrs. J. Gíslason, Riverton, Man. Ein systir, Guðrún, bjó lengi í Fóta- skinni (nú Hellulandi) í Aðaldal á íslandi. Jarðarförin fór fram frá hemiili og kirkju þann 30. júlí, að yiðstöddum fjölda vina og flestra nánustu ættingja og barna, sem gátu komið. Hún var lögð til hvíldar í Glenboro grafreit. Séra E. H. Fáfnis jarð- söng. -f -f -f Næsti fundur St. Skuld verð- ur haldinn í neðri sal Good- templarahússins fimtudagskvöld- ið þann 3. september. Talisman roses and white sweet peas. Miss Ann Backman was her sister’s bridesmaid and wore sunlight gold trickwick crepe showing long torso lines and full skirt. The sleeves were bracelet length. She wore a matching hat and carried deep red roses and yellow snap- dragons. Mr. Allen Robinson, brother of the bridegroom, was best man. Ushers were Mr. Charles Kirshaw and Mr. Robert Miller. A reception was held at the home of the bride’s sister, Mrs. Charles Kirshaw, 45 Sherburn Street. Mr. and Mrs. Robinson left for Vancouver where they will reside. The bride travelled in a navy dressmaker suit with minuet blue blouse. Her navy hat was trimmed with minuet blue. Her corsage was of Talis- man roses. Þakkarávarp: Við undirrituð þökkum af hjarta öllum þeim, sem heiðruðu útför okkar ástkæru dóttur og systur, Guðnýjar Sigurðson með nærveru sinni og blómagjöfum og öllum þeim, sem sendu okk- ur hlýhug og vinsemd. Mr. og Mrs. Th. Gíslason, Steek Rock Mrs. Franklin Sigurdson, Oak Point Garðar H. Gíslason Steek Rock Gísli Gíslason, Steek Rock Krisiinn Gíslason, Steek Rock -f -f -f ÞEIR VITRU SÖGÐU: Enginn maður er það minn- ugur, að hann geti logið sér í hag.—Abraham Lincoln. Ef mennirnir þektu sjálfa sig, gætu þeir ekki verið óþolinmóð- ir við aðra. — Sir Arthur Helps. Af öllu því, sem á þér skín. varðar svipur þinn mestu. — Janet Lane. Það er föst regla, að sérhver einræðisherra hefir hafist til valda með frelsishjali og fag- urgala. En jafnskjótt og þessir einræðisherar hafa náð völdum, hafa þeir bælt niður alt mál- frelsi, nema þegar um þá sjálfa eða fylgismenn þeirra hefir ver- ið að ræða.—Herbert Hoover. Því meira sem eg hugsa um sögu mannkynsins, þeim mun sannfærðari er eg um það, að alt, sem unnið hefir verið mann- kyninu til blessunar, hafa frjálsir, óháðir og greindir menn gert. Frelsið er vafalaust mik- ilsverðara en nokkurt skipulag. —Sinclair Lewis. Mannkynið hefir steypt sér í glötun með því að snúa baki við trúarbrögðum forfeðra sinna og aðhyllast í þeirra stað alls kon- ar pólitíska stigamensku og fé- lagsfræðilega vansköpun—J. C. Powys. Ef þér líkar ekki lífið, skalt þú óðara breyta um lifnaðar- háttu. Undu aldrei við leiðin- lega og þjakandi tilveru.—H. G. Wells. Eitt sinn kemur lífs endadægr öllum lýð um síðir; sá finst enginn sikling frægr, er sínum dauða kvíðir. —Völsungsrímur fornu. —(Samtíðin). KÖGRIÐ Á KLÆÐUM JARÐAR Kögrið á foldar kjólnum kalið er nú og bleikt — huldukonan í hólnum hefir ljósið kveikt. Söngur úr sölum farinn sem áður gleðibrag við okkar heima arinn ómaði nótt og dag. Hamingju gyðjan grætur gróðrar horfna dís, um daprar, dimmar nætur dauðans skuggi rís. Hörð þótt reynist helkífs- höndin voða sterk, endursköpun eilífs almættis er verk. Úr döpru hjarta og dofnu dauðans myrkur flýr, að húmi endurrofnu alheims ljós þar býr. Stöðugt er í stólnum stjórn með harmabætur. Huldukonan í hólnum hefir á mörgu gætur. M. Ingimarsson. TIL ÞESS AÐ TRYGGJA YÐUR SKJÓTA AFGREIÐSLU Skuluð þér ávalt kalla upp SARGENT TAXI PHONE 34555 - 34557 SARGENT and AGNES TRLIMP TA\I ST. JAMES Phone 61 111 Sumarlilja Backman Weds Harry Friend Robinson in First Lutheran Church GAMAN OG ALVARA Stína:—I gær hitti eg mann, sem aldrei hafði kyst kven- mann? Sigga:—Hann hefði eg viljað hitta! Stína:—Nei, nú er það of seint, góða mín. Hún:—Kystu mig ekki, Kalli. Hver veit, nema bílstjórinn sjái til okkar. Hann:—Uss, bílstjórar kippa sér nú ekki upp við þessháttar glingur. Hún:—Aðrir bílstjórar kanske ekki. En þessi bílstjóri er fað- ir minn. —Þú ert áhyggjufullur á svip- inn? —Já, eg skrifaði nafnlaust hót- unarbréf rétt áðan, og nú man eg ekki nema eg hafi í ógáti skrifað nafnið mitt undir það. —(Samtíðin). Hitt og þetta “Eg hefi heyrt, að þú sért byrjaður að stunda nýja at- vinnu.” “Já.” “Hvað starfarðu?” “Eg stunda garðrækt.” “Og hvað ræktarðu helzt?” “Allskonar jarðávexti. Trú- irðu því, að eitt kálhöfuðið var svo stórt, að herdeild, sem fór framhjá í rigningu, brá sér undir kálblöðin til þess að standa af sér skúrina. En hvað gerir þú nú?” * * * “Eg er í verksmiðju, sem býr til suðupotta. Trúirðu því, að um daginn bjuggum við til pott, sem var tvær mílur í ummál.” “Hamingjan hjálpi mér! Til hvers á að nota svona stóran pott?” “Til þess að sjóða í kálhöfuð- ið, sem þú varst að tala um áðan.— * * * Skoti nokkur kom inn í búð og keypti skjalatösku. “Á eg að pakka utan um hana?” spurði búðarmaðurinn. “Nei, takk fyrir,” svaraði Skotinn, “dragið þér bara papp- írinn og bandið frá verðinu. * ? * Eins og menn vita þýðir X í (ástar)bréfi koss. Það var einu sinni Skoti, sem undirritaði öll símskeyti til kærustunnar með Xerxes. Á þann hátt gat hann komið vteimur kossum í sím- skeytið og borgað aðeins fyrir eitt orð. * * * A Church of the Air guðsþjónustu verður útvarpað frá Fyrstu lútersku { I kirkju á sunnudaginn 30. ágúst kl. 3.30 (C.S.T.) Þetta j ) útvarp er tekið upp af öllum stöðvum CBC kerfisins j og heyrist frp heimastöðvum hverrar bygðar og borgar. frá hafi til hafs. Prestur Fyrsta lút. safnaðar flytur stutta prédikun, en yngri söngflokkur kirkjunnar að- stoðar með söng. “Hafið þið til meðul,” spurði smástrákur, sem kom inn í apó- tek. “Já, já, heilmikið,” svaraði búðarmaðurinn, “en hvaða teg- und á það að vera?” “Og það er alveg sama. Bara eitthvað, sem hressir upp á sál- ina, því það er hann pabbi, sem er hættulega veikur.” * * * Maður nokkur kom inn í búð og sá, að kona eigandans var við innanbúðarstörf í fjarveru mannsins hennar. Hann ákvað að gera gys að henni og segir: Gæti eg fengið eins og einn meter af svínakjöti?” “Með ánægju, herra minn,” svaraði konan og snýr sér um leið að, sendisveininum, “viltu rétta manninum þrjár grísar- lappir, Jakob?” * * * Ensk kona (í Skotlandi): Hafið þið til sviðahausa? Slátrarinn: Já. Konan: Eg ætla að fá einn, en hann verður að vera enskur. Slátrarinn (réttir aðstoðar- manni sínum haus): Taktu heil- ann úr þessum, Úlli. Eiginmaðurinn ergilegur: Þú segir, að nokkrir menn hafi lofað að giftast þér. Eiginkonan: Já, nokkrir. Eiginmaðurinn: Eg vildi óska að þú hefðir gifst fyrsta asnan- um, sem lofaði þér eiginorði. Eiginkonan: Það gerði eg líka. * * * Hann: Ef maður stelur — alveg sama hvað það er — þá sér hann eftir því alt sitt líf. Hún: Hvað þá með kossana, sem þú stalst frá mér áður en við vorum gift? Hann: Þú heyrðir hvað eg sagði. * * * Eru nábúar þínir ráðvandir menn?” spurði maður nokkur gamlan negra. “Já, herra minn.” “En af hverju hefirðu þá hlaðna byssu fyrir framan hænsnakof ann? ” “Það geri eg til þess að halda þeim ráðvöndum.” —(Vísir). Messuboð 30. ágúst—Víðir, messa kl. 11 f. h.; Geysir, messa kl. 2 e. h. B. A. Bjarnason. ■f + Áætlaðar messur sunnudaginn 30. ágúst: Betel, kl. 9.30 árd. Víðinessöfn. kl. 11 árd. Árnes kl. 2 síðd. Gimli, kl. 7 síðd. Safnaðarfundur eftir messu á Gimli. S. Ólafsson. -f -f -f Fyrsia lúterska kirkja: Islenzkar guðsþjónustur á sunnudagskvöldum kl. 7 allan ágúst. Enskar guðsþjónustur hefjast 13. sept. og þá byrjar einnig starfsemi sunnudagaskólans. -f -f -f Prestakall Norður Nýja Islands: 30. ágúst — Víðir, messa kl. 11 f. h.; Geysir, messa kl. 2 e. h. 6. sept.—Framnes, messa kl. 2 e. h.; Árborg, íslenzk messa kl. 8 e. h. Fermingar klassar: — Geysir, föstud. 28. ágúst kl. 2 e. h.; Hnausa, laugard. 29. ágúst kl. 2 e. h. B. A. Bjarnason. -f -f -f Messur í Vatnabygðum: Sunnudaginn 30. ágúst— Wynyard kl. 3 e. h.,—íslenzk Kanahar, kl. 7.30 e. h.—ensk B. Theodore Sigurdson. -f -f -f Sunnudaginn 30. ágúst messar séra H. Sigmar í Vídalínskirkju kl. 10 f. h. Fer þar fram sunnu- dagaskólahátíð og fer alt fram á ensku. Að kveldinu verður ís- lenzk messa á Mountain kl. 8. Allir velkomnir. -f -f -f Messa í Upham, N. Dak.: Sunnudaginn 30. ágúst— Kl. 1 e. h.—íslenzk-ensk. E. H. Fáfnis. KAUPIÐ ÁVALT Einu sinni kom lítill snáði til föður síns með vasahníf, sem hann sagðist hafa fundið á göt- unni. “Ertu viss um að einhver hafi týnt honum,” spurði faðirinn. “Alveg viss, pabbi minn. Eg sá mann vera að leita að hon- um.” L L M L E L THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE and ARGYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95551

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.