Lögberg - 01.10.1942, Síða 1

Lögberg - 01.10.1942, Síða 1
S5. ARGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. OKTÓBER, 1942 NÚMER 40 TT. Kenslutíminn er frá kl. 10 til kl. 11.30 e. h., og er síðasta hálf- tímanum varið til söngs; hefir Mrs. Björgvin Stefánsson góð- fúslega lofast til að annast und- irspil við sönginn. Fyrsta kensludaginn verða börnin innrituð og síðan verða þeim gefnir aðgöngumiðar að Rose Theatre. Áríðandi er að börnin komi nokkrum mínútum fyrir kl. 10 þann dag og alla aðra skóladaga. Forstöðunefnd skólans. Attrœðisafmœli Á föstudaginn þann 25. sept- ember síðastliðinn, átti Mr. J. G. Thorgeirsson, fyrrum kaupmað- ur, áttræðisafmæli; hann er fæddur á Akureyri, og var einn af stofnendum félagsins “Helgi magri,” sem um langt áraskeið var starfrækt í þessari borg. Mr. Thorgeirsson ber aldurinn það vel, að örðugt er að átta sig á því, að hann hafi fullnað áttunda tuginn; hann hefir jafnan ferð- ast sólarmeginn í lífinu, og mun svo gera til hinstu stundar. Mr. Thorgeirsson er vinmargur hér í borg, þó landnám hans í þeim skilningi sé vitaskuld langtum víðtækara en það. Lögberg flytur honum innilegar árnaðar- óskir í tilefni af áttræðisafmæl- inu. Stalingrad Bardaginn um Stalingrad hef- ir nú staðið yfir í þrjátíu og sex daga án þess að til fullnaðar- úrslita hafi komið; varnarlið Rússa hefir borgina enn á valdi sínu þó síðustu fregnir hermi, að hún sé í alvarlegri hættu stödd; einkum er það norðvestur af borginni, sem hættan er sögð að vera mest, og hafa innrásar- sveitir Nazista hert þar mjög á sókn þrátt fyrir gífurlegt mannfall af þeirra hálfu. í vesturhluta Kákasusfjalla hafa Rússar veitt Þjóðverjum þungar búsifjar og hrakið liðssveitir þeirra til baka á ýmsum svæð- um; hefir snjókoma meðal ann- ars stemt þar stigu fyrir innrás- arhernum. C.C.F. flokkurinn fer fram á lausn Tim Bucks Nefnd manna af hálfu C.C.F. flokksins með Mr. Coldwell í fararbroddi vitjaði nýlega á fund dómsmálaráðuneytisins í Ottawa, og fór fram á það, að Tim Buck, skrifara Commúnista flokksins í Canada, yrði veitt full leiðrétting mála sinna, og skírskotaði í því efni til álits þingnefndar sambandsþings, er mælti með því, að banninu gegn Commúnistaflokknum yrði létt af. Skarar fram’úr við nám f hópi þeirra, sem hlutu náms- verðlaun mentamálaráðs Mani- tobafylkis í sumar, var þessi ungi íslendingur frá Glenboro, Manitoba. Hann er sonur hinna ágætu íslenzku hjóna, Guð- Guðmundur Lambertsen mundar gullsmiðs Lambertsen og. Brynjólfnýjar Ásmundsdótt- ur Sigurðssonar frá Katastöðum í Núpasveit, N.-Þingeyjarsýslu. Faðir Guðmundar gullsmiðs var Guðmundur kaupmaður Lam- bertsen í Reykjavík, þjóðkunn- ur maður. Hinn ungi Guðmundur, mætti kalla hann Guðmund III., svo sem í sumum stórættum tíðkast, lét snemma í ljósi gáfur og hæfileika til náms, því í gegn- um einn skólabekkinn eftir ann- an, segir skólastjórinn mér, að hann hafi staðið efstur og virt- ist sem allar námsgreinar lægju honum opnar til skilnings. í vetur, sem leið þegar nærri dró prófum tólfta bekkjar varð hann fyrir veikindum, sem hömluðu honum nokkuð námið, en samt sem áður komst hann í gegn með þessum verðuga heiðri, sem hann nú hefir hlotið. Námsverðlaunin, sem nema $650.00 til tveggja ára, lyfta nú vel undir námsmanninn, og gefa honum tækifæri til stærri af- reka og hærra náms. Enda hefir hann með styrknum ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur, því að þegar hefir hann innritast í annan bekk undirbúningsnáms læknadeildar Manitoba háskólans. Bygðin hans og Islendingar eru stoltir af námsmanninum unga, aðeins átján ára. Við ósk- um honum til hamingju með heiðurinn sem verðlaunin veita og við vitum að þú, Guðmund ur, munir með sömu' stilling- unni og festunni stefna að mark- inu sem þú hefir sett þér, sem hefir einkent þig í s,kóla. Og þá muntu bera gæfu til að vera sómi ættar þinnar, bygðar þinn- ar og íslenzku þjóðarbroti hér vestan hafs. Heill og hamingja fylgi þér á námsbrautinni. \ • E. H. F. Laugardagsskóli Þjóðrœknisfélagsins tekur til starfa á laugardaginn 3. október kl. 10 f. h. í sambands- kirkjunni á Banning St. Börnum og unglingum veitist þarna ágætt tækifæri að læra íslenzku. Valdir kennarar starfa við skólann; eru þeir: Miss Vilborg Eyjólfsson, Mr. John Butler, Mrs. H. F. Daníelsson, Miss Vala Jónasson og Mrs. Einar P. Jónsson. Hafa allir þessir kennarar mikinn áhuga fyrir viðhaldi íslenzkunnar og íyrir íslenzkum málum og verð- ur þeim bezt launað hið óeigin- gjarna starf þeirra með því að Sem flest börn sæki skólann og komi ávalt stundvíslega alla þá laugardaga, sem hann verður starfræktur. Kristur (R. Jandel) Herra, eg hef heyrt þig tala, hlustað á þitt fagra mál. fult af blíðu og mjúkt af mildi, meitlað, djarft og hart sem stál. Við fjallið, Kristur, kom eg til þín kvíðinn vék úr minni sál. 1 aldingarði eg var staddur, er þig kvölin þjáði mest, örmagna af andans stríði á ásjón þína fallast lézt. Flokki þeirra, er fastast sváfu, eg fylgdi — er duga átti bezt. Hikandi eg, herra, sá þig halda eftir kvalaleið. Eg faldi mig í miðjum hópnum, er mína eigin barstu neyð. Afneitti eg þér, elskan sanna, ó, hve deiga hjartað sveið! Krossinn, sálna sigurmerkið, særði þig og kvaldi hart. Á Golgata, þar gestur var eg, er grúfði dauðamyrkrið svart. Kórónu þyrna krýndur var hann, konungsennið lýsti bjart. Boðskap Guðs með blóði þínu barstu viltri, dreifðri hjörð, elskan þín gekk götu sína gegnum dársins veðrin hörð. Göfgi þín og gæzka lýsti gegnum aldir myrkri jörð. Undri hverju miklu meira má oss vera æfi þín. Trú þín styrka, bygð á bjargi, er blys, sem niður í djúpin skín. Líf þitt, Kristur, von mér vekur, verður léttbær þjáning mín. Þó að veröld hætt þig hafi, og hjörtu ótal bregðist þér, stendur þú samt öllu ofar aldir þó að bylti sér. Ríki og þjóðir svigna, sundrast, samt og stöðugt boð þitt er. Hvernig sem eg ljóssins leita, leggur skugga í sál mér inn. Gegn mér vitna glöpin þungu, þó góðan hygði eg tilgang minn. Kendu mér, það Kristur drottinn, að komast undir vilja þinn. Sigurjón Guðjónsson þýddi. —(Kirkjuritið). MINNIST BETEL í ERFÐASKRAM YÐAR FIMMTÍU AF HUNDRAÐI í þingræðu, sem Churchill forsætisráðherra flutti á þriðju- daginn, lýsti hann yfir því, að mann tjónið af hálfu sameinuðu þjóðanna í skyndiárásinni viö Dieppe, hefði numið um fimm- tíu af hundraði. Þingmensku framboð Á föstudagskveldið þann 9. október, kl. 7.30, verður haldinn framboðsfundur á Marlborough hótelinu af hálfu Liberal-flokks- ins í North Centre kjördæminu. til þess að velja þingmannsefni fyrir kjördæmið við aukakosn- ingu þá til sambandsþings, sem fram mun fara í náinni framtíð. Ágætur íslendingur, Konnie Johannesson flugskólastjóri, leitar útnefningar til áminstrar aukakosningar, og ættu landar hans að leggjast á eitt um það, að tryggja honum útnefningu með því að fjölmenna á fram- boðsfundinn. Konnie er hinn mesti fremdarmaður, er rutt hefir sér með elju og árvekni glæsilega braut; hann er prýðis- vel máli farinn, glæsilegur í framgöngu, og myndi sóma sér hið bezta í sambandsþinginu. Að framboðsfundinum eiga allir kjósendur North Centre jafnan aðgang, og til þess að tryggja það að þeir einir, menn og konur, sem kosningarrétt hafa í kjördæminu, greiði atkvæði á fundinum, er svo fyrir mælt, að kjósendur sýni skrásetningar- spjald sitt (Registration Card) við innganginn. Hvað margir muni leita út- nefningar, er enn eigi með fullu vitað, þó talið sé víst að Mac- Donell, sá er bauð sig fram í North Centre 1040, reyni að freista lukkunnar a ný. Það hlýtur að vera íslending- um metnaðarmál, að Konnie Jó- hannesson nái útnefningu, og þessvegna er það hrein og bein þjóðræknisskylda, að þeir fjöl- menni á framboðsfundinn, og komi á fundarstaðinn í tæka tíð. Mr. og Mrs. Jack St. John Síðastliðinn laugardag voru gefin saman í hjóna- band þau Miss Ragna Johnson og Mr. Jack St. John lyfsali; hjónavígslan fór fram á heimili foreldra brúð- arinnar, Mr. og Mrs. Gísli Johnson, 906 Banning Street hér í borginni. Séra Philip M. Pétursson gifti; um hljóðfæraslátt önnuðust systur brúðarinnar, þær Berg- þóra Robson og Gyða Hurst. Að aflokinni ánægjulegri brúðkaupsveizlu, er milli fimtíu og sextíu manns sátu, lögðu brúðhjónin af stað í brúðkaupsferð austur í Canada. Heimili þeirra verð- ur í Jóns Bjarnasonar skóla byggingunni á Home Street. Japanir hröklast undan Innrásarsveitir Japana á New Guinea hafa orðið að hröklast undan herskörum Ástralíu- manna á bardagasvæðinu, sem liggur um 32 mílur frá Port Morseby; er mælt, að Japanir hafi í þessari viðureign tapað 40 flugvélum auk annara her- gagna. Afskaplegt hermdar- verk Símað er frá Moskva á mið- vikudagsmorguninn, að Rúmen- íumenn hafi í borginni Odessa við Svartahafið, sprengt upp herbúðir með 25,000 rússneskum herföngum, er allir hafi látið lífið. Þegar Stefán Guð- mundsson óperusöng- vari söng í fivoli Fregnir hafa borist um það hingað, að Stefán Guðmunds- Son (Stefano Islandi) óperu- söngvari hafi haldið söngskemt- un í hljómleikasalnum í Tivoli við geisilegan fögnuð áheyrenda. Voru fagnaðarlætin svo mikil, að slíks eru vart dæmi. Ber- lingske Tidende 23. maí segja, að Stefán haldi stöðugt óskertri hylli almennings. Hrifni sú, er menn létu í ljós, er hann söng í ■hljómleikasal Tivoli, var tak- markalaus. Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna og hann varð að syngja aukalög, m. a. “Donne e Mobile” og “Eg vil elska mitt land,” sem hann að sjálfsögðu söng á íslenzku, Blaðið segir ennfremur, að ljóm- inn af sigri Stefáns í “Perluveið- urunum,” hafi verið yfir hon- um, er hann söng 2. þátt úr þessari óperu Bizet. — Stefán söng einnig “Martha, Martha,” sem nýtur sérstakra vinsælda áheyrenda í Tivoli, og “La danza” (Mamma, mamma mia) eftir Rossini, og vakti geisi fögn- uð. Þetta og fyrnefnd auka- lög, segja Berlingske Tidende, sýnir, að hér var um mikinn söngviðburð að ræða. Áheyr- endaskarinn var líka mikill og hvorki hægt að fá sæti eða stæði.—(Vísir 21. júlí). Krefst innrásar á meginlandið Rektorinn af Canterbury, Hewlett Johnson, brýndi fyrir brezku þjóðinni í blaðagrein í Daily Worker þann 23. f. m., nauðsynina á því, að hefja inn- rás á meginland Norðurálfunnar, áður en yfirstandandi ári lyki; kvaðst hann þeirrar skoðunar, að ef ekki yrði hafist handa í tæka tíð, gæti slíkt leitt til hernaðarlegs, stjórnmálalegs og siðferðilegs háska. Ef slík inn- rás yrði ekki dregin um of á langinn, tjáðist Johnson rektor ekki vera í neinum vafa um það, að í fullri samvinnu við Rússa, myndi sameinuðu þjóðunum lánast það, að binda tiltölulega skjótan enda á styrjöldina. Vínsala takmörkuð Fylkisstjórnin í Manitoba hef- ir gert þær breytingar á áfengis- sölu löggjöfinni frá 1. október að telja, að ölstofum skuli aðeins haldið opnum frá 12 á hádegi til 2, og frá 4 til 10 á kvöldin; áður fór salan fram á slíkum stöðum frá 10 f. h. til 11 að kveldi. 1 vínsölubúðum stjórnarinnar •verður sala sterkra víntegunda takmörkuð á sama hátt. Efnileg námsmœr Þessi glæsilega og bráðvel- gefna stúlka, er dóttir C. Ólafs- sonar lífsábyrgðarumboðsmanns og frú Gerðu Ólafsson, Ste. 1 Ruth Apartments hér í borg- inni. Miss Ólafsson er fædd í i < A Miss Dodo Ólafson Winnipeg 2. október, árið 1921, og hér lauk hún barnaskóla- námi; hún innritaðist við Mani- toba háskólann 1938, og lauk þar B. A. prófi í vor, sem leið, með hinum ágætasta vitnis- burði; hlaut meðal annars fyrstu ágætiseinkunn fyrir frábæra þekkingu í enskri tungu. Miss Ólafson lagði af stað austur til Toronto á laugardag- inn þann 19. september síðast- liðinn, til náms í Social Service fræðum við Toronto háskólann. C.C.F. flokkurinn vinnur aukakosningu í Edmonton Á miðvikudaginn þann 23. septembei^ síðastliðinn, fór fram í Edmonton aukakosning til fylkisþingsins í Alberta; þing- sæti þetta losnaði við fráfall D. M. Duggans, er taldist til' hins svonefnda, óháða andstöðuflokks Social Credit stjórnarinnar. Fimm frambjóðendur voru í kjöri; þingmannsefni C.C.F. flokksins, Mr. Elmer E. Roper, varð þeirra allra hlutskarpastur, og vann kosninguna með 8,433 atkvæðum; sá, er næstur honum gekk, var fyrrum dómsmálaráð- gjafi, F. J. Lymburn, er taldi sig utanflokka, og hlaut 7,188 at- kvæði. Mr. Roper er blaðamaður og prentsmiðjueigandi; hann er fyrsti maðurinn, er sæti hefir hlotið á fylkisþinginu í Alberta af hálfu C.C.F. flokksins. AIRPLANE AT NIGHT Twin points of light, and a soft hum of motors, Romance comes winging it out of the blue, Riding with Perseus and fair Andromeda, Aloft with the past yet part of the new. Nearer and nearer the throb and the roaring, Mystery-clouded, he banks to the stars, And fades to a whisper, a faint, far-off glimmer Knight of the Wings, in the great hall of Mars. L. A. Johannson — Elfros. ♦ -f ♦ LAVENDER AND LILAC Letters tied in lavender Symbolic souvenirs Murmuring of memories Treasured through the years. Memories in lavender, — Mine are lilac dipped. Little loads of loveliness, Nectar I have sipped. L. A. Johannson — Elfros.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.