Lögberg - 01.10.1942, Síða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. OKTÓBER, 1942
5
Annars konar fólk kemur þar
ekki til greina. Hin gífurlega
styrjaldartækni nútímans gerir
aðrar og meiri kröfur til starfs-
manna leyni þjónustunnar en
hernaður fyrri alda.
—(Samtíðin).
Minningarorð
Þann 29. júní síðastliðinn, lézt
hér í borginni Jón Árnason frá
Hábæ í Vogum, fyrrum bóndi
og kaupmaður við Churchbridge,
Sask. — Jón heitinn var fæddur
á áminstum bæ þann 2. dag
Jón Árnason frá Hábæ í Vogum,
•
maí-mánaðar, árið 1872. For-
eldrar hans voru þau Árni Jóns-
son og Guðrún Ásmundsdóttir;
með þeim ólst hann upp, en
fluttist vestur um haf 1897.
Fyrstu fjögur árin í þessu landi
dvaldi Jón í Winnipeg við ýmis-
konar störf. Hinn 23. júní 1901
kvongaðist Jón, og gekk að eiga
Sigurveigu Sigurðardóttun frá
Hánefsstöðum í Seyðisfirði; það
sama ár fluttust þau hjónin vest-
ur til Saskatchewan, og tók Jón
þar heimilisrétt á bújörð í grend
við Churchbridge; farnaðist
þeim hjónum þar vel. Árið
1913 seldu þau Jón og Sigurveig
búgarð sinn, og fluttust til
Churchbridge-bæjar, þar sem
Jón rak um skeið aldina, tóbaks
og ssStindaverzlun, jafnframt
því sem hann hafði með hönd-
um umboðssölu á búnaðaráhöld-
um; naut hann við þau störf, sem
á öðrum sviðum athafna sinna,
virðingar og trausts. Til Win-
npiegborgar fluttust þau Árna-
son hjón árið 1928, og þar lagði
Jón, eins og fyr getur, upp í
langferðina hinztu.
Þeim Jóni og Sigurveigu varð
þriggja barna auðið; ungan
svein mistu þau, en á lífi eru
frú Guðrún Gray, búsett í St.
Vital, og Árni, formaður við
bíladeild T. Eaton félagsins í
Winnipeg, bæði glæsileg og vel
gefiij. Jón Árnason var hverj-
um manni háttprúðari og mik-
ill að vallarsýn; hann var dreng-
ur góður og manna vinfastastur;
skemtinn í vinahóp, og lét eigi
fram hjá sér fara það spaugi-
lega, er fyrir augu og eyru bar
á vegferðinni. Jón hafði óvenju
næmt söngeyra og hafði af sjálfs-
dáðum aflað sér nokkurrar
þekkingar í hljómlist. Jón átti
í ríkum mæli yfir þeim íslenzk-
um erfðakostum að búa, ec
traustastir hafa reynst og væn-
legastir til frambúðar, hvar sem
spor landans hafa legið og
liggja-
Sigurveig ekkja Jóns er hin
mesta atgerfis- og atkvæðakona,
er jafnan reyndist manni sínum
hollráður förunautur, og varp-
aði mildum geislum á vegferð
hans og annara samferðamanna.
Útför Jóns fór fram frá Bar-
dals þann 1. júlí s.l., að viðstödd-
um fjölmennum hópi vina og
vandamanna. Séra Guttormur
Guttormsson, prestur íslenzku
safnaðanna í Minneota og grend,
flutti kveðjumál.
E. P. J.
Prófessorinn: Hvaða þrjú orð
eru það, sem stúdentar nota
mest?
Stúdent: Eg veit ekki.
Prófessorinn: Alveg rétt.
* * *
—Jæja, hefir dóttir yðar lært
eperanto? Talar hún málið vel?
Já, alveg eins og innfædd.
Íslendingadagurinn í
Samuel Hill Park, Blaine
26. júlí, 1942
sem var sameiginlegur hátíðis-
dagur íslendinga í Bellingham.
Blaine, Point Roverts og Van-
couver, B.C.
Af því ekkert hefir birzt í
Lögbergi um þenna hátíðisdag,
þá vil eg biðja kunningja minn,
ritstjóra Lögbergs að gefa þess-
um línum rúm í blaði sínu.
Þessi skemtigarður er á landa-
mæralínunni alveg á strönd
Kyrrahafsins og er prýðilegur
staður skreyttur blómum. Um
og fyrir hádegi fór fólkið að
koma úr öllum áttum, mátti þar
sjá marga heilsast sem ekki
höfðu sézt í mörg ár og voru
þar margir vinafundir.
Framkvæmdarnefnd var: sá,
sem þetta skrifar, forseti;_
Andrew Danielson, varaforseti;
séra Albert E. Kristjánsson.
skrifari, Sigurður Helgason
söngmeistari frá Bellingham,
vara-skrifari, og Jakob Vopn-
fjörð féhirðir. Söngnefndin var:
Sigurður Helgason, L. H. Thor-
lakson og E. K. Breidford. Söng-
stjóri dagsins var L. H. Thor-
lakson.
Prógrammið byrjaði með því
að söngflokkurinn söng gamla
og góða lagið, Ó, Guð vors lands.
Kom söngflokkurinn oftar fram
og söng marga íslenzka söngva,
sem hljómuðu fagurt í eyra og
vöktu margar ljúfar tilfinning-
ar í hugum fólks. Söngflokk-
urinn samanstóð af söngfólki
frá Bellingham, sem æft var af
Sigurði Helgasyni, söngfólkið
frá Blaine var æft af E. K.
Breidford, sem stýrði öllum
söngnum þarna. Margir dáðust
að hvað vel honum fórst það
starf úr hendi. Mrs. Frank Fred-
rickson lék á hljóðfærið og erum
við Vancouver íslendingar
heppnir að hafa eins góðan
píanista og hún er. Eftir að
sungið var, Ó, Guð vors lands,
ávarpaði Magnús Elíasson, for-
seti dagsins, heiðursgestinn Thor
Thors og fyrir hönd nefndarinn-
ar bauð alla velkomna og fór
fáum orðum um þennan sam-
eiginlega þjóðhátíðardag og kall-
aði síðan fram Mrs. Ninnu
Stevens frá Tacoma, Wash., sem
söng prýðilega, kom hún líka
síðar fram á skemtiskránni.
Mrs. Jakob Vopnfjörð las upp
kvæði, sem Dr. Richard Beck
hafði svo góðfúslega ort fyrir
þetta tækifæri; vil eg nota þetta
tækifæri til að þakka Dr. Beck
fyrir að hugsa til okkar hér
vesturfrá, einnig hafði Dr. Beck
sent kveðju til hátíðarinnar og
var hún lesin upp af séra Albert
Kristjánssyni. Jónas Pálsson fór
með kvæði, sem eg held að eng-
inn hefði getað ort eins vel og
Jónas, var það fult af gamni og
fyndni, enda er Jónas okkar
snillingur í þeirri grein. For-
setinn bað Andrew Danielson að
kynna Hon. Belle Reeves sam-
komunni. Mrs. Reeves er Chair-
man fyrir State Parks Board í
Washington ríki, talaði hún
fyrir hönd Washington stjórnar-
innar. Mr. Danielson mintist á
með vel völdum orðum, hvað
mikið Mrs. Reeves hefði lagt á
sig fyrir þennan skemtigarð,
sem við vorum nú stödd í. Mrs.
Reeves hélt hlýorðaða ræðu til
okkar Islendinga. Þar á eftir
bað forsetinn séra Albert Krist-
jánsson að kynna samkomunni
Hon. R. L. Maitland, K.C., sem
er dómsmálaráðgjafi British
Columbia fylkis; mintist séra
Albert á 1 fáum orðum, að einu
sinni hefði Canada verið sitt
föðurland og því þætti sér vænt
um að ávarpa mann úr cana-
diskri stjórn. Mr. Maitland tal-
aði stutt og laggott til Islend-
inga og sagði að sér væri það
mikil ánægja að njóta hátíðar-
innar með okkur í Friðarboga-
skemtigarðinum. Séra Albert
las upp kvæði eftir Mrs. Jakob-
ínu Johnson, var kvæðið gott
að venju hjá frú Jakobínu og
þótti fólki leitt að hún gat ekki
verið þarna viðstödd til að lesa
upp kvæði sitt. Persónulega
þakkaði eg Mrs. Johnson fyrir
kvæðið næsta sunnudag á Is-
lendingadeginum í Seattle.
Kvæði Páls Bjarnasonar var
fult af hugviti eins og Páli mín-
um er lagið. Það er eins og að
íslenzk skemtun væri tómleg, ef
ekki væri eitthvað eftir Pái
Bjarnason í bundnu máli. Og
nú var komið að aðalþætti pró-
gramssins, sem var ræða Thor
Thors; sagði forsetinn að sér
væri það sönn ánægja að kynna
þessari samkomu að við hefðum
annan eins ræðumann og herra
Thors. Ræða sendiherra íslands
var ljómandi góð og eitt veit eg,
að ,eg hefi miklu meiri áhugr.
fyrir íslenzkum málum og ís-
lenzku þjóðerni, og mér finst,
það vera sterkari bönd, sem
tengja mig íslenzku þjóðinni
heldur en áður; það voru áhrif-
in, sem ræða Thor Thors hafði
á mig, og óefað hafa orð hans
haft lík áhrif á aðra, sem á
hann hlustuðu. Kveðja var les-
in upp frá séra Rúnólfi Mar-
teinssyni, sem ekki var þarna
viðstaddur. Einnig var því lýst
yfir að kveðja hefði borist nefnd-
inni og einnig kvæði frá Mar-
teini Jónassyni í Vancouver.
Að prógramminu loknu fór
fólk að smátínast heim, fór þá
fólk að kveðja hvað annað í von
um samfundi a næsta hátíðis-
degi íslendinga. Þarna hafði
verið fólk úr mörgum stöðum í
Canada og Bandaríkjunum. Og
þegar sólin þokaðist nær Kyrra-
hafinu, var fólkið því nær alt
horfið af vellinum. Mun þessi
dagur lengi lifa í minni þeirra,
sem þarna voru.
Og vil eg nú sem forseti
nefndarinnar þakka öllum sam-
vinnumönnum mínum í nefnd-
inni fyrir góða samvinnu og
fyrir góða framkomu yfirleitt.
Eg vil líka þakka öllum þeim,
sem ekki beinlínis komu fram á
sjónarsviðið en samt áttu mik-
inn þátt í að undirbúa hátíðina.
Eg vil þakka til dæmis Leo Sig-
urdson fyrir að koma með og
sjá um hátalarann. Eg vil þakka
öllu því fólki, sem gerði hátíð-
ina fjölmenna með komu sinni.
Við verðum æfinlega að muna
það, að það tgkur stuðning fólks
yfirleitt til að halda skemtilegt
samkvæmi. Og að endingu vil
eg minna alla á, að búast við ís-
lendingadegi á þessum sama stað
næsta sumar, 25. júlí að öllu
forfallalausu, hverjir, sem þá
kunna að vera í nefndinni.
Einnig má eg til að þakka Blaine
búum fyrir framúrskarandi gest-
risni, sem þeir sýndu okkur
Vancouver nefndarmönnum
þegar við vorum þar syðra í
nefndarerindum.
* * *
,Og nú örfá orð um samsæti,
sem herra Thor Thors var hald-
ið á Georgia hótelinu hér í Van-
couver, mánudagskveldið 27.
júlí. Þar voru samankomnir um
áttatíu manns. Var sezt að borð-
um um klukkan sjö, var borð-
bænin lesin af séra Albert Krist-
jánsson. Þegar búið var að
drekka hylli konungs, tók Mr.
Thorlakson, sem var forseti sam-
sætisins, til máls og bauð herra
Thors og fólkið velkomið og
sagði að nú mundi söngflokkur-
inn syngja Ó Guð vors lands.
Ninna Stevens hafði komið
norður til að vera með okkur og
söng hún þarna einsöng. Thor
Thors v talaði bæði á ensku og
íslenzku og var ánægja og upp-
lyfting að hlýða á hann. Mrs.
D. L. Durkin tók til máls til að
þakka herra Thors fyrir ræð-
una, er altaf skemtilegt að
hlusta á Mrs. Durkin því hún
er tölug kona og er svo mikill
Islandsvinur. Dr. Lyle Telford
fyrrum borgarstjóri hér í Van-
couver talaði hlýjum orðum til
herra Thors og kvaðst vonast
eftir að vonir hans kæmu fram,
að ísland yrði fyrirmynd fyrir
aðrar þjóðir í framtíðinni. Mr.
Thorlakson, sem hafði stýrt sam-
sætinu vel eins og honum er
tamt, þakkaði Thor Thors enn
á ný fyrir komu hans hingað
vestur á strönd og sérstaklega
hingað til Vancouver. Endaði
skemtunin með því að söng-
flokkurinn söng tvo íslenzka
söngva og kvöddu menn sendi-
herrann með handabandi og
árnuðu honum allra heilla í hans
starfi.
Magnús Elíasson.
Wartime Prices and
Trade Board
Spurt—Er það satt að tímarit
muni hækka í verði?
Svar—Það er ekki alveg víst,
en fremur líklegt að svo verði,
vegna þess að nýlega hafa frétta-
blöð og tímarit verið undanþeg-
in hámarksverði.
Spurt — Mér hefir skilist að
það sé hámarksverð á eggjum,
samt var verðið tveimur cent-
um hærra núna en í vikunni
sem leið.
Svar—Hámarksverð hjá stór-
kaupmönnum í þessu umdæmi
er 48c hvert dúsín fyrir Grade
“A” eða stærstu egg. Smásalac
mega ekki hækka þetta verð um
meira en 8 cent; hámarksverð
hjá þeim, því 56c. Sem stendur
hefir verðið enn ekki náð há-
marki.
Spurt—Hvaða eyðublöð á að
fylla inn, ef maður hefir hús til
leigu?
Svar—Það er kallað “Form
R.C. 40” og fæst með því að
skrifa til Regional Rentals Of-
ficer, 612 Power Bldg., Winni-
peg. Þú verður að gefa nauð-
synlegar upplýsingar á þrefalt
form. Eitt fer til leigunefnd-
arinnar, annað til leigjanda, en
því þriðja heldur þú sjálfur.
Spurt—Hvaða starf er ætlað
Liaison officers, sem vinna með
“Women’s Regional Commitee.
Er það launað starfsfólk nefnd-
arinnar?
Svar—Alt starf, sem unnið er
af Women’s Regional Advisory
Committee” og þeim er þær að-
stoða er algerlega ÓLAUNAÐ
starf. Nefndin óskar að sem
flest félög kvenna útnefni milli-
göngumenn, sem tengi þau við
aðal nefndina, færi félagskonum
upplýsingar og fréttir frá nefnd-
inni og neyzludeildinni, færi
nefndinni aftur á móti tillögur
frá félögum þeirra. “Liaison
officer er því milliliður félag-
anna og nefndarinnar.
Spurt — Er hámarksverð á
kvensokkum?
Svar—Já. Sokka má ekki selja
fyrir hærra verð en selt var
fyrir á hámarkstímabilinu. En
vegna silkiskorts eru nú alls-
lags tegundir af gervisilki notað-
ar, sem ekki voru til sölu á tíma-
bilinu, sem miðað er við. Há-
marksverð á þessum tegundum
hefir samt verið sett af verð-
lagsnefndinni, og kaupmenn eiga
að halda sér við það verð.
s*.„Spurningum á íslenzku svar-
að á jslenzku af
Mrs. Albert Wathne,
700 Banning St., Winnipeg
—Ertu ekki hræddur við
gerlana í vatninu?
—Nei, nei, eg sýð vatnið.
—Nú, og hvað svo?
—Svo gerilsneyði eg það.
—Og svo?
—Og svo — svo drekk eg bjór.
* * *
Sigga: Því kallaðirðu ekki á
hjálp, þegar hann kysti þig.
Gunna: Hann þurfti ekki á
neinni hjálp að halda.
OPPORTU NITY
IS KNOCKING
FOR YOUNG PEOPLE WHO
WISH TO EMBARK UPON A
BUSINESS CAREER
The demand for TRAINED office help now exceeds the
supply and we expect the demand will steadily increase. Why
not take advantage of this opportunity NOW by attending
our Day or Evening Classes? ,
Write or telephone for our 1942 prospectus.
flniTOBfl
commeRcmL
COLLCGC
301 ENDERTON BLDG., 334 PORTAGE AVE.
(4 DOORS WEST OF EATON’S)
Phone 2 65 65
The Business College of Tomorrow . . . TODAY!
Yfirskin
Hvað eru nú skýin að skrifa,
á skautið hins upprunna dags?
Hvort eru það ljóð um að lifa
við lögmál hins umliðna brags?
/
Þau logrúnum ljómandi steypa
hinn lýsandi dagrennings fald,
er skugganna grámóðu gleypa
og gullflétta sólroðans tjald.
Og hátt yfir töfra-brún tinda,
er tæma þar himinsins laug,
þau dularmáls drumsýnir kvnda
um daginn, við sjóndeildar-baug.
Eg þekki þar spurningu’ hins spaka
og spámannsins dularfull orð:
er yfirskin tímanna taka
sem teningsins veltu um borð.
Hvort eru það hugboð þess heifturs
er hnyklast um vonleysis brún,
og dómsorð um leysing þess leifturs
er logar í þrumunnar rún?
Á stormanna ókyrru ströndum,
það stoðar að jafnaði minst,
þó skin sé á skýjanna röndum
ef skrugga’ er í flókanum inst.
—Pálmi.