Lögberg - 05.11.1942, Blaðsíða 2

Lögberg - 05.11.1942, Blaðsíða 2
I LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. NÓVEMBER, 1942 Flökkuskipið Saga írá Kyrrahaíinu Eflir F. Meisler. (Frá “Nemo” á Gimli). Eg mun aldrei gleyma 1. júní árið 1877, hversu gamall sem eg verð. Að vísu var hann gagn- líkur öllum öðrum dögum, og eg man ekki eftir neinum teiknum á sólbjörtum himninum eða á ókyrleikanum á skipalegunni í Callaó, er eg gæti ráðið sem fyrirboða þeirrar óvæntu breyt- ingar á ferð minni, er eg þenna dag var að leggja af stað í, en þó fékk eg oft ástæðu til að minnast hans. Robert frændi minn átti nokkrar plantekrur við Ba- ranchy, sem er smábær við ströndina, tveimur dagleiðum fyrir norðan Callaó. Eg hafði verið þar umsjónarmaður í mörg ár. Fyrsta júní 1877 var eg staddur í Callaó, sem er hafnar- borg í Perú og kominn þar um borð í barkskipið “Balbóa,” hafði frændi minn tekið það á leigu til þess að flytja kínverska vinnumenn til Baranchy ásamt matarforða til eins árs. Plant- ekrur þessar voru nokkuð frá sjó við hliðina á Santa Rita ný- lendunni, sem var eign verzlun- arfélags í Perú og átti nokkuð í farmi skipsins. Samtals flutti skipið 2000 poka af hrísgrjónum og 50 tunnur af söltuðu svína- fleski. Kínverjar borða sem sé ósköpin öll af hrísgrjónum, en þrátt fyrir það að þessi korn- tegund heitu landanna sé í mjög lágu verði í Perú, þá samt urðu útgjöldin mikil. Það er annars ekki mikil hagfræði í að hafa þessa Kínverja í þjónustu sinni, því auk fæðis og fata þurfa þeir eigi alllítið meðölum, sem staf- ar af þeim ósið þeirra að leggj- ast veikir, einkum í uppsker- unni, þegar annir eru sem mest- ar. Eg drep á þetta svona um leið, því eg kannast fúslega við það, að þegar þeir fóru um borð á skip okkar, 69 að tölu, kendi eg verulega í brjósti um þá. Þeir höfðu komið frá Macaó með skipi frá Portúgal er hét Provi- denza og höfðu fengið alt annað en góða meðferð á leiðinni, þeir höfðu verið kasaðir í lestinni. Á daginn hafði þeim verið leyft að vera fáeina klukkutíma á þil- fari í smáhópum til skiftis, þeg- ar veður var sem blíðast og minst að starfa. Á skipi þessu hafði verið fjöldi Kínverja, sem áttu að fara í ýmsar nýlendur i Norður Ameríku, og svo þessi þrengsli af 4-500 manns þarna í lestinni, þar urðu þeir að mat- reiða og svo hafði verið haldið í vatnið við þá. Og í lestinni hafði því verið verra en í hest- húsi. Annar stýrimaðurinn, semsótti Kínverjana, komst svo að orði, að lyktin sem lagði á móti honum upp um rifurnar á hleranum hefði verið svo þykk að hægt myndi að sneiða hana sundur með hníf. Þeir höfðu einnig hrunið niður og þóttu hreinustu undur þegar skipið kom til Callaó, að þá skyldu lifa 330 vinnumenn. Þrátt fyrir það var atvinnan góð, því hver Kín- verji kostaði 400 dali. Af því eg var staddur niður við höfnina, tókst mér að ná í þá sem voru ósjúkir og hraust- legir menn, sem aðeins höfðu þann ókost að vera ættaðir úr sama héraðinu og töluðu því á sama máli, en það þykir tals- verður ókostur í nýlendunum þar sem margir Kínverjar eru haldnir, því menn óttast þá fremur samsæri. Svo sem áður er sagt, höfðu mínir leigumenn haft harða útivist á Providenza, gagnsýrðir af sjósótt, heimþrá og öðru mótlæti, og nú áttu þeir, í stað þess að vera fluttir í land — sem þeir höfðu vonað — að flytjast á annað skip til þess að sæta sömu meðferð, og engin furða þó þeir væru dapurlegir. Hvernig var þeim einnig auðið að vita að væntanleg ferð stæði yfir aðeins í fáéina daga, þai sem Providenza — eldgamalí sleði — var meira en þrjá mán- uði á ferð sinni til Callaó. Eg veitti því líka eftirtekt, þegar skipið Balbóa lagði út úr höfn- inni, að nokkrir þessara gulu manna með hárfléttuna í hnakk- anum, rendu augunum fullum af heimþrá vestur yfir hafið. Þeir vissu það svo vel að föður- land þeirra var þar sem sólin gekk undir. Þó leigumenn þess- ir láti eftir sig hvorki konur né börn, þá vaknar þó hjá þeim við og við endurminningin um gamlan föður eður móður, þvi foreldraástin er ein af helgustu skvldum Kínverja. Tvö vel út látin högg af kaðalenda kom þeim þó til sjálfs sín, svo fór allur hópurinn í óða önn að búa til kveldverðar, úr hrísgrjónum og harðfiski, sem Su-Hu-Jok, þjónninn minn, hafði hlutað þeim út. Su-Hu-Jok var vel upp alinn og dyggur piltur, sem fyrir sex árum hafði fluttst inn í plantekru frænda míns og ver- ið þjónn minn tvö síðustu árin. Hann var ekki eingöngu skyldu- rækinn og aðgætinn herbergis- þjónn, heldur sérlega verklag- inn. Landar hans elskuðu hann mikið, þó hann gæfi sig ekkert að einkamálum þeirra. Loft var heiðskírt og hægur andvari þeg- ar við sigldum fram hjá Taon- ton eyjunni og var skipinu hald- ið svo nálægt vindi sem auðið var. Um nóttina kom eg oft upp á þilfarið. Balta skipstjóri hafði sjálfur aðra vaktina. Það var mér mikil skemtun að reykja vindil og spjalla við þenna gamla hvalaveiðamann. Tungl var í fyllingu og varpaði glitr- andi geislum eftir öldunum. Seglin þöndust út í golunni, og um alt þilfarið í tunglsskins- geislunum jafnt og skugganum láu Kínverjarnir sofandi í hóp- um í úlpunum einkennilegu og víðu buxunum. Og þá varð eg gagntekinn af meðaumkun, þegar eg horfði á þessa heimilislausu ræfla og jafnvel samvizkubits, en — var það eg sem hafði selt þá? eða var það frændi minn? Nei, hvor- ugur. Sumir höfðu að fullu verið seldir af skuldheimtu- mönnum sínum, og aðrir af fús- um vilja, gagnþrungnir þeirri von er aldrei átti að rætast, og — svo gátu þeir farið heim aft- ur að enduðum verksamningn- um, ef þeir lifðu svo- lengi, eða þeir gætu dregið saman dálítið að peningum svo . . . Morguninn eftir er eg kom upp á þiljur slagaði Balbóa ennþá upp í vindinn. Þykt var í lofti svo aðeins grilti til Hormigas fjallanna. Andesfjöll- in voru horfin í móðuna. Mér geðjaðist illa að þessu, því alt útlit var til þess að ferð- inni seinkaði vegna óhagstæðrar vindstöðu. Skipið var leigt fyr- ir háa upphæð og aðeins í fáa daga,------og svo skyldi skipið berast út á rúmsjó fyrir straum- um og vindum. Hvað myndi þá taka við? Með því leið okkar lá með landi fram, hafði ekki verið ráðin nema hálf skipshöfn, þ. e. skipstjóri, tveir stýrimenn og átta hásetar; en til allrar hamingju var vindur lítill, þó aldrei nema hann væri óhag- stæður, og því höfðu verið dreg- in upp öll segl með toppsegli. Eg verð að geta þessa nákvæm- lega svo lesarinn átti sig á því sepi á eftir kemur. Eg var að borða morgunverð- inn í káetunni, þegar eg srrögg- lega heyri ógnar þrusk uppi á þilfarinu. Það var sem margii menn berfættir hlypu til og frá, og innan um heyrðist eitthvað detta á þilfarið. Einu sinni heyrðist skammbyssuskot, svo heyrðist óp og blótað á spönsku. Stundum heyrðist smellandi hljóð, svo sem mannskúpa hefði verið brotin, og í öllum þessum ólátum heyrðist stöðugt þetta tafsandi mál Kínverjanna. Eg æddi að stiganum. Á neðsta þrepinu mætti eg Su-Hu-Jok ná- fölum og titrandi af ótta. “Æ, Massa Valtari!” æpti hann upp. “Kínverjar/ taka skipið, drepa alla, líka mig og hvíta manninn. Eg hljóp svo hart. Heyrði Kínverjana tala. Eg skildi. Kínverjar taka skip. Sigla heim.”— Eftir þessum fregnum höfðu Kínverjarnir gert uppreisn og náð skipinu á vald sitt. Meðan Su-Hu-Jok mælti þetta, hafði hann skelt hleranum aftur og slegið slagbrand fyrir að innan svo að við vorum ekki í augna- bliks hættu. Gegnum rifu, sem var á hleranum gat eg veitt bar- daganum eftirtekt. Það var fljótséð að Kínverjarnir háðu bardagann eftir ákveðinni reglu, því þeir höfðu einangrað háset- ana hvern frá öðrum og sóttu að þeim í hópum. Kínverjarnir höfðu að vopnum kaðla og alls- konar verkfæri, sem þeir höfðu fundið um nóttina. Hásetarnir vörðust eftir megni með rýting- um. Skipstjórinn virtist hafa fallið fyrstur eftir að vera hrak- inn frá káhetunni, þar sem voru nægar vopnabirgðir. Bardaginn stóð enn yfir hing- að og þangað og hásetarnir að verða bornir ofurliði. Eg varð sem vitstola af bræði þreif marghleypu og var að opna hurðina til að skjóta nokkra af þrælmennum þessum, þegar Su- Hu-Jok þreif í handlegg mér og mælti: “Æ, nei, Massa Valter! Nei, ekki skjóta, alt gott. Massa lifir, eg lifi.” Hann togaði mig frá dyrunum. “Massa ékki horfa á! Hvaða gagn. Massa vera stiltur. Ekki skjóta, þá brenna Kínverjar skip og alt. Kínverj- ar ekki til Callaó. Kínverjar heim til Kína. Massa veri stilt- ur. Lofa Kínverjum gera, alt svo gott.” Su-Hu-Jok hafði satt að mæla. Eg gat engum bjargað og að skjóta var að gera ilt verra. Eg tróð mér með hryllingi út í eitt hornið. Það var nú farið að kyrrast um á þilfarinu, svo eg gekk að hleranum og gat séð út. Skip- stjórinn, annar stýrimaður og 3 hásetar láu dauðir við stórsigl- una, en hinir af skipshöfninni láu bundnir við öldustokkinn mjög sárir eftir bardagann. Að því sem eg gat séð, hélt eg að 10 menn hefðu fallið af Kínverj- unum. Eg átti ekki að vera lengi í vafa um örlög skipvtrjanna. Þrælarnir sem nú höfðu borið saman ráð sín með ógnar há- vaða, losuðu akkerisfestina og bundu við hana alla fangana, 6 að tölu á höndum og fótum, einn og einn í stað. Þar næst hófu þeir fangana upp á öldustokkinn fyrir aftan framsiglu kaðlana, fluttu svo endan á akkerisfest- inni á eftir, og svo .... Eg lét fallast í eitt stigaþrep- ið, svo eg ekki yrði sjónarvottur að slíkri skelfingar sjón, en eg heyrði alt . . . hin síðustu ang- istaróp fanganna^ drynjandi skröltið í festinni þegar hún hljóp yfir öldustokkinn og ofan eftir skipshliðinni, niðinn í sjón- um og sigurgólið í gulu djöfl- unum. Meðan þessu fór fram, kviknaði sú spurning í huga mér: “Hvað verðui* nú ftf mér? Hve lengi verð eg látinn halda lífi? og hvernig skyldi þetta lykta? Við vorum nú algerlega á valdi þrælanna svo langt undan landi að aðeins yddi á hæztu fjallatinda og á skipi, er enginn var á er vitund kunni til skip- stjórnar. Eg var hrifinn úr þessum hugleiðingum með því nú dundu högg á káetu-horðina. Su-Hu-Jok, sem setið hafði þegj- andi á fótum sér, hlóp nú upp stigann og fór að semja við þrælana, en með því þeir töluðu kínversku, skildi eg ekki um hvað samtalið var. Hrognamái þetta er einnig gagnólíkt öllum tungum kristinna þjóða. Eg varð því hissa þegar Su-Hu-Jok sneri sér við og sagði að þeir ætluðu að gefa mér líf ef eg greiddi þeim út þá 6,000 mexi- könsku dali, er eg geymdi í seglaklefanum. Hvernig gátu mannfjandar þessir vitað, að eg átti þessa peninga? Skyldi Su- Hu-Jok hafa svikið mig? Mér flaug það fyrst í hug, vegna hat- urs þess, er eg bar til Kínverj- anna, en svo mundi eg eftir því, að þeir voru sjónarvottar að því er kisturnar voru fluttar um borð, og þótti mér vænt um að grunur minn á þjóninum var á- stæðulaus. Hvað voru og nokk- ur þúsund dalir móti líftórunni, þó kaupin væru gerð af þræl- um. Síðan lét eg Su-Hu-Jok rétta kisturnar upp á þilfarið, en enginn mátti koma að káetu- dyrunum fyr en búið var að loka hurðinni. Litlu seinna hafði eg þá raunalegu ánægju, að sjá Kínverjana glottandi skifta pen- ingunum bróðurlega milli sín. Þessu næst kleif hópur af þeim upp í reiðann, með ópum og óhljóðum; var það hláturs- efni hvernig þeir fóru að snúa skipinu, en að lokum tókst það. Jafnframt hafði annar hópur skipað sér kringum stýrið með miklu málæði og næst er eg leit út um káetugluggann, * sá eg landið hverfa í sjóndeildar- hringnum. Við vorum komnir á leiðina til Kína. Fyrsta nóttin, sem eg dvaldi í fangelsi þessu, var ekki eins ill og margar nætur urðu síðar. Vindur var fremur hægur og þó skipið ruggaði mikið á öldun- um, gekk alt ágætlega. Eg vissi að Kínverjarnir gátu ekki kom- ist inn til mín án þess eg vakn- aði við háreystina, og féll því í fasta svefn, uppgefinn af geðs- hræringum. Eg vaknaði við það að skipið kastaðist á hliðina og heyrði að stýrishjólinu var snú- ið í ákafa; komst eg þá brátt að hinum ískyggilegu kringum- stæðum mínum. Mér flugu í hug örlög Baltasar skipstjóra og félaga hans, og svo þau, er væntanlega biðu mín. Eg von- aði að skip kynnu að rekast á okkur á leiðinni og bjarga mér, en fyrir því voru þó nauða litlar líkur. Kyrrahafið er slíkt of- boðs flæmi, að skipin geta siglt þar óra vegu án þess að sjá hvert til annars. Mér fanst eg gæti verið í fangelsi þessu svo vikum eða jafnvel mánuðum skifti, undir gæzlu hálfsiðaðra svikara. Eg komst að þeirri niðurstöðu að undir þessum kringumstæðum væri það aðeins guðleg forsjón, er gæti varðveitt mig frá vitfirringu. Morguninn eftir datt mér í hug að ákveða matarskamtinn fyrir hvern dag af matarforða þeim er við höfðum, og vera við öllu hinu versta búinn. Að sönnu hafði skipið — hvað matarbyrgðum viðvíkur — ekki verið búið undir Kína-ferð, en samt sem áður voru vista- byrgðir nægar á skipinu. í hlið- arhólfi einu fundum við hrís- grjón, saltað kjöt, baunir og mikið af jarðávöxtum, og marg- ar tunnur af víni, og á öðrum stöðum edik, salt, te, kaffi og flesk, en eitt vantaði okkur al- gerlega, það var vatnið, en með því við fundum mikið af öðrum drykkjum, þurftum við ekki að kvíða dauða okkar af þorsta, og slægi í harðbakka, kunni eg að gera sjó drekkandi með því að margsýja hann gegnum sand Kínverjarnir höfðu einnig nægt- ir hrísgrjóna og öðrum matvæl- um og vatni í vatnshylkjunum í káetunni og tunnunum á þil- farinu. Við gátum því verið ó- hultir fyrir því að Kínverjarnir réðust á okkur af matarskorti. Nú vissi eg ekkert hvað gerð- ist á þiljum uppi, því Kínverj- arnir voru jafn málugir og það var eigi annað að sjá en þeir skiftu sér ekkert af okkur. Við heyrðum þá vera að rífa eitt- hvað til í “lúkarnum” og einu sinni barið á skilrúmsvegginn milli mið- og afturlestarinnar, eins og þeir vildu ganga úr skugga um hvort skipið tæki þar enda, en ánægðir hafa þeir orð- ið með rannsókn þessa, því aldrei eftir þetta heyrðum við til þeirra. Á daginn styttum við stund- irnar með því að horfa út í gtgnum gluggann á lyftingunni (káetunni) og rifuna á hurð- inni, eftir því sem tök voru á. Úr glugganum sást ekki annað en himin og haf, en um rifuna, dálítið af þilfarinu og öldu- stokknum. Skip hefðu því auð- veldlega getað farið hjá og jafn- vel nálægt, án þess við fengj- um minstu vitneskju af því. Kínverjarnir voru að fljúgast á og leika sér á þilfarinu, sýnilega mjög ánægðir með kjör sín. Á kvöldin fóru þeir allir fram á skipið og kyrjuðu eður kváðu tilbreytingarlausar raunarollur. Eg fyrir mitt leyti gat hvorki heyrt í því sönglist eður sam- ræmi í þessum söng er helzt líktist veðurþyt, þegar hvín í trjágreinum eða skipsreiða. Eftir þetta komu langvarandi logn og varð æfi okkar ennþá tilbreytingarminni en fyr og komst svo langt í áhi;ifum sín- um, að mér jafnvel fanst eg hafa fæðst í þessum kjörum, sem hvað mig snerti var því auð- veldara fyrir það að eg var bú- inn að tapa allri von um að kom- ast slysalaust heim til mín. Eg sá í anda Robert frænda horfa með óþreyju eftir Balbóa, og eg gat getið mér til um hug- sýki hans, er hann að lokum yrði að sætta sig við að sjá hvorki mig né skpiið framar Svona leið hver dagurinn af öðrum. Eg hafði bundið lérefts- bót við ljóskerið og hengt það sem neyðarflagg út úr öðrum lyftingarglugganum, með þeirri heimskulegu von að það kynni að verða okkur til bjargar, en Kínverjarnir veittu því eftir- tekt og slitu það niður. Svona varð þessi frelsistilraunin að engu. Eg lá tímunum saman á skipara kistunni og starði um litla gluggann út á ómælis haf- flötinn. Hvergi sást land, hvergi skip eða sjófugl er með flugi sínu gæti hrakið þunglyndi mitt á flótta. Canadian Women's Army Corps NEEDS RECRUITS— AGE LIMITS 18 TO 45 Full information can now be obtained from your local Army Recruiting Representative WOMEN! REPLACE A SOLDIER RECRUITS are urgently required for Canada’s ACTIVE ARMY It Needs EVERY FIT MAN between 18 and 45 years of age VETERANS GUARD (Active) Wants Veterans of 1914-1918 up to age 55 See your LOCAL RECRUITING REPRESENTATIVE (Framhald) Húsráðendum til athugunar Eins og sakir standa, höfum við nægar birgðir fyrirliggjandi af flesium tegundum kola, en það er engan veginn víst, hve lengi slíkt helzt við. Vegna lakmarkaðs mannafla í námum, og rýrnandi íramleiðslu af þeim sökum, ásaml örðugleikum við flutninga, má því nær víst telja, að hörgull verði á vissum eldsneylistegundum í vetur. Vér mælum með því, að þér birgið yður þegar upp, og eigið ekkert á hættu með það, að verða eldsneylis- lausir, er fram á líður. Vér mælum með því, að þér sendið pantanir yðar nokkrum dögum áður en þér þarfnist eldsneytisins, vegna aukinna flutningsörðug leika. TRYGGIÐ VELLÍÐAN YÐAR MEÐ ÞVÍ AÐ FYLLA KOLAKLEFANN NÚ ÞEGAR! McCurdy Supply Co., Ltd. Byggingarefni og Kol 1034 ARLINGTON STREET SÍMAR: 23 811 — 23 812 (WWVWWWWWWWWWWWWWWWWVN \erzlunarskola NÁMSSKEIÐ Það borgar sig fyrir yður að leita upplýsinga á skrifátofu Lögbergs, við- víkjandi námsskeiðum við beztu verzlunarskól- ana í Winnipeg .... Veitið þessu athygli f ' nú þegar/ XAAMMAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAMA'

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.