Lögberg - 05.11.1942, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. NÓVEMBER, 1942
1
----------Högberg----------------------
Gefið út hvern fimtudag aí
THE COLUMBIA PRESS. LIMITED
b95 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjórans:
BDITOK LfjGBBRG,
695 Sargent Ave., Winnipeg^ Man.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram
The “Lögberg” is printed and published by
The Culumbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba
PHONE 86 327
Gildi samheldninnar
Skotar eru mestir valdamenn í þessu landi,
þó hvergi láti nærri, að þeir sé fjölmennasta
þjóðarbrotið; þeir eru einu mennirnir, sem í
sambandskosningum geta dáleitt fransk-
kaþólsku fylkingarnar í Quebec, og gert sér
forustumenn þeirra að þjónustusömum önd-
um; þeir eru í ákveðnum meirihluta í stjórnum
hinna einstöku fylkja, og hvar annarsstaðar,
sem um tekjudrjúgar virðingarstöður er að
ræða, láta skozkir menn ekki sitt eftir liggja
til þess að hreppa hnossin.
Ekki þarf neinum blöðum um það að fletta,
að Skotar yfir höfuð sé hagsýnir og velgefnir
rnenn; en þeir eru heldur engan veginn einu
mennirnir, er slíka eðliskosti hafa til brunns
að bejra; hvar, sem leið þeirra liggur, eru þeir
ávalt Skotar; þetta gildir um þá engu síður
hér í landi en annarstaðar, og enginn heilvita
maður lætur sér til hugar koma, að þeir sé á
nokkurn hátt verri Canadamenn fyrir það:
þeir eru stoltir af hljóðpípum sínum og mis-
litu knjáskjólunum, sem þeir bera þegar mik-
ið stendur til, og þeir geyma þjóðsöngva sína
sem helga dóma. Skotar eru allra manna fast-
heldnastir við fornar menningarerfðir, og hefir
slíkt styrkt þá mjög í strangri þróunarbaráttu;
þeir hugsa líkt og Einar Benedkitsson sagði, að
sekur sé sá einn, sem tapar, og þessvegna hafa
þeir unnið svo marga, menningarlega sigra; það
er engu líkara en Skotar hafi flestum mönnum
fiemur tileinkað sér í virkri framkvæmd
kjarnann úr æfintýri Andersens um spýtna-
knippið, eða hina gullvægu kennisétningu:
“Sameinaðir stöndum vér sundraðir föllum
vér.” Það er hin þjóðræknislega samheldni
þeirra, sem blásið hefir þeim byr í segl, og
gert þá á öllum tímum, og á öllum stöðum
menn með mönnum.
Samheldni Skotanna í þessu landi hefir
orðið þeim lyftistöng til margháttaðs frama.
Naumast gæti það sakað, þó vér, sem af ís-
lenzku bergi erum brotnir, tækjum oss slíka
samheldni að einhverju til fyrirmyndar; sjálfum
oss til gagns, og þjóðfélagi voru til sem mestrar
nytsemdar.
Þröngsýnir menn vor á meðal hafa oftar
en einu sinni haldið því fram, að það stæði oss
fyrir þrifum að halda hópinn; slíkir menn hefðu
átt að gerkynnast þróunarsögu Skotanna, og
myndi þá eigi óhugsandi, að komið hefði annað
hljóð í strokkinn.
Skotinn er vandur að vali forustumanna
sinna; hann lætur sér engan veginn á sama
standa um það, hverja hann býður fram til
þátttöku í opinberum málum; þar koma ein-
ungis til greina þeir hæfustu menn, sem vöJ
er á; þeir ljá ekki Skotanum kjörfylgi fyrir
það eitt, að hann er Skoti; hann verður um
fram alt að vera liðtækur maður, og líklegur
til nokkurra nytjaverka; af þessu ættum vér
íslendingar að geta nokkuð lært; vér eigum
ekki að styðja menn til kosninga fyrir það éitt.
að þeir sé af íslenzkum ættum. En þegar í
kjöri eru til opinberra sýslana menn af ætt-
stofni vorum, sem hæfari eru öðrum umsækj-
endum, ber oss til þess siðferðileg skylda, að
veita þeim alt það fulltingi, er í voru valdi
stendur; í því felst réttmætur þjóðernislegur
metnaður, sem vér megum ekki undir neinum
kringumstæðum án vera, ef vér á annað borð
krefjum oss hljóðs.—
í lok þessa mánaðar, gefst íslendingum í
þessari borg, kostur á að sýna þjóðrækni sína
í verki; þá fer fram aukakosning til sambands-
þings í Mið-Winnipeg kjördæminu hinu nyrðra;
í vali verður, eins og þegar er vitað, ágætur
íslendingur, flugskólastjórinn víðkunni, Konnie
Johannesson; hann hefir með forustu sinni á
vettvangi flugmálanna aukið mikið á veg
þjóðarbrots vors, og vegna þess hve sterkar
líkur eru til, að sérþekking hans komi að hald-
góðum notum á sambandsþingi, ber oss að
fylkja um hann liði á kosningadaginn, og auð-
sýna með því í virku samstarfi, að Skotfnn sé
ekki ávalt einn um hituna, að því er sam-
heldni áhrærir. Vér eigum einnig, að styðja
séra Philip M. Pqtursson til kosninga í skólaráð,
með því að á því sviði eru einnig sterkar lík-
ur til, að mentun hans og áhugi á opinberum
málum komi í skólaráði í góðar þarfir, og hann
verði þar réttur maður á réttum stað. Minn-
umst þess, er til kosninganna kemur, að sam-
einaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér.
Bókmentafélagsritin,
1941
Eflir prófessor Richard Beck.
Bókmentafélagsritin fyrir árið, sem leið,
bárust mér fyrst í hendur rétt nýlega, en þau
eru löngum hinn bezti fengur.
Að þessu sinni gaf félagið út hefti af
Annálunum; merkilegt rit um Landnámabók
eftir Cand. Mag. Jón Jóhannesson, hinn efni-
legasta ungan fræðimann; og ársritið Skírni
undir ritstjórn dr. Guðmundar Finnbogasonar.
Er hér um að ræða 115. árgang ritsins, og að
þessu sinni mjög vel haldið í horfinu um efnis-
val, að minsta kosti fyrir þá, sem unna stað-
góðum fróðleik af ýmsu tagi. Ber efnisskráin
því órækt vitni, að svo er, en hún er sem hér
segir:
Sigurður Nohdal: “Snorri Sturluson”; Jón
Magnússon: “Snorri Sturluson” (kvæði); Guð-
mundur Finnbogason: “Það, sem af andanum
er fætt”; Guðfinna Jónsdóttir frá Hömrum:
“Villifugl” (kvæði); Ásmundur Guðmundsson:
“Séra Magnús Helgason, skólastjóri”; Einar
Arnórsson: “Kristnitökusagan árið 1000”; dr.
Jón Helgason, biskup: “Jón ritari. Aldarminn-
ing 1841-1941”; C. A. C. Brun: “Utanríkismála-
stefna Dana 1865-1870”; Hallgrímur Helgason:
“Jean Sibelius,” og Sir Arthur Eddington-
“Nauðhyggjan dvínar” (í þýðingu dr. Guð-
mundar Finnbogasonar). Þá eru ritfregnii
eftir ýmsa, skýrslur og reikningar og fleira.
Allar eru ritgerðir ^sessar fróðlegar og vel
í stíl færðar. Verður það sérstáklega sagt um
hinar prýðilegu og skarplegu hugleiðingar dr.
Nordals um Snorra Sturluson, í tilefni af 700.
ártíð hans; hina snjöllu og listrænu grein dr.
Guðmundar um andlegar mentir og störf; hina
égætu og glöggu lýsingu Ásmundar prófessors
á afbragðsmanninum séra Magnúsi Helgasyni,
og hina gagnmerku ritgerð Einars prófessors
um Kristnitökusöguna, sem flytur nýjar athug-
anir um þann merkisviðbuhð í sögu þjóðar
vorrar.
Þá eru ritfregnirnar einnig prýðisvel úr
garði gerðar, yfirleitt ítarlegri en stundum
hefir verið í seinni tíð og að því skapi gagn-
legri lesendum. Einkum eru efnismiklar rit-
fregnir Guðmundar rithöfundar Hagalín um
Sólon Islandus eftir Davíð Stefánsson og Föru-
menn eftir Elinborgu LáruSdóttur, og ritfregn
dr. Ágústs H. Bjarnasonar um Heiðaharm
Gunnars Gunnarssonar; í þeirri ritfregn er
einnig skemtileg lýsing á heimsókn til Gunnars
bónda og skálds að Skriðuklaustri.
Tvö ágætiskvæði eru í ritinu, minningar-
kvæði um Snorra Sturluson eftir Jón Magnús-
son, sem prentað er á öðrum stað hér í blaðinu,
og “Villifugl” eftir Guðfinnu Jónsdóttur frá
Hömrum. Það er eitt af þessum snildarlegu
ljóðum skáldkonunnar, en “hreinleiki og tign
hugsunar og máls” er, eins og vel hefir verið
sagt, aðalsmark kvæða hennar. Því til sönn-
unar skulu hér tekin upp 2. og 4. erindi úr
fyrnefndu kvæði, en jafnframt skyldi það í
minni borið, að þau njóta sín bezt í samhengi
við kvæðisheildina:—
“Og djarfasta villifuglsins flug
á frelsisins dýra ljóð.
Það gefur himninum ljóma og lit
og lífinu þrótt í blóð.
Við vængjanna slátt hlaut dagurinn dáð
og draumana nóttin hljóð.
En flugvana lífið hristir sinn hlekk,
á helsi ei vinnur bug.
Þar lítur upp margur sönglaus og sár
með svíðandi, brotinn hug.
Hvern vesalan orm, er um duftið sig dró,
hefir dreymt um arnarins flug.”
Freistandi væri að taka upp í greinarstúf
þennan ýms viturleg, fræðandi og eggjandi
ummæli, sem framangreindar Skírnis-ritgerðir
hafa að geyma, en eg verð að láta mér nægja
að tilfæra þessi niðurlagsorð dr. Nordals um
Snorra Sturluson og ódauðleg rit hans og mátt
íslenzkrar tungu í höndum hans:
“Enginn íslendingur getur lesið þau án
þess að unna þeirjri tungu betur síðan og verða
vandlátari um rækt hennar. Og sama máli
gegnir um anda þeirra allan. Hafi frásagnir
Heimskringlu um konunga og höfðingja austan
hafs eggjað frændur vora til frama: “Þeir eru
Norðmenn, sem vér erum,” — ættu rit Snorra
Sturlusonar eigi síður að frýja samlöndum
hans hugar. Hann var íslendingur, sem vér
erum. Svo hátt bar íslenzka snilli fyrir sjö
öldum. Það er osá meira en sómi. Fyrirheit
er það enn í dag smárri þjóð, að slíkir kvistir
hafa vaxið með henni. En vandi fylgir þeirri
vegsemd.”
Sú lögeggjan nær eigi aðeins til landa
vorra heimafyrir, heldur einnig til vor íslend-
inga í landi hér, og hún má vera oss kröftug
áminning um framhaldandi varðveizlu vors
auðuga menningararfs.
(Umboðsmaður Bókmentafél. er Magnús
Peterson bóksali í Norwood).
Einkennilegt bréf
Eftirfylgjandi bréf birtist í
dagblaðinu Winnipeg Tribune
30. október s.l.:
ICELANDIC CANADIAN
To the Editor of The Tribune:
Sir,—If the policies of the Ice-
landic Canadian magazine are in
line with your own convictions
would you be kind enough to
make some mention of the little
publication? The Icelandic Cana-
dian club hopes to inspire in its
younger members a sincere and
sensible nationalism. For we are
convinced that our first duty is
to Canada and that it is inimical
to the future of this country to
treasure any culture except in-
sofar as it can be oriented into
the living fabric of today.
Ethnic differences, it seems to
us, must be shelved and all of
us be made to see that one of
the greatest riches we possess is
a new language that makes us
all one. Or could make us one
if we gave up all this about
great and glorious traditions!
Anyone who knows history and
has some little knowledge of the
cultural contributions of the
various ra^ial glroups knows
that it all boils down to a very
little treasure and even this
little treasure is seen to be the
work of a few inspired men and
women who were not constained
by boundaries or flags.
It is our hope that other
ethnic groups may follow our
humble example and step out
of the past to take their place
in the world of tomorrow as
good Canadians; richer by their
exchange of ideas and more
tolerant because of the small
sacrifice made of national vanity
Laura Goodman Salverson.
Winnpieg, Oct. 20.
fslenzk þýðing:
Til ritstjóra Tribune:
Herra, — Ef að stefnuskrár-
atriði Icelandic Canadian tíma-
ritsins eru í samræmi við yðar
eigin skoðanir, viljið þér sýna
þann góðvilja að minnast að ein-
hverju þessarar litlu útgáfu. lce-
landic Canadian Club vonast til
að blása sínum yngri félags-
mönnum í brjóst einlægri og
skynsamlegri þjóðrækni, því vér
erum sannfærð um að vor fyrsta
skylda ge gagnvart Canada og
að það sé óvinveitt framtíð þessa
lands, að geyma sem dýrmætan
fjársjóð nokkura menningu,
nema að því leyti sem henni má
beina inn í lífshætti samtíðar-
innar.
Oss skilst að þjóðernislega að-
greiningu beri að leggja á hill-
una og oss öllum verði gert það
Ijóst, að ein sú mesta auðlegð í
eigu vorri sé ný tunga, er sam-
eini oss öll. Eða gæti sameinað
oss öll, ef vér losuðum oss við
alt þetta um miklar og dýrðleg-
ar menningarerfðir.
Sérhver sá, er þekkir söguna
og hefir ofurlítinn þekkingar-
snefil á menningartillögum
hinna mismunandi þjóðarbrota,
veit að þegar öllu er á botninn
hvolft, þá er þar um örlítið
verðmæti að ræða og jafnvel
þetta litla verðmæti er verk
fárra innblásinna manna og
kvenna, sem voru hvorki bundin
landamerkjalínum né fánum.
Sú er von vor, að önnur þjóð-
arbrot megi fara að voru yfir-
lætislausa fordæmi og koma
fram úr liðna tímanum og skipa
sér sess í veröld morgundagsins
sem góðir Canadamenn; auðugir
af gagnskiftum hugmynda sinna
og umburðarlyndari vegna smá-
vægilegrar fórnar þjóðernislegr-
ar hégómadýrðar.
❖ * *
Skýring ofanskráðs bréfs á
tilgangi Icelandic Canadian Club
er í stuttu máli þessi: Að stuðla
að því að íslendingar verði góð-
ir borgarar þessa lands með því
að þeir þurki út þjóðernissér-
kenni sín.
Ekki hefir almenningi skilist
að félag þetta væri stofnað í
þessum tilgangi, eða því ber það
íslendings-heitið? Þar sem fé-
lagið hefir ekki auglýst að það
hafi breytt stefnuskrá sinni,
verður að taka þett bréf sem
persónulegar skoðanir bréfrit-
arans.
Vitanlega erum við öll sam-
mála um það, að okkar fyrsta
skylda sé gagnvart Canada.
Sérhver sá, er þekkir hina 70
ára sögu Islendinga í {jessu
landi veit að þeir hafa skapað
sér orðstýr sem fyrirmyndar
borgarar. Þeir hafa ekki aðeins
kunnað að lifa fyrir land sitt;
þeir hafa kunnað að deyja fyrir
það. í stríðinu 1914-18 gengu
tiltölulega fleiri íslenzkir Can-
adamenn í herinn heldur en
menn af öðrum þjóðarbrotum i
Canada. Það dettur því engum
til hugar að efast um hollustu
Islendinga né skyldurækm
þeirra við land sitt. Það er
sjálfsagt að innræta ungu fólki
“einlæga og skynsamlega” þjóð-
rækni gagnvart landi þess, Can-
ada, enda er reynt að gera það
í skólum landsins, en enga á-
síæðu sé eg til þess að ungt fólk
af íslenzkum stofni þurfi sér-
staka áminningu í þeim efnum
fram yfir annað fólk.
En hvað er það í menningu
íslendinga, sem er “óvinveitt
framtíð þessa lands”. Er það
frelsis og lýðræðisást þeirra, sem
hefir þróast í vitund íslenzku
þjóðarinnar í margar aldir? Er
það bókmentahneigð þeirra, sem
skapaði sögurnar og ljóðin? Eða
er það tunga þeirra, íslenzkan,
þessi fagra forntunga Norður-
landa Eg get skilið að þegar
þjóðarbrot flytja hingað erfðir
beiskju og haturs gegn öðrum
þjóðflokkurp eða pólitískar öfga-
stefnur, að slíkt gæti verið skað-
vænt, en hitt get eg ekki skilið
að þær erfðir, sem íslendingar
“geyma sem dýrmætan fjársjóð”
geti nokkurn sakað. Ekki var
það skoðun hins mæta manns,
Dufferin lávarðar, og mun hann
hafa borið heill Canada fyrir
brjósti. Hann heimsótti íslend-
inga að Gimli 1877, tveim árum
eftir landnám þeirra í Vestur-
Canada. I ræðu, sem hann flutti
þá, hvatti hann íslendinga til
þess að glata ekki sínum forna
þjóðararfi heldur geyma hann
trúlega og vera þannig sjálfum
sér sannir. Hann sagði meðal
annars: “Þótt þér nú gerist
brezkir þegnar, þurfið þér ekki
að gleyma hinum fornu og heið-
virðu siðum úr hinum mynd-
auðugu sögum forfeðra yðar;
þvert á móti treysti eg því, að
þér varðveitið um ókomnar ald-
ir bókmentir þjóðar yðar og
kynslóð eftir kynslóð muni börn
yðar læra af hinum fornu sög-
um, iðni, þrek, þrautseigju og
hið harðsnúna þol er einkent
hefir hinn göfuga íslenzka kyn-
stofn.”
Dufferin lávarður þekti það
mikið til íslendinga að hann
vissi að hér voru ekki á ferð
menningarsnauðir villimenn,
sem þurfti að slípa og aga til
þess að þeir yrðu góðir borgar-
ar. Þessir menn áttu margra
alda merkilega menningu að
baki og hlutu því að hefja það
þjóðfélag, sem þeir gerðust hluti
af, á hærra menningarstig, svo
framarlega sem þeir reyndust
sjálfum sér sannir, eða reyndu
ekki að breyta sér í lélegar eft-
irlíkingar, enda áttu íslending-
ar svo mikið af réttmætum ætt-
armetnaði að þeir hófu, þegar
eftir landnám sitt, harðsnúna
baráttu fyrir varðveizlu þjóð-
ernisvitundar sinnar, menningu
og tungu. Allir þeir Canada-
íslendingar, sem skarað hafa
fram úr á einhverju sviði eða
hæzt hafa risið í hérlendu þjóð-
lífi hafa verið stoltir af uppruna
sínum og sýnt ræktarsemi við
íslenzk þjóðræknismál. Menn-
ingartillag íslendinga til cana-
disks þjóðfélags hefir þó ekki
verið verk fárra “innblásinna”
eða útblásinna sálna, Heldur
hefir íslenzka þjóðarbrotið í
heild sinni haft sterk og hoL
áhrif á hérlent þjóðlíf.
Samkvæmt skoðunum bréfrit-
arans hefði öll þessi íslenzka
þjóðræknisbarátta síðastliðin 70
ár, átt að vera “óvinveitt framtíð
þessa lands.” Eg vitna þá í um-
mæli annars manns, til þess að
sýna að reyndin varð ekki sú,
að íslendingar yrðu lakari borg-
arar þótt þeir tækju þessa af-
stöðu.
Sextíu árum eftir heimsókn
Dufferins lávarðar heimsótti
okkur annar merkur landstjóri
Canada, rithöfundurinn og gáfu-
maðurinn, Tweedsmuir lávarð-
ur. 1 ræðu, sem hann flutti að
Gimli 21. sept. 1936, mintist
hann á ræðu fyrirrennara síns,
Dufferin lávarðar, og fórust
þannig orð:
“Það gleður mig, að Islend-
ingum hefir fjölgað mjög í Can-
ada síðan þessi ræða var flutt,
og að þér eigið þegar mikils-
verðan þátt í canadisku þjóð-
lífi. Eg vildi óska að þér væruð
hér fleiri. Það geta aldrei orðið
ofmargir Islendingar í Canada.
Hvar sem eg fer er viðkvæðið
æfinlega og allstaðar það sama:
að þér séuð gæddir manndómi,
framsókn og dugnaði. Þér hafið
orðið góðir canadiskir borgarar
í hinni yfirgripsmestu merk-
ingu sem það orð á til; þér hafið
tekið fullan skerf í störfum og
framförum yðar nýja heimkynn-
is; en eg vona að þér einnig
haldið við yðar forna arfi. Þér
konur og menn, sem mál mitt
heyrið, minnist þess, að með því
móti einu er mögulegt að skapa
sterka og mikla þjóð, að fólkið
sem hana myndar sé trútt sínu
nýja landi, en muni þó jafn-
framt af hvaða bergi það er
brotið, verndi alt það bezta, sem
þaðan er erft og leggi það fram
sem efnivið til sköpunar hinni
nýju canadisku þjóð.
Konur og menn, sextíu ár eru
nú liðin síðan Dufferin lávarð-
ur mintist þess hversu trúir Is-
lendingar í Canada væru sinni
forn-íslenzku menningu. Eins
og þér hafið tekið fram var það
engin smávægis menning; hún
fæddi af sér nokkurn hluta
þeirra mestu og merkustu bók-
menta, sem dauðlegum mönnum
hefir nokkru sinni auðnast að
skapa.”
Ekki er annað hægt að segja,
en að þessir menn, sem eg hefi
nú vitnað í að hafi “þekt sög-
una og haft ofurlítinn þekking-
arsnefil á menningartillögum
hinna mismunandi þjóðarbrota”
og ekki álitu þeir menningartil-
lag íslendinga “örlítið”. Báðir
höfðu lagt rækt við að kynna sér
sögu og bókmentir íslendinga.
Tweedsmuir lávarður hafði jafn-
vel lagt það á sig á unga aldri
að læra nægilega mikið í ís-
lenzku til þess að geta lesið Is-
lendingasögurnar á frummál-
inu.
Eg hygg að það sé hollara að
innræta ungum Canada Islend-
ingum að fara að fordæmi þess-
ara manna í stað þess að kenna
þeim að líta með lítilsvirðingu
og jafnvel fyrirlitningu á “alt
þetta um miklar og dýrðlegar
menningarerfðir.”
Bréfritarinn heldur því fran,
að alla “þjóðernislega aðgrein-
ing beri að leggja á hilluna.” Á
Bretlandi aðgreinist fólkið í þrjú
þjóðarbrot; Englendinga, Skota
og velska menn. Það yrði van-
þakklátt verk að prédika fyrir
þessum brotum brezku þjóðar-
innar afrækt við uppruna sinn,
enda ber ekki á öðru en sam-
búðin milli þjóðerna þessara sé
friðsöm og farsæl.
En hver er þessi "nýja lunga"
í Canada, sem á að sameina
okkur öll? Ekki getur það ver-
ið ensk tunga, því það mál er
engum íslenzkum Canadamanni
nýtt. Það var vitaskuld ís-
lenzku landnámsmönnunum nýtt
mál, en þeir lærðu margir ensk-
una furðanlega fljótt, því ís-
lendingum yfirleitt veitist létt
að læra tungumál, enda var
bókfýsi þessara gömlu íslend-
I